Lögberg - 06.12.1945, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER, 1945
Spádómsorð Kaj Munks
í blaðinu “Frit Danmark”
birtist eftirfarandi g r ein,
eftir P. H. Blicher Winther,
skólabróður Kaj Munks, í
tilefni af því að þá var liðið
ár, síðan þessi mikli andans
jöfur og frelsis vat&myrtur.
En það hrottaverk hinna
fullkomnu siðleysingja
gerðist 5. janúar í fyrra.
Séra Winther er prestur í
Færeyjum. —
Kaj Munk varð ein af hinum
dýrustu fórnum ættjarðar okk-
ar, sem færðar voru til þess, að
Danmörk yrði frjáls á ný. Eg
hygg, að öll þjóðin skilji, hvers
v i ð höfum misst með þeim
manni, og okkur sem þekktum
hann og þótti vænt um hann,
mun finnast þegar við komum
heim aftur, að við komum til fá-
tækari Danmerkur eftir það að
við hlúum að gröf hans. “Frit
Danmark” hefir beðið mig að
skrifa nokkur endurminningar-
orð um hann af því að eg var
einn af beztu og nánustu vinum
hans. En nú, er eg hefi tekið
þennan í hönd, finnst mér eins
og þetta sé mér ógerningur;
— minningarnar eru mér of
kærar og nánar til þess að birta
þær, að mér finst — og auk þess
mundu þær aðeins staðfesta þá
mynd, sem við öll höfum af
þessum undursamlega logandi,
hjartheita, gáfaða móðurástjarð-
arríka og trygga manni, sem
hann var. — Eg vil heldur láta
hann sjálfan tala, því að ég er
viss um, að sjálfur mundi hann
ekki hafa amast neitt við því,
að eg birti hér bréf frá honum,
sem ég fékk á stúdentsárunum
— eða nánar tiltekið 23. janúar
1922. Það hljóðar þannig:
Undursamlega fagur er dag-
urinn; ég er hress.og líður vel. í
gær var eg veikur; en í dag er eg
heilþrigður, og hvað maður finn-
ur þá til náðargjafar góðrar
heilsu í allri sinui fyllingu og
ríkdóm, þegar baktjaldið er hið
illa víti nýafstaðins sjúkdóms.
Undursamlega fagur er dagur-
inn, sólstafaður, frosttær og
vetrar heiður. Og nú hefi ég ver-
ið í Garnisons-kirkjunni hjá
ræðunnar mikla meistara, máske
þeim mesta, sem Danmörk hefir
nokkurntíma átt. — Hann hafði
valið fallega sálma, og góða og
heillandi prédikun hélt hann.
Dýpt og innileg alvara, ljóð-
ræna og og siðgöfgilegt þrek,
smæð, trú og gleði, þetta ein-
kennilega safn hverfimynda og
hugmynda, er hann sýnir, án þess
að verða þó nokkurn tíma þreyt-
andi, — sem hann notar til að
hrista mann í hvert skifti, sem
doðinn færist í mann. Og beint
á móti mér sat — einn í sinni
stóru stúku — konungur Dan-
merkur, Islands og Vinda, karl-
mannlegur og teinréttur, hreinn
Dani, eins og hann vildi að við
hinir værum líka. Og þegar pré-
dikunin var á enda og blessun
hafði verið lýst yfir söfnuðin-
um, og þegar eg á síðustu stundu
v a r að komast að vagninum,
kom Kristján konungur, hár og
mildur, brosti og horfði lengi á
hvern og einn, en síðast á mig,
sem stóð næst vagninum; hurð-
inni var smellt að stöfum og svo
rann konungsvagninn af stað,
en þeir viðstöddu flýttu sér að
taka ofan, — vagninn rann á-
fram, með sína konunglegu
byrði, einn mann í aftursætinu,
eins og konungi sæmir, brosandi,
eins og dönskum konungi sæmir.
Æ, nú veit ég það, að hann er
nauða-líkur Valdemar mikla.
Hvað hann Kristján konungur
hefði verið hraustur og hugdjarf-
ur í orustu! Drottinn minn, að
hann eigi að deyja ellidauða!
En lengi, lengi skal hann enn
lifa, og hönd hans skulum við
taka fast í, þegar að því kemur
að hann þurfi að sækja um em-
bætti. Nei, lífið er þess vert að
því sé lifað, svo lengi sem maður
á heilsuna, og Danmörk konung
sinn. — Og svo er margt fleira
gott til. Sjáðu til, við eigum
hvorn annan, þú og eg. Vera
má að dagleg umgengni okkar
gengi upp og niður. Fyndnin
okkar verður gatslitin um of,
þrákelknin of ergileg. En þetta
eru þó aðeins stundar fyrir-
brigði, sem hagga ekki við þeirri
staðreynd, að þú og eg eigum
hvorn annan. Hversu margar
góðar stundir höfum við ekki
hjalað og gengið saman? — og
eigi er það síður mér unun, er eg
hugsa til ættjarðarástar okkar
og konungshollustu. Þrátt fyrir
allt, þá hvíslar meðvitund mín
því að mér, að fyrir Guðs náð
séum við ekki meðal þeirra lök-
ustu meðal æskufólks Danmerk-
ur. í minni kýttu sál brennur
eitthvað af hinum helögu eldum
hugsjónanna, st'undum eins og
logi, sem bærist fyrir súgnum,
stundum aðeins sem glæða í ösk-
unni, en brennur þó, og liggur
við að mér finnist að eg megi
bera svo bjarta von til framtíð-
arinnar, að hann slokkni aldrei.
Þær tilfinningar, sem við höf-
um virt og teljum heilagar, vilj-
um við aldrei svíkja, hvar sem
lendir. En þá höfum við líka
eitthvað að lifa fyrir. Og þá sé
eg í nýju ljósi þessi orð: Hvort
heldur vér lifum eða deyjum,
þá erum við drottins. Það eitt,
að einhverstaðar úti í sveit,
hvort heldur er á prestsetri eða
í húsmannshreysi, lifir maður,
sem er hugsjóninni trúr, það er
svo mikils virði, að vel er þess
vert að lifa fyrir það. Og máske
manni leyfist einhverntíma að
fá sígrænan krans píslavættis-
dauðans; — ég á víst hægt með
að eignast hann. Ójá, látum okk-
ur trúa á dýpri framtíð, en nú-
tíðin hefir verið okkur. Þrátt
fyrir höfuðverk, vonleysi yfir
náminu og tómleika hversdags-
leikans vil eg þó ekki missa lífs-
ins; því ef sá dagur kæmi að há-
sæti híristj&ðs konungs riðaði,
þá þarf eg á lífinu að halda til
þess að styðja hásætið. Hvort
það stoðar eða ekki veit eg ei,
en það veit eg að ekki stoðar að
láta ógert, að vera dauður án
dáðar; og þessi neikvæða vitund
varpar gullnum sólargeisla hins
jákvæða yfir framtíð mína. Nú
ber manni að lifa. Og þó eg
ætti að deyja, og deyja fljótt,
gott og vel! Ef Guð er ekki til
þá er lífið þó vonlaust þrátt
fyrir allt, og þá gerir minnst þó
ég deyi. En sé guð til þá er líf
mitt í hendi hans, og fari þá um
mig sem fara vill. Eg veit að
allt verður þeim til góðs, sem
elska hann. Og svo bið eg hann
aðeins um getuna til að elska
hann af hjarta. Látum svo líf-
ið færa mér þá gleði, sem hættu-
leg er eða erfið, og sem á auðvelt
með að gera mig hégómagjarn-
an yfirborðsmann, ástfanginn af
nútímanum og því sem hans er.
Og látum lífið færa mér raunir,
þungar og djúpar, svo að hjarta
mitt blæði og stirðni, en sem
geta gert mig djúphuga og þögl-
an — sem geta gert mann úr
hversdagslegum manni. Lát lífiðJ
gefa mér það, sem ég þrái mest,
að gefa mér í staðinn svartlokk-
aða sorgina að fylgikonu. Vilji
guð aðeins hjálpa mér til að
taka réttlega því, sem hann læt-
ur mér að höndum bera, þá veit
eg að það ber ávöxt, og þá get
eg lofað hann fyrir það. Og þá
er takmarkinu náð.
--------Já, þannig var Kaj
Munk, bætir séra Winther við.
Látum þetta merkilega spádoms-
ríka bréf geymast til minningar
um hann, hér í “Frit Danmark.”
Vissulega varð ávöxturinn af lífi
hans ríkulegri en nokkurn gat
grunað, þegar hann festi þessar
sunnudagshugleiðingar sínar á
pappírinn; en fyrir okkur, sem
þekktum hann, ljómar gegnum
söknuðinn hin dýrlega vissa um,
að nú hafi hann náð takmark-
inu.
—Fálkinn.
Byggingaframkvsemdir
ríkisins
Stórfeldari framkvœmdir árið
1945 en á nokkru öðru ári
fram að þessu.
* *
Byggingaframkvæmdir hins
opinbera hafa á yfirstandandi
ári, verið meiri en nokkru sinni.
Verður byggingakostnaður þeirra
húsa sem nú þegar er lokið og
þeirra sem ennþá eru í smíðum,
nálægt 2?—28 miljónir króna.
Af byggingunum eru þessar
helztar: Fæðingadeild Land-
spítalans, viðbygging við Klepps-
spítalann, gagnfræðaskóli í
Reykjavík fyrir 500 nemendur,
gagnfræðaskóli á ísafirði fyrir
100 nemendur, húsmæðraskólar
á ísafirði, í Hafnarfirði, Borgar-
firði og Akureyri, barnaskólahús
í 5 hreppum, leikfimihús, sund-
hallir og sundlaugar á fjölmörg-
um stöðum, verkamannabústaðir
í 5 kaupstöðum og kauptúnum,
Þjóðleikhúsið, og læknisbústað-
ir, prestsseturshús og kirkjur,
víðsvegar um land.
Hefir húsameistari ríkisins,
Guðjón Samúelsson, látið Þjóð-
viljanum í té eftirfarandi upp-
lýsingar um þessar bygginga-
framkvæmdir:
Á yfirstandandi ári hafa bygg-
ihgaframkvæmdir á vegum þess
opinbera verið meiri en á nokkru
öðru ári, og hefðu þó fram-
kvæmdir orðið enn meiri, ef næg-
ur vinnukraftur hefði verið fyr-
ir hendi. Sérstaklega hefir skort-
ur á faglærðum mönnum, aðal-
lega múrurum, verið tilfinnan-
legur, og tafið mjög allar fram-
kvæmdir, og virðist mjög aðkall-
andi að fjölga mönnum í hinum
ýmsu greinum byggingaiðnað-
arins, því þótt fólk hafi peninga
til að byggja fyrir, vantar fag-
menn.
Þær byggingar, sem unnið er
að á vegum þess opinbera á yfir-
stancfcindi ári, og uppdrættir h^fa
verið gerðir að á teiknistofu
húsameistara ríkisins eru eftir-
farandi:
Sjúkrahús:
Á Patreksfirði fyrir 21 sjúkl-
ing, ásamt starfsfólki, verður
fullgerður um áramót. Á Akra-
nesi fyrir 25 sjúklinga og starfs-
fólk, verður sennilega lokið
næsta haust. Viðbygging við
Kleppsspítala fyrir 40 sjúklinga,
ásamt íbúðarhúsum fyrir 24
hjúkrunarkonur og starfsfólk.
unnið er við að steypa upp spítal-
ann og íbúðarhúsin. Fæðinga-
deild Landspítalans fyrir 54
sængurkonur, ásamt íbúðum
fyrir hjúkrunarkonur og ljós-
mæður, ennfremur heimavistir
fyrir ljósmóðurnema, þar sem
þarna er einnig ljósmæðraskóli.
Byggingin verður komin undir
þak í næsta mánuði og fullgerð
haustið 1946.
Læknisbústaðir:
Að Vífilstöðum, tvær íbúðir,
er komið undir þak. Að Eyrar-
bakka, komið undir þak. Að
Hofsós, verið að steypa upp. Að
Egilsstöðum, tvær íbúðir ásamt
sjúkrahúsi fyrir 8—10 sjúklinga.
Byggingunni verður lokið um
næstu áramót. Að Flateyri, er að
verða lokið. Að Selfossi, er að
verða lokið. Að Egilsstöðum,
dýralæknisbústaður, sem er að
verða lokið.
Prestsseturshús:
Hallgrímssókn, í Reykjavík,
verður lokið um áramót. Að
Hvammi í Dölum, verður lokið
um áramót. Á Hvanneyri, verið
að byrja á byggingunni. Að
Miklabæ, komið undir þak. Að
Kvennabrekku, komið undir þak.
Að Bjarnarhöfn í Hornafirði, að
mestu lokið. Að Torfastöðum,
verður lokið í næsta mánuði; þar
eru líka bygð útihús (fjós og
hlaða). Að Valjófsstað, er að
verða lokið.
Gafnfræðaskólar:
í Reykjavík fyrir 500 nemend-
ur, vinna hafin við grunninn. Á
ísafirði, viðbygging fyrir 100
nemendur, er að verða tokið.
Húsmæðraskólar:
Á ísafirði, með heimavist fyrir
34 nemendur og er byggingin
komin alllangt áleiðis. í Hafnar-
firði, með heimavist fyrir 34
nemendur, byrjað er að grafa. I
Borgarfirði með heimavist fyrir
34 nemendur, búið að steypa upp
bygginguna. Á Akureyri, verður
tekinn í notkun nú í haust.
Barnaskólar:
Á Blönduósi, 4 kenslustofur
með tilheyrandi, ásamt leikfimi-
sal. Verið að steypa upp bygg-
inguna. í Grindavík, 4 kenslu-
stofur með tilheyrandi, ásamt
íeikfimisal, búið að steypa neðsta
gólf. Á Sauðárkróki, 4 kenslu-
stofur með tilheyrandi, ásamt
leikfimisal, byrjað að grafa fyr-
ir byggingunni. Á Selfossi, 3—4
kenslustofur ásamt leikfimihúsi,
er að verða lokið. Á Þórshöfn,
3—4 kenslustofur, er verið að
steypa upp. í Villingaholtshreppi
heimavistarskóli fyrir 12—16
nemendur, undirstöður steyptar.
Á Hellissandi, 3—4 kenslustofur,
er að verða lokið. í Bolungarvík,
3—4 kenslustofur, er að verða
lokið.
I
Leikfimihús:
1 Stykkishólmi, búið að steypa
upp húsið. í Grundarfirði, er
verið að ljúka byggingunni. í
Breiðdalsvík í Breiðdal, verið að
steypa húsið. í Borgarhafnar-
hreppi, komið undir þak. Á Laug-
arvatni, er að verða lokið, stærð
salsins 12x25. I Öræfum, er að
verða lokið.
Sundhallir:
í Laugarvatni, áföst við leik-
fimihúsið, stærð sundhallar og
^■ ■cfimihúss ca. 600 ferm. er
byggingu að verða lokið. Á Isa-
firði, áföst við leikfimihúsið,
stærð sundhallar og leikfimihúss
ca. 670 ferm, og er byggingu
sundhallarinnar að verða lokið.
Á Seyðisfirði, stærð byggingar
er ca. 300 ferm. og er verið að
steypa hana upp. Að Búðum í
Fáskrúðsfirði, stærð byggingar
ca. 200 ferm. og er byggingu að
verða lokið.
Opnar sunðtlaugar:
í Ólafsfirði, stærð þróar 8x25
m. er þegar tekin í notkun. Á
Patreksfirði, stærð þróar 8x25 m.,
er þegar tekin í notkun. Á Kol-
viðarnesi, stærð þróar 8x25 m.,
unnið að byggingunni. Að Laug-
arlandi í Hörgárdal, stærð þróar
8x25 m., unnið að byggingunni.
Á Skagaströnd, stærð þróar 5x
12.5 m., unnið að byggingunni.
í Lundarreykjadal, stærð þróar
5x12.5 m., unnið að byggingunni.
Að Klúku í Bjarnarfirði, stærð
þróar 8x25 m., unnið að bygg-
ingunni.
V erkamannábústaðir:
Húsavík, Neskaupstað, Kefla-
vík, Hafnarfirði, Reykjavík.
Kirkjur:
Að Melstað, byggingin langt
komin. Að Staðarstað, verki lok-
ið. Að Hellum, verki lokið. Að
Vaðmúlstöðum, verið að ljúka
byggingu. Að Reyni, unnið að
byggingu. Kór Hallgrímskirkju
í Reykjavík, verður byrjað að
grafa á næstunni.
Aðrar byggingar:
Arnarhvoll og hæstiréttur, ver-
ið að steypa neðsta gólf. Hegn-
ingarhúsið, unnið hefir verið að
gagngerðum breytingum á því.
Vinnuhælið að Litla Hrauni,
unnið hefir verið að gagngerðum
breytingum á því. Bakhúsi við
Mentaskólann, breytt í skólahús.
Þjóðleikhúsið, unnið er að því
að klára bygginguna.
NÝJAR BÆKUR
BÆKUR FRÁ ISAFOLDAR-
PRENTSMIÐJU.
Á vegum ísafoldarprentsmiðju
h.f. eru þessar bækur nýkomnar
út:
“Blessuð sértu sveitin mín,”
eftir Sigurð Jónsson skáld á
Arnarvatni. Eru þetta gömul og
ný kvæði, og eru sum þeirra
landfleyg, eins og t.d. “Fjalla-
drotning móðir mín” o. fl. kvæði.
Bókin er um 150 bls. að stærð.
“Svart vesti við kjólinn” heita
smásögur eftir Sigurð B. Grön-
dal. Eftir Sigurð hafa áður kom-
ið út fjórar bækur: “Glettur,”
ljóð, 1929; “Bárujárn,” sögur,
1935 og ‘“Skriftir heiðingjans,”
sögur, 1935. Sögurnar í þessari
bók heita: Svart vesti við kjól-
inn, Þjófur, — eða hvað? Reitt
hænsni, Það hljóp drengur inn í
eldinn, Eitt hús er brunnið,
Dutlungar, Frúin hefir orðið,
Whisky af annari hæð, og loks
Tveir syngjandi fuglar, sem er
lengsta sagan í bókinni.
“Davíð og Díana” heitir stór
skáldsaga eftir Florence L. Bar-
cley í þýðingu Theódórs Árna-
sonar.
Eftir Sigrid Boo, hina vinsælu
norsku skáldkonu, sem hlaut
miklar vinsaéldir hér á landi fyr-
ir bókina “Við, sem vinnum eld-
hússtörfin,” er nýútkomin skáld-
saga, sem heitir “Lífsgleði
njóttu.” Axel Guðmundsson
þýddi bókina, og er hann kunn-
ur að vandvirkni og smekkvísi
við þýðingar.
“Strokudrengurinn” h e i t i r
drengjasaga, eftir Paul Askag,
en Sigurður Helgason barna-
kennari og rithöfundur hefir
þýtt bókina. Nafn hans nægir til
þess, að ekki þarf að efast um
gildi hennar. Bókin er sérstak-
lega spennandi og skemtileg og
gefur manni góða innsýn í
sænska drengjalífið, ef svo mætti
að orði kveða. Þa<£ er á allra
vitorði, að Sigurður Helgason er
ágætur rithöfundur, og ekki er
hann síðri við þýðingarnar á
barnasögunum erlendu. Það er
því óhætt að fullyrða, að bókin
er hin bezta á síðnu sviði og sér-
lega vönduð að öllum frágangi.
Bókin er prýdd mörgum fall-
egum og skemtilegum myndum.
SÓLBRÁÐ.
“Sólbráð” heitir ný ljóðabók
eftir Guðmund Inga Kristjánson
skáld að Kirkjubóli í Önundar-
firði.
Guðmundur Ingi er ungur
maður, en þó landsþektur fyrir
ljóð sín. Hann er kunnastur fyr-
ir kvæði, sem hann hefir ort um
sveitirnar og dagleg störf til
sveita. Guðmundur er bjartsýnn
í ljóðum sínum og finnur 'gleði
og fögnuð í hinum fábreytileg-
ustu störfum og hlutum.
Eftir Guðmund kom út ljóða-
bókin “Sólstafir” 1938, en í þess-
ari nýju bók hans kennir fleiri
grasa en áður, sjóndeildarhring-
urinn er orðinn víðfeðmari og
yrkisefnin fjölbreyttari.
Snælandsútgáfan gefux bók-
ina út.
MEINLEG ÖRLÖG.
i
Menningar- og fræðslusam-
band alþýðu hefir sent frá sér
bók eftir W. Somerset Maugham,
er nefnist “Meinleg örlög.”
Þetta eru fjórar sögur frá Aust-
urlöndum: Regn, Sporin 1 skóg-
inum, Systkinin og Meinleg ör-
lög. Frú Kristín Ölafsdóttir hef-
ir íslenzkað bókina.
W. Somerset Maugham er einn
allra snjallasti smásagnahöfund-
ur, sem skrifar á brezka tungu
Auk þeirra bygginga, er hér
hafa verið upp taldar, hafa ver-
ið gerðar breytingar og viðgerð-
ir á ýmsum byggingum.
Byggingakostnaður fyrnefndra
bygginga verður nálægt 27—28
miljónir kr.
—Þjóðviljinn, 21. okt.
og meðal íslenzkra lesenda hefir
hann náð miklum vinsældum, og
hafa bæði blöð og tímarit birt
eftir hann fjölda smásagna.
Þessi bók er önnur útgáfubók
M. F. A. frá 1944. Hin bókin var
“Langt út í löndin,” úrval utan-
farasagna.
LAUSAVÍSUR OG LJÓÐ.
eftir Hallgrím Jónsson . . .
Lausavísur og ljóð heitir nýút-
komin ljóðabók eftir Hallgrím
Jónsson, fyrverandi skólastjóra
Miðbæjarskólans. Útgefandi er
Jens Guðbjarnarson.
í þessari bók eru mörg,kvæði
og mikill fjöldi lausavísna, bæði
gamankvæði og ljóð' alvarlegs
efnis.
Hallgrími er sýnilega létt um
að yrkja, hann er málhagur í
bezta lagi og bráðfyndinn og
skemtilegur.
Jens hefir vandað mjög til
þessarar útgáfu, bæði hvað
pappír og annan frágang snertir.
Fyrir nokkru gaf hann út aðra
ljóðabók eftir Hallgrím, er
nefndist “Stef og stökur,” og er
hún með sama sniði.
MARGRÉT SMIÐSDÓTTIR.
Nýlega sendi Norðri frá sér
þriðju bókina, sem Konráð Vil-
hjálmsson, hinn snjalli þýðandi,
hefir íslenzkað; en hinar tvær
eru Dagur í Bjarnardal og Glitra
daggir, grær fold, sem báðar hafa
vakið óhemju athygli.
Margrét Smiðsdóttir er eftir
sænsku skáldkonuna Ástríði
Lind, og er sveitalífssaga frá
upphafi síðastliðinnar aldar, og
gerðist í skógar- og námahéraði
einu í Norður-Svíþjóð. Þar búa
auðugir óðalsbændur og glæsi-
legar frúr þeirra á víðáttumikl-
um herragörðum og berast mikið
á. Þeir halda veizlur miklar og
heimboð á vetrum og aka milli
herragarðanna og til kirkju í
tvíeyksisleðum með klingjandi
bjöllum. Á veizluborðum þeirra
eru margréttaðar krásir og feit-
meti, og sterk vín flæða og
brenna eins og eldur í æðum.
Nautnir og sterkar ástríður þríf-
ast vel í slíku umhverfi. — Og
þar dunar dansinn dátt fram á
bjartan morgun.
En í skógar-smiðjunum, við
járnbræðsluofnana í kolamanna-
kofunum, starfar svartur og sót-
ugur verkalýður, fátækur og fá-
fróður á margan hátt. Skógur-
inn er þeirra líf og lán, ógnir og
auðnir, og brennivínskúturinn
þeira helzta huggun og gleði. I
þessu umhverfi dafnar hjátrú og
alls konar hindurvitni ágætlega.
Enda eru skógarvættir og alls
kyns illþýði hvarvetna á þessum
slóðum. Dulúð margvísleg sprett-
ur jafnan í skógarleynum. Skóg-
arnir skýla oft margvíslegri feg-
urð og yndisleik, en búa einnig
yfir djúpum leyndardómum, ótta
og ógnum, er læðast inn í hugi
manna í einverunni og vetrar-
myrkrunum í fjölbreyttu og ó-
hugnanlegu persónugervi, sem
vekur upp og ótta — og sleppir
seint tökum.
Persónur sögunnar eru skarp-
lega og skýrt mótaðar og verða
lesanda minnisstæðar.
—Vísir, 13. sept.
Hann var ákaflega kurteis við
kvenfólk. Og einu sinni þegar
hann var að iðka þessa kurteisi
sagði hann, að hann hefði aldrei
séð ófríða konu. Nú vildi svo
til að þarna skamt frá stóð kona
með flatt nef. Og hún tók fram
í- “Lítið þér á mig; og þá verðið
þér að viðurkenna, að þér hafið
séð ljóta konu.”
“Frú mín góð,” svaraði hann.
“Eins og allar aðrar konur eruð
þér engill, sem dottið hefir niður
á jörðina af himnum ofan. Og
það var ekki yður að kenna, að
þér skylduð detta á nefið.”
•
“Hefirðu heyrt að hún Sjússa
er gift honum Glussa?”
“Honum Glussa? Og það var
einmitt hann, sem hún var trú-
lofuð.”