Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. DESÉMBER, 1945 I----------- íLögberg---------------------* Ueliö út hvern flmtudag aí THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 095 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba L'tanáskrift ritstjórans: , EDITOR L.ÖGBERG, ' 695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “LogbergrM is printed and publishea by The Columbia Press, L.imiled, 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 21 804 Við aðkomu jóla WttllllllMlllllililltlffllllllMIII'iailillllllillllB Grimmustu gerningahríðinni er létt, og falsspámönnum þýzkrar, ítalskrar og japanskrar herneskju hrundið af stóli; átök sameinuðu þjóðanna í þágu sigursins, kostuðu blóð, svita og tár; að sigurinn yrði dýrkeyptur, lá í augum uppi, þar sem við önnur eins ógnaröfl var að etja, er sett höfðu sér það markmið, að koll- varpa með öllu musterum mannlegrar siðmenn- ingar, og hneppa gervalt mannkyn í þræla- viðjar þeirrar illvígustu undirokunarstefnu, sem sögur fara af; en þótt stríðið sé að vísu unnið, og því beri vitaskuld að fagna, sýnist það engu að síður eiga langt í land, að véi höfum unnið friðinn, þann frið, sem koma á, og mikill meiri hluti þjakaðs mannkyns þráir; enn logar vor fagra jörð af hatri, tortryggni og öfundsýki, og enn er blóði úthelt í nafni vafasamra verð- mæta. Atlantshafssáttmálinn, er tryggja átti smáþjóðunum fullkomið jafnrétti við hinar máttarmeiri þjóðir, heyrist nú ekki framar nefndur á nafn, og enn eru háð pólitísk laun- víg í nafni diplomatiskrar nauðsynjar; og enn er smáþjóðum, sem byggja réttarkröfur sínar á fyrirheitum Atlantshafssáttmálans, synjað um frelsi; nær þetta með annars til íbúanna á Java, er þykjast eiga til þess fult tilkall, að ráða, að svo miklu leyti, sem í mannlegu valdi stendur, örlögum sínum á þessari jörð, að eigi séu fleiri þjóðflokkar tilnefndir. Blóðug hjaðn- ingavíg eru háð í Kína, og þeim haldið við af erlendri ásælni, með það fyrir augum, að ná yfirhönd í viðskiftalífi kínversku þjóðarinnar. Og nú, við aðkomu jóla, friðarhátíðarinnar mestu, sem runnið hefir upp yfir mannkynið, er alt í uppnámi í landinu helga, þar sem Gyð- ingar og Arabar berast á banaspjótum og krefj- ast skilyrðislausra umráða yfir landinu af hálfu hvors um sig; á harmleik þenna horfa stórveíd- ín, án þess að hreyfa hönd eða fót til viturlegrar lausnar þessa viðkvæma vandamáls. Götu- bardagar eru daglegir viðburðir í Jerúsalem, og Nazaret fer sennilega ekki varhluta af slíkum atburðum heldur. En til þess að kippa þessu og mörgu fleira í lag, þarf sterka, andlega vakn- ingu, er fari sterkum stormi um sálir mann- anna, og hreinsi úr þeim sora þeirrar blindu efnishyggju, er á undanförnum árum hefir hel- tekið þær; af allri nýsköpun ríður mannkyninu mest á andlegri nýsköpun, er grundvölluð sé í virkri athöfn á frelsis- og friðarboðskap meist- arans frá Nazaret; þar er enn að finna sterka bjargráðavon fyrir flóttamennina frá sjálfum sér og öðrum, er mist hafa fótfestu í eggjagrjóti tvísýnna örlaga, og jafnvel tapað áttum. Sé virSingin fyrir lífinu í hættu, og virðu- leiki mannsins í hættu, er alt annað í hættu líka, þó minna sé um vert. Vitmaðurinn og mannvinurinn Eduard Benes, forseti tékkneska lýðveldisins, komst ekki alls fyrir löngu þannig að orði í ritgerð einni, er mikla athygli vakti vítt um heim: “Þegar eg virði fyrir mér framtíðarhorf- urnar í Evrópu, finst mér liggja beinast við að greina milli líffræðilegrar viðreisnar annars veg- ar og andlegrar viðreisnar hins vegar. Efnaleg og líffræðileg viðreisn þjóðanna mun ganga eins og í sögu. En hitt verður þrautin þyngri, að lækna það siðferðistjón, er menn hafa beðið á sálum sínum. Til þess að endurvekja í hjörtum fólks eftir þessa styrjöld meðvitundina um ein- ingu andans meðal mannkynsins þarf hvorki meira né minna en gerbreytingu á gervöllu sviði vitsmunalífs og siðgæðis. Fólk verður að öðlast á ný lifandi trú á sameiginleg örlög alls mannkynsins, á réttindi og skyldur einstaklinga og þjóða, á fullkominn virðuleik einstaklings- ins, sem er nauðsynlegur grundvöllur undir félagslífi fólks á jörðinni. Hér er alls ekki um auðvelda tillögu að ræða, heldur er hér skír- skotað til skjótra, siðferðilegra ákvarðana beztu manna meðal einstakra þjóða. Áhrif þeirra verða að beinast að því að vekja fólk til aukins þegnskapar til þess að skapast megi æskilegt jafnvægi milli ættjarðarástar og þjóðernisstefnu annars vegar og góðrar sambúðar við aðrar þjóðir hins vegar. Miklu örðugra mun reynast að endurvekja óspiltan persónuleik einstaklingsins. Stríðið hefir að heita má gerspilt honum. Það mun reynast ótrúlega örðugt eftir stríðið að glíma við að útrýma blygðunarlausu siðleysi, vantrausti fólks á andlegum og siðferðilegum verðmætum og trúarskorti þess. Endurreisn þessara verð- mæta mun kosta langa vitsmunabaráttu, lang- vinna endurskipun uppeldismálanna og mjög langt bataskeið. Við erum nú stödd við upphaf tímabils, er nýtízku heimspeki mun eiga í vök að verjast á hinni kröppu leið milli andlegrar hyggju og efnishyggju ” Þýðing áminstra ummæla Benes forseta, er eftir Cand. mag. Sigurð Skúlason; þau eiga brýnt erindi til allra manna, eigi aðeins við aðkomu jóla, heldur og á öllum stundum vors daglega lífs. Megi jólin, sem nú fara í hönd, flytja öllum mannanna börnum blessun og frelsandi frið! ÁH l< AUAI rVCINNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Gleðileg jól! Gleðileg jól! Þessi kveðja, þessi heillaósk slær ávalt á viðkvæma tilfinninga strengi; hún hefir vermt hjarta mannkynsins í óteljandi mannsaldra; hún lýkur upp dyrum minning- anna, sérstaklega minninganna frá barnæsku, því þessi mikla kristna hátíð er umfram alt há- tíð tornanna og innan vébanda heimilisins og fjölskyldunnar, nær hún fyllingu sinni. Þennan dag vilja flestir vera heima; þeir af fjölskyldunni, sem í burtu eru, reyna, ef mögulegt er, að komast heim um jólin; aðeins þar, finst þeim að þeir geti átt gleðileg jól. Hver einstök fjölskylda á sína eigin jólasiði og venjur, sem börnin munu aldrei gleyma. Þau munu gleyma jólagjöfunum, glingrinu, þegar það er brotið og týnt; fallegu fötunum, þegar þau eru vaxin upp úr þeim, en minningarnar um skemtilega og fagra jólasiði á bemsku- heimilinu, munu þau geyma til æfiloka. Á hverjum jólum munu þau minnast jólagleðinnar og friðarins, sem ríkti í heimilinu; hvað alt var fágað og hreint; stóra ilmandi jólatrésins, sem stóð í sama hominu ár eftir ár; þegar þau hengdu sokkinn sinn á rúmgaflinn eða arin- hilluna; fjörugu og skemtilegu jólaleikjanna, sem fullorðna fólkið tók líka þátt í, því þennan dag urðu allir ungir, saklausir og léttlyndir; jólaheimsóknirnar til ömmu og afa; þegar alt heimilisfólkið safnaðist í kringum hljóðfærið og söng fallegu jólasálmana og söngvana, og svo þegar þau sátu við kné mömmu og hún las þeim eða sagði þeim söguna — jólasöguna fögru um Barnið, sem fæddist fyrir nærfelt tveim þúsund árum síðan. Minningar þessum líkar eru þær beztu jólagjafir, sem foreldrar geta gefið börnum sínum. Til er fólk, sem búið er að tapa virðingunni fyrir jólahátíðinni; það segir að nú sé hún orðin alt öðruvísi heldur en í gamla daga, að nú sé hún að mestu kaupsýslu og gróðafyrirtæki, og gjafaskifti, sem ekki þýði neitt. Satt er það, að við misbjóðum jólahátíðinni á margan hátt í orðum og gjörðum, eh hver og einn er sjálf- ráður að því, hvernig hann heldur upp á jólin. Ef þú átt jólin í hjartanu, hver getur þá tekið þau frá þér? Og hver getur varnað því, að þú innrætir börnum þínum hina raunverulegu þýðingu jólahátíðarinnar? Boðskapur jólanna er ávalt sá sami; mannkynið hefir fagnað bless- uðum jólunum með barnslegri gleði í nærfelt tvö þúsund ár og mun halda áfram að gera það um ókomnar aldir. Gleðileg jól! Kertaljós Alt sem unni eg heitt á æsku morgni, er mér unaðs kært í endurminning: árdegis roði, regnbogi í skýjum, fyrstu vorblómin fjólur í laut. Haustlitir skógar, hélurósir, lampaljós um kvöld og lestur sagna. —Líður að jólum, ljúfust gleði! Kveikt eru á borði kertaljós! Og þó rafljósin rjúfi myrkur heillar heimsálfu á helgri nóttu, eru mér kærust kertaljósin góðra minninga. — Gleðileg jól! Jakobína Johnson. Jólaskraut Nú munu flestar húsmæður önnum kafnar við að sauma, hreinsa, fága og laga til fyrir hátíðirnar. Með litlum tilkostn- aði er hægt að prýða stofurnar þannig að þær fái á sig jólablæ, svo að heimilisfólkið og kunn- ingjar komist í hátíðaskap um leið og það stígur inn fyrir þrós- kuldinn, sérstaklega gleður það börnin að sjá heimilið taka á sig nýjan svip á jólunum. þau síðan látin á kaldan stað til þess að þorna. Einu sinni á jólum fór eg að heimsækja eina vinkonu mína; hún er kona kát og hugvitsöm. Á útihurðinni hékk hringur búinn til úr greni, prýddur rauðum berjum, en á hringnum hengu munnharpa, bjalla og lítill lúð- ur. Kunningjar tilkyntu komu sína með því að leika á eitt eða öll hljóðfærín. Stofur hennar voru fallegar og smekklega skreyttar, en aðal prýði heim- ilisins var þó húsfreyjan sjálf, sem ljúf, broshýr og elskuleg kom á móti mér, tók þétt í hend- ina á mér og sagði: “Gleðileg jól!” Það kom fyrir amerískan her- mann í desember s.l., að hann var tvisvar tekin^ höndum. í fyrra skiftið var hann tekinn, er Þjóðverjar hófu Ardennasókn sína, en er Bandaríkjamenn hófu gagnsóknin,a náðu þeir félaga sínum úr höndum Þjóðverja. Jólatréð Það er gömul þjóðtrú að góðir andar hafi aðsetur sitt í hinum sígrænu greinum og að þeir muni flytja frið og gleði í bæinn og vernda heimilisfólkið. Víst er um það, að strax og jólatréð er komið, er eins og stofan breyti um svip; alt verður hlýlegra; ilminn af trénu leggur um alt húsið og nú finnur maður að jólin eru að nálgast. Sumir láta tréð standa í fötu og þjappa kolum í fötuna, vökva það síðan daglega; það varnar því að tréð þorni og laufnálarnar falli. Aðrir nota mold og sand eða ösku í stað kolanna. Gott er að láta tréð standa á spilaborði, sem er á hvolfi, þá falla lauf nálarinnar á það en berast ekki um stofuna. Börnin skreyta tréð Flest börn hafa mikla ánægju af því að búa til ýmislegt sjálf, til þess að skreyta tréð. Þau búa til rauðar festar úr cranberjum; dýfa fyrst bérjunum í þunt sffellac og þegar þau eru þornuð, þá eru þau þrædd upp á þveng. Hvítar festar eru búnar til með því að þræða “pop”-korni á þveng. Fallega litaður pappír er skorinn í þumlungs breiðar ræm- ur og búnar til úr þeim keðjur. Egg eru opnuð á báðum end- um, blásið úr þeim, síðan eru þau máluð fallega eða límdar á þau stjörnur eða jólamerki. Boltar eru búnir til þannig: 4 kringlótt stykki eru klippt úr litfallegum pappír; þá eru þau brotin saman þvert og endilangt og síðan fest saman á hornum. Litlar körfur og horn eru búin til og fylt með sætindum. Alt þetta er hengt á tréð. Jólakortin Flestir fá mörg jólakort frá vinum sínum og kunningjum; þau eru svo litfögur og falleg, að þau prýða stofuna, ef þú kem- ur þeim laglega fyrir; þig lang- ar líka til þess að hafa þau um hátíðirnar, þar sem þú getur oft skoðað þau og hugsað til vina þinna. Sumir hengja kortin á jólatréð jafnóðum og þau koma; aðrir iáta þau standa á hillum og borð um. Þá er einnig gott ráð að út- vega sér stórt spjald úr þykkum pappír, búa til umgjörð um það úr skrautpappír, hengja það á vegginn og festa jólakortin á það. Ýmislegt jólaskraut Hjól er skreytt með greni og rauðum silkiböndum; kerti eru ^ett á hvern hjólpíl og þessi ljósa- króna er látin hanga yfir hátíð- ina. Grenihríslur eru festar fyrir ofan arinhilluna eða eitthvert stórt húsgagn og rauð smáepli eru fest við grenið. Grenikvistum og marglitum laufhríslum má koma fyrir í vösum og skálum og kerti eru mjög til prýðis. Allavega borðskraut er hægt að búa til með ávöxtum, þeir hafa það líka til síns ágætis að hægt er að borða þá seinna. Ef þú málar þá með þunnu wax, þá þorna þeir ekki né skemmast í lengri tíma. önnur aðferð er höfð við vínverin; sýróp er búið til með því að sjóða 1 bolla af sykri og bolla af vatni í 5 mínútur, smáum vínberja hrísl- um er dýft varlega í þetta sýróp og þegar sýrópið er runnið af þeim er stráð á þau hvítsykri og etewteteieteteieteie'etetetetcietyteteteieteieigtgteteieteteietgteteteigteteteteteteteteigteieieteteei InNILEGAR jóla og nýársóskir til óteljandi vina og vandamanna f jær og nær. Guðrún og Ásmundur P. Jóhannsson. % i!ais>3ia>:*t3>3>a>3>sta>3>3>aia>*3>3>2>2>»3}3>a>3>a.3>3>»3>3>aia>a>»3>3>3>2>a>3>3>»>3>3>»»ai»3>3>« l t oO To wish you joy at Christmas and prosperity throughout the coming year At Christmas time our thoughts are of home and family; it is the time when the joys of our own fireside are appreciated to the fullest ex- tent. These joys are the things we strive to protect — a home, financial security, the edu- cation we can give to our children. A. F. LOVE GIMLI, MANITOBA Repesentative THE GREAT WEST LIFE ASSURANCECOMPANY HEAD OFFICE ••• WINNIPEG WHAT’S BEHIND THE FURNASMAN GUARANTEE? the Furnasman GUARANTEE OF SATISFACTION cannot be paralleled by any other stoker. EVERY FURNASMAN STOKER —has direct factory responsibility and backing. —is installed to meet your individual heating needs and is serviced by our own factory experts. A complete and generous supply of replacement parts is immediately avail- able from our Winnipeg Factory. 5257» Standard installation and wiring, $37.50 COMPLETELY INSTALLED $295.°° jfíuMaé/nm S STOKER For free survey withoul obligation—Phone 41 454; EVENINGS, CALL R. R. KINREAD, 31 315; MAURICE STILL, 503 629

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.