Lögberg - 06.12.1945, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGLNJN 6. DESEMBER, 1945
JACKUELINE
eftir
MADAME THERISE BENTZON
Marien þorði ekki að þrýsta hendi hennar í
þetta sinn, hendi hennar sem hafði verið litli
vinurinn hans svo lengi, hann bara tók í hendi
hennar með trega.
“Þér líður illa, vesalings Jackueline mín!”
herti hann upp hug sinn til að segja.
“Ó, nei, ekki svo mjög,” svaraði hún, með
augnatilliti sem bar vott um, sjálfstilfinningu
og fyrirlitningu. “Á morgun verð eg albata aft-
ur.” Og er hún sagði þetta hló hún, eins og
ekkert amaði að henni.
En hún var ekki albata dagirm eftir, og varð
að liggja í rúminu í marga daga. Læknirinn sem
kom til hennar talaði um “Ástar hita”, og
kendi um það ofmikilli bráðþroskun, og ráð-
lagði að hún skyldi taka sjóböð fyrir lengri
tíma. Þessi hitaveiki, sem var- alls ekki mikil,
varð til góðs fyrir hana, það gerði henni mögu-
legt að jafna sig í rólegheitum, eftir þau von-
brigði, sem hún hafði orðið fyrir.
Madame de Nailles tók veikindi hennar ekki
svo alvarlega, að hún væri altaf hjá henni.
Jackueline var oftast ein, og gluggablæjurnar
dregnar niður. Ifún lá þar í hálfdimmunni, sem
hafði sefandi áhrif á taugar hennar. Þögnin
var rofin af og til, með málróm Modest, sem
kom til hennar til að gefa henni meðulin. Þegar
Jackueline hafði tekið þau, lokaði hún augun-
um og í hálfgerðu svefnmóki fór hún að hugsa
um þau leiðindi sem fyrir sig höfðu komið.
Það var altaf það sama sem óaflátanlega sótti
á huga hennar. Hvaða samband gat verið milli
stjúpu hennar og Marien?
Hún reyndi að framkalla í huga sínum, alla
þá vináttu sem verið hafði milli þeirra, en það
var ekkert í því sem ekki var öllum ljóst. Ekkert
sem hún gat munað eftir að væri á nokkurn
hátt grunsamt. En er hún hugsaði meira um
þetta, þar sem hún lá í rúminu, kom henni í
hug ýmislegt, sem litla eftirtekt höfðu vakið.
Það gat eins vel meint ekki neitt, eða mikið-
En hún gat ekki skilið að svo væri, en hún
vissi að hann hafði kallað hana “Clotild”, og
hann hafði jafnvel þorað að þúa hana, er þau
töluðu saman tvö ein — þetta var sem hún
hafði heyrt með sínum eigin eyrum. Slagæðin
sló harðara og harðara, eftir því sem hún Jiugs-
aði meira um þetta, og höfuðverkurinn jókst.-
í málara stofunni hans, — þar sem hún hafði
notið svo margra skemtilegra stunda — höfðu
þau Marien og stjúpa hennar nokkurntíma
mætst þar í ásta æfintýri?
Stjúpa hennar og Marien! Hún gat ekki skilið
hvað það meinti. Átti hún að brúka hræðileg
orð um þau, orð sem hún hafði séð í sögubók-
um, þar sem þau höfðu verið brúkuð um slíkar
konur, eins og Margaret af Burgundy, ísameau
of Bavaría, Anne Boleyn, og aðrar prinsessur
sem höfðu getið sér vont nafn? Hún hafði
leitað það uppi í orðabókum hvað þau orð
meintu: “Að svíkja hjúskaparloforð sitt. Og
jafnvel þetta orð gerði henni ekki skiljanlegt
hvað hórdómur meinti, og hún fór að reyna að
gera sér það skiljanlegt á hinum löngu ein-
veru stundum sínum meðan hún lá í rúminu.
Þegar hún fór að hressast, svo hún gæti gengið
úr einu herbergi í annað, var hún í sniðlausum
náttkjól, svo það var meir áberandi að hún
hafði hækkað, en megrast, meðan hún var veik.
Hún gekk hiklaust inn í bókaherbergið og að
bókaskápnum; lykillinn hafði verið skilinn eftir
í skápnum, því allir höfðu óyggjandi traust
á ráðvendni Jackueline. Hún hafði aldrei fyr
á æfi sinni svikið loforð sitt; hún vissi að vel-
uppalin ung stúlka átti aðeins að lesa þær bækur
sem henni voru fengnar. Henni hafði aldrei
til hugar komið að taka bók úr skápnum til
að lesa, fremur en að taka peninga úr buddu
einhvers; allt fram að þessu augnabliki, en nú
er hún hafði mist alla virðingu fyrir þeim
sem áttu yfir henni að sjá, áleit hún sig lausa
undan þeirri skyldu að hlýða þeim. Hún notaði
því fyrsta tækifæri til að taka út úr skápnum
skáldsögu eftir George Sand, sem hún hafði
heyrt talað um, sem mjög hættulega bók; hún
þóttist viss um, að þar mundi hún fá ráðn-
ingu á því viðfangsefni sem nú lá þyngst á huga
hennar. En hún henti bókinni frá sér, er hún
fann að þar var ekkert annað að hafa, en af-
sakanir fyrir hrösun giftra kvenna.
Eftir það las hún margar skáldsögur, sem
hún valdi rétt af handahófi, margar þeirra
gamlar, eða sem henni fundust gamaldagslegar.
Eini tilgangur hennar með því að lesa þessar til-
finninga æsandi sögur var til að komast að, eins
og hún hafði áður komist að, við lestur Ijóð-
mæla, einhverju sem svaraði til hennar kring-
umstæðna, en hún varð brátt þess vör, að allar
þessar tilfinningaríku söguhetjur, í hinum svo-
kölluðu slæmu bókum, voru konur, sem höfðu
átt slæma eiginmenn; auk þess voru þær annað-
hvort ekkjur eða gamlar konur — að minsta
kosti þrjátíu ára gamlar! Það var furðulegt!
Það var ekkert — alls ekkert — um ungar stúlk-
ur, nema stöku tilfelli þar sem þær gáfu upp
alla von um framtíðarsælu. Hverslags órétt-
læti! Meðal þeirra voru tvær, sem hún hafði
meiri samhygð með en öðrum. Það voru þær
madame de Comos og Renée Mauperin. En hve
hræðileg hryðjuverk voru þær ekki bendlaðar
við! Hversu margslags táldrægni, svik og blekk-
ing lá dulin undir hinu ytra siðmenningar yfir-
skini og virðuleik, sem í daglegu tail er kallað
“heiminn”! Höfuð hennar og heili varð að leik-
svðii, þar sem ókunnur leikur var sýndur. Það
sem vér lesum er gott eða slæmt fyrir oss, eftir
því hugarástandi sem vér erum í, er vér lesum
það, — eftir því hvort það göfgar hugsunarhátt
vorn — eða gerir hið gagnstæða. í því hugar-
ástandi sem Jackueline var í, var lestur þessara
bóka hreint og beint eitur fyrir hana.
Eftir að Jackueline var komin til heilsu
aftur eftir allar þær þjáningar, sem hún hafði
liðið á sál og líkama, hafði hún dökka hringi í
kringum augun, sem bar vott um kvíða eða
hræðslu, eins og fyrsta þekking þess illa getur
hafa haft áhrif á augu Evu, eftir hún hafði tekið
hið forboðna epli. Þessi eftirleitun hennar varð
henni tli lítillar upplýsingar. Hún var í eins
mikilli óvissu og áður, en hafði auk þess búið
sér til ýmsar falskar ímyndanir.
Það tók hana langan tíma að ná sér til fulls,
hún var óstyrk og fór sér hægt, henni fanst eins
og hún hefði verið einhversstaðar í ókunnugu
plássi langt í burtu, og væri nú komin heim.
Henni fanst nú alt í kringum sig leiðinlegt og
öðruvísi en það var, þó engu hefði verið breytt.
Foreldrar hennar höfðu, að því er séð varð,
gleymt öllu í sambandi við myndina. Hún hafði
verið send burt til Grandchaux, sem mátti heita
að vera það sama og hún hefði verið grafin nið-
ur.
Herbert Marien hafði tekið upp sinn gamla
vana, innilegri umgengni við fjölskylduna. Eftir
það gaf hann æ minni og minni gaum að Jackue-
line, hvort það var vegna þess, að hann kendi
henni um þau óþægindi, sem hann hafði orðið
fyrir, þar á heimilinu, eða hann var hræddur
við að brenna sig í þeim eldi, sem hafði sviðið
hann, meir en hann vildi viðurkenna fyrir sjálf-
um sér, hver getur sagt um það? Ef til vill hag-
aði hann sér samkvæmt fyrirskipunum.
6. KAFLI.
Blómið í klaustrinu.
Eitt af því fyrsta sem Jackueline gerði, eftir
að hún kom til heilsu, var að heimsækja Giselle
frændkonu sína í klaustrinu. Hún leitaði ekki
eftir samfundum við þessa frændkonu sína þeg-
ar henni leið vel og skémti sér glóð og kát, því
henni fanst hún heldur afkáralega búin og lík
nunnu; en enginn gat verið innilegri og sýnt
meiri samhygð vini sínum sem átti bágt, en
Giselle. Það var eins og náttúran sjálf hefði
ætlað hana fyrir Sister of Charity — Grá-systir,
— eins og Jackueline kallaði hana stundum, og
gerði gys að því, hve gáfnasljó henni þótti hún
vera, sem höfðu fremur verið deyfðar en auknar
með þeirri mentun, sem hún hafði fengið í
klaustrinu.
Benedicts nunnuklaustrið stendur á afviknu
svæði austan verðu við Seine-fljótið. I kring-
um það voru matjurtagarðar og smábyggingar.
Gras var gróið víðast hvar upp á milli hnullung-
anna í gangstéttinni upp að klaustrinu. Það
var ekkert ljós eða lampi með fram strætinu,
og þar sást engin lögregluþjónn. Yfir klaustr-
inu og öllu þar í kring ríkti kyrð og dauðaþögn.
Akasíur (acacia) sem stóðu á pöllum innan við
hinn háa múr, sem inngirti klaustrið, og teygðu
laufkrónurnar yfir hann, féllu á vorin, eins og
snjó flygsur ofan á þá fáu, sem gengu þar fram
hjá. í gegnum skrautlegt hlið var gengið inn á
stóran ferkantaðan flöt, öðru megin þessa flat-
ar var kapellan en hinu megin á móti klaustur-
dyrnar. Þangað fór Jackueline ásamt hinni
gömlu fóstru sinni, Modest, sem fylgdi henni.
Hún hafði ekki tekið upp þýzku-nám sitt aftur,
og var að reyna að komast hjá því eins lengi og
hægt var, að hafa nokkra umgengni við Frau-
lein Schult, sem hafði vitað um hennar heimsku-
legu ímyndun, og kanske færi að tala um það
aftur. Aftur á móti, að ganga með Modest, var
eins og hún væri horfin aftur til bernskuára
sinna, minningar, sem friðuðu hug hennar með
sæld og friði, sem henni var nú svo nauðsyn-
legt, það voru endurminningar hihnar horfnu
paradísar, er hennar unga sál, hrein og hvít,
hafði svifið í án sorgar og sársauka.
Dyragæzlu nunnan vísaði þeim inn í gesta-
stofuna. Þar voru nokkrar skólastúlkur, sem
voru að tala við foreldra eða skyldmenni sín,
sem komið höfðu til að sjá þær, en sem voru
þó aðskildar frá þeim með lágri pílára milligerð,
sem máluð var svört, og gaf þeim er innan
milligerðarinnar voru, útlit eins og það væru
fangar, og sem þyrðu ekki að láta nokkra inni-
lega tilfinningu í ljós við foreldra eða vini, en
þær máttu taka á móti sælgætis- og matargjöf-
um þeirra, sem komu til að sjá þær.
“Eg kem með dálítið af súkkulaði handa
þér,” sagði Jackueline við Giselle, undir eins
og hún sá frændkonu sína, sem henni fanst líta
betur út í sínum svarta klausturslopp en í vana-
legum kvenbúningi. Hennar ljósgula hár var
greitt aftur (a la chinois) frá enninu, til að
líkjast þýzkri madonna; Giselle hafði ofurlítið
kúpt enni, sem höfðuskeljafræðingarnir segja
okkur að sýni einlægni og göfugt innræti.
Áður en Giselle þakkaði Jackueline fyrir
það, sem hún gaf henni, sagði hún forviða:
“Mon Dieu! hvað hefir gengið að þér?”
Hún talaði hærra en vanalega, en það var
regla í klaustrinu, að tala saman í lágum róm,
svo það truflaði ekki annara samtal. “Hvaða
ósköp ertu breytt!”
“Já, — eg hefi verið veik,” svaraði Jackue-
line kæruleysislega. “Eg var veik af sorg,” bætti
hún við í lágum róm, og leit til nunnunnar, sem
var á verði og gekk fram og aftur með skil-
veggnum, hvort hún væri að hlusta eftir því
sem hún sagði. “Spurðu mig engra spurninga!
Eg get aldrei sagt þér það — en eg get sagt þér
það eitt — að lífssæla mín er búin — búin,” sagði
Jackueline.
Henni fanst hún hafa svo mikið áhrifavald
er hún var að segja þetta; það sefaði ofurlítið
harma hennar. Það var vafalaust viss ánægja í
því, að láta einhvern horfa inn í hið takmarka-
lausa djúp líðandi sálar.
Hún bjóst við að Giselle yrði ákaflega for-
vitin, og hafði ákveðið fyrirfram að segja henni
ekki neitt; en Giselle bara stundi við og sagði
í hluttekningarróm:
“Ó, vesalings elskan mín! Eg er líka fjarska
vansæl. Ef þú bara vissir —”
“Hvernig? Hamingjan góða! Hvað getur
hafa komið fyrir þig hérna ?”
“Hérna? Ó, auðvitað ekkert; en eg á að fara
úr klaustrinu innan skamms — og eg get getið
mér til hvað muni þá liggja fyrir mér.”
Er hér var komið samtali þeirra, tóku þær
eftir því, að nuunan, sem- var á verði, var að
hlusta eftir því sem þær voru að tala, Giselle
breytti strax umtalsefninu, og talaði í hærri
málróm, þar til hún var farin fram hjá þeim;
þá notaði hún strax tækifærið til að segja
Jackueline leyndarmál sitt. Af samtali ömmu
sinnar við madame d’ Argy hafði hún komist að
því, að madame Monredon ætlaði að gifta hana.
“Það ætti ekki að þurfa að gera þig kvíða-
fulla,” sagði Jackueline, “nema ef þú vilt hann
ekki.”
“Það er sem eg er óviss um — kanske það
sé annar en eg ímynda mér. Eg veit varla —
eg er hrædd, mjög hrædd um að það sé einn
af nágrönnum okkar úti í sveitinni. Amma
hefir stundum verið að tala um, hve hagsmuna-
legt það væri að sameina bæði óðölin, þau liggja
hvort að öðru, eg veit hvað hún meinar. Hún
,vill mann handa mér, af ^óðri ætt, sem hefir
fgóða stöðu — einhvem, eins og hún segir, sem
þekkir lífið dálítið —• það er, ímynda eg mér,
einhvern, sem vel er kominn af æskuskeiði, og
sem hefir ekki mikið hár á kollinum — eins og
Monsieur de Talbrun.”
“Er hann mjög ljótur — þessi Monsieur
de Talbrun?”
“Hann er svo sem hvorki ljótur né fallegur.
En hugsaðu bara; Hann er þrjátíu og fjögra
ára!”
Jackueline roðnaði, og fanst þessu eins og
beitt að sér, er hún hugsaði til sín sjálfrar í
þessum efnum.
“Hann er helmingi eldri en eg,” sagði Gis-
elle. “Auðvitað, það væri hræðilegt ef hann
yrði altaf helmingi eldri en þú — til dæmis, ef
þú værir núna þrjátíu og fimm, væri hann sjö-
tíu, og hundrað og tuttugu þegar þú yrðir sextíu
ára, að hann er helmingi eldri núna en þú ert,
er hann bara seytján árum eldri en þú ert.”
í miðri þessari samræmu, sem var farin að
vekja athygli nunnunnar, hættu þær sem fljót-
ast og hlóu, en það var einungis hlátur þeirra,
sem eru vansælir. Svo hélt Giselle áfram.
“Eg þekki hann ekkert, en eg er hrædd við
hann. Eg nötra af hræðslu, af að hugsa til að
rétta honum hendina, af að tala við hann, verða
konan hans. Hugsaðu þér bara, jafnvel af að
þurfa að þúa hann!”
“En gift fólk þúar ekki hvert annað nú
orðið, það er talið ruddalegt,” sagði Jackueline.
“En eg verð að kalla hann skírnarnafninu
sínu!”
Hvað heitir Monsieur' de Talbrun skírnar-
nafni?”
“Oscar.”
“Húh! Það er ekki neitt sérlega fallegt
nafn, en þú getur auðveldlega komist hjá þeim
erfiðleikum — þú getur sagt ‘góði minn’. Svo
að öllu samanlögðu er þitt böl léttara en mitt.’
“Vesalings Jackueline!” sagði Giselle og
vöknaði um augun af samhygð.
“Eg hefi mist í einu allar vonir mínar, og
eg hefi komist að þeirri hræðilegu niðurstöðu,
að það sé rangt af mér að segja nokkrum frá
því, ekki einu sinni skriftaföður mínum.”
“Hvað er að heyra þetta! en þú getur þó
sagt móður þinni frá því.”
“Þú gleymir því, að eg á enga móður,”
svaraði Jackueline, í þeim róm, sem gerði Gis-
olle hrædda. “Eg átti einu sinni elskulega
mömmu, en nú hefir hún minni hluttekningu
með mér í böli mínu en nokkur annar; og faðir
minn; það bara gerði illt verra að tala við
hann um það,” sagði hún og néri saman hönd-
unum. “Hefur þú nokkurn tíma lesið, nokkrar
skáldsögur, Giselle?”
“Hum,” sagði nunna sem gekk framhjá
þeim, eins og til aðvörunar.
“Já, tvær eða þrjár af sögum Walter
Scotts.”
“O! Þá getur þú ekki ímyndað þér neitt
líkt því, sem eg get sagt þér.—Hvað þessi
nunna er viðbjóðsleg, hún stansar altaf þegar
hún kemur nærri okkur! Því getur hún ekki
gert eins og Modest gerir, að lofa okkur að tala
um okkar málefni útaf fyrir okkur?”
Það leit út fyrir að þessi Argus, með svarta
skýlu, hefði heyrt eitthvað af því sem þær
töluðu saman, þó hún hafi kannske ekki heyrt
harmasögu Jackuiline, en hún hafði heyrt sumt
sem Giselle sagðS,, því þegar hún kom til
hennar, sagði hún með hægð: “Þa hryggir
okkur allar að missa þig hjeðan, barnið mitt;
en mundu það, að maður getur þjónað Guði
hvar sem er, og frelsað sál mína — út’ í heim-
inum, engu síður enn í* klaustrinu.” Svo hélt
hún áfram göngu sinni, og brosti vingjarnlega
til Jackuiline, er hún fór; hún mundi að hún
hafði séð hana nokkrum sinnum í gestastof-
unni í klaustrinu er hún kom að heimsækja
Giselle, og leist vel á hana, þrátt fyrir það að
hún kallaði hana “loft fluguna,”—“þessi nýja
mentun er eins og fluga sem sveimar í loftinu,”
sagði hún við sig sjálfa og stundi við.
“Þessar vesalings nunnur vilja ekki að
við hugsum um neitt annað en annað líf,” sagði
Jackuiline, og ypti öxlum.
“Við eigum að hugsa um það fyrst af ölluð”
sagði Giselle, alvarlega. “Mér finst stundum
að eg ætti að vera áfram með þessum stúlkum
sem hafa alið mig upp. Þær eru svo góðar, og
þær virðast að vera svo sælar. Auk þess
stendur mér minni ótti af þeim en ömmu
minni. Þegar hún skipar mér, þori eg ekki að
mótmæla neinu sem þún segir, jafn vel. — Þú
heldur kannskje að eg sé fjarska sjálfselsk.
Eg er bara að tala um mig sjálfa. Veistu hvað
þú átt að gera, núna þegar þú ferð? Þú ættir
að fara inn í kapelluna, og biðja af öllum mætti
sálar þinnar fyrir mér, að eg komist klaklaust
gegnum þá erfiðleika sem fyrir mér liggja.
sem eg sagði þér um, og eg skal gera það sama
fyrir þig. Að hver biðji fyrir öðrum er hinn
bezti grundvöllur undir einlæga og varanlega
vináttu.” Giselle hafði fjölda mörg klaustur
spakmæli, svo að segja á fingrum sér, og þegar
hún sagði þau, gaf málrómur hennar og útlit
orðunum persónulega meiningu.
“Þú hefur rétt að mæla,” sagði Jackueline,
snortin. “Eg hef haft gott af því að koma til
þí^ þiggðu þetta súkkulaði.”
“Þú verður að þiggja þetta,” sagði Giselle,
og rétti henni lítið, en skrautlegt spjald, með
helgum orðum og táknum á.
“Vertu sæl, vina mín — heyrðu, hefurðu
nokkurntíma hatað nokkurn?”
“Nei, aldrei!” svaraði Giselle.
“Jæja, eg hata — hata — já, eg skal fara
inn í kapelluna. Eg þarf að gera dálitlar sær-
ingar.”
Hún hló að sjálfri sér fyrir að hafa sagt
þetta síðasta orð — sama kuldahlátrinum, sem
hún hafði hlegið áður, svo fór hún; stúlkurnar,
sem voru fyrir innan girðinguna fylgdu henni
með augunum, og öfunduðu hana af að vera
frjálsa ferða sinna. Hún fór yfir auða svæðið
og yfir að kapellunni, og Modest gamla með
henni, sem féll é kné og signdi sig er hún kom
inn. Hin dularfulla hálfdimma þar inni, sló
á purpura-blæ frá hinum marglitu gluggum,
virtist eins og gera þessa litlu kapellu stærri,
sem var skift í tvent, með pílára grind, þar sem
nunnurnar gátu verið og hlustað á guðsþjón-
ustuna, án þess að vera séðar.
Þögnin þar inni var svo djúp, að hið lága
bænakvak heyrðist varla. Þessir tilbiðjendur
hefðu vel mátt ímynda sér að vera hundrað
rastir frá öllum hávaða veraldarinnar. sem virt-
ist að deyja út við klausturveggina.
Jackueline las, og endurlas, eins og ósjálf-
rátt orðin, sem voru prentuð með gullnu letri
á spjaldið, sem Giselle gaf henni. Það voru
táknmyndir á spjaldinu, en hræðilega ljótar;
en orðin voru þessi: “Ó, ef eg hefði vængi eins
og dúfan, þá skyldi eg fljúga burt og vera frjáls!”
“Vængi!” endutók hún, og dró andan létt-
ara. Það var eins og andardrátturinn aðskildi
hana frá sér sjálfri, og frá þessum heimi, sem
hafði ekkert framar að bjóða henni. Ó, hve
langt var nú síðan hún hafði gengið í kirkju,
til að offra kerti, svo bænir hennar yrðu heyrð-
ar og veittar, sem hún efaðist ekki um að yrði!
Alt var hégómi! Þar sem hún horfði á pílára-
skilvegginn, þar sem svo margar stúlkur og
konur voru, sem svo skjótt höfðu snúið bakinu
við þessu jarðneska lífi, lifðu nú lausar við
alla harma, sorgir og freistingar þessa heims.
Jackueline virtist nú fyrst geta skilið, því
Giselle harmaði það, að hún mætti ekki alla
tíð njóta þeirrar blessunar og friðar, sem ríkti
í klaustrinu. Hún fann hitastraum, sem kom
frá reykelsiskeri, og mildan reykelsis-ilm, sem
hún andaði að sér í þessari algjörðu kyrð, sem
var alt í kringum hana. Hún ímyndaði sér að
hún væri að hverfa frá heiminum, snúa við hon-
um bakinu. Hún sá sig í nunnubúning, star-
andi augunum til himins, fölleita, alvarlega,
standandi hinu megin við skilvegginn.