Lögberg - 12.08.1948, Side 6
6
LÖGBERG, FÍMTUDAGLNN 12. ÁGÚST, 1948
Ættmaðurinn
Eftir
THOMAS DIXON, Jr.
Andagift Ben v'ar smitandi og kímnis-
gáfa hans ómótstæðileg. — Elsie var
með Ben á meðan að hann var að hress-
ast, og hún hafði hið mesta yndi af sam-
félaginu með honum. Hið tilkomu mikla
unglingsandlit, fnamkoma hans og per-
sóna, kröfðust opinskárni og alúð. —
Töframagnið sem honum fylgdi var
gjöf guðanna. Þetta skarpa samræmi
á milli skilnings, sem var skarpur,
næmra tilfinninga og meðlíðunar. Mál-
rómur hans var þýður og hljómbær, og
áherslur máls hans mjúkar. Lífsskoð-
un hans var víðtæk og drengileg með
dásamlegu kæruleysi um öll þýðingar-
laus og smávægileg atriði. Daglega
komu fram ný skapbrigði hjá þessum
manni og lundareinkenni sem drógu
Elsie að sér.
“Hvað eigum við að gjöra, ef að
Stanton lætur taka þig fastann?”
spurði Elsie einu sinni.
“Ertu hrædd um að þeir muni taka
mig fastann fyrir eitthvað?” spurði
hann. “Það væri þó svei mér hlægilegt.
Verjtu ekki óróleg út af því. Þeir vita,
þessir Norðanmenn, við- hverja þeir
eiga að leika sér. Eg barði of oft á þeim,
til þess að þeir fari að eiga meira við
mig”.
“Eg stóð í þeirri meiningu að þeir
hefðu barið á þér”, svaraði Elsie.
“Láttu þér ekki detta það í hug. Við
gengum fram af okkur við að berja á
þeim”.
Elsie brosti, tók upp hljóðfærið og
bað hann að syngja undir með sér.
Hún hafði ekki hugmynd um að hann
gæti sungið, en henni til furðu söng
hann herbúða-lög sín djarflega, með
viðkvæmni og djúpri tilfinning.
Undir söng hans kom fram í huga
Elsie tíminn óttalegi sem hún og móðir
hans biðu milli vonar og óttar við hvílu
hans á meðan að líf hans lék á þræði
örlaganna, og það komu tár fram í
augu hennar.
Það rann nýtt ljós upp fyrir augum
Ben’s sem varpaði yl og fögnuði inn í
sálu hans.
IV. KAPÍTULI
Falinn fjársjóður
Ben hafði nú varið meira en mánuði
til að reyna að fá föður sinn leyst.ann úr
varðhaldinu, en ekki tekist það. Hann
hafði að vísu fengið því ágengt, að fað-
ir hans var færður í vistlegri klefa, að
hann fengi bækur til að lesa, og fengi
að ganga í fangelsisgarðinum sér til
hressingar daglega, í umsjón fanga-
varðarins. Hið þægilega viðmót læknis-
ins, fróðleikur hans, hin hugþekku per-
sónuleg áhrif hans og hugrekki hans í
erfiðleikunum, hafði vakið athygli og
aðdáun yfirlæknisins á sjúkrahúsinu og
eftirlits- og umsjónarmanna þess.
Elsie beitti öllum tíma og hugviti til
að reyna að ná í afrit af kæruskjalinu á
hendur Cameron lækni, sem háyfirdóm
ari ríkisins hafði útbúið og sem þvert
ofan í borgaralegu lögin, að hann
kvaðst hafa rétt til.
Ben leit á skrípaleik þennan með létt-
úðarfullu kæruleysi frá byrjun, og í síð-
asta samtalinu sem hann átti við föður
sinn, hafði hann með gáska sínum kom-
ið föður sínum til að hlægja.
“Eg er farinn að halda, faðir minn,
að þú hafir ásett þér að laumast í burtu
og skilja okkur eftir í allri súpunni”.
“Hver sagði að ég ætlaði að fara að
deyja?”
“Eg heyrði 9,ð þú værir að reyna að
koma þér þannig undan”.
“Það er misskilningur. Eg ætla mér
að lifa, þó ekki væri til annars en að
storka óvinum mínum og vera með þér.
En þú þarft að ná í afskrift af kærunni
sem þeir hafa á móti mér, ef þú vilt ekki
að ég velti um”.
“Það er einkennilegt, ef að hægt er
að dæma mann, án þess að hann fái
að vita nokkuð um sakir þær sem að
hann er kærður um”.
“Sonur minn. Við erum nú í höndum
uppreisnarmanna, stríðsmatsmangara,
akkorðsmanna og spekúlanta. Þjóðin
sekkur niður á sitt lægsta þroskastig á
næstkomandi árum. Enginn getur sagt,
hver endir á því verður”.
“O, sussu, sussu! Það er hegningar-
húss-grýla í augunum á þér”.
“Eg reiði mig á þig”.
“Eg skal sjá þér borgið, ef þú legst
ekki niður og deyrð til að komast hjá
erfiðleikunum. Þú veist, að þú getur
gjört það, ef þú ásetur þér það nógu
ákveðið.”
“Eg lofa þér því, drengur minn”.
“Þá skal ég lof aþér að lesa þetta bréf
að heiman”, sagði Ben og rétti honum
bréfið. —
Læknirinn var dálítið skjálfhentur á
meðan að hann var að sitja upp gler-
augun. Svo las hann.
“Elsku drengurinn minn: Eg get ekki
með orðum lýst, hve mikið gott bréfin
frá þér hafa gjört okkur. Þau hafa verið
okkur eins og sólargeisli sem skín í gegn
um opinn glugga, og f jallablær sem leik
ur manni um kinn.
Það hefir margt á dagana drifið hjá
okkur Margréti. Eg sendi þér í þessu
bréfi síðasta dollarann sem við höfum
handa á milli. Þú verður að gæta hans
vel og treina þér hann þangað til hann
faðir þinn er kominn heim aftur. Eg
þori ekki að geyma dollarann lengur
heima. Hér er enginn hlutur óhultur.
Öllum silfur-borðbúnaðinum okkar og
öllu öðru, sem hægt hefir verið að bera
í burtu, hefir verið stolið síðan að við
komum heim.
Uncle Alick sagði frá hvar Jake
hafði falið baðmullar baggana okkar
dýrmætu. Stríðið er fyrir löngu um garð
gengið, en umboðsmaður ríkis-fjárhirzl
unnar fastsetti þá, og bauð okkur svo
að leysa þá undan banninu, ef við gæf-
um honum fimm bagga, sem hver um
sig var $300 gulldollara virði. Eg þáði
það boð, og innan viku kom annar þjóf-
ur og lýsti hina fimtán baggana í bann
Þeir stela þessu sjálfir og stjórnin sér
aldrei grænan eyrir af verði þess. Við
þorum ekki að reyna að selja baðmull-
ina opinberlega, því hver einasti baggi,
sem þannig er sýndur, er óðara gjörð-
ur upptækur.
Við sáðum engu í sumar. Negrarnir
fá allir fæðispeninga frá hinni svoköll-
uðu frjálsra manna skrifstofu — Freed-
man’s Bureau. — Við höfum hafið gest-
gjáfasölu í húsinu okkar og orðstýr
okkar fyrir matreiðsluna hefir víða
farið. Margrét er féhirðirinn. Hún hefir
lært alla hluti. Við reyndum að sá í
landið, þegar að við komum heim, en
Negrarnir hættu vinnu. Umboðsmaður
frjálsra manna skrifstofunnar, sagðist
skyldi senda þá til baka, ef við borguð-
um honum $50.00. Við gjörðum það og
þeir unnu í viku. Okkur þótti álitlegra
að reyna gistihúss haldið. Við vonum
að við getum látið vinna á landinu að
ári. —t
Nýi presturinn við Þresbetríönsku
kirkjuna heitir Hugh McAlpin, efnileg-
ur, myndarlegur og mælskur.
Lenoir dó í vikunni sem leið, en æfilok
hans var svo fögur, að hrygðin út af
fráfalli hans, var gleðiblandin. — Hann
talaði stöðugt um hann föður þinn og
hve fólkið saknaði hans. Hann virtist
miklu hressari daginn sem hann dó og
við fórum með honum skemtiferð til
Lovers Leap. Það var þar sem hann
trúlofaðist Jeannie fyrir sextán árum.
Þegar við bjuggum um hann á bekknum
á hamrabrúninni og hann leit yfir ána
og bergvegginn hinum megin, var eins
og yfirbragð hans ummyndaðist, og hefi
ég aldrei séð meiri frið og gleði stafa
frá ásjónu nokkurs manns.
“Hve heimurinn er dásamlega fagur,
kæru vinir”, sagði hann og tók í hand-
leggina á Jeannie og Marion.
Þær fóru báðar að gráta, en hann
hélt áfram með bros á vör.
“Nú, nú, þykir ykkur dálítið vænt um
mig?”
Þær kystu þegjandi á hönd hans.
Jæja, þá verðið þið að lofa mér
tvennu staðfastlega hér, í viðurvist frú
Cameron!”
“Við gefum þau loforð fúslega”,
sögðu þær báðar samhljóða.
“Að þegar ég sofna, að þá skyggi
engin sorgarslæða á sólargeislana í
litla húsinu okkar, og berið þær heldur
aldrei sjálfar, og að þið sýnið kærleik
ykkar til mín með því að auka á fegurð
blómabeðanna minna, og minningunni
um mig lifandi með því að vera eins
yndislega geðþekkar og þið eruð í dag
og á þann hátt hjálpa til að gjöra lífið
sælla og fegurra. Eg vona að þú Jeannie
förunauturinn minn, haldir þínum upp-
tekna hætti með að gleðja æskuna. —
Láttu gleði hennar ekki þverra um eins
mánaðar tíma fyrir það að ég hefi
lagst til hvíldar. Láttu hana gleðjast,
syngja og dansa —”.
“Ó, faðir!” stundi Marion upp.
“Vissulega, fagra litla, alvarlega
stúlkan mín. Eg verð ekki langt i burtu
Eg verð nálægur og hvísla ljóðum mín-
um í eyru þeirra, og þín. Þið lofið mér
þessu báðar?”
“Já, já!” svöruðu þær báðar.
Þegar að við ókum til baka í gegnum
skóginn, brosti hann þýðlega og sagði
við mig:
“Nágranni minn, Cameron læknir,
borgar skatt af þessum skógi, en ég á
hann. Þegar að vindurinn hefir hjalað
við lauf trjánna, þá hefir söngmál
þeirra látið betur í eyrum mér en radd-
ir snillinganna, og þegar ég sef, þá ber-
ast hljómöldur þeirra mér til eyrna frá
hörpum þeirra ósýnilegu hljómsveitar”.
Hann dó skyndilega seinna um
kveldið og síðustu orðin hans voru. —
“Dragið tjöldin til hliðar, og lofið þið
mér að sjá einu sinni enn, silfurbjart-
an skóginn”.
Þær eru að leitast við að uppfylla
óskir hans. Eg komst að því að þær
voru matarlausar, og að hann hafði dá-
ið af næringarskorti — sem er gælu-
orðtak fyrir hungur. Eg hefi skift því,
sem við höfum, við þær, en sendi þér
afganginn. Mér finnst Marion líkjast
föður sínum æ meira og meira. Þær eru
báðar börnin míp.
Litli sonar-sonur minn, hann Hugh,
er yndislegt barn. Hann var mjög ung-
ur, þegar þú fórst. Frú Lenoir tók hann
að sér, þegar þeir tóku hann föður þinn
fastann. Hann er svo líkur Hugh bróð-
ur þínum, að í hvert sinn sem ég lít á
hann, þá finnst mér að ég sjái Hugh
sjálfann. Þú ættir að heyra hann flytja
borðbænina, sem hann sjálfur hefir
samið, og les við hverja máltíð. Hún er
svona: “Guð, vertu svo góður að gefa
honum afa mínum eitthvað gott að
borða í fangelsinu, varðveittu heilsu
hans, láttu hann ekki líða meiri þraut-
ir, og færðu mér hann heim sem allra
fyrst, í Jesú nafni, amen”.
Eg vissi ekki áður, hve innilega vænt
að fólki þótti um læknirinn, né heldur
hve fólk leitaði til hans, og reiddi sig á
hann með allt. Menn, bæði hvítir menn
og dökkir, koma á hverjum degi og
spyrja eftir honum. Sumir þeirra langt
norðan úr fjöllum.
Guð einn veit, hve eyðilegt hefir verið
hér á heimilinu og í heiminum, síðan að
hann faðir þinn fór. Þeir segja, að þeir
sem unnast, og eru í náinni heimilis-
sambúð svo árum skiftir, líkist hver
öðrum, bæði andlega og líkamlega, í
smekk, í siðgæði og venjum. Mér hefir
reynst það. Fólk hefir sagt mér að fað-
ir þinn og ég, séum líkari hvort öðru,
heldur en þó að við værum skildgetin
systkini. Andlega talað er ég viss um
að það er satt. Eg veit að þér þykir vænt
um hann föður þinn, og að þú lætur ekk
ert ógjört sem þú getur gjört og miðar
honum til velferðar og öryggis. Seigðu
honum, að sú eina afþreying sem mér
veitist í fjarveru hans er, að berjast
fyrir daglegum þörfum, og undirbúa
heimili okkar undir heimkomu hans.
Þín elskandi móðir”.
Þegar Cameron hafði lokið við að
lesa bréfið, horfði hann út um fangelsis
gluggann á þakhvelfingu þinghússins,
dálitla stund og sagði ekki orð. — Svo
sneri hann sér að Ben og sagði:
“Veistu það, drengur minn, að það
er konungablóð, sem rennur í æðum
þér? Hún móðir þín er undursamleg
kona. Eg fyrirverð mig þegar að ég
hugsa til þess, að ég í einhverju ráða-
leysi var að því kominn að leggja árar
í bát og hugsa svo um hana, sem með
ódauðlegu hugrekki hefir staðið gegn
straumi lífsins, séð á bak sonum sínum,
mist eigur sínar og mætt erfiðleikunum
sem standa í sambandi við þig og mig
— ein, og aldrei hopað aftur á bak á
hólminum. Og nú breytir hún heimili
sínu í gestgjafahús og hefur lífssókn-
ina að nýju, án þess að láta sér ósigur
til hugar koma. Suðurríkin eru enn
auðug, mitt í eyðileggingunni”.
“Þú ætlar þá ekki að gefast upp, en
standa móti broddunum og fara heim
með mér til hennar”.
“Já, þú getur reitt þig á það”.
“Það er ágætt! Satt að segja þá eru
efnahagslegu ástæðurnar þannig, að þú
mátt hrósa happi yfir að losna við að
borga fyrir mat og húsaskjól á meðan
þú ert hér. Eg skyldi hafa einhver ráð
sjálfur til að komast í mötuneyti með
þér, ef að það tæki ekki fyrir alla
möguleika til að hjálpa þér”.
V. KAPÍTULI •
Yfir gljúfrin
Þegar Ben var orðinn albata og mál
föður hans farið að líta betur út, þá fór
Elsie aftur að gefa sig við músik-námi
sínu. En Ben var sér þess meðvitandi,
að samvera sín með Elsie var orðin ann
að og meira en algengur kunningsskap-
ur. Hann var sem sé orðinn ástfanginn
í henni. Hann hafði oft áður rent hýru
auga til ungra kvenna, sem hann hafði
þekt í góðlátu gamni. Hann fór að heim
an í stríðið með brennandi koss frá
Marion Lenoir á vörum sér. Hann hafði
brosað framan í ótal stúlkur í Virginia,
á meðan öldur stríðsins féllu fram og
aftur um það ríki.
En nú var ekki um að ræða neitt
æskumanns ærsl fyrir honum, heldur
hreina, einlæga og sterka ást. En í
hvert sinn sem að hann lét nokkuð á
sér skilja í þá átt, þá hafði hún undir
eins slegið hann út af laginu, og látið
hann finna til þess að á milli þeirra
væri haf staðfest, sem óhugsanlegt væri
að brúa.
Þessi aðstaða Elsie var honum svo
óvænt, að hún lamaði hugsun hans í
bili. Var það hugsanlegt að hann gæti
unnið ást þessarar stúlku? En svo átt-
aði hann sig á, að orðið að tapa, hafði
aldrei verið til í orðaforða hans, né held-
ur í orðaforða ættfólks hans.
Já, í þessu sambandi varð hann að
vinna sigur, þó að það yrði hans síðasti
sigur, og hann hófst handa tafarlaust,
og sá ásetningur fyllti huga hans nýrri
lífsgleði, og gaf honum nýtt lífsútsýni.
Hvað gerði til með stríð, sár, eða líkams
kvalir, fangahús, upphlaup. Morgun
lífsins hafði runnið upp í sálu hans.
Hann sendi henni blóm á hverjum
degi og bar blómknapp sömu tegundar
á brjóstinu sjálfur. Hann heimsótti hana
á hverju kveldi. Hún tók þeim heimsókn
um kurteislega, en á milli þeirra gein
alltaf óyfirstíganlega torfæran. — Hæ-
verska hans og sjálfsstjórn, vakti und-
ur og aðdáun hjá henni. Gegn kulda
andúð hennar sýndi hann glaðværð,
góðvild og umhyggjusemi.
Að síðustu sagði hún honum að hún
hefði ráðið við sig að fara til New York
og halda þar áfram músik-námi sínu,
þar til að Phil bróðir sinn kæmi heim
frá herþjónustu sem hann væri í, í
Vesturríkjunum.
Augun dönsuðu í höfðinu á Ben við
þessa frétt, og augnalokin voru á ein-
lægu iði. Var það einkenni er honum
fylgdi, ekki sí%t þegar honum hafði
dottið eitthvað skyndilega í hug. En
hugboð það sem Ben fékk, var það, að
Elsie var að flýja í burtu frá honum, og
að það mundi hún ekki gera, ef að
henni stæði á sama um sig.
“Hvenær ætlarðu að fara?” spurði
hann.
“Daginn eftir á morgun”, svaraði
Elsie. —
“Þá kemurðu með mér eftir miðjan
daginn á morgun og við siglum á ánni,
svo ég geti kvatt þig og þakkað þér fyr-
ir það, sem þú hefir gjört fyrir mig og
fólkið mitt”.
Það kom ofurlítið hik á hana, svo hló
hún og afþakkaði boðið.
“Á morgun klukkan f jögur, kem ég og
sæki þig”, sagði hann ákveðið. “Ef að
það verður logn, svo að ekki verður
hægt að nota seglin, þá látum við reka
með útfallinu.”
“Eg hefi engan tíma til þess”, svar-
aði Elsie.
“Stundvöslega klukkan fjögur”, end-
urtók hann og fór.
Ben vakti svo klukkutímum skifti
nóttina eftir og var að hugsa um, hve
opinnskár að honum myndi óhætt að
vera: “Já, ég vissi að þú mundir koma”.
svaraði hann.
Hún var klædd í hreinleg, blá föt, og
var ofurlítið op, eins og v í laginu, klipt
úr í hálsmálinu, svo að sá í fagurlimað-
an hálsinn. Hún hafði aldrei fengist til
þess að vera í sveigkjólum — Hoop
skerts. —
Ben þótti mikið til þess sjálfstæðis
koma, en á hinn bóginn skaut það hon-
um skelk í bringu. Kona, sem leyfði sér
að ganga á móti tízkunni og virða hana
að vettugi, var sannarlega nokkuð nýtt
og honum stóð nokkur ótti af því.