Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 15

Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 15
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1945 15 Hugleiðingar um draum (Framh. af bls. 14) Þessi blöð voru viðstaddir að tína upp til minningar um þessa athöfn. Ekkert sá eg samt, sem mér fannst minna á herbergið með konumyndunum, sem bund- ið var fyrir munninn á. Það gat þó verið eitthvað táknrænt upp á þetta sama. En nokkrum dögum síðar var eg á gangi í Austurstræti. Þá voru sýndar í skemmuglugga Haraldar Árnasonar myndir, sem norskur listamaður hafði teikn- að af búningum fyrri tíma, við- víkjandi veizlunni á Sólhaugum, sem þá var verið að leika hér. Eina mynd sá eg þar, þar sem hálft andlitið var hulið með ein- hverjum dúk, og sumar mynd- irnar báru líka eins konar kór- ónu, líkt og fólk það, sem mig dreymdi að gekk í fararbroddi inn að kórnum í kirkjunni. Þess- ar myndir voru líka liður í því sama, sem gerðist í kirkjunni 17. maí, og skoðaði eg þetta sem viðbót á ráðningu draumsins. Svo var það í ágústmánuði í sumar, að eg var nokkrum sinn- um við heyvinnu uppi á Lága- felli. Þegar við vorum niður á túninu, suðaustur af bænum, fannst mér aðstaðan vera mjög lík og í draumnum um páskana, þegar eg þóttist vera að vinna skammt frá hinum óþekkta bæ, sem eg hugði vera Jerúsalem. Þarna stóð kirkja uppi á tún- inu og nokkur hús nálægt henni, tvö íbúðarhús og nokkur gripa- hús. Og skammt frá var allstórt þorp af hermannaskálum. Þarna hafði eg aldrei fyrr komið, og var því allt fremur nýstárlegt fyrir mér á Lágafelli. Og hér í ná- grenninu hefi eg hvergi komið sem er eins fallegt og á Lága- felh á sólbjörtum sumardegi. 3 INNILEGAR JÓLA- OG NÝÁRSKVEÐJUR TIL ALLRA OKKAR ÍSLENZKU VIÐSKIFTAVINA OG VINA! ( Starfsfólk og eigendur SARBIT’S GROCERY STORB - DRY GOODS STORE SELKIRK, MANITOBA SÍMI 171 Ifasisi»í3isiaai>i»a!»i3i3i3iai3íssaisi3iaí3i2í3i3iaai3ís)2! aaja aaast»aiaíSiaia«»siSí3s*t»i3iá «e«e«e«€«e!c«e!e!e'€’e’€’e'ete’eíe'e’e'eiesete'eície'eteie'e«e’€!e’«<e «e «€«€«€<€«€»€«€«««€«€’e«€te«e'€!eS | 9 ■ 1 I Reykháfarnir, sem hann Kelly Sveinsson hefir uppgötvað og fengið einkaleyfi á, eru hin öruggasta eldsvörn. Þeir eru búnir til og seldir af SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. undir umsjón og sljórn uppfindingarmannsins sjálfs, K. Sveinsson, sem óskar öllum viðskiptavinum sínum og ís- lendingum gleðilegra jóla og gæfuríks nýárs. 187 SUTHERLAND WINNIPEG, MAN. 0 % aiaiaisisisisisiaistataiaisiaisisiaisiaíststsiaiaiaisiaistsiaisisi»isisisisiaisi»sisisisisistsisisiaiaj it«(«!e!«!«««<«!«te!«!e!€te’€!e!e'€!«<e«e!e!ei€!e!«!«!e<e«e'e!e’€«e’€««!€'€«!«!€<««<«!«!«!€««!€««!€!€ Hátíðakveðjur 1 i i 1 0 HOLT RENFREW LOÐFÖT — TÍZKUSNIÐ — KARLMANNAFÖT PORTAGE at CARLTON Tel eg vafamál, að fallegra sé í Jerúsalem. Gat það verið, að ennþá ætti eftir að bætast við draumráðn- inguna? Eg var staddur í Hafnar- firði sunnudaginn 10. október. Klukkan 5 átti að messa í þjóð- kirkjunni. Eg fór í kirkju, því að mér þyk- ir alltaf skemmtilegt að heyra séra Garðar tóna. Kirkjan var nærri því fullskipuð af fólki, enda stóð nokkuð sérstakt til. Þessa messu átti að helga hafn- firzkum sjómanni, Þorvaldi Magnússyni stýrimanni, sem hafði nýlega fallið út af togara og drukknað. Það var mjög há- tíðlegur blær yfir þessari minn- ingarathöfn. Tveir félagsfánar tilheyrandi sjómannastéttinni • í Hafnarfirði voru bornir í kirkju og stóðu fánaberarnir með þá sinn hvorum megin í kórdyr- um meðan á kirkjuathöfninni stóð. Þarna sátu næst mér á bekk, systir mín, sú, sem mig dreymdi, og maður hennar, en þau búa í Hafnarfirði- Hafði eg ekki til þessa fundið neina lausn á því, hvað þau áttu að tákna í draumn um. Og þarna blasti við okkur upprisumyndin yfir altarinu, þótt hún væri ekki alveg jafn dýrleg og sú, sem eg sá í draumn- um um páskana. Þetta samræmist víst ekki skoðunum þeirra, sem halda að draumar manna séu atriði, sem þá stundina séu að gerast ein- hvers staðar langt í burtu, jafn- vel á öðrum hnöttum. Þessi draumur var samkvæmt eldri skoðunum, fyrir daglátum og ó- orðnum hlutum. Jólabók Alþýðublaðsins. 1944. Systir ísland (Framh. af bls. 11) áreitni af þeim. Þessa lágvöxnu konu með skotthúfuna á höfðinu þorðu þeir ekki að snerta, held- ur viku með lotningu úr vegi fyrir henni. Einn morgun, þegar eg kom til hennar, sagði hún mér, að nú yrði hún að fara að stofna heimili fyrir stúlkurnar sínar. Þær væru svo margar. Sér væri nú líka bannað að vera þarna lengur, heilsunnar vegna. Nú hefði hún séð hús í borginni, sem væri til sölu. Það væri á góðum stað, en kostaði 20 þús- und krónur. “Nú vantar mig pen- inga fyrir húsinu. Ef guð vill að þetta verði, mun eg fá þá, og nú bið eg um þá.” Næsta dag kom eg aftur til hennar. “Nú veit eg, að guð vill að eg kaupi húsið, því að í morg- un kom til mín maður, sem sagð- ist hafa orðið fyrir miklu happi í viðskiptum sínum. Hann spurði mig, hvort eg mundi ekki hafa not fyrir 10 þúsundir til starf- semi minnar. Nú get eg keypt húsið. Eg þarf ekki að borga nema 10 þúsund krónur strax ” Heimilið var stofnað, en eg fór heim um vorið og fylgdist því ekki með þessu lengur. Heim- ilinu stjórnaði Ólafía, þar til hún kom hingað heim árið 1920. Mesta hjálp hafði hún af einni konu, sem hún hafði bjargað. Húh nefndi hana Hönnu. Þessi kona stjórnaði heimilinu með Ólafíu. Ólafía trúði á guðsneistann í hvers manns sál, jafnvel þeirra, sem dýpst eru sokknir. “Ef eg get bjargað einni einustu mannssál, vinn eg ekki til einskis,” sagði hún. Bækur þær, sem Ólafía skrif- aði, eru: “Daglegt ljós”, “Aum- astir allra” og “Frá myrkri til ljóss”, sem er ævisaga hennar sjálfrar. Einnig hafa verið gefin út brgf hennar, sem nefnd eru: “I skóla trúarinnar”. Norðmenn reistu henni minnis varða árið 1930. Ólafía var mikil kona, gædd víkingslund og göfugu móður- hjarta. Hún var víkingur, þegar hún reis gegn aldagömlum venj- um og ferðaðist um hávetur og flutti fyrirlestra um bindindi. Hún var trúkona mikil og gat beðið svo heitt, að kraftaverk gerðust. Hún var fórnfús móðir, þegar hún settist að í lastabæli Oslóborgar til þess að bjarga bág- stöddum kynsystrum sínum. All- ar þær stúlkur, er hún hafði afskipti af, voru börnin hennar. Við, ungir Islendingar í Osló, vorum líka börnin hennar. Jónína Sigurðardóttir Líndal. —Eimreiðin. HITT OG ÞETTA “Hefirðu heyt það? Unnust- inn minn segir það hverjum sem hafa vill að hann ætli að giftast fallegustu stúlkunni á íslandi.” “Aumingja þú, að upplifa þetta. Þú, sem hefir verið trú- lofuð honum svona lengi.” • “Já, góða, eg sver það að mað- urinn minn er eini maðurinn, sem nokkurtíma hefir kyst mig.” “Er það satt? En segðu mér— ertu að gorta eða ertu að kvarta?” • “Hann bar ljósmyndina af mér við hjartað á sér, og hún stöðv- aði kúluna, þegar bankaræning- inn skaut á hann.” “Eg er ekkert hissa á því. Hún mundi stöðva hvað sem er.” • “Fólk segir að eg verði yngri með hverjum deginum.” “Já, það er eðlilegt. Hérna um árið varstu þrítug en núna ertu ekki nema tuttugu og fimm.” • Hjónin eru að rífast og hann segir: “Þú talar eins og fábjáni.” “Eg verð að tala svo að þú skiljir mig.” • “Að hugsa sér,” sagði húsbónd- inn þegar hann leit yfir öll nýju húsgögnin. “Þegar við ljúkum við að borga þetta alt verða það orðnir dýrmætir forngripir.” • “Þótti yður ekki gaman að ferðast um Sviss?” “Jú, einstaklega. Þeir hafa svo mikið af fallegum póstkortum, hvar sem maður kemur þar.’! ’€!e«€!«!««e«C!€!€«e!e!e!€!€'€!€!€«e!€!e!e!e«S!e!€!€!€!€!e«e«e!«!e«€!€!€!€!€«€!€!€l€!«l€««!««€!«!««C!e!eN 8 Innilegar jóla og nýárs kveðjur iil vorra íslenzku viðskipiavina. CITY DAIRY C0MPANY LIMITED V i g Noire Dame and Adelaide 0 | Sími 87 647 Víða um Bandaríkin er mikil húsnæðisekla og sígarettuskort- ur hefir einnig verið þar mikill. Nýlega birtist svohljóðandi aug- lýsing í amerísku blaði: “Hver sá, sem getur útvegað mér íbúð fær að launum 20 pakka af síga- rettum.” • Skemtiferðamaður frá Ame- ríku var að skoða London. Meðal annars var farið með hann um borð í hið fræga herskip Victory, sem var fánaskip Nelsons að- míráls þegar hann féll. Enskur sjóliðsforingi sýndi Ameríkan- anum skipið, og er þeir komu að brons-skildi á þilfarinu, sagði liðsforinginn hátíðlega: “Hérna sjáið þér, herra minn, staðinn, sem Nelson féll á.” “Jæja, svaraði Ameríkumað- urinn. “Það er gott að vita það. Eg var'nærri því dottinn um hann líka.” »<e !€«€'€!€!€’€«€«€!« ie !eiei€!€'e’e!€!e!€!e!e!€!e!«!e!e!e!e!e!e <€*!€!€!€!€!«!€!€!«!<!«!€!€ !e«e«e!« Innilegar Jóla- og Nýars-kveðjur Sérfræðingar viðvíkjandi lyfjaforskrifium PMONE 23455 w PRESCRIPTIO K.G.M ARMA Cor. Sargeni íyToronl’o. rnnrn ~ SPECIALISTS R.L.HARMAN WINNIPEG, Man. 9«e'€’e<6<e'€<c!c'€!e<€!e!€tc’e!€'€’e«c<e>««e«e<c!e!e!€!€!e’c!e!«!e!6!€!€'€«e!«!c!e!e!e!e'e!€«e!e!e«««« ( 0 Innilegustu Jóla og Nýársóskir til allra íslenzkra viðskiftamanna og velunnara, með þökk fyrir sýnda tiltrú á liðnum árum. INDEPENDENT FISH COMPANY LIMITED 941 SHERBROOK STREET, WINNIPEG Sími 22 331 &sisisi»isisiaisi»aisiaisisisisísiiaisiaiaisisi»iaisisisisisiai»iatsistaisistsisisisiaiaiatsiststsistsi(í y^e^eieteieieteteteieteieieieteteteteteteieteteieteteteteteieieteieieicteteieieieiespeie^eewwBPCel Um leið og við óskum öllum vorum íslenzku við- skiftavinum gleðilegra jóla og farsœls og gæfuriks nýárs, leyfum vér okkur að minna þá og aðra á að HEAT WAVES ROLL FROM FOOTHILLS COAL WINDATT COAL COMPANY LTD. Aðalskrifstofa 307 Smith Street, Winnipeg Umboðsmaður MR. JÓN ÓLAFSSON Símar: Heima 37 340 — Skrifstofan 27 347 3 1 1 3 3 3 I rsisiatststsisisisistsiatstsistsistsistsistsisisisiaisísisisiststsisiststststsisisistsiststsisiststsisist, eie!e«e<c(e«e!6!€«e!e!eie!e!e!«!ete!e(ete«e!e(e!e!e!e(etetete!c«e!e«!e!e«e«eteie!«ie!e!C!e<eic«e«ete^ LATIÐ HATÍÐIRNAR VERÐA AÐ SIGURHÁTÍÐUM Beztu gjafirnar eru Sigurláns frímerki og veðbréf Ldtið það, sem jólin tákna koma fram í reynd við meðbræður yðar, og leggið með því grundvöll að varanlegum friði. FÁIÐ FREE GIFT CARDS í BANKANUM EÐA I PÓSTHÚSINU STADACONA AND TALBOT This Space Donated by Riedle’s

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.