Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 16

Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 16
16 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1945 Tveir listamenn Það var kaldan nóvemberdag. — Trén í Luxembourggarðinum voru köld og blaut eftir regnið. FYanz Doncher málari var þar á gangi. Hann gekk gætilega til þess að forðast pollana, og var niðurlútur. Hann horfði á föllnu laufblöðin er svámu á pollunum. Málarinn var þungt hugsandi og óglaður. Skyndilega var klappað á öxl hans. Hann sneri höfðinu svo hann sæi hver það hefði gert. Leiðindasvipurinn hvarf af and- liti Franz, og hann mælti bros- andi: —Kæri meistari, það gleður mig að sjá yður. — Sama segi eg, svaraði Barclay 'listmálari. — Hvernig líður yður, Franz Doncher? '— Illa, blátt áfram illa, svar- aði Franz. En hann sá sig um hönd og gerði sér upp kæti. — Jæja, það er nú fullmikið sagt. En útlit hans ber ekki vott um velgengni eða lífsánægju. — Nei, nei, Doncher! Þér megið ekki missa kjarkinn. Það er máske lægð yfir lífi yðar í bili, leysing. Jú, eg þekkti þetta. En sá dagur mun upp renna að þér komist hátt. Þér hafið mikla hæfileika. —Hvaða gagn hefi eg af þeim? ansaði Franz. — Hæfileikar efla sjálfstraust. — Sjálfstraust! Eg hefi ekki trú á sjálfum mér. — Eg vil ekki heyra þetta þvaður. Eg veit að eg hefi hæfi- leika. Eg trúi að mér gangi alt að óskum, og mér verður að þeirri trú. —Þér, það er annað mál. Þér eruð snillingur. En eg er . . . — Við skulum þúast. Við þú- uðumst, er þú varst í skóla hjá mér. Þú mátt ekki vera svona yfirlætislaus og vonlaus, eins og þú nú ert. En það eru nú ein- kenni listamanna að vera ó- ánægðir með verk sín. Það veit eg. Þú skalt halda sýningu. Það sér enginn neitt frá þinni hendi. Miklu íélegri málarar en þú halda sýningar. Þeir ryðja sér braut til fjár og frama með frekju. Þú sk'alt mála og mála, sýna ög vekja athygli. Gagnrýni færðu. En gagnrýni vekur at- hygli! Franz gekk álútur eins og af- brotamaður. Hann kom sér ekki til að segja að hann væri svo peningalaus að hann gæti ekki keypt téreft og liti. Hann var bláfátækur. Hann hafði látið kaupmenn og bakara fá málverk fyrir fáar krónur til þess að borga með skuldir. Og hann gat ekki keypt nauðsynleg meðul handa konu sinni, sem var veik. Hann skuldaði lyfsalanum. — Komdu á morgun upp á mál- arastofuna mína, mælti Barclay. — Taktu tvö málverk með þér. Eg mun hafa útvegað kaupanda að þeim. Eg mun stappa í þig stálinu, koma sjálfstraustinu inn í þig- Franz var glaður á heimleið- inni. Hann fór að athuga öll málverk sín er heim kom. Þau voru'um 20. Hann var margar klukku- stundir að velja þessi tvö. Annað var: “Frá bökkum Marnefljóts- ins,” hitt hét: “Snjór yfir Fon- tainebleau.” —Býsna gott, býsna gott, mælti Barclay, er hann sá þessi ágætu málverk. — Þú kannt að halda á málarapensli. Vertu viss, þú kemst áfram. Þess verður ekki langt að bíða. Barclay fann lítið að mynd- unum. Gagnrýni hans var mjög vingjarnleg. — Aðeins smámunir sem hefði mátt hafa öðruvísi, mælti hann. Franz hlustaði hugfanginn á ráð meistarans. Hann var honum innilega þakklátur. Þessi mikli meistari rétti honum hjálparhönd, það mundi verða honum dýrmætt. Franz horfði aðdáunaraugum á vinnustofuna og alt það, sem þar var. Húsgögnin voru útskorin, dýr og fögur. Hann ákvað að eignast einhverntíma fagra vinnustofu sjálfur. Það gæti hann eftir að hann væri orðinn frægur málari. Er hann fór rétti Barclay hon- um umslag og mælti: — í um- slagi þessu er ritað nafn kaup- andans að málverkunum. Franz hraðaði sér heimleiðis. í anddyrinu opnaði hann um- slagið og þar var 1000 franka á- vísun. Glaður eins og drengur dansaði hann inn til Rirette, og sveiflaði ávísuninni yfir höfðinu. Ungu hjónin héldu veislu þennan dag fyrir sig. Ofninn var kyntur, matvæli voru keypt, skuldir borgaðar, léreft og litir keyptir. Þau borðuðu og drukku sæl sem börn, eða miljónamær- ingar. Þrem vikum síðar gengu þau hjónin, Franz og Rirette, eftir Rue de Boetie. Þau leiddust, gengu hægt og litu í búðarglugg- ana. Franz kom skyndilega auga á tvö málverk í listaverkasölu- búð, er var hinumegin á götunni. Honum þótti málverk þau lík málverkunum sem hann seldi Barclay. Þau gengu yfir göt- una. — Franz sá strax að þetta voru málverkin hans. En á dá- lítilli málmplötu stóð nafn Barclays. Málverkin höfðu verið látin í gyltar umgerðir. Franz gekk inn í búðina og spurði um verð á málverkunum. 28,000 franka hvor þeirra, svaraði afgreiðslu- maðurinn. — Eruð þér viss um hver hefir málað þau? spurði Franz. — Já, á því er enginn vafi. Meistarinn sjálfur kom með þessi málverk í byrjun þessa mánaðar. Franz kvaddi. Hann komst naumast út úr búðinni. Hann var mátt- farinn af reiði. Þannig hafði starfs- og stéttarbróðir hans leik- ið á hann. Jú, Barclay var hon- um framar að því leyti að hann var meiri kaupmaður. En eg hlýt að vera meiri mál- ari en hann, hugsaði Franz, þar sem hann selur mín málverk undir sínu nafni. FYanz hafði fengið sjálfstraust sitt aftur. Og það hefir aldrei síðan skilið við hann. Hann varð snjallari mál- ari en Barclay. Jóh. Sch. þýddi. —Fálkinn. Bjöllurnar (Framh. af bls. 13) sinni verið í vinnu? Nei, það var veikur ómur frá bjöllum úr leir. Það voru jólabjöllurnar, sem hringdu. Nú heyrðist ómurinn nær. Það voru bjöllurnar í loft- bitanum, sem hringdu. Sören hnippti í konuna sína.— Alma, Alma . . . við verðum að fara á fætur. Við verðum að flýja húsið! — Það hrynur ann- ars yfir okkur. HCDECN DDDG STCCE 1 Chemist: D. Donner 731 WELLINGTON AVENUE SÍMI 28 221 £ Jóla- og Nýársóskir ! W<<<<<<<<<< <«!«<<<< <€<€<<'«'«!€!<!€<< ■<<«!<<«!€!€!«!«<«<« <€’«!« <€<«!< <«>«<€ <€<«!€<«!€<<!«'€'€<€<<!«'«<<* í l I WEILLER & WILLIAMS COMPANY, LIMITED UNION STOCK YARDS ST. BONIFACE, MAN. Vér grípum þetta tœkifæri til að flytja hinum íslenzku við- skiftamönnum vorum hugheilar hátíðakveðjur. Við þökk- um viðskiftin á undangengnum árum og væntum þess að geta veitt ykkur greiða og góða afgreiðslu í framtíð. Hafið hugfast, að vér veitum smáum gripasendingum nákvæm- lega sömu skil og þeim, sem stærri eru. WILLIAM J. McCOUGAN, Manager •Mk»»»k»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>,»»»»»»»»»»« «««««««««««««««««««««««<€««<€««««««««««««««<€«««<<«««««« I ( i f I f Gleðileg jól og gott og auðnuríkt nýár Þess óskum við innilega öllum vorum íslenzku vinum. Vér höfum orðið þeirra forréttinda aðnjótandi að eiga viðskifti við íslenzka fiskimenn yfir lengsta tímabil í sögu Manitoba-fylkis. Þökk fyrir dreng- lund alla og vinsemd. 1 I ARMSTRONG - GIMLI i FISHERIES LIMITED C. E. FINLAY, forstjóri En ekkert skeði. Konan hans sagði ekkert, en fór á fætur og flutti sig inn í stofuna. . . . Ljós brann þar inni. Hver hafði kveikt það ljós? Stóll hafði verið fluttur að borðinu, og á borðinu stóð barnið. — Metta litla í hvítum náttkjólnum, og barði í bjöllurnar með fingrun- um, svo að þær hringdu. Og nú fanst Sören ómurinn alls ekki óviðfeldinn. Þegar hann sá barn- ið þarna, eins og í þoku, vera að leika sér að bjöllum, gleymdi hann hræðslunni, sem hafði grip- ið hann áður, já, hann gleymdi líka aðvörun gamla mannsins, og stóð þarna rólegur og hlustaði hljóður á óminn, sem fylti hann frið og sælu. En hvað var þetta? Nú tók Metta bjöllumar niður af bitan- um, lyfti þeim varlega ofan af naglanum, steig niður af borð- inu og með bjöllurnar hringjandi í hendi sér fór hún út úr stof- unni, gegnum eldhúsið, opnaði útidyrnar og þá var fagur sól- skinsdagur fyrir utan, og Sören mundi vel orð gamla mannsins: —Þegar bjöllurnar hringja verð- ið þið að yfirgefa húsið. Ósjálfrátt elti hann barnið út, en það staðnæmdist við litla lyngþúfu skamt frá bænum------- Svo hvarf myndin, barnið — bjöllurnar og ljósið. Hann vaknaði. Það var komið undir morgun — aðfangadags morgun. Hann lá í rúminu sínu og konan hans var við hlið hans og svaf vært. Þetta hafði alt verið draumur. Skrítið var þetta. Hann var alls ekki dapur í bragði heldur í á- gætu skapi. Hann sneri sér að barninu. Metta lá í rúminu sínu og steinsvaf. Og hann fór að hug- leiða, að hún væri svo lítil, að hún gæti alls ekki ýtt stól að borðinu í stfounni go brölt upp á það, og handleggirnir svo stuttir, að hún gat ekki náð upp í bitann. . . . Hann lá kyrr og var að hugleiða drauminn. Hann mintist ekkert á hann við Ölmu; en um morguninn tók hann barnið og lyfti því upp að jólabjöllunum í bitanum. Litlu hendurnar ýttu undir eins við bjöllunum, svo að þær hringdu. Veikur, hrjúfur ómur heyrðist frá þeim, alveg sá sami sem hann hafði heyrt í draumnum og hon- um þótti sælt að heyrá hann. Eins og í leiðslu fór hann út með barnið á handleggnum, sömu leið og hann hafði farið í draumnum. Gegnum eldhúsið og út að þúfunni. Þetta var mildur aðfangadag- ur. Sólin laugaði völlinn. Hann hélt áfram að lyngþúfunni, þar sem barnið hafði staðnæmst. Hann kannaðist við staðinn. Hann hafði verið að grafa þarna fyrir nokkrum dögum, og skófl- an hans lá þar enn. Ósjálfrátt tók hann skófluna í lausu hönd- ina, stakk henni niður. . . . Það kom eitthvað hvítt upp á skóflublaðinu. Hann athugaði það nánar. Enginn vafi á að þetta var kalk. . . . Sören gekk inn og fór í frakk- ann sinn. Fór svo til hreppstjór- ans og spurði, hvort hann vildi ekki líta upp eftir, því að hann hefði fundið dálítið í jörðu. . . . Hreppstjórinn fór með Sören og þeir skoðuðu gryfjuna. — Nei,'sagði hreppstjórinn, — það er ekki kalk, það er mergill. Sennilega er ágæt mergilnáma hérna á landareigninni þinni. Svo var þetta rannsakað nánar. Það kom á daginn, að mergill- inn lá svo grunt, að hægt var að gera úr honum markaðsvöru. Eign Sörens og Ölmu hafði vax- ið um mörg þúsund krónur. . . . Þetta var gjöf jólabjallanna til ungu hjónanna. Og eftir þetta dreymdi Sören aldrei um klukkurnar í Wata- waska-f j öllunum. —Fálkinn. . <C«««<C««««««««<€««<C«<C<C««*««1 Jóla og nýárskveðjur | R. J. TTlercer 670-672 Sargent Ave. DRY GOODS MEN’S FURNISHXNGS SKÓR OG STÍGVÉL «i»»»»»»»»»»»»»»»»»a»»»»»»a »««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««’C«««««t€!e!** í « 8 1 2 1 * I % ImPERIAL OIL LIMITED óskar öllum ís- lenzkum viðskiftavinum gleðilegra jóla og góðs $ og gæfuríks nýárs. IMPERIAL OIL LIMITED I *»»»*»»»»»»»»»»»»»»»»»»»*»»»»*»»»»»»»»»»»»»»»»»»»s,»9,,i o««««<c«««««««««««««««««««««««««««««««««««««««««le!e!eie’*1 Geo. Gilhuly óskar hinum mörgu íslenzku viðskiftavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýárs. QilRulij’s Druq Store SELKIRK MANITOBA % ifc»>l*»»»*»*»»»*»»»»»*»»»»*»l»»**St»»»»»»»»»»»2>i3t**»*s,*SlS>í ÁN SKRUMS OG SKJALLS, EN í FYLSTU EINLÆGNI — Gleðileg Jól OG / Gœfuríkt Nýár LIMITED Nafnið, sem táknar TÍZKUSNIÐ — EFNISGÆÐI

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.