Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 11
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1945
11
Systir Ísland
(Framh. a£ bls. 10)
að og flutti til Vatnsdals, því að
þar mun hún hafa flutt næsta
fyrirlestur.
Mér varð starsýnt á svörtu loð-
kápuna, sem Ólafía klæddist í,
áður en hún reið úr hlaði, og
stóru ullarvettlingana, sem náðu
upp að olnboga-
Eg kom til Oslóar í september
1911, fór þar í Statens Lærerinde
skole í Stabæk. Eg þekkti engan,
þegar þangað kom, og fannst
jafnvel viðtökurnar kaldar. Mér
er þó ekki mjög leiðindagjarnt,
en í þetta sinn greip mig óyndi,
þó ekki svo, að eg gæti ekki
stundað námið fyrir þá sök, en
heldur óttaðist eg, að mér mundi
finnast veturinn langur.
Einn morgun seint í október
kom eg inn í dagstofu skólans.
Þar voru dagblöð venjulega
opnuð. Mér varð litið á eitt stór-
blað Norðmanna, Tidens Tegn.
Á fremstu síðu þar var mynd af
konu, sem hafði skotthúfu á
höfði. Greinarkorn fylgdi mynd-
inni, og sagt var, að hér væri
mynd af “Söster Island”, sem
byggi í Mjóstræti (Smalgangen).
Eg sneri mér að einni kennslu-
konu, sem sat þar, og spurði
hana, hvar þetta Mjóstræti væri.
Mig langaði til að hitta þar Is-
lending. Að líkindum gæti hún
komið mér í kynni við einhverja
landa mína, sem hlytu að vera
einhverjir - til í Osló. Kennslu-
konan sagði við mig: “Það skaltu
gera, en einsömul skaltu ekki
fara. Það er ekki gott fyrir ung-
ar stúlkur að vera einar á ferð
á þessum stöðvum. En bráðum
kemur mánaðarfrí í skólanum,
og þá getur einhver af náms-
meyjunum farið með þér.”
Eg beið þessa dags með eftir-
væntingu. Þó var eg nú stund-
um í vafa um það, hvernig þessi
kona mundi taka á móti mér. Eg
þekkti hana ekkert. Hafði aðeins
séð hana einu sinni- Þegar eg
var 10 ára barn, hafði hún hald-
ið fyrirlestur á heimili foreldra
minna á Lækjarmóti. Síðan hafði
eg aðeins heyrt hennar getið í
blöðum við og við og vissi, að
hún hafði verið mikið í ferða-
lögum í útlöndum.
Eg lagði af stað þennan um-
rædda frídag og ein skólastúlkan
með mér. Ætlaði hún að vísa
mér veginn ofan í Mjóstræti, þar
sem Ólafía bjó. Hún var þó ekki
kunnugri í borginni en það, að
við vorum 2% klukkutíma að
leita að Mjóstræti. Loks smeigð-
um við okkur inn í örmjótt
stræti, skítugt, með hrörlegum
húsum. Loks var okkur vísað á
útidyr, sem við opnuðum, og
strax fyrir innan þær lá stigi
upp á loft. Mér varð litið upp
stigann og sá konu í svartri dag-
treyju með skotthúfu á höfði
standa á skörinni. Eg þekkti
strax, að þetta var Ólafía.
Jafnskjótt og sg sá hana, greip
mig svo undarlega heimaleg
þægindatilfinning. Hún heilsaði
mér svo alúðlega og bauð mér
velkomna, undir eins og hún
hafði heyrt nafn mitt. Síðan
bauð hún mér inn í dagstof-
una sína, sem var þá ekki nema
súðarherbergi í þessu hrörlega
húsi. En þetta herbergi var mjög
líkt íslenzkri baðstofu með
salons-ofnum ábreiðum yfir rúm-
inu og ýmsum íslenzkum mun-
um. En þarna fannst mér svo
þægilegt inni, að nú fann eg, að
öll leiðindi mundu hverfa frá
mér. Eg fann alls ekki til þess,
að við Ólafía værum ókunnug-
ar, heldur að við værum gagn-
kunnugar, eins og systur eða
öllu heldur, að hún væri mér
önnur móðir. Eg spurði hana
meðal annars, hvort hún þekkti
ekki einhverja samlanda okkar
í borginni. Sagði hún mér frá
7 íslendingum, sem væru þar,
og sagðist hún ætla að láta þessi
börn koma saman hjá sér einn
sunnudag bráðlega. Við yrðum
þá 9 alls.
Þetta varð- Við mættum öll,
börnin, sem hún kallaði, hjá
Ólafíu. Var þá sannarlega glatt
á hjalla í þakherberginu hennar,
og ekki var gleði hennar minnst,
að geta gert okkur svo glatt í
geði. Við fundum ekkert til þess,
að við höfðum ekki sézt áður.
Svo næm var þjóðerniskennd
okkar og gat svo vel notið sín
hjá þessari ágætu konu og móð-
ur.
Eftir þetta var eg tíður gestur
hjá Ólafíu og kynntist þá mik-
ið hennar kærleiksríka og fórn-
fúsa starfi í þarfir þeirra, sem
aumastir voru, og í hvert skipti,
sem eg hitti hana, fannst mér
eg geta lært af henni úiikið og
margt. Þessi stórgáfaða, mennt-
aða kona, sem allir vegir voru
færir, lifði þarna við fátækt mitt
á meðal siðspillingar og lasta til
þess að eiga hægara með að ná
í sem flestar siðspilltar, drykk-
felldar stúlkur og bjarga þeim.
Oft var gestkvæmt hjá Ólafíu.
Eg minnist eins morguns, er eg
kom til hennar. Hún hafði tvö
lítil herbergi til þess að geta hýst
þessar aumingja stúlkur, sem
hún hitti á götunni. Þennan
morgun var Ólafía önnum kaf-
in við að búa til mat frammi í
eldhúsi. Eg fékk að líta inn í dag-
stofu hennar. Á gólfinu hafði hún
búið um þrjár stúlkur á flat-
sæng, auk þess sem herbergin
voru full, og ekki var öðrum á
að skipa en henni sjálfri til þess
að matbúa handa öllum þessum
gestum. Þessum stúlkum reyndi
hún svo að útvega —heimili —
eða þá að hún týndi þeim út á
götuna aftur. Það var ekki allt
af þægilegt að útvega þeim vist-
ir. Fáir vildu taka þessar stúlk-
ur — andlega og líkamlega
sjúkar.
Eg . dáðist oft að þolinmæð’
hennar við þetta fólk. Einu sinm
•im vorið sat eg hjá henni. Húp
hafði beðið mig að hjálpa sér
að sauma handa sér peysu. Þá
komu til hennar karl og kona
Þau voru auðsjáanlega nokkuð
*lvuð- Þau létu ekki bjóða sér
*il sætis, en slettu sér óboðir
-.iður. Eg spurði Ólafíu, þegai
þau voru búin að sitja þarn?
í klukkutíma, hvers vegna hún
kallaði ekki í lögregluna til að
koma þeim í burtu.
“Nei, þau fara bráðum sjálf,"
sagði hún. Þá heyrði eg, að
Ólafía fór að tala við þau og
sagði sem svo: “Það væri ml
skemmtilegra fyrir ykkur að út-
vega ykkur vinnu, heldur en að.
íjönga svona um göturnar dag
eftir dag.”
Þá sagði konan: “Góða systir
spilaðu heldur fyrir okkur á
gítar en vera að tala um þetta.
Þá skildi eg, hve vonlaust þetta
starf hennar oft og tíðum var
Eitt sinn að áliðnum vetri konj
eg til hennar að morgni dags.
Þá sagði hún mér, sem eg raun>
ar sá líka, að nú væri hún þreytt
Sagði hún, að sér hefði ekki orðið
svefnsamt næstliðna nótt, því af
iassarónarnir á brú, sem var ör
skammt frá glugganum hennar
hefðu haft svo hátt, að hÚD
hefði ekki getað sofið. Þá sagð-
ist hún hafa farið ofan og soðið
handa þeim hafrasúpu og fært
þeim. Þeir hefðu verum um 20.
Hvaða konu, nema Ólafíu,
hefði hugkvæmst að gera þetta*!
Hvaða kona önnur en hún hefði
haft kjark til þess að fara um
Megi jólin færa mönnum gleði og góðvild,
og árið komandi farsæld og sannan frið.
JAMES RICHARDSON AND SONS LTD. 1
WINNIPEG
x
I
;t>»»»»»»»»»»»»»»2(3i»»»»»»»»»»»»»»3,3,313,a,*31s1aiai»»»»»»»»»»:
.1
’e!e!et«<C!e!e««(««e!(!C!e(e(e!«te!e!e!«!e(«!C(e«e!c«e!e!e>e>e«e!«!e(cic««>«!«tc«c!etc«ctc«et««e«c«««(teA
<5
Si etltaaL c^s^latLát
Jlowers for all Occasions
618 PORTAGE AVE. cor. Furby
. PHONE 36 809
PRACTICAL AND ECONOMICAt;
Peqqijs Pantru
I
942 Portage Avenue J
Phone 33 060
I
í
X
\
hánótt út, í þessu lastabæli, til
þessara mannræfla, þó að það
væri til þess að líkna þeim?
Marga góða vini átti Ólafía í
Noregi, og allir þekktu hana.
Einasta vinkona hennar, sem eg
var svo heppin að kynnast ofur-
lítið, var Inga Björnson, bróður-
dóttir Björnstjerne Björnson. Eg
hitti hana stundum heima hjá
Ólafíu. Eitt sinn, er við vorum
inni hjá Ólafíu, hafði hún gefið
okkur kakao eða einhverja aðra
hressingu. Þegar við vorum bún-
ar að drekka, mundi Ólafía eftir
stúlkuaumingja í herberginu við
hliðin^, á sér og vildi gefa henni
eitthvað líka. Hún tók bakka,
fægði hann með mestu ná-
kvæmni og setti á hann bakka-
dúk. Frú Inga sagði við hana:
“Hvers vegna vandarðu þetta
svona mikið?”
“Eg geri það til þess að auka
hjá þeim sjálfstraust. Þær vant-
ar það svo mikið.”
I þetta skipti fylgdumst við
frú Inga út á götuna- Þá sagði
þessi merka kona við mig orð,
sem eg hef svo oft hugsað um
síðan:
“Ólafía er mesta konan, sem
eg þekki. Hún er svo mikil í
smámununum (“stor i det
smaa”).”
Þetta var þá starfið, sem Ólafía
hafði verið kölluð til; hún, sem
með gáfum sínum og menntun
hefði svo að segja getað lagt
undir sig heiminn. Henni var
ætlað að lítillækka sig og setjast
að í lastabæli Oslóborgar til þess
«> íe’eteíetetete’e’eieteieieíeteteietciete «««€««««
| M U N D Y’ S 1
BARBER SHOP
$ 643 PORTAGE AVENUE
g Phone 31 131
Sí
s
■
FARSÆLT NÝÁR
UðOlMlMlMiatM>ai3lSl9l3l3l9l3l3l3l3l3l
GLEÐILEG JÓL
°9
að líkna þeim, sem aumastir voru
allra: ungum stúlkum, sem lent
höfðu á götunni.
Þarna gekk hún um á kvöldin
í myrkrinu að leita uppi þessar
ungu stúlkur innan um óteljandi
grúa drukkinna mannræfla. Það
sagði hún mér, að aldrei sæist
þarna lögregluþjónn á kvöldin.
En svo mikið vald var Ólafíu
gefið yfir þessum mannræflum,
sem gengu þarna um göturnar,
að aldrei sagðist hún verða fyrir
(Framh. á bls. 15)
»•«’« lete’eteieteteteteteteieteieieieteteietete «€«’«!€ !€tesetete««tete!€te!«t«tcte!6!ct6«etete!«!€!e!«®
MEÐ INNILEGUSTU JÓLA- OG NÝÁRSÓSKUM
frá
WILLIAM B. MIGIE
Chemist
COR. PORTAGE AVENUE AT BEVERLEY ST.
WINNIPEG - - - SÍMI 37 77%
s
1
a»l3iaiXll>«>lSl>ia«9l3l3l3lSl3l9iai>iai>l3l3lSi9l9l3)3iai9l»3i3<Si3>9lS!ai9»»l»i»3i9!3!3)a»!ai»0
te.’etetetcteictetcteteteiete’ctetcictetcjetctctetetctete’e’eteteteteteteie’eie’etetetete’c’e’etetctcictcj
THE DOMINION BANK
Stofnaður 1871
Vér seljum bankaávísanir og ferðamanna
peningaávísanir.
Vér veitum sérstaka athygli viðskifta-
reikningum þeirra viðskiftavina, er búa
utan borgar. Upplýsingar fúslega látnar í
té.
Vér bjóðum yður að skifta við oss og leggja
peninga yðar inní næstu sparisjóðsdeild
vora. v
1
I
s
%
%
n
£
n
£
Útibú í Winnipeg:
Main Office—Main St. and McDermol Aye.
Main Sí. and Redwood Ave.
North End Branch—Main St. near C.P.R. Stn.
Notre Dame Ave. and Sherbrook St.
Portage Ave. and Kennedy St.
Porlage Ave. and Sherbrook St.
Union Stockyards, St. Boniface
)a»i>iai>i>i>«>tat>i>t>ia!>ia«ai>ia«ai»at>t>»!9»ta«9taiaia»i»ai>i»a»»«>!>i>i>»i>»i>»»i>«»3i
illllllllllllllll!
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
llllllllllllllllllllllllllllllll!l!lllll!llllllllllllllllllllllll
llllllllllllllllllllllllllllllllllll
■■■IIIIIIIIIIIM
!llllllll!llllllllll!llllllllll!lllllll
............illllll.................
íihi
I|i
The
BAY
—-Canada’s First Store
Si|
1*1
Íil
g«etetctetctctctctctctctetetete«e«etc!etctc«cictct«tctctetctctetetc«etetc««c«c«ctc«ctc«c«ctc«c«c«c«e«®
Peggy’s Catering Service is designed to make your social
obligations a pleasure to yourself as well as your guests.
Óskar
Öllum viðskriftavinum
af íslenzkum stofni
verulega ánægjulegra
Jóla
og gíftusamlegs
Nýárs
Tí>níbímtvT3an (Ínmpimn.
INCORPORATED 2Í1? MAV 1670.
Illllllll!lll!lllllllllll!lllllll!!!llllllllll!llllllllllllllllllll!llllllllliil!lllllllllllllll«llll!!llllllllllllllllllllllillllllllllia
..........................................................................................................................
ÍWWMWIIIIIWIBIIIMMIIII«MiliM>MWM^WMMMWIMMMMMMÍWnilll!fflllW!ltllltt»»BW«WIIHiWllllllll
!lll!lllllllll!lllli:illllll
1111-1