Lögberg - 18.04.1946, Síða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. APRIL, 1946
i‘--------ilogberg-------------------
Gefið út hvern fimtudagr af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 f 'argent Ave., Winnipeg, Maniitoba
!
Utanáskril't ritstjórans: i
EDITOR LÖGBERG
iU5 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
R tstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The -‘Eögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent
Averue, Winnipeg, Manitoba, Canada
PHONE 21 804
Ein alheimsátjórn ?
►
Hinn skarpskygni stjórnmálamaður
Sumner Welles, fyrrum aðstoðar utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, ritar ný-
lega í safnritið Readers’ Digest íhyglis-
verða grein, er lýtur að hugmyndinni
um eina allsherjar, aljijóðastjórn, það.
sem með slíku mæli, og hvers konar
annmörkum sú hugmynd yrði háð ef til
framkvæmda kæmi í virkri athöfn; ótt-
ast hann einkum að samkvæmt slíkir
skipulagi yrði réttur smáþjóðanna fyr-
ir borð borinn, og væri þá auðsjáanlega
ver farið en heima setið. “Sú tilgáta,”
segir Mr. Welles, “að framleiðslu leynd-
ardómur atómsprengjunnar, sé að öllu
leyti í höndum þriggja ríkja, hefir um-
lukt veröldina í eiturþoku grunsemdar,
ótta og móðursýki; þetta hefir styrkt
einangrunarpostulana í þeirri trú, að
úr því, sem komið er, sé ekki um annað
að ræða en að herða á gamla kapp-
hlaupinu varðandi aukinn og margauk-
inn vígbúnað. en hugsjónamennirnir
standa á öndinni, og þykjast eigi önnur
úrræði vænlegri sjá, en kistuleggja sam-
tök sameinuðu þjóðanna og byrja upp á
nýjan leik. —
í tímaritinu Atlantic Monthly, veitir
prófessor Albert Einstein lesendum sín-
um alvöruþrungnar leiðbeiningar um
það, hvernig farið skuli með lausn þessa
mikilvæga vandamáls; mér þykir fyrir
því, að vera neyddur til að verða honum
ósammála um eitt og annað, er hann
leggur áherzlu á; en hjá þessu get eg
ekki komist vegna þess, að eg ber kvíð-
boga fyrir því, að ýmsum verði auðveld-
lega talin trú um, að hann sé jafnvígur
á viðhorf alþjóðamála og þau raunvís-
indi, sem hann er víðfrægur fyrir.
Grundvallaratriðin í grein prófessor
Einsteins lúta í rauninni að því, að um-
sjá atómsprengjunnar verði falin al-
heimsstjórn, er Bandaríkin, rússnesku
ráðstjórnarríkin og Bretland hið Mikla
standi að; þetta eru einu ríkin. sem ráða
yfir verulegum herstyrk, og vill pró-
fessorinn, að þau heiti því, að hafa hann
ávalt til taks heimsstjórnarhugmynd-
inni til fulltingis; en með því að fram að
þessu sé atómleyndardómurinn ein-
ungis í höndum Bandaríkjanna og
Breta, sé sjálfsagt og óhjákvæmilegt, að .
þessi tvö stórveldi bjóði Rússum fulla
samvinnu varðandi skrásetningu grund-
vallarlaga fyrir hina væntanlegu al-
heimsstjórn; að þessu fullkomnuðu
skyldi svo smáþjóðunum boðin þátttaka.
Prófessor EJinstéin er augljóslega
þeirrar skoðunar, að lausn þessa máls,
sé í raun og veru ofur einfalt atriði, en
þar stöndum við á öndverðum meið;
hugmynd hans er, eins og sakir standa,
að mínum skilningi lítt framkvæman-
leg; skoðun hans á málinu virðist bygð
á þeim forsendum, að ekki þurfi að efa
að rússnesku ráðstjórnarríkin væri fús
á að játast undir alheimsstjórn með full-
veldi yfir öllum hernaðaraðgerðum, ef
þau sjálf ættu frumkvæði að grundvall-
arlögunum. Eg get hugsað mér að Rúss-
ar myndu ekkert hafa á móti því að taka
þátt í alheimsstjórn, er gerði ráð fyrir
heimssamtökum, sem grundvölluð yrðu
einvörðungu á þeirra eigin stjórnarfari
með Moskvu og höfuðborg; en á hinn
bóginn tel eg næsta ólíklegt, að þeir
myndu telja sig fúsa til slíkrar samvinnu
á nokkrum öðrum grundvelli.
Engin alheimsstjórn, samsett á líkan
hátt og prófessor Einstein hugsar sér,
yrði starfhæf nema því aðeins, að hún
hefði full urnráð yfir herstyrk hlutað-
eigandi ríkja, og að sérhver aðilji væri
fús á að lúta reglubundnu aJþjóða eftir-
liti varðandi svo að segja hvern þuml-
ung lands, starfrækslu hverrar verk-
smiðju og efnarannsóknarstofu; þetta
eftirlit myndi einnig ná til innanríkis-
mála, utanríkismála og fjármála; sér-
hver krafa þessarar tegundar, myndi
kippa með öllu fótunum undan núver-
andi stjórnarfarskerfi rússnesku ráð-
stjórnarríkjanna. Og það sýnist liggja
nokkurnveginn í augum uppi, að Rússar
myndu eigi sætta sig við það, að utanað-
komandi öfl fengi umráð yfir stefnu
þeirra í utanríkismálum og fjármálum;
á hinn bóginn er það jafnmikil fjar-
stæða, að ætlast til þess að Bretland eða
Bandaríkin myndu gerast þátttakendur
í nokkurri þeirri alþjóðasamkundu, er
takmarkaði eða næmi úr gildi einstákl-
ingsfrelsið, er þessar þjóðir, hvor um
sig, hafa öldum saman verndað sem
helgan dóm.
Prófessor Eíinstein heldur því fram,
að sú tegund alheimsstjórnar, er hann
dreymir um, þurfi að hafa íhlutunarvald
þar sem svo hagi til, að minnihlutinn
þröngvi kosti meirihlutans og skapi með
því þær aðstæður, er haft geti stríð í för
með sér; hann viðurkennir að í Rúss-
landi sé það minnihlutinn, sem með
völdin fari, en staðhæfir jafnframt að
ef hann hefði verið fæddur í Rússlandi,
myndi hann hafa samið sig að þeim að-
stæðum, sem þar væru fyrir hendi.
Skilji eg þessa nýju stjórnmálakenn-
ingu prófessor Einsteins rétt, ætti
minnihlutastjórn að skoðast ranglát og
óverjandi, annarsstaðar en í rússnesku
ráðstjórnarríkjunum; hinum drottnandi
þjóðum yrði veittur íhlutunarréttur að
vild, að Rússlandi undanskildu.
Mér skilst, að hér liggi fyrir eitt það
mesta alvörumál, sem mannkynið um
þessar mundir horfist í augu við. Eru
nokkrar líkur á að enskumælandi þjóðir
sætti sig við nokkur þau samtök, er veiti
erlendum öflum rétt til að segja þeim
fyrir um stjórnháttu, eða hve þrengja
megi að einstaklingsfrelsinu, eða hvort
ósamhljóða raddir meiri- og minnihluta
flokka skuli kæfðar niður? fhlutunar-
vald það, sem prófessor ECinstein mælir
með, myndi fá “hinum þremur stóru”
algert einræðisvald í hendur, og gera
allan fjölda fólks að auðvirðilegum þræl-
um; frjáls veröld verður aldrei grund-
völluð á slíkri lífsskoðun, og með það
fyrir augum, að útiloka slíkan óvina-
fagnað, háðum vér hið nýlega afstaðna
stríð.
Ef á hinn bóginn að valdið til íhlut-
unar varðandi málabætur, er frelsi ein-
staklingsins væri þröngvað, lægi ein-
vörðungu í höndum hins væntanlega
þjóðabandalags í heild, þar sem smá-
þjóðirnar væru í miklum meirihluta, en
ekki einvörðungu í höndum öryggisráðs-
ins, yrði hættan miklu minni, og trygg-
ari von um réttláta málamiðlun ágrein-
ingsefna.
Þeir, sem að undirbúningi sáttmála
hinna sameinuðu þjóða stóðu, skildu
brátt við hve ramman var reip að draga;
hleypidómar skutu upp trjónu ásamt
síngirni, sem stjórnaðist af ofurmetn-
aði; þarna voru erindrekar fimmtíu
þjóða saman komnir, og í jafn f jölmenn-
um hópi gat naumast hjá því farið, að
nokkurrar tortryggni yrði vart; þó lán-
aðist að samræma þannig skoðanir, að
grundvöllur að alþjóðasamtökum var
lagður heimsfriðnum til öryggis.
Engin stjórn, og fáir einstaklingar,
telja sáttmála sameinuðu þjóðanna full-
nægjandi, þótt megin þorri fólks ali þá
óbifandi sánnfæringu í brjósti, að svo
framarlega sem lánast megi að afstýra
ófriði meðan endurskipunartímabilið
stendur yfir, megi svo endurbæta á-
minstar grundvallarreglur eða sátt-
mála, að þjóðasamtökin nálgist al-
þjóðastjórn, er grundvölluð sé á sönn-
um lýðræðisreglum,
Langt fram yfir forskrift prófessor
Elinsteins, tek eg þær hagkvæmu bend-
ingar, er Senator Hatch nýlega gaf, en
þær eru á þessa leið:
Við verðum að hagnýta okkur þau
tæki, sem við höfum við hendi, endur-
bæta þau svo, sem framast má verða á
þroskans braut að því takmarki, þar
sem alþjóðaforráð með lögum taka við
af ofbeldi og hnefarétti. —
Ef mannanna börn hafna hinum
ungu samtökum sameinuðu þjóðanna,
horfast þau í augu við vonlausan glund-
roða, og víst er um það, að slíkur glund-
roði myndi fæða af sér flest annað, en
bjartsýni og trúnaðartraust.”-----
Það er ekki nema rúm vika síðan,
að þjóðabandalagið frá 1919 var form-
lega borið til moldar; við vöggu þess
söfnuðust hópfylkingar miljónanna, er
sárþreyttar voru orðnar á því laumu-
spili pólitískra undirhyggjumanna, er
jafnan leiddi til styrjalda og stríðs;
þessar þjökuðu miljónir manna og
kvenna þráðu frið, og því máttu þær
ekki njóta hans? Útför gamla Þjóða-
bandalagsins var fámenn; svikararnir,
svo sem Benito Mussolini, höfðu þegar
troðið helveg, og hlotið enn óvirðulegri
dauðdaga.
Draumur Wilsons forseta um varan-
legan frið á jörð, hafði vegna sviksemi
og ofurmetnaðs borðalagðra stiga-
manna, fokið út í veður og vind; yfir
innrásina í umkomulaust Blámanna-
land var lögð blessun og hið sama varð
efst á baugi varðandi hermdarverkin á
Spáni. Svo fór um sjóferð þá. —
Og nú er nýtt þjóðabandalag í upp-
siglingu, sem margar vonir eru tengdar
við; vonandi er að þær vonir láti sér
ekki til skammar verða.
Sérálætt Jólarit
Eftir prófessor Richard Beck
Jólavaka. Safnrit ár íslenzkum
bókmentum. Jóhannes úr Kötl-
um gaf út. Þórhallur Bjarnason,
Reykjavík, 1945. ^
Þessi bók er einstæð í sinni röð, fyrsta
safnrit á íslenzku, sem helgað er ein-
göngu jólahátíðinni. Hér er því um að
ræða jólabók í sönnustu og fegurstu
merkingu orðsins.
í snjóllum formála gerir Jóhannes
skáld úr Kötlum, er safnað hefir efninu
í þessa sérstæðu og innihaldsríku bók,
svohljóðandi grein fyrir tilorðningu
hennar:
“Þegar hæst hafa látið í blöðum og
útvarpi auglýsingarnar um svokallaðar
“jóíabækur,” — bækur, sem raunar hafa
ekki komið nær jólunum, að efni til, en
kötturinn sjöstjörnunni, — þá hefur mér
stundum dottið í hug, að gaman væri
að gefa þjóðinni einhverntíma kost á
að eignast reglulega jólabók, bók, sem
hefði inni að halda hið helzta af því, sem
ort hefir verið og skráð á íslandi 1 sam-
bandi við þessa mestu og ástsælustu
hátíð ársins. Vissi eg, að úr miklu var
að moða um þetta efni í fornum bók-
m^nntum vorum og nýjum, þar á meðal
sumu því fegursta, sem vér eigum, og
þóttist því sjá, að safnrit þeirrar teg-
undar gæti orðið alþýðu manna kær-
komnari jólagestur en flestar aðrar ó-
viðkomandi bækur. í þeirri trú er svo
bók þessi orðin til.”
Safnandi skýrir síðan nokkuru nánar
frá efni bókarinnar, en það er að formi
til í'sex meginköflum: Kvæði og sálm-
ar frá ýmsum tímum, úr katólskum og
lúterskum sið; frásagnir, er gerast um
jólin eða snerta þau, úr íslenzkum forn-
sögum, íslendingasögum og þáttum og
Biskupasögum; þjóðsögur, sem á ein-
hvern hátt eru tengdar jólahátíðinni,
en þar var af svo miklu að taka, að valið
hefir verið bundið við safn Jóns Árna-
sonar; smásögur frá síðari tímum, flest-
ar eftir núlifandi höfunda; prédikanir
frá ýmsum tímum; og loks ritgerðir og
minningar um jólahátíðina.
Viðvíkjandi efnisskipun hefir safn-
andi valið þann kostinn, og vafalaust
heppilega í alþýðubók, að f jölbrytni þess
nyti sín sem bezt, látið “litbrigði teg-
unda og tíða skiptast sem mest á,” eins
og hann orðar það. En um það, hve vítt
svið íslenzkra bókmennta að fornu og
nýju þetta rit nær yfir, sem og um marg-
breytni þess að innihaldi, fá menn góða
hugmynd af þessum orðum úr niður-
lagi formálans :
“Nærri mun láta, að eitt hundrað
gerendur íslenzkrar bókmenntasögu,
allt frá Lofti ríka til Steins Steinars,
allt frá höfundi Fóstbræðrasögu til Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar, syngi hér, hver
með sínu nefi, í jólakór kynslóðanna, og
sýndist mér ráð að blanda röddum allra
þessara kunnáttumanna sem mest sam-
an og sanna þar með sem bezt eining-
una í fjölvísi íslenzkrar orðlistar frá
fyrstu tíð. Er sú von mín, að allir les-
endur, jafnt trúaðir sem vantrúaðir,
jafnt djúphyggjumenn sem formdýrk-
endur, geti fundið hér eitthvað við sitt
hæfi.”
Eigi mun annað verða sagt með sanni,
en að þeim tilgangi hafi verið náð að
verulegu leyti, þegar litið er á hið marg-
þætta og fjölbreytta efni bókarinnar.
Hún er mikið rit, hátt á 4. hundrað blaðs.
-í stóru broti. Einkunnarorð hennar eru
þessar fögru og djúpúðgu ljóðlínur úr
kvæði Einars* Benediktssonar “Landið
helga,” og hvert heimaalið íslandsbarn
getur eigi tekið undir þær af klökku og
heitu hjarta? —
Þótt allir knerir berist fram á bárum
til brots við eina og sömu klettaströnd,
ein minning fylgir mér frá yngstu árum,
—þar er sem bliki á höfn við friðuð lönd.
Eg man. Ein bæn var lesin lágt í tárum
við ljós, sem blakti gegnum vetrarhúmið.
Og svo var strokið lokki af léttri hönd,
sem litla kertið slökkti og signdi rúmið.
Þvínæst fylgir jólaguðspjallið úr Lúk-
asar guðspjalli. Þá hefst aðalefni bók-
arinnar með “Maríuvísum” Lofts ríka,
en síðan skiptist á bundið mál og óbund-
ið frá fornöld til samtíðarinnar, og eiga
íslenzk höfuðskáld og andlegir leiðtogar
að fornu og nýju þar sinn skerf, þó eigi
verði það nánar rakið. Lýkur meginmáli
ritsins með þessari kunnu og kæru
“Jólavísu” Jónasar Hallgrímssonar:
Jólum mínum uni eg enn,
— og þótt stolið hafi
hæstum guði heimskir menn,
hef eg til þess rökin tvenn,
að á sælum sanni er enginn vafi.
Flestir munu verða sammála um það,
að efnisvalið í þessa bók hafi vel tekist
og að hér sé að finna á einum stað margt
hið bezta og fegursta, sem ritað hefir
verið um jólin á íslenzka tungu. Fram
hjá því skerinu verður þó aldrei siglt,
þegar um slíkt úrval er að ræða, að eigi
verði skiptar skoðanir um- það, hvað
taka beri með og hverju sleppa, enda
slær safnandi varnagla við því í for-
málanum. Eg hefði t.d. kosið, að vestur-
íslenzk skáld og rithöfundar hefðu átt
hér fleiri fulltrúa heldur en Stephan G.
Stephansson, þó að þeir séu vitanlega
meir en vel sæmdir af honum hvar sem
er á skáldaþingi þjóðar vorrar. Hvað
sem því líður, þá er rit þetta eigi aðeins
ágætt og yfirgripsmikið safn þess, er
um jólin hefir verið ritað á íslenzku,
heldur einnig merkilegt úrval íslenzkra
bókmennta í víðtækara skilningi, því
að hér koma fram á sjónarsviðið flestir
fremstu ritsnillingar þjóðarinnar, eins
og þegar er gefið í skyn, og það, sem
þeir hafa um jólin ort og ritað, er, að
minsta kosti hvað snertir marga þeirra,
meðal hins fegursta, sem eftir þá
liggur.
Eins og vera bar, fara einnig saman
í þessari bók prýðilegur frágangur og
fagurt innihald. Hún er prentuð á á-
gætan pappír, vönduð að prófarkalestri,
prýdd mörgum myndum af málverkum
og teikningum eftir kunna íslenzka
listamenn, sem eykur henni gildi og
augnayndi.
Eiga þeir safnandinn, Jóhannes úr
Kötlum, og útgefandinn, Þórhallur
Bjarnarson prentari, því miklar þakkir
skilið fyrir þessa Jólavöku sína, sem er
framúrskarandi vekjandi og ánægjuleg
ur lestur, eigi aðeins um jólin, heldur
einnig hvenær sem er á árinu, því að
hinn algildi boðskapur jólanna er hvorki
bundinn við stað né stund; það sanna
jólasálmarnir og kvæðin í þessu safni
ekki sízt. Á hér við eftirfarandi erindi,
úr hinu frumlega og djúphugsaða jóla
kvæði (“Afmælisvísur 25. desember”)
Jakobs Thorarensen, um Meistarann
mikla:
í mannraunum sannleikans mest er það vert,
að mennirnir skynji: hvað hann hefði gert.
Fátt skýrir svo liti, — það skín ekki viti,
við skerjum er vari jafn bert.
UM SÉRA ARNGRÍM BJARNASON
Séra Arngrímur Bjarnason, er síðast var prest-
ur á Áiftamýri, var heldur tornæmur í æsku.
Hann var 18 ár við skólanám, og eftir 8 ár fór
hann fyrst að skilja hneigingar í latínu, og gat
allvel numið hana að síðustu. Hann erfði mikl-
ar eignir eftir *föður sinn, enda hafði hann helzt
í hyggju að fara að búa er hann var útskrifaður.
Þá fór hann að skygnast eftir konuefni, því að
ekki var gott að, byrja búskap með ráðskonu. Þá
bjó á Melum í Hrútafirði Jón sýslumaður Jóns-
son, vel fjáður maður. Ein barna hans var Guð-
laug, er síðar átti Ásgeir alþingismaður Einars-
son. Þessi kostur leizt Arngrími einna álitleg-
astuf; hann hafði aldrei séð stúlkuna, en spurn
hefir hann haft af henni. Hann skrifaði henni
því bónorðsbréf, er svo hljóðar:-
“Innilega bið eg yður, elskaða góða jómfrú,
að þér ekki álítið yður ofvaxið að taka tilmæl-
um mínum um giftumál okkar, lofi guð, á næst-
komandi vori. Af elsku til yðar vil eg sem
hentugast er haga högum mínum; tvo þriðju
partana af Leirá byggi eg góðum og vænum
ábúendum, en einn þriðja partinn, eða 20 hndr.,
ætla eg sjálfum mér til ábúðar. Yður elska eg
mikið af góðri afspurn og óska strax að mega
sækja yður norður að vori til að ráða fyrir mínu
litla búi, því skuldabú vil eg ekki hafa. Þrjátíu
spesíur nægja mér að láni með rentum hjá föð-
ur yðar. Lifið vel, yðar sannur og einlægur
elskari.
A. Bjarnason.”