Lögberg - 29.04.1943, Side 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 29. APRÍL 1943.
7
Frá Sendiráði Islands í Washington
Upplýsingastarfsemi
(Framhald)
Er vér nú lítum yfir liðið ár,
virðist mér vart komizt hjá að
minnast þess að í landi voru
hefir dvalið mjög fjqlmennur
erlendur her. Það verður aldrei
komizt hjá að af slíku sambýli
verði nokkrir örðugleikar og ó-
þægindi. Vér höfum eigi heldur
farið algerlega varhluta þessa;
meðal annars hafa komið fyrir
slys, raunaleg slys. — En þegar
alls er gætt, ætla eg að oss sé
rétt og skylt að viðurkenna,
virða og meta, hversu herstjórn-
in hefir lagt sig fram um að
afstýra árekstrum, óhöppum og
óþægindum, og hversu þetta hef
ir yfirleitt tekizt. — Af feng-
inni reynslu um þetta tel eg oss
óhætt að horfa vonbjartir tii
framtíðarinnar hvað sambýlið
snertir.
Eins og nú er aðstöðu, eru
megin viðskipti vor við tvö lönd:
Stóra-Bretland og hin voldugu
Bandaríki Norður-Ameriku.
Vöruskipti vor við Stóra-Bret-
land hafa verið þann veg fyrir-
farandi, að oss er skylt að meta
fyllilega þá fyrirgreiðslu og
greiðvikni, sem oss hefir verið
sýnd með afgreiðslu ýmsra nauð
synja og annarra vara, meira
að magni og lengur, en heimilt
var að gera ráð fyrir fyrirfram.
— Vér skiljum og fullvel þær
ástæður, sem valda því að vöru-
kaup þaðan verða fábrotin nú
um stund.
Megin viðskipti vor eru nú
við Bandaríkin, og flestallar
nauðsynjar, er vér þörfnumst
utan frá, koma nú eingöngu
þaðan, að undanskildum kolum,
salti og sementi, sem enn fæst
frá Bretlandi. Óánægjuraddir
heyrast um, að seint gangi með
uppfyllingu ýmissa óska vorra
um vörur og aðflutningar gangi
mikið seinna en æskilegt þætti.
Hvort tveggja þetta má með
nokkrum rÖkum segja. Sérstak-
lega hefir þó gengið seint með
flutningana.
En myndi oss eigi skylt að
hafa í huga, að Bandaríkin eiga
í stríði, örðugu stríði, sem veld-
ur því, að þjóðin verður að
feggja harðara að sér með hverj-
um mánuði sem líður, herða
mittisólina fastara og fastara
með viku hverri.
Þegar svo er komið, að Banda-
ríkjaþjóðin neitar sér um venju-
leg þægindi, þá er oss vart holt
að krefjast þeirra af þeim oss
til handa. Þegar þeir verða að
neita sér um aðfluttar vörur
vegna skipaskorts, er ráðlegt að
gera ráð fyrir, að allar óskir
vorar um skip verði ekki upp-
fyltar.
Eg hefi átt því láni að fagna
að dvelja langdvölum með þess-
ari voldugu þjóð og hafa þar
með höndum störf, sem gáfu
mér kost á að kynnast og hafa
samstarf við marga af æðstu
embættismönnum hennar. Af
þessari reynslu er mér kunnug
vinarhugur og sanngirni þessara
manna í vorn garð.
Hér á landi hefir allur til-
kostnaður farið stöðugt hækk-
andi fyrirfarandi marga mán-
uði vegna stöðugt aukinnar dýr-
tíðar, síhækkandi vísitölu, og að
nokkru leyti vegna hækkandi
grunnkaups.
Vér vonum að fá að lifa í
þessu landi lengur en setuliðið
dvelur hér. Vonandi endar heims
styrjöldin áður en mjög langt
líður. Þá verðum vér tilneyddir
til að haga atvinnuvetum lands-
ins þannig, að þeir geti borið
sig með því verði, sem tíðkast
á hverjum tíma á sams konar
vöru með viðskiptaþjóðum vor-
um.
Eins og komið er dýrtíð og
reksturskostnaði, virtist ekki
hægt að framleiða nema fatt
eitt af vörum hér, sem fylla
þessi skilyrði.
Af þessum ástæðum hlaut það
að verða (fyrsta verk þeirrar
ríkisstjórnar, er nú situr, að
freista þess að stöðva dýrtíðina.
Til þess gátu verið tvær leiðir.
Önnur með valdboði einu, hin
með samkomulagi og með vald-
boði að einhverju leyti. Hin sið-
ari leiðin var valin.
Leitað var til Alþýðusambands
ins um að það beitti sér gegn
grunnkaupshækkunum, og telur
ríkisstjórnin örugt, að eigi þurfi
að koma til grunnkaupshækkana
til loka febrúar n. k.
Samkomulags var leitað við
kjötverðlagsnefnd, mjólkurverð-
lagsnefnd og verðlagsnefnd
Grænmetisverzlunarinnar, um
að þær hækkuðu ekki verðlag
á þeim vörum, sem þær ráða
yfir, til loka febrúar næstkom-
andi.
Enda þótt bæði þeir, sem ráða
yfir kvötverðlagi og mjólkur-
verðlagi teldu þörf á verðhækk-
un, vegna geymslukostnaðar og
vegna dýrtíðarhækkunar frá
síðustu verðlagningu, sýndu all-
ar þessar nefndir þann skilning
og þegnskap að skuldbinda sig
til að hækka ekki verð á vörum
þessum hinn tiltekna tíma, nema
að fengnu samþykki landbúnað-
arráðherra. Eg hefi lýst yfir,
eins og eg hér lýsi yfir því, að
eg mun ekki samþykkja neina
hækkun þessara nefndu vara til-
tekinn tíma verði grunnkaup
ekki hækkað sama tíma.
Leitað var til Alþingis um
aukið vald handa ríkisstjórn-
inni um aðgerðir í verðlagsmál-
um og eftirliti, og brást Alþingi
mjög vel við, eins og kunnugt
er.
Fyrst var að stöðva. Síðan
kom að þeirri nauðsyn að snúa
við og byrja að ganga veginn
til baka, veginn til lækkaðrar
dýrtíðar.
Til þess að sýna hversu mikla
þýðingu það hefir fyrir þjóð-
lífið og atvinnulífið í landinu,
að það takist að lækka dýrtíð-
ina, er rétt að skýra frá, að hver
8 stig í lækkaðri vísitölu eru
talin að spara ríkissjóði sem
næst eina miljón króna á ári í
A
lækkuðum útgjöldum. Eg tel lík-
legt, að lækkun næstu vísitölu
nemi a. m. k. þessu.
Ef ríkissjóður einn sparar út-
gjöld á þegar gerðum byrjunar-
ráðstöfunum á aðra miljón kr.
á þessu ári, hversu feikna upp-
hæð sparast þá ekki á öðrum
útgjöldum atvinnu'vega allra
landsmanna með þegar byrjuð-
um ráðstöfunum.
Eitt gleggsta dæmið um hvert
komið var og hvert stefndi, er
hraðfrystihúsin.
Nú um nokkurt skeið má
heita að öll hraðfrysting fisks
hafi legið niðri, vegna þess að
tilkostnaðurinn er orðinn meiri
heldur en umsamið söluverð nær
til að standa straum af. Að
nokkru valda grunnkaupshækk-
anir, að öðru leyti dýrtíðin. En
vér megum ekki gefa upp von-
ina um þessa lyftistöng sjávar-
útvegsins. Vér þurfum að nota
einmitt tímann, sem nú er að
líða, til þess að vinna þessari
vöru framtíðarmarkmið. Hrað-
frystihúsin verða að taka til
starfa að nýju. I þessu sambandi
vil eg biðja þá, sem atvinnu hafa
við hraðfrystihúsin, eða réttara,
þá sem höfðu atvinnu við þau,
að hafa í huga, að bæði vegna
líðandi stundar og vegna fram-
tíðarinnar er það farsælla, að
hafa stöðuga atvinnu, þótt tíma-
eða mánaðarkaup sé lægra held-
ur en að hafa háan kauptaxta
eða háan kaupsamning og enga
vinnu. Og til eigenda hrað-
frystihúsanna vil eg segja:
Vegna framtíðarinnar er það
ekki aðeins hyggilegt fyrir sjálfa
yður, heldur og skylda yðar
gagnvart þjóðíélaginu að starf-
rækja hraðfrystihúsin, þótt þér
hafið engan hagnað af rekstr-
inum eins og stendur.
Það sem hér er sagt um verka-
fólk og eigendur hraðfrystihúsa
á jafnt við allt verkafólk og
alla atvinnurekendur þessa lands
og ríkisstjórnin væntir þess ein-
dregið, að allar stéttir, allir
menn og konur taki höndum
saman til þess að heilbrigt at-
vinnulíf fái þrifist.
Það er ekki hægt að tala svo
um atvinnumál, að ekki sé um
leið minnst á það alvörumál, að
togaraflotinn íslenzki hefir leg-
ið bundinn við garð um margra
vikna skeið. Það þarf ekki að
hafa mörg orð til skýringar
því, hve alvarlegt það er, ef
ekki verður skjótt leyst úr þess-
um vanda.
Það er því til að dómi ríkis-
stjórnarinnar lífsnauðsyn að sigl
ingar þessar hefjist að nýju.
Eg tel mig hafa ástæðu til að
vera viss um, að þegar sjómönn-
unurn íslenzku, þessum görpum,
sem eru orðlagðir fyrir hreysti
og dugnað, þegar þeim er ljóst,
að aðeins er um tvennt að velja,
að sigla ekki, eða sigla sam-
kvæmt þeim óskum, sem fram-
settar hafa verið af viðskipta-
þjóð vorri, þá muni ekki standa
á þeim.
Eg vil heldur ekki trúa öðru
en að togaraeigendur skilji þá
alvarlegu aðkallandi nauðsyn
sem er á því að togararnir hefji
siglingar að nýju, skilji skyldu
þá, sem á þeirra herðum hvílir.
Enda færi það þeim, sem hafa
haft fljótteknari og stórfeng-
legri gróða á fyrirfarandi árum
en líklega nokkrir aðrir hér á
landi, það allrasízt vel að leggja
árar í bát. Að minnsta kosti
ekki fyrr en reynslan sjálf hefir
sýnt hvert tap eða hvað mikið
tap þarf að verða á siglingunum
vegna breyttra aðstæðna.
Við bændur landsins vil eg
sérstaklega segja þetta:
Ástæðan til þess að tvær af
framleiðsluvörurrt landbúnaðar-
ins, kjötið og smjörið, voru
valdar til þess að lækka fyrst,
var eingöngu og aðeins sú, að
það var eins og á stóð kostnað-
arminnst að velja þessar vörur
til lækkunar.
Eitt af viðfangsefnum kom-
andi mánaða, eitt af stóru við-
fangsefnunum, verður að finna
ráð til þess að landbúnaðurinn
íslenzki dragist ekki saman.
Því það skyldu allir lands-
menn hafa vel í huga, að það
er engu síður áríðandi fyrir oss
sem við sjávarsíðuna búum, að
landbúnaðurinn sé áfram mátt-
ug stoð í íslenzku þjóðlífi, eins
og hann hefir verið í aldaraðir.
Ræða fjármálaráðherra.
Ryrir réttu ári talaði eg í út-
varpið og varaði við hættunni
sem stafaði af því lausbeislaða
fé sem streymdi þá inn í landið.
Við höfum nú í þrjú ár safn-
að þeim veraldarauði, sem fall-
valtastur er — styrjaldarauðn-
um. Kvörnin sem átti að mala
gull, malar nú ógæfu og tortím-
ingu ef gifta þessa lands stanz-
ar hana ekki 1 tæka tíð.
Þjóðin verður að gera sér
fyllilega ljóst,(að hún er í hættu
stödd. Ef verðlag og kauplag
í landinu heldur áfram að taka
risastökk, eins og verið hefir
undanfarið, þá er enginn mann-
legur máttur sem getur forðað
henni frá fjárhagshruni, atvinnu
leysi og bjargarskorti. Þess
vegna er nú aðeins um eitt að
gera, að spyrna við broddunum.
Með skapfestu og manndómi
mun það takast. Þessari hættu,
sem yfir þjóðinni vofir, verð-
ur að b$egja frá, hvað sem í
sölurnar verður að leggja.
Þetta hlutverk hefir núver-
andi ríkisstjórn tekið að sér,
meðan henni endist til þess ald-
ur. Hún getur engu lofað um
árangurinn, en hann er að
miklu leyti kominn undir þjóð-
inni sjálfri. Aðeþis eitt sjónar-
mið ræður gerðum ríkisstjórnar-
innar í því erfiða hlutverki sem
hún hefir með höndum. Það er,
hvað þjóðarheildinni er fyrir
beztu. Stéttir og einstaklingar
í þessu þjóðfélagi geta bezt
stutt stjórnina í viðleitni henn-
ar með því að taka upp sama
sjónarmið gagnvart þeirri lækn-
ingu sem hér verður að fara
fram.
Engin ein ráðstöfun getur
komið hér öllu í lag. Undir það
verða margar stoðir að koma.
Hér á nú að setja undir verð-
lagseftirlit allar vörur sem al-
menningur í landinu þarf að
nota, hvort sem um er að ræða
vísitölu-vörur eða aðrar vörur
sem ekki eru nauðsynjar, eða
jafnvel geta kallast óþarfar.
Þessu eftirliti hefir nú fyrst
verið snúið að verzluninni, en
það boðar enga ofsókn á hend-
ur henni. Það verður látið ná
til annara greina sem selja eða
framleiða vörur er varðar al-
menningshag, hvort sem er fatn-
aður, áhöld, viðgerðir, matur
eða drykkur, hvort sem matur-
inn er seldur í verzlun eða veit-
ingastað, hvort sem fatnaðurinn
eða áhöldin eru framleidd í verk
smiðjum, verkstæðum eða heima
húsum.
Þessar margþættu og vanda-
sömu ráðstafanir verður reynt
að framkvæma af viti og sann-
girni en með fullri festu og
með það fyrir augum að um
þjóðarnauðsyn er að ræða.
En þá sem mest finna til sárs-
aukans af þessum ráðstöfunum,
verða eg að biðja að muna það,
að afturbatinn er þeim ekki
minni nauðsyn, en öðrum sem
lifa og starfa í þessu landi.
Margur kann nú að spyrja
hvort verðlagsráðstafanirnar
eigi eingöngu a® bitna á verzl-
un, iðnaði og annari framleiðslu,
en afurðir landbúnaðarins fái
áframhaldandi að vera í því háa
verði sem þær eru nú. Ríkis-
stjórninni er full ljóst að leið-
rétting verður að fást einnig á
þeim vettvangi, í sambandi við
verkalaun í landinu, ef nokkur
von á að verða til að bót verði
ráðin á böli verðbólgunnar.
Um innflutningsverzlunina er
það að segja, að líklegt er að
sníða þurfi henni þröngan stakk
á því ári sem nú er að byrja*.
Innflutningsmagnið hlýtur að
minnka stórum. Skipakostur
sá, er landsmenn ráða yfir nú,
Þýzkir herfangar á Rússlandi ótlasl ósigur.
Fyrstu þýzku stríðsfangarnir, sem Rússar tóku skömmu
eftir innrásina, báru sig borginmannlega, og tjáðust sann-
færðir um það, að ekkert afl í víðri veröld gæti yfirbugað
Þýzkaland; nú er komið annað hljóð í strokkinn, því þýzkir
herfangar á Rússlandi síðustu vikurnar fara ekki dult með
þá skoðun sína, að frá hernaðarlegu sjónarmiði séð, sé
Þýzkaland dauðadæmt.
nægir hvergi nærri til.að flytja
það vörumagn, sem þjóðin kaup-
ir í venjul. ári. Fyrst og fremst
verður að flytja þær vörur sem
þjóðinni er mest nauðsyn á að
fá til lífsviðurværis og starf-
rækslu. — Menn mega því bú-
ast við að margt verður numið
úr innflutningnum sem undan-
farið hefir verið leyft. Allt glys,
allur óþarfi verður að hverfa.
Þær ráðstafanir sem gera þarf
í dýrtíðarmálunum, verða ekki
framkvæmdar án útgjalda fyrir
ríkissjóð. Alþingi hefir þegar
með ályktunum og lögum bund-
ið að miklu leyti þær tekjur
sem ríkið hefir umfram gjöld
fyrir árið 1941—1942. Þess vegna
verður ekki hjá því komizt að
leggja á nýja skatta í tvennum
tilgangi. Til þess að standast
þau útgjöld sem viðreisninni eru
samfara og til þess að binda
þann kaupmátt sem nú er miklu
meiri en þau gæði sem hægt er
að kaupa og þess vegna er eitt
aðal sundrungaraflið gegn þei’m
tilraunum sem nú eru gerðar
til að stöðva verðbólguna.
Þessir væntanlegu skattar
verða ekki lagðir á einstakar
stéttir. Þeir verða lagðir á alla
í hlutfalli við beinin sem menn
hafa til að bera þá.
íslendingar eiga mikið for-
sjóninni að þakka og ólíkt er
þeirra hlutskipti margra annara.
Það ætti því að vera með þakk-
argerð á vörum að þeir fái að
greiða skatta, ekki til viðhalds
ófriði, eyðingu og tortímingu
mannlífa, heldur til uppbygging
ar, menningar og framfara í
sínu eigin landi.
Tímabil stríðsgróðans er lok-
ið. Þeir sem hyggja að hér eftir
verði hægt að byggja afkomu
sína á fljótteknum auði, munu
verða fyrir vonbrigðum. Lands-
menn verða nú að gera sér
ljóst að hér eftir verða þeir að
lifa á eðlilegri hagnýtingu þeirra
gæða sem landið sjálft og fiski-
mið þess fá þeim í hendur.
Fiskiflotinn íslenzki hefir und
anfarin ár framleitt mest af
þeim verðmætum sem gengið
hafa til greiðslu á innfluttum
nauðsynjum og skapað þær inn-
eignir sem bankarnir eiga nú
erlendis. Ef útgerðin stöðvast
nú, verður allur annar rekstur
máttvana á skömmum tíma.
Þess vegna er þjóðinni lífsnauð-
syn að útvegurinn geti starfað,
starfað á grundvelli þess fisk-
verðs sem nú er fastsett með
samningi eða fæst í brezkum
höfnum. Til þess að þjóðin geti
starfað á heilbrigðan hátt, verð-
ur afkoma annara stétta eða
félagsheilda, að miðast við þá
afkomu sem útvegurinn getur
nú veitt þeim sem selja aflann
hér á landi.
Eg hefi í þessu stutta erindi
boðað það sem margir mun
kalla ekki góð tíðindi. Eg hefi
boðað þröngt verðlag. Eg hefi
boðað samdrátt í verzluninni.
Eg hefi boðað nýja.skatta. Allt
hefir þetta stór áhrif á afkomu
fjölda manna. Allt kann þetta
að breyta núverandi viðhorfi
fjölda manna til margra hluta.
En þjóðin jafnt og einstakl-
ingar, verða með sjálfsafneitun
og viljaþreki að vinna aftur það
sem með gáleysi hefir tapazt.
Þeir erfiðleikar sem þarf að
yfirstíga eru miklir og afkoma
þjóðarinnar um margra ára
skeið fer eftir því hversu tekst
í þessari baráttu. Það er langt
frá því að baráttan sé vonlaus.
Árangurinn er að mestu undir
landsmönnum sjálfum kominn
og nú verður úr skorið hversu
í þá er spunnið.
Frh.
Dánarfregn
Miðvikudagskvöldið 14. apríl,
andaðist Egilsína Friðrikka
Johannson í Fargo N. D. Hafði
hún verið heilsutæp í vetur og
hvarf þangað að léita sér lækn-
inga, en andaðist mjög skyndi-
lega þar þetta kvöld.
Egilsína var dóttir þeirra
heiðurshjónanna Gísla Jóhann-
sonar, sem þá var nýlátinn, and-
aðist 4. apríl, og konu hans
Mettu Jóhannson, sem andaðist
árið 1928. Fæddist Egilsína í
Hallson-bygð 4. júní 1888, og bjó
hún þar á heimili foreldra sinna
alla æfi. Eftir að móðir hennar
dó tók hún þar við búsforráð-
um og stjórnaði heimilinu af
fyrirhyggju og dugnaði, og var
sérlega umhyggjusöm og ástrík
í garð þeirra sem á heimilinu
bjuggu, bæði yngri og eldri.
Er hennar sárt saknað af þeim
ástmennahópi, sem finnur
hversu mikið þau hafa mist;
enda er hennar saknað líka af
samferðafólki og vinum. Varð
missirinn þeim mun sárari þar
sem dauða hennar bar svo
skyndilega að höndum, þó hún
hefði undanfarið verið heilsu-
tæp; og einnig af því að faðir
hennar hafði þá fyrir svo ör-
stuttu líka verið kvaddur.
Jarðarför Egilsínu fór fram
frá kirkju Hallson-safnaðar
sunnudaginn 18. apríl. Mikill
fjöldi ættingja, vina og nágranna
fylgdu hinni látnu til grafar.
Var hún lögð til hvíldar við
hlið foreldra og annara ættingja
í íslenzka grafreitnum Norð-
vestur af Hallson N. D. Sóknar-
presturinn, séra H. Sigmar jarð-
söng.
MRS. MERTON SAYS :
TOTAL WAR IS A
LOT BETTER TMAN
TOTAL SLAVERY —
Btuý
í/íc£yuýBcrru£ó