Lögberg - 05.11.1942, Page 7

Lögberg - 05.11.1942, Page 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 3. NÓVEMBER, 1942 7 “Já.” svaraði Pauline. “Gott og vel. Þurfir þú ekki að tefjast hér of lengi, þá geturii við orðið samferða út héðan og fengið okkur te-bolla til hressingar. Innan fjórðungs stundar voru þær komnar út á strætið. “Hvernig væri að þú kæmir heim með mér? John er ekki heima og þar getum við inasað alt sem okkur lystir,” sagði Nancy. “Það væri yndislegt,” svaraði Pauline. Innrás á England fyrir tœpum 150 árum Þegar innrás var síðasl gerð í England, hófst hún á mið- vikudag og var lokið á föstu- dag. Það var árið 1797. Inn- rásarmennirnir voru Frakkar, sem höfðu fengið skipanir um að fara yfir Ermarsund frá Br*st og taka Liverpool. En eitthvað tókst óhönduglega hjá þeim, því að þeir lóku land í Fishguard í Pembrolte- shire. Höfundur þessarar greinar heitir Nest Bradley og er vel kunnug héraðinu. Meðan enska þjóðin leit á frönsku byltinguna sem tilraun kúgaðrar öreigastéttar til að sprengja af sér hlekkina, fylgd- ust Englendingar með samúð með atburðunum, sem gerðust handan Ermarsunds. En eftir lýðveldisyfirlýsinguna, þegar fréttirnar um ógnaöldina í Frakklandi fóru að berast yfir til Englands hætti mönnum að lítast á blikuna. Byltingaþingið komst fljótt á snoðir um þá hug- arfarsbreytingu, sem orðin var með Bretum og sagði þeim stríð á hendur 1793. Vorið 1796 fanst hinum unga og glæsilega hershöfðingja Lazare Hoche, tími til þess kom- inn að hrinda innrásarfyrirætl- unum sínum í framkvæmd. En Hoche þótt einna efnilegastur franskra herforingja, unz Nap- oleon kom til sögu, en Hoche naut skamt við, því að hann andaðist ungur. Fyrst átti að frelsa Irland og um leið átti að ráðast inn í Wales og Vestur- England, en þar komu veður- skilyrði og ýmislegt fleira til greina. Fimtánda desember 1796 sigldi herskipafloti mikill, sem í voru orustuskip, freigátur og#korvett- ur, frá Brest, og voru 15,000 her- menn á skipunum. Leiðangur þessi fór algerlega út um þúfur, en það var þó ekki fyrir aðgerð- ir Breta. Stormar geisuðu og hröktu þá, eins og á dögum Flotans ósigrandi, og flotinn tvístraðist og eyðilagðist af stormum þeim, sem Sidney Smith segir, “að ráðherrar reiddu sig á til bjargar heilum konungsríkjum, og þvottakonur setja traust sitt á til að þurka þvott sinn.” Bormechose, sem samið hefir æfisögu Hoches, segir, að hér hafi óteljandi örðugleikar verið að verki, sömu erfiðleikar og verndað hafa England frá inn- rás í átta aldir. Þarna hafi mannlegur máttur ekkert megn- að að gera . . . “Var það ekki fyrir atbeina þeirrar forsjónar, sem ákveður örlög mannkyns- ins, og sem vill halda hlífiskildi yfir einum griðastað frelsis í Evrópu, þess frelsis, sem reist er á grundvelli laganna og virðing- unni fyrir mannréttindunum?” Oss koma í hug atburðirnir við Dunjcirk fyrir tveimur árum síðan, þegar veðrið var Englandi enn hagstætt, því að þá lægði, svo að fært reyndist að frelsa 300,000 hermenn frá því, sem áður sýndist hljóta að dynja yfir þá. Nú mætti halda, að innrásar- hugmyndinni hefði verið varp- að fyrir borð úr því að svona illa tókst til 1796. En svo var ekki. Frakkar höfðu losað sig við konung sinn og héldu. að allar þjóðir vildu gera það líka. Þeir héldu það í alvöru, að ef lítill her með nógu mikið af vopnum og skotfærum gæti gengið á land einhversstaðar í Englandi, mundi kúguð alþýða óðar ganga í lið með honum. Leiðangurinn lagði af stað frá Brest á miðvikudag, þann 15. febrúar 1797. Þetta var fá- mennur her, — aðeins fjögur skip og 1300 menn á þeim, og voru flestir þeirra fyrverandi galeiðuþrælar og tugthúsfangar. Þegar litið er á atburð þennan eftir hundrað og fimtíu ár, er hann lítilfjörlegur í sögu Eng- lands, en íbúunum í héraðinu, sem innrásin var gerð í, varð hann harla minnisstæður. Ef þér komið þar mun annarhver maður þar geta sagt yður sög- una, mismunandi áreiðanlega þó, og innrásarmiðvkiudagurinn er nærri því eins merkilegur í aug- um þeirra og sunnudagurinn þegar Mr. Chamberlain lýsti því yfir, að England væri nú enn komið í stríð við Þýzkaland. Hoche fól írsk-amerískum manni, Tate að nafni, forystuna þessa leiðangurs, og sagði hon- um, að Severn-mynni væri illa varið eða óvarið, skyldi lenda skamt frá Bristol, kveikja í borginni og hræða borgarbúa. Síðan skyldi aftur stíga á skip og ganga enn á land nálægt Cardiff og halda svo þaðan til Liverpool. En ef þetta reyndist ómögulegt skyldi taka land í Cardigan flóa og stefna þaðan til Liverpool. Tilgangur farar- innar var að efna til uppreisn- ar með því að skifta upp auð- æfum ríkra manna, skemma hafnir, brenna skip og verk- smiðjur, spilla verzlun óvin- anna, og lifa á því, sem þeir gætu rænt í landinu, sem þeir tækju (þetta síðasta minnir á Þjóðverja). Síðustu fyrirskipuninni einni var framfylgt sæmilega! Allir tóku þátt í því, alt frá höfuð- paurnum Tate og niður úr! Tate sem lenti nálægt Fishguard. setti höfuðstöðvar sínar á sveita- bæ, sem heitir Prehowel. Það var góður bær, bóndinn var ungur og heiðvirður maður, og hét Mortimer. Hann ætlaði að fara að staðfesta ráð sitt. Þarna var nóg brennivín til á hverj- um bæ, því að nýlega hafði strandað skip þarna, sem hafði nóg eldvatn innanborðs. Her- menn Tates gerðu vínföngunum góð skil, og hrakaði stríðsgetu þeirra óðum fyrir bragðið! Heimavarnalið þeirra tíma var varðsveitin á Fishguard, en í henni voru sjálfboðaliðar, sem ekki gátu gegnt herþjónustu utanlands. Sveit þessi var sett á laggirnar 1793, þegar stríðið braust út. Fleiri sjálfboðaliðs- sveitir voru til í fylkinu, en voru fjarverandi. Á fimtudags- morgun streymdu menn að hvaðanæfa til Fishguard vopn- aðir því sem þeir náðu til. Kom til nokkurra átaka, og kvaðst Tate aldrei hafa séð óbreytta sveitamenn snúast svo einbeitt- lega gegn vopnuðum hermönn- um. Skal nú frá skýrt í stuttu máli: Á fimtudagskvöld skrif- aði Tate bréf, til liðsforingjans, sem stjórnaði liðsveitum Breta- konungs, og setti skilyrði fyrir vopnahléi. Cawdor lávarður og Knox liðsforingi, sem dvöldúst í The Royal Oak-gistihúsinu í Fishguard, kröfðust skilyrðis- lausrar uppgjafar, enda þótt liðs- styrkur þeirra væri minni, og næsta morgun gafst Tate upp. Þar með var innrásinni. sem hófst á miðvikudag. lokið á föstudag! En æsingunum var ekki þar með lokið. Tveir prédikarar voru ákærðir um landráð, en það var ástæðulaust og var þeim þó haldið í fangelsi í sex mán- uði áður en dómur gekk í máli þeirra og þeim slept. Kona nokkur í Fishguard, Jemina Nicholas, gat sér ódauðlegan orðstír þar í nágrenninu, fyrir hraustlega framgöngu þegar hún innikróaði hóp innrásarmanna. Jemina var að vísu mesta skass í munninum, en henni hefir verið reistur bautasteinn í kirkjugarði sóknarinnar. Þjóð- sagan hermir, að kvenfólkið hafi, með Jeminu í broddi fylk- ingar, gengið í rauðum kápum, með háa hatta, umhverfis hæð nokkra, hring eftir hring, og skotið fjandmönnunum skelk í bringu, því að þeir héldu, að þetta væri herflokkur. Slíkar sögur þjóta altaf upp eftir svona atburði, en eg er viss um það, að konurnar í Fishguard nú mundu sízt standa Jeminu að baki, ef til kæmi. Fyrir nokkrum árum dvaldist eg í Fishguard og allir sögðu mér að ganga til Penacer til að sjá staðinn sem síðustu innrás- armenn í Englandi gengu á land. Loks fór eg eitt sunnudagskvöld snemma vors, þegar þetta land getur verið svo ógleymanlega fagurt. Eg mun aldrei gleyma þessu kvöldi þegar eg stóð í kyrðinni á Penacer og starði út á hið víða Atlantshaf. Alt í einu barst mildur bjöllu- hljómur að eyrum mér, eg held að eg hafi aldrei heyrt svo mjúkt og einfalt klukknahljóð. Flestar kirkjuklukkur kalla há- stöfum, skora á sóknarbörnin að koma til guðsþjónustu — en þessi bað innilega. Eg gekk á hljóðið og kom brátt á grænar flatir. Þar vor.u hvít smáhús, stórir gráir steinar hingað og þangað og þarna var litla kirkj- an með dapurlega klukkna- hljómnum. Og hálfri mílu það- an var Carreg-Gwastad-nesið, sem Frakkarnir lentu við. Klukkan þagnaði. Það var kyrt og hlýtt í lofti, þögnin var mikil. Hér virtist alt fornlegt, gömul tré, gömul hús. gamlir legsteinar, og hinir gráu stein- ar voru þó enn eldri. Eg sá í anda Forn-Kelta sitja í þessum steinhring og horfa út yfir hafið. “Ó, drottinn, vor hlíf á öllum öldum,” eg heyrði sálminn sung- inn. Ekkert orgel, aðeins karl- mannaraddir, dapurlegar eins og hljómur klukkunnar. Eg fór inn í anddyrið og leit í gegnum litla, ferhyrnda glugg- ann, sem gerður hafði verið fyr- ir mörgum öldum fyrír holds- veika menn að horfa í gegnum. Gluggaumgerðin var slitin af ryði og vatni, á einum stað var mynd af stórskornum, krúnu- rökuðum munki. Vindurinn stundi lágt úti fyrir, ljós loguðu á olíulömpum, húmið færðist yfir. Eg sá í anda írska trú- boða stíga á land og reisa kirkju sína á þessum einmanalega stað. Þarna tignuðu þeir drottin sinn sungu sálma og dóu með bylgju- niðinn fyrir eyrunum. —(Lesbók). Our ------ ’ ' V Prináng Service ín Character an« * * nd is personal in nhar intimatein.contac • we ter class C4 pVSoducing has tahe pr'dc 1 digtinctive cl’e" Te°e. fGive us tlie opporto"' of serving y°u- ■he Columbia Aldingarðurinn Gden Efiir Sigurð Baldvinsson. Margt hefir verið ritað og rætt um aldingarðinn Eden, og honum er fagurlega lýst í þjóð- sögusafni Gyðinga. Þar var ei- líft sumar og ilmandi aldintré báru hina gómsætustu ávexti. Þar voru allskonar dýr og svo spök að þar léku sér saman ljón og tígrisdýr við lömb og kiðlinga. Þar var ódáinsakur- inn, sem aldrei fölnaði, í hon- um var skilningstréð mikla, sem breiddi laufgað limið langt út frá sér í allar áttir, og glóði alt af gulleplum, sem Guð vildi ekki lofa Adam og Evu að eta, en þau voru eins og flestir aðrir menn, að þau vildu fá að bragða á því bezta sem til var, og átu nokkur beztu eplin, en fyrir ó- hlýðni þeirra í þessu atriði og líklega fleirum, voru þau rekin burtu úr þessum fagra aldin- garði og út á víðavang. Margir hafa síðan leitað að Eden, og Ódáinsakrinum, og enn fleiri láð þeim Adam og Evu að hlýða ekki boði og banni Guðs síns, og harmað það, að geta ekki hafa fengið að njóta lífsins fyrirhafnarlaust; en stundum hefir verið reynt að semja ýmisleg bannlög í heim- inum, en fólkið hefir aldrei vilj- að hlýða þeim. Svo eg held ó- þarfi sé að álasa Adam og Evu þó þau vildu eta gulleplin í Paradís. Oss er þó kunnugt um einn mann, sem séð hefir aldingarð- inn Eden og gefið oss fagra og fjölskrúðuga lýsingu af honum, sem birt er á dásamlegri ís- lenzku í 5. hefti gömlu Iðunn- ar. Maður þessi var norrænn að eðli og uppruna, og hét Hans Christian Andersen og lifði frá 1805—1875 í Danmörku og var fæddur þar. En móðir Hans Christians Andersens var ís- lenzk og hét Steinunn, dóttir Björns Tómassonar sýslumanns í Þingeviarsýslu, os bjó í Garði í Reykjadal, dó 1796. H. C. Anderson var andrík- asta, fyndnasta bg hugsjónarík- asta æfintýraskáld, sem eg hefi lesið sögur eftir, og svo eru sög- ur hans djúphugsaðar og átak- anlega sorgblandnar, að þær gléymast ekki lesandanum. Auð- vitað var hann rómantískur með lífi og sál, eins og flest nor- ræn skáld í hans tíð, og mis- skilinn af samtíðinni, eins og flestir ágætismenn, en heyrt hefi eg að Jónas Hallgrímsson og fleiri íslendingar, sem þá voru í Kaupmannahöfn, hafi fyrstir manna vakið ajihygli Dana á listagáfu Andersens, og á seinni árum hans náði hann miklu áliti, og var sæmdur heið- urstitlinum “Cansellíráð.” í gamansögum Andrew Langs, þýddum á ensku, hefi eg séð eftir Andersen nokkrar sögur, t. a. m. “Sparifötin keisarans,” sem er hið rammasta háð á heimsku og smjaður konunga og hirðmanna þeirra, enda var þá Friðrik sjöundi kóngur Dana! Nú eru sögur H. C. Ander- pens tileinkaðar heimsbókment- unum, sem meinar, að þær eru -sígildar hvernig sem aldarháttur breytist og ætíð verður skemti- legt og göfgandi að lesa þær bæði börnum og fullorðnum. Danir hafa prýtt þær með margskonar skopmyndum, sem gerir sögurnar skemtilegri en ella. Sumar sögur Andersens gerast á íslandi, svo sem “Sigurmund- ur í Nesi” og “Jóhanna.” Skáld- ið Steingrímur Thorsteinsson þýddi rtokkrar sögur hans á ís- lenzku í sérstakri bók, sem heitir æfintýri Andersens, og mun vera til á flestum bókasöfn- um, en er þó orðin svo sjald- séð, að það ætti að endurprenta hana. um fylkisins má verðið ekki vera meira en 50 centum hærra en selt var fyrir á hámarkstíma- bilinu. Spurt—Eg hefi afgang af sykrinum, sem eg keypti til þess að sjóða niður ávexti í haust. Á eg að skila því? Svar—Þú átt að tilkynna næstu skemtunarstofu og af- henda þeim skemtunarseðil fyr- ir hvert pund sem eftir er. Spurt—Fæst auka sykur til að baka “Christmas cakes?” Svar—Nei. Maður verður að láta skamtinn nægja. Spurt—Það kom til okkar böggull um daginn, sem sendur hafði verið í misgripum. Er ekki leyfil«gt að biðja um að láta sækja hann? Svar—Ef bögglar hafa verið sendir í misgripum, þá má sækja þá aftur og koma þeim til skila. Spurt—Get eg fengið auka- skamt af kaffi handa syni mín- um, sem ætlar að heimsækja okkur núna um helgina? Svar — Nei. Enginn auka- skamtur fæst ef gestir eru minna en 7 daga. Spurningum á íslenzku svar- að á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Win- nipeg, Man. Wartime Prices and Trade Board SPURNINGAR OG SVÖR Spurt—Eg ætla að hætta við húshald' á meðan stríðið stend- ur yfir, og selja öll húsgögnin. Er nokkuð hámarksverð þegar svona er selt? Svar—Nei. Þegar svona er selt, er alt lausafé undanþegið hámarksverði. Spurt—Er ekkert hámarksverð á eldiviði? Mér finst verðið á “poplar” hærra nú en í fyrra. Svar—í Winnipeg og um- hverfi og einnig í Brandon er hámarksverð á “poplar” $9.25 fyrir hvert “cord” sagað í 12 þumlunga búta. í öðrum hlut- 'SEEDTIME' d^vcL HARVEST' Bv Z-J. Dr. K. W. Neatby Dxrtdor, Agrirulturai Dtpariwtsnl North-Wr*t Line Elevator* AnontUoA SEED SUPPLIES The varieties which make up our wheat, oat, barley and flax crops have changed with extra- ordinary rapidity during the past few years. The changes have nearly all been improve- ments, and for this we must thank the plant breeders and other agricultural scientists. Since pure stocks of some varieties will not be equal to the demand, now is the time to be- gin thinking about purchases. A farmer may be obliged to obtain new seed because the quality of his own is inferior. It may be frozen, sprouted, shrunken, etc.; or replacement may be necessary as a result of mixtures or weed seeds which cannot be removed. In such cases, replacements may be made with pure seed of the same variety. The sooner orders are placed, the easier it will be to get really first-class stocks. If a different variety is re- quired, the farmer may know exactly what he wants. Even though he does, it is a good plan to consult the Provincial De- partment of Agriculture. Field Crops Branch, or the Provincial University or nearest Dominion Experimental Farm. You are certain to get helpful informa- tion since these organizations are well posted on the latest experimental results. Elevator agents of Line Elevator Companies associated with this Department are authorized disrtibutors of seed for Manitoba, Saskatchewan and Alberta Crop Improvement Associations. As soon as official variety recommendations are available, they will be in ele- vator agents’ offices. NOTHING MATTERS NOW but VICTORY! This space donated by DREWRY’S

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.