Lögberg - 02.09.1943, Síða 6

Lögberg - 02.09.1943, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1943. Hin harðsnúna lögreglusveit Eftir Edgar Wallace. Hún greip fram í fyrir honum og sagði: “Ef þér viljið að eg sé hér þar til að þér hafið hreinsað yður af þeim heimskulega á- burði, þá bera fer eg strax,” svaraði hún. “Meinið þér þá, að það sé engin, ekki minsta brún af grun né efa í huga yðar?” “Nei, ekki einu sinni brún. Þér brúkið skrítileg orðatiltæki”, sagði hún brosandi. Hann hugsaði lengi um þetta áður en hann talaði. “Munið þér þegar við mættumst fyrst, í húsi gamla Eli Josefs — að hér sögöuð að yður gæti aldrei liðið vel, þar til að þér hefð- uð fengið bróður morðingja yðar hengdan?” Það fór enis og hrollur um hana. “Eg held það sé nú engin snefill eftir af þeirri ímyndun í huga mínum framar, það voru bara stóryrði, framkomin af sársauka. Eg er nú farin að skilja hversu óttalegt það er”. “Þau þögðu bæði um stund. Það var sem honum væri ógeðfelt að yfirgefa hana; og hún vildi ógjarna sjá hann fara. “Lögreglustarfið er ekki viðfeldin atvinna. Þér munið hvað fór okkar á milli í lögreglu- réttinum? Mundi það hryggja yður mjög ef þér væruð —” honum varð erfitt um að ljúka við setninguna — “ef þér væruð giftar lög- reglumanni?” Hún sagði ekkert, svo hann hélt áfram. “Hvað svo sem skeður, ætla eg að hætta lög- reglustarfinu um næstu áramót. Mér hefir boðist að gerast forstjóri fyrir stórt kaffi rækt- unar félag í Brazilíu — þér vitið ekki að eg er sérfræðingur í kaffirækt?” Hún hristi höfuðið. “Væri það ekki skemtilegra en vera lög- reglumanns kona?” Anna horfði í gaupnir sér. “Já, eg býst við að það væri.” Eftir augna- bliks umhugsun:“ Eruð þér að hugsa um að gifta yður, Bradley?” Hún herti upp hugann til að horfa í augu hans. “Já, mér er að detta í hug að eg ætii að fara að gifta mig,” sagði hann. “En spursmálið er hvort stúlkan sem mig langar til að giftast, mundi vilja mig, ef eg færi fram á það við hana —” sagði hann með ofurlitlum glettnis keim. “Eg held að það sé kominn tími fyrir yður að fara heim, Mr. Bradley,” sagði hún, er hún opnaði hurðina fyrir hann. “Klukkan hálf fjögur að morgni til er ekki heppilegur tími til að ræða um giftingamál, eða haldið þér það?” Hann brosti að þessu. “Eruð þér hneigðar fyrir kaffi?” Hún svaraði ekki fyr en hann var kominn út úr dyrunum. “Eg skal ekki drekka neitt annað en kaffi hér eftir,” sagði hún, og lokaði hurðinni. 29. kafli. Morguninn eftir kom þjónustu stúlkan henn- ar inn til að segja henni, að Mark biði við , dyrnar, og óskaði eftir að fá að tala við hana. Henni varð alls ekkert bilt við það. Hún i.afði fengið nýjan styrk og traust. Hún sagði stúlkunni að láta hann koma inn. “Góðan daginn,” sagði hann og byrjaði að friðmælast fyrir hegðun sína nóttina áður, en hún greip fram í fyrir honum og sagði. “Okkar vinskap er lokið, Mark, honum var í raun og veru lokið fyrir löngu síðan — þeg- ar eg komst að því hvað það var sem eg var að vinna fyrir yður.” Hann tók þessu góðlátlega, og reyndi ekki að bera neina vörn fyrir atvinnu sína, eða, að smygla eyturlyfjum út meðal fólksins, en talaði um eðli og tilgang sinn að versla með bannaðar vörur. “Það eru stórir peningar í því, og sama sem engin samkepni,” sagði hann kæruleysis- lega. “Eg var að koma á fastri skipulagningu með það, þegar Bradley var ge^ður yfirmað- ur tollsmyglunar lögregludeildarinnar. Það get ur tekið mig langan tíma til að koma við- skiftum mínum í gott lag aftur, þvi í milli- tíðinni verða nýjir útsölumenn búnir að ná svo miklu af viðskiftunum frá mér.” Hún horfði undrandi á hann.' “Heldur umhugsunin um það sem þér eruð að gera, nokkurntíma vöku fyrir yður?” spurði hún. “Líf allra þeirra sem þér hafið eyðilagt, unga fólkið sem þér gerið að vesalingum, og alla þessa hræðilegu glæpi, sem eru framdir, sem afleiðing af sölu þeirra eiturlvfja sem þér verslið með — það var eitt slíkt tilfelli í dag í Manchester —” “Verið þér ekki svona barnalegar,” sagði hann brosandi. “Þér eruð orðin eintóm tilfinn- ingasemi, Anna. Þér getið ekki heldur lifað án þess að meiða einhvern. Sama daginn sem þér flytjið úr þessari íbúð, verður hún tekin af fjölskyldu sem hefir börn, sú íbúð er það hafði áður verður tekin af annari fjölskyldu, sem ekki hefir börn — ef þér hugsið rækilega um þetta, þá sjáið þér að með, því, að þér hafið verið hér í þessari íbúð, hefir einhver fjölskylda orðið að gera sér gott af að búa í lélegu hreysi í úthverfi. Það er eklci einn einasti þráður í fötunum sem þér brúkið, sem ekki hefir meitt einhvern að búa til — heldur það vöku fyrir yður?” Þetta var svo villandi samanburður, að hún lét sér ekki til hugar koma að svara því. “Nei, það sem heldur fyrir mér vóku er, hverjir hagnast á viðskiftum mínum. Eg gat auðveldlega selt min hluta í þessari verslun fyrir hundrað þúsund sterlingspund, og eftir að lögreglan fór að ónáða mig, gat eg samt búist við að fá gott verð fyrir minn hlut; en umboðsmenn mínir eru keyptir úr minni þjónustu, af einhverjum, sem eg veit ekki hver er, sem meinar það, að einhver verður á stuttum tíma ríkur á að ná í sínar hendur þeirri skipulagningu, sem eg hefi byggt upp með mínum kröftum og forsjálni.” Hann virtist vera svo niðursokkinn í þessa umhugsun, að hún hélt að hann hefði komið bara til að tala um það og ekkert annað. “Það sem nú veldur mér mestum ervið- leikum er, að koma því nógu fljótt til við- skifta vina minna. Þér voruð mér ómetanleg hjálp, Anna. Eg veit ekki hvað eg hefði getað gert án yðar.” Henni bauð við þessu skjalli. Þá komst hann loksins að aðal efninu. “Eg veit ekki hversu lengi að þér verðið hér á landi, en áður en þér farið, er eg viss um að þessir náungar sem eru að reyna að ná mínum viðskifta samböndum úr höndum mér, munu leitast við að fá allar þær upplýsingar, sem þér getið veitt. Það eru nokkrir umboðs- manna minna sem engin veit um, nema eg, og þér. Eg hefi treyst yður meir en nokkurri annari manneskju á æfi minni. Ef leitast verð- ur eftir nokkrum slíkum upplýsingum hjá yður, þá bið eg yður að láta mig vita, hver eða hverjir það eru.” “Eg verð ekki nema örstuttan tíma hér eftir í Englandi,” svaraði hún. “Þeim er vel kunnugt um það, og það er þess vegna að eg kom hingað til að nota þetta tækifæri til að tala við yður. Hafið þér sagt Bradley?” spurði hann með ákefð. Hún hristi neitandi höfuðið. “Eg bjóst við því. En þér hafið kannske sagt einhverjum öðrum frá því, eg veit það ekki, eg vildi heldur að þér segðuð Bradley frá því en nokkrum öðrum. Það versta sem kæmi fyrir þá, er að þeir yrðu tekmr fastir og mér væri ósárt þó þeir fengju að eyða því sem eftir væri af æfinni í Dartmoor fangelsinu, eg get ekki þolað að neinn græði stórfé á minni skipulagningu.” Hann talaði um þetta eins og hver önnur heiðarleg viðskifti. Hann hvorki skammaðist sín fyrir, né hrósaði sér af því sem hann hafði gert. Ef um sjálfshrós var að ræða, þá var það sprottið af meðvitundinni um, að hafa skipulagt sölusamband um allt landið. Hann breytti umtalsefni allt í einu, spurði um fyrirætlun hennar, en mintist ekki orði á það sem kom fyrir á Heimilinu, eða að hann var í herbergi hennar þegar hún kom heim frá Meyjarstiganum; hann mintist ekki heldur á Eli Josef, þar til hann var að fara. “Eg veit upp á hár hverju eg má eiga von á frá Eli gamla — hann var búinn að selja sig lögreglunni áður — áður en hann hvarf. Hann er í þeirra þjónustu nú, og ef Bradley gæti fengið ábyggilega sönnun, væri eg í fang- elsi. En hann getur ekki fengið neina sönnun, sem honum dugar.” “Haldið þér að Eli Josef hafi svikið yður?” spurði hún. “Svikið mig!” hreytti Mark út úr sér. “Auðvitað ekki. Það eru að minsta kosti fimm hundruð manns í þessu landi, sem vildu svíkja mig, en engin þeirra hefur staðfesta kæru á móti mér.” Anna fór út eftir miðdaginn, og á leiðinni sá hún Sedemann gamla tilsýndar. Hann var talsvert við skál, og slagaði tals- vert. Hann söng með hárri röddu drykkju- vísur, lögreglumaður gekk spölkorn á eftir honum. Anna var að fara í búðir til að kaupa ýmislegt til ferðarinnar til París. Það var næstum undarlegt hversu lítinn áhuga að hún hafði fyrir því. Þegar hún var komin inn í búðina þá mundi hún ekki hvað það var sem hún ætlaði að kaupa, því ef hugur hennar sagði París, þá sagði hjartað Brasilía, og mest af því sem hún keypti átti betur við Brasilíu en París. Hún var stödd í búð á Oxford stræti, þegar hún varð þess vör að Tiser var í hum- átt á eftir sér. Hann var æfinlega vel búinn, en í þetta skipti var hann "sérstaklega fínn. Hann gekk til hennar, með bros á andlitinu, og neri saman sínum hvítu og beinaberu hönd- um í ákafa. Það var hans vegna þegar hann var í einhverri æsingu. Hann var eins og vanalega á nálum, og var altaf að líta aftur fyrir sig eins og hann byggist við að einhver væri að veita sér eftirför. Hún sneri sér að því sem hún var að kaupa, vonandi að hann mundi slangra í burtu út í fjöldann. En það hepnaðist ekki, því fáum augnablikum seinna stóð hann fast hjá henni. “Gott kvöld, Miss Perryman, eg vona að eg hafi ekki komið á óhentugum tíma; en mætti eg biðja yður að sýna mér þann heiður að drekka te með mér? Það er veitingasalur á annari hæð”. Henni datt fyrst í hug að þiggja ekki boðið, en Anna var svo gerð, að hún vildi ekki særa neinn. Undir niðri getur skeð, að hún hafi hugsað að sér gæfist tækifæri að komast að einhverju sem hún þráði að vita. “Eg skal fara upp og velja borð fyrir okkur,” sagði hann með ákafa, en hún hneigði sig ofurlítið til samþykkis. “Eg er viss um, að eg má reiða mig á að þér komið, mín kæra Anna, látið mig ekki verða fyrir vonbrigðum.” Tiser hafði lag á að hverfa svo ekkert bæri á. Hreifingar hans voru svo lymskulegar og snarar að fólk eins og veitti honum enga eftirtekt. Hann var horfinn áður en hún gat litið við. Það leið góð stund þar til húr. fór í lyftuna upp á aðra hæð, og hún fann hann sitjandi við borð, við glugga sem sneri út að Oxford stræti. Hann flýtti sér svo mikið að standa upp og fagna henni, að hann var næstum búinn að setja um borðið. “Fyrst af öllu ætla eg að segja yður, mín kæra ungfrú,” byrjaði hann að segja þegar hún var sest, “eg átti engan þátt í því sem skeði í fyrrinótt. Eg varð svo hræddur þegar Mark —” “Við skulum ekki tala um það Mr. Tiser”, sagði hún. “Jæja, einmitt það,” hraðaði hann sér að segja. “Það var mjög ógeðslegt. Það var ómann- legt — svívirðilegt. En Mark er nú til svona, mín kæra Anna.” “Hafið þér séð Eli Josef,” spurði hún. Hið skjalla hvíta andlit hans fölnaði enn meir, ef það hefði verið hægt. “Nei, eg hefi ekki séð^minn kæra Eli. Und- arlegur maður. Það er eins og hann sé ein persónan í skáldsögum Dickens.” Það var rétt komið að Önnu að segja, að hann sjálfur líktist ekki svo lítið vissri per- sónu í David Copperfield, en hún hikaði við það. “Svipurinn hans, tildæmis,” hélt Tiser á- fram. “Það er eitthvað svo viðfeldið við hann finst yður ekki? Eg trúi ekki að hann sjái anda — trúið þér slíku, mín kæra Anna?” Hann leit útundan sér til hennar það var ákafi í auguatillitinu. Hún var rétt í þann veginn að segja að hún legði engan trúnað á það, en hún hugsaði sig um áður en hún svaraði. “Hann sér svip Ronnies, er ekki svo? Hún hálf sá eftir að hafa spurt þessa, svona blátt áfram, því áhrifin sem spurningin hafði á Tiser var næstum ótrúleg, kjálkarnir sigu og andlitið afskræmdist af ótta. “ímyndið yður það ekki! í guðanna bænum talið ekki um það,” sagði hann með skjálfandi rödd. “Eg þoli ekki að heyra það. Það er svívirði- legt — hræðilegt.” “Trúið þér að hann sjái svipi dauðra manna?” Hún spurði þessa, meir tiil að draga úr angist er kvaldi huga hans, en til að komast að hans persónulega áliti. “Nei, eg trúi því ekki, það er fjarstæða — óvísindalegt. Eg lauk háskólaprófi í náttúru- vísindum, kæra Anna. Slíkt er fjarstæða. En eg er taugaveiklaður, og þoli ekki að tala um anda — drauga.” Önnu hafði vaxið ásmegin. Hún gat sagt það nú, sem fyrir fáeinum vikum var óhugs- anlegt að hún hefði getað sagt. “Eli Josef sá þegar Ronnie var myrtur, var ekki svo?” Tiser gaf ekkert merki, hvorki til samþykkis né neitunar; hann starði á hana, með opinn munninn og í andlitinu sáust drættir sem líktust brosi, en voru ekkert annað en við- bjóðslegar grettur. Hún endurtók spurninguna. “Eg veit það ekki — í guðanna bænum, við skuluhi tala um eitthvað annað.” Hann tók stóran hvítan klút úr vasa sín- um, og þurkaði svitann af andliti sér . “Þér verðið að koma heim til mín einhvern- tíma, til að drekka te í litla húsinu mínu, ekki á Heimilinu. (Eg á lítið fallegt hús á Bayswater Road”. Hann hætti alt í einu eins og hann hefði orðið einhvers var. “Hvað gat komið mér til að segja þetta?” spurði hann sjálfan sig í óttablöndnu hvísli. “Þér segið Mark ekki þetta, góða mín? Eg veit ekki því eg sagði það, eg veit ekki því eg sagði yður það. Það sýnir það traust sem eg hefi á yður. Mér skyldi þykja gaman að sýna yður það, eg hefi þrjú þúsund sterlings- punda virði af húsgögnum í því — eg hefi sparað saman dálítið af peningum. En þér segið ekki Mark frá þessu?” “Það er alls ólíklegt að eg tali um neitt við Mark,” svaraði hún. Hann dró þungt andann og brosti. “Mark er slunginn, en eg er hræddur um að hann sé búinn að vera. Það er heimsku- legt af honum að minnast á yður við lög- íegluna, en eg er hræddur um að hann sé bú- inn að gera minn kæra Bradley að óvini sínum — hvaða genius að sá maður er! Hann er langt of góður maður til að vera í lög- regluliðinu. Hann ætti að vera —” Hann fann ekki orð yfir það sem hann vildi segja, en Anna hugsaði með sér að hún hefði getað gefið honum rétta orðið. “Já, Mark er búinn að vera,” sagði Tiser mjög glaðlega. “Hann hefir haft langan tíma til að græða peninga, og nú, ef hann er hygginn, ætti hann að hverfa og ekki láta sjá sig hér íramar. Hann fellur á sinni takmarkalausu hégóma- girnd. Er það ekki aumkunarvert, min kæra Anna, að svo margir menn, sem eru, að öðru leyti gáfaðir, og sérstaklega hæfir fyrir sína stöðu, skulu stranda á sama skerinu!” Hann stundi þungan yfir slíkri ógæfu. “Að hvaða markmiði stefndi hégómagirnd hans helst?” spurði Anna. Henni hefði verið skemt með þessum hræsnisvaðli Tiser. undir öðrum kringumstæðum. Tiser ypti öxlum, og var í ofurlitlum efa um hvað hann ætti að segja. “Hégómagirnd hans er ekki bundin við neitt eitt,” svaraði hann.. “Hann tildæmis ímyndar sér að hann einn hafi byggt upp verzlun sína, og að hann sé eini maðurinn sem sé fær um að stjórna henni. Það er að vísu satt að hann hefir marga umboðsmenn, sem öðrum er ekki kunn- ugt um.” Hann brosti íbyggilega. “Ekki einu sinni yður, mín kæra Anna, býst eg við. Umboðsmaðurinn hans í Cardiff, tildæmis — eitthvað dularfullur náungi. Þér fóruð stundum þangað, var það ekki?” Anna svaraði engu, en Mr. Tiser neri sam- an höndunum, og lagði undir flatt. “Hversu orðvör sál þér eruð, Anna. Eg býst við að þér farið bráðlega til París, og takið upp yðar fyrri stöðu aftur? Það hlýtur að vera hræðileg þvingun á yður. Eg þykist alveg viss um að Mark hefir ekki reynst yður mjög örlátur — yður er óhætt að viður- kenna það.” “Eg hefi ekki gefið honum neitt tækifæri til að sýna mér neitt sérstakt örlæti,” svaraði hún. Tiser brosti ísmeygilega. “Auðvitað. Maður gæti ekki sóst eftir hvili slíks manns, að minsta kosti er eg ekki svo sinnaður. Eg sagði við sjálfan mig í morgun. Tiser, þú verður að gjöra það sem sómi þinn býður þér, gagnvart ungu stúlkunni. Farðu í bankann og taktu út fimm hundruð sterl- ingspund — og eg gerði það.” Hann stakk sendinni í vasa sinn, og hún heyrði að það skrjáfaði í bankaseðlum. “Fimm hunduð pund,” endurtók hann. Það getur hjálpað yður dálítið fyrst í stað —” “Yður mun vera í hug að vita hvað umboðs- maður, Marks, sem er í Cardiff heitir; þessi fimm hundruð pund eiga að vera borgun fyrir að eg segi yður það?” spurði hún blátt áfram. “Einmitt rétt. Þér eruð aðdáanleg.” Hann kypraði ofurlítið saman varirnar; hann hélt að hann hefði unnið hana með skjallinu. “Þér eruð þá þessi stóri óþekti?” “Hvað?” spurði Mr. Tiser skelkaður. “Eruð þér þá maðurinn sem Mark er að tala um, að hafi stoliö hans illræmdu verslun?” Skælur og grettur komu á andlit hans við það sem Anna sagði. “Hvað sagði Mark?” spurði hann í stam- andi róm. “Illræmd verslun — saccharine —” “Mark veit að það er einhver sem er að ná allri hans viðskifta skipulagningu frá hon- >> * um — “Ekki er það eg,” sagði Tiser undir eins. “Eg bið yður, kæra Anna, ef hann skyldi spyrja yður um það, að segja honum að það sé ekki eg. Eg var bara að reyna yður — ha ha-” “Þessi uppgerðar hlátur var allt annað en sannfærandi. “Tryggð mín og trúlyndi við Mark, er og hefir verið mitt lífs akkeri, því megið þér trúa, kæra Anna”. Hún rendi te í bolla. Ef hún hefði ekki verið hressingar þurfi, hefði hún ekki þáð það, hún sá nú til hvers að hann hafði boðið henni hressingu. Hún þagði um stund, en spurði svo: “Hver drap bróður minn?” Hún leit á Tiser þegar hún bar fram spurn- inguna. Hann hrökk við, eins og hann hefði verið stunginn, og gat ekki í nokkur augna- blik gefið frá sér hljóð. “Bradley,” sagði hann dræmt. “Mark sagði yður það.” (Framhald)

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.