Lögberg - 08.02.1945, Side 4

Lögberg - 08.02.1945, Side 4
4 —----------Xögberg------------------------ Geíiö út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáakrift ritstjórans: EDITOBt DÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögrberg,M is printed and published by The Columbia Press, Lámited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 21 804 T‘ — * —— - - —— Sambandskosningar í aðsigi Eins og þegar er vitað, verður sambandsþing rofið fyrir þann 17. apríl næstkomandi, og ai- mennar kosningar fyrirskipaðar, þótt kosninga- dagur hafi enn eigi verið formlega ákveðinn. Almennar kosningar í hvaða landi sem er, telj - ast vitanlega til meiri háttar viðburða, því þær grípa óhjákvæmilega, þó mismunandi djúpt sé, inn í kjör 'hlutaðeigandi þjóðfélagsþegna, og valda ýmist kyrstöðu, eða þjóðfélagslegri þróun eftir því sem kaupin gerast á eyrinni; í lýð- ræðislöndum er það kjörseðillinn, sem túlka skal rödd fólksins og þess vegna ríður lífið á að honum sé skynsamlega beitt; ósjaldan be það við, að múgæsingar hafi víðtæk áhrif á kosningar, og ráði jafnvel í ýmissum tilfellum úrslitum þeirra, og tekst þá jafnaðarlegast illa til. Það er vitaskuld ekkert tiltökumál þó nokk- urs hita verði vart á kosningum; línur skiptas:; um mismunandi skoðanir, eins og líka er alveg sjálfsagður hlutur; en meðferð mála þarf þó jafnan að vera slík, að heilbrigð og ótrufluð dómgreind hafi yfirhöndina. Eintrjáningslegri, flokkstjóðraðri sfarblindu á vettvangi hinna opinberu mála, má líkja við andlegar svefngöngur; hvorttveggja er líklegc til þess að draga á eftir sér óþægilegan dilk; á hinn bóginn er bæði holt og nauðsynlegt, að menn skipi sér fast saman um sameiginleg áhugamál, og sameiginleg verðmæti, og berjist fyrir þeim af eldmóði til fullnaðarsigurs. Tímaritið MacLean’s Magazine, lagði eigi alls fyrir löngu fyrir forsætisráðherrann, Mr. King nokkrar spurningar, varðandi ýms þau megin- mál, er um þessar mundir væru efst á baugi með canádisku þjóðinni, og hefir nú birt við þeim svörin; er hér vitaskuld um slík stórmál að ræða, er grípa djúpt inn í hag þjóðarheild- arinnar, og því mikils um vert fyrir kjósendur, að kynnast viðhorfi aðal fomstumanns þjóðar- innar til þeirra, og þess flokks, sem hann styðst við. Támarnir breytast og mennirnir með; það er ófrávíkjanlegt lögmál. sem breyttar aðstæður skapa. Þótt svör Mr. Kings við áminstum tímarits- spurningum, inni bindi vafalaust ekki að öllu leyti stefnuskrá Liberalflokksins eins og hún verður lögð fyrir kjósendur í næstu kosning- um, þá varpa þau þó á allverulegan hátt ljósi á helztu atriðin, og hafa þar af leiðandi mikil- væga þýðingu. Til grundvallar fyrir giptusamlegri framtíð canadisku þjóðarinnar, leggur Mr. King áherzlu á aukna og víðfeðmari alþjóðasamvinnu, en raun hefir verið á fram til þessa; að tollmúrum og öðrum viðskiptahömlum verði rutt hvarvetna þannig úr vegi, að hverri einustu þjóð verði gert kleift með sem aðgengilegustum skilmál- um, að selja það, sem hún þarf að selja, og kaupa það, sem hún þarf að kaupa, án utan- aðkomandi íhlutunar; um þetta atriði munu naumast verða deildar meiningar, þó menn af ýmissum ástæðum, eða jafnvel ímynduðum á- stæðum, greini á um margt. Almennan fögnuð hlýtur það að vekja, hve Mr. King nú dregur hreinar línur varðandi a£- stöðu canadisku þjóðarinnar til mannfélagsmál- anna í heild, en slíkt horfir til raunverulegra bóta; nú fer Mr. King ekki dult með það, að óhjákvæmilegt sé, að stofnað verði að loknu stríði, nýtt og öruggara þjóðabandalag, hinu fyrra, er Canada verði virkur þátttakandi í, og beiti áhrifum sínum þar af lífi og sál; ekki sem hálfur eða hikandi aðilji, heldur sem frjálsmann- leg forustuþjóð. Afstaða King stjórnarinnar til þjóðabanda- lagsins meðan á Ethiópiu vandræðunum stóð varð hvorki stjórninni né canadisku þjóðinni til sæmdar; slík saga má ekki undir neinum kringumstæðum endurtaka sig, og hún gerir það vonandi ekki heldur, eftir hina nýju yfir- lýsingu forsætisráðherrans um hið gagnstæða. Nú hefir Mr. King afdráttarlaust lýst yfir því, að hann telji það sjálfsagt, að hið canadiska þjóðþing skuldbindi sig þegar til fylztu þátttöku í hinu væntanlega þjóðabandalagi, geri það taf- « LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. FEBRÚAR, 1945 arlaust, og bíði ekki átekta eins og gert var illa heilli, áður en núver.andi heimsstyrjöld hljóp af stokkum. Mr. King hefir frá því, er hann fyrst fór að gefa sig við opinberum málum, verið einlægur baráttumaður fyrir lágtollastefnunni í þessu landi, og unnið á þeim véttvangi marga og mikilvæga sigra, sem orðið hafa landi og lýð til margvíslegra hagsbóta; nú vill hann að lengra verði gengið í áttina til frjálsra viðskipta, en áður var raun á, og mun því einnig ai- mennt fagnað verða. Með hliðsjón af atvinnumálum þjóðarinnar, leggur Mr. King ríka áherzlu á það, að ein- staklingsframtakið fái að njóta sín, því með þeim hætti einum megi lánast að fyrirbyggja aó miklu leyti atvinnuleysi eftir að stiríðinu lýkur. Mr. King er auðsjáanlega dauftrúaður á ein- hliða ríkisrekstur á sviði viðskiptalífsins; hann tjáist íneðal annars staðráðinn í því, verði hann áfram við völd, að nema burt eins fljótt og því verði viðkomið, hverskonar hömlur, sem lagðar hafi verið á einkafyrirtæki meðan á stríðinu stóð; hann telur viðskipta samkeppnina eina heilbrigða grundvöllinn undir skynsamlegri þró- un verzlunar og viðskjpta, bæði heima fyrir og út á við; hann fer ekki í neina launkoma með skoðanir sínar í þessum efnum, og gengur því enginn að því gruflandi hver afstaða hans sé; að allir sjái auga til auga við Mr. King þessari afstöðu viðvíkjandi, þarf naumast að vænta; að minsta kosti skilja þar allmjög leiðir með Liberölum og C.C.F., þó þessum flokkum í mörg- um meginmálum, beri í rauninni ekki svo ýkja margt á milli. En það er jafnan holt, er forustu- menn mannfélagsmála koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, og villa ekki á sér heimildir. Mr. King er vitur maður og framsýnn, eins og löggjöf sú, er hann hefir hrundið í fram- kvæmd, einkum hin síðari ár, ber ljóslega vitni um; má þar meðal annars tilnefna löggjöfina síðan í fyrra um framfærslustyrk barna, sem stjórnin hefir skuldbundið sig til að hrinda í framkvæmd þann 1. júlí næstkomandi, sitji hún þá við völd. Atvinnuleysisstyrkurinn hef- ir þegar komið að góðu haldi, þó ýmsar reglur þeirri löggjöf viðvíkjandi, stgridi énn til bóta; þá hefir Mr. King það og á stefnuskrá sinni, að endurskipuleggja svo löggjöfina um ellistyrk, að hún komi að veigameiri notum, að ógleymdu frumvarpinu um almennar heilsutryggingar í landinu, sem hann hefir heitið að knýja fram, verði honum enn falin stjórnarforustan á hend- ur, sem flest bendir til að verði. Mr. King er vaskur maður og batnandi; hann er víðsýnn Canadamaður, sem vill í öllu veg hinnar canadisku þjóðar, og trúir á stjórn- arfarslega framþróun hennar flestum mönnum fremur. Nú alveg nýverið skýrir blaðið L’Actoni Catholique frá iþví, að Mr. King sé enn hvergi nærri af baki dottinn varðandi nýmæli á stjórn- málasviðinu. Áminst blað ber fyrir sig ýmissa forustumenn Liberalflokksins í Quebec. sem sagðir eru að hafa látið því þær upplýsingar té, að Mr. King væri nú staðráðinn í að beiíu sér fyrir um, að Canada fái sérstakan þjóðfána. Að Canadiskur þjóðsöngur verði löggiltur; að Canada gangi í ameríska þjóðasambandið — Pan-American Union; að áfrýjanir mála til hæztaréttar Breta, verði numdar úr gildi, og að Canada tilnefni sinn eigin landstjóra, ásamt því, að slíkar breytingar verði gerðar á sam- setningu ráðuneytisins, er komi því til leiðar, að Imperialistar, sem sæti kunna að eiga í ráðu- neytinu, verði að þoka fyrir öðrum, sem séu að fullu Canada-sinnaðir. Hvort, sem hér er um algildar heimildir að. ræða, eða ekki, þá eru þær engu að síður íhygl- isverðar, og bera því órækt vitni, að það er síður en svo, að Mr. King sé aldauða á vett- vangi stjórnmálanna, þó ýmsir hafi látið slíkt ; veðri vaka. Hann er að minsta kosti enn, lang umræddasti stjórnmálamaðurinn í Canada, og hann hefir líka enn góða hendi til að spila úr. Verðfesting lífsnauðsynja í Canada á yfir- standandi stríðstáma, hefir vakið athygli allra sanngjarnra manna út um heim allan, þó hér í landi séu enn ýmsir það illa haldnir af sjón- depru, að þeir komi ekki auga á, eða vilji ekki kannast við þá blessun, sem af slíkri ráðstöfun hefir leitt. Margar þjóðir eru í heljargreipum vegna óviðráðanlegrar verðþenslu; Canadiska þjóðin er ekki í þeirra tölu, og það má hún að miklu leyti þakka viturlegri forsjá Mr. Kings. Ganga má út frá því sem vásu, að næstu sambandskosningar snúist að eigi alllitlu leyti um friðarhorfmr mannkynsins, með því að góðar líkur eru á, að þá verði endi bundinn á stríðið við Þýzkaland; enda veltur þá að sjálf- sögðu mest á því, að búið verði skynsamlega undjr framtíðina, en ekki tjaldað til einnar nætur varðandi frelsi og öryggi þjóðanna. Brent barn forðast eldinn; afdrif Versala- samninganna urðu slík, að þau ættu að verða sérhverri þjóð til viðvörunar í þá átt, að fagur- mæli ein um frið á jörð, séu aldrei fullnægjandi. Eiktamörk Okkur íslendingum er tamt að líkja þúsund ára sögu vorri við einn árshring, og jöfnum hönd- um við einn dag. Og ár hinna merkustu viðburða verða þá sem eiktamörk hins mikla þjóðlífs- dags. En það er hinn “fagur- leiftrandi frelsisröðull” er á veltur, hvort bjart er eða dimmr yfir hinum afmörkuðu tímabil- um sögunnar. Það er sem bjartur vormorgun blær á dagmálum yfir landnáms öldinni, því yfir henni svífur. “Frelsisins eilífa eggjandi von, sem ættlöndin reisir og heldur þeim vörð”, svo við tökum vart eftir þeirri andlegu og verklegu baráttu, er landnámsmennirnir urðu að heyja, og sem víða má þó greina, þegar betur er að gáð, svo sem í hinum alkunnu vísu- orðum Önundar tréfóts: Hefk lönd ok fjöld frænda flýt, enn hitt es nýjast: kröpp eru kaup, ef hreppik Kaldbak, enn ek læt akra. Söguöldin er sem sólheiður sumardagur, og söm hádegis- og nónsbirta er yfir árunum 930, þegar íslendingar grundvölluðu sína heimsfrægu stjórnskipun og árinu 1000, þegar þeir sýndu þann þroska og manndóm að láta þjóðareininguna sitja í fyrirrúmi fyrir trúmálaskoðunum. Aftur er eins og rosalegur kvöldhiminn grúfi yfir Sturl- ungaöldinni. Þá gengur og sói frelsisins til viðar með árinu 1262. Á því tímabili má segja að líði frá miðaftani til náttmála. Og hið ógnþrungna viðlagsstef Þórðar Andréssonar: “Brenndar eru borgirnar, böl er að því. Mínar eru sorgirnar þungar sem blý” hafa brotizt sem harmstuna frá brjóstum allra kynslóða þjóðar- innar síðan. Og húmskuggar næturinnar halda áfram að aukast, þótt jafn- hliða skapizt þau bókmenntaaí- rek, sem segja má að hafi verið “lampi fóta” þjóðarinnar “og ljós á hennar vegum” síðan. En dimmast er þó yfir ofur- valdstímum konunga og kaup- manna. Má líkja tímabilinu 1662 til 1750 við miðnætti til óttu. Er ekki að undra, þótt þá gæti vonleysis um framtíð lands og þjóðar, svo sem í vísuorðunum. “Enda verður stutt stund að standa náir, ísland”. Svo bjarmar yfir rismálum nýs dags í þjóðlífinu, með braut- ryðjendastarfi og frelsisbaráttu “vormanna” þjóðarinnar á ofan- verðri 18. öld og einkum 19. öld- inni, þegar meðal annars “lista- skáldið góða” boðar þjóðinni, að hún eigi framundan að njóta vorsólar frelsisins, ef hún eigi þor og trú til að hrista af sér fjötrana. Og hann leggur á þetta spámannlega áherzlu, þegar hann segir: “Skáldið hnígur og margir í moldu, er með honum búa, en þessu trúið”. Með upphafi þessarar aldar eru aftur dagmál í lífi þjóðarinnar. Og má segja, að Islands ham- ingja verði allt að vopni, því nú, þegar flestar þjóðir heims úthella blóði og tárum fyrir frelsi sínu, þá höfum við hlotið gull og græna skóga, bæði efna- lega og í sjálfstæðismálum þjóð- arinnar. / Á þessu ári skín sól frelsisins aftur á hádegisstað yfir íslandi. En braut hennar miðast ein- göngu við það, hvort þjóð vorri tekst að hagnýta sér ylgeisla hennar til að fórna fósturjörð- inni starfsorku sinni og lífshygg- indum. Verum þess þá minnug- ir, að “það þarf sterk bein til að þola góða daga”. Því okkur má ekki mistakast að halda aug- um okkar heilskyggnum-svo fyr- ir hinum andlegu, sem hinum efnalegu verðmætum lífsins. Tak ist það vel, megum við vænta þess, að næsti þúsund ára dagur þjóðarinnar verði “nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín”. Gunnar Þórðarson. Freyr. Þormóður á Stangar- landi Árið 1665 settist íslenzki sagna- ritarinn Þormóður Torfason að á eyjunni Körmt (Karmö) í Rygja fylki í Noregi, og þar bjó hann á stórbýlinu Stangarlandi (Stangeland) til dauðadags 1719, eða í 54 ár. Hann var jarðsettur í kirkjunni á Ögvaldsnesi. Þormóður er svo kunnur mað- ur í sögu Islendinga að ekki þarf frá að segja. Hitt er vart jafnkunnugt, hvern sess hann skipar í sögu Noregs og norskrar menningar. Er enn eigi fennt yf- ir það, að aðalritverk hans var Saga Noregs í 4 bindum (Hist- oria rerum Norvegicarum), er kom út 1711. Norðmenn hafa ekki gleymt Þormóði og starfi hans, 1936 reistu þeir honum minnisvarða í Kopervik á Karmö. Þegar varðinn var af- hjúpaður — 6. sept. 1936 — hélt prófessor Didrik Arup Seip (rektor háskólans í Oslo, sá er Þjóðverjar handtóku, er þeir lögðu til atlögu við þessa æðstu menntastofnun Norðmanna) að- alræðuna. Minntist hann þá, a skemmtilegan hátt, á ýmislegt viðvíkjandi Þormóði. Þormóður dó barnlaus, en þrátt fyrir það varð honum gott til nafns, “því hann var þar elsk- aður og af öllum mikils virtur og vel látinn”. Létu menn heita í höfuð honum, svo að Þormóðs- nafnið hefir haldist í þeim sveit- um í ýmissum ættum, jafnvel fram á þennan dag. Einnig nefndu menn skip og báta eftir Þormóði, og segir fræðimaður einn, er hefir rannsakað sagnir um hann, að nafn Þormóðs hafi haldizt við á þann hátt fram um 1880. Fyrrverandi utanríkismálaráð- herra Norðmanna, sagnfræðing- urinn Halvdan Koht, skipar Þormóði Torfasyni á bekk með höfðingjum norsku þjóðarinnar, í sagnfræðiriti sínu “Vare hövd- inger”. “Verk hans studdu að því að skapa þann þjóðlega sjálfs- metnað, er 100 árum síðar færði Norðmönnum frelsi og sjálf- stæði,” segir Koth. — “Þessvegna tökum vér undir orð Árna Magn- ússonar og minnumst Thormod Torfæus með pris og med ære.” Þannig lauk próf. Seip máli sínu á Stangeland 6. sept. 1936. Á. G. E. Freyr. 200 ára minning Jóns Þorlákssonar skálds á Bægisá Næstkomandi miðvikudag, 13. þ. m., eru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns Þorlákssonra, skálds á Bægisá. Verður afmælisins minzt að tilhlutun háskólans með því að Guðmundur G. Hagalín, rit- höfundur flytur erindi í hátíða- sal háskólans um Jón Þorláks- son, skáldskap hans og þýðingar. Ennfremur mun Landsbóka- safnið efna til sérstakrar sýning- ar á verkum Jóns Þorlákssonar, og ritum, sem um hann fjalla. Verður bókasýning þessi haldin í Landsbókasafninu. Jón Þorláksson var eitt merk- asta skáld íslendinga á 18. öld, og má rekja áhrif hans á mörg beztu skáld þjóðarinnar. Auk ljóðmæla Jóns, sem eru mikil að vöxtum og gefin hafa verið út í tveim bindum, liggur eftir hann geysimikið verk í þýð- ingum og eru þeirra merkastar Messíasarkvæði, Klopstocks og Paradísarmissir Miltons. Eins og áður getur mun Guð- mundur G. Hagalín, rithöfundur, flytja fyrirlestur um Jón og verk hans í háskólanum næstkomandi miðvikudagskvöld. í tilefni af því átti táðindamaður blaðsins stutt viðtal við Hagalín í gær og fórust honum meðal annars orð á þessa leið: “Háskólinn vill láta minnast Jóns Þorlákssonar, þó að aðrir aðilar hafi ekki verulegan hug á slíku, þó skal Landsbókasafn- ið undanskilið, og mér finnst gott til þess að vita að háskólinn vill sýna það á 200 ára afmæli séra Jóns, að ekki sé hann gleymdur eða sú þakkarskuld, sem íslenzk menning á honum að gjalda.” — Það hefur ekki vakið mikla athygli þetta 200 ára afmæli? “Nei, ekki svo að eg hafi orðið þess var. Ruanar minntist Jón Helgason blaðamaður á það ein- hverntíma í vor eða vetur, en annars — nei. Raunar hefur mikil vægi Jóns Þorlákssonar verið viðurkennt, en aldrei af honum , geipað eða almennt vakin mikil athygli á verkum hans. Eg hef hitt fjölda menntamanna, sem enga hugmynd hafa um mikil- vægi hans. Hins vegar hafa þó menn eins og Jón Sigurðsson og dr. Jón Þorkelsson sýnt minn- ingu hans sóma, og sonur Jóns Þorkelssonar, prófessor Guð- brandur Jónsson, hefur skrifað fyrir all mörgum árum grein, sem ber vitni um góðan skilning á menningarlegum afrekum Jóns Þorlákssonar. Eggert Ólafsson mæddist á brákuðu og dönsku skotnu máli, yfir meðferðinni á íslenzkunni, en Jón Þorláksson þýddi svo blaðsíðu eftir blaðsíðu af stórvirkjum Miltons og Klop- stocks að hvergi skeikar um hreinleik og þokka málsins — og er hann sá íslenzkra skálda, sem fyrst og fremst er lærifaðir Jónasar Hallgrímssonar, enda eru þeir auðsýnilega mjög and- lega skyldir.” Alþbl. 10. des. ,^S V & Rannsóknarátofa EATON’S tryggir hag yðar! pegar þér verzlið eftir EATON’S verðskrá, er holt að vita, að rannsóknarstofa EATON’S trygg- ir hag yðar; þar eru æfðir sér- fræðingar að verki, sem grand- skoða hvern einasta hlut, tit þess að ganga úr skugga um að þar sé engar veilur að finna. Með þessum hætti getið þér pant- , að með öruggum huga hvað, sem er, með það á meðvitund, að hagsmuna yðar sé jafnan gætt. pegar vörum í verðskránni er þannig lýst, að þær hlaupi ekki, séu vatnsheldar og fái ekki í sig bletti, þá eru þær i því ásigkomu- lagi, að með sæmilegri meðferð, og undir eðlilegum kringumstæð- um, bregðast þær aldrei. petta er markmið’EATON’S rann sóknarstofunnar, og með því eru innkaup yðar trygð. •'T. EATON Ct— WINNISKQ EATONS ' i__i_

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.