Lögberg


Lögberg - 13.11.1941, Qupperneq 6

Lögberg - 13.11.1941, Qupperneq 6
6 LÖGBEJ&G, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1941 Afdalalæknirinn S j ö t t i Kapítuli Iiinn hálfgerÖi glettnisg’lampi í augum Dave Kandalls var óðara horfinn. Lance vissi að eldur í engi gat orðið mjög alvarleg- ur viðburður, og örðugmr viðureignar, enda augljóst, að hitt fólkið leit einnig svo á. Randall sneri sér að boðberanum í skyndi. “Eldur!” endurtók hann í höstum tón. “Hvernig gat eldur kviknað þar ?” Hann beið ekki svars, en grunsemis- glampi birtist í augum hans og endurspegl- aðist á andlitum smalanna er allareiðu voru hlaupnir af stað til hestakvíánna. Randall kallaði uy)p hástöfum með fyrirskipanir sín- ar og eftir örstutta stund voru kvíarnar því- nær tómar, allir hestar söðlaðir og alt smalaiiðið þotið ríðandi á stað til eldstöðv- anna í norðri. Jafnvel til matreiðslumanns- ins hafði verið gripið í bardagann við bálið. En þrátt fvrir flýtisæðið ætlaði Randall ekki að eiga neitt á hættu um gest sinn heima fyrir. “Mér þykir leitt að skilja vður einan eftir hér heima, hr. læknir,” sagði hann “En það er okkur öllum fyrir beztu að þér bíðið hér, þar til eg kem aftur og við fáum tóm til að talast við. Slim verður eftir hér hjá yður — og Slim veit hvað við á. Eg liitti yður bráðlega hér heima.” Randall þeysti svo á stað með liði sínu. En Slim góndi á eftir því þar til leiti bar á milli; hristi svó höfuðið og varp öndinni. “Jæja-þá, er þetta ekki hlálegt, hr. læknir?” sagði hann. “Ilér er eg skilinn eftir yður til skemtunar, aðeins vegna þess eg hefi svo aðlaðandi viðmót. En silakepp- ur eins og Dave fær að taka þátt í öllum svaðilförunum. Stundum ligur næstum við eg æski þess, að mér væri minna vit gefið. En eg hygg við mættum nú eins vel setjast inn í stofu og taka þessu öllu með jafnaðar- geði. ” Gerandi sér grein fyrir hvað á bak við þessa tillögu lægi, samsinti Lance henni. Slim ótti að liafa auga á honum, hindra það að hann væri að ráfa úti við, og ef á nokkr- um þvergirðingi bólaði hjá sér, vissi hann að Slim væri fullhæfur til ^að gjalda líku Hkt. “Þetta kemur mér nú svo fyrir sjónir,” mælti Slim, þar sem hann flatmagaði sig í hægindastóli; — “og nú ætla eg að blaðra út úr mér athugsemd, án þess til sé mælzl — sem er skolli fruntaleg framkoma — en eina afstaðan, sem eg kem auga á, hr. læknir, sú, að þér séuð — ekki ósvipaður mér — of auðtrúa, ekki nógu athugull um eigin hag yðar.” Lance gretti sig góðlyndislega við þessu. Honum geðjaðist vel að Slim. “Jæja, finst yður það?” spurði hann. “Ó-já. En svo maður sleppi nú þessu seinasta léttúðarhjali mínu, þá hygg eg rétt- ast hefði verið af mér að heimta, að eg fengi að fara og berjást við bálið, en einhverjum öðrum falið að verða hér eftir hjá yður. En eg fann mig ekki knúðan til að gjöra neitt slíkt. Húsbóndinn borgar mér fult kaup fyrir að skemta yður, nú — og það á vel við mig. Það er létt og ánægjuleg atvinna.” “Finst yður þá, að eg hefði Hka átt að þiggja fé hans og haga mér svo eins og hann vildi vera láta?” spurði Lance. “Hví ekki? Alt kemur að lokum í sama stað niður. Maður fær ekki til lengdar gengið í trássi við vilja húsbóndans. Og munurinn er sá, að geri maður það, gæti svo farið, að maður slyppi ekki sem bezt út úr því sjálfur. ” “ Jæja, ef til vill hafið þér þar rétt fyrir yður,” viðurkendi Lance. “S\ro virðist sem hann hafi sterkt hald á öllu hér.” Hann er ekki aðeins ráðríkur, ” stað- hæfði Slim með.áherzlu. “Það eru villidvrin iíka. En Randall er hér alt í öllu.” “Jæja, hann sagðist þurfa að tala við mig aftur áður en eg færi,” sagði Lance geispandi. “Verk yðar við að vera hér mér til afþreyingar ætti ekki að hindrast neitt við það að við fáum okkur dálitla hressingu, er ekki svo? Eða er hér einkis slíks að leita?” , Slim glotti ánægjulega. “Það er heldur ekki svo afleit hug- mynd,” sagði hann og stóð á fætur, gekk svo á undan fram í eldhús, opnaði þar skáp og tók út úr honum brúna flösku, ásamt tveimur staupum. “Hvernig geðjast yður þetta bezt, hr. læknir?” spurði hann. “Eg revni aldrei, eins og sumir hinna piltanna, að svolgra í mig þetta skellinöðrueitur eins og það kemur úr flöskunni. Mér geðjast betur að það sé ögn vatni blandið. Það virðist bæta vatns- bragðið. ” “Mér geðjast það -Hka betur á þann hátt,” samsinti Lanoe. Hann tók staupin, helti í þau vatni úr ausu er var í fötu í eld- húshorninu, álíka miklu í hvort um sig, en Slim bætti við romminu. “Þetta mýkir mold í auga,” sagði Slim blottandi er þeir höfu upp staupin og klingdu þeim hvor öðrum til heilla. Þetta hafði tekist undur blátt áfram og auðveldlega. Slim Lonegran gat verið nógu geðugur nautahirðir, og svo harður í horn að taka þegar því væii að skifta, en hann var einfaldur og hreinskilinn. Lanoe hafði stráð ofurlitlu dufti saman’við vatnið í giasi hans og eftir tíu mínútur var Slim farinn.að hrjóta, þar sem hann húkti á stólnum í framstofu hússins. Lance leit aðeins til hans og fór svo út. Húmið var nú að hníga á og máninn var hulinn að skýjabaki. Rauður glampi sást úr fjarska úti á auðninni, sem bar þess vitni að eldurinn bálaði enn á eng inu, þótt svo virtist sem eldsvæðið væri að dragast saman. Þetta myndi halda eldvarn- arliðinu þar enn aðra klukkustund, sem væri honum nægur tími til framkvæmdar því, er hann hugðist að gera. Allir virtust hafa grun um að einhver hefði af ásettu ráði kveikt eldinn þarna — sem á gripaengi og með veturinn rétt ókom- inn gekk na'st því að vera ófyrirgefanlegt illmenskubragð. Hver gat hafa gert slíkt ? Að hugsanir þess um þetta beindist með gremju að Broken Chain liðinu, var áugljóst. Kvíamar voru þvínær tómar. Einn hest- ur ráfaði þar um í einveldi sínu, með hring- aðan makka, krafsaði óþolinmæðislega hófum í moldina og fnæsti eins og þefurinn af báls- bardaganum bærist að nösum honum. Þétta var stórvaxinn apalrauður foli, þyngri en vanalegur smalahestur, búkslang'ur, þolslega og rennilega skapaður til hlaupa. “Þetta er vænlegt hross,” hugsaði I/ance með sér og kinkaði ánægjulega kolli. Svo leit hann inn í hesthúsið, sem einnig var tómt. Hver einasti reiðskjóti virtist hafa verið hrifsaður til bálsbardaga-ferðarinnar. Lance greip svo niður af snaga slöngvivaðs- reipi, spenti á sig spora, tók svo í hönd beisli, hnakk og ábreiðu og bar þetta alt út að kvínni. “Svo virðist sem þú sért eina úrræðið, kunningi,” sagði Lance og kinkaði til folans. Bn er hann nálgaðist hinn tilvonandi reið- skjóta sinn með beizli í hönd, mætti hann skjótri og óvingjarnlegri viðtöku. “Eg bjóst við að þú yrðir ögn stygg- lyndur,” kinkaði Lance aftur. Svo brá hann upp slöngvivaðnum og kastaði honum með æfðu handbragði. Folinn reyndi að skjótast undan, en lykkjan lenti á hálsi honum. Hann stökk æðislega til og frá nokkur augnablik, en þá hafði Lance tekizt að hálfbregða reip- inu um einn kvíastólpann. Þegar folinn fann árangurlaust að hann fengi losast þannig við kyrkingshald snörunnar á hélsi sér, þá stóð hann kyr og beið‘ átekta með stæltum vöðvum og veltandi augnaráði. Lance gekk fast að hestinum, þrýsti beizlismélinu inn á milli óþjálla tanna hans, og tók snöruna af hálsi honum. Það sá hann jafnskjótt, að verið hefði glappaskot. Það var nú augljóst hvers vegna þetta bráð-efnilega reiðskjótaefni hefði verið eftir- skilið í kvíunum, þegar óálitlegri reiðdýrin öll höfðu verið gripin. Þessi vænlegi apal- rauður var óhemja, og enginn hafði kært sig um að fást við hann þegar nauðsynlegt var að hafa hraðann við. Jafnskjótt og folinn var laus við snöru- lialdið á hálsi sér, brá hann þrjózkulega við, teygði úr langa hálsinum, sperti aftur eyrun og lagðist svo fast í beizlistaumana að í ægi- legar tennur hans skein. Lance vatt sér til hliðar, hnaut um leið og slapp nauðlega undan, er æðisgenginn folinn hringsnerist og sparkaði út í loftið báðum afturfótunum eins illyrmislega og Lance hafði nokkru sinni séð óðan villihest gera. 1 fáum fljótum skrefum náði Lance kví- arveggnum rétt í tæka tíð, með apalrauð í vígahug fast á hælum sér. Þetta var meira en villihestur. Það var hreint, og beint ill- vígur hrekkjalómur í folamynd. Eitt augnablik sat Lapce óhultur á kvía- veggnum og athugaði folann alvarlegu auga. Að nota sér þessa óhemju sem reiðskjóta þýddi það að hann ætti erfiða baráttu í vændum. En nú var um aðeins það að velja eða að honum yrði náð bráðlega aftur, því á fæti hafði hann lítið tækifæri til að ná inn til þorpsins. Hann þreif upp slöngvireipið og kastaði því. 1 þetta sinn varð folinn, með snöruna um háls sér, enn æðisgengnari en í fyrra sinnið. Næstu fimm mínúturnar stympaðist Lanoe á við folann sem æfður tamninga- maður. Það var enginn gamanleikur fvrir einn mann að fella slíka fjörskepnu, leggja þana flata og söðla. Það hefði þurft aðra snöru um sísparkandi afturfætur folans, sem ekki linti á þrjóskuæðinu fyr en honum lá við köfnun undan snörunni á hálsi sér. Þegar á reipishaldinu linaði staulaðist folinn kyrlátlega á fætur titrandi og órór þegar Lance vatt sér upp í söðulinn. En þá tók hann viðbragð, sem gerði það er á undan var skeð til samanburðar, að gaman- leik einum. Fáir höfðu hugmynd um að Lance Pres- cott væri alinn u]>p í nauthjarðaveri, en hver sem séð hefði til hans næstu mínúturnar mvndi liafa viðurkent, að hann kvnni að sitja hest. I augsýn óhorfenda myndi slíku reiðlagi hafa verið dæmd heiðursverðlaun við kappreiðar hjarðsveinanna. Á* þessu kveldi var enginn ásjáandinn og nokkuð verðmeira en heiðurshrós var undir því kom- ið, að hann héldist nú við í söðlinum. Folinn lagði nú fram alt sitt meðfædda listfengi til að fá losast við riddarann á baki sér: jós og prjónaði, stóð beint upp á aftur- fótunum, hringsnerist og reyndi að kasta sér á hliðina ofan á reiðmanninn, mjakaði sér á fleygiferð upp við kvíarvegginn til þess að ryðja honum þannig úr söðli. Hinum apalrauða vaf vissulega morð í huga. S j ö u n d i Kapítuli Það virtist endalaus stund þangað til apalrauði folinn sýndi á sér þreytumerki. Lance fanst eins og hryggurinn í sér væri að brotna, en hann sat þó ennþá í söðlinum á baki folans. Þegar þessi stóri reiðskjóti hans stóð við eitt augnablik, rak Lance spor- ana skyndilega í síður honum og hann var í sama vetfanginu þotinn á fleygiferð í ryk- mekki út eftir veginum. Rúmum klukkutíma síðar reið Lance upp að hestahýsinu í Windspur. Sjaldan eða aldrei hafði hann riðið hesti á slíkri ferð, jafnvel ekki stuttan spöl, en stóri folinn hafði haldið ]>vínær látlaust áfram með sama hlaupshraða alla leið inn til þorpsins. ^Og þó, þegar Lance steig af baki, virtist reið- skjótinn naumast sýna á sér nokkurn vott mæði eða svita. “Hýsið þenna liest, og burstið vel af honum rvkið,” skipaði Lance, “eg held hann sýni nú ekki af sér neina þverúð. Geymið hann hér; eg hygg að Dave Randall komi til að sækja hann eftir einn eða svo dag. ” Hestamaðurinn góndi með opinn munn- inn ýmist á Lance eða hestinn. “Þér ætlið þó ekki að segja mér, að þér hafið riðið þessum fola inn hingað?” urraði hesthússhirðirinn. “Sáuð þér það ekki?” Maðurinn hristi höfuðið, eins og hann gæti ekki trúað eigin eyrum eða augum. “Ojú eg sá vður,” viðurkendi hann ‘ ‘ En svo trúi eg- nú ekki æfinlega öllu, sem eg sé. IJeyrið mig, læknir,” hrópaði hann svo, “vitið þér hvaða hestur þetta er ?” “Fóthvatasti hestur, sem eg hefi nokk- urn tíma setið á.” “Ó-já, eg býst við því. Þetta er Frostv — versti villings-folinn, sem í þéssum lands- hluta hefir nokkurn tíma alizt upp. Og þér riðuð honum! Þér hljótið, hr. læknir, að vera æði vel að manni. Hér er enginn mað- ur, sem stigið hefir á bak folanum áður, jafnvel hvorki Dave Randall sjálfur eða son- ur hans.” Svo teymdi hann hinn ný-tamda Frosty á burt, muldrandi enn eitthvað við sjálfan sig, með undrunarsvip á brá. Meira lerk- aður en hann kærði sig um að vikurkenna, eftir fángbrögð sín við folann, staulaðist Lance upp stigann og opnaði dyrnar að herberginu þar sem MacVeigh lá. Eitthvað óþjált eins og harður lmúðuv rakst í kvið honum, er hann lauk upp hurð- mni, og því fylgdi gáskakend karlmannsrödd er þrumaði: “Hefi verið að bíða yðar, læknir. Bezt að teygja hendur upp úr ermum — blýpillur eru ekkert aðgengilegar til inntöku, þótt þær séu áreiðanleg bót við því, sem að yður gengur. ” “Á borði í einu horni herbergisins stóð steinolíulampi, sem nægilegur glampi barst frá til þess að Lance fengi greint byssuhólk- inn, er að honnm var óþyrmilega otað. Ekk- ert hafði verið hróflað við rúminu, sem Mac- Veigh lá enn í. Fast hjá því stóð Mavis ná- föl í framan, og við hlið henni annar nauta- smali, langleitur og alsköllóttur, með byssu einnig í hönd. Á gólfinu við rúmið lá hleri, er auð- sjáanlega átti að notast sem handbörur. AÖ hér væri um rán á sjúka manninum að ræða, var augljóst. Lanoe teygði upp handleggina samkvæmt skipun byssutotarans, fann hólk- inn hreyfast ögn og titra, en rak þá á sama augnablikinu hnéð óþyrmilega í nára mann- inum. Er byssan féll úr máttvana hönd manns- ins, greip Lance hana á lofti með æfðri hönd og sneri sér skyndilega við. Meðan fyrrum byssuhafinn húkti kengboginn af kvölum undan högginu og hjálparvana þann svip- inn, og áður en hinn byssu-sláninn við hlið- ina á Mavis vissi hvað skeð hafði, stefndi Lance byssunni gegn honum. Þar sem þetta gerðist með svo skjótum hætti og manninum óvart, hefði það verið fásinna af honum að lyfta upp og ota fram sínu eigin vopni, sem svipurinn á andliti og í stálgráum augum læknisins létu honum skiljast. Eitt augnablik starði hann með hangandi skolti og gljáandi skallann í ljós- glætunni, framan í Lance. Svo hljóp úr honum stælingin og hann stundi við eins og þreytt hross í þann veginn að velta sér, greip hans opnaðist og byssan hlunkaðist úr hönd honum niður á gólfið. “Það virðist svo, læknir, sem við höfum lent í fjörugum félagsskap,” sagði hann. “Hvað hafið þér gert við hann Turkey þarna?” “Lamið úr honum goluna,” svaraði Lance kinkaði kolli. ‘ ‘ Hann nær sér. bráð- lega aftur. Og ef þið tvímenningarnir hafið nú lokið hér erindinu — þá takið hlerann með ykkur. Yið komumst í raun og veru af án hans hér og ykkar beggja sömuleiðis.” Maðurinn, sem nefndur var Turkey, ó- eðlilega hálslangur, og með yfir-langt nef búldið og svarrautt, glotti nú og skældi and- litið. “Læknir,” sagði liann í aðdáunartón, “Skalli hefir ekki hálf-lýst þessu. Fjörugur, er alls ekki orðið, sem við á. Að hitta yður er eins óvænt og það að rekast á randaflugu í vasa sínum.” Þeir gripu upp hlerann, þrömmuðu nið- ur stigann og áleiðis út úr þorpinu. Ijæknir- inn stakk skammbyssunni í vasa . sinn og sneri sér samstundis að Mavis. “Frömdu þeir hér nokkurt ofbeldis- verk?” spurði hann. “Þeir hafa ekkert ó- náðað yður?” “Nei, þeir voru nýkomnir, ” svaraði hún og horfði til hans með broshýru og tindrandi augnaráði. “Þér eruð meira en bara læknir, þegar að ]>rengir, er ekki svo?” Lance tók upp hina byssuna og athug- aði hana nákvæmlega. “Mér liggur nú við að trúa því, að eg sé ekki að öllu leyti orðinn að vesalmenni, ” viðurkendi hann, með ofurlitlu brosi á vörum. “Eg geri ráð fyrir að þeir tilheyri Neck- yokes-Iiðinu?” “Já, þeir voru hér inni í þorpinu í kvöldstundar leyfisdvöl, og eg held að þeir hafi af eigin hvöt — eftir að hafa fengið sér þrjá eða fjóra drykki — afráðið að fara lunga og hafa pabba rænulausan á brott með sér. Bg trúi því ekki, að Dave Randall hafi vitað nokkuð um það.” Lance yfirvegaði sjúkling sinn, enn undir svefnhöfginni, sera jafnvel nýafstað- inn hávaðinn þarna ekki megnaði að vekja hann úr. Um það var á liinn bóginn ekkert að fást á þessu stigi meðvitundarleysisins. Hann kinkaði kolli með hughreystingar- brosi til Mavis. “Honum líður eins vel og við er að bú- ast. Og nú ættuð þér að fá yður dúr um stundarbil. Eg skal sjá um að þér verðið ekki aftur fyrir ónæði í kvöld.” Lance fór svo,til herbergja sinna, og lá þar lengi vakandi, með hugann á viðburðum liðna -dagsins. Indiáninn, livað hét hann annars*— Ein-Arnar-Fjöður, sem hafði sagt sig sjúkan, virtist enda fyrir næmu auga læknisins óheilbrigður að sjá. Eftir því sem atburðirnir sýndust snúast liver um ann- an, þá virtist svo sem við ýmiskonar vand- ra'ðum mætti búast þarna næstu vikurnar. Næsta morgun leið MacVeigh betur. Hann var ekki aðeins vaknaður af dvalanum, heldur einnig hungraður og næringarþurfi. segja til sín, og svo virtist sem hann myndi Stálslegin líkamsbygging hans var farin að hrista af sér afleiðing kúluskotsins, sem í honum hafði lent og stöðvast þar. “Og þegar eg hefi náð mér aftur, ” urr- aði hann, “þá hefst barátta hér á nautliaga- slóðunum. Eg hefi reynt að efla friðinn, því eg er sáttfús maður. En þegar morðvargur eins og Ape Narcross ræðst að manni óvör- um á strætinu — ja, þá er honum liollara að vera hæfnari næsta sinnið.” Lance gat ekki láð MacVeigh ]>að að hugsa svona. Þennan daginn hafði liann verið í annríki. Skothríðarerjur höfðu átt sér stað í einni knæpunni snemma um morg- uinn, og þær færðu honum tvo sjúklinga til eftirlits. Einn maður enn virtist ráðinn í að hafast eitthvað það að, sem gerði hon- um unt að nota sér nærveru nýja læknisins í Windspur, og reið svo gapalega að hann steyptist af hestinum og lærbraut sig. Lance brosti hörkulega með sjálfum sér meðan hann var í þessu annríki. Þegar hann fyrir fáum dögum liðnum kom þarna, með þá til- finning í huga að hann væri afdankaður og óhæfur sem læknir — þá myndi hann þó, að því er nú virtist, brátt verða í meira ann- ríki við sjúklinga sína, en nokkum tíma fyrri.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.