Lögberg - 26.10.1944, Síða 1

Lögberg - 26.10.1944, Síða 1
PHONES 88 311 Seven Lines LÍOt^ ZZ I^U11,V a.t'A rtO>Vt * Cot- Service and Satisfaction 57. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. OKTÓBER, 1944 NÚMERi Verum einhuga um Sjöunda Sigurlánið, sem nú er í uppsiglingu Frá skrifstofu ræðismanns Islands í Winnipeg Ritstjóri Lögbergs, Winnipeg. 24. okt. 1944. Ræðismannsskrifstofunni hefir í dag borist eftirfarandi sím- skeyti frá sendiráði íslands í Washington, D. C. “Góðfúslega tilkynnið íslenzku vikublöðunum eftirfarandi íregn frá utanríkisráðuneytinu, Rieykjavík. Ný ríkisstjórn var mynduð síðastliðinn laugardag. Ólafur Thors er forsætis- og utan- ríkisráðherra, Pétur Magnússon er fjármála- og viðskiptamálaráð- herra, Brynjólfur Bjarnason kennslumála- og menntamálaráðherra, Áki Jakobsson sjávarútvegs-, síldarmála- og flugmálaráðherra, Emil Jónsson er kirkjumála-, iðnaðarmála- og samgöngumálaráð- herra, Finnur Jónsson dómsmála-, heilbrigðismála- og félagsmála- ráðherra. Þetta er ríkisstjórn þriggja flokka, Ólafur Thors og Pétur Magnússon eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Brynjólfur Bjarna- son og Áki Jakobsson eru fulltrúar Sósíalistaflokksins. Emil Jóns- son og Finnar Jónsson eru fulltrúar Alþýðuflokksins. Þessir þrír flokkar hafa samtals 37 þingsæti af 52. Allir ráðherrarnir eru alþingismenn. Thor Thors, sendiherra.” Virðingarfyllst, Grettir L. Jóhannsson, ræðismaður. Tímabær frœðslustafsemi Þeir, sem láta sér annt um varðveizlu íslenzks máls og menn ingarerfða vorra í landi hér, hafa áreiðanlega lesið með ánægju fréttina um það í vikublöðum vorum, að félagsskapurinn Ice- landic Canadian Club hafi í sam- vinnu við Þjóðræknisfélagið, efnt til kennslu í íslenzkri tungu, sögu og bókmenntum. Er þar um eftirtektarverða og sérstaklega tímabæra fræðslu- starfsemi að ræða, og fer ágæt- lega á því, að félög yngri og eldri íslendinga hafa hér tekið höndum saman um mikilvægt þjóðræknismál; er þess og fylli- lega að vænta, að sú samvinna beri tilætlaðan árangur. En því marki verður aðeins náð með þeim hætti, að sem allra flestir færi sér í nyt fræðslu þá, sem hér stendur áil boða, eigi aðeins í fornfrægri feðratungu vorri, heldur einnig í sögu þjóðar vorrar og bókmenntum, en þær eru um allt hinar merkilegustu, svo sem löngu er viðurkennt af fræðimönnum víða um lönd. Vafalaust er það viturlega ráð- ið, að samfara sjálfri íslenzku- kennslunni eru haldnir fyrirlestr ar á ensku um land vort, sögu þess og bókmenntir, því að bæði er slík fræðsla nauðsynleg yngri kynslóð vorri og jafnframt líkleg til að glæða hjá náms- fólkinu áhugann fyrir íslenzku- náminu. Nefnd þeirri, sem stendur að þessari fræðslustarfsemi af hálfu félaga sinna, hefir emnig tekist að ráðstafa fyrirlestrun- um þannig, að þeir eru bæði fjölbreyttnir að efni og veita um leið samfelda yfirsýn yfir sögu þjóðar vorrar og menningu henn ar, sem speglast í mörgum mynd- um í bókmenntum hennar að fornu og nýju. Með fræðslustarfsemi þessari er því nýtt og þarft spor stigið í þjóðræknisstarfi voru, og verð- skuldar sú viðleitni sem víðtæk- asta þátttöku af hálfu yngri kyn slóðar vorrar og heilhuga stuðn- ing allra þeirra, sem unna varð- veizlu og ávöxtun menningar- verðmæta vorra hér á vestur vegum. Richard Beck. VERKAMANN ASAMTÖKIN CANADISKU 1 vikunni, sem leið, héldu verka manna samtökin canadisku, sem ganga undir nafninu Canadian Congress of Labor, ársþing sitt í borginni Quebec, og voru megin tjllögur þingsins á þessa leið: 1. Að samningsréttur verka- manna við atvinnuveitendur, verði í eitt skipti fyrir öll, við- urkenndur með lögum. 2. Að canadisk stjórnarvöld hlutist til um að hverjum ein- asta og einum þjóðfélagsþegn, sé greidd lífvænleg laun fyrir vinnu sína. 3. Að þannig verði um hnúta búið, að fulltrúar verkamanna eigi sæti í öllum þeim nefndum, er sambandsstjórn skipi með hlið sjón af viðreisnarstarfsemi að loknu stríði. 4. Að með tilliti til utanríkis- málanna, verði eins og sakir standa, aðaláherzla á það lögð, að vinna stríðið. 5. Að sambandsstjórn beiti sér fyrir náinni samvinnu meðal allra friðelskandi þjóða. 6. Að hömlur á gagnkvæmum viðskiptum þjóða á milli, verði sem skjótast numdar úr gildi. 7. Að Canada gerist meðlimur í ameríska , þjóðasambandinu. 8. Að stofnað verði til náinn- ar samvinnu milli Canada og Rússlands á iíkum grundvelli og samvinnu milli Breta og Rússa nú er háttað. 9. Að þingið sé einróma sam- þykt kröfu kennarasambandsins canadiska í þá átt, að lágmarks- laun kennara verði bundin við $1,200 um árið. Verkamannaþing þetta tjáðí sig mótfallið skipun Howe’s birgða- og hergagnaráðherra í viðreisnarnefnd sambandsstjórn- ar að loknu stríði, því hann hefði ekki að jafnaði látið sér sérlega annt um hag hinna vinnandi stétta. • TVEIR ÍSLENZKIR FRUM- HERJAR FALLNIR 1 VAL Þær fréttir bárust Lögbergi á mánudaginn, að tveir íslenzkir frumherjar, hnignir mjög .'3 aldri, væri þá nýverið fallnir í val; öldungar þessir voru þeir Bjami Jones í Minneota, Minn., og Magnús Snowfield í Seattle; voru þeir báðir hinir mætustu menn, vinmargir og höfðinglynd- ir. Vonandi verður þessara merku frumherja ítarlega minst á næst- unni. FLYTUR RÆÐUR UM ÍSLAND Dr. Richard Beck forseti Þjóð- ræknisfélagsins og vararæðis- maður Islands í Norður Dakota, hefir þegar flutt á ensku all- margar ræður um Islandsferð sína. í september flutti hann erindi um ferðina og lýðveldisstofnun- ina á fundi Kiwanis-klúbbsins og Rotary-klúbbsins í Grand Forks. I sama mánuði útvarpaði stöðin í Fargo, N.-Dak., sem er stærsta útvarpsstöðin í ríkinu, ítarlegu viðtali við hann um ferðalagið og hátíðahöldin í tilefni af lýð- veldisstofnuninni. Þann 11. okt. flutti hann ræðu um ferð sína á fjölmennri samkomu norskra þjóðræknisfélaga í Grand Forks. Ýms víðlesin blöð hafa einnig flutt löng viðtöl við Dr. Beck um Islandsferðina, svo sem “Nordisk Tidende” í Brooklyn, New York, annað helsta blað Norðmanna í Bandaríkjunum. NÁMSSKEIÐIÐ HEFST Námskeið það í íslenzkum fræðum, sem auglýst hefir verið í blöðunum undanfarið, og Ice- landic Canadian Club og Þjóð- ræknisfélagið standa fyrir, hófst í Fyrstu lútersku kirkju á mánu- dagskvöldið, 23. okt. kl. 8.15. Yfir hundrað manns munu hafa verið viðstaddir. Forstöðukona námsskeiðsins, Mrs. Hólmfríður Danielson setti mótið með nokkr’ um inngangsorðum þar sem hún skýrði tilgang þessarar viðleitni. Því næst flutti Mrs. Ingibjörg Jónsson einkar vandað og fróð- legt erindi um Island, legu þess, lögun og eðli. Sýndi hún einnig fjölda fagurra mynda af landinu, og skýrði þær, en Arinbjörn S. Bardal lagði til vélina og önnur áhöld og aðstoðaði við sýning- una. Að loknum fyrirlestri frú- arinnar skráði fjöldi fólks á ýmsum aldri, og af mismunandi þjóðflokkum sig til íslenzkunáms, sem gert er ráð fyrir að fari fram á eftir hverju erindi sem flutt er á meðan á námsskeiðinu stend ur. Var yfirleitt gerður ágætur ágætur rómur að þessu fyrsta kvöldi námsskeiðsins; og virðist margt benda til þess að þetta fyrirtæki ætli að heppnast prýði- lega. Næsti fyrirlestur og kenslu stund fara fram á sama stað, 13. nóvember. Þá flytur séra V. J. Eylands fyrirlestur um sögu Is- lands á tímabilinu frá 871 til 930. MERKILEG ÞJÓÐRÆKNISSAMKOMA Síðastliðið laugardagskvöld efndi íslenzkuskólinn á Gimli til merkilegrar samkomu fyrir at- beina Þjóðræknisdeildarinnar þar í bænum; samkoman var haldin í hinu rúmgóða samkomu- húsi Gimlibæjar, og var hún eins vel sótt og bezt varð ákosið. Forseti Þjóðræknisdeildarinn- ar, Dr. Kjartan Johnson, hafði samkomustjórn með höndum, og tókst hið bezta til. Þetta var samkoma íslenzku- skólans, og voru það nemendur hans, er í skemmtiskrá tóku þátt, að undanskildu stuttu erindi, sem Einar P. Jónsson flutti; skemmtu börnin með framsögn, sjónleik og margháttuðum söng; var það veruleg unun að horfa á hinn glæsilega barnahóp, og veita því athygli, hve aðdáanlega börnin gerðu hlutverkum sínum skil; kom það hvarvetna í ljós, hve frábærlega góðrar tilsagnar börnin höfðu notið; framburður íslenzkunnar var skýr og hreim- fagur. Eins og nú standa sakir, sækja íslenzkuskólann : Gimli liðlega hundrað börn, undir um- sjón fimm ágætra kennara. Það hvíla engin dauðamörk yfir þjóðræknisstarfsemi þeirra Gimlibúa; þar eru það verkin sem tala. íslendingar í Winnipeg og víða annarsstaðar, mættu vel taka sér átök Gimlibúa viðvíkjandi ís- lenzkukennslunni, til hollrar eft- irbreytni. 0r borg og bygð Síðastliðinn laugardag komu til borgarinnar frá íslandi, Hall- grímur læknir Björnsson og ftrú sennilega til ársdvalar; þenna sama dag kom einnig hingað Kristinn Guðnason, verksmiðju- eigandi frá Oakland, California. 1 næstu viku birtir Lögberg myndir af þessum þremur gest- um, og mun þá skilgreina þá nokkru nánar. • Dr. P. H. T. Thorlákson fór flugleiðis austur til Toronto og Ottawa á miðvikudagskvöldið til þess að sitja fund< í Canadian Research Council; hans er von heim á laugardaginn. • Minningarorðin um frú Sigríði Thorsteinson, sem birtust í síð- asta blaði, voru endurprentuð úr Wynyard Advance. • Fimtundaginn 19. okt. voru þau Pálína Valgerður Johnson frá Steep Rock, Man., og Adolph Scheské frá Grahmdale, Man., gefin saman í hjónaband af presti Fyrsta lúterska safnaðar, á heim- ili hans, 776 Victor St., í Win- nipeg. Brúðurin er dóttir hinna velþektu hjóna, Einars Johnson fyrrum verzlunarmanns í Reykja vík, sem nú eru búsett í Steep Rock, og konu hans Solveigar Þorsteinsdóttur, sem einnig er ættuð úr Reykjavík. Er hún sér- staklega myndarleg og vel gefin stúlka. Er hún hafði lokið barna- og miðskólanámi í heimasveit sinni, gekk hún á verzlunarskóla í Winnipeg, lauk þar námi og stundaði síðan skrifstofustörf. Jafnframt verzlunarskólanáminu lagði hún fyrir sig hljóðfæra- slátt undir tilsögn Snjólaugar Sigurðsson, og söngnám hjá Stanley Hoben. Alt nám gekk henni vel. Snemma mun hafa tekið að bera á hæfileikum henn- ar á sviði söng og hljómlistar, því 8 ára gömul var hún látin hefja nám á þeim sviðum, og hefir það haldist síðan. Á barns- aldri tók hún að spila fyrir guðs- þjónustur og sunnudagaskóla. Brúðguminn er af þýzkum ætt- um, af ágætu fólki kominn, og sjálfur glæsimenni í sjón. Faðir hans með fyrstu landnámsmönn- um í Grahamdale, og kom þang- að með tvær hendur tómar. Hefir honum farnast búskapur- inn svo sem bezt lætur; rekur nú einnig umfangsmikla verzl- un í bænum, og hefir á sér al- menningsorð fyrir drengskap og dugnað. Heiipili ungu hjónanna verður á föðurleyfð hans í Grahamdale. Hugheilar blessun- aróðkir vina og vandamanna fylgja þeim þangað. • Það var hátíðleg athöfn í Baldur kirkju þann 28. júlí s. 1. þegar elsta dóttir Kára S. John- sonar og konu hans Önnu (Dal- mann) , gekk að eiga liðsforingja úr flughernum, ungan mann að nafr.i George Drummond aí skoskum ættum, austan frá Toronto, Ont., en nú sem stend- ur starfi bundin við flugskólann A. Anderson vinur fjölskyld- unnar söng bundust hin glæsi- legu ungmenni heitum og stýrði séra E. H. Fáfnis athöfninni. Kirkjan var alskreytt fegurstu blómum og grænum vöndum sem juku á fegurð athafnarinn- ar. Að giftingunni afstaðinni var setin veizla á heimili Mr. O. A. Andersonar. Þar hafði brúðurin verið skírð í bernsku sinni og fór vel á að hér einnig yrði hin í Souris, Manitoba. Foreldrar ; önnur mikla veizla í lífi ung- brúðgumans George Drummond og Hannah Foster eiga heima í Toronto, þar sem faðir hans er skrifstofustjóri við stóra hús- gagnaverzlun. Kom faðir hans vestur til giftingarinnar einn af skyldfólki brúðgumans. Brúður- in, Jennie Violet, hefur altaf átt heima í Baldur, þar sem hún er fædd og uppalin, en hefir þó nú síðast unnið hjá Royal bank- anum við skrifstofustörf, og er mikilsvirt í starfi. Við sálma- söng og einsöngva sem Hr. Ó. meyjarinnar. Fjöldi manna O'g kvenna sátu veizlu þessa, ætt- ingjar vinir og nágrannar, því fjölmargir eru vinir foreldra brúðarinnar og hennar sjálfrar. En svo margir sem komu þarna að garði, veittu þau Johnsons hjónin öllum með stakri höfðings lund og hógværri vintryggð. Hin ungu hjón fóru brúðkaupsferð sína um Austur-Canada, en að henni endaðri hvarf brúðgum- inn aftur að starfi sínu í Souris og settu þau þar heimili sitt. TILKYNNING frá skrifstofu íslenzka ræðismannsins Góðfúslega tilkynnið íslenzku blöðunum eftirfarandi fregn, frá utanríikisráðuneytinu í Reykjavík. Forsætisráðherra Ólafur Thors, skýði stefnuskrá hinnar nýju stjórnar á laugardaginn á Alþingi: Tvö höfuðmarkmið stjórnarinnar eru að tryggja sjálf- stæði og öryggi Islands út á við og hefja stórvirka nýsköpun atvinnulífsins í landinu. Fyrra markmiðinu verður reynt að ná með alþjóðasamningum og samstarfi við United Nations, þátt- töku friðarráðstefnu og n'ánu menningar- og félagsmálalegu sambandi við önnur Norðurlönd. Tryggja Islandi þátttöku í ráðstefnu um framleiðslu- og viðskipti í framtíðinni, til þess að I fyrsta lagi: Að ná sem beztum samningum um söiu á íslenzkri framleiðslu og hagkvæmustum innkaupum. I öðru lagi: Að fá viðurkenndan rétt íslands til sölu á öllum útflutningsafurðum, með tilliti til alþjóðlegrar verkaskiftingar á framleiðslusviðum. 1 þriðja lagi. Að vinna að rýmkun landhelginnar og friðun fisk- klakstöðva, svo sem Faxaflóa. Ríkisstjórnin skipar nefnd er áætli nauðsynleg ný atvinnu- fyrirtæki til að forðast atvinnuleysi. Alls þrjú hundruð miljón króna, í erlendum gjaldeyri, setjist á sérstakan reikning til kaupa, er sundurliðast: Tvö hundruð miljónir krónur, til kaupa á skipum, vélum, skipaefni. 50 miljónir til kaupa á vélum og öðru til síldarverksmiðja, frystihúsa og niðursuðuverksmiðja. 50 miljónir til áburðarverksmiðja, jarð- yrkjuvéla og rafvirkjunarefnis. Ríkisstjórnin hlutast til að tækin sem keypt eru erlendis eða smíðuð á Islandi seljist félögum og einstaklingum. Nefnd verður skipuð til þessara starfa, hún hefur sjálfstæða framkvæmd og aðstoðar þá, sem þess óska. Gjaldeyrir- inn verður frjáls öllum til kaupa á tækjum innan nýsköpunar- innar, er nauðsyn reynist vegna viðskiftareglna annara þjóða og annast ríkisstjórnin sjálf alla milligöngu.Ef ríkið þarfnast fjár, skulu lán tekin eventuelt sem skyldulán. Til athugunar er skylduþátttaka í slíkum lánum. Thor Thors, Icelandic Minister. INNRÁS HAFIN Á FILIPPSEYJAR Þau tíðindi gerðust í lok fyrri viku, að Bandaríkin hófu magn- aða innrás á Filippseyjamar; lentu fyrstu innrásarsveitirnar á Leyteeynni, og mættu þar tiltölu- lega veikri mótspyrnu af hálfu Japana; nú segja síðustu fréttir, að ameríski herinn sé kominn yfir San Juanico sundið og hafi þegar náð haldi á eynni Samar. LINA HVERGI Á SÓKN Síðustu fregnir frá rússneskum hernaðarvöldum láta þess getið, að rauði herinn sé kominn um 30 rnílur inn í Austur-Prússland og hafi þar þegar á valdi sínu eitthvað um ellefu bæi og þorp; standa á vígstöðvum þessum nú yfir. afar mannskæðir bardagar, og hallar allstaðar á Þjóðverja þar, sem til hefir spurst. BRETAR SÆKJA FRAM Á GRIKKLANDl Frá London er símað á mið- vikudagsmorguninn, að Bretar hafi nú þegar því nær tvo þriðju Grikklands á valdi sínu; veita Þjóðverjar á þessum stöðvum lítið viðnám, en láta sér auð- sjáanlega frekar hugarhaldið um það, að reyna að koma undan eins miklu af het sínum og auð- ið má verða. • LEITAR KOSNINGA í NEEPAWA Seinnipart vikunnar sem leið, héldu Progressive-Conservativar útnefningarþing í Neepawa, til þess að velja sér þingmannsefni fyrir kjördæmið við næstu sam- bandskosningar. Eins og vitað var, hafði Mr. Bracker. gefið Neepawa kjördæminu hýrt auga síðustu árin, og lauk útnefningar- þinginu með því, að hann var í einu hljóði útnefndur merkisberi áminsts stjórnmálaflokks.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.