Lögberg - 14.11.1946, Side 4

Lögberg - 14.11.1946, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. NÓVEMBER, 1946 --------logfterg-------------------- G«fl8 út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrlft ritstjórarvs: EDITOR LÖGBERG $95 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg" is prínted and pubiished by The Gcdumbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Wlnnlpeg, Manítoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Aukinn menningarbragur kemur ekki að sök Þótt Winnipegborg sé fyrir margra hluta sakir aðlaðandi og vistleg, kæmi það vitaskuld ekki að sök þó hún fengi á sig nýjan og aukinn menningarbrag; hverfi hennar mörg hver, eru verulega falleg, þótt gangstéttum sé víða ábóta- vant, og umferðareglur hvergi nærri eins skipulagsbundnar og vera ætti; en þetta og margt fleira, stendur vitanlega til bóta. Nú standa bæjarstjórnarkosningar fyrir dyrum, og þótt þær, illu heiili, séu oft og tíðum hraksmánarlega illa sótt- ar, verður þó jafnaðarlegast nokkurs áhuga vart, er kjósa skal borgarstjóra, svo sem í þetta sinn; núverandi borgar- stjóri, Garnet Coulter, leitar endurkosn- ingar í þriðja sinn, en gagnsækjandi lians að þessu sinni verður A. M. Israels, lögfræðingur af Gyðingakyni; hann býð- ur sig fram undir merkjum C.C.F.-stefn- unnar, og er oss ókunnugur með öllu; hann er sagður að vera vel máli farinn, og hefir um all-langt skeið gefið sig nokkuð að alþjóðamálefnum; varðandi meðferð bæjarmála, er hann fram að þessu óþekt stærð. Garnet Coulter, sem líka er lög- fræðingur, hefir gegnt borgarstjóra- embætti í fjögur ár; hann er að vísu eng- inn áhlaupamaður, en um drengskap hans og réttsýni efast enginn, sem til þekkir; hann hefir með háttlægni sinni og prúðmannlegri framgöngu skapað slíkt jafnvægi í bæjarfélaginu, að naum- ast verður á betra kosið; bæjarfélagið skuldar honum endurkosningu með miklu afli atkvæða. — Fyrir gjaldendur bæjarins verða lögð aukalög, er hljóða upp á hálfa aðra miljón dala með það fyrir augum, að koma hér á fót nýjum og umfangsmikl- um minningar og sýningargarði, er vera skuli eign bæjarins og starfræktur af bænum, öllum borgurum hans jafnt til hagsmuna; hér er um svo mikið menn- ingarmál að ræða, að blettur sá, er félli á, við að hamla framgangi þess, yrði ekki auðveldlega af þveginn. Skylt er, að þess sé getið, að einn hinna yngri framtaks- og vökumanna í bæjarstjórninni, fulltrúi 2. kjördeildar, Mr. Jack St. John, er í fremstu röð þeirra manna, er barist hafa fyrir framgangi þessa máls, eins og kjósendum Winni- peg-borgar er þegar kunnugt um af bar- áttu hans fyrir því, bæði utan bæjar- stjómar sem innan. — Minning hinna fræknu sona þessa bæjarfélags, meira en verðskuldar, að henni sé varanlegur sómi sýndur með grundvöllun og starfrækslu hins fyrir- hugaða minningargarðs; hann getur orðið, og á að verða, fagurt minnismerki ævarandi þakkar fyrir fórnfýsi þeirra og hetjulund; slíkur minningargarður myndi óneitanlega setja nýjan menn- ingarbrag á bæinn, er auka hlyti á veg hans bæði heima fyrir og út á við, og væri þá æskilegum tilgangi náð- Því miður horfa vafalaust ýmsir í það fé, sem ætlað er til minningargarðs- ins; þeir verða þó vonandi ekki margir; sennilega einungis þeir, sem ganga með þá úreltu og ævagömlu peninga-mein- loku í höfðinu, að spara eyririnn, en kasta krónunni. Minningar- og sýningargarðurinn er spor, sem stefnir í sanna menningar- átt; hann er ekki einvörðungu bundinn við minningu vorra föllnu stríðskappa; hann á að verða öllu bæjarfélaginu til nytja og sæmdar í aldir fram. Winnipeg- borg, aðstöðu sinnar vegna, á heimting á því, engu síður en Toronto, að eiga hér viðeigandi sýningarstað fyrir hinar miklu og margbrotnu landbúnaðar- afurðir Manitobafylkis, og þá ekki síður sýningarmiðstöð fyrir hinn margþætta og sívaxandi iðnað innan vébanda fylk- isins; hér er nú miklum átökum beitt, og stórir hlutir í gerð. sem ekki mega undir neinum kringumstæðum liggja í þagnargildi; úreltar miðalda- og handr- aðahugsjónir eiga ekki lengur við, og hvar sem þær skjóta upp trjónu, verður þeim ekki tekið með þegjandi þögninni; nýi tíminn krefst áræðis, stórhuga og dirfsku; það kostar vitaskuld fé, að skapa nytsöm og mikilvæg menningar- tæki, en það kostar mergfalt meira að gera það ekki. í hinum fyrirhugaða minningar- og sýningargarði, fara fram íþróttir af öll- um tegundum; í þessu verður falin holl tilbreyting fyrir þúsundir manna og kvenna, að lokinni hversdags önn, eða þegar þessu fólki sleppur verk úr hendi; útiskemtanir eru jafnan hollar og hafa styrkjandi og göfgandi. áhrif á hlutað- eigendur; heilbrigð sál í hraustum lík- ama, er takmarkið, sem stefna ber að. En með það fyrir augum, að tryggja áminstu nauðsynjamáli og öðrum menn- ingarmálum framgang, verða kjósend- ur um fram alt, að neyta atkvæðisréttar síns og fylkja liði um þá menn, sem lík- legastir eru til þess, að hrinda slíkum málum í framkvæmd; og nú vill svo vel til, að slíkir menn hafa boðið sig fram í þjónustu fólksins. Mr. Ernest Hallonquist, ritstjóri, leitar endurkosningar í kjördeild; hann hefir átt sæti í bæjarstjórn um fjögurra ára skeið, og reynst hvarvetna hinn liðtækasti maður; hann meir en verðskuldar endurkosningu. Þá leitar og endurkosningar til bæj- arráðs, eins og frá var skýrt í síðasta blaði, Mr. Paul Bardal, fyrrum bæjar- ráðsmaður og fylkisþingmaður; það ætti í rauninni að vera óþarfi, að hvetja ís- lenzka kjósendur í 2. kjördeild til að fylkja sér um Mr. Bardal á kosninga- daginn, því svo er hann þeim fyrir löngu að góðu kunnur. Mr, Bardal átti lengi sæti í bæjarstjórn við vaxandi vinsældir og orðstír; hann er stefnufastur dreng- skaparmaður, sem með hyggindum og prúðmannlegri framkomu hefir hvar- vetna komið fram íslenzka þjóðarbrot- inu hér um slóðir til sæmdar. Mr- Bar- dal hefir aldrei borið kápuna á báðum öxlum; þar sem hann er á ferð, er hreinn og heilsteyptur maður á ferð. Ungur, mælskur og snarpgáfaður maður, Mr. Guy Gíslason, býður sig fram til skóla- ráðs við áminstar bæjarstjórnarkosn- ingar; hann er nýgræðingur á þessu sviði, en býr yfir hæfileikum, sem gott er að fái að sýna sig þegar á hólminn er komið. Vonandi er, að þeir menn einir nái kosningu í bæjarstjórn og skólaráð á föstudaginn þann 22. yfirstandandi mánaðar, sem eiga ákveðnar hugsjónir, þora að fylgja þeim fram, og setja með því nýjan og styrkan menningarsvip á bæinn. Falleg og fróðleg bók Bókaútgáfan Norðri á Akureyri, sýndi ritstjóra þessa blaðs þá góðvild, að senda honum hina fallegu og fróð- legu bók “Á hreindýrastöðum — Ör- æfatöfrar íslands,” eftir Helga rithöf- und Valtýsson; fjallar bókin, eins og nafn hennar bendir til, um meginstöðv- ar hreindýranna á öræfum Austurlands, sem liggja á milli Jökulsár á Brú og Kringilsárrana; hefir höfundur ferðast þrisvar sinnum um áminst öræfi, er svo mjög hafa auðsjáanlega heillað huga hans, að hann nefnir þau öræfatöfra íslands. íslenzkt dýralíf er ekki fjölskrúðugt, en austanlands eru það hreindýrin, þess- ar fögru og frjálslegu skepnur, sem sett hafa á það sinn sérstæða svip; í bók þessari rekur höfundur sögu hreindýr- anna á íslandi, raunalega sögu á marg- an hátt, því áður en þau voru friðuð með lögum, voru þau skotin unnvörpum, svo að nærri lá tortímingu, og í hörðum vetrum stráféllu þau úr hungri; í seinni tíð hefir þessum öræfabörnum fjölgað allmjög, bæði vegna friðunarinnar, og eins vegna þess, hve vetrar á öræfum Austurlands hafa verið mildir síðasta aldarfjórðunginn. Bók þessi er skreytt fjölda litprent- aðra mynda af hreindýrum og því lands- lagi, er þau einkum hafast við í, og eyk- ur slíkt stórum á gildi hennar; frá hrein- dýraveiðum í gamla daga, er skilmerki- lega skýrt, og nokkrar kunnustu hrein- dýraskyttur nafngreindar; um málfar bókarinnar er yfirleitt hið bezta að segja, að öðru leyti en því, að á stöku stað virðist manni það óþarflega íburð- armikið; þetta er mikil bók fyrirferðar, 228 blaðsíður í stóru broti, prentuð á úrvalp pappír. Með bók þessari hefir Helgi Valtýsson unnið hið þarfasta verk, sem treysta ma að þjóðin að makleikum meti. HARRIS TWEED Heimilisiðnaður Suðureyja Eftir Jan Finley Fyrir mannsaldri unnu ís- lendingar mest af fatnaði sín- um sjálfir, ófu vaðmál og orm eldúka úr íslenzkri ull og ein- skeptu úr innfluttu tvistgarni. íslenzkt prjónles var talsverð útflutningsvara. Nú er þetta að heita má horfið en hinsvegar hefir íslenzkur listvefnaður talsvert aukist á síðari árum, og áhuginn fyrir fallegu prjóni líka, eins og annarstaðar á Norðurlöndum. En þó að verk- smiðjurnar hafi víðast útrýmt dúkavefnaði heimilanna þá er hann samt til ennþá. Og góðir heimaöfnir dúkar þykja taka fram allri verksmiðjuvinnu. Hér segir frá dúkavefnaði, sem orðinn er frægur, þó að hann hafi ekkert smitast af vélöld- inni. Hvað er Harris Tweed og hvar er Harris? munu menn spyrja. Harris er eyjaklasi í Suðureyjum (Hebrides), um 75 km. undan vesturströnd Skotlands. Og Har- ris Tweed er þunnur fatadúkur úr skotskri ull, spunninn, litaður, ofinn og þœfður á hinum vest- lægari Suðureyjum, Lewis, Har- ris, Uist og Barra. Þarna úti við Atitantshafið, eru ofnir fallegustu dúkarnir og eftirsóknarverðustu, sem nú eru á boðstólnum. Þeir ganga fyrst og fremst í augun vegna litanna. Aðallit- irnir eru brúnt (jarpt), grátt og grænt, en iþeir eru mýkri en aðrir litir. og dúkarnir gerðir köflóttir með sterkari litum og ljóst ha'ft á milli í munstrunum, með svo miklum hagleik, að verksmiðjunum hefir ekki tek- izt að stæla það. Og þó hefir þetta verið reynt um allan heim, jafnvel alla leið austur í Japan. En þessar eftirlikingar geta eins blekkt þá, sem aldrei hafa séð Harris-dúkana sjálfa. En þessar stælingar hafa verið ihinum einu sönnu framleiðendum vörunnar til mikils óhagræðis, og bakað þeim -fjárhagslegt tjón, en þetta stafar frekar af óaðgætni og van- þekkingu kaupendanna en af hinu, að framleiðendum hinnar fölsuðu vöru hafi tekist að gera hana líka fyrirmyndinni. Það er ekki hægt að falsa yfir- yfirburði Harris dúkanna svo að fólk blekkist á þeim, frekar en það er hægt að failBa málverk eftir Cesanne og Remibrandt. Yf- irburðirnir eru meðfæddir fram- leiðendunum og tækin til fram leiSslunnar hafa falsararnir ekki fremur en klessumálarar liat- spjald og pensil meistaranna. Lit- irnir í dúkum Suðureyinga eru unnir úr jurtum, sem spretta á Suðureyjum, og gerðir með að- ferðum Suðureyinga sjálfra. Brúni liturinn er unninn úr skóg- artegund, sem vex þar á klett- unum, og úr sölvum, sem Suður eyingar nota tíka til matar (eins og íslendingar hafa líka gjört tiJL skamms tíma). Úr lyngi og burknum er unninn gulur litur. IJr bláberjum, sem Suðureying- ar kalla “blaeberries” — (nor- ræni uppi uninn leynir sér ekki- en unninn blái liturinn. Bláber eru svo milkil á Suðureyjum, að fólk notar þau til búsílags. Börk- ur af elri og rætur af eini eru notaðar í svartan lit. Rautt er unnið úr mosategund, sem vex þar á eyjunum. Grænt er unnið úr lyngi og þyrniberki og þar fram eftir götunum. Flest eru þetta mildir litir, sem ekki er hægt að framleiða á efnarann- sóknarstofum, og með sérstök- um blæ, sem endurspeglar hið fjölbreytta jurtaníki, sem þeir eiga rætur að rekja til. Og lit- irnir eru haldgóðir, bæði gegn vætu og sól. Og þessara lita njóta Harris-dúkamir. — Út- lendingar, sem koma til Skot- lands sunnan að, halda að þarna sé allt sviplaust, mógult og rign- ingarvott — fólkið líka. Ef þeir hitta svo á, að rigning sé allan tímann sem þeir dvelja þar, þá getur verið að þeir fari þaðan -með sömu hug'myndirnar. En dívelji þeir einn sólríkan júní- dag á fjörusandinum eða í klett- unum á Barra eða Morar, þá verða þeir fyrir skoðanaskiftum sem haldast æfilangt. Þá upp- lifa þeir, kannske í átjón tíma af tuttugu og fjórum, hin sí- skiftandi blæbrigði miðsumar- dagsins — og enda næturinnar líka, því að hún er björt um það leyti — og sjá með eigin augum hverrtig græni liturinn er alltaf að breytast og hvernig bláminn tekur í sig fjólulit og roðinn verður að purpura með sillfurlit- um rákum. Og um sólarlagið sameinast himinn og haf í ein- ing gullroðans. Það er eins og að þessar eyjar séu á sundi í gyltri móðu, eins og undralöndin, sem lýst er í keltneskum þjóðsögum. Og ef gestirnir verða kunmlgir eyjaskeggjum, en það er ekki torvelt að verða, þá líður ekki á löngu að þeir verða jafn hrifnir af náttúrufegurðinni og litun- um og þeir sjálfir eru. Eyjaskeggjar voru uppruna- lega keltneskir, en á Víkingaöld- inni vöndu norrænir menn kom- ur sínar til Suðureyja, og margir settust þar að, svo að nú lifa þarna blendingar Kelta og nor- rænna manna. Keltinn er að ýmsu leyti líkur Frökkum, hann hefir gaman af sterkum litum, er glaðlyndur og gamansamur hrvort heldur hann er kallaður Iri eða geliskur Skoti. Þessi hneigð til sterkra lita kemur fram í rrynstrunum ó skotsku dúkunum og líka í myndum hinna skotsku mójLara. Og gel- iski hljóðfæraslátturinn og gleði lögin, hvort heldur þau eru leik- in á hin þjóðlegu hljóðfæri eða sungin, lýsa einnig hugarheimi hinnar skotsku þjóðar og eyja- búa hennar, sem öldum saman hafa lifað sínu eigin lífi, og lítt snortin af tízkubreytingum um- heimsins, þó að hann væri ekki fjarri. 1 gamla daga unnu Skotar dúka sína aðeins til eigin þarfa. Kemdu ullina og spunnu í hönd- unum, og vefstóllinn tók við henni og gerði úr henni dúka. Þetta voru óbrotin og ófullkom- in áhöld, en smekkur og vand- virkni þeirra sem unnu, gerðu framleiðsluna að vandaðri úr- valsvöru. Það voru aðeins konur, sem önnuðust kembing og spuna, á löngum vetrardögum og við ylinn frá mókynntum arni. Þetta var erfitt verk og tímafrekt, en vinnulaunin voru líka lág. Nú á tímum heíði verið óhugsandi fyr- ir eyjaskeggja að geta selt “Har- ris Tweed” í samkeppni við verksmiðjuiðnað á heimsmark- aðnum, ef ekki hefði verið tekin upp fullkomnari áhöld og ýmis- legt gert til þess að sýna og sanna hvíMk úrvalsvara þessi heimilisiðnaður væri. Það er ein 1 gömul hertogafrú af Sutherland, sém gerði þetta. Hún kom á fót sérstökum spunaverkstæðum. Fyrrum var rakið í vef með að- eins tveimur þráðum, en hún lét rekja úr þrjátíu og sex. Aður var bandið litað, en nú er farið að lita ullina og garnið síðan spunnið úr henni. Og hraðskytt- uvefstólai voru teknir upp, og (Frh. á bls. 5) í pappírsviðarskógunum LEITIÐ TIL: • Næstu ráðninga- skrifstofu. • Búnaðarframleiðslu- nefnd yðar • Búnaðarfulltrúa fylkisins • Viðurkends umboðs- manns pappírsgerð- arfélaganna. . . . OG GOTT FÆÐI í GÓÐUM ÍBÚÐUM Menn! Hér er um góða og holla útivinnu að ræða, ágætt fæði og góð- an aðbúnað, auk tæki- færa til fjárafla og sparn- aðar! Hér fá æfðir menn fyrirtaks atvinnu, auk þess sem bændum og vinnumönnum gefst kost- ur á að vinna sér inn á- litlegan skilding á þeim tíma, sem minst er að gera heima. Vistist strax — fáið full- ar vetrartekjur! VINNA HANDA skógarhöggs, ökumönnum, dráttarvéla- stjórum, járnsmiðum, matreiðslumönnum — og öorum. THE PULP AND PAPER INDUSTRY 0F CANADA

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.