Lögberg - 12.06.1947, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚNÍ, 1947
Frá Kvöldvökufélaginu „Nemö" á Gimli:
Karí frá Ási kemur til himnaríkis
Eftir Johan Bojer
Erlendur Guðmundsson þýddi
Karí á Ási var gift Pétri á
Ási, þau höfðu hreinsað litla
landblettinn sinn, og margt
kvöldið höfðu þau lagst niður
uppgefin í stóra rúmið sitt; þau
höfðu sem tveir púlsklárar strit-
að hvort við annars hlið, og þeim
datt ekki í hug að neitt það gæti
komið fyrir annað án þess það
einnig kæmi fyrir hitt. Satt er
það að vísu að þegar Pétur fór
til bæjarins, þá kom hann heim
drukkinn, og barði þá konu sína,
en iðraðist þess svo mikið daginn
eftir að hapn barði sig sjálfan.
Það var einu sinni að Karí
veiktist og lagðist í rúmið, og
Pétur sat á stól við rúmið og
spurði stöðugt, hvort henni ekki
væri að batna. Hún reyndi að
svara: “Jú, fyrir guðs náð var
hún ofurlítið betri. Loksins fór
svo að Pétri virtist að best mundi
vera að sækja prestinn.
Þá nótt varð Karí vör við, að
það var ekki Pétur, sem sat í
stólnum, heldur maður, klæddur
hvítum klæðum, sem kominn var
til að sækja hana en þá fór hún
að gráta og sagði:
“Nei, nei! Eg vil heldur vera
hjá Pétri!”
“fivað varstu að segja?” spurði
Pétur er sat við hlið hennar og
horfði á hana.
Svo sá Karí að hvítklæddi mað
urinn breiddi út vængi, og hún
heyrði hann segja: “Þú verður
að koma með mér, Karí.” Og
Karí varð að hlýða, því hann tók
hana í fang sér, og svo fóru þau
út úr húsinu og upp í loftið, og
Ásheimilið smá minkaði. Síðan
fóru þau framhjá sólunni og
stjörnunum, og mikið, mikið
lengra. Þá fór Kgrí að kjökra
og kvarta, en sá ókunni þurkaði
tárin og mælti: “Gleðst þú í
hjarta þínu, því nú eru allar
þrautir þínar á enda.”
“Ó, mér leið svo vel þar sem
ég var,” sagði Karí — og svo er
Pétur skilinn einn eftir eins og
hann er þó orðinn þreyttur og
slitinn maður.”
“Guð mun sjá fyrir honum,”
sagði sá ókunni. “Fagnaðu, því
nú ertu bráðum komin til himna-
ríkis.”
Og Karí reyndi að gleðjast,
því hún hafði stöðugt haft það í
huga þegar hún (^ei og færi til
himnaríkis, en hún gat samt ekki
losað sig við hugsunina um Pét-
ur, hvort hann gleymdi að gera
við gatið á kindagirðingunni.
Loksins námu þau staðar við
hlið mikið, gylt, mikið stærra
hlið en hjá dómaranum heima;
þau fóru gegnum það og inn í
garðinn, þar voru mörg börn að
leika sér; kannaðfet Karí þar
við bam úr nágrenninu, sem
hafði dáið úr skarlatsveiki, og
hún sagði með sjálfri sér, að
kæmi hún nokkurn tíma aftur
til jarðarinnar, skyldi hún segja
móður þess frá, hve því liði vel
þar sem það væri niður komið.
Þá mundi hún eftir drengjunum
sínum litlu á jörðunni, sem að
líkindum voru að spyrja eftir,
hvar hún mamma sín væri.
Svo fóru þau upp á fjall, sem
að utan var með stórum stöllum,
og á þeim stóðu lítil hús hvít
að lit, lík húsum, sem hún hafði
séð á myndum einu sinni. —*Þar
kom hún auga á bróður sinn er
stóð úti fyrir einu húsinu. Hann
sem hafði verið svo fátækur og
lánleysingi á jörðunni.
“En hvað, er það ekki þú
sjálf?” spurði bróðir hennar/ —
“Þetta er mitt hús,” og breytti
svo umtalsefninu._ “Nú þarf ég
ekki að bera áhyggjur af skuld-
unum eður sköttunum, hér höf-
um við nægtir að bíta og brenna,
það er svo guði fyrir þakkandi,
og þurfum ekki að drepa okkur
á vinnu til þess að alt standist á.
Þegar þú hefir lokið erindinu hjá
þeim almáttuga, máttu ekki
gleyma að líta hérna inn.”
Karí kom engu orði upp, en
hugsaði því meira: Vesalings
Pétur! Hann er nú orðinn ein-
mana á jörðunni að strita og
stríða eins og áður.
Um síðir komust þau upp á
fjallið, og þarna var hús þess al-
máttuga. Það var mikið stærra
en stóra kirkjan sem hún einu
sinni hafði séð, þegar hún kom
inn í þorpið. Sá almáttugi var
að ganga inn í húsið, klæddur
biskupsskrúða, en nam staðar og
leit til hennar.
Karí fór að titra, því hún hafði
heyrt að sá almáttugi væri ákaf-
lega harður, en hún vissi að hún
hafði oft breytt þvert á móti því,
sem henni bar að gera, svo hún
stóð í sömu sporum með niður-
slegnum augum og feldar hend-
ur.
“Góðan daginn, Karí.” — Og
sér til mikillar undrunar heyrði
hún að það var sá almáttugi er
talaði í óvanalegum þýðum mál-
róm og aðlaðandi. “Velkomin til
himnaríkis. Komið og takið í
hönd mína, svo sem er siður ykk-
ar.”
Þó Karí væri einurðarlítil,
gekk hún til hans, féll á kné og
fór að gráta, því hún áleit að
hann væri henni svo óumræði-
lega æðri, að sér bæri ekki að
eiga orðaskifti við hann, jafn
syndum hlaðinn vesalingur og
hún var.
“Stattu á fætur, barnið mitt,”
mælti sá almáttugi og þerraði
tár hennar, og sagði að nú gæti
hún verið ánægð, því hér í
himnaríki væri öllum raunum
hennar snúið upp í gleði og
gæfu.
Nú hafði Karí aukist það kjark
ur að hún gat stundið upp: „Þér
munuð ekki trúa öllum sögunum
sem gengið hafa af samkomu-
laginu, og það er aðeins vonda
fólkið sem segir að Pétur hafi
barið mig. Eg man ekki eftir að
hann nokkurn tíma hafi tekið
inn deigan dropa, þegar hann
fór til þorpsins. Hann var svo
brjóstgóður og Mpur og við vor-
um svo hamingjusöm í sam-
búðinni, og ég get ekki munað
að okkur hryti eitt stygðaryrði af
vörum.”
“Það er bæði sanngjarnt og
rétt af yður að tala vel um
manninn yðar,” sagði sá almátt-
ugi, “en nú verðið þér að fara
með englinum og litast um hér í
Paradís, og þar næst að ákveða
hvað yður geðjast best að taka
yður fyrir hendur, því sá er sið-
ur hér, hvort heldur er um karl
eða konu að ræða.
“Ó,” hugsaði Karí, “ég held
að það sé ekki margt sem ég er
hentug til,” — en engillinn sem
nú var kominn, tók hana með
sér og sýndi henni hina hlið
fjallsins; þau liðu yfir smá vötn,
er glóðu í himinljómanum, þar
syntu hópar af hvítum svönum,
er sungu fagurlegar en hún nokk
urn tíma hafði áður heyrt. Eng-
illinn sagði henni að Svanir
þessir hefðu áður verið fólk á
jörðunni, sem hafði gáfur til að
syngja, en vegna fátæktar gátu
ekki borgað kennsluna svo
drottinn hefði breytt þeim í,
og nú fengu þeir að syngja eins
fagurlega eins og þeir vildu. —
Meðfram vatnsbakkanum sá
Karí mikið af vatnsliljum sem
vögguðust í bárunni með opna
bikara. er allir bentu til him-
ins. Engillinn hvað þetta verið
hafa konur, sem sérstaklega
höfðu verið hneigðar fyrir skáld
skap, en ekki átt kost á að verða
það á þennan hátt. Hann fræddi
hana einnig á því að fiðrildin
sem flögruðu kringum þau,
væru hugsanir drottins sem
kæmu stundum og hvíldu
sig á krónublöðunum.
Engillinn spurði svo Karí
hvort hún kysi sér að vera
Svanur, eða vatnslilja.
“Guð komi til, nei,” svaraði
Karí því henni kom Pétur í hug;
ef það ætti fyrir honum að liggja
að koma þangað þá var undir
hælinn lagt, hvort hann kannað-
ist við hana, væri hún orðin að
vatnslilju. Þá sýndi engillinn
henni önnur vötn. þar voru
rauðir og hvítir bátar á siglingu
með skrautklæddu fólki, sem
lék á hljóðfæri. Hún sá einnig
stóran garð, þar dansaði ungt
fólk, karlar og konur og renndu
ástföngnum augum hvort til
annars. Það hafði verið aðskilið
á jörðunni, en fundist hér, og
þær stúlkurnar sem á jörðunni
höfðu verið ófríðastar og lakast
búnar, voru hér fríðastar og
mistu aldrei af dansi. ,
Og engil-linn spurði Karí,
hvort hún vildi eyða tímanum í
bátunum eða verða ung og fögur
og ganga í danssveitina, en Karí
kaus sér hvorugt, og enn hvarfl-
aði í hug hennar heyskapartím-
inn og hvernig það myndi ganga
heima, hvort Pétri aðstoðarlaus-
um yrði mögulegt að afla heyj-
anna.
Þá kom Karí auga á hátíða-
samkvæmi. Þar sat fólk að bor-
um við mat og vín. Flestir höfðu
rósir í hárinu, en klætt silki og
flaueli; hölluðust hverir að öðr-
um og drukku hver annars minni
og þar var hlegið svo hátt að
heyra mátti langar leiðir. Engill-
inn sagði að þetta hefðu verið
allsleysingjar á jörðunni,í og
margir þeirra hefðu þráð veizlur
líkar þessari; nú lifðu þeir eftir'
óskum sínum í lífinu. Þar var
einnig garður; um hann reikuðu
afar grannar konur með karl-
mönnum í riddaraklæðum, eftir
þröngum og grasi grónum trjá-
göngum. Var hver tvímenningur
hulin sjónum þess næsta vegna
trjáa og runna, en þetta var sam-
kvæmt óskum þeirra sjálfra.
Þá sýndi engillinn Karí þyrp-
ingar miklar af körlum og kon-
um er ræddu flókin vandamál,
sömdu samþykktir með greidd-
um atkvæðum, og kusu sér fund-
arstjóra, og engillinn sagði að
þetta hefðu verið þær innileg-
ustu þrár þeirra í lífinu, því væri
þeim gefið færi á að seðja þrá
sína um alla eilífð. Þeir sýndust
óumræðilega glaðir, því andlit
þeirra lýstu sem sólin.
Karí hristi höfuðið og sagði að
þetta væri nú eitt af því sem
hún hefði aldrei getað skilið.
Að lokum sýndi engillinn
henni inn í garð, þar sem.konur
margar voru og gættu barna. —
Engillinn sagði að sumar þess-
ara kvenna hefðu mist böm sín
og fundið þau aftur hér, en aðr-
ar hefðu í lífinu þráð að eiga
barn en aldrei eignast, vana-
legast af því þær höfðu aldrei
gifst. Hér fengju þær börn sem
þær svo oft hafði dreymt um;
hér þvoðu þær börn, klæddu og
svæfðu, en aldrei hafði þeim
dottið í hug að svona gæti verið
skemtilegt, og jafnvel ekki í
himnaríki.
Karí hélt nú raunar, að úr því
að litlu drengirnir hennar væru
móðurlausir á jörðunni, færi hún
ekki að taka á sig ábyrgð á ann-
ara börnum.
Að þessu afstöðnu fór engill-
inn með Karí aftur til drottins og
varð að segja að hún hefði ekki
komist að nokkurri niðurstöðu.
“Hvað!” sagði Drottinn, “er þá
hér í himnaríki enginn staður,
sem yður er boðlegur?”
Karí féll á kné og fór að gráta.
“Ó, það er ekki af því, hér er
alt mikið betra en ég á skilíð,
en — en,” og hún gat ekki sagt
meira.
Verið ekki hræddar við að
segja huga yðar, því að hér eru
allar óskir uppfyltar.”
Karí óx hugur við þessi orð og
sagði: ,
“Ef að svo er, þá kysi ég öllu
öðru fremur að áhúa aftur til
jarðarinnar, því ég get ekki skil-
ið, hvernig hann Pétur kemst af
einn.”
Allir englarnir, sem stóðu í
kringum Drottinn, urðu ótta-
slegnir því þess voru engin dæmi
að þeir sem á annað borð komust
inn í himnaríki, vildu hverfa það
an aftur til jarðarinnar, en Drott-
inn aðeins brosti og sagði:
“Vilduð þér að ég léti sækja
manninn yðar tafarlaust.”
“Eg þakka auðmjúklega,”
sagði Karí, “en þá yrðu þeir
Kristján og Símon eftir föður-
og móðurlausir.”
“Eg hefi verkefni handa þeim
einhversstaðar á jörðunni,” svar-
aði Drottinn. “Hvað viljið þér
þá,”
“Gæti ég fengið að fara að Ási
aftur?” spurði Karí mjög hrædd.
“Eg held ég verði að lofa yður
að fara,” sagði Drottinn, “en
líkami yðar er grafinn, svo þér
verðið ósýnilegar; það er því
mjög lítið sem þér getið aðhafst.”
“Eg fylgdist með Pétri, hvort
sem hann færi og sama væri með
drengina,” sagði Karí, “og þá
þá væri ég jafn sæl englunum
hérna í himnaríki.”
“Eg verð þá að lofa yður að
fara,” sagði Drottinn góðlátlega
og klappaði ofur þýtt ofan á höf-
uðið á henni um leið og hann
sagði englinum að flytja hana til
jarðarinnar.
Þegar þau höfðu farið svo
langt gegnum skýin, að Karín
kom auga á Ás, varð hún gagn-
tekin af unaði; hún kannaðist
við húsið, fjósið og girðingarnar
lengr aút í fjarlægðinni; reykinn
lagði út um strompinn, svo það
var matreitt. Engillinn skildi nú
við hana, því nú þurfti hún ekki
lengur að halda á leiðbeiningum
hans.
I
Þegar Karí nálgaðist, sá hún
að þetta var snemma morguns,
því náttfall var á jörðu og margt
fólk með orf á öxlum og hrífur
í höndum, voru á leið til vinnu
sinnar á enginu. Pétur kom út
úr fjósinu og, teymdi rauðflekk-
ótta kú, sem hann ætlaði að
tjóðra, að því búnu fór hann inn
með mjólkina. Vesalings maður-
inn, og nú varð hann að mjólka
kúna, og það var nú verk, sem
honum lét aldrei vel.
Karí veitti því eftirtekt að
hann hvorki heyrði til hennar
né sá, en hún fór með honum inn
í eldhúsið og settist á hlóðar-
steininn, og horfði á hann sýja
mjólkina; hvað hann gerði það
hirðuleysislega og ekki eins og
átti að vera. Hún tók eftir að sýr-
an mundi súr og hefði ekki verið
þvegin, hann helti einnig niður
á gólfið, þegar hann renndi úr
fötunni; mjólkurbakkinn var
ekki heldur hreinn. Vissi hann
ekki, asninn sá arna, að með
þessari aðferð súrnaði mjólkin
undir eins,
Svo fylgdi hún honum þegar
hann fór inn í svefnherbergið til
að vekja drengina og hjálpa
þeim til að klæða sig. Yngri
drengurinn, sem hét Símon,
spurði hvort mamma hefði kom
ið heim, en pabbi hans sagði
að hann yrði að venja sig af öll-
um spumingum, mamma kæmi
heim þegar hún gæti. Karí
klappaði báðum drengjunum á
kinnina, en hvorugur virtist
taka eftir því, þó Kristján horfði
oft þangað sem hún stóð.
Upp frá þessu byrjaði alger-
lega nýtt líf fyrir Karí í Ási. —
Þegar drengirnir voru sendir
eftir við út í skóginn, fylgdist
hún með þeim til að bægja frá
þeim slysum. Þegar Pétur í hita
dagsins flutti heim hey, var 'hún
með honum og reyndi að létta
honum vinnuna, og á nóttunum
sat hún hjá rúminu hans og
drengjanna, til að bægja frá þeim
erfiðum draumum. Þegar Pétur
fór á fætur á sunnudagsmorgn-
ana, þá reyndi. hún að laumast
inn í huga hans og hvetja hann
til að fara til kirkjunnar. Einu
sinni á hverjum degi fór hún inn
í fjósið til að verja kýrnar fyrir
veikindum, og á haustin, þá frost
gengu um nætur, fór hún út á
akurinn til að telja sér trú um
að frostið hefði ekki snert byggið
hans Péturs.
Undir sumarmálin, datt Pétri
í hug að fara inn í þorpið, en þá
vissi Karí ekki, hvort hún ætti
að fara með honum eða vera
heirna hjá drengjunum meðan
þeir berðust við að sjóða matinn
handa sér, og líta eftir kúnum
í fjósinu. Þó varð það úr að hún
varð heima og bar sig við að
segja þeim til.
Þegar Pétur kom heim, var
hann drukkinn, þá barði hann
drengina, eins og hann áður
hafði barið hana, en daginn eftir
iðraðist hann þess, eins og hann
ávalt hafði gert, vegna þess —
guði sé lof — hann hafði ekki
drukkið frá sér vitið.
Dag nokkurn skeði það, að
ókunnug kona, með böggul und-
ir hendinni, kom að Ási; gerði
hún sig heimakomna, tók að sér
öll matarverkin og fjósið, og
litlu seinna varð Kári vör við að
Pétur var í undirbúningi með að
gifta sig í annað sinn. “Vesalings
maðurinn,” hugsaði Karí. “Ætl-
ar hann virkilega að fleygja sér
í fangið á öðrum kvenmanni," —
Og hún varð að horfa á að kona
þessi klæddist fötunum hennar
sjálfrax. Seinna um sumarið
varð hún þess vör að búist var
við giftingu, og svo bráðlega
komu náungarnir með körfu á
handleggjunum og drukku þeim
til sem hjónum.
Drengirnir litu leynilega hver
til annars; því þeir voru að
hugsa um hana mömmu sína. —
Karí fór með fólkinu til kirkj-
unnar og sat aftarlega í kómum
og horfði á þegar Pétur giftist
þessum kvenmanni.
“Það var afleitt,” hugsaði
Karí, hún kunni ekki einu sinni
að hnýta klútnum um hálsinn,
það var öðruvísi hjá mér.”
Nú breyttist margt hjá Pétri.
Hann og nýja konan flugust á,
og drengirnir fengu svo illa með-
ferð hjú stjúpu sinni, að þeir
grétu sig í svefn.
Og Drottinn hafði horft á þetta
alt saman, og einn daginn kom
engill fljúgandi til Karí og
spurði hana að, hvort hún ekki
vildi koma með sér til hiimna-
ríkis.
“Ó, nei,” sagði Karí. “Eg held
mér líði þar engu betur, meðan
Pétri líður ekki betur en nú er.”
Svo hún varð kyrr og huggaði
sig við að Pétur hugsaði oftar og
oftar um sig og talaði um sig við
drengina, þegar kona þessi var
ekki viðstödd.
Og árin liðu. Drengirnir urðu
fullorðnir menn og tóku stöðu í
söfnuðinum. Seinna giftist ann-
ar bóndadóttur, og erfði bæði
hús og jörð, og hinn fékk ríka
stúlku, hann keypti sér bát og
(Frh. á hl&. 3)
■' 'í' *
P ,/ 111
rynr stor og
smá býlier notkun s "
COCKSHUTT
*
verkfæra allra best
.•tóS-ÍS:
Hjá Cockshutí fásl nýtízku verkfæri til allrar búnað-
arvinnu. Og það sem meira er, að Cockshutt. vélar fást
svo að segja af öllum hugsanlegum stærðum . . . ásamt
úrvali af varahlutum. Þess vegna stendur á sama
hvernig jarðvegur er, eða uppskerutegundir hvori býlið
er stórt eða smált, hvort notaðir eru hestar eða dráttar-
vélar, þá gelið þér ávalt feng-
ið Cockshuli á höld, sem full-
nægja þörfum yðar.
COCKSHUTT
CONDE MJALTAVEL
Að öllu öðru jöfnu, fáið þér meiri
ágóða af hverri kú, ef notuð er
Cockshutt Conde mjaltavél. Þess
vegna nota forystumenn mjólkuriðn
aðarins Cockshutt Conde mjalta-
vél til að auka mjólkurframleiðsl-
una við auknum hagnaði.
COCKSHUTT
DRÁTTARVELA
BINDARA
Hraði við kornslátt leiðir oft til aukins uppskerumagns
. . . og aukins ágóða. En slíkt af orkunni, sem veitt er
frá dráttarvél yðar í Cockshutt bindarann. Hann er til
þess gerður að inna af hendi mikla og jafna vinnu,
klukkustund eftir klukkustund . . . dag eítir dag með-
an á, uppskeruönnum stend-
COCKSHUTT
HARVESTER
COMBINE
Útilokar kostnað við bindaratvinna, og dregur úr kostn-
aði við stökkun og þreskingu. Einn maður vinnur vél-
inni greitt og auðveldlega. Fæst annaðhvort sjálfknúin
eða af dráttarvélagerð.
/