Lögberg - 05.11.1942, Page 1

Lögberg - 05.11.1942, Page 1
PHONES 86 311 Seven Lines \ \Áv«vVe^ For Betler ““4 Qot- Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines \ \ \\\v \\vvv>V.^^°'1 <0^ ^ Service Cot* ^ Service and Saiisfacrion .5. ARGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN NÓVEMBER, 1942 NÚMER 45 HELZTU FRÉTTIR Kaupið sigurlánsbréf og tryggið mannfrelsinu sigur SENDIR MR. KING ERINDISBRÉF Mr. M. J. Coldwell, leiðtogi C.C.F. flokksins í Canada, hefir sent King forsætisráðherra erindisbréf, er fram á það fer, að hann beiti sér fyrir um það, að vinna að lausn Indlandsmál- anna á þann hátt, að sjálfstjórn- máli Indverja verði trygður framgangur eins greiðlega og því framast verði við komið. ALASKA BÍLVEGURINN Stjórnin í Washington hefir tilkynt, að bílvegurinn frá Ed- monton til Alaska, 1.670 mílur á lengd, sé nú fullger og tekinn tii afnota fyrir flutningabíla; er hér um rsiafengið mannvirki að ræða, sem lokið var á skemmri tíma en nokkur hafði gert sér í hugarlund; að verkinu unnu um 10,000 hermenn og 2,000 borg- arar; um 200 ár og læki þurfti að brúa og ryðja flóknum skóg- um úr vegi; ýmsir efuðust um, að fyrirtæki þessu yrði nokkru sinni hrundið í framkvæmd, en nú er það komið á daginn, að í þessum efnum sem öðrum, sýn- ist tækni nútímans engin tak- mörk sett. Með því að vegur þessi er nú opnaður til umferðar, geta Bandaríkin nú í vetur flutt eftir honum ógrynni af birgðum til Alaska til hernaðarþarfa, og þaðan aftur kynstur af nauð- synlegum hráefnum. ÞÖRF Á KOSNINGUM Mr. Harry C. Nixon, sá, er ný- iTerið lét af fylkisritaraembætti í Ontario vegna ágreinings við þá- verandi forsætisráðherra, Mr. Hepburn, lýsti yfir því á föstu- daginn var, að hann teldi á því brýna þörf, að fylkisþing yrði rofið hið bráðasta, og nýjar kosningar fyrirskipaðar. Kvað Mr. Nixon andrúmsloftið í fylk is-pólitíkinni eins og sakir stæði þess eðlis, að brýn þörf væri á að hreinsa til, en slíkt yrði bezt gert með almennum kosningum. FELLIBYLUR VELDUR MANNTJÓNI Síðastliðinn föstudag skall fellibylpr yfir bæinn Berryville í Arkansasríkinu, er olli mikils- verðu tjóni; að minsta kosti tuttugu og tvær manneskjur létu lífið, en allmörg hús skekt- ust á grunni; bær þessi hefir oft áður orðið fyrir svpiuðu hnjaski. ORÐSENDING TIL ÞÝZKRA NÁMUMANNA Mr. William Lawther, forseti brezku námumannasamtakanna á Bretlandi, flutti í brezka út- varpið á föstudaginn var, eftir- greinda orðsendingu til þýzkra námumanna: “Frjálsir námumenn, hvar sem þeir eru í sveit settir, eru ein- huga um það, að koma fram hefndum fyrir níðingsverk Naz- ista í Lidice, Stalingrad og víð- ar; hermdarverk Hitlers eru okkur brennandi hvöt til þess að strita fagnandi myrkranna á milli með það fyrir augum, að koma Nazismanum að fullu og öllu á kné; fyr verður ekki við málin skilist.” JAPANIR Á UNDANHALDI í baráttunni um New Guinea, hafa Japanir farið mjög halloka fyrir Ástralíumönnum, og tap- að þar haldi á mikilvægum hernaðarstöðvum. _ FIMM SKIPUM SÖKT Samkvæmt nýjustu fregnum hafa Bretar sökt fimm þýzkum og ítölskum flutningaskipum í Miðjarðarhafinu, sem voru á leið til Tobruk, hlaðin vörum og vopnabirgðum. HITLER HERÐIR Á KRÖFUM Brezka útvarpið hefir. gert það lýðum ljóst, að Hitler hafi ný- verið krafist þess af Laval, for- sætisráðherra hins óhernumda Frakklands, að hann láti þegar af höndum við Þjóðverja öli verzlunarskip, frönsk og annara þjóða, er um þessar mundir sé í frönskum höfnum; hvernig kröfu þessari verður tekið, er enn eigi vitað. AFSKAPLEGT MANNFALL Eduard Benes, forustumaður tékknesku stjórnarinnar í Lon- don, lýsti yfir því í útvarps- ræðu þann 28. október s.í., að til ágústloka hefði mannfall Þjóð- verja í sumar í árásinni á Suður- Rússland, numið 4 miljónum; vistaskortur Þjóðverja heima fyrir, væri engu betri en 1917, samgöngutæki væri í hinu mesta ólagi, og færi versnandi frá degi til dags. TUTTUGU ÁRA HARÐ- STJÓRNAR AFMÆLI Þann 28. október síðastliðinn, voru liðin tuttugu ár frá þeim tíma, er Fasistafylkingarnar ítölsku, undir forustu Benito Mussolinis, hrifsuðu undir sig völd á Italíu, og Mussolini gerð- ist alræðismaður þjóðarinnar; á öðrum afmælisdögum valdatök- unnar, gengu jafnan ósköp á, að því er glaum og yeizlufagnað áhrærði; kom höfuðpaurinn, Mussolini, þá jafnan í gullnum skrúða fram á svalir einhverrar stórhallarinnar í Rómaborg, og dáleiddi múginn með handapati og slagorðum um mikilleik hins nýja Rómaveldis, er hann einn hefði verið megnugur að skapa. Þenna síðasta afmælisdag voru engin hátíðahöld í Rómaborg, myrkur yfir djúpinu, og Musso- lini flutti enga ræðu. SPRENGJUÁRÁSIR Á HONG KONG Amerískar sprengjuflugvélar hafa undanfarið gert aðsúg að Hong Kong, og valdið þar marg- háttuðu tjóni, að því er blaða- og útvarpsfregnir herma. TVÖ NÝ ORUSTUSKIP Nýlega var formlega hrundið af stokkum tveimur brezkum orustuskipum, hvort um sig 35 þúsund smálestir að stærð. Skip þessi heita Anson og Howe, og eru búin öllum þeim fullkomn- ustu hernaðartækjum, sem tækni nútímans í slíkum efnum ræður yfir. MacARTHUR YFIRFORINGI Talsvert hefir undanfarandi verið um það ritað og rætt, að MacArthur yfirforingi Banda- ríkjahersins í Ástralíu, þætti líklegt forsetaefni, þegar hið þriðja kjörtímabil Roosevelts forseta rennur út 1944. Nú hefir MacArthur kveðið niður þenna orðasveim með eftirgreindri yfirlýsingu: “Eg hefi enga til hneigingu til þess að blanda mér inn í stjórn- mál; eg hugsa um það eitt, að vinna stríðið; eg byrjaði sem hermaður, og enda sem slíkur.” pYKIR OFMIKIÐ UM ÍHLUTUN John G. Diefenbaker, sam- bandsþingmaður fyrir Lake Centre kjördæmið 1 Saskatche- wan, flutti ræðu í samtökum íhaldskvenna í Winnipeg á fimtudaginn var; féllu honum þunglega orð í garð sambands- stjórnar fyrir eitt og annað, en þó einkum vegna hinna sífjölg- andi skipulagningarnefnda, er nú væru orðnar eins og mý á mykjuskán. Mr. Diefenbaker fyllir flokk íhaldsmanna, og mun vera í tölu hinna stærri spámanna flokksins á sambands- þingi. — KREFST RANNSÓKNAR í HEYRANDA HLJÓÐI Mr. G. S. Thorvaldson, einn af þingmönnum Winnipegborgar á fylkisþingi, hefir á fundi íhalds- manna hér" í borginni krafist þess, að rannsóknin á jarðakaup- unum undir flugæfingaskólann á Gimli, verði haldin í heyranda hljóði. ATVINNULEYSI í WINNIPEG Mr. Berg, vara-forseti Can- dian Labor Congress, sem hér var staddur í fyrri viku undrað- ist yfir því, hve margt vinnu- fært fólk væri atvinnuLaust í borginni um þessar mundir, þa sem svo hagaði til víða annars- staðar, að ekki væri unt að fá menn til bráðustu nytjaverka við iðnstofnanir þjóðarinnar; leit Mr. Berg svo á að hér væri brýnt verkefni, fyrir stjórn landsins, að hlutast til um að fólk þetta kæmist þangað, sem mest væri þörf fyrir vinnu þess. STALINGRAD Rússum hefir lánast að styrkja allverulega aðstöðu sína bæði í borginni sjálfri og um- hverfis hana; hafa Þjóðverjar tapað einu áhlaupinu eftir ann- að við vaxandi mannfall. Jekinn til fanga Pilol Officer Edward Eggerlson Fregnir hafa borist hingað um það, að Pilot Officer Edward Eggertson hafi verið tekinn til fanga í stríðinu; hann fór aust- ur um haf í síðastliðnum júní- mánuði. Edward er sonur frú Guðlaugar Eggertson, sem bú- sett er að 543 Victor Street hér í borginni. Edward er bráðgáf- aður maður, og stundaði náð við Manitobai háskólann við ágætan orðstýr áður en hann innritaðist í loftherinn; bróðir hans, Teddy Eggertson, hefir einnig værið alllengi í lofthernum. Frjálslyndi flokkurinn í Manitoba heldur fjöl- sótt þing í Winnipeg Síðastliðinn föstudag hélt frjálslyndi flokkurinn í Mani- tóba allfjölsótt flokksþing á Fort Garry hótelinu hér í borginni; lá þar meðal annars fyrir það, að kjósa, nýjan forseta í stað W. J. Lindal héraðsréttardóm- ara, er varð að láta af þeirri sýslan um leið og hann var skip- aður í sitt nýja embætti. Þing þetta lýstj einróma trausti á King forsætisráðherra, og brýndi jafnframt fyrir sam- bandsstjórn, að vinna kappsam- lgea að framkvæmd þeirrar stefnu, er hún þegar hefði tekið sér fyrir hendur, að því er það áhræðri að leggja traustan grundvöll að framtíð þjóðarinn- ar eftir að stríðinu lyki; tryggja þjóðeininguna, samfélagslegt ör- yggi hennar, landvarnir og þró- un landbúnaðarins, auk þess að búa svo um hnúta, að frjálsum viðskiftum við sem allra flest- ar þjóðir j^rði greidd framrás, þannig, að andi Atlantshafssátt- máláns fengi að fullu notið sín í virkri framkvæmd. Mr. W. G. Weir, sambands- þingmaður fyrir Macdonald kjördæmið í Manitoba, mintist nokkurra þeirra megin mála, er sambandsstjórn hefði hrundið í framkvæmd síðan í stríðsbyrj- un; vék hann meðal annars að löggjöfinni um hámarksverð lífsnauðsynja, atvinnuleysis- trygginga lögunum, notkun mannaflans til hernaðar- og borgaralegra þarfa, löggjöfinni gegn verðbólgu, og hinni risa- fengnu hergagnaframleiðslu; þá fór Mr. Weir einnig nokkrum orðum um flugæfingakerfi það hið umsvifamikla, sem starfrækt væri í landinu sameinuðu þjóð- unum öllum til ómetanlegs styrks, auk þess sem herfloti canadisku þjóðarinnar væri kominn úr tiltölulega fáum og smáum herskipum, upp í mikil- vægt flotastórveldi. Mr. Weir kvað Canada standa í djúpri þakkarskuld við núverandi sam- bandsstjórn fyrir vökustarf hennar á sviði þjóðeiningarinn- ar; slíkt yrði seint þakkað sem skyldi. Aðalræðumaður á áminstu flokksþingi, var náttúrufríðinda- ráðherra sambandsstjórnar, Hon. J. A. Crerar; flutti hann ítarlegt yfrilit yfir athafnir stjórnarinn- ar á vettvangi stríðssóknarinn- ar, jafnframt því sem hann dró fram í dagsljósið megindrættina í umbótastarfsemi hennar á sviði hins borgaralega lífs heima fyrir. Þing þetta samþykti í einu hljóði uppástungu um það, að Liberal-samtökin í Manitoba beitti sér fyrir stofnun náms- sjóðs við United College í minn- ingu um Mrs. W. J. Lindal, sem um eitt skeið var forseti Liberal- Progressive-félagsskapar kvenna innan vébanda fylkisins; og jafnframt átti sæti í nefnd þeirri af hálfu sambandsstjórn- ar, er um æskulýðsmentun fjallaði. Þá var og kosin nefnd, er það hlutverk skyldi hafa með hönd- um, að gera tillögur um marg- háttaðar endurskipulags-ráðstaf- anir að loknu stríði, er leggja skyldi fram álit sitt á næsta ársþingi. Er til þess kom að kjósa em- bættismenn, fóru kosningar á þann veg, að M. R. Sutherland, fylkisþingmaður fyrir Lands- down kjördæmið, var kosinn forseti; til skrifara var kosinn C. B. Philp, lögfræðingur í Winnipeg, en Harry Veals frá Darlingford, féhirðir. Forsætisráðherrann, Mr. King, var kjörinn fyrsti heiðursfor- seti, en heiðurs-varaforsetar voru kjörnir þeir Hon. J. A. Crerar og Col. J. Y. Reid. Þýzk flugvél skotin niður skamt frá Reykjavík Amerísku hernaðaryfirvöldin hér á landi tilkyntu í gær, að fyrsta þýzka flugvélin, sem ame- rískir orustuflugmenn hafi skot- ið niður í þessum ófriði. hafi verið skotin niður skamt frá Reykjavík í fyrra mánuði (ágúst). Flugvélin, sme skotin var nið- ur, var sprengjuflugvél af Focke Wulf gerð og voru það liðsfor- ingjarnir Joseph Shaffer (24 ára) og Elza Shahan (24 ára), sem skutu flugvélina niður. Þeir hafa báðir verið sæmdir “Silfur- stjórnunni” fyrir þann þátt, sem þeir áttu í loftorustunni. Ennfremur segir í tilkvnn- ingunni: Silfurstjörnu-verðlaunin voru veitt þeim fyrir einstakan hetju- skap, er þeir sýndu í bardagan- um. Bandaríkjaorustuflugvélar höfðu gert árangurslausar árásir á Focke Wulf-vélina er liðsfor- ingjarnir Shaffer og Shahan gerðu árás á flugvélina á stuttu færi og kom upp eldur í óvina- flugvélinni. Áður en þýzka flugvélin kom niður sprakk hún í loftinu. Skotið var ákaft frá þýzku flug- vélinni og olli það lítilsháttar tjóni á einni amerískri flugvél, en ekkert slys varð á flugmönn- unum, segir í tilkynningu ame- rísku hernaðaryfirvaldanna. * * * íslenzkur maður, sem var sjónarvottur að því er þýzka flugvélin var skotin niður, hefii skýrt blaðinu svo frá, að hann hafi verið að vinna úti við er hann heyrði mikla skotdynki. Varð honum litið upp og sá þá hvar stór þýzk flugvél kom á mikilli ferð út úr skýþykni. Stóð reykjarmökkur aftur úr vélinni. Alt í einu komu tvær ame- rískar orustuflugvélar og réðust á þá þýzku. — Kviknaði þá í henni og féll hún eins og steinn beint niður og sprakk er hún átti skamt eftir til jarðar. * * * Focke Wulf-sprengjuflugvélar hafa gert sér tíðförult hingað til lands í sumar og hafa ráðist á vita og slept sprengjum tvisvar á Austurlandi og við Raufar- höfn. Vélar þessar heita Focke Wulf Fw.200K Kurier. Endur- bættar úr Focke Wulf Condor farþegaflugvélum. Þær eru með tveimur skotturnum að ofan og stóru sprengju-“rúmi” að neðan og þar er einnig lítil fallbyssa, sem hægt er að skjóta úr bæði fram fyrir og aftur fyrir flug- vélina. Flughraði þessara véla er um 280 mílur á klst. Hjólin, sem eru tvöföld (eins og afturhjól á sumum stórum vörubílum), eru dregin inn á meðan vélin er á flugi. Áhöfnin er venjulega 6—8 menn. Þær geta flutt um 3 smálestir af sprengjum í einu. Það er þó ólíklegt að þær flytji svo mikinn þunga í langferðum, eins og t. d. er þær fljúga til Islands. —(Mbl. 4. sept). Orslit Alþingiskosning- anna í Lögbergi vikuna, sem leið. var að nokkru getið um úrslit kosninga þeirra til Alþingis er nýlega fóru fram á íslandi; nú eru fullnaðarúrslit kunn, og er þingstyrkur flokkanna sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn 20 þing- sæti. Framsóknarflokkur 15 sæti. Kommúnistar 10 þingsæti, en Alþýðuflokkurinn 8 sæti. Snorri Sturluson Eítir Jón Magnússon. Aldir sjö með báli og brandi brutu hvergi í virkið skarð. Heldur æ þinn haukskygn andi hæztan vörð um Reykholts garð. Eyðist gull og silfursjóðir, sökkva lönd í rogakaf, Helja gleypir heilar þjóðir. Hver er sá, sem lifir af? Það er sá, sem sálarauðinn setur hærra en valdsins bráð. Andann vinnur aldrei dauðinn, engin hefnd né lokaráð. Þínir bautasteinar standa steyptir djúpt í Norðurlönd, ögra hverjum aðskotsfjanda, orka feigð á níðingshönd. Upp úr grasi grónum haugum grófstu mikinn sagnafeng. Þér varð skygni á andans augum , undirspil frá hjartans streng. Heilagt guðspjall göfgi og snilli gafstu, Snorri, vorri þjóð. Um þig streymir alda milli íslands dýra hjartablóð. —(Skírnir). SS444S44S44444444444444444444444444444444444444444444444444S4444444444444444:

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.