Lögberg - 10.05.1945, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. MAl, 1945
Dulin fortíð
38. KAFLI.
Kata horfði alvarlega á hann, og hann gat
hennar. Hann sá nú eftir að hann hafði sagt
séð hve mikil eftirvænting skein úr augum
henni svo mikið um framtíðar áform sín, áður
én hann fór í burtu! Það var býsna óþægilegt
fyrir hann; nú hafði hann ekkert til nð gefa
henni, og engu komið til leiðar.
Hún tók vel á móti honum, brosti til hans,
og kysti hann. Hún hélt áfram að horfa á hann
með rannsakandi augnaráði, Robert skyldi strax
hvað hún meinti: “Hvað hefurðu komið með til
að gefa mér, og hvaða nýjungar hefurðu að
segja mér?”
Hann hafði ekkert til að gefa, og ekkert að
segja. Hann fann það glöggt að hann var í
hreinustu vandræðum.
Kata skildi undir eins hvernig í öllu lá, hún
gat lesið hugsanir hans, eins og opna bók.
“Það virðist ekki liggja neitt vel á þér í dag;
eg held þú hafir ekki komið miklu til vegar í
ferðinni.”
“Nei ekki miklu, en það getur lagast rneð tíð
og tíma, en það tekur lengri tíma en eg bjóst
við.”
Hún horfði efablandin á hann.
“Þegar allt kemur til, þá held eg að það sé
ekkert að marka það sem þú hefur verið að
segja mér. Þú verður aldrei fær um að gefa
mér stöðu sem hefðarkonu. Þú skalt vita að
eg kæri mig aldeilis ekkert um það. Það var
ekki fyrir neina slíka von, að mér leist vel á
þig, en þú skyldir aldrei lofa því, sem þú getur
ekki efnt.”
“Eg get uppfylt allt sem eg lofaði, en ekki
eins fljótt og þú krefst — eg meina eins fljótt
og eg bjóst við. Vertu þolinmóð Kata; eg er
alveg viss um að mér heppnast það.”
“Hvað er það sem tefur fyrir þér?”
“Hugsaðu þér mann, sem væri á ferð, og kæmi
að háum steinvegg, sem væri þvert yfir veginn;
hvað gæti hann þá gert, Kata?”
• “Snúa við, og fara aðra leið.”
“Það er einmitt sem eg ætla að gera. Eg veit
að það á sér stað, leyndarmálið, sem eg hefi
talað um, og eg hélt að þessi leið sem eg fór
lægi beint að upptökum þess, en í þess stað
kom eg að múrvegg, sem ekki er hægt að kom-
ast yfir, og nú verð eg að reyna aðra leið.
Þú mátt reiða þig á það, Kata, að sú leiðin sem
eg ætla nú að fara heppnast mér betur.”
“Þín vegna Robert, vona eg að þú verðir
heppnari; því þú verður aldrei til neins gagns
að hafa ofan af fyrir þér með vanalegri vinnu.”
“Nei,” svaraði hann, “eg hefi altaf fundið
það á mér, að eg var fæddur til að vera herra-
maður.”
“Það eru svo margslags herramenn, að eg
fyrir mitt leyti, kýs mér duglegan, heiðarlegan
mann.”
“Ó, Kata, hve vel þú mundir líta út. klædd
í silki og pell, í skrautlegum vagni með keyrslu-
mann fyrir framan þig, og þjón fyrir aftan þig,
klædda skrautlegum einkennisbúningum.”
Hún brosti að þessu, og sagði:
“Mér mundi líka það vel, Robert, en það er
nokkuð sem aldrei skeður.”
“Vertu bara þolinmóð, og þú skalt sjá að það
skeður.”
Hún fitlaði jueð fingurna við hnappana á
frakkanum hans, og hann vissi að hún vonaðist
eftir að fá eitthvað, eins og hún var vön, en
hann hafði ekkert.
“Það hefur komið til mín nýr aðdáandi síðan
þú fórst burtu”, sagði hún, “hann vildi gefa
mér fallega brjóstnælu úr gulli, en eg vildi
ekki þiggja hana; eg hélt að þér mundi kannske
ekki líka það.”
“Nei, mér hefði ekki líkað það; ó, Kata, eg
vildi eg gæti tekið þig burt frá einum og öllum,
svo enginn nema eg gæti dáðst að þér.”
“Það mundi mér ekki lítast á, Robert, fær-
irðu mér nokkra gjöf frá London.”
Sannleikurinn var sá, að Kata Repton, hugs-
aði æfinlega fyrst um sig, og hvað hún gæti
fengið gefins Hún hefði ekki litið hýrt til
þess manns sem hún elskaði, ef hann hefði
ekki fært henni gjafir, það var það sem gerði
hana ánægða, og þá var hún á sína vísu. elsku-
leg og aðlaðandi, en annars það gagnstæða.
Robert skildi vel hvað hún meinti.
“Eg kom ekki með neitt til að gefa þér,
elsku Kata, því peningarnir sem eg tók með
mér fóru allir í kostnað, bæði til að útvega
mér uppiýsingar og borga fyrir þær. Eg sá svo
yndislegar brjóstnælur, og annað stáss í búð-
argluggunum — það var þó ekkert af því eins
fallegt, eins og augun þín. Þú skalt fá það
fallegasta sem hægt er að kaupa.
Robert gerði hvað hann gat til að friða
hana, en hann sá, að hún var hvergi nærri
ánægð með það.
“Hefurðu saknað mín mikið, elsku Kata?
Eg hugsaði um þig dag og nótt; eg sá enga
stúlku nálægt því eins fallega og þig.”
Kata lét allt þetta skjall eins og vind um
eyrun þjóta; það var falleg brjóstnæla, eða
eitthvað annað stáss, sem hún vonaðist eftir
að hann færði sér frá London. Skjall hans
var henni ekki mikils virði, enda var ekki
hægt að skreyta sig með því.
“Eg hefi mikið að gera í dag, Robert; þú
getur komið aftur eftir einn eða tvo daga,
þegar þú hefur tíma til.”
Hann varð að gera sig ánægðan með þessar
köldu móttökur, og bendingu um að fara strax
burt frá henni. Hann fór heim í illu skapi. Hann
hafði verið í Riversmead, en orðið að fara
þaðan án þess að fá þær upplýsingar sem hann
hafði gert sér svo miklar vonir um. Nú vissi
hann ekki hvert hann ætti að snúa sér. Enginn
gat gefið honum neinar upplýsingar um Verner;
og sem stóð gat hann ekki hugsað sér hvert
hann ætti að snúa sér því viðvíkjandi.
■ Móðir hans varð fyrir miklum vonbrigðum, er
hann kom svo fljótt til baka. ðún spurði hann
hvort hann hefði fengið þessa atvinnu, sem
hann hefði sagst ætla að fá; en Robert svaraði
því neitandi.
“Þú veist það sjálfsagt betur, Robert, en mér
finst það kæruleysislegt að henda út svo mikl-
um peningum í algjöra óvissu.”
“Það er engin óvissa í því,” sagði hann. Hann
vildi ekki drekka teið sem móðir hans hafði
búið til handa honum, en fór til að heimsækja
Kötu, en hún hafði ekki heldur tekið á móti
honum með opnum örmum, svo hann var nú
í allt annað en góðu skapi.
“Móðir mín verður að segja mér, það sem
eg þarf að vita,” hugsaði hann með sér. “Eg
verð að pína það út úr henni, það dugar engin
hlífð; eg er neyddur til að gera það.”
“Nú, Robert,” sagði móðir hans, þegar hann
kom heim, eftir að hafa fundið Kötu, hún sá
að hann var í illu skapi. “Reyndu nú að jafna
þig og komast í betra skap, og borða kvöldverð-
inn þinn.”
Móðir hans hafði tilreitt hina bestu máltíð,
svo það hefði ekki átt að þurfa að neyða hann
til að borða.
“Ferðu nokkuð út í kvöld, Robert?” spurði
hún.
“Nei, eg þarf að tala um nokkuð við þig.”
Hann hugsaði, að nú skyldi hann spila út
því trompinu sem dygði.
“Móðir mín, eg veit meira en þú heldur, um
æfi þína í Riversmead. Það er best fyrir þig að
segja mér allt eins og er.”
Henni varð svo bilt við, að hún rak upp
skerandi hljóð, sem lengi eftir það hljómaði í
augum hans. Hún varð nábleik í andliti, og í
hálfgerðu æði greip hún um hendur hans.
“Ó, Guð,” hljóðaði hún upp. hvað á eg að
gera?”
“Eg held,” sagði Robert, “að það væri eðli-
legra að þú hefðir tekið meira tillit til mín,
þar sem eg er ^inkasonur þinn. Það er býsna
ömurlegt fyrir mig að vita, að móðir mín skuli
halda einhverju leyndu fyrir mér.”
Óttinn hvarf ekki úr andliti hennar, og hún
skalf og nötraði sem hrísla.
“Hvað veist þú um Riversmead? Hver hefur
sagt þér nokkuð um það.”
“Eg veit að eg er eina barnið sem þú áttir
er faðir minn dó. Eg veit að þú færð engan
lífeyrir frá járnbrautarfélaginu, en að pening-
arnir sem þú færð, koma frá einhverjum vin-
um Verners. Það er skammarlegt’ að þú skulir
halda þessu leyndu fyrir þér, og trúa mér ekki
fyrir því.”
Hún var nú hætt*að skjálfa, og stóð róleg
fyrir framan hann, og með svo strangan al-
vörusvip á andlitinu, að Robert fanst ekki til
um það. f
“Robert, viltu segja mér hvar þú hefur heyrt
þetta?”
“Nei, það er mitt leyndarmál; þú hefpr þitt,
og eg hefi mitt. Sá sem sagði mér það, segir
mér það sem eg þarf meira um það að vita,
þegar eg spyr um það; en mér fanst réttara
að þú segðir mér allan sannleikann í því sjálf.”
“Robert, viltu segja mér ástæðuna fyrir því,
að þú vilt fá -að vita það?”
“Eg hefi ekkert á móti því, að segja þér
hver er minn tilgangur með að fá að vita það,
þegar eg álít það nauðsynlegt,” sagði hann
glettnislega. “Eg get sagt þér, að þú hefur haft
alla þína peninga út úr þessu leyndarmáli, þú
hefur ekki þurft að vinna fyrir þér — nú held
eg að eg eigi að taka við, svo eg geti líka haft
hag af því. Ef þú vilt borga mér vel fyrir það,
þá skal eg gæta leyndarmálsins, eins vel og þú
hefur gert. Ef þú vilt ekki gera það, þá sný eg
mér til þeirra, sem borga hærra verð fyrir það.
Eg læt mér á sama standa um tilgang og heið-
arlegheit, eða nokkuð þessháttar.”
Það brá fyrir leiftri í augum móður hans, og
blygðunarroða sló á andlit hennar, hún skamm-
aðist sín að heyra hvað sonur sinn sagði.
“Þú ert, eftir því sem þú segir, einkasonur
minn, Robert Elster, og eg vildi heldur hafa séð
þig dauðan en heyra það sem þú hefur sagt.
Þú getur gert það versta sem þú hefur í huga,
en leyndarmálið sem mér var trúað fyrir, það
geymi eg sjálf, og eg skal aldrei segja það nein-
um meðan eg lifi. Taktu eftir — eg vil heldur
vera pínd til dauða, deyja þumlung fyrir þuml-
ung, en ljósta upp leyndarmálinu. Eg veit ekki
hvar þú hefur komist að því sem þú veist, en
eg er viss um, að þér verður alveg ómögulegt
að komast að meiru, en þú veist nú. Ef þú
segir eitt einasta orð við mig framar um þetta,
fer eg héðan, og þú skalt aldrei framar sjá mig
né heyra. Eg skal halda loforð mitt, Robert,
eins áreiðanlega, eins og Guð heyrir þessi orð.”
Robert svaraði engu en skelti hurðinni aftur,
og fór út.
39. KAFLI.
Lafði Damer var árstíðardrottningin í London.
Enginn önnur kona var svo glæsileg, og vann
allra aðdáun, sem hún.
Avonwold húsið í London, var miðpúnktur
alls fagnaðar og yndis, þá árstíðina, sem lafði
Damer var þar. Þar kom saman hið mest virta
aðalsfólk og snillingar af öllu tagi. Rose Damer,
vann einnig mikla aðdáun; hún í æskublóma
sínum, leit svo yndislega út, við hlið móður
sinnar.
Hún var trúlofuð, og lávarður St. Alban, vildi
ekki að trúlofuninni væri haldið heimuglegri;
■ honum fanst að það ætti að vera gert öllum
kunnugt.
Lafði Damer, hafði sagt honum, að Rose væri
of ung til þess að opinbera trúlofunina, hún
þyrfti að fá að sjá dálítið meira af heiminum
áður en hún giftist, og hann hefði sagt:
“Hún er nógu gömul til að elska mig, lafði
Damer, og þá er hún líka nógu gömul til að
vera mér trú.”
Það var líklega minning mistra æskuásta sem
flaug lafði Damer í hug, því hún stundi þungt
við.
Miss Hope Charteris, hafði mót vilja sínum
farið með þeim til London; hún hafði endilega
viljað vera ein eftir á Avonwold, en hitt fólkið
fór, en lafði Damer vildi ekki heyra það nefnt.
“Þú segir að við séum of kát og fjörug, komdu
og vertu kát, og fjörug með okkur, þú hefur
nú upp á síðkastið ekki verið eins og þú átt
að þér, Hope. Það er ekkert esm er eins gotí
fyrir þig eins og breyta til um tíma.”
Lávarður og lafði Dysart, voru og komin til
London, til að vera þar um tímá; nú voru þau
laus við kvíða og áhyggjur, því sonur þeirra
og erfingi hafði fundið þá stúlku sem hann
elskaði; og nú höfðu þau von um, að sjá margar
greinar vaxa út frá hinum gamla virðulega
stofni. Lafði Dysart, var nú ekki eins kvíðin
- fyrir framtíð sonar síns, og jarlinn var hæst
ánægður með trúlofun sonar síns.
“Það er ekki nema sjálfsagt að við förUm til
London, og verðum þar í nokkra mánuði,”
sagði jarlinn; “Archie, hefur enga ró, ef hann
á að vera svo lengi fjarri Rose.”
Eftir að jarlinn hafði ákveðið að fara til
London, var það svo sem sjálfsagt, að ungi
skrifarinn hans færi með honum, því honum
fanst að hann gæti ekki án hans verið.
Jarlinn átti skrautlegt stórhýsi í Mayfair.
“Þegar þú ert giftur,” sagði hann við son
sinn, “læt eg setja nýjan húsbúnað í það. Við
verðum að hafa lafði Damer í ráðum með að
velja húsbúnaðinn, því eg held hún sé smekkvís-
ari á hvað best á við, en nokkur önnur kona,
sem eg þekki.”
Eftir að Dysart fjölskyldan heimsótti Damers
á Avonwold, fóru þau í utanlands ferðalag, og
Verner með þeim, svo Robert, sem hafði skrifað
mörg bréf til hans, og ávalt beðið hann um
peninga, fékk ekkert svar. Þegar Verner kom
heim úr ferðalaginu, skrifaði hann Robert, og
sagði honum, að hann gæti ekki komið til fund-
ar við hann, eins og hann óskaði, því sér væri
alveg ómögulegt að fara frá London, svo það
væri betra fyrir Robert að koma þangað, og vera
þar nokkra daga. Hann sendi honum fimm
pund til ferðarinnar. Hann hafði enga hug-
mynd um fyrirætlanir Roberts, því hann hafði
aldrei minst á það við Verner, hvað hann hafði
fyrir stafni né hvert augnamið hans var, eða
hvernig hann ætlaði að notfæra sér það, er
hann fengi meira að vita um leyndarmálið, sem
var í sambandi við Verner. Robert hafði verið
varfærinn um að minnast aldrei á það við
Verner, að hann væri að reyna að komast að
leyndarmáli, hann hugsaði sem svo, að þá
mundi hann missa tiltrú Verners.
Hann hafði nú verið heima í nokkra mánuði,
eftir ferðina til Riversmead. Móðir hans var
nú svo ströng við hann, að hann hélt að hún
hefði aldrei átt slíka alvöru og strangleika til.
Hann var nógu hygginn til að sjá, áð það var
til einskis að spyrja hana frekar um leyndar-
málið.
Kata þreytti hann, svo hann vissi varla hvað
hann átti að hugsa. Stundum tók hún honum
með fögnuði, og var blíð og elskuleg, en stund-
um var hún afundin og köld, og lét sem hún
vildi helst ekki hafa neitt með hann að gera,
og stundum sagði hún honum að honum væri
best að hætta við þá fölsku ímyndun, að hann
yrði nokkumtíma herramaður.
“Það er gott fyrir mig að eg er vön að vinna
Egjield eg mætti bíða lengi þar til þú ynnir
fyrir mér.”
Robert varð glaður við, að fá bréfið og pen-
ingana frá Verner, og vera boðið að koma til
London.
Robert sagði móður sinni að Verner hefði
boðið sér að koma til London.
“Jæja, farðu þá”, sagði móðir hans, “en
mundu það, að ef þú segir eitt einasta orð aí
því, sem þú hefur sagt við mig, við Verner, þá
máttu vera viss um að þú yðrast þess meðan þú
lifir.”
Hún gaf honum dálítið af peningum, og svo
skildu þau í styttingi.
“Þú þarft ekki að vera reið út af því að eg
fer þessa ferð, eg tók það ekki upp hjá sjálfum
mér, mér var boðið.”
Verner hafði sagt í bréfinu til bróður síns:
“Eg get- ekki boðið þér til að vera í húsi lávarð-
ar Dysarts, það er ávalt fullt af gestum, enda
mundi eg ekki taka mér slík ráð; en eg skal
mæta þér á járnbrautarstöðinni, og útvega þér
verustað; eg skal vera með þér, eins mikið og
eg hefi tíma til. Eg skal sjá um að þú fáir að
sjá allt það markverðasta í London, en meiru
get eg ekki lofað þér.”
Robert var ánægður með þetta, hann hafði
ekki séð helminginn af því, sem hann langaði
til að sjá er hann var síðast í London, en að
skemta sér og njóta lífsins, var hans einasta
þrá.
Þegar Verner mætti Robert á járnbrautar-
stöðinni, fanst honum lítið til um hann. Það
var öllum auðséð, að hann var lítt siðaður í
iTamkomu og útliti. Hann hafði hattmn utan i
öðrum vanganum, eins og hann hélt að væri
fínt, stórar rauðar hendur, hanskalausar, en
með marga hringi ódýrustu tegundar á fingrun-
um, og allur búningur hans og framkoma var
oflátungsleg. Verner var hið mesta prúðmenni,
hann var fæddur sem slíkur. Það var því ekkert
ónáttúrulegt að honum þætti lítil ánægja að
láta sjá sig á götunum með slíkum náunga.
“Eg hefði ekki þekkt þig,” sagði Robert og
horfði undrandi og öfundsjúkur á Verner, “Þú
hefur breyzt svo mikið.”
i
“Það er orðið langt siðan við saumst,” Verner
fanst með sjálfum sér að það væri leiðinlegt
að hann gæti ekki haft þá tilfinningu fyrir
Robert, eins og hann væri bróðir hans, og
honum fanst að ætti að vera. Hann þvingaði sig
til að tala alúðlega við hann og hann undraðist
yfir hvernig á því stæði að hann skyldi ekki
hafa hlýrri tilfinningu fyrir honum, sem bróður
sínum.
Hann hafði útvegað tvö herbergi í Islington
handa honum, og þangað fóru þeir.
“Nú, Robert,” sagði Verner, “geturðu séð eins
mikið af London, eins og tími vinst til, því
lávarður Dysart þarf mín ekki með sem stend-
ur, og eg get sýnt þér það markverðasta. Segðu
mér hvað þig langar helst til að sjá”.
Hann svaraði að hann vildi helst eyða kvöld-
inu í einhverju leikhúsi, og fara svo á fínt mat-
söluhús á eftir.
“í kvöld verður sýndur leikur eftir Shake-
speare á Altas leikhúsinu, langar þig til að sjá
það?”
“Eg skal reyna það í eitt skipti, en Shake-
speare er leiðinlegur, er hann ekki- Mér líkar
best fjörugir leikir, og æsandi sýningar,” sagði
Robert.
“Einhver besti leikarinn á Englandi leikur
þar í kvöld, lafði Macbeth.”
“Er hún fríð?”
“Að fríðleika stendur hún flestum konum
framar.”
“Jæja, þá skal eg fara; og eg vildi fara hvort
sem væri til að sjá reglulega fríða konu. Er það
ekki eins með þig?”
“Eg hefi sóst eftir einni skáldagyðjunni —”
sagði Verner, “en hún er ekki auðveldlega höndl
uð.”
“Það á nú betur við mig að þær séu ekki
auðteknar,” sagði Robert yfirlætislega, “það ev
ánægjulégra að þær séu ofurlítið styggar fyrst,
en að þær komi hlaupandi á móti nlanni.”
Hann varð hálf hvumsa við, en Verner fór
að skellihlæja.
“Þú þarft ekki að halda, þó eg hafi verið úti
á landsbygðinni, að eg sé öllu slíku ókunnugur,”
sagði Robert. “Eg er ekki eins heimskur og þú
kannske heldur eg sé. Eg hefi beðið fjarska
fríðrar ungrar stúlku, vel ættaðrar, og með því
móti kynnist maður talsvert mikið lífinu. Ætl-
ar þú að fara í leikhúsið með mér?”
“Eg veit ekki; eg get ekki lofað því Robert.
Lávarður Dysart sagði, að hann óskaði að sjá
mig í kvöld, eg á líklega að útrétta eitthvað
Hvar mundir þú óska að fá sæti?”
Robert virtist þugsa sig um.
“Eg er vanur að taka bakrými; þar líkar mér
best; en til að breyta til þá get eg eins vel tekið
stúku.”
“Það er ágætt, og vertu nú sæll. Þegar þú
þarft mín með, skrifar þú mér, og eg skal koma
til þín.”
“Eg skil það; eg á ekki að koma til þín.”