Lögberg - 11.01.1945, Síða 4

Lögberg - 11.01.1945, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. JANÚAR, 1945 ♦-----------lögberg------------------------ Geíið út hvern firatudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjðrans: BDITOR LÖGBBRG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONB 86 327 y—-—-—"—■■—■■—-—■■—■■—■■—■■—■■—■■—■■—■■—■■—•■— Trauát en ekki vantrauát Það er ekki nema réttmætt og sjálfsagt, að fundið sé að því, sem aðfinsluvert er; en því er nú eins háttað um aðfinslurnar og flest annað, að séu þær eigi bygðar á heilsteyptum rökum, geta þær orðið beinlínis skaðlegar og dregið á eftir sér óþægilegan dilk; þær geta að ástæðulitlu, eða jafnvel að ástæðulausu, vak- ið tortrygni, þar sem á öllu öðru var fremur þörf, og skapað sundrung, þar sem hún allra sízt mátti komast að; eftir því, sem meira er í húfi og meira liggur við, verða vanhugsaðar aðfinslur hættulegri. Aðfinslur, eða hvorki meira né minna en staðlausar ásakanir, í garð hinna atkvæðamestu forustumanna sameinuðu þjóðanna, svo sem þeirra Churchills, Roosevelts, Stalins og Mr. Kings, hafa engan veginn riðið við einteyming í seinni tíð, og þær hafa oft komið úr hörð- ustu átt; það gengur furðu næst, hve mörgum manninum sýnist veitast það örðugt að átta sig á því, hve viðhorfið á vettvangi mannfélags- málanna, er gerólíkt því, sem mannkynið áður hefir horfst í augu við; því þó stríð og styrjaldir hafa löngum verið óheillafylgjur mannanna barna, þó er þetta þó í fyrsta skiptið, sem um alheimsstríð er að ræða; það virðist því liggja nokkurn veginn í augum uppi, hve málaforustan sé margfalt vandasamari nú en endrarnær; að mistök hafi í einstökum tilfellum átt sér stað, þarf í rauninni engan að undra; hitt er meira undrunarefni, að þau skuli ekki hafa verið fleiri, þegar tekið er tillit til þess, hve í mörg horn var að líta og við hve ramman var reip að draga. Skoðanir brezku þjóðarinnar um afstöðu Mr. Ghurchills til Grikklands málanna eru, eins og þegar er vitað, næsta skiptar, og allir hrein- hugsandi menn finna til sársauka yfir þeirri harmsögu, sem verið hefir í sköpun á Grikklandi síðustu vikurnar. En hver er þá í rauninni dóm- bærari í þeim efnum en Mr. Churchill sjálfur? Hver er sínum hnútum kunnugastur, segir hið fornkveðna. Er ekki hugsanlegt, að einnig megi í áminstu tilfelli, heimfæra þessi sígildu spak- yrði upp á Mr. Churchill, eins og málin nú horfa við? En hvað, sem um áminst mistök kann að mega segja, dylst þó engum það, að á vett- vangi hinna risafengnustu átaka, þegar svart- ast skygði í álinn, var það Mr. Churchill, sem talaði óbifandi kjark í þjóð sína, og brýndi hana fram til siíkrar sigurgöngu, sem einstæð mun verða talin í sögu mannkynsins. Horfurnar í Bretlandi voru alt annað en glæsilegar fyrstu tvö árin af núverandi heims- styrjöld; fyrir talhlýðni og vanrækslusyndir Mr. Chamberlains, Munich-samninganna illræmdu, afkvistun tékknesku þjóðarinnar, ásamt mörgu fleira, var brezka þjóðin hörmulega illa við- búin stríði; hún hafði lítinn landher og veikan loftflota; aðal styrkurinn var á sjónum, þótt bet- ur hefði mátt verið hafa. Og svo kemur Churc- hill til sögunnar, tekst á hendur ráðuneytis- forustu, og magnar svo á tiltölulega skömmum tíma áræði þjóðarinnar og framleiðslu hennar á öllum sviðum, að þar verður alt undan að láta; hann verður hinn óumdeildi foringi, sem þjóðin öll treystir til þess að brjóta á’ bak brjálæðisöfl Nazismans þýzka; hún treysti hon- um þá, og hún treystir honum manna bezt enn til að leiða þjóðina út úr Ragnarökkri yfirstandandi tíma inn í heiðríkju hins friðaða framtíðarlands. Rússneska þjóðin dáir Stalin og treystir hon- um manna bezt enn. Bandaríkin hlíta með glöðu geði forsjá Roosevelts, og treysta honum manna bezt enn; canadiska þjóðin virðir að makleikum Mr. King, og treystir honum manna bezt enn; það er traustið, en ekki vantraustið, sem gerir menn að mönnum og þjóðir að þjóðum. Hvar stæðum vér í dag, hvar stæðu mann- félagsmálin í dag, ef eigi væri fyrir traustan atbeina þeirra fjögurra forustumanna, sem nú hafa nefndir verið, og vitaskuld margra fleiri? í bænum Hot Springs í Virginia ríkinu, stend- ur yfir þessa dagana fundur í þeim mann- félagssamtökum, sem ganga undir nafninu “The Institute of Pacific Relations; forseti þeirra samtaka er Edgar S. Tarr, lögfræðingur í Winnipeg; hann komst meðal annars þannig að orði í ræðu, sem hann flutti í áminstum bæ: “Forusta stórveldanna er að bregðast vonum mannkynsins.” Miða staðhæfingar af þessan tegund að því, að styrkja stríðssókn sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn Nazismanum, eða hvað? Máli sínu til styrktar, eða frekari áréttingar, vitnaði Mr. Tarr í einhvern að meira og minna leyta ímyndaðan ágreining milli Bretlands og Bandaríkjanna, varðandi stjórnmálin á Italíu, skoðanamuninn um pólsku málin, auk harm- sögunnar grísku; aðrar orsakir til ágreinings meðal stórveldanna, taldi hann auðsætt reiptog um aukin áhrifasvæði, tilraunir til að ná haldt á varnarstöðvum, ef til vill langt í burtu, til heimalands öryggis, ásamt íhlutun um það, að koma á fót með hinum og þessum þjóðum stjórnum, er skorðaðar yrði í hliðstæðan ramma við stjórnarfarslegt fyrirkomulag hinna voldugu og stóru. Sameinuðu þjóðirnar þarfnast alls annars fremur, eins og nú horfir við, en þess, að dreift sé út á meðal þeirra tortryggnisfræi, er veikt fái átök þeirra rétt áður en tjaldið fellur að fengnum fullnaðarsigri í lok síðasta þáttar- ins. Skuldbindur Bandaríkin til alþjóðasamvinnu í ávarpi sínu til þjóðþingsins í Washington síðastliðinn mánudag, skuldbatt Roosevelt for- seti Bandaríkjaþjóðina til virkrar samvinnu á vettvangi alheimsmálanna, að lokinni yfirstand- andi styrjöld; áminti hann þjóðina um það, að ef hún brygðist friðartímaskyldu sinni, ætti hún það á hættu, að lenda í þriðja heims- stríðinu; hann ítrekaði fyrri kröfur sínar um það, að. möndulveldin gæfust upp skilyrðis- laust, en lét þá skýringu jafnframt fylgja, að með þessu ætti hann við skilyrðislausa upp- gjöf óvinaherjanna. Mr. Roosevelt komst meðal annárs þannig að orði: “Vér gleymum því ekki hvernig Bretland hélt eitt uppi vörn á árunum 1940 og 1941, og hvernig þjóðin, þrátt fyrir hamrammar sprengju árásir, kom sér upp öflugum lofther og jók svo hergagnaframleiðsluna, að henni reyndist kleift, að hefja sókn á hendur óvinum sínum, og tor- tíma geigvænlegum fylkingum þeirra við E1 Alamein og víðar, tveimur árum seinna. “Vér gleymum því ekki heldur. hvernig kín- verska þjóðin hefir í sjö ár staðið af sér villi mannlegar árásir japönsku herjanna, og kom- ið þeim víða á kné. ” “Vörn Rússa við Moskvu og Stalingrad verð- ur oss einnig ógeymanleg, þar sem fylkingar Nazista voru höggnar niður sem hráviði. Engu af þessu getum vér gleymt, né megum heldur nokkru sinni gleyma. “Vér megum heldur aldrei í framtíðinni gleyma þeim beyzka bikar, sem vér höfum orðið að bergja af — vér þurfum að eiga trausta vini, sem engu síður vija vinna með oss í einingu á tímum friðar, en hins geigvænlegasta stríðs. Bandaríkjaþjóðin hefir í engu brugðist skyld- um sínum varðandi stríðssóknina, og hún gerir það ekki heldur eftir að sigur verður unninn og friður kemst á.” Mr. Roosevelt dró enga dul á það, að vonir mannkynsins um varanlegan framtíðarfrið, og virkar framkvæmdir þar að lútandi, yrðu í meginatriðum að grundvallast á Atlantshafs sáttmálanum, og anda Dumbarton Oaks stefn- unnar, þar sem megin áherzla væri lögð á jafn- rétti allra þjóða, án tillits til auðlegðar eða höfðatölu. Þaö skal þakkað sem þakka ber Þegar herra Guðmundur Hlíðdal, póst- og símamálastjóri íslands, heimsótti Winnipeg fyr- ir nokkrum dögum, leit hann snöggvast inn á skrifstofu Lögbergs, og fékk blaðinu til birt- ingar íturhugsaða og gagnmerka ritgerð eftir sig, er nefnist “Þróun pósts og síma á tímabil- inu 1874—1944. Er ritgerðin nú birt hér í þessari viku. Eins og ritgerð þessi ber ljóslega vitni um, gengur það kraftaverki næst hve þróunin á áminstum sviðum hefir fært út kvíar, þrátt fyrir fólksfæðina, og að mörgu leyti oft og einatt næsta örðugar aðstæður; að því er greinarhöfundi segist frá, er hér um að ræða “örlítið yfirlit yfir þróun pósts og síma á þeim 70 árum, sem liðu frá því að ísland fékk sér- staka stjórnarskrá og þangað til það varð sjálf- stætt lýðveldi í annað sinn.” Vér teljum það víst, að Islendingum vestan hafs, sem jafnan telja það meðal sinna fegurstu hugðarefnia, að fylgjast með risavöxnum fram- förum íslenzku þjóðarinnar, þyki í því nokkur fengur, að kynna sér ámdnsta ritgerð, og að þeir, engu síður en Lögberg, verði hinum góða nýársgesti vorum að heiman, þakklátir fyrir hugulsemina. Kveðja til veátur- íslenzkra T emplara Eftir prófessQr Richard Beck Kæru félagssystkin! Eg harma það mjög, að kring- umstæður leyfa mér eigi að verða við tilmælum ykkar um að sitja þennan árlega mannfagnað ykk- ar, og gleðjast með þeim hætti í góðum hóp ættmenna, vina og samherja í baráttunni fyrir göf- ugum og mikilvægum málstað. Hafði eg einnig sérstaka ástæðu til þess að óska þess að geta á- varpað ykkur á þessari afmælis- hátíð, því að eg á að flytja ykk- ur hjartahlýjar og bróðurlegar kveðjur og óskir samherja okk- ar, bræðra og systra heima á ís- landi. En eins og þið munið, sýnduð þið mér þá tiltrú og þann sóma. er eg fór í íslandsferð mína síðastliðið sumar, að fela mér bréflegar kveðjur bæði frá Stór- stúkunni í Manitoba og Norð- vesturlandinu og íslenzku stúk- unum í Winnipeg til Stórstúku unnar á íslandi og íslenzkra Templara almennt. í bréfi til mín frá Stórtemplar okkar, Arinbirni S. Bardal, er fylgdi kveðjunni til Stórstúkunnar íslenzku, komst hann svo að orði í ljóði: “Berðu kveðju, vinum vorum, vertu okkar sendibréf.” í þeim anda reyndi eg að túlka góðhug og ræktarhug ís- lenzkra Templara vestan hafs til félagssystkinanna austan Atl- anfsála. Flutti eg kveðjur Stór- stúkunnar hérna megin hafsins og íslenzku stúknanna hér í borg á fyrsta fundi Stórstúkuþings- ins, sem haldinn var á Akureyri, og hófst þar mánudaginn 26. júní. Var það fjölmertnt og um allt hið virðulegasta, enda var það háð á hinum merkustu tíma- mótum í sögu Góðtemplararegl- unnar á íslandi, því að hún átti 60 ára afmæli á síðastliðnu ári, og hefir á því tímabili unnið margþætt og nytsamt starf í þágu þjóðarinnar. En jafnhliða því að eg flutti Stórstúkunni og íslenzkum Templurum kveðjur vestur-íslenzkra félagssystkina þeirra og Vestur-íslendinga í heild sinni, lýsti eg einnig í megindráttum meir en hálfrar aldar starfi íslenzku stúknanna hérlendis og lagði áherzlu á það, að þrátt fyrir margvísleg vand- kvæði líðandi tíðar og aðra örð- ugleika, héldu íslenzkir Templ- arar hér vestra ennþá hátt og drengilega á lofti hugsjónum Góðtemplarareglunnar og ynnu að því marki af heilum huga og af fremstá mætti. Eg flutti einnig kveðjur frá íslenzku stúkunum hér og sagði frá starfi þeirra á fjölmennum samkomum stúkn- anna “Framtíðin” (minni gömlu stúku) og “Einingin” í Reykja- vík. Var þessum kvðjum héðan að vestan tekið með miklum fögn- uði, bæði á Stórstúkuþinginu og á samkomum umræddra stúkna, en ýmsir tóku til máls á öllum þessum stöðum, vottuðu þakkir sínar fyrir góðar og bróðurlegar kveðjur og fyrir starf íslenzkra Templara í landi hér og samúð með þeim í framhaldsstarfinu að sameiginlegum hugsjónum. Má þar fyrstan telja Stórtemplar Is- lands; herra cand. theol. Krist- inn Stefánsson, er fól mér til fyrirgreiðslu faguryrt ávarp frá Stórstúku Islands til Stórstúku Manitoba, er eg hefi beðið bróð- ur minn, Jóhann T. Beck, prent- smiðjustjóra, að framvísa til Stór templars í fjarveru minni. Var mér jafnframt falið að flytja íslenzku stúkunum hér innileg- ar kveðjur og heillaóskir með kærri þökk fyrir hlýjar kveðjur þeirra. Er mér mikil ánægja að því að flytja ykkur, félagssyst- kinum mínum, þær kveðjur heim an um haf. Vinur okkar og sam- herji árum saman, Pétur Sig- urðsson kennimaður. sem vinnur ötullega að bindindismálum og öðrum menningarmálum, bað mig einnig að flytja stúkunum hér hugheilar kveðjur og bless- unaróskir þeirra hjóna, með þakklæti fyrir gömul kynni; hið sama gerði annar gamall og góð- ur samherji okkar, Hálfdán Eiríksson kaupmaður, formaður félags Vestur-íslendinga í Reykjavík; er mér kært að flytja ykkur kveðjur beggja þessara ágætu Reglubræðra okkar. Annars yrði það of langt mál, ef telja ætti með nafni alla þá, er báðu mig að flytja ykkur kveðjur sínár. Alstaðar á íslandi var mér tekið opnum ástarörm- um, og er mér í því sambandi bæði ljúft og skylt að taka það fram, að íslenzkir Góðtemplarar gerðu sér alveg sérstakt far um að sýna mér persónulega, og sem félagsbróður sínum og tals- manni ykkar, vinsemd og sóma, svo sem með því að bjóða mér sem heiðursgesti við setningu stórstúkulþingsins, með fjöl- mennu, virðulegu og með öllu ógleymanlegu skilnaðarsamsæti í Reykjavík, og með því að sæma mig og konu mína fögr- um og ríkulegum gjöfum. Fyrir allt þetta er eg óumræðilega þakklátur, en í þeirri ástúð reglusystkinanna heima í minn garð veit eg, að einnig kemur fram djúpstæður góðhugur þeirra til félagssystkynanna hérna mégin hafsins. I kveðju sinni til Stórstúku Manitoba kemst Kristinn Stefáns son stórtemplar svo að orði, að þrátt fyrir margvísleg vand- kvæði, sem af stríðinu stafa og því fylgja, standi Góðtemplara- reglan á íslandi að vissu leyti á sterkari fótum en nokkru sinni ðður. Eg get borið því vitni, að þau ummæli eru á góðum rök- um byggð, því að bæði er það að Góðtemplarareglan íslenzka á mikil ítök með þjóðinni og einnig stórann hóp áhugasamra og einlægra starfsmanna og kvenna á að skipa. Spáir það góðu um framtíð hennar og starf, enda á hún þar, sem í öðrum löndum, ærið og þarft starf að vinna. Mætti gott dæmi hennar verða okkur, íslenzkum templurum vestan hafs, áminning um skyld- ur okkar við hugsjónir Regl- unnar og það land, sem við bú- um í, og hvatning til dáða og framsóknar. Sendi eg ykkur svo að lokum nýárskveðjur mínar í bjartsýnum eggjunarorðum skáldsins: “Templara-sveit! vertu trú, vertu sterk, vertu trygg við þín heit! Berðu ægishjálm prúð yfir aðköst og níð, afli kærleikans knúð alla komandi tíð! Og þú h'lýtur, þú hlýtur að sigra um síð!” Hin síðaáta sumarrós Eftir S. B. BENEDICTSSON Eg gekk út í lundinn og litaðist um. Það var haust þegar grös- in voru farin að sölna og blóm- in að deyja. Eg stanzaði í ein- um fögrum rósarunn og litaðist um. Sá eg þá hóp af blómum, sem voru dáin — höfðu ekki þolað haustnæðinginn og nætur- frostin. En þá kom eg auga á eina bláfjólu, sem stóð þar fögur og tignarleg. “Þú stendur þá hér ein, fjóla mín, mitt í dánarreit blómanna, og ert enn fögur og tignarleg, þó hár þitt sé farið að grána.” “Já, eg er hér enn, en nú mun farið að líða á ævi mína. Senn fer eg og kem ekki aftur.” “Átt þú þér þá ekki upprisu von? Kemur þú ekki aftur að vori?” ' “Þú spyrð barnalega. Að sönnu vex eg á ættaróðali, en alt líf er skilyrðum bundið. Þau helztu eru jar^vegur, sól og regn. En á meðan þessi garður verður ekki fyrir neinum sérstökum skakkaföllum, býst eg við að þu sjáir hér fjólur að vori, ef þú lítur hingað. Það gleður mig á- valt að sjá mannlegt auga gefa mér gaum, því við, blómin, er- um hér til að auka gleði lífsins. Og það er okkur eins mikil gleði að gleðja mannsaugað, eins og hún gleður okkur, aðdáun vkkar mannanna.” Svo kvaddi eg fjóluna með tárvot augu, því eg bjóst ekki við að sjá hana aftur. Eg hvarf heim, og hugsaði um hverfulleik lífsins, sorgina og söknuðinn, sem altaf á í skiftum við gleðina, og hrifningu yfir því fagra og góða. Fáum dögum síðar varð mér reikað á þenna sama stað. Sá eg þá að hún fagra fjólan mín, var fallin, hafði hnigið að rót síns ættaróðals, og lá þar liðið lík. “Rósirnar fölna, blöðin blikna, brusið og gleðin skiftast á við sorg og tár, eg sjálfur vikna, er svona tíðin breytast má.” Svo leið langur, kaldur vetur — sólin hækkaði á lofti. Grasið reis úr moldinni, og rósirnar voru að byrja að þroskast á ný. Upprisa lífsins var að verða nýr virkileiki, ný opinberun. Ástin til lífsins var vöknuð á ný. Vet- urinn hafði skerpt — en ekki deytt lífslöngunina. Nú var mér forvitni á að sjá og fagna hinu nýja lífi, svo eg gekk í blómreitinn, sem eg hafði heimsótt árinu áður. Sá eg þar komna aðra fjólu, á sama stað og hin var. “Þú ert komin aftur, Fjóla mín. Upprisan er þá til — gleði- legur virkileiki.” (Frh. á bls. 5) FJÖLSKYLDU STYRKURINN Mikilvœg skilaboð til foreldra Þann 1. júlí, 1945, eða því sem næst, byrjar sambandsstjórnirl í Ottawa greiðslur sam- kvæmt hinum nýju fjölskyldustyrks lögum. Ef fæðing einhvers af börnuim yðar hefir ekki verið skrásett hjá Vital Statistics deild- inni, er nauðsynlegt að gera það strax, því að öðrum kosti geta greiðslur dregist. Vindið að þessu bráðan bug! Dragið ekki á langinn; það er yður í hag, að sinna þessu umsvifalaust. Séuð þér í vafa um skrásetningu barna yðar skuluð þér skrifa Department of Health and Public Welfare, Vital Statistics deildinni í Winnipeg; látið fylgja nafn, fæðingardag og fæðingar- stað hvers barns, ásamt nöfnum foreldra. Þóknun fyrir þessar eftirgrenslanir er smá- vægileg. Department of Health and Public Welfare HON. IVAN SCHULTZ, K.C., Minister

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.