Lögberg - 05.04.1945, Side 4

Lögberg - 05.04.1945, Side 4
4 LOGBERG, FIMTUDAGINN, 5. APRÍL, 1945 ----------lögfoerg --------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirtram The "Lög’bergr” is printed and publishea by The Columbía Press, Limited, 69 5 tíargent Avenue VV’innipeg, Manitona PHONE 21 304 Varhugavert ááland ..................... :■ =:aW^iailiBIIIK8WWWMIIWWWBWBBiiaWWWro Eitt hið allra fegursta sérkenni hvaða þjóð- félags, sem er mun jafnan talið verða það samræmi, er ríkir innan vébanda þess, jafnt í stríði sem friði, þar sem samstiltum átökum er beitt að einu og sama marki; í þessu efni hefir canadiska þjóðfélagið jafnan verið til fyrirmyndar, og þess vegna er það í rauninni þyngra en tárum taki, ef skammsýni einstakl- inga og stofnana, veldur í þessum skilningi truflunum, sem dregið geta á eftir sér óþægi- legan dilk, og raskað jafnvægi með því, að greinarmunur sé gerður á þjóðfélagsþegnunum vegna ástæðna, sem þeir eiga enga sök á, varð- andi uppruna sinn og þjóðerni. Blaðið Winnipeg Free Press, vék nýlega að því í alvarlegri forustugrein, að orð léki á, að jafnvel í hinni friðsælu Wininpeg-borg væri ekki alt með feldu í áminstu efni; að ekki væri grunlaust um, að er um atvinnuumsóknir væri að ræða, yrðu nöfn umsækjenda þeim alvarlegur þrándur í götu, ef þau gæfu ekki til kynna engil-saxneskan uppruna; sé þetta á rökum byggt, sem að minsta kosti í einstökum tilfellum verður því miður, naumast dregið í efa, liggur í augum uppi hve mikið er í húfi varðandi þjóðeiningun^, sé eigi að gert í tæka tíð. Inntak áminstrar forustugreinar fer hér á eftir í lauslegri þýðingu: “í Winnipeg-borg býr fólk af mörgum þjóð- flokkum; borgin er kunn um alt landið sem mikilvæg canadisk miðstöð, þar sem víðsýni og umburðarlyndi ráða ríkjum. Vér, sem sléttuna byggjum, höfum sannfærst um það, að unt sé að grundvalla samræmt þjóð- félag á margvíslegum þjóðabrotum, og auðga með því þjóðlífið í heild; og það er þess vegna með harm í huga og nokkrum ótta, að vér birtum bréf frá ungum Canada borgara, sem komist hefir í hann krappan við leit að at- vinnu, vegna þess að hann bar ekki engil-sax- neskt nafn. Og það bætir gráu ofan á svart, að áminst tilfelli er engan veginn einstakt; athygli var fyrir nokkru leidd að hliðstæðu ásigkomulagi, varðandi ungan mann, fæddan í þessu landi, er unnið hafði sér frægðarorð í flugliði voru handan hafs, og hætt lífi sínu fyrir hina cana- disku þjóðbræður sína; en er til þess kom, að hann færi að leita sér atvinnu, komst hann að raun um, að félög voru til í Winnipeg, er eigi tóku slíkt í mál, vegna þess að nafn hans benti á þýzkan uppruna; og annar ungur maður hefir hliðstæða sögu að segja; hann er fæddur hér, og foreldrar hans komu til Canada, er þau voru á barnsaldri; og þáu hafa eytt allri starfsævi sinni í Winnipeg; en vegna þess að nafnið ber á sér “útlendan” blæ, er það þröskuldur í vegi efnahagslegrar og félagslegrar afkomu. Þetta er annað og meira en algengur upp- skafningsháttur; það bendir miklu fremur á djúprættan sjúkdóm, sem komast verður fyrir, eigi þjóðin sér framtíðarvon; sé þessi sjúkdóm- ur á sveimi í Winnipeg borg, sem hvarvetna nýtur góðs álits, má vel ætla, að hann hafi skotið dýpri rótum í öðrum borgum og bygðar- lögum þessa lands. í þessum skilningi er cana- diska þjóðin í alvarlegum háska stödd. Fyr á dögum, þegar verið var að byggja upp þetta land, og mikið var um innflutning ólíkra og fjarskyldra þjóðflokka, var rígurinn ekki eins torskilinn, þó hann að vísu yrði aldrei undir neinum kringumstæðum réttlættur; það tímabil er nú fyrir löngu um garð gengið; vöxtur þjóð- arinnar stafar í framtíðinni miklu fremur frá eðlilegum orsökum, en innflytjendastraumum úr ýmsum þjóðlöndum; konur og menn, sem ofan jarðar eru hér í dag. verða afar og ömmur, langafar og langömmur canadisku kynslóðar- innar á morgun, ef svo mætti að orði kveða; og það er bæði ósæmandi og óviðurkvæmilegt, að þeir hleypidómar, sem fyr á tíð torvelduðu þúsundum nýbyggja aðgang að þeim efnahags- legu og félagslegu hlunnindum, sem landið hafði að bjóða, fylgi afkomendum þeirra þann dag í dag, og geri þeim lífsróðurinn erfiðari, en aðstæður krefjast. Á nokkrum undangengnum árum, hafa risa- vaxnar breytingar átt sér stað; tilveru hinnar canadisku þjóðar var stofnað í hættu vegna of- beldisafla, sem hugðu á heimsyfirráð; hinir ungu menn vorir voru kvaddir í hópum til her- þjónustu; stjórnin fyrirskipaði almenna her- söfnun; og þegar tilkynningar um herkvaðn- ing voru póstaðar, kom það brátt í ljós, að þær voru ekki einskorðaðar við frönsk eða engil- saxnesk nöfn; þær voru sendar öllum cana- diskum borgurum, piltum og stúlkum á her- þjónustualdri, og þúsundir gáfu sig þegar fram af fúsum og frjálsum vilja; og þegar Nazistar eða Japanir hófu skothríð á þessa ungu menn, lögðu þeir víst ekki á sig mikil ómök til þess að grenslast eftir um nöfn þeirra; hvort mað- urinn héti Smith eða Schwartz, eða hvort for- eldrar þeirra ættu rót sína að rekja til Austur- ríkis, Póllands eða Ukraníu; þeir voru canada- menn upp til hópa, og þess vegna voru þeir vitaskuld sæmilegt skotmark. Og á það að verða hlutskipti þessara ungu canadisku borgara þegar heim kemur, að reka sig á það, að það nafn, sem var fullnægjandi til þátttöku í stríði, sé ófullnægjandi til þess að komast að atvinnu? Að spyrja þessarar spurn- ingar, er í raun og veru hið sama og að svara henni. En þó svarið sýnist augljóst, þá er þó engan veginn víst, að það nægi til þess að rjúfa múra þeirra hleypidóma, sem umhverfis oss hafa skapast; það er því sýnt, að djúptækra ráð- stafana er þörf. Saga Gyðingaóvildarinnar bæði hér og annars- staðar í hinum svokallaða kristna heimi, tekur af öll tvímæli í því efni. Viturleg löggjöf getur að einhverju úr þessu bætt, þó lögin almennt talað, eða máttur þeirra, sé í hlutfalli við al- menningsálitið, sem fylkir sér um þau. Samræmt og traust þjóðfélag, verður ekki byggt á sérstæðum þjóðernislegum yfirburðum; allir borgarar þessa lands verða að njóta sömu réttinda; greinarmunur má þar ekki undir neinum kringumstæðum komast að. Fræðslustarfsemi í áminstum efnum í sam- ráði við skóla og kirkjur, getur vafalaust miklu góðu til vegar komið, enda liggur svo mikið við, að skynsamlegrar úrlausnar verður sem allra víðast að leita; algengar káklækningar koma að litlu haldi; einhverja leið verður að finna, sem opnað geti augu vinnuveitenda fyrir því, jafnt einstaklinga sem félaga, að hlutdrægni, varð- andi atvinnuveitingu sé röng, og verði að leggj- ast niður.” Allir menn eiga sömu mold að móður, hvar sem þeir eru í sveit settir, og hverrar ættar, sem þeir eru. “Náttúran er alveg eins og áður var hún, sama móðursvipinn ber hún, sannarlega fögur er hún.” Á vettvangi stjórnmálanna verður ekki ann- að sagt, en canadiska þjóðin sé flestum þjóðum samræmdari, og hún má ekki við því, að ein- trjáningslegar og úreltar erfðakenningar með tilliti til þjóðernislegrar aðgreiningar, verði henni að fótakefli á sviði atvinnumálanna. liiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiM Sameiningin sextug Nýkomið er til kaupenda vandað og hið gagn- merkasta um margt, sextíu ára afmælishefti Sameiningærinnar; telur lesmál þess 66 blað- síður, er hefir margháttaðan fróðleik, gamlan og nýjan, til brunns að bera; ritstjórinn er séra Sigurður Ólafsson, prestur í Selkirk. í sögu íslenzkra blaða og tímarita, sem gefin eru út utan íslenzkra landsteina í sextíu ár, eða jafnvel meira, teljast slík eyktamörk vitaskuld til merkisviðburða; að baki þeim liggur saga hins drengilega ásetnings, hinnar drengilegu festu, sem styrkist fremur við þrekraun hverja í stað þess að slaka á klónni, eða leggia árar í bát. Sameiningin hefir á hinni löngu starfsævi sinni, verið hin sterka stoð til viðhalds íslenzkri kristnimenningu í þessari miklu heimsálfu; hún hefir ekki ávalt siglt beggja skauta byr, en jafnan þegar mest reyndi á þolrif, kom það gleggst í ljós, hve djúp ítök hún átti í hugum og hjörtum alls megin þorra Islendinga vestan hafs; hún hefir frá upphafi vega notið leið- sagnar vorrar ágætustu forystumanna í and- legri stétt; hún nýtur enn og nýtur vonandi í langri framtíð, hæfileika og forsjá hinna á- gætustu manna, sem ant láta sér um viðgang hennar og velferð. í áminstu afmælisriti, samstillast í eitt sterkir straumar hins liðna, við djarfhuga vonir þeirra, sem akurinn skulu plægja í samtíð og fram- tíð. Lögberg árnar Sameiningunni blessunar og heilla í tilefni af þeim merka áfanga, sem hún nú hefir náð. Gísli Jóhannsson, skipasmiður, Bíldudal : Ferð yfir heiði fyrir fjörutíu árum Um síðastliðin aldamót voru samgöngur fjarða á mili með nokkuð öðrum hætti og meiri örðugleikum bundnar en nú eru þær, og ekki sízt að vetrarlagi. Kaupstaðaferðir voru þó alltíðar, því að fæstir bændur voru svo efnum búnir, að þeir á haustin gætu birgt sig yfir allan vetur- inn til næsta vors. Varð því þröng í búi hjá mörgum, þá er halla tók vetri. Var þá eigi ann- ars kostur en að leita til næsta kauptúns, annaðhvort á sjó eða landi, tl þess að reyna að ná í einhverja lífsbjörg. Ef um land- veg var að ræða, varð að leggja á bakið það sem fékkst. Var þá stundum yfir eina eða fleiri heiðar að fara, en færð oftast ill og veður öll válynd um hávetur. Voru og þess dæmi, að menn yrðu úti með bagga sína á heið- um uppi og bein þeirra fyndust löngu seinna. Fleiri voru þó þeir, er heppnaðist að ná aftur til heimila sinna, en þó oft kaldir og illa til reika. Slík voru kjör hinna eldri kynslóða, og mundi mörgum hinna yngri manna nú á dögum, er vanizt hafa þæg- indum og tækni nútímans illa í brún bregða, væru þeir tímar aftur komnir. Sem lítið dæmi hins ofanrit- aða, er smásaga sú, er hér fer á eftir : Veturinn 1899—1900 átti eg heima á Hrísnesi á Barðaströnd hjá foreldrum mínum, Jóhanni Einarssyni og Guðrúnu Gísla- dóttur. Eg var þá á 16. ári. Fað- ir minn var hraustmenni að burðum og fannst fátt um þroska okkar sona sinna, og fékk eg ó- sjaldan að heyra það, að aldrei mundi eg maður verða, og varð það fyrst um sinn ekki til að auka kjark minn og sjálfstraust. Það yar komið fram í janúar- mánuð, og farið að sneyðast um matvörubirgðir hjá okkur sem fleirum. Var þá afráðið að senda mig til Patreksfjarðar eftir mat- vöru, kaffi og sykri. Það sem eg átti að sækja, var 8 fjórðunga (40 kg. þungi, og ætlaðist faðir minn til að eg bæri það í tveimur ferðum, 4 fjórðunga í ferð. Lagði eg síðan af stað í þessa fyrri ferð mína. Heiði sú, er eg þurfti yfir að fara, heitir Kleifaheiði, og er hún um 500 metra yfir sjó og liggur vegurinn niður að botni Patereksfjarðar, en síðan er um 14 kílometra leið út með sjónum út að Patreksfjarðar- kaupstað. Færð var vond og tíðarfar stirt. Hélt eg nú til Pat- reksfjarðar og gisti þar um nótt- ina. Daginn eftir, þá er eg tók út vöruna, datt mér í hug að reyna að bera hana alla, svo ekki þyrfti eg að fara fleiri ferðir, en sýndist þó sem óráð mundi vera. Eg réð það þó af og lagði af stað með bagga minn. Var þá degi tekið að halla. Komst eg að Hlaðseyri, sem er rúma 8 kílómetra fyrir innan verzlunar- staðinn, og gisti þar um nóttina. Um morguninn beiddi bónd- inn mig að róa með sér inn að Skeri, bæ sem er hinumegin við fjörðinn að vestanverðu, og kvaðst hann í staðinn skyldi lána mér dreng til að bera með mér inn að Ósunum, sem eru fyrir fjarðarbotninum. Eg gerði svo, og þegar við komum aftur, lánaði hann mér dreng, sem bar með mér inn að ósum. Skildum við þar og fór hvor okkar sína leið. Var þá veður tekið að spillast. En er eg hafði gengið um hríð, skall á norðan kafalds- bylur með grimmdarfrosti. Þótt- ist eg nú illa staddur með átta fjórðunga bagga í slíku veðri. Hvíldi eg mig nú lítið eitt undir vörðu og hugsaði ráð mitt. Voru nú aðeins tveir kostir fyrir hendi: annar sá að skilja bagg- ann eftir og reyna að bjarga mér til byggða laus og liðugur, vit- andi það, að lífsbjörg þessi handa heimili okkar yrði ónýt. Þótti mér sú leið ófær og mundi ferð mín þykja hin hæðnilegasta, einkum þar sem ég hafði brotið boð föður míns og talið mig meiri mann en eg að líkindum væri. Hinn var sá, að halda á- fram með baggann og láta skeika að sköpuðu, þótt útlitið væri allt annað en glæsilegt. Það hafði hent fleiri en mig að verða úti, og væri betra að deyja með sæmd. En hér var lítill tími til umhugsunar. Eg var orðinn sveittur og sló fljótt að mér. Það undraði mig þó, að eg fann ekk- ert til kulda á þeim vanga er í veðrið sneri. Eg réð nú af að halda áfram. Móðir mín var trú- kona, og varð eg því snemma fyrir þess konar áhrifum. Eg þóttist vita, að guð hefði gert meiri kraftaverk en það, að leiða mig lífs og heilan til byggða, þótt óvænlega áhorfðist. Eg bað hann því með barnslegu hugar- fari að gefa mér kjark og þrek. Fannst mér þá, sem eg hresstist á sál og líkama. Eg snaraði nú á mig bagga mínum og lagði á brattann, reiðubúinn að mæta hverju því sem að höndum bæri. En í stað þess að þreytast, eftir því sem leið á ferðina, fannst mér sem mér ykist ásmegin, svo að segja við hvert spor. Loks kom eg á kjölinn, og tók nú að halla undan fæti, og ferðin að ganga greiðara. Þegar eg kom niður að Haukabergsá, grillti eg í mann, sem kom á móti mér. Var þar karl faðir minn kominn. Hugði hann, að eg hefði gefizt upp áleiðinni, og var lagður af stað mér til bjargar. En er eg sagði honum, að eg væri með alla vöruna og hefði ekki nennt að vera að skipta henni í sundur, hófst heldur en ekki brún á karli, en ekki sagði hann neitt. Síðan snaraði hann bagga mín- um á bak sér og við héldum heimleiðis. Þegar eg kom inn í hlýjuna varð þess vart, að annar vangi minn, sá er í veðrið sneri á leið minni yfir heiðina, var allur kal- inn, og var eg viku eða lengur að ná mér aftur. Eftir ferð þessa tók kjarkur minn og sjálfstraust mjög að aukast. Vaknaði nú sú von hjá mér, að svo gæti þó farið, að eg ætti eftir að verða maður, mað- ur sem léti sér fátt fyrir brjósti brenna, þegar út í það væri kom- ið. Hvort sú von mín hefir ræzt eða ekki, verða aðrir en ég um að dæma. Tíminn. Afkoma bænda Eftir H. L. Griffin, upplýsinga- stjóra United Grain Growers félagsins. Iðjuhöldar yfir Canada þvert og endilangt, eru að brjóta heil- ann um það, hvernig bændur vestanlands muni verja því fé, sem þeir hafa safnað á stríðsár- unum, þegar leiðir opnast til inn- kaupa á algengum vörum á ný/ og þær hömlur, sem frá ófriðn- um stafa, ganga úr gildi. Þessum iðjuhöldum er það ljóst af nýjustu skýrslum, sem eru við hendi, að fjöldi bænda í Sléttufylkjunum, sem lengi áttu við harðan kost að búa, hafa nú losað sig úr skuldum og lagt fyrir nokkuð fé. Fyrir 35 árum, eða því sem næst, litu margir þannig á, að tvísýnt væri um það, að land- búnaðurinn vestanlands myndi nokkru sinni reynast varanlegur eða öruggur; að það væri vafa- mál hvort það borgaði sig að leggja fé til byggingar vönduð- um heimilum, þar sem alt væri í óvissu um framtíðina í þessum hluta landsins; nú hefir reynslan leitt í ljós, að sléttan bjó yfir margháttaðri auðlegð, sem ekki varð auðveldlega tæmd; enda er nú svo komið, að nýbýlum Sléttufylkjanna hefir farið stór- fjölgandi frá ári til árs, auk þess sem landbúnaðurinn hefir færst í traustar skorður, og náð varan- legum tökum á gróðurmagni jarð arinnar; bættan efnahag bænda, má ljóslega marka af nýreistum og endurbygðum heimilum, að ógleymdu því fé, sem þeir hafa lagt í ein og önnur arðvænleg fyrirtæki; fram hjá því verður vitanlega ekki gengið, við hve ramman bændur áttu reip að draga á kreppuárunum, og hve þá horfðist illa á um margt; þó voru þeír jafnan óbilandi að kjarki, og tóku sérhverju því, sem að höndum bar, með mikilli skapfestu. Það liggur í augum uppi, að til þess að starfrækja stórbýli svo vel sé, þurfi all-mikið fé; til þess þarf mikinn kost dýrra og vandaðra véla; vegna stríðs- ins, og þeirra ýmsu hamlana, sem frá því stafa, hafa bændur átt lítil tök á því, að endurnýja vélakost sinn; þeir hafa að lang mestu leyti orðið að bjargast af með þau búnaðaráhöld, sem þeir notuðust við fyrir stríðið; við þessi áhöld hefir verið gert, því um kaup nýrra verkfæra, var naumast að ræða. Þegar stríðinu lýkur, verður það eitt allra fyrsta verk bónd- ans, að afla sér nýrra búnaðar- verkfæra; tækni nútímans, engu síður á vettvangi landbúnaðarins, en á öðrum sviðum, krefst fjár- magns ef vel á að vera; þess vegna leggja bændur vafalaust meginhluta sparifjár síns í ný og fullkomin búnaðaráhöld, auk þess sem þeir, margir hverjir, þurfa að reisa sér ný heimilii enda mun hvorttveggja ekki þola lengri bið; þetta verða iðju- höldar að láta sér skiljast; því fé, sem bændur nú eiga aflögu, verður vitaskuld fyrst og fremst varið til áminstra umbóta, jafn- framt því, sem þeir, eins og að undanförnu, verja nokkru af sparifé sínu í kaup á sigurláns veðbréfum. Búnaðurinn er hyrningar- steinn hinnar efnalegu afkomu þjóðfélagsheildarinnar, og þess vegna ber þjóðinni að leggja við hann alla hugsanlega alúð frá ári til árs. Frumvarp um dósent í guðfrœði afgreitt til Efri deildar. Á fundi neðri deildar Alþingis þann 8. þ. m. var samþykkt frum- varp um stofnun nýs docents- embættis í guðfræðideild til handa séra Birni Magnússyni a Borg. Mál þetta er flutt samkvæmt eindregnum óskum biskups, guð- fræðideildar háskólans og alls þorra prestastéttarinnar í land- inu. Þá hefir og Kirkjuráð Islands samþykkt nýlega svofelda a' skorun til alþingis: “Kirkjuráðið skorar á Alþingi það, er nú situr, að samþykkja framkomið frumvarp um stofnun nýs docentsembættis við guð- fræðideild Háskóla íslands, enda liggja fyrir þinginu eindregnaf óskir frá öllum þorra þiónandi presta í landinu um, að þetta mál nái fram að ganga nú þegar.” Má hiklaust vænta þess, að al- þingi taki fullt tillit til vilja og óska kirkjunnar í þessu máh ekki sízt þegar tekið er tillit til þess, að tala kennara í guðfræði' deild er enn hin sama og var, Háskólinn var stofnaður, 1911» þrátt fyrir það, þó að nám prestS' efnanna hafi stórlega verið auk' ið og lengt á þessu tímabili. Er það og mála sannast, að efl' ing guðfræðideildarinnar og auk- in menntun prestsefnanna er undirstaða þess, að þjóðin ge*1 fengið gagnmenntaða og víðsýna prestastétt, en það er það, sem hún eðlilega þráir og á kröfu til- Kirkjubl. 15. jan.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.