Lögberg - 05.11.1942, Síða 8

Lögberg - 05.11.1942, Síða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 3. NÓVEMBER, 1942 Úr borg og bygð Sambands-kvenfélagið í Ár- borg hefir ákveðið sína árssam- komu þ. 13. nóv. í Árborg Hall. Verður þar meðal annars til skemtunar og fróðleiks erindi fultt af Guttormi J. Guttorms- syni, um Tryggva Ingjaldsson, sem um langt skeið var einn af otulustu og framkvæmdarmestu mönnum í Norðurhluta Nýja ís- lands. Hann er nú horfinn úr hópnum, en minningin um hann og alla hans starfsemi hverfur ekki um langa tíð úr hugum þeirra, sem nutu samvistar með honum um lengri eða skemri tíma. Það er gott að gefa sér tíma til þess að íhuga æfistarf slíkra manna sem hann var; því óefað má margt af því læra til hagsmuna fyrir framtíð hinna yngri manna. Og það má treysta ræðumanninum til þess að gera málefninu hin beztu skil. Auk þessa verður þarna tombóla og dans. S. E. B. ♦ ♦ ♦ "Choral Commemoralion" 11. nóvember. Jón Sigurðsson félagið er að undirbúa hátíðlega minningar- athöfn, sem fer fram í Fyrstu lút. kirkju 11. nóvember. Hefir verði mjög vel vandað til þess- arar samkomu. W. J. Lindal, dómari flytur stutta minningar- ræðu; séra V. J. Eylands og séra P. M. Pétursson stýra guðrækn- isathöfninni. Sameinaðir söng- flokkar frá báður (slenzku kirkj- unum syngja undir stjórn Frank Thorolfson. Kerr Wilson, sem er vel þektur söngmaður, syngur einsöngva. Félagið von- ar og óskar að fólk fjölmenni við þetta tækifæri. Athöfnin byrjar kl. 8.30 e. h. Samskot verða tekin. ♦ -f -f Tilkynning Þar eð- nú verður farið að prenta í Almanak okkar fram- hald af Landnámssögu Álfta- vatnsbygðar, er áríðandi að bændur sendi myndir af sér og konum sínum strax til okkar, svo þær geti birtst í sögunni, og $2.50 með hverri mynd. Það er áríðandi að geyma vel minn- ingu og myndir brautryðjend- anna. Thorgeirson Company 674 Sargeni Ave. Winnipeg, Man. f f f Mr. J. K. Jónasson frá Fagra- nesi við Vogar P.O., er nýlega hingað kominn til vetrardvalar; verður hann til heimilis hjá dóttur sinni, frú Jónínu Som- merville, að 443 Victor Street. Mr. Jónasson, er einn þeirra harðsnúnu, íslenzku Birkibeina, sem aldurinn bítur ekki á; hann heldur sér enn hið bezta, þótt fylt hafi áttunda tuginn, og er glaður og gunnreifur að vanda. f f f Mr. Sigurður Sturlaugsson, hárskeri, lagði af stað alfari vestur til Seattle, Wash., síðast- liðinn sunnudag, ásamt frú sinni og dóttur. Geirfinnur Sigurður Sigurd- son og Ólöf Sigríður Sigvalda- son, bæði frá Árborg, voru gef- in saman í hjónaband þ. 17 október s.l. af séra Bjarna A. Bjarnason. Athöfnin fór frarn á heimili foreldra brúðarinnar Mr. og Mrs. B. I. Sigvaldasox. í Árborg. Mr. Sigvaldason var um eitt skeið oddviti Bifröst sveitar. Brúðguminn er sonur Thorgríms sál. og Magneu Sig urdson á Storð í grend við Ár- borg; afi hans er hinn velþektx fræðimaður Magnús Sigurdson á Storð. Að hjónavígslunni af- staðinni, var setin vegleg brúð- kaupsveizla. Lögðu ungu hjón- in síðan á stað í brúðkaupsferð til Kenora, Ont. Heimili þeirra verður á Storð, þar sem Mr. Sigurdson býr. myndarbúi á föðurleifð sinni. f f f The Viking Club (Canadian Scandinavian Cldb), heldu, fund á mánudagskveldið kemui á skrifstofu sænska ræðismanns ins, Mr. Hermannson, 470 Main Street. Fundurinn hefst kl. 8.15. f f f Stúdentasamband United Col- lege, hefir ákveðið að halda “Silver Tea’” í borðsal Hudson’s Bay verzlunarinnar á laugardag- inn þann 7. nóvember næstkom- andi, til arðs fyrir minningar- sjóð þeirra Mrs. W. J. Lindal og Miss Mary Rowell. Þetta “Silver Tea” stendur yfir frá kl. 3—6 e. h. Hér er um fyrir- tæki að ræða, sem verðskuldar einhuga stuðning af hálfu Is- lendinga, og er þess því að vænta, að þeir komi í stórum hópum á þenna áminsta stað á hinum tiltekna tíma. Tillög í sjóð þenna sendist til Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland Street. og Vera Patrick, University Women’s Club, Westgate, Win- nipeg. * * * Dr. Sveinn E. Björnsson skáld frá Árborg, var staddur í borg- inni um helgina ásamt frú sinm. f f f Mr. John Valdimarsson og Mrs. John Finnbogason frá Langruth, voru stödd í borginni í fyrri viku. f f f 1 vikunni sem leið komu þeir séra Egill H. Fáfnis og Mr. G. J. Oleson, heim af ársþingi Sam- einuðu lútersku kirkjunnar, sem haldið var í borginni Louisville í Kentuckyríkinu. f f f Mr. G. L. Jóhannson, ræðis- maður, kom heim á sunnudag- inn var; hann sat ársþing Sam- einuðu lútersku kirkjunnar í Louisville, Kentucky, og fór auk þess í embættiserindum tiJ Washington og New York. Lét ræðismaður hið bezta af för- inni og þeim alúðlegu viðtök- um, er hann mætti hvar sem leið hans lá. f f f MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnpieg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. Mr. og Mrs. B. S. Johnson frá Argyle voru stödd í borginni . fyrri viku ásamt börnum sínum f f f Hjónavígslur framkvæmdar aí séra Valdimar J. Eylands: Helga Stefánsson, dóttir Mr. og Mrs. Guðm. Stefánsson, 693 Simcoe St. var gefin Victor Axe. Johnson frá Kingston, Ont., að heimili foreldra sinna, 29. okt. Brúðguminln br af sænskum ættum. Guðrún Stefanía Johnson frá Cypress River, og Joseph Ander- son frá Winnipeg, voru gefin saman í hjónaband á laugardag- inn 31. okt. að 776 Victor St. Thora Johannesson frá Sel- kirk, Man. og Otto Lyle Scram stad, Winnipeg, voru gefin sam an að 776 Victor laugardaginn 31. okt. Margaret Irvine Spencer, Win- nipeg og Brynjólfur Gunnlaugs- son frá Baldur, Man., voru gef- in saman að ,776 Victor, 3. nóv. f f f The Icelandic Canadian Club will hold a general meeting in the Antique Tea Room, Ender- ton Bldg., Sunday evening, at 8.30, Nov. 8th. Mr. Terry Arnason will be guest speaker. All members are urged to at- tend this meeting and new members will be welcomed. f f f Lundar, Man 30. okt 1942 Ritstjóri Lögbergs, Winnipeg. Kæri herra: Eftirfylgjandi er ráðning á fuglagátunni, miðað við mat Jóns halta á öndinni og þar af leiðandi á álftinni, 2 andir á 4 álnir 1 álft á 8 álnir 10 titl. á 1 alin. 13 13 Fyrir sextíu og fimm árum lærði eg vísurnar eins og Finn- bogi Hjálmarsson hafði þær. Með vinsemd, M. Kristjánson. f f f Önnur ráðning: Önnur tilraun til þess að ráða fugla-gátuna eins og hún er nú framsett af Jóni halta. Þar sem ekki má hafa nema tíu smáfugla, sem gera til sam- ans eina alin, gefur að skilja að ómögulegt er að ná 30 áln- um, þar sem hvorki andirnar né álptirnar standa á stöku. Ráðn- ing mín í þetta sinn er því þannig: 3 andir=6 álnir 2 álptir=8 álnir 10 titlingar=l alin. 15 fuglar = 15 álnir. Fuglar og álnir til samans 30. Með beztu óskum og von um að fótarmein Jóns Halta megi batna svo, að hann geti gengið óhaltur um hátíðirnar, sem i hönd fara, og að hann geti þá að minsta kosti komist af með nafnið Jón valti. Emily H. Baldwinson. (Mrs. Jónas Pálsson). Skoti nokkur skrifaði ritstjóra tímarits og skýrði honum frá því, að ef hann hætti ekki að prenta Skotasögur í blaðinu, þa myndi hann hætta að fá blaðið. iánað til lesturs. MINNIST B E T E L í ERFÐASKRAM YÐAR 77/. ÞESS AÐ TRYGGJA YÐUR SKJÓTA AFGREIÐSLU Skuluð þér ávalt kalla upp ^AROENT TAXi PHONE 34 555 - 34557 SARGENT and AGNES TRLIMP JWi ST. JAMES Phone 61 111 SAMKERJAR VINNA MJÖG Á í EGYPTALANDI Nú er liðin vika síðan samein- uðu þjóðirnar hófu gagnsókn mikla gegn herskörum Rommels í eyðimörk Egyptalands; hafa varnarlínur möndulveldanna verið rofnar á mörgum stöðum, og liðsveitir þeirra hraktar tii baka, í sumum tilfellum um seytján mílur; grimmilegar skriðdreka-orustur hafa verið ] háðar upp á síðkastið á stöðv- um þessum, og hafa möndulveld- in farið halloka í þeim öllum; mannfall hefir orðið tvöfalt meira á hlið möndulveldanna, en tap skriðdreka og flugvéla margfalt við tap hinna samein- uðu þjóða. Bendir nú margt til þess, að Rommel bíði innan skamms fullnaðarósigur í Egyptalands leiðangri sínum. ÞINGKOSNINGAR í BANDARÍKJUM Síðastliðinn þriðjudag fóru almennar kosningar til þjóðþings Bandaríkjanna fram, þar sem kjósa skyldi nýja þingmenn tii neðri málstofunnar í heild og einn þriðjung öldungadeildar innar. Og þó fullnaðarúrslit sé enn eigi kunn, þá er það þo sýnt, að Republicanar auka stór- vægilega fylgi sitt í báðum deildum þings, auk þess sem þeir fengu kjörna marga, nýja ríkisstjóra af hálfu flokksins; unnu þeir meðal annars New York, þar sem Thomas E. Dewey náði kosningu með miklu afli at- kvæða um fram gagnsækjanda sinn, John J. Bennett, er sótti undir merkjum Demokrata. DANARMINNING: Hermania Kristín Björg John- son andaðist á heimili sínu í grend við Hensel, N.D. mánu- cragirfn 19. október. Hafði hún verið lasin undanfarið, en veikt- ist þó ekki alvarlega fyr en sunnudaginn 18. okt. og andaðist daginn eftir. Var það hjarta- sjúkdómur, sem lelddi hana tiJ bana. Kristín sál. fæddist 17. sept árið 1868, á Aðalbóli í Jökuldal. Foreldrar hennar hétu Guðni Thorsteinsson og Aðalbjörg Jónsdóttir. Á hún þrjú hálf- systkini á lífi, Mrs. Sigvaldason og Miss Aðalbjörg Björnson i Winnipeg, og Svein lækni Björn- son í Árborg, Man. Kristín giftist árið 1889 Har- aldi Johnson og um langt skeið bjuggu þau í Henselbygðinm. En Haraldur andaðist árið 1932. Hefir Kristín síðan^ búið hér í bygðinni með tveimur ógiftum sonum sínum, þeim Sigurjóni og Tryggva. Hin þrjú börn þeirra, sem á lífi eru, Mrs. Thorlakson, Mrs. Arnason og Sigurður í Wynyard, Sask., eru gift. Einn sonur dó í æsku. Kristín sál. var góð og gætin kona. Hún var bókhneigð og vel að sér. Var hún ávalt vin- gjarnleg í garð < samferðafólks síns, og vel látin af öllum. Enda voru þau hjón frábærlega gest- risin og góð við alla, og þó eink- um hina bágstöddu. Af eigin- manni sínum og börnum og öðr- um ástvinum var hún ástsæl. Útför Kristínar sál. fór fram frá heimilinu og Vídalínskifkju föstudaginn 23. október. Margir fylgdu hinni látnu vinsælu konu til grafar. Mrs. Sig. Thorlaks- son, ung innlend kona, sem er nýlega gift dóttursyni hinnar látnu söng einsöng við útförina. Séra H. Sigmar jarðsöng. Gaman og alvara Sögupróf stóð yfir í menta- skóla nokkrum. Kennarinn kall- aði á þann, sem næstur honum stóð og byrjaði að yfirheyra hann —Hvenær var frelsisskráin mikla undirrituð? Ekkert svar. —Hvenær dó Hinrik VIII.? Ekkert svar. —Hvar voruð þér á föstudags- kvöld? —Eg sat að drykkju með nokkrum íélögum mínum. —Hvernig dettur yður í hug að þér getið náð prófi hér e* þér iigið í óreglu. —Mér hefir aldrei komið það til hugar. Eg kom til að gera við rafmagnsleiðslur hér í skó)- anum. * ❖ * Rödd í símanum: Læknir. eruð það þér? Konan mín fór úr kjálkaliðnum. Gætuð þér komið einhverntíma í næstu viku til að líta á hana? * * * —Jósep! Jósep! —Já, mamma. ♦Ertu að spýta í gullfiska- skálina? ■♦•Nei, mamma, en eg er kom- inn ansi nálægt henni. * * ❖ Flækingur: Eg vildi að eg ætti miljón krónur. Þá skyldi eg kaupa mér lystiskip og fara í ferðalag umhverfis jörðina. Annar flækingur: Mundir þú bjóða mér með þér? ♦Ertu vitlaus. Úr því þú ert svo latur að þú nennir ekki aö óska þér, þá getur þú verið heima. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St,—Phone 29 017 Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. -f -f Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 8. nóv.— Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. f -f f Messur í Gimli prestakalli: Sunnudaginn 8. nóv.— Betel, kl. 9.30 árd. Árneskirkju kl. 2 síðd. S. Ólafsson. f f f Messur í Upham. N. Dak.: Sunnudaginn 8. nóv., kl. 1 e. h. Sunnudagaskóli strax eftir messu. E. H. Fáfnis. f f f Preslakall Norður Nýja íslands: 8. nóv,—-Árborg, íslenzk messa kl. 2 e. h. 15. nóv.—Hnausa, messa og ársfundur kl. 2 e. h. Riverton, ensk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. f f f Guðsþjóiusta og barnaupp- fræðsla í Konkordia kirkju þ. Sunnudaginn þann 8. þ. m., flytur séra B. Th. Sigurdsson, guðsþjónustur á eftirgreindum stöðum og tíma: Westside skóla, 11 f.h.—ísl. Foam Lake. 2.30 e. h.—ísl. Leslie, 8 e. h.—ensk. f f f íslenzk guðsþjónusta í Vancouver: Sunnudaginn 8. nóv., kl. 7.30 að kvöldinu, í dönsku kirkiunni á E. 19th Ave. og Burns St. Allir velkomnir. R. Marteinsson. f f Messur í Piney: Sunnudaginn 15. þ. m. messai séra Philip M. Pétursson Piney á íslenzku og ensku á vanalegum stað og tíma. Bygð- armenn þar geri svo vel að láta i það fréttast. f f f Sunnudaginn 8. nóv. messar séra H. Sigmar í Garðarkirkju kl. 11 f. h. og í Eyford kl. 2 e. h. Báðar messurnar á íslenzku. Við báðar þessar messur almenn altarisganga þessara safnaða Allir velkomnir. Þess má ennfremur geta nú, að sunnudaginn 15. nóvember ráðgera þeir séra Egill H. Fáfnis og séra Haraldur Sigmar, að hafa verkaskifti þannig að séra Egill messar í Dakota og séra Haraldur í Argyle. Messurnar í Dakota þann sunnudag verða sem fylgir: í Vídalínskirkju kl. 11, á ensku; í Svoldarkirkju kl 2.30 á ensku, og í Mountain á ís- lenzku. Offur í Kirkjufélags- sjóð við allar þessar messur.— Hust-offur safnaðanna til trú- boðs og annara kirkjufélags- starfsmála. Allir velkomnir. Fjaðrafok Tveir ræningjar réðustágang andi mann á förnum vegi. Hann tók hraustlega á móti þeim, varðist eins og tígrisdýr með klóm og kjafti, og voru báðir ræningjarnir allmikið laskaðir, þegar þeim tókst að slá hann í rot. Þeir leituðu í vösum hans í þeirri von að finna þar einhverj- ar raunabætur. Það eina, sem þeir fundu var einseyringur í jakkavasa hans. Sá, sem fann einseyringinn horfði fullur aðdáunar á með- vitundarlausa manninn. —Bill, sagði hann lágt við förunaut sinn. — Hefði þessi maður haft 25-eyring á sér, hefði hann drepið okkur báða. Á þessu augnabliki kom fórn- arlambið til sjálfs sín. —Heyrðu, lagsi, sagði annar ræninginn. — Hvað kom þér til þess að berja rækilega á okkur. Það er það, sem okkur. mig og félaga minn fýsir að vita. Ef einn einasti einseyringur hefir svona mikið að segja í lífi yðar, getið þér fengið hann aftur, á- samt beztu hamingjuóskum okk- ar félaganna. —Það er ekki upphæðin. sem gerir, sagði ókunni maðurinn.— Mér leiddist bara að láta ó- kunna menn komast á snoðir um fjárhag minn. 15. s. m. kl. 1 e. h. s. s. c. HEYRIÐ ÞESSA RÆÐUMENN J. W. NOSEWORTHY, M.P. sem sigraði Meighen í Toronto STANLEY H. KNOWLES sem sækir um sæti Woodsworths í North Centre Winnipeg Hittið einnig umsækjenda í bæjarkosningunum í 2. kjördeild undir merkjum C.C.F.-I.L.P. FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 6. NÓV.. KL. 8 í samkomusal Sambandskirkju Sargenl Ave. og Banning Si. KAUPIÐ ÁVALT L IJ H 13 C 13 THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.