Lögberg - 14.06.1945, Síða 2

Lögberg - 14.06.1945, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. JÚNI, 1945 Fjaðrafok úr heimahögum Erindi eftir ívar Guðmundsson ritstjóra, flutt i Sambandskirkjunni í Winnipeg, 1. júní 1945. HERRA FORSETI. Kæru landar. Komið þið öll blessuð og sæl. Það er gamall og góður íslenzkur siður þegar gest ber að garði, að spyrja frétta. Það er mitt hlutverk hér í kvöld að reyna að segja ykkur eitthvað í fréttum frá gamla Fróni. Þið eruð “hús- bændurnir og heimilisfólkið”, sem spyrjið hinn framandi gest írétta. En það er ekki auðvelt verk að segja Vestur-íslendingum tíðindi að heiman. Eg hefi orðið var við það hér í borginni undan- íama daga, að margir ykkar fylgist vel með því, sem heima gerist. Það var t. d. ekki mikið, sem eg gat frætt hann Ásmund P. Jó- hannsson um, er eg var að rabba við hann undanfarna tvo daga — og þannig er það með ykkur mörg. Ekki þarf eg að lýsa fyrir ykk- ur landinu. Þið munið það vel flest, þó langt sé orðið síðan þið sáuð það “sökkva í sæ”. En eg get staðfest orð skáldsins “að söm er hún Esja og samur er Keilir og eiris er Álftanes og á Ingólfsdögum”. Núna, þessa dag- ana, stendur yfir Listamanna- þing í Reykjavík. Þingið er helg- að 100 ára minningu Jónasar Hallgrímssonar, sem fegurst og best hefir lýst fósturjörðinni í “ljúfu og þíðu” kvæðum, en á þessu ári er öld liðin síðan Jónas dó, einmana og yfirgefinn og var grafinn í fátækra kirkjugarðin- um í Kaupmannahöfn. Fyrir rúmum 100 árum kvað Jónas: “Landið er fagurt og frítt”. Enn þann dag í dag tökum við íslend- ingar undir með Jónasi Hall- grímssyni, hvort sem forlögin hafa búið okkur dvalarstað heima, eða heiman. ÍSLENZKA LÝÐVELDIÐ Það er nú senn eitt ár liðið síðan ísland varð lýðveldi og tók öll mál í sínar eigin hendur. íslendingar höfðu beðið eftir þessari stund í tæpar 7 aldir. Framtíðin ein sker úr um það hvað okkar bíður sem þjóðar. En við erum vongóð og höf- um ef til vill ástæðu til að líta bjartari augum á framtíðina, en forfeðux okkar hafa haft um margra ára skeið. Við höldum nú á fjöreggi þjóðarinníu: sjálf. Okkar er heiðurinn, ef vel tekst, en við getum heldur engum um kent nema okkur sjálfum, ef illa fer. Einar Benediktsson kvað ein- hvemtíma: “Þegar bíður þjóðar- sómi, þá á Bretland eina sál.” Þenna ómetanlega þjóðareigin- leika sýndi íslenzka þjóðin í fyrravor er gengið var til þjóð- aratkvæðis um það hvort stofna skyldi lýðveldi á íslandi. Senni- lega hefir engin þjóð í heimin- um nokkru sinni sýnt jafn skýrt og ákveðið hvað hún vill. Ungir sem gamlir, svo að segja allir voru sammála um að taka skref- ið heilt. Við íslendingar höfum fengið að heyra, að við séum þrætu- gjarnir og þurfum altaf að hafa eitthvað til að rífast um. — Það getur vel verið að svo sé. Senni- legt að við getum ekki borið það af okkur með öllu. En við höf- um líka sýnt öllum heiminum, að við getum verið sammála, þegar mikið liggur við. Nýkomnar fréttir að heiman skýra frá því, að forsetinn okk- ar, herra Sveinn Björnsson, verði sjálfkjörinn næsta forseta tíma- bil, sem eru fjögur ár. Það mun og verða okkur til sóma innan- lands og utan, og landi og þjóð til blessunar. 1 ÞJÓÐBRAUT Islenzka þjóðin hefir lifað sögu rík ár undanfarið. Einbúinn L Atlantshafinu er nú ekki lengur einn. Einangrun íslands er lok- ið. Það er komið í þjóðbraut. Hvort, sem okkur líkar betur eða ver, þá er svo komið, að Island er orðinn einn af þýðingarmestu áföngum á flugleiðinni milli gamla heimsins og hins nýja. Flugvélin, hið dásamlega nýja farartæki mannsins, hefir fært. landið okkar nær öðrum þjóð- um og öðrum löndum. Það er ekki lengur nema “bæjarleið” á milli Ameríku og Islands. Það er daglegur víðburður, að flog- ið sé á 10—15 klukkustundum milli Reykjavíkur og New York. Tugþúsundir manna fljúga nú mánaðarlega milli Islands og Ameríku. Rannsóknir og reynsla banda- manna af flugferðum um Norður Atlantshaf, stríðsárin, hafa sann- að, að Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður hafði rétt fyrir sér er hann fullyrti fyrir 20 árum síðan, að norðurleiðin yrði aðal- braut flugvéla, eða flugfara í framtíðinni. Flugmálasérfræðing ar viðurkenna nú þá staðreynd, að flugleiðin yfir Atlantshaf, um Island, er styzt, öruggust og þægilegust. Það þarf ekki mikið hugmynd flug til að sjá hverja geisiþýð- ingu og merkilegar afleiðingar þetta hlýtur að hafa fyrir ís- lenzku þjóðina. Við gerum okkur þetta fyllilega ljóst á íslandi. Ungir menn hafa ráðist í að fara hingað til Ameríku til að menta sig í fluglist til að geta orðið því starfi vaxnir, að stjórna flugvél- um, gera við þær ef með þarf og taka að sér stjórn flugvalla Þið, sem á þetta mál mitt hlýðið eruð kunnug þessari nýju mentabraut ungra Islendinga Þeir hafa margir lagt leið sína hingað til þess að nema hjá Konna Jóhannessyni, hinum á- gæta flugkennara og landa okk- ar hér. Aðrir eru við nám víðsvegar um Bandaríkin. En sumir þegar komnir heim og teknir til starfa Heima væntum við þess, að það fé og sú fyrirhöfn, sem lagt hef- ir verið í mentun þessara ungu Islendinga, fari ekki forgörðum því við þurfum á starfskröftum þeirra að halda. En það er ekki einungis flugið milli landa, með viðkomu á ís landi, sem íslendingar heima hugsa nm núna. Mikill áhugi hefir ríkt hin síðari árin fyrir að auka flugsamgöngurnar inn anlands og mikið hefir áunnist í þeim efnum. Ber það að mestu leyti að þakka frábærum dugn aði einstakra áhugamanna, en forystumenn þjóðarinnar hafa og komið auga á nauðsyn þess, að bæta og auka flugsamgöng- urnar innanlands á Islandi. Stjórnarvöldin hafa á prjónun- um víðtækar fyrirætlanir um byggingu flugvalla víðsvegar um landið. Er þegar byrjað á bygg- ingu sumra þeirra. Frá þessu hefir lítið verið skýrt opinber- lega, af hernaðarástæðum. Við kærum okkur ekkert um að segja Þjóðverjum frá því, að við hefðum ágætis flugvöll við Egilsstaði, eða við Akureyri og að margir aðrir vellir væru í undirbúningi. En sannleikurinn er sá, að það eru ágætis flug- vellir á báðum þessum stöðum og íslenzkar flugvélar hafa sezt og hafið sig til flugs víðar um land- ið, m. a. austur í öræfasveit. Flugfloti okkar Islendinga er nú orðinn allálitlegur. Eg held að eg fari rétt með, er eg segi, að við eigum nú 10 flugvélar og sumar þeirra eru ágætis farþega- flugvélar. Flugfélag Islands á fjórar farþegaflugvélar, þrjár þeirra eru tveggja hreyfla far- þegaflugvélar og sú fjórða er flugbátur mikill af svonefndri Catalina-gerð, sem getur flutt rúmlega 20 farþega og flogið milli landa. Loftleiðir h.f., en jví félagi stjórna menn, sem námu flug hér í Winnipeg, þeir Sigurður Ólafsson, Kristjón Ól- sen og Alferð Elíasson, á ágætis i'lugbát, sem aðallega heldur uppi ferðum til Vestfjarða, auk minni véla. Hér í Winnipeg frétti eg hjá ræðismanninum okkar, Gretti L. Jóhannssyni, að nokkrar smáar flugvélar, sem íslendingar hafa keypt séu á heimleið. Já, ferðalögin á Islandi eru orðin með öðru sniði, en þið áttuð að venjast sum, sem hér eruð. Bifreiðin hefir tekið við hlut- verki hestsins. Nú fara menn yfirleitt ekki til kirkju á sunnu- dögum á hestbaki, heldur í bíl. Vegabætur h§fa verið miklar á íslandi undanfarin ár. Það má nú heita bílfært milli Reykjavíkur og Akureyrar alt árið um krnig. Erfiðustu fjallvegirnir eru úr sögunni, sem lífshættulegar leið- ir.. Vörðurnar gömlu með fram fjallvegum og sæluhúsin hafa ekki þá þýðingu lengur, sem þau höfðu hér áður fyr. En það verða líka færri menn úti á íslenzkum fjallvegum fyrir bragðið. Holtavörðuheiði, Stóra-Vatns- skarð og aðrir hættulegir og erf- iðir fjallvegir vekja ekki lengur ugg hjá ferðamanninum. Það er skotist yfir þá á jafnmörgum mínútum nú í upphituðum far- artækjum, eins og það tók stund- um áður klukkustundir, að ganga eða ríða. Á sjónum hefir einnig mikil breyting. orðið hvað ferðalög snertir. Eg veit ekki hvort hér eru nokkrir gamlir Breiðfirðing- ar í kvöld. Eg nefni Breiðafjörð- inn vegna þess að eg þekki þar nokkuð til er eg var unglingur og kyntist barningnum og erfið- inu, sem því var samfara, að ferðast á opnum bátum, eða róa til fiskjar, í fugl og sel. En nú er öldin önnur þar sem annars- staðar við strendur Islands. All- ir bátar vélknúnir. Það er ekki lengur hægt að tala um “að róa” á Islandi í orðs- ‘ins fylstu merkingu. En nú, því eg minnist á sigl- ingar íslendinga, þá verður ekki komist hjá því, að geta þess, sem flest ykkar vitið að þjóðin hefir beðið mikið afhroð í þessum ó- friði. Fegurstu og glæsilegustu skip þjóðarinnar eru sokkin í hafið. Þeim hefir verið sökt af kafbátum og flugsprengjum, það eiga margir um sárt að binda á íslandi um þessar mundir. Eng- um hefir verið þyrmt, sem til náðist. Síðan í ófriðarbyrjun hafa Islendingar mist um 400 manns í hafið af sannanlegum, eða lík- legum hernaðaraðgerðum. Það mun vera álíka manntjón fyrir okkar litlu þjóð, hlutfallslega, eins og ef Bandaríkjamenn mistu 400,000 manns í ófriðnum, en samkvæmt síðustu manntjóns- tölum Bandaríkjamannaý hafa ekki það margir fallið hjá þeim, það sem af er styrjöldinni. Islenzka þjóðin var harmi lost- in, er hún frétti, að þýzkur kaf- bátur hefði sökt “Goðafossi” svo að segja upp í landsteinum og aðeins tveggja tíma siglingu frá Reykjavík. Og enn var höggið í sama knérunn, er “Dettifoss”, nýj asta farþegaskipi okkar var sökt á sama hátt í írska sundinu, 20 mílur norður af Belfast á Ir- landi, þar létu margir vaskir drengir og glæstar konur lífið. En íslendingar hafa ekki kvart- að, frekar en aðrar þjóðir, sem eiga um sárt að binda í þessu stríði. Exm verða íslendingar vel við dauða sínum. Orð unga skipstjórans á línu- veiðaranum Fróða verða okkur lengi minnisstæð. Þýzkur kaf- bátur réðist á þessa litlu fleytu í myrkri skamt frá Vestmanna- eyjum. Kúlnaregnið dundi á varnarlausum skipverjunum. Flestir voru helsærðir um borð. Skipstjórinn lá nær dauða en lífi á þilfari er félagar hans komu og vildu aðstoða hann. En skamt frá skipstjóranum unga lá bróð- ir hans, einnig særður til ólífis. Skipstjórinn hugsaði ekki um sig fyrst, heldur sagði við þá er ætluðu að aðstoða hann: “Hugsið ekki um mig. Hjálpið heldur honum Steina bróðir”. Líkt atvik kom fyrir í vetur er Dettifossi var sökt. Tveir ung- ir menn, skipverjar á Dettifossi hittust á afturþilfari er skipið var að sökkva. Annar sagði: “Hvað á eg að gera? Eg hefi ekkert björgunarbelti?” “Taktu beltið mitt”, var svarið. Fleiri orð voru ekki höfð um það. Það breytir ekki merkingu sögunnar þó svo hafi tekist til, að pilturinn, sem lét af hendi bjargbelti sitt komst lífs af, en hinn, sem beltið fékk, drukkn- aði. FRIÐURINN Nú er ófriðnum í Evrópu lokið. Nokkuð nánari fregnir hafa bor- ist að því hvernig sú gleðistund var hátíðlega haldin í Reykja- vík. Sigur bandamanna í styrj- öldinni og styrjaldarlok voru mönnum mikið gleðiefni á ís- landi. Meira gleðiefni, en almenn ingi hér í landi og Bandaríkjun- um, sem veit, að Evrópusigur- inn var ekki nema áfangi að lokatakmarkinu, og að enn er skæður óvinur ósigraður, þar sem Japanar eru. Sigur í Evrópu leysti ísland úr herkví og hafnbanni. Það var von á ný um samband og fréttir af ættingjum og vinum á Norð- urlöndum, sem litlar eða engar fregnir höfðu borist af í rúm- lega 5 ár. Það var því ekki óeðlilegt, að íslendingar gerðu sér glaðan dag. Forystumenn þjóðarinnar héldu ræður. Forsetinn fagnaði friðn- um með ræðu, þar sem hann lýtsi með fögrum orðum gleði ójóðarinnar yfir stríðslokunum og óskaði hinum frelsuðu þjóð- um til hamingju með endur- heimt frelsi. Ólafur Thors for- sætisráðherra hélt og ræðu á friðardaginn, en borgarbúar hyltu sendiherra bandamanna og fóru heim til þeirra í skrúðgöngu til að votta þeim hlýju og sam- gleðjast þeim. Það, sem skygði á þessi inni- legu hátíðahöld voru ærsl og ó- eirðir nokkra manna, aðallega unglinga og enskra sjóliða. Eitt- hvað bar á ölvun á almannaíæri. I gleði sinni gengu ensku sjólið- arnir um bæinn og fóru m. a. að Ingólfsstyttunni á Arnarhóli. Þar gerðu nokkrir þeirra til- raun til að hengja brezka fán- ann á styttu Ingólfs Arnarson- ar. Brezk herlögregla kom þó í veg fyrir það. En atvikið varð nóg til þess, að æsa öra landa og kom til ólæta, sem endaði með því, að lögreglan neyddist til að nota táragas til að dreifa mann- fjöldanum. Mun það vera í fyrsta sinn á íslandi, sem slíkum vopn- um er beitt. Áður var það siður að berjast með stólfótum og öðr^ um þessháttar bareflum. I þessum látum tóku menn upp á þeim ósóma, að brjóta rúður í nokkrum byggingum í miðbæn um. Nam tjón af þessum rúðu- brotum nokkuð á annað hundr- að þúsund krónur, að því að áætlað er. Ekki varð slys á mönnum við þessi ærsl, að minsta kosti ekki alvarleg. Nokkuð þjóðlegri og ólíkt skemtilegri var fögnuður manna annarsstaðar á landinu. T. d. í Stykkishólmi. Þegar frið- arfregnin barst í það kauptún, þar sem ekki búa nema tiltölu- lega fáir menn, gengu þorpsbú- ar strax til kirkju. Þar messaði sóknarpresturinn, séra Sigurður Lárusson. Tveir af forystumönn- um hreppsins héldu stuttar ræð- ur að lokinni messu. Lúðrasveit kauptúnsins lék nokkur lög og þorpsbúar gengu fylktu liði um þorpið. Fáni var dreginn að hún á hverri stöng og vinnu var hætt á öllum vinnustöðvum. Gengið var að sjúkrahúsi þorpsins og þar lék lúðrasveitin nokkur lög til skemtunar fyrir sjúklingana. Um kvöldið bauð hreppsnefnd in til veizlu í samkomuhúsinu. Voru þar allir velkomnir og að loknum veitingum var dansað lengi nætur. Fóru þessi einföldu en virðulegu hátíðahöld fram í friðsemd og spekt. Þykir mér ekki ólíklegt, að víðar um landið hafi álíka há- tíðahöld farið fram, þó ekki hafi eg af því nákvæmar fregnir. HERNÁMIÐ En áður en farið var að minn ast á friðinn hefði sennilega verið rétt, að minnast á stríðið með nokkrum orðum, því ísland hefir komið þar mjög við sögu og er ekki gott að segja enn hverjar afleiðingar þessi styrj- öld hefir á framtíð þjóðarinnar og landsins. Yfirlýsingin um æfilangt hlut- leysi dugði okkur ekki. Bretar hernámu landið og síðar komst það undir vernd Bandaríkjanna, eins og kunnugt er. Ekki vitum við íslendingar hve margir er- lendir hermenn gistu landið er þeir voru flestir, en giskað er á, að þeir hafi um tíma ekki verið færri landsfólkinu sjálfu, að ung börnum og gamalmennum með- Úr einföldum efnum svo sem salti, kolum, kalki og við, búa efnavísindin til nýjar framleiðsluvörur svo sem nylon og “Cellophane”. Það er hlutverk C-I-L að koma þessum nýju hlutum til fólksins í Canada, og framleiða eins mikið af þeim og eftir- spurnin krefur. Breyting stórra birgða af ódýrum hráefnum í Canada í verðmeiri vörur, eykur auðlegð Canada; slíkar athafnir auka mikið atvinnu í landinu, bæta lífskjör fólks og gera Canada að öllu leyti vistlegra og farsælla. IES LIMITED með efnavísindum I.N./45-6 CANADIAN INDUSTR Þjóna Canada

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.