Lögberg - 02.09.1948, Qupperneq 3
LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 2. SEPTEMBER, 1948
3
FRÁ VANCOUVER, B.C.
26. ágúst 1948
Nú er alt farið að benda til
þess að haustið sé í nánd; dag-
urnir óðum að ‘styttast, meir.
votviðri, og þokan farin að gjöra
meira vart við sig. Blómaskrúðið
farið að sýna á sér ellimerki, og
sum af þeim allra fegurstu alveg
horfin. Ferðafólk, sem hefir ver-
ið að skemta sér heima á ís-
landi, suður í Californíu, og
víðsvegar í byggðum íslendinga
í sléttufylkjunum, hafa nú flest-
ir skilað sér heim aftur. Alt fé-
lagslíf hér á sumrin er í dott-
andi aðgjörðaleysi, þar sem svo
margir eru fjarverandi, en nú
fer alt að ganga aftur sinn vana-
lega gang. Samkomur og fund-
arhöld byrja aftur í næsta mán-
uði. —
Þann 2. ágúst var fjölment á
Gamalmenna Heimilinu “Höfn”.
Það hafði verið auglýst að
skáldkonan frú Elínborg Lárus-
dóttir, ætlaði að flytja þar fyrir-
lestur, og voru allir boðnir vel-
komnir. Enginn inngangur væri
seldur. En eftir samkomuna ætl-
uðu konurnar að hafa “Silver
Tea, “og þá gæti hver sem vildi,
gefið það sem hann vildi. Þess
var getið að alt sém kæmi inn
á þessari samkomu ætti að ganga
í Gamalmenna Heimilis sjóðinn
Frú Elínborg hafði látið það í
ljós, að sig langaði til að gjöra
eitthvað fyrir Gamalmenna
Heimilið, og kom henni og kven-
félaginu “Sólskin” sér saman
um að hún héldi fyrirlestur
þetta kveld, og tóku félagskon-
ur að sér að sjá um allan undir-
búning fyrir samkomuna.
Samkomunni stýrði Mrs.
Thóra Orr, forseti “Sólskin”-fé-
lagsins og líka skrifari Gamal
menna Heimilisnefndarinnar. —
Kynti hún skáldkonuna á vel-
viðeigandi hátt. Eftir að frú
Elinborg hafði flutt fyrirlestur-
inn sem tók hana meir en
klukkutíma, sem var bæði fróð-
legur og skemtilegur, þá var
henni vottað þakklæti með dynj
andi lófaklappi. Tvær stuttar
ræður fluttu þeir G. F. Gíslason
forseti Heimilisnefndarinnar og
séra Rúnólfur Marteinson. Sein-
ast á skemtiskránni var söng-
konan vel kunna, Mrs. Thora
Thoá-steinson Smith, sem sönig
nokkur lög af mikilli list, eins
og henni er tamt, hvar sem hún
kemur fram. Þá var skemtiskrá-
in á enda og konurnar buðu öll-
um inn í borðsalinn til að fá
kaffi og alskonar “tracteringar”
meðal anars skyr. Þar voru
komnir saman um 150 manns svo
það var fullskipað í húsinu, en
það gekk alt vel fram og allir
komust að. Á borðinu var diskur
sem samskotin voru látin í. —
Það var auglýst að þetta væri
“Silver Tea”, það leit út fyrir
að allir hefðu skilið eftir smá-
skildingana heima, því það voru
bara seðlar eftir á diskinum, þá
var það $126.00. Þetta var rausn-
aflega gert. Eg er viss um að
ég tala. fyrir munn allra sem
unna gamalmenna Heimilis
stofnuninni, er ég votta frú Elin-
borgu mitt innilega þakklæti
fyrir komuna, og þá velvild sem
hún sýndi gamla fólkinu að
“Höfn” með þessari komu sinni.
Einn daginn sem frú Elínborg
borg var hér, sendi dagblaðið
“Vancouver Daily Province”
eina af fréttariturum sínum til
að hafa tal af frú Elínborgu, en
hún talar ekki ensku, svo sam-
talið fór fram þannig, að Mrs.
Ölafur Peterson, sem fylgdi
skáldkonunni hingað vestur frá
Winnipeg, túlkaði fyrir þær. —
Sagði fréttaritarinn frá samtali
þeirra í Province og bar frú
Elínborgu vel söguna, sagði frá
ritstörfum hennar sem væru 14
bækur, sem hefðu verið gefið út
af verkum hennar. Svo fór
fréttaritarinn að tala frá eigin
brjósti, og þá fanst mér að færi
að slá út í fyrir henni. Hún fór
að hæla fslendjingum yfirleiitt,
Söfnuðir Suðurnesja þakka séra
Valdimar J. Eylands ágœtt starf
fyrir hvað þeir væru þjóðræknir
og héldu fast við þjóðerni sínu
og móðurmáli. Eg kýmdi í kamp
er ég las þetta og sagði við sjálf-
an mig. Betra að satt væri.
Dr. og Mrs. Rúnólfur Marteins-
son frá Winnipeg hafa verið hér
um tíma, til að heimsækja son
sinn hér og ótal kunningja og
vinafólk sem þay hjón eiga hér.
Séra Rúnólfur prédikaði hér við
messuna 15 ágúst, var góð að-
sókn, svo kirkjan var þétt skip-
uð. Lútersku kvenfélagskon-
urnar höfðu búið undir að
bjóða öllum til kaffidrykkju
niðri í fundarsal kirkjunnar
eftir messu, til að gefa fólki
tækifæri til að mæta þar Dr. og
Mrs. Marteinson. Tóku allir því
boði með þakklæti, því allir
vildu geta mætt þeim hjónum.
Ávarpaði þau séra Haraldur
Sigmar og Mrs. Jón Sigurdson,
sem afhenti Mrs. Marteinson
gjöf frá Kvenfélaginu. — Bæði
hjónin svöruðu fyrir sig. — Eg
held að engar tvær persónur
séu eins vinsælar af almenningi,
á meðal íslendinga hér vestra,
eins og þau hjón.
Á meðan þau voru hér, heim-
sóttu þau íslendingana, sem búa
við Campbell River á Vancouver
eyjunni. Messaði séra Rúnólfur
þar í húsi Mr. og Mrs. Albert
Árnason og skýrði fimm börn.
Mrs. Margrét McLeoú frá
Bokief, Cape Province, South
Afrika, hefir verið að heim-
sækja móður sína Mrs. \ E.
Brynjólfson, sem er búsett í
Victora B. C. Mrs. McLeod er
fædd og uppalin í Victoria. Hún
flutti með manni sínum sem er
Mining Engineer, til Suður-
Afríku, þar sem hann hefir
stöðu hjá stórauðugu námufé-
lagi. Á Mrs. McLoed þrjá bræð-
ur í Victoria, og marga kunn-
ingja bæði þar og í Vancouver
frá þeim tíma sem hún átti
heima á þessum slóðum. Mr. og
Mrs. Einar Bryn^ólfson voru
með þeim fyrstu Islendingum,
sem tóku sér bólfestu í Voctoria,
er hann dáinn fyrir mörgum ár-
um. Mrs. McLeod á eina systur,
Mrs. Helgu Everett í Kingston
Jamaica, er maður hennar banka
stjóri þar. Báðum þessum systr-
um líður vel og unna vel hag
sínum. Mrs. McLeod ætlar að
heimsækja systir sína í King
ston á heimleiðinni. Mikill part-
ur af fólki sem þær umgangast
þar, eru svertingjar.
Mr. M. J. Thorarinson og
dóttir hennar Loraine Thorarin-
son frá Climax Sask., voru hér
á ferð nýskeð. Þær komu frá
Seattle Wash., þar sem Mrs.
Thorarinson var að heimsækja
hálfbróðUr sinn, Mundi John-
son. Miss Loraine er útlærð
hjúkrunarkona, og hefir stöðu
við sjúkrahúsið í Swift Current,
Sask. Meðan þær stóðu hér við,
skoðuðu þær sig um hér í borg-
inni, sagði Mrs. Thorarinson að
sér sýndist Vancouver vera fal-
legri borg en Seattle. Margir
hafa áður látið þá skoðun í ljós.
Þær mæðgur heimsóttu gamal-
menna heimilið “Höfn”, og leizt
þeim vel á það. Mrs. Thorarin-
son og S. Gudmundsson eru
bræðra börn, en við höfum ekki
sést síðan hún var unglingur.
Nýlega komu heim aftur úr
ferðalagi á íslandi, þau Mr. og
Mrs. Bjarni Kolbeins. — Voru
þau heima meir en ár, og svo
einn mánuð á Englandi hjá
tengdafólki sínu. Mrs. Kolbein-
sens er af enskum ættum og á
þar skyldfólk. Kolbeins lét vel
af ferðinni og lítur vel út, svo
það er auðsætt að það hefir far-
ið vel um hann.
Mrs. Anna K. Matthisson sem
fór til Islands síðastliðið vor, er
líka komin til baka. Hún fór
flugleiðis báðar leiðir. Einnig
lætur hún vel af ferðalagi sínu,
og segist hafa skemt sér vel.
Frá fréttaritara vorum
í Keflavík.
Séra Valdimar J. Eylands
prestur fyrsta Lúterska safnað-
arins í Winnipeg, hefir þjónað
Útskólaprestakalli nú í eitt ár,
í skiftum við séra Eirík Brynjólfs
son, sem þjónað hefir söfnuði
hans vestra, eins og kunnugt er.
Séra Valdimar og kona hans
hafa unnið sér almenna hylli
meðal safnaða sinna og verið
miklir aufúsugestir á Suðumesj-
um. Þau hjón hafa verið góðir
og glæsilegir fulltrúar þjóðar-
brotsins vestra og vafalaust
verður dvöl þeirra hér til að
blása nýju lífi í samstarfið og
samheldnina milli heimaþjóðar-
innar og Vestur-íslendinga.
Séra Valdimar var heiðurs-
gestur í Rotaryklúbb Keflavík-
ur. Fundur klúbbsins var hald-
inn s. 1. föstudag, en það var
jafnan kveðjufundur fyrir séra
Valdimar. Þar var honum færð
að gjöf áletruð fánastöng frá
klúbbnum, og einnig ljósprentað
eintak af Passíusálmunum frá
“17. júní nefndinni” og frá Karli
Magnússyni héraðslækni mynda
bók með ljósmyndum frá kirkju
athöfnum, sem Karl hafði sjálf-
ur tekið. Við þetta tækifæri
flutti Kristinn Pétursson frum-
ort kvæði til séra Valdimars,
sem höfundur gaf honum síðan
í skrautbúnu handriti.
Skilnaðarsamsæti
saínaðanna
S.l. sunnudag gengust sókn-
irnar fyrir kveðjuhófi, var það
haldið í samkomuhúsinu í Gerð-
um, með þátttöku frá öllum
söfnuðum Suðurnesjanna. Sátu
það hóf um 150 manns.
Sigurbergur Þorleifsson stjórn
aði hófinu og fórst það vel og
skörulega. Fulltrúar safnaðanna
fluttu þar ræður. Fyrir Kefla-
víkursöfnuð talaði Ragnar Guð-
leifsson, fyrir Útskálasöfnuð
þorlákur Benediktsson, fyrir
Hvalsnessöfnuð Gísli Guðmunds
son, og fyrir Njarðvíkursöfnuð
Sigurður Sigurgeirsson var
mættur í hófinu og flutti hann
sérstakar þakkir frá Karlakór
Reykjavíkur, fyrir gestrisni og
móttökur sr. Valdimars, þegar
kórinn var á söngför sinni þar
vestra. —
Sóknarnefndirnar færðu séra
Valdimar að gjöf veglega bóka-
hillu, útskorna og fagurlega
skreytta, fulla af íslenzkum úr-
valsbókum. Kvenfél. á Suður-
nesjum voru áður búin að gefa
frúnni íslenzkan búning. —
Samsæti þessu lau\ með því
að prestshjónin bæði fluttu ræð-
ur, þar sem þau þökkuðu alla
góða viðkynningu og lýstu því,
hve dvöl þeirra hér hefir öll
verið ánægjuleg. — Séra Valdi-
mar gat þess að hann mundi
ekki þegja yfir öllu því, sem
hann hér hefði heyrt og séð,
íegár hann kæmi aftur til ís-
lenzku safnaðanna í Vestur-
heimi. Séra Valdimar er mikill
og einlægur aðdáandi bæði lands
og þjóðar, sem hann hefir áður
sýnt, með miklu og heillavæn-
legu starfi fyrir þjóðræknismál
Vestur-íslendinga.
Þau hjónin og dóttir þeirra
ætluðu loftleiðis frá Keflavíkur-
flugvelli í gærkveldi. Von er á
séra Eiríki og fjölskyldu hans
næstkomandi laugardag.
Mbl., 21. júlí.
Business and Professional Cards
Þann 14. ágúst var ein af
elstu konunum á “Höfn’- átta-
tíu og sjö ára gömul. Það var
Mrs. Steinun Loftson, hún er
svo ern og frískleg, að þegar ég
sagði hve gömul hún væri, þá
sagði maður að ég væri nú að
ljúga að sér, hún liti ekki út fyr-
ir að vera meir en máske sjötug.
Þennan dag heimsóttu hana
dóttir hennar Mrs. J. L. Essex
og systir hennar Mrs. Jón Erlend
son og fleira vinafólk sem var í
för með þeim til að gleðja
gömlu konuna. Það voru samt
fleiri sem nutu góðs þar af, því
öllum heimilismönnum og kon-
um var haldin veisla. ísrjómi
kaffi og alskonar kræsingar var
þar eins og hver lysti. Svo sein
ast var afmæliskakan borin
kring, svo allir fengju part af
henni. Var Mrs. Loftson óskað
til lukku og blessunar í framtíð
inni. Fólkinu sem hélt okkur
þessa veislu, var innilega þakk-
að fyrir heimsóknina.
Mr. Ragnar Stefánson hefir
verið að heimsækja bróðir sinn
hér, Gunnbjörn skáld Stefánson
Eins og kunnugt er þá var Mr,
Stefánson meðritstjóri Heims
kringlu um eitt skeið. Hann sótti
íslendingadaginn í Blaine, Wash
Gamalmenna heimilið “Höfn”
hefir verið málað að utan og er
nú rjóma-hvítt, er það mikil um-
bót, því gamla málningin var
farin að láta á sjá. Sumir kalla
það nú “Hvíta húsið í Van-
couver”.
Þetta ferðafólk hefi ég orðið
var við síðan ég skrifaði seinast:
Mrs. Guðrún Blöndal. Miss Jo-
ann Blöndal, Lilja Mckenzie,
Mr. og Mrs. S. G. Isfeld, öll frá
Winnipeg, Man. Egill Johnson,
Carman, Man., Violet Vopni,
Joan Vopni, Edward Vopni, frá
Chataway, Tuxido, Man., Eggert
ina Sigurdson, Swan River, Man.
Villa Gíslason, Elfros, Sask.,
Soffonias Thorkelson, og Mrs.
Margréf Brynjólfson, Victoria,
B. C., Mrs. Margaret Fredrikson,
Baldur, Man.
S. Gudmundsson.
Steingrímur
Vlatthíasson lœknir
andaðist í gœr
Steingrímur Matthíasson lækn
ir andaðist hér í Landsspítalan-
um í gærmorgun. Hann kom
hingað heim frá Borgundar-
hólmi með Heklu. Hafði sonur
hans Bragi dýralæknir farið til
Borgundarhólms til þess að
sækja föður sinn, erþá var orð-
inn fárveikur, og vissi vel að
hann ætti skammt eftir ólifað.
Eftir að hann kom hingað, var
hann varla nokkurntíma mál-
hress. Hann dó úr krabbameini.
Steingrímur heitinn var, sem
kunnugt er, meðal fremstu
lækna þjóðarinnar, ötull og
skyldurækinn við störf sín svo
af bar. Auk þess var hann mik-
ill áhugamhður um ýms þjóð-
nytjamál, og lét til sín taka á
mörgum sviðum, til þess að
verða þjóð sinni að gagni. —
Nokkru áður en styrjöldin
braust út, hin síðasta, flutti
hann til Danmerkur, sem kunn
ugt er. Gegndi læknisstörfum
fyrir ýmsa lækna hér og þar í
landinu, uns hann settist að í
Borgundarhólmi.
Hann hafði mælt svo fyrir,
að lík hans skyldi brent. — Mun
það verða gert hér í bálstofunni.
Mbl, 28. júlí.
SELKiRK METAL PRODUCTS LTD.
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinlr. Hitaeining, ný
uppfynding, sparar eldiviö,
heldur hita.
KELLY SVEINSSON
Slmi 54 358.
187 Sutherland Ave, Winnipeg.
S. O. BJERRING
Canadian Stkmp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh Sl.
Winnipeg
Office Ph. 95 668 Res. 404 319
NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B.
BitrrisU'r, Solicitor, etc.
617 Mclntyre Block
WINNIPEG CANADA
Also
. 123
TENTH ST.
BRANOON
Winnipey
Manitoba Fisheries
WINNIPEQ, MAN.
T. Bercovitch, framkv.stj.
Verzla I heildsölu meC nýjan og
frosinn fisk.
303 OWENA STREET
Skrifst.slmi 25 355 Heima 66 462
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
606 SOMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Taisfml 96 826
Hedmilis 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
Sérfrœðingur i augna, eyrna, nef
og kverka sjúkdómum.
209 Medical Arts Bldg.
Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h.
DR. ROBERT BLACK
SérfræOingur i augna, eyrna,
nef og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 93 851
Heimaslmi 403 794
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
islenzkur lyfsali
Fólk getur pantaö meöul og
annað meC pósti.
Fljót afgreiðsla.
Dr. med. Gunnlaugur
Claessen látinn
Dr. med. Gunnlaugur Claes-
sen andaðist í landsspítalanum
aðfaranótt laugardags. Hann
hafði verið í spítalanum hálfs-
mánaðartíma vegna astma, er
lengi hafði þjáð hann. Fékk
lungnabólgu, er varð hans bani.
Með dr. Gunnlaugi Claessen
hefir þjóðin mist einn sinna
gagnmentuðustu og nýtustu
drengskaparmanna, er barðist
meðan líf og heilsa entist, fyrir
umbótum í heilbrigðismálum
þjóðarinnar, jafnt andlegum sem
líkamlegum. Allir, sem þektu
þennan ágætismann, sakna hans
mikið.
Mbl, 25. júlí.
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur Ukkiatur og annaat um Ot-
farir. Allur útbúnaður aá bezti.
Ennfremur aelur hann allskonar
minnisvarða^ og legsteina.
Skrifstofu talslml 27 324
Helmllls talslml 26 444
Geo. R. Waldren, M. D.
Physician and Surgeon
Cavaller, N. D.
Office Phone 95. House 108.
PHONE 94 981
H. J. H. PALMASON
and Company
Chartered Accountants
219 Mc INTTRE BLOCK
Winnipeg\ Canada
Phone 49 469
Radto Service Specialists
ELECTRONIC LABS.
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment Syatem.
130 OSBORNE ST„ WINNIPEG
JOHN A. HILLSMAN.
M.D.. Ch. M.
627 Medical Arts. Bldg.
Office-99 349 Home-403 233
PHONE 87493
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 7 VINBORG APTS.
694 Agnes St.
Viðtalstlmi 3—5 eftir hádegl
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Office hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Office 36 — Rea. 230
Office Phone Rea Phoue
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDO.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDINQ
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
PHONE 96 962 WINNIPEO
Dr. Charles R. Oke
Tannlœknir
For Appointments Phone 94 908
Offiee Hours 9—6
404 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDINÓ
283 PORTAGE AVE.
Winnipeg, Man.
SARGENT TAXI
Phone 76 001
FOR QUICK RELIABLE
SERVICE
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDO WPO.
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgö.
blfreiðaábyrgð, o. s. frv.
PHONE 97 638
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LögfrœOingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BQ.
Portage og Garry St.
Stmi 98 291
GUNDRY PYMORE
Limited
Britlsh Qvality Fish Nettlng
58 VICTORIA ST„ WINNIPEO
Phone 98 211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage will be appreciated
C A N A D I A N FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAOE, Managing Director
Wholesale Distributors of Frash
and Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 78 917
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
Bus. Phone 27 989 Res. Phone 36 151
Rovalzos Flower Shop
Our Speclalties
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Mrs. S. J. Rovatzos, Proprietress
Formerly Robinson & Co.
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA