Lögberg - 12.08.1948, Síða 7

Lögberg - 12.08.1948, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGíNN 12. ÁGÚST, 1948 7 Icelandic Canadian Club Ársfundur I. C. C. var hald- inn í Federated Church Parlors, Banning St., 21. júní s. 1. Forseti Axel Vopnfjörð, stýrði fundi og gaf yfirlit yfir starf félagsins á árinu. — Skýrslur voru lesnar frá hin- um ýmsu starfsnefndum og embættismönnum, sem fylgir: Membership Commitlee: Miss S. Eydal sem skýrði frá að 19 nýir meðlimir bættust við á ár- inu. Treasurer's Report: Miss Steinunn Bjarnason, sem sýndi að í sjóði eru 242.30, en um 150.00 af því tilheyra sjóði, sem notaður verður til þess að prenta tónverkasaín það sem nú er ver- ið að undirbúa, undir forustu Mrs. Louise Guðmunds. Music Commitiee: Mrs. Guð- munds sagði frá því 61 bréfi hefðr verið útbýtt, sem báru þann árangur að 36 tónlög og 9 hefti sem innihalda 150 tónverk, alt frá 18 höfundum, voru send til hennar. Samt eru þó nokkrir enn sem nefndin hefir í huga að komast í samband við. Tónlistar verk eftir 15 höfunda voru sung- in og leikin á hljóðfæri, á sam- komu 10. maí s. 1., íyrir fullu húsi í I.O.G.T. Hall, og verk eítir 5 höfunda voru sungin á tveimur fundum. Æfisöguágrip þessara höfunda voru prentuð og út- býtt, fólki til upplýsingar. Mrs. Guðmunds flutti erindi um: “History of Icelandic Music”. Social Commillee: Mrs. Kay Palmer, sem tók við af Mrs. Enu Anderson þegar hún flutti vest- ur að hafi í haust sem leið, skýrði frá skemtifundunum sem haldnir voru. Miss Betty White skemti með því að lýsa ferð sinni til London og hinum konunglegu brúðhjónum sem hún sá. Mrs. Elma Gislason skemti þrisvar með söng. Tombóla og dans var haft til skemtunar 26. apríl. Mrs. Baldwin buðu heim til sín þeim, sem skemtu á samkomunni 10. maí, ásamt nokkrum vinum. Icelandic Canadian Evening School: Capt. W. Kristjánsson hafði veitt tilsögn í íslenzkum bókmentum, lesið og útskýrt kvæði og leikrit eftir sex vestur íslenzka höfunda. Nemendur hans voru tólf alls sem létu í ljós að þeir æsktu eftir áframhaldi á tilsögn þessari næsta ár. — Tvö erindi voru flutt á fundum, “Laxdæla’-, Próf. Skúli John- son, og “Historical Glimpses of Lclandic Pioneers in Winnipeg”, framhald af öðru erindi sem flutt var í fyrra, af Mr. J. J. Bildfell. — Icelandic Canadian Magazine: Skýrslur voru lesnar af Mrs. Grace Thorsteinson, Mr. H. F. Danielson. Og sýndu þær að út- gáfa ritsins gengur ljómandi vel, áskrifendur telja um 800 og í sjóði eru um 1617.64. Community Hall: Mr. Paul Bardal lagði til að félagið lofaði aðstoð sinni við þessa byggingu strax, og verkið yrði hafið af Þjóðræknisfélaginu — það væri engu sérstöku mögulegt að lofa, en félagið mundi gjöra sitt ýtr- asta. Fundurinn var þessu sam- þykkur. Kosningar fóru fram sem Past-President, Mr. Carl Hall- son. President, Mr. Axel Vopn- fjörð. Secretary, Miss Mattie Hall- dórson. Treasurer, Miss Villa Eyjólf- son. — Enecutive Commitee: Dr. L. A. Sigurdson, Mr. Paul Bardal, Mrs. B. S. Benson, Miss L. Gutt- ormsson, Miss G. Gunnarson. Social Committee: Mrs. Kay Palmer, Miss H. Eggertson, Mrs. G. Gunnlaugson, Mrs. L. Ric- hardson, Mr. J. Laxdal. Membership Committee: Miss S. Eydal, Miss S. Johnson, Mr. J. Jónasson. Magazine Committee: Chair- man: Mrs. H. F. Danielson, business manager: Mrs. Grace Thorsteinson, circulation mana- ger. Mr. H. F. Danielson. Others: Judge W. J. Lindal, Próf. T. J. Olesan, Mr. H. Thorgrimsson, Mr. Halldór Stefánsson. War Effort: Miss Mattie Hall- dórson. News Editors: Miss S. Eydal, Miss C. Gunnarson. Lilja M. Guttormsson, Secretary. Dularfullt hvarf 1 4 nótabáta,> sem Islendingar áttu Finnar voru að flylja báta til útskipunarhafnar, er þeir hurfu, ásaml mönnunum, sem fluttu þá Eftir áreiðanlegum fregnum, sem Tíminn hefir afiað sér, munu fjórtán nótabátar, sem smíðaðir voru í Finnlandi í vet- ur handa íslenzkum útgerðar- mönnum, hafa horfið með dular fullum hætti, þegar verið var að flytja þá til hafnar til afhend- ingar. Er talið, að bátum þessum hafi verið rænt frá Finnum. — Mennirnir, sem fluttu þá hurfu einnig. Smíðaðir úr amerískri eik frá íslandi Það er upphaf þessa máls, að íslendingar létu ,í vetur smíða handa sér sextíu nótabáta í Finn landi. Voru þeir að nokkru leyti úr amerískri eik, sem flutt var hingað inn eftir styrjöldina og síðan flutt aftur til Finnlands. Hefir eik þessi löngum verið kennd við ráðfierrann, sem fyrir innflutningi hennar stóð, en það er Áki Jakobsson. Með þessum eikarflutningum til Finnlands hefir verið höggvið mjög nærri íslenzkum bátasmíð- um, sem geta nú varla fengið eik til brýnna viðgerða, þótt ekki sé minnst á þá reginfirru að borga erlendan gjaldeyri fyrir að smíða erlendis báta, sem hægt væri að byggja hér með sam- keppnisfæru verði og mun betur úr garði gerða. En það er önnur saga, og hefir áður verið vikið nokkuð að því í Tímanum. Báiarnir fluiiir heim Fyrstu bátarnir af þessum sextíu komu með Hvassafelli til Akureyrar um síðustu helgi. — Voru það 18 bátar, eða eins marg ir og upphaflega var ráð fyrir gert. Þeir bátar, sem Hvassafell tók til flutnings, voru í Helsing- fors, þar sem skipið hlóð, og þurfti því ekki að flytja þá báta neitt á milli hafna til að koma þeim á skip. Hvassafell gat ekki tekið fleiri báta í Helsingfors, en allmargir bátar munu hafa orðið þar eftir, þegar Hvassafell fór. — Þá 42 báta, sem eftir voru, var ráðgert að flytja hingað með finnsku skipi, Torando að nafni. Er það finnskt Ameríkufar. Það var væntanlegt hingað í nótt. — En það er ekki með alla þá báta, er búizt var við, því fjórtán bát- anna virðast nú með öllu týndir, hvernig sem á því kann að standa. Bannsvæðið, þar sem Rússar ráða einir Eins og kunnugt er hafa Rúss- ar þröngvað Finnum til að láta af hendi við rússnesk hernaðar- yfirvöld allmikið landsvæði. — Hafa Rússar til dæmis Porkala algjörlega á valdi sínu, svo ræki- lega að það er algjört bann- svæði. Skipaferðir um skerja- garðinn þar fyrir utan eru með öllu bannaðar, nema um rúss- nesk skip sé að ræða, og verða skip þau, sem þurfa að komast frá einum landshluta til annars, því að fara langt á haf út fyrir rússneska yfirráðasvæðið. Þurfiu að fara fram hjá Skipið, sem átti að taka nóta bátana til íslands, hlóð í Hangö og þurfti því að fara með þá báta, sem voru í Helsingfors, þangað. Sú leið liggur fram hjá yfirráða- svæði Rússa. Ekki er með fullu ljóst, hvern ig hinir fjórtán Aótabátar hafa týnzt, en svo mikið er víst, að til Hangö komust þeir aldrei. Telja menn sterkar líkur benda til þess að bátarnir hafi horfið á leiðinni fram hjá rússneska svæðinu. — Skipið varð því að fara frá Hangö áður en allir bátarnir kæmu fram. Alvarlegt áíall fyrir síldarútveginn Missi þessara fjórtán báta er alvarlegt áfall fyrir síldarútveg margra útgerðarmanna í sumar. Er hér um að ræða nótabáta hanada sjö síldveiðiskipum, og eru ekki líkur til, að þau geti komizt á veiðar á næstunni sök- um bátaleysis. Það er Lands- samband íslenzkra útvegsmanna, sem stendur fyrir kaupum og útvegun þessara báta og er ekki kunnugt ennþá, hvaða útgerðar- menn verða látnir bera tjónið af þessum einkennilega og dular fulla þjófnaði. íslenzkur sendiherra kominn til Finnlands Eftir því sem blaðið hefir komizt næst, mun Jakob Möller sendiherra Islands í Kaupmanna höfn, þegar vera kominn til Helsingfors, höfuðborgar Finn- lands, og er ferð hans sett í sam- band við þetta mál. Mun hann vinna að því að fá þær upplýs- ingar, sem hægt er í Helsingfors, en rannsókn málsins öll er miklum erfiðleikum bundin. Auk þess munu íslenzk stjórn- arvöld hafa gert aðrar ráðstaf- anir til að komast að hinu sanna í þessu máli. Tíniinn, 26. júní. Tillög til elliheimilisins “Höfn í Vancouver, Bntish Columbia Áður auglýst $12,881.92. Frá Vancouver, B. C. íslenzka Lúterska Kvennfélag- ið, $82.55; Ungmeyjafélagið “Ljómalind”, $10.00; McCauley, Nicolls, Maitland and Co., $5.00; Sólskin og Ströndin $344.58; L. H. Thorlaksson $50.00; Benedikt Hjálmson $339.00; Sólskin 150.00; G. L. Stephensson, gefið í minn- ingu um konu hans, Fríðu, nú dáin, $100.00. Frá Sieveston, B. C. Sigurður Stefánsson $10.00; Mrs. B. Erickson $10.00; Mrs. Elizabeth Björnsson $5.00; Mrs. og Mr. R. Magnússon $5.00; Ög- mundur Ögmundsson $5.00. Frá Prince Rupert, B. C. Ágóði af fjórum dans-samkom um Islendinga, Mrs. C. Pritchard forstöðukona, $230.70; Mr. og Mrs. Fred Kristmanson $10.00; George Phillipson $10.00; Árni Eyjólfsson $20.00; Mrs. Ella Vaacher $5.00; Stanley Veitch $5.00. — F ramtí ðar horf ur Vestur-íslenzku blaðanna Það er víst óhætt að geta þess til, að mörgum hafi brugðið í brún, er þeir lásu það að íslenzku blöðin færu að koma út aðeins hálft blað aðra hverja viku. Væri það gjört til þess að minnka hinn sívaxandi útgáfu- kostnað, sem útgefendurnir gætu ekki staðið straum af lengur. — Ástæðan fyrir því, er hækkandi verð á prent-pappír, og launa- hækkun við þá sem vinna að út- komu blaðanna, og hækkandi skattar, hefðu það í för með sér að ekki væri lengur hægt að gefa út blöðin fyrir sama verð og hefir verið. Hefðu útgefendur blaðanna því komið sér saman um að ráða nokkra bót á því að blöðin gætu haldið áfram að koma út eftirleiðis með sama verði og áður, þá yrðu þau að aðeins hálft blað aðra hverja viku. Öllum kaupendum blað- anna hefir verið það ljóst, að íslenzku blöðin gætu ekki hald- ið áfram að koma út með sama verði og hefir verið, frekar en öll önnur blöð sem hafa hækkað í verði. Eg hefi verið kaupandi að “Vancouver Daily Sun”, í síð- astliðinn átta ár. Þegar ég skrif- aði mig fyrir því, kostaði það sex dollara um árið, nokkru síðar var verðið fært upp 1 níu dollara, og nú fyrir nokkru var verðið enn fært upp í tólf dollara, eins og það kostar nú. Eg heyrði aldrei eitt orð um það að það væri nokkuð athugavert við aessa verðhækkun blaðanna, allir skildu það að sökum hinn- ar hækkandi dýrtíðar, væri nauð synlegt fyrir þau að hækka ár- gjaldið, og allir hafa orðalaust haldið áfram að kaupa og borga fyrir þau, eftir sem áður. Það hafa því allir hugsandi kaupend ur íslenzku blaðanna búist við því að verðið á þeim yrði hækk- að, eins og öll blöð hafa gert, og sjálfsagt verið reiðubúnir til að borga þá verðhækkun, eins og þeir verða að gjöra fyrir öll önn- ur blöð, sem þeir kaupa. En að sá kostur yrði tekinn að minnka blöðin, hefir víst flestum komið á óvart. Islenzku blöðin mega ekki vera minni en þau hafa verið, til að geta orðið að tilætluðum notum. Nú væri mjög æskilegt að sem flestir kaupendur íslenzku blaðanna létu álit sitt í ljós, um þetta málefni, sem er mjög alvarlegt, því hér er um stórkostlega aftur för að ræða, fyrir vestur-íslenzka blaðamensku, sem verður að komast í lag aftur. Það þarf að fullvissa útgefendur blaðanna um að við séum reiðubúnir til að borga tiltölulega hærra verð fyrir þau, svo þau geti komið út í sömu stærð og hefir verið, það mundi verða ritstjórum blað- anna miklu þóknanlegra, en að neyðast til að senda þau út svo stórkostlega limlest aðra hverja viku. Það er ekki fyrir efnaskort hvað íslenzku blöðin eru lítið keypt. íslendingar hafa aldrei verið eins vel efnaðir yfirleitt eins og þeir eru nú, heldur er það fyrir sinnuleysi, viljaleysi og úrkynjun, að blöðin okkar hafa ekki meiri útbreiðslu' hér en raun er á. Nú verða allir þeir, sem vilja stuðla til þess að við- halda öslenzku þjóðerni hér vestan hafs sem lengst, að koma til sögunnar. Það þarf að koma því lagi á, að blöðin fari að koma út í sömu stærð og áður, um næstu áramót. Með því gef- um við sjálfum okkur ágæta ný- ársgjöf. Eg trúi því, að ef þjóðræknis deildirnar tækju það á dagskrá sína að auka útbreiðslu íslenzku blaðanna, hver í sínu umhverfi, þá myndi það hafa góðan árang ur. Það þarf að vinna að því með fullri alvöru, en ekki með hálfum huga og hangandi hendi, ef nokkuð á að verða ágengt. Eg ætla ekki að fjölyrða um þetta málefni meira í þetta sinn. Eg vonast fastlega eftir því að einhverjir láti heyra frá sér, þessu málefni viðvíkjandi. S. Guðmundsson. <(/r> • ” Laeysir kom í gœr “Geysir” kom í gær Milli klukkan 3 og 4 í gærdag kom til Reykjavíkur Skymaster flugvél sú er Flugfélag Loftleið- ir hefir fest kaup á í Ameríku fyrir nokkru síðan. Alfreð Elíasson flaug flugvél- inni og gekk ferðin að óskum. Flugvél þessari hafa forráða' menn Loftleiða gefið nafnið Geysir. Hún er af sömú gerð og hin fræga flugvél Hekla. Enn sem komið er hefir ekki verið ákveðið, hvort Geysir fari í leiguflug eins og Hekla var í á s. 1. vetri, eða hvort flugvélin verði tekin í áætlunarflug. Mbl, 4. júlí. Frá Foam Lake, Sask. Th. Markússon, $50.00; Helgi Hornfjörð $2.00; S. G. Ólafsson $2.00; E. J. Eastman $2.00; O. F. Magnússon $1.00; B. Johnson I. 00; G. Stefansson $5.00; Páll Guðmundsson $2.00; S. Eyjólfs- son $2.00; H. J. Austfjörð $1.00; V. Johnson $10.00; Otto Hrafn- sted $1.00; H. Eyjólfsson $1.00; A. Hermansson $10.00; J. V. Helgason 5.00; C. P. Helgason 2.00; C. N. Helgason $5.00; Jón Markússon $1.00; G. Helgason $1.00; H. B. Narfason $2.00; J. T Bildfell $5.00; O. L. Helgason $5.00; V. Anderson $2.00; G Narfason $1.00; A. Sigurðson $5.00; E. Mumford $1.00; F. Johnson $2.00; John Hunchuck $1.00; H. J. Helgason $12.00; Einar Hrappsted, Elfros, Sask. $50.00; Mike Johannesson, Dafoe. Sask, $50.00; Mr. og Mrs. Sveinn Ólafsson, Bankend, Sask, $10.00 Gustaf Erlendson, Reykjavík Manitoba $10.00; Ólafur Hallson; Eriksdale, Manitoba $10.00 Sveinn Thorvaldsson, Riverton, Manitoba $50.00; Mrs. B. G. og A. Erlendson, Piney, Manitoba, gefið í minningu . um B. G. Thorvaldson, nú dáinn $10.00; J. J. Swanson, Winnipeg, Mani- toba $25.00; Mrs. Halldóra Thor- steinsson, Winnipeg, Manitoba, $5.00; Bergþóra Sigurðsson, Chauvin, Alberta $5.00; Mrs. George Robertson, Lulu Island, B. C, $10.00; Ágóði af spilafundi Campbell River, B. C, Mrs. Árnason og Mrs. Gunnarson, forstöðukonur, $20.00; Vinveitt- ur í White, B. C, 300.00; Mr. og Mrs. Straumfjörð, Blaine, Wash, 610.00; Einar Símonarson, BJaine Wash, $20.00; Sigurður G. Árna- son — dó apríl 15. 1947, — Ro- lette, N.-Dak, $10.00; Mrs. S. H. Mclntyre, Rolette, N.-Dak. gefið í minningu um föður sinn S. G. Árnason, $10.00. — Alls til 30. júní, 1948, $15,020.75. — Aðrar gjafir iil elliheimilisins Höfn” frá byrjun starfs þess. 6. oklóber 1947 iil 30. júní 1948. The Church of the Reedeemer, 1 Food Hamper; Mrs. Noel Jones, A Hamper of groceries; Miss Axdal, 1 Single Bed; ivirs. Nordal, 1 Single Bed; Mr. B. Arnason, 1 Single Bed; Mrs. Jo- hannson, 1 Double Bed, 2 Mattresses, 1 Bed Spread, 1 Blanket; Mrs. Bismarck Bjarna- son, Blankets; Army and Navy Departmental Store, 6 Blankets; Mrs. Carl Frederickson, 1 Bed Throw, 1 Radio and 2 Double Mattresses, coffee, cakes and sugar; Mrs. J. L. Essex, 10 lbs. sugar and 2 Patchwork Com- forters; Womens Aux. of the Icel. Luth. Church, Cups and Saucers a shower held at the “Home”; Sólskin, 24 Pillow Slips, A fruit bowl and Soup Bowls; Mrs. Noel Jones, A Christmas Hamper of groceries; Mr. Phillipson, Prince Rupert, B. C., A Case of Canned Salmon; Magnús Eliason, A case of Cookies; Mrs. Laura Johnson, 1 Box of Cookies; Mr. B. Thorla- cius, A Large Christmas Tree and all the Decorations Com- plete; Mrs. Williamsson, Cream, Eggs and Milk; Mrs. P. Bjarna- son, Brown Bread for the New Year’s Supper; Mrs. William Mooney, 1 Bed Throw; Mrs. G. Grimson, 24 Pillow Slips; Home Oil Distributors, Fuel Oil to the value of $25.00; Mr. Árni Egg- ertson, K. C., Winnipeg, Professi onal Services to the value of $50.00. — Bækur gefnar til elliheimilisins Páll S. Pálsson, Winnipeg, Man., tvö eintök af Skilarétt; Benedikt Hjálmson, 50 bækur og tímarit; Anna Einarson, 6 bæk- ur; Anna Thompson, 15 bækur; Steinun Nordal, 7 bækur; Helgi Hallson, Eimskipafélag Islands; Kristján Johnson, Bredenbury, Sask., Lýðveldishátíðin 1944. — Með þakklæti fyrir hönd nefnd- arinnar og Hafnar. Pélur B. Gullormsson. féhirðir til 30. júní, 1948. — Vitrir menn eru alltaf í vafa En þeir heimsku eru vissir um alt. — Ertu viss um það? — Já, fullkomlega. ♦ — Af hverju heldurðu að það sé kona, sem er í tunglinu? — Enginn maður myndi end- ast til þess að vera þar svo lengi aleinn, og vera úti á hverri nóttu. -f — Eg segi konunni minni alt- af frá því sem kemur fyrir mig. — Það er ekkert, ég segi minni konu af mörgu, sem aldrei skeð- ur. — ♦ Móðir: — Hann er ársgamall núna, og hann hefir gengið síðan hann var átta mánaða. Vinkonan: — Hann hlýtur að vera orðinn hræðilega þreyttur. KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON Mávahlíð 37, Reykjavik.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.