Lögberg


Lögberg - 20.05.1943, Qupperneq 1

Lögberg - 20.05.1943, Qupperneq 1
HELZTU FRÉTTIR vv f f ❖ f f f f f f f f f V f ❖ f f f f f f f f f f f f f f f f f f f V Gestur Oddleifsson Landnámsmaður í Haga í Nýja íslandi. Við áttum eins dags kvnning, ekki meir. En geymd er gömul minning um gestrisni og hlynning. Svo ágæt endurminning aldrei deyr. Um gráan skóg við gengum góða stund. Á grænum gljúpum engjum og götulausum vengjum við örðugt færi fengum um forar-sund. Eg fór á fæti höllum, fremur seint. — Á fúafauska-völlum og furstofna-hjöllum fór Gestur undan öllum ætíð beint. Jafn gervilegur gestur sem Gestur var í víking kom ei vestur til varna og sókna hvesstur; af köppum kappa mestur — sem kunnugt var. Nú er Gestur genginn, — Góða nótt! — um grænu gljúpu engin og götulausu vengin. — Þeim hvata hvíld er fengin. — Hvíldu rótt. F. H. Berg. Dagur, 18. marz. *** ♦$» ♦*♦ ♦$► ♦$* ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ►;♦♦♦♦♦♦♦ f f f f f f f f f f f ♦♦♦ f f f f ❖ f f ♦:♦ ♦:♦ ♦:♦ f f f f f f f ♦;♦ f f f f f f f f f f f f ♦:♦ f f ♦:♦ ►:♦♦:♦ BARÁTTAN UM ATTU. Nokkuð á aðra viku hefir stað ið yfir harðsótt barátta um Attu milli Bandaríkjanna og Japana; hafa hinir fyrnefndu komið þar nýlega allmiklu liði á land með það fyrir augum, að ná yfirhöndinni á Kiska, og hrekja með því Japani á brott úr Aleutan eyjunum. Síðustu fregnir herma, að Bandaríkja- mönnum hafi að mun vegnað betur en Japönum á þessum orustuvettvangi, þrátt fyrir afar óhagstætt veður til sóknar. ♦♦♦■*i FRÁ AUSTURVÍGSTÖÐVUNUM. Þar hefir fátt gerst undan- farandij er í frásögur sé færandi. Allharðar rimmur hafa að vísu átt sér stað í námunda við hafnarborgina Novorossisk við Svartahafið, án þess að til úr- slita orustu hafi komið, þó Rússum hafi vegnað þar nokkru betur; á hinn bóginn er mælt að hernaðaraðiljarnir, hvor um sig, hafi viðbúnað mikinn á Orel—Briansk vígstöðvunum, og að þess muni ekki langt að bíða, að þar dragi til mikilla tíðinda. ♦ ♦ ♦ PRÝÐILEG ÞJÓÐRÆKNISSAMKOMA. Síðastliðið laugardagskvöld, stofnaði Þjóðræknisdeildin “Brú- in” í Selkirk til skemtisamkomu í Lutheran Hall þar í bænum við góða aðsókn og vandaða skemtiskrá. Forseti deildarinnar, Mr. Einar Magnússon hafði sam- komustjórn með höndum. Ræð- ur fluttu forseti Þjóðræknis- félagsins, Dr. Richard Beck. frú Ingibjörg Jónsson og Einar P. Jónsson. Páll S. Pálsson skemti með gamanvísnasöng, en Gunn- ar Erlendsson var við hljóð- færið. Mrs. Ágúst Johnson söng nokkur íslenzk lög við guitar undirspil, er samkomugestir nutu mikillar ánægju af. Þau Dr. S. E. Björnson og frú Marja Björnson frá Árborg, ávörpuðu samkomuna nokkrum vel völd- um orðum. Að skemtiskrá aflokinni, var sezt að kaffidrykkju, og rabbaði fólk saman, eins og gengur og gerist, þar til komið var fram undir miðnætti, er það fór að tínast heim með ljúfar endur- minningar eftir uppbyggjandi og ánægjulega samverustund. ♦ ♦ ♦ ÆGILEGT HERMDARVERK. Herstjórnin í Ástralíu til- kynti þann 18. þ. m., að á föstu- dagsmorguninn í vikunni, sem leið, hefði japanskur kafbátur sölct áströlsku spítalaskipi örfá- um mílum undan Queenslands- ströndum; skip þetta var á ferð frá Sidnéy til New Guineu, og hafði 363 farþega, að meðtalinni skipshöfn innanborðs; skipið, sem hét Centaur, var með full- um ljósum, er tundurskeytum frá óvinakafbátnum var beint að því, og auðkenni hins Rauða kross, var einnig að fullu upp- ljómað; skip þetta sökk innan þriggja mínútna, og með því létu lífið 299 manns; svo að segja alt brezkt og ástralskt fólk á vegum hjúkrunar- og h'knarstarfsemi sameinuðu þjóð- anna; á skipinu voru ellefu fyrsta flokks hjúkrunarkonur; komst ein þeirra lífs a{. Þeir 64, sem björguðust af flekum eftir 36 klukkustunda hrakn- inga, voru þjakaðir mjög, og sumir höfðu skaðbrenst við sprengingu skipsins. Hon. John Curtin, forsætisráðherra Ástra- líu, telur Japani með þessu hermdarverki, hafa framið ský- laust brot á alþjóðalögum, sem óhjákvæmilegt sé að refsað verði fyrir með hinum þýngstu hegn- ingarákvæðum. ♦ ♦ ♦ FÆR NÁMSSTYRK. Ritstjóra Lögbergs barst eftir- farandi tilkynning frá sendi- herra íslands í Washington, Hon. Thor Thors, dagsett þann 10 þ. m. “Mér er ánægja að skýra þér frá því, að Menntamálaráð ís- lands hefir nýlega úthlutað hin- um efnilega unga söngvara Birgi Halldórssyni, kr. 2400.00 náms- styrk. Menntamálaráð veitir ár- lega styrki til íslenzkra náms- manna erlendis, sem skarað hafa fram úr og þykja efni- legir.” ♦ ♦ ♦ SPRENGJUÁRÁSIR FÆRAST í AUKANA. Brezkir og Canadiskir flug- menn hafa látið rigna eldi og brennisteini yfir Berlín í fjórar nætur samfleytt, og valdið þar ^geysilegu tjóni á orkuverum og járnbrauarstöðvum, og kvað Hitl er nú vera farinn að bera sig all aumlega vegna þrálátra búsifja í sjálfri höfuðborg Nazista-klík- unnar af hálfu sameinuðu þjóð- anna; ekki minnast menn þess. að hann tárfeldi, er þýzkar sprengjuvélar strádrápu konur, börn og gamalmenni í London og öðrum brezkum borgum á árunum 1940 og 1941, og það í tugþúsundatali. Þá hafa og Ruhrhéruðin Jeng- ið sína vöru selda upp á síð- kastið; hefir loftfloti hinna sam- einuðu þjóða spr^ngt til agna tvo stærstu flóðgarðana í Þýzka- landi, Mohne og- Edger garðana, og má nú svo að orði kveða, að mikill hluti Ruhrdalsins sé á floti til óbærilegs tjóns fyrir þýzkan iðnað og þýzka her- gagna framleiðslu. ♦ ♦ ♦ SKIFT UM RÁÐUNEYTISFORUSTU. Hinn nýkjörni foringi frjáls- lynda flokksins í Ontario, Hon. Hary Nixon, hefir aflagt em- bættiseið sem forsætisráðherra fylkisins í stað Hon. Gordons Conant, sem sagt hefir af sér vegna breyttrar afstöðu á skipu- lagningu flokksins; þrír nýjir ráðherrar, auk hins nýja stjórn- arformanns, taka sæti í ráðu- neytinu; þess er getið til, að Mr. Nixon muni brátt rjúfa þing og efna til nýrra kosninga; talið er það líklegt, að hinn fráfarandi forsætisráðherra hljóti á næstunni dómaraem- bætti í hæztarétti Ontariofylkis. Mr. Hepburn er úr sögunni sem stendur, og gefur sig nú við hvítlauksrækt á ný á búgarði sínum við St. Thomas. ♦ ♦ ♦ FLYTUR RÆÐUR. Dr. Richard Beck, prófessor í norrænum fræðum við ríkis- háskólann í Norður-Dakota, hef- ir verið valinn til að halda aðal- ræðuna við skólauppsögn Con- cordia College í Moorhead, Minnesota, þ. 31. maí. Mennta- skóli þessi er ein af helztu æðri lærdómsstofnunum Norðmanna vestan hafs. Dr. Beck verður einnig ræðu- maður á árslokahátíðum ýmsra gagnfræðaskóla í Minnesota. Mikilvœgt starf í bar- áttunni móti berklunum Um 10 þúsundir manna mættu við berklaskoðun síðastliðið ár. Nákvæmar og yfirgripsmiklar berklarannsóknir fóru fram hér á síðastliðnu ári. Skýrslur Sig- urðar Sigurðssonar berklayfir- læknis um þessar rannsóknir munu verða tilbúnar innan skamms, og verður þá almenn- ingi skýrt frá niðurstöðum þeirra. í samtali við Alþýðublaðið í gær sagði berklayfirlæknirinn, að hann gæti ekk-i að svo komnu máli gefið neinar upp- lýsingar um niðurstöður þess- ara rannsókna, en hann gerir ráð fyrir, við lauslegt yfirlit, að alls hafi mætt til berklaskoð- unar í berklastöðinni hér í Reykjavík á síðastliðnu ári uppundir 10 þúsund manna. Berklaskoðuninni hefir verið hagað þannig, að teknir hafa verið vinnustaðir' og starfsfólk þeirra smátt og smátt verið boðað á berklastöðina til skoð- unar. Hafa fyrst og fremst ver- ið tekin skip, aðallega farþega- skip, skrifstofur, verksmiðjur og veitingastaðir. Eins og menn geta rent grun í er hér um geysimikið starf að ræða og þýðingarmikið fyrir allan árangur af hinni þrotlausu baráttu íslenzku þjóðarinnar gegn svipu hennar, hinum hvíta dauða, sem hefir verið útbreiddari hér en víðast hvar annars staðar. Á síðari ár- um, síðan heilbrigðismálastjórn- in fór að heyja stríðið gegn berklaveikinni af fullum krafti, hefir sigið mjög í áttina að góðum árangri, þó að enn sé langt í land. Berklaskoðunin heldur áfram og hefir fjöldi manna mætt til skoðunar síðan um áramót. Alþbl. 11. marz. ♦ ♦ ♦ ALVARLEGT MÁL. Blaðið Winnipeg Tribune flutti á laugardaginn fróðlegar og gagnorðar ritgerðir um kyn- sjúkdóma í Manitoba. sem því miður kveður all mikið að um þessar mundir og sýnast vera að fara í vöxt; það er engu síð- ur holt, að þetta alvarlega mál sé rætt á opinberum vettvangi en aðrir sóttnæmir sjúkdómar, sem stofna heilsufari þjóðar- innar í hættu; en sá ljóður hef- ir verið á, að fólk, sem af á- minstum kvilla þjáist, virðíst veigra sér við að leita læknis í tæka tíð; þetta má ekki lengur svo til ganga. í áminst laugardagsblað af Tribune, rita þeir F. W. Jack- son, aðstoðar heilbrigðismálaráð herra fylkisstjórnarinnar í Manitoba, og Islendingurinn, Dr. K. J. Backman, sem er viður- kendur sérfræðingur í meðferð kynsjúkdóma, og unnið hefir sér mikið álit fyrir lækningar á þeim; báðar eru ritgerðir þessar hinar þörfustu. ♦ ♦ ♦ SIGURLÁNIÐ FER FRAM ÚR ÁÆTLUN. Áskriftum að hinu fjórða sigurláni Canadisku þjóðarinnar er nú lokið, og fór það nokkuð fram úr því, sem hinir bjart- sýnustu menn höfðu gert sér íj hugarlund. Eins og vitað er, var ákveðið að upphæð sú, sem fram a var farið, skyldi nema biljón dollara og tvö hundruð miljónum; þetta \»ar sú langstærsta lántaka, sem stjórn landsins nokkru sinni hafði farið fram á, og var engan veginn laust við, að mörgum manninum hrysi hugur við slíkri feikna fjárhæð; nú hafa afdrif sigurlánsins leitt í ljós, að sá ótti var á veikum rökum bygð ur, því nokkuð á annað hundr- að miljón dollara seldist af sigurlánsverðbréfum yfir það sem fram á var farið í fyrstu. íbúum Manitoba fylkis var ætlað að kaupa 75 miljónir doll- ara í sigurlánsbréfum, en þeir komu fjárhæðinni upp í 83 milj. um það er lauk. ♦ ♦ ♦ SKIPI BJARGAÐ VIÐ SUÐAUSTUR ÍSLAND. Dagblöðin um öll Bandaríkin hafa birt frétt frá Reuter í London þess efnis að brezkur sjóliðsforingi og fimm íslending ar hafi bjargað brezku skipi, sem strandaði við Island, ekki langt frá Vatnajökli. Emory E. Land aðmíráll, for- maður siglingaráðs Bandaríkj- anna sagði, að björgunin hefði verið gerð af hinum mesta hetju skap og dirfsku, sem hlyti að heilla sérhvern þann sem þekk- ir duttlunga sjávarins. Brezki sjóliðsforinginn og íslendingarn- ir unnu að þessari björgun í fimm mánuði í illu veðri, og gerðu fimm tilraiinir til að koma skipinu aftur á flot áður en þeim loks heppnaðist það, hafa sannað að víkingaandinn lifir ennþá. Það er andi sem mun veita sigur í stríðinu. Alþbl. 14. marz. ♦ ♦ ♦ KOLAFRAMLEIÐSLAN. Svo alvarlegt er viðhorfið til kolaframleiðslunnar í þessu landi, að verkamálaráðherra sambandsstjórnarinnar, Hon. Humphrey Mitchell, hefir mælt svo fyrir, að allir þeir vinnu- færir menn, sem áður hafi unn- ið í kolanámum, án tillits til þess hvaða atvinnu þeir nú kunni að hafa, verði að gefa sig fram við stjórnarvöld lands- ins fyrir lok þessa mánaðar, með það fyrir augum, að hefja vinnu í kolanámum á ný. Gullafmœlisborðar íslendingadagsins Sem að undanförnu, sendir íslendingadags nefndin gullaf- mælisborða til allra, sem dvalið hafa hér í álfu 50 ár eða lengur, og eru fæddir á íslandi. Óskar nefndin eftir, að sem gleggstar upplýsingar séu gefnar viðvíkj- andi spurningum þeim, sem hér fara á eftir, því allar þessar skýrslur verða vel géymdar, og koma að góðum notum síðar- meir. Skírnar- og ættar-nafn. Hvar til heimilis? Hvar fædd(ur) á Islandi? Hvaða mánaoardag og ár? Hvar varstu síðast á íslandi? Til hvaða strandar komst þú fyrst í Vesturheimi? Hvar settist þú fyrst að? Hvaðan fórstu þaðan? Hvert fórstu svo? Ert þú gift(ur) eða ógift(ur)? Ekkjumaður (eða kona)? Hvaða atvinnu stundar þú? Nafn eiginmanns eða eiginkonu. Hvað mörg börn, nöfn þeirra og aldur. Aðrar upplýsingar. Sendið þessar upplýsingar til Björnssons Book Store 702 Sargenl Ave. Winnipeg, Man. Canada. FRÁ SENDIRÁÐI ÍSLANDS í WASHINGTON. Islandi hefir verið boðin þátt- taka í ráðstefnu Bandaríkja- manna um matvæli og land- búnað (Food Conference), er kemur saman í Hot Springs, Virginia, þann 18. þessa mán- aðar* Islenzka ríkisstjórnin hefir þegið boð þetta og hefir tilnefnt eftirfarandi fulltrúa til að mæta þar fyrir hönd Islands: Thor Thors, sendiherra, Ólaf Johnson og Helga Þorsteinsson. Tveir hinir síðarnefndu eru meðlimir íslenzku Innkaupanefndarinnar í New York. Thor Thors verður formaður sendinefndarinnar. Ritari nefnd- arinnar verður Þórhallur Ás- geirsson, attaché við Sendiráð íslands í Washington. Sendiráð íslands í Washington hefir nýlega flutt skrifstofu sína frá 3839 Massachusetts Avenue á 909 16th Street. Bústaður sendi herra verður áfram á sama stað við Massachusetts Avenue. KJÖTSKÖMTUN í VÆNDUM. Símað er frá Ottawa á mið- vikudagsmorguninn, að verð- lagsnefnd matvæla hafi ákveðið að hrinda í framkvæmd reglu- gerð um kjötskömtun í Canada fyrir lok yfirstandandi mánað- ar; öll ákvæði þessu viðvíkjandi, eru enn ekki kunn, þó víst sé, að kjötskamturinrí á mann nemi frá pundi til hálfs þriðja punds á viku, eftir því hvort keypt er beinlaust kjöt eða það gagn- stæða. ♦ ♦ ♦ MR. KING í WASHINGTON. Forsætisráðherra Canadisku þjóðarinnar, Mr. King, kom til Washington á mánudaginn, til þess að sitja ráðstefnu með þeim Roosevelt forseta og Mr. Churc- hill. Þetta mun vera í þriðja sinn, sem Mr. King kemur til funda við þá Roosevelt og Churc hill í Washington, síðan núver- andi heimsstyrjöld braust út, í sambandi við stríðssókn lýð- ræðisþjóðanna. Utlendingurinn Mitt föðurland, er forðum Grettir ól, þar fjöllin roðar miðrar nætur sól, þar Atlantshafsins ægi bára rís, þar örlaganna voldug ríkir dís. I hlíðum dala hjarðir una á beit, þar hlær mót sólu dýrðleg fjalla sveit, þar kveður foss í kaldri hamraþró, þar kvakar fugl í grænum heiða má. Eg flutti þaðan frjáls, með unglings þor, en fremur þung mér reyndust þessi spor; hér útlendingsins kjörin urðu köld, þau kannað hafi meira en hálfa öld. Nú loks mitt hefir lent í friðar höfn laskað fleyi af æfi hrakið dröfn; í svo nálgast óðum næðissöm og blíð nótt, þar sem ríkir eilíf friðar tíð. Pálmi L. I

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.