Lögberg - 06.12.1945, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER, 1945
I
----------lögberg -
Gefi8 út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipegt Man
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by
The ColumbU. Press, Ldmited, 695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
PHONE 21 804
litl!l!IIIHIIIIIIII!!l!!l!l!lllllllllllllllllllllllllllllll!ll!l!!l!!lll!llllllllll1lllllllllllllll!!!!!l!llllllllllllllllllllllllllll!llllllll!lllllll!!lll!l!!lllllllllllllllll1lllllltlÍ
Listaskáldið góða
..............
Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK
Ræða jlutt á þjóðrœknissamkomu í
Winnipeg í tilejni af 100 ára dánar-
afmæli Jónasar Hallgrímssonar.
* * *
Á ógleymanlegri ferð minni um ísland í
fyrra sumar lá leið mín oftar en einu sinni
fram hjá Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað Jónas-
ar Hallgrímssonar. Eðlilega varð mér ríkust í
huga þá stundina minningjin um hann, “lista-
skáldið góða”: — annarsvegar harmsaga hans,
því að hann lézt aðeins á 38. aldursári og hafði
enginn gæfumaður verið í venjulegum skiln-
ingi orðsins; hinsvegar sigursaga hans, því að
með hetjuskap sínum og töfrasprota snildar
sinnar hafði honum auðnast að hefja sig upp
yfir andstreymi lífsins og vinna úr hörmum
sínum og hjartasárum yndisleg ljóð og ódauð-
leg. Mér fanst sem eg væri á helgum stað, og hið
fagra kvæði Hannesar Hafstein um staðinn
hljómaði mér sem djúpt undirspil hugrenninga
minna:
“Þar, sem háir hólar
hálfan dalinn fylla,”
lék í ljósi sólar,
lærði hörpu að stilla
hann, sem kveða kunni
kvæðin ljúfu, þýðu,
skáld í muna og munni,
mögur sveitablíðu.
Rétt við háa hóla
hraunastalli undir,
þar, sem fögur fjóla
fegrar sléttar grundir,
blasir bær í hvammi
bjargaskriðum háður.
þar, til fjalla frammi,
fæddist Jónas áður.
í þessu tilkomumikla musteri íslenzks
fjalladals, undir hinum fögru Hraundröngum,
var Jónas Hallgrímsson í heiminn borinn síðla
hausts árið 1807, og á þessu ári minnist þjóð
hans með bljúgum og þakklátum huga 100 ára
dánarafmælis hans. Engum sæmir betur en
okkur, sem teljumst vera þjóðræknismenn og
konur, að helga minningu hans eina kvöld-
stund, því að ekki hefir ísland átt annan son,
sem verið hefir sannari eða fagurvirkari þjóð-
ræknis- og þjóðrœkíarmaður heldur en Jónas
Hallgrímsson. Lífsstarf hans var um annað
fram fólgið í því að vekja og glæða þjóðernis-
og sjálfsstæðistilfinningu þjóðar hans, ást henn-
ar á landi sínu, sögu og tungu og öðrum menn-
ingarerfðum.
Heima í æskudalnum hans fagra, krýndum
sviptignum fjöllum, höfðu augu hans opnast
fyrir fegurð og dásemdum íslenzkrar náttúru,
fjölbreytni hennar og tíguleik, mýkt hennar og
mætti. Hin léttstíga og vinsæla “Dalvísa”,
(“Fífilbrekka, gróin grund”) er vafalaust ort
með æskudalinn hans í huga, og ekki er mynd-
in af æskustöðvunum óglöggari í hinu gullfagra
kvæði skáldsins “Ferðalok,” er hefst á þessum
angurblíðu ljóðlínum og er með sömu snild-
inni frá byrjun til enda:
Ástarstjörnu
yfir Hraundranga
skýla næturský.
Hló hún á himni;
hryggur þráir
sveinn í djúpum dali.
i
Jónas þreytist aldrei á að syngja íslenzkri
náttúru lof í kvæðum sínum, enda var hún
samanofin sál hans, og hvergi annarsstaðar,
nema í ástarljóðum sínum, flýgur hann eins
hátt og nær eins djúpum hljómum úr strengj-
um hörpunnar. Stórbrotin — mikilfengleg og
litarík málverk í ljóðum — eru kvæðin “Gunn-
arshómli” og “Fjallið Skjaldbreiður” og kvæðið
til Páls Gaimards (“Þú stóðst á tindi Heklu
hám”), og víða sér þess merki í slíkum kvæð-
um hans, að hann skoðar fegurð landsins bæði
með augum skáldsins og náttúrufræðingsins. 1
öðrum náttúrukvæðum hans ber meira á hinum
mildari dráttum í landsins svip, enda má með
sanni segja, að hann hefir í kvæðum sínum í
heild sinni brugðið upp ljóslifandi myndum
af Islandi í allri hinni fjölbreyttu náttúrudýrð
þess. Meginþættir þeirra glæsilegu og sönnu
ættj arðarlýsinga sameinast síðan, eins og rétti-
lega hefir verið lögð áherzla á, líkt og geislar í
brennigleri, í þessum markvissu og snildarríku
ljóðlínum hans:
Tign býr á tindum,
en traust í björgum,
fegurð í fjalldölum,
en í fossum afl.
I náttúrukvæðum skáldsins renna fegurð-
arást hans og ættjarðarást að einum ósi. En
jafnhliða eru þó ýms af þeim kvæðum hans eins
og “ísland, farsældafrón” og “Gunnarshólmi,”
beinlínis hvatningarkvæði, lögeggjan til dáða.
Þar talar frelsis- og framfaravinurinn, byltinga-
og baráttumaðurinn, því að það skyldi aldrei
gleymast , að Jónas Hallgrímsson var einn af
forystumönnunum í flokki Fjölnis-manna, er
gerðust kröfuharðir brautryðjendur um fjölda
nýmæla í sjálfstæðismálum, atvinnumálum og
menningarmálum þjóðar sinnar. Brennandi
ættjarðarást Jónasar, hugsjónaást hans og við-
reisnarhugur, finna sér þó hvergi áhrifaríkari
framrás heldur en í hinu máttuga minningar-
kvæði hans um séra Þorstein Helgason:
Veit þá enginn, að eyjan hvíta
átt hefir daga þá, er fagur
frelsisröðull á fjöll og hálsa
fagurleiftrandi geislum steypti?
Veit þá enginn, að oss fyrir löngu
aldir stofnuðu bölið kalda,
frægðinni sviptu, framann heftu,
svo föðurláð vort er orðið að háði?
Veit þá enginn, að eyjan hvíta,
á sér enn vor, ef fólkið þorir
guði að streysta, hlekki hrista,
hlýða réttu, góðs að bíða.
Fagur er dalur og fyllist skógi
og frjálsir menn, þegar aldir renna.
Skáldið hnígur, og margir í moldu
með honum búa, — en þessu trúið.
Hér lýsir sér einnig örugg trú skáldsins á.,
framtíð hinnar ísle isku þjóðar, og sú trú hans *
hefir eigi látið sér til skammar verða, þó að
heil öld liði frá dauða hans þangað til draumur
hans um endurheimt frelsi hennar rættist að
fullu.
Hugljúfum og angurblíðum ástarljóðum
Jónasar hefir réttilega verið skipað á bekk með
snildarlegum náttúrukvæðum hans. Ljóð eins
og “Söknuður”, “Ferðalok” og “Ásta” eru hvert
öðru fegurra og meistaralegra að hugsanaauð-
legð, málmýkt og fáguðu ljóðformi. Djúpum
tilfinningum, samfara málsnild og hugarflugi,
hefir það skáld sannarlega verið gætt, sem klæð-
ir ástardrauma sína, innstu þrár hjarta síns, í
slíkan ljóðabúning, enda var því þannig farið
um Jónas, þó að hann kynni karlmannlega harm
sinn að hylja, hvort sem var undir grímu gaman-
semi eða kaldrar háðnepju.
Hin ríka samúð hans ,er eigi ósjaldan verð-
ur að biturri ádeilu, t. d. í kvæðinu “Óhræsið”,
um rjúpuna og “gæðakonuna góðu”, á rætur
sínar í djúpstæðri fegurðarást hans og fegurð-
arþrá; ósamræmið og óréttlætið í lífinu vekur
honum heilaga reiði. Og samúð skáldsins nær
eigi aðeins til þeirra mannanna barna, sem eiga í
vök að verjast, heldur einnig til dýranna, eins
og áðurnefnt kvæði um rjúpuna ber fegurst
vitni, og kemur eigi síður fram í þessari yndis-
legu næturlýsingu:
Sofinn var þá fífill
fagur í haga,
mús undir mosa,
már á báru.
Og skáldinu renna sárt til rifja kjör grá-
titlingsins, sem hann “fann á millum fanna —
frosinn niður við mosa.” örlög hans verða hon-
um spegilmynd af lífi sjálfs hans og táknræn
um hlutskifti manna alment í lífinu:
Feldur em eg við foldu
frosinn og má ei losast.
Andi guðs á mig andi,
ugglaust mun eg þá huggast.
Alt ber því vott, að Jónas Hallgrímsson var
að eðlisfari gæddur frábærri ljóðgáfu, sem mót-
aðist, dýpkaði og göfgaðist, við sára lífsreynslu.
En margt annað stuðlaði einnig að þroska henn-
ar og fágun. Hann var arftaki Eggerts Ólafs-
sonar, séra Jóns Þorlákssonar og Bjarna Thor-
arensens og naut á Bessastaðaskóla handleiðslu
hinna ágætustu íslenzkukennara, að ógleymdri
náinni vináttu hans og samvinnu við málsnill-
inginn Konráð Gíslason.
Menningarstraumar úr tveim
áttum frjóvguðu að öðru leyti
ljóðgáfu Jónasar, annarsvegar á-
hrifin frá íslenzkum fornbók-
mentum, sem rekja má bæði um
orðalag og bragarháttu víðsveg-
ar í ljóðum hans; hinsvegar á
hrifin frá rómantísku skáldun-
um erlendis; t. d. yrkir hann
fyrstur íslenzkra skálda undir
ýmsum erlendum bragarháttum
og af hinni mestu snild. Þarf
eigi annað en minna á, hve son-
ettan leikur létt í höndum hans
í kveðjunni alkunnu “Ég bið að
heilsa” (“Nú andar suðrið sæla
vindum þýðum”). En um það
fer dr. Einar Ól. Sveinsson, sem
rannsakað hefir þá hliðina
kveðskap Jónasar sérstaklega
þeim orðum, að það sé “sonetta
með yndisþokka margra alda
fágunar.”
Og þá er komið beint að hinu
mikla og sérstaka hlutverki
Jónasar í íslenzkum bókmentum
og menningarlífi, þó að það flétt-
ist saman með ýmsum hætti við
aðra þjóðræktar viðleitni hans,
en það er málhreinsunar og mál
fegrunar-starfsemi hans. Hann
var kóngssonurinn, sem leysti
íslenzka tungu úr þeim álögum.
sem erlend yfirráð og áhrif á ís-
landi öldum saman höfðu hneppt
haija í.
“Það varð hlutverk Jónasar
Hallgrímssonar að byggja brú
yfir málhnignun margra alda og
lyfta íslenzkunni í annað sinn í
hásæti í heimi fegurðarinnar,”
segir Jónas Jónsson réttilega
prýðilegri inngangsritgerð sinni
að úrvali sínu úr ritum skáldsins.
Og þetta afrek vann Jónas Hall-
grímsson fyrst og fremst með
hinum fögru Og fáguðu ljóðum
sínum, þar sem hugsun, mál og
bragarhættir samræmast á hinn
fágætasta hátt. Sömu málsnild-
ar gætir í smásögum hans og
æfintýrum, frumsömdum og
þýddum, svo sem hinni yndis-
legu sögu hans “Grasaferð,” en
með þeim sögum sínum gerðist
hann brautryðjandi í íslenzkri
skáldsagnagerð.
Dr. Guðmundur Finnbogason
fór því eigi með neinar öfgar, er
hann komst þannig að orði um
málfegurð Jónasar í ræðu í
Kaupmannahöfn á aldarafmæli
skáldsins: “Mál hans er fyrir-
mynd sem vitnað verður til með-
an íslenzk tunga verður töluð.
Yfir hverju hans orði er “léttur
og hreinn og þýður morgunblær.”
Orðin líða fram, borin af innra
lífí og æsku. íslenzkan hans er
lifandi mál. Orðin líða fram,
lifandi mál. Orðin fara hugsun-
inni eins eðlilega og fagur lík-
ami fagurri sál.”
Dr. Fr. le Sage de Fontenay,
sendiherra, tekur í sama streng-
inn í merkri grein um skáldskap
Jónasar: “Stílvissa hans í hrynj-
andi málsins og í vali lýsandi lit-
og fegurðarorða er í mínum aug-
um óskeikul, að minsta kosti í
beztu kvæðum hans.” Og eftir
að hafa sýnt með mörgum dæm-
um mynda-auðlegðina í ljóðum
hans og snild í samlíkingum, seg-
ir sami höfundur: “Jónas er lit-
orðameistarinn mikli, sem altaf
kann að lýsa með hárréttu lit-
orði eða móta formfastar mynd
ir, sem hann fullgerir án þess að
hvika í minsta atriði.” Sjálfur
gat Jónas því djarft úr flokki
talað, er hann orti hinn ódauð-
lega lofsöng sinn um íslenzkuna:
Þýðing Jónasar á Stjörnufrœði
Ursins er eigi síður merkileg og
aðdáunarverð, og þar, eins og
svo víða í kvæðum hans, verða
náttúrufræðingurinn og skáldið
samferða. Lýsir þar sér fagur-
lega hver snillingur Jónas var á
íslenzkt mál, hugkvæmur og
smekkvís nýyrða-smiður, en frá
honum eru sprottin orð eins og
aðdráttarafl, sporbaugur, fjaður-
magnaður, jarðstjarna, sólstjarna
og Ijósvaki, að fá ein séu talin.
1 hinum tímabæra og athyglis-
verða fyrirlestri sínum “Mann-
dráp”, um heimskulega eyðslu
tíma og mannlegrar orku, kemst
dr. Sigurður Nordal þannig að
orði: “En flestir vita, að til er
annar kvarði að mæla og meta
lífið, kvarði, sem miðar ekki við
tímalengd eina saman, heldur
gildi og fyllingu lífsins á hverri
stundu. Að lifa, í merkingunni,
að andinn sé dreginn og hjartað
slái, og lifa í þeim skilningi, að
tilveran sé manninum sjálfum og
öðrum svo mikils virði sem á-
stand hans og aðstæður frekast
leyfa, er sitt hvað. Jónas Hall-
grímsson hefir lýst þessum
tveimur mælikvörðum í ódauð-
legum erindum, sem margir
kunna og oft er vitnað til, en
fáir reyna að skilja út í æsar:
Hvað er skammlífi?
■ Skortur lífsnautnar,
svartrar svefnhettu
síruglað mók.
Oft dó áttræður
og aldrei hafði
tvítugs manns
fyrir tær stigið. '
HITT OG ÞETTA
Ástkæra, ylhýra málið
og allri rödd fegra,
blíð sem að barni kvað móðir
á brjósti svanhvítu.
Móðurmálið mitt góða,
hið mjúka og ríka,
orð áttu enn eins og forðum
mér yndið að veita.
Það sýndi hann eigi síður með
snildarlegum þýðingum sínum,
sem eru svo íslenzkar bæði að
málfari og myndum, að furðu
sætir, enda ekki annað hægt að
finna heldur en þau kvæði séu
frumsamin á íslenzku, t. d.
“Álfareiðin” (“Stóð eg úti í
tunglsljósi”) og “Krossavísur”.
Hvað er langlífi?
Lífsnautnin frjóva,
alefling andans
, og athöfn þörf.
Margoft tvítugur
meir hefir lifað
svefnugum segg,
er sjötugur hjarði.”
í þessum djúphv^suðu og dá-
samlegu erindum hefir Jónas
Hallgrímsson ort sjálfum sér hin
fegurstu erfiljóð. Þó að hann
yrði skammlífur, eins og það orð
er venjulega skilið, og á honum
rættist átakanlega hið t forn
kveðna, að “þeir, sem guðirnar
elska, deyja ungir,” hefir hann
Dorið gæfu til þess að verða þjóð
sinni ómetanlegur vakningar- og
viðreisnarmaður, brautryðjandi
nýs bókmenta- og menningar-
tímabils í sögu hennar. Hann
lefir opnað augu þjóðarinnar
fyrir fegurð landsins og sungið
inn í hjörtu hennar ættjarðarást
og framtíðartrú. Hann hefir
hreinsað og fegrað íslenzka tungu
og hafið íslenzkan skáldskap upp
nýtt veldi með málfegurð sinni,
myndagnótt og listrænni með-
ferð gamalla og nýrra bragar
hátta.
Jónas Hallgrímsson var vorboði
íslenzku menningarlþú. Vor-
ið, sólin og sumarið skipa hásæti
fegurðarheimi ljóða hans. Jafn
bjart er og verður um hann í
Dakklátri minningu þjóðar hans.
Meðan hún kann skil á tungu
sinni og ann fögrum ljóðum,
mun hún halda áfram að dá og
elska “listaskáldið góða”, því að
fegurð lands hennar, í allri tign
þess og litadýrð, endurspeglast í
ljóðum hans og þar heyrir hún
sín eigin hjartaslög.
VIÐSKIPTABANN
Samtök Araba í Palestínu hafa
lýst yfir því, að frá 1. janúar
næstkomandi að telja, varði það
dauðahegningu ef það sannist á
nokkurn Araba, að hann frá þeim
tíma eigi nokkur verzlunarvið-
skifti við Gyðinga; enn er harla
róstusamt í landinu, og mann-
dráp og launvíg svo að segja dag-
legt brauð. Talið er víst, að
Egyptar muni fara að dæmi ætt-
bræðra sinna, og fyrirskipa frá
áramótunum algert verzlunar-
bann við Gyðinga. Bretar standa
uppi ráðþrota gagnvart öldurót-
inu í landinu helga.
Þegar svertingjarnir í Norður-
Afríku kyssast, kyssa þeir hver
annan á öxlina.
* * *
Nýliði nokkur var í vandræð-
um með einkennisbúning sinn.
Það leit út fyrir að hann kæmist
alls ekki í hann. Tölurnar og
hnappagötin voru á víxl og alt
eftir því. Alt í einu kemur ofursti
gangandi til hans og segir: “Því
heilsuðuð þér ekki? Vitið þér
ekki að þér eruð í einkennisbún-
ingi konungsins?”
“Það hlaut að vera að mér
væri ekki ætlaður hann,” sagði
nýliðinn ánægjulega.
* * *
Bandaríkjamaður, sem var að
skoða London, kom að Trafalgar-
torginu og sá þar Nelsons-minn-
ismerkið.
“Hvaða karl er þarna uppi?”
spurði Bandaríkjamaðurinn.
“Það er Nelson,” sagði brezki
fylgdarmaður hans.
“Og hver var það nú?” spurði
hinn.
“Hann,” sagði Englendingur-
inn hreykinn, “gerði England að
því sem það er nú.”
“Það er slæmt,” sagði hinn
dauflega. “Slæmt að skella allri
skuldinni á einn mann.”
* * *
Árni: Veiztu það, að nú er tízka
að menn klæðist fötum í sama
lit og hár þeirra er?
Bjarni: Þú meinar það ekki.
Árni: Það er alveg rétt. 'Grá-
hærður maður á að klæðast í grá
föt og svarthærður í svört.
Bjarni: Segðu mér eitt. í
hvernig litum fötum eiga sköll-
óttir menn að klæðast?
* * *
Blaðamaðurinn: Hvað segið
þér um nafnlausu bréfin, sem þér
fáið?
PrófessorinT*: Eg les þau vana-
lega, en svara þeim aldrei.
* * *
Wall Street, miðstöð allra verð-
bréfaviðskifta í New York, fékk
nafn sitt af því, að fyrir hundrað
árum bygðu íbúðarnir þar háan
varnargarð til þess að verjast
Indíánum, sem voru oft að herja
á íbúana.
* * *
Refsingin, sem allir lygarar
hljóta, er sú, að á endanum trúa
þeir sínum eigin lygum. — Elbert
Hubbard.
Christmas
RADIO
Entertainment
4*
“SAUTA’S
rriAQic
CHRISTMAS
TREE . . .
MONDAYS, WEDNESDAYS
FRIDAYS and SATURDAYS
-and—
ii
CITl) HIJDRO
CAROLLERS"
C.K.R.C.
Daily ai 8.05 a.m.
sponsored by
CITY HYDRO