Lögberg - 15.01.1948, Side 7

Lögberg - 15.01.1948, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JANÚAR, 1948 7 r Islenzk Réttritun Síðan ég var unglingur hefi ég- lesið eitt og annað á íslenzku máli, bæði af því, sem gefið hef- ir verið út heima og hér vestan hafs; en svo langt sem komið er get ég ekki greint hvað megi skoðast íslenzk réttritun. Um nokkurn tíma, fyrir svo sem mannsaldri síðan, virtust dagblöðin heima og hér fylgja einni reglu í aðal atriðum, og komust þá, að mínum dómi, nær því að gróðursetja hreint mál en nokkru sinni í sögunni. Með litlum breytingum, sem eðlileg þróun heimtar smátt og smátt, hefði úr því getað orðið mjög viðunanlegt ritmál til frambúð- En von bráðar breyttu blöð- in heima all-nokkuð til í þeim efnum — meira en vöxtur vits °g þarfa lagði skilyrði til — og Iiafa vikublöðin hér síðan hringl að milli skers og báru, og mega að því leyti nú heita hvorki fugl samsuðu orða, sýnilega ætlaða °e fiskur. Samt kaann ég betur við þau enn, en það sem ég hefi séð frá sama sviði í Reykjavík. Verið getur að útgefendur bóka hafi einnig um sáma skeið hallast að einni megin-reglu í réttritun; en nú um nokkurra ára bil að minsta kosti hafa höfundar farið mikið eftir eigin srnekk og vild í þeim efnum, og hennir þar því margra grasa. — Mismunurinn er svo mikill að við rannsókn myndi útlendur mál- fræðingur eiga bágt með að skipa hinum ýmsu sýnishomum undir eitt og hið sama tungu- mál. Eg hefi nýlega lesið tvær bæk- Ur, sem gefnar voru út á íslandi fyrir rúmu ári ssíðan, aðra eftir Halldór K. Laxness, en hina eftir 'lónas Jónasson frá Hrafnagili. ^áðar eru vandaðar að hugsana- skipun og öllum frágangi en svo °Iíkar hvað réttritun snertir að ^art getur hugsast að báðar hafi °niið til í sama héraði á sömu éld í fámennu landi. í bók Halldórs, til dæmis, er setuna —z— hvergi að finna sPjaldanna milli. Aftur notar •lónas hana óþarflega víða, svo sem í orðunum komizi, iíðkazt. haldizi o. s. frv., þar sem essið 8 var áður látið duga, og fór á. Ð er nefnilega ekki full- aominn raddstafur. Fyrir úrfell- jð ds. og is er z miklu afsakan- egri, úr því ^iún á enn heima í stafrofinu. Hið einfaldara, í rit- ^áli sem öðru, ætti að eiga for- réttinn þar sem hugtökum og til- vitnun orðanna er ekki með því ^nisþyrmt of skaðlega. , ^att er það að z í staðinn fyrir aí'fellið ðs í einstöku tilfellum er erðið að tízku, sem mætti við- haldast að meinalitlu þangað til almennari hefð krefst fullkpm- ínnar lausnar; en aukinn hábind- jug í þá átt að hefja seluna til hmrra og víðfeðmára veldis er ó- Pjóðleg og smekklaus tilhneig- lng. En svo langt gengur áfergja énasar i því, að hann ber við nota z fyrir einfalt s, eins og 1 orðinu sezl, sem hann stafar .,nrn§: seízí* Það er frá öllum sjónarmiðum hreinasta afmán. Fyrir löngu var sú regla við- ekin að sleppa öðrum af tveim raddstöfum framan við harðan raddstaf við beygingu orða, og yeldur það töluverðum sparnaði, lýta. Þeirri stefnu fylgir Hall- ór að jafnaði, en Jónas ekki. Af andahófi tek ég til dæmis orð- ln' aHl' þykkt, glöggt, fylltur, 8 ammtur, unnt, misst, minnk- nn hjá Jónasi. í bók Halldórs, insvegar, er stöfunin svona: alt, þykt, glögt, fyltur, skamtur, unt, mist, mínkun, og er það að yúklum mun viðfeldnara og Praktiskara” að mínu áliti. þó kann ég ekki við þau ný- ^næli hjá Halldóri að setja högg yiir i-ið í minkun, og hvarvetna raman við ng og nk. Allir hafa yrir löngu síðan vanist á að við- , a^a í-hljóðið í þeim tilfellum hvort sem er; og þar sem það er 1 verunni afbökun frá hinni upp- og til dæmis vesturítalía, suður- frakkland, og svo framvegis. Eins og ég gat um hér að ofan hefi ég lesið ýmislegt á íslenzku máli síðan ég var barn, en ekki fyr en ég varð miðaldra reyndi ég að skrifa neitt á því máli sjálfur. Upp að þeim tíma hafði enskan léð hugsuninni umbúðir sínar að mestu leyti; og þar sem ég hefi aldrei notið tilsagnar hjá neinum í íslenzkum fræðum má það réttilega álítast býræfni af mér að deila um réttritun á þeim vettvangi. Enda finn ég til van- efnanna. En því, aðeins, dirfist ég að hreyfa hér málum að ég finn hve víða potturinn er brot- inn, og þar að auki eru, mér vitanlega, alls engar ábyggilegar heimildir til fyrir hreinu íslenzku máli. Stuttlega sagt fist mér íslenzk- an nú öll í molum og óreiðu, og því nauðsynlegt að á því sé ráð- in bót hið fyrsta. Lærðustu og vitrustu menn þjóðarinnar ættu að taka sig til og semja gildandi reglur, sem einn og allir gætu farið eftir með öryggi. í þannig nefnd væri Siggi Júl. sjálfsagð- astur allra, því auk þess að hafa þekkingu á hinum beztu heima mönnum jafnt, hefir hann slopp- ið við mest af hinum spillandi á- hrifum er heimaþj. hefir þolað á síðari árum. Eins og enskan hefir haldist hreinust og fegurst feld og ómissandi hvert öðru að 1 ýmsum landshlutum Ameríku en orðið að hrognamáli á Eng- landi sjálfu, svo hefir íslenzkan að vissu leyti forvarast betur, þar sem bezt er vestanhafs, en heima. íslenzkan til dæmis á Andvökum Stephans G. er að mínu áliti hreinni, smekklegri haflegu bygging málsins, er síszt bætt með því að örfa þá til- hneigingu með augljósum merkj- um. Ennfremur er Halldór tekinn uppá því að nota au víða þar sem ö hefir tíðkast langa lengi, svo sem í orðunum: löng, töng, stöng. Og þar sem einfalt e hefir orðið að hefð, eins og í orðunum: eng- inn, genginn, bætir hann i-i við og skrifar einginn, geinginn. — Væri það gert að alsherjar reglu, mætti það kannske afsakast; en full-langt þykir mér gengið þar sem hann lætur eigin-nöfn hlýta sömu meðferð, eins og með því að gera Eingland úr Englandi. Og svipað mætti segja um orðið Kelling, fyrir kerling — breytt þannig á að gizka aðeins í þágu latmælginnar. Einnig sé ég hjá Halldóri í fyrsta sinni mjög nýstárlega bæði höfundi og lesara til léttis. Eg á við orð eins og þessi: eftilvill, altaðþví, altframá það- anafsíður, einguaðsíður. Hug- myndin sem í þessu felst líkar mér fremur vel, og ég hygg að margir aðrir nútíma-höfundar fari bráðum í þau fótspor hans, að minsta kosti að nokkru. Orðin “ef til vill” eru orðin svo sam- þau hafa þegar skapað sér ein- ingar-eigind í málinu og mættu því gjaman ritast samkvæmt þeim eiginleika. Hin önnur til- teknu orð eru einnig nægilega þríein til að geta hlýtt sama lög- máli, nema ef vera skyldi orðið “enguaðsíður”, sem fellur hálf lúalega saman bæði fyrir augað og tunguna. En það er nákvæm lega hliðstætt enska orðinu “neverthless”, sem myndast hef- ir á sama hátt og er nú fullveðja eining. Hinsvegar er Halldór, eins og flestir landar sem rita, víða sek ur um það að renna hálf-óskyld um orðum saman í eitt án skifti- bands. Það hefir mér ævinle^ þótt leiður galli á íslenzkum rit- hætti. Að vísu er sú freistni orð- in svo almenn, og merkjalínan svo óljós, að einungis hið ábæri- legasta stingur mann í augúm nú orðið. Þar sem tveir samkynja hljóðstafir eða þrír raddstafir lenda saman við tenginguna finst mér óhæfa að sleppa band- inu, hversu almenn sem hefðin til hins kann að verða. Orðin auka-alriði, þált-laka, vall-lendi, og önnur af þeim toga, verða af- skræmi án bandsins, sem maður sér þó oftlega á prenti; en þá kastar þó fyrst tólfunum þegar eiginnafn verður annar hluti orðsins, án skilgreiningar, eins MAGNÖS JÓNSSON Hallgrímur Pétursson I —II H. f. Leiftur. Reykjavík 1947 og íslenzkari en neitt af því, sem nú er að skapast á Islandi. Frá upphafi hefi ég ávalt notast við orðin hefi og hefir af því að hinir betri höfundar rit- uðu þannig til forna, og gera oft enn. En aldrei féll mér það vel; og með því að flestir eru nú farnir að rita hef og hefur í stað hins, býst ég við að breyta nú til líka. Þó með því sé slæðst inn á landhelgi orðsins hefja, varðveit- ir kjarni umtals-efnisins oftast skilninginn. Enda eru þannig tvímæli ekkert einsdæmi. Hins- vegar, með stöfun orðsins alls —als— eða alll —alt— og æfi —ævi— og fleira, hefi ég látið reka á reiðanum, því hinir hátt- virtustu höfundar virðast vera þar ósammála eins og annars- staðar. Vera má að ég sé hér að gera úlfalda úr mýflugunni og ærsl að ófyrirsynju, og deyr það þá sínum drotni eins og alt, sem ónýtt er. En gaman væri að vita hvort nokkrir aðrir hafa hnotið á sömu skerjum í kyrþey þessi árin. P. B. Ekki má minna vera, en vakin sé athygli á hinu mikla og merki- lega riti prófessors Magnúsar Jónssonar um Hallgrím Péturs- son, ævi hans og starf, sem H. f. Leiftur hefir gefið út með svo fögrum frágangi að unun er að. Efa ég ekki, að margur muni grípa bók þessa fegins hendi, svo hugfólgin sem ljóð Hallgríms Péturssonar hafa verið íslenzkri þjóð um nálega þriggja alda skeið. Er hér í fyrsta sinn gerð ýtarleg tilraun til að gera Hall- grími og verkum hans þau skil, sem verðug eru minningu þessa ágæta trúarskálds, sem bezt hefir ornað íslenzkri þjóð um hjarta- ræturnar, þegar hún hefir þurft þess mest við. Auk þess sem próf. M. J. tekur sér fyrir hendur í riti sínu að segja ævisögu H. P. svo ýtarlega, sem kostur er á og gögn eru fyrir hendi, er það megintilgangur hans, að lýsa ritverkum Hall- gríms í bundnu og óbundnu máli og grafast á þann hátt eftir skap- ferli hans og lífsskoðunum. Er þetta gert í þeim tilgangi, að laða menn til að lesa verk skáldsins og draga athyglina að því, sem snilldarlegast er og sígildast, og kenna mönnum að meta það og elska. Með þetta fyrir augum er tekið inn í ritið mikið úrval af öllu því, sem Hallgrímur hefir bezt ort og ritað, meðal annars allir Passíusálmarnir, kaflar úr Diarium og Eintali, ritum, sem almenningi eru nú orðin lítt kunnug. Ennfremur er birt þarna á prenti í fyrsta sinn Burifarar minning Árna lögmanns Odds- sonar, sem sýnishorn af útfarar- ræðugerð Hallgríms Péturssonar. Allt er þetta gaumgæft af mikil- li alúð, til að komast eftir vinnu- brögðum og hugsunarhætti skáldsins, og unnið af þeirri skarpskyggni, sem vænta má af höfundinum, svo að stórmikill fengur er að fyrir íslenzka bók- menntasögu. Samkvæmt þessu hefir höf. raðað efninu þannig niður, að í fyrra bindinu er fyrst svipast um og lýst aldarfari, þegar Hallgrím- ur Pétursson kemur fram á sjón- narsviðið. Hann er mikið ljós á myrkri og dapurri öld. Þá kemur ævisaga H. P. (bls. 17 — 72), síðan kafli er fjallar um útlit hans, skapferli, hjónaband, hemilishagi efni og kringumstæður (bls. 73— 127) og því næst er tekin til með- ferðar rímnaskáldskapur hans og annar kveðskapur utan Passíu- Ferðafélag íslands 20 ára Félagið á nú sjö sæluhús og hefir gefið út 20 árbœkur F. í. ætlar að halda áfram sæluhússbyggingum Eftir 20 ára starf hefir Ferða- félag íslands byggt 7 sæluhús, gefið út um 20 héraða- og byggða- lýsingar og efnt til mörg hundr- uð ferða með þúsundir þátta- kenda. Skuldlaus eign félagsins er nú um 280 þús. krónur. Ferðafélag íslands hefir nú Tilgangur félagsins hefir jafn- an verið að stuðla að ferðalögum á Islandi, vekja áhuga lands- manna á þeim, séstaklega til þeirra landshluta sem almenn- ingi eru lítið kunnir, en eru fagr- ir, sérkennilegir. Þá að beita sér starfað í 20 ár. Það var stofnað fyrir byggingu sæluhúsa í ó- 27. nóv. 1927. Stjórn þess hefir j byggðum, stærri og fullkomnari alltaf verið vel skipuð og hafa' en tíðkast hefir. Einnig að gefa forsetar jafnan verið hinir mæt- j út ferðalýsingar um ýmsa staði, ustu menn. Fyrsti forseti félags- g e r a uppdrætti og leiðarvísa ins var Jón Þorláksson borgar- stjóri, en aðrir forsetar hafa verið þeir: Björn Ólafsson stórkaup- maður, Gunnlaugur Einarsson varðandi ferðalög. Þá var líka tilgangur fél. að ganast fyrir að ruddir séu og varðaðir f jallavegir og þeim haldið við. Kynna fólki læknir, Jón Eyþórsson verður- jarðfræði landsins, jurtaríki og fræðingur og hin síðustu ár Geir G. Zoega vegamálastjóri. Á stofn- fundi voru skrásettir 63 félags- menn og teljast þeir stofnendur þess. sögu ýmsra merkra staða. Félagið hefir á þessum árum farið í fjölda skemmtiferða víðs- vegar um landið, í byggðir sem óbyggðir og . h a f a þúsundir manna ferðast með því. Sælahús á félagið 7 í óbyggS- um. Fyrsta húsið var byggt í Hvítárnesi árið 1930, svo voru byggð sæluhús í Kerlingarfjöll- um (1937), Hveravöllum (1938) Þjófadölum (1939) og við Haga- vatn (1942). Þá var keyptur her- mannaskáli norður í Brunnum við Kaldadalsveg (1944) og loks byggt mjög vandað sæluhús við jökulrönd Snæfellsjökuls. Húsin eru öll vel úr garði gerð og vist- leg. Verðamæti húsanna er að minnsta kosti 150 þús. krónur og á þeim hvíla engar skuldir. Félagið hyggst að halda áfram sæluhúsabyggingum á næstu ár- um. Að tilhlutan Ferðafélagsins hafa verið gefnir út margir upp- drættir af Islandi og hin síðari' ar síðustu í haust. sálmanna (bls. 131—359). Síðara bindið fjallar um Passíu sálmana (bls. 5—206), rit Hall- gríms í óbundnu máli (bls. 207— 268), ritferill hans o. fl. Loks eru myndir og ýmsar skrár, er bókin rúmar 700 bls. að stærð. Prófessor M. J. er það manna bezt lagið að rita skemmtilega um þjóðleg efni. Rit hans leiftrar víða af hnyttilegum og skarpleg- um athugasemdum og vel og hóf- samlega hefir honum tekizt að fjalla um ýmsar þjóðsagnir og munnmæli, sem myndast hafa um H. P., og greina þar sannleiks kjarnann frá hisminu. — Verður myndin, sem hann dregur af H. P. furðu skýr og eftirminnileg. Hér þarf enginn að búast við að hitta fyrir sér uppdubbaðan pre- láta, heflaðan og tungumjúkan, heldur kemur Hallgrímur til dyr- anna eins og illa slípaður demant, með skörpum köntum og ann- mörkum, íslezkur alþýðumaður í húð og hár. Hann er furðu “ó- embættislegur” eins o g höf. kemst að orði, en stærð hans sést bezt úr fjarsýn aldanna eins og títt er um mikilmenni, sem lítt hirða um að halda sér til hefðar og virða andann meir en verald- argengi. Og enda þótt hinn trú- legi innileiki hans sé mikill, ber eigi mina á mannviti hans og norrænni skapgerð. Hann er glettinn og gamansamur og getur beitt fyrir sig napurri hæðni og skoðar vesaldóm mannlífsins úr mikilli hæð. En þó kann hann bezt við sig meðal smælingjanna, þar sem hann hefir það verksvið að fagna með fagnendum og gráta með grátendum. Þegar stórhöfðingjar bera saman ráð sín á Alþingi, liggur hann “uppi í hallinu og talar við ýmsa menn og gamnar sér við smádrengi”, því “maðurinn var upp á slétta bændavísu í siðferði og hátta- lagi, hvar af það sést, að það hét um hann sem aðra menn: hver hefir sinn brest”, segir séra Vigfús Jónss(*n um hann. Passíusálmarnir hafa nú verið prentaðir 60 sinnum, eftir því sem próf. M. J. telst til, og oftar en nokkur önnur bók á íslandi, en ýmislegt er enn óprentað eftir Hallgrím og má svo búið ekki lengur standa. Þó að ljóð og kvæði H. P. hafi nokkrum sinn- um verið gefin út í úrvali, þá er ennþá eftir að gefa út vandaða vísindalega útgáfu af öllum rit- um skáldsins og er naumast vansalaust að láta það bíða öllu lengur. L^ikur vafi á um sum kvæðin, sem Hallgrími eru eign uð, hvort þau eru eftir hann, og eins má vera að ekki sé enn öllu til skila haldið, sem hann hefir ort. Það er að vísu ekkert á- hlaupaverk, að grafast eftir þessu í því ógrynni af sálmum sem geymt er í handritasöfnum vorum, en skylda vor er það við minningu Hallgríms, að reyna að m. k. að finna sem réttastan texta að kvæðum þeim, sem víst er að honum eru réttilega eignuð. Þó að rit próf. M. J. sé ágætt á sínu sviði, þá eru enn mörg við- fangsefni eftir órannsökuð í sam- bandi við hann, eins og höf. líka bendir margsinnis á. Stendur þetta rit próf. M. J. samt í fullu gildi og á hann þakkir alþjóðar skilið fyrir það starf, sem hann hefir í það lagt. Eins og fyrr er getið er allur frágangur bókarinnar útgef- anda til mikils sóma. Prentun er hin smekklegasta, upphafsstafir við kaflaskifti fagurlega dregnir og er ekkert til sparað að gera bókina sem bezt úr garði. Prent villum megnar enginn mannleg- ur máttur að sporna við meðan línusteypuaðferðin er notuð, en þó hefi ég ekki rekið mig á margar, sem eigi má auðveldlega lesa í málið. I ættarskránni á bls. 20 er þó slæm prentvilla. Systur dóttir Hallgríms Péturssonar ér nefnd Snjólaug og maður henn- ar Jón Þórðarson. Samkvæmt manntalinu 1703 hét hún Snæ- laug ogunaður hennar Jón Þór- arinsson. Var hann sonur þeirra séra Þórarins prófasts á Hrafna- gili Jónssonar. Hjón þessi búa á Grund í Höfðahverfi 1703. — Frá fleiri systkinum Hallgríms má ættir rekja. Benjamín Krisljánsson. íslendingur, 26. nóv. ár hefir félagið sjálft annast út- gáfu aukna og endurbætta. Leið- arlýsing frá Reykjavík til Akur- eyrar með myndum er mjög þarf- ur ritlingur ritaður af Steidóri Steindórssyni menntaskólakenn- ara. Þá eru þjóðkunnar árbækur Ferðafélagsins og munu vera taldar með merkari bókum sem eru gefnar út hér á landi. Þær fjalla um þessi efni: Árbók 1928 Þjórsárdalur, 1929 Kjalvegur, 1930 Þingvellir, 1931 Fljótshlíð, Þórsmörk og Eyjaföll, 1932 Snæfellsnes, 1933 Fjalla- baksleið, nyrðri, 1934 Þingeyjar- sýsla, Mývatn, 1935 Vestur- Skaftafellssýsla, 1936 Nágrenni Reykjavíkur (Landnám Ingólfs), 1937 Austur-Skaftafellssýsla, 1938 Eyjafjörður, 1939 Fuglabók- in, 1940 Sæluhús og Veiðivötn eystri, 1941 Kelduhverfi, Tjörnes, 1942 Kerlingarfjöll, 1943 Ferða- þættir, 1944 Fljótsdalshérað, 1945 Hekla, 1946 Skagfjörður. Árbók fyrir yfirstandandi ár mun koma út fyrir hátíðarnar, fjallar hún um Dalasýslu og er skrifuð af Þorsteini Þorsteissyni sýslumanni. Verður það 20. ár- bók félagsins. Flestar árbækurn- ar eru uppseldar enda voru upp- lögin lítil meðan félagið var fámennt. En vegna þess, hve félagið h e f i r vaxið hröðum skrefum ár frá ári og er nú kom- in upp í 6180. Ferðafélagið hefir efnt til þriggja ljósmynda- og ferða- tækjasýninga, 1933, 1937 og þeirr - Sýndar hafa verið 13—14 hundruð myndir, en sýningargestir verið 14000—15000. Starfandi deildir í Ferðafélagi Islands eru á: Akureyri, Húsa- vík og Vestmannaeyjum og Fjallamenn sem hafa bygt tvo vandaða fjallaskála á Fimm- vörðuhálsi og á Tindafjallajökli. Stjórn Ferðafélags íslands skipa nú: Forseti: Geir G. Zoega, vegamálastjóri. Vara- forseti: Pálmi Hannesson, rektor. Meðstjórnendur: Gísli Gestsson, bankafulltrúi, Guðm. Einarsson, myndhöggvari, Helgi Jónasson frá Brennu. Jón Eyþórsson, veð- urfræðingur. Kristján Ó. Skag- fjörð, stórkaupmaður. Lárus Ottesen, kaupmaður. Þorsteinn Jósepsson blaðamaður, Jóhannes Kolbeinsson, trésmiður. Hall- grímur Jónasson, kennari. Framkvæmdastjóri og gjald- keri félagsins: Kristján Ó. Skagfjörð, stórkaupmaður, Tún- götu 5. Pósthólf 545. Sími 3647, Reykjavík. Steinþór Sigurðson mag. scient, er lézt 2. þ. m., var vara- forseti félagsins, en í hans stað var kosinn Pálmi Hannesson rektor. Vísir, 24. nóv. Viðskiftavinurinn: — Viljið þér ekki líta á, hvað þér hafið gert við það, sem ég sendi yður um daginn? Þvottahúseigandinn: — Eg get ekki betur séð en þetta sé í fylsta lagi. Þessi vasaklútur lítur ágæt- lega út. Viðskiftavinurinn: — Vasavið- klútur? Þetta var lak.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.