Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 9

Lögberg - 20.12.1945, Blaðsíða 9
9 Garðyrkjumaður einn safnað feikna-miklum forða af allra handa blómsturfræi í stóra kassa. Kassarnir voru margvís- lega hólfaðir sundur, og í hólf- unum var frætegundunum vand- lega niður raðað og hver tegund nafngreind. Mest-allt fræið var smágjört og veikburða, þótt skapnaður þess og litur væri breytilegur, — sumt eins og smá sandkorn. En frækorn allra teg- undanna voru gædd skynjanda viti og gátu látið hvert öðru í ljósi hugsanir sínar. Þau höfðu samræður um marga hluti alveg eins og vér gjörum í þessum mál- skrafsheimi. En með því þau höfðu aldrei komið út úr h'íbýlum sínum, kössum garðyrkjumannsins, gátu þau með engu móti skilið, hvernig högum var háttað í heiminum fyrir utan. Engu að síður töluðu þó mörg þeirra um slíkt með eins mikilli fullvissu eins og hefði þau fengið fræðslu um alla hluti út í yztu æsar- Sum þeirra beittu öllu hugs- unarafli sínu til þess að svara ýmsum mikilsvarðandi spurn- ingum, sem jafnt snerta fræ og menn. “Hvað erum vér?” — spurðu þau hvert annað. “Hvað verður af oss síðar meir? Erum vér að eins lökamlegar smáagn- ir? Eða er ef til vill í oss hið innra hulið afl, leyndardóms- fullt líf, sem vér fáum ekki skil- ið og skynsemishugsan vorri er ofvaxið að rannsaka?” Þau vissu það, að innan skemmra eða lengra tíma myndi þau verða flutt burt úr þáver-> andi bústöðum þeirra og lögð niður í kalda jörðina til þess að rotna þar. Þau gátu á hverri stundu búist við því, vesaling- arnir, sem var farið að þykja svo hjartanlega vænt hverjum um aðra — og svo stóð nú reynd- ar á fyrir mörgum —, að sjá garðyrkjumanninn koma til þess að sundra þeim og láta þessi ægilegu örlög á þeim lenda. En merkilegt er það, að einmitt þau af frækomunum, sem töldu sig öllum vitrari, hirtu minnst um, hvað við tæki fyrir sér, — létu sem sér stæði algjörlega á sama, hvernig fara kynni. Spurningin um það, hvort þeirra biði al- gjör dauði eða ekki, var þeim lítils virði, að því er virtist. Sum lýstu jafnvel yfir því opinber- lega, að það, sem þeim geðjaðist bezt að, væri fullvissan um ævar andi gjöreyðing. “Tilvera eilífs lífs” — sagði einn af þessum spekingum —, “það að geta aldrei dáið — það er ef til vill hræðilegastd hugsunin, sem ís- kalt ímyndunaraflið getur lát- ið verða til!” Önnur frækorn komu með þá staðhæfing í nafni “vísindanna”, og kváðu hana ómótmælanlega og margsann- aða”, að einstaklingseðli fræs gæti m'eð engu móti haldizt eft- ir að fræið væri orðið uppleyst; engin skynsemi gædd og upplýst vera gæti eitt augnablik látið sér detta önnur eins fásinna í hug. Var unnt að koma með nokkurt andmæli, sem dygði, gegn þessum vísindalegu full- yrðingum? Þessir hálærðu vitr- ingar, sem út í æsar höfðu rann- sakað alla eðlisfræðilega og efna fræðislega leyndardóma í fræ- heiminum, þóttust geta sannað, að eins víst og tvisvar tveir eru fjórir, eins víst lægi að eins rotnan fyrir frækornunum; og svo var þetta enn frekar rök- stutt með löngum og snjöllum ræðum úr sömu átt. Fjöl-mörg frækorn létu sann- færast af þessum háfleygu yfir- lýsingum; og með því þau þorðu nú ekki lengur að trúa á lífstil- veru eftir dauðann, þá beygðu þau sig fyrir forlaganauðsyninni og lifðu eins og þeir, sem enga von hafa. En fáein frækorn, fjólufræ, sóleyjarfræ og aðrar skógar- blóma-tegundir, kváðu það upp í heyranda hljóði, að hvað sem öllum vísindum liði væri þau um það fullviss — heilbrigð skyn semi sagði þeim það —, að í hinu forgengilega hismi líkama þeirra væri fólginn vísir lífstil- veru, er fyrir þeim lægi eftir dauðann. Þeim var reyndar að sjálfsögðu það ofvaxið, að gjöra nákvæmlega grein fyrir eðli þessa nýja lífs eða því, á hvern hátt þau ættu að lifna aftur við eftir rotnunina. Það allt var þeim ekki full-ljóst. En þau höfðu vafalaust, óskeikanlegt hugboð um hreinna loft, bjartara ljós, sælla líf, sem þeim væri fyrir- búið. Og þeim var óhugsanlegt, að það hugboð reyndist tál. Þau trúðu á tilveru hluta, sem auga þeirra ekki hafði enn séð og eyra þeirra ekki enn neitt heyrt til. “Þetta er ekki annað en fagur draumur án nokkurs veruleika” —_sögðu vitringarnir, glottandi. “Þessar æstu ímyndanir geta dugað yður, einfeldningunum. Vér, sem upplýsing höfum feng- ið, viljum ekki af ásettu ráði svifta yður þessum heilaspuna, úr því hann virðist vera yður til ánægju- En vér, hin stóru sólar- blómfræ — vér vitum, hvers virði slíkir draumórar eru, og viljum yera lausir við þá. Það má sanna, að ekkert, sem í oss er, lifir eftir eyðing líkamans, og þetta líf vort hér á eingöngu rót sína að rekja til jarðneskra efna, sem runnið hafa saman um stund, en eiga svo fyrir sér að leysast sundur aftur innan skams Trú yðar er heimska.” Frækornin litlu trúuðu, sem alls ekki létu hina vantrúuðu vitringa telja sér hughvarf, höfðu félagskap sín á milli til þess að minna hvert annað á hina sameiginlegu von þeirra. Og til svo mikillar huggunar urðu þeim félagsfundir þeirra, að mörg þeirra þráðu jafnvel þá stund, er garðyrkjumaðurinn kæmi til þess að taka þau og gróðursetja þau í jörðinni. Loks upprann sá dagur fræ- kornunum öllum. Húsbóndi þeirra dcom, og þau urðu að láta flytja sig burt úr húsnæðinu notalega í kössunum og sökkva sér niður í kalda og hráslagafulla moldina í garði einum stórum. En hin litlu fjólufræ og sóleyj- arfræ kenndu ekki neins kvíða, er þau voru látin niður í hálfopna leirgröfina. Hin sæla von, sem hjá þeim var innan brjósts, hélt huga þeirra uppi, og þau sögðu hvert við annað, er þau kvöddu að skilnaði: “f guðs friði! Innan skamms mætumst vér aftur.” — “Já, vér munum aftur sjást” — heyrðust önnur frækorn segja, er þau hurfu undir moldar- ábreiðunni, sem ofan á þau var látin. Og sum bættu við sigri hrósandi: “Og Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo skrýddur eins og vér munum verða í fyll- ing tímans.” Vantrúaðir vitringar, hálærð- ir heimspekingar, kaldlyndir kæruleysingjar, hin meiri háttar fræ og minni háttar fræin — allt hvarf á sínum tíma ofan í svarta, kalda jörðina. Dagarnir liðu, vetrardagar kaldra krapahríða, næðandi vinda og æðandi storma. Sólin kom aftur í ljós með sí-vaxandi afli. Jörðin, sem lá í dvala, tók smámsaman að vermast af sól- argeislunum. Enn sást þó ekk- ert merki þess, að breyting væri að verða, enginn vísir til lífs, engin upprisa eða hreyfing. Svo vantrúar-boðberarnir höfðu þá haft satt að mæla! Því frækornin öll höfðu greinilega horfið í moldina, þar sem þau voru grafin. En eftir er að sjá, hváð fram kemur “í fylling tímans” undir hinni bláu himinhvelfing i hinu tæra lofti og hinum milda vor- blæ. Hvílík gleði og sæla þá! Nýjar engilfagrar verur birtast þá. Skepnan endurfædd. Hví- lík opinberan! Þarna sérðu fræ- kornin litlu dökku, lítilmótlegu, sem áður voru- Hvílík ummynd- an! “Líttu á mig!” — segir fjol- an í lágum róm við sóleyjuna. “Þekkirðu mig? Eg kannast vel við þig. Þú ert systkini mitt, sóley. Við erum enn þær sömu sem við vorum, og þó ekki eins og áður. Gef mér morgunkoss upprisunnar!” Og hinir angandi blómsturbikarar þeirra beygðu sig hvor að öðrum. Eilífðarblóm ljómandi í fegurð morgunroð- ans, kattaraguu, rósir og llijur— öll þessi blóm eru þar, hvert um sig með sínum glitrandi sérkenn- «s««eiet(ic(ctct(tKtc«cictK«e«ete{e«!ctctetc(c«ctcce(oc«e(C!e«etc«!c<K«c«f«ic«cicis«c«cte«c«ctc<Kic4 » t? Innilegar jóla- og nýársóskir iil íslendinga 1CANADIAN STAMP COMPANY i I $at9ta)it>)at»»3)a)itk9}»S)»ai3)ai3!3ia)S)S)3)»3)ai»>)3)a!3)9i3i9)9)9t>!9í9t9ta«»k>d«3)»>)3)at gteteteteietetetetetctctetetetetetctetetetetetetetctetetetctetetetetgtetctetctetctetctctctetKtetctctetcv 324 SMITH STREET S. O. BJERRING, framkvæmdarstjóri I Geo. D. Simpson óskar öllum íslendingum gleðilegra jóla og góðs og farsæls nýárs, með þökk fyrir gamla árið. 1 I fi V • I V I I I R ■ | « S>»»»»»»»»»»»»»»9t»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»9)9)St>)9)a)9)>)3)9t9)9)9 Geo. D. Simpson BOX COMPANY LTD. Main and Parfridge, West Kildonan Phone 54 339 ! Með hlýjum huga hugsum við til allra meðborgara vorra og óskum þeim gleðilegra jóla og farsæls kom- andi árs. Með þökk fyrir góða viðkynningu í liðinni tíð. Yðar þjónustubundnir, ALPNA MANUFACTURING COMPANY LIMITEB Winnipeg — Canada Phone 27130 Við búum tii lofthreinsunartæki, katla til hitunar og eldgæzluvélar. Blómstur-fræin Eftir Dr. Jón Bjarnason. Líkingarmálssaga, sænsk að uppruna. hafði um, vegsamleg gjörð fyrir opin- beran hins hulda lífskjarna, sem lækpum hefir ekki tekist að finna með líkskurðarhnífum sín- um né náttúrufræðingum með stækkunarglerum sínum. Næturgalinn syngur. Lækjar- buldrið heyris.t. Sólin glampar á grænu laufskrúði. Döggin dreif- ir út demantskenndum dropum yfir dúnmjúka gras-ábreiðu grundarinnar. Fiðrildin líða suðandi milli blómanna. Hvílík ur unaður! Hvílík dýrð! Blóm- in öll hafa hneigt höfuð sín til þess að biðjast fyrir, full af fagn anda þakklæti út af því að hafa þegið alla þessa margfóldu bless- an. Þau finna til þess, að garð- yrkjumaðurinn mikli er með þeim og er með þeim fagnandi út af hlutskifti þeiwa. Og full- vissan um það, að þau eru hon- um velþóknanleg, er mesta fagn- aðarefnið þeirra. Hvað skyldi sjálfbirgingarnir litlu, sem áður voru svo upp með sér út af “lærdómi” sínum, nú hafa hugsað? Eg veit það ekki. Getið þér ímyndað yður það? —Sameiningin. w'etetetetetctctctetetetetetéteteieteietetetetetetetetetetetetctetctetetetetetetctctetetetetetetetciete!?) | Jóla og nýársóskir iil íslenzkra viðskipiavina! I BRICKMAN'S C0NFECTI0NARY 1 664 SARGENT AVE SÍMI 37 673 &»»»»»»»»»%»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»)>»»»»»»»»»»»»»»ð 'etetetetetctetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetcteietetetetetetetctcR 1 fi I HÁTÍÐAKVEÐJUR TIL ÍSLENDINGA! CHAS. RIESS & CO. Vermin Exierminaiors 372 COLONY STREET — SÍMI 33 525 1 ptetetctctctctetetetetctetctetetetetetetctetetctetetetetetetcte^tetetetctetetcteictctctctctctctctctctet SEASONS GREETING FROM CRESCENT CREAMERY C0. LTD. Crecent mjólkurafurðir eru gerilsneyddar. Mjólkin, Rjóminn og Smjörið. CRESCENT CREAMERY C0. LTD. 542 SHERBURN ST.. WINNIPEG — SÍMI 37 101 %»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»M»e INNILEGAR JÓLA OG NÝARSÓSKIR til vorra mörgu viðskiftavina með þökk fyrir greið og góð viðskipii um mörg undanfarin ár. Lakeside Trading Company

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.