Lögberg - 16.09.1948, Page 3

Lögberg - 16.09.1948, Page 3
I KVEÐJA Þegar ég kom til Winnipeg 18. apríl, var dagurinn orðinn langur og sól hátt á lofti. Já, það var sól frá morgni til kvelds. Þótt Winnipeg-búum fyndist vorið kalt, fundust mér þetta dásamlegir dagar. Og sannar- lega hefir þetta sumar verið mér dásamlegt. Mér hefir gefist kostur á að ferðast talsvert um þetta frjósama og víðáttumikla land. Leið mín lá fyrst út á sléttuna. Það var enn ekki farið að sá, og ef ég ætti að lýsa þeirri tilfinning sem greip mig, er hún sú, að mér stóð ógn af þessari rniklu víðáttu. Eg varð sjálf svo lítil; mér fannst ég hverfa, hverfa í víðáttuna miklu. Nú hefi ég séð hana í öllu sínu skreytta skarti, og mér hefir farið líkt og karli einum heima á Islandi: Það kom ferðalangur í sjávar- þorp; hann hitti gamlan fiski- mann og ferðalangurinn fór að dáðst að því, hve fallegt væri í sjávarþorpinu. Já, sagði karl. — Það er fallegt þegar vel fiskast. Ferðalangurinn hló að þessu svari. En það varð að máltæki heima. Mér fer líkt og gamla fiskimanninum; að er ég hugsa um, hvað sléttan gefur af sér, og hvað hún er íbúum þessa lands og íbúum annarra landa, finnst mér sléttan falleg, því oftar sem ég sé hana, því betur kann ég við hana. Nú orðið vekur hún sömu kennd í brjósti mér og fjöllin heima. Mig langaði alt- af til þess að sjá hvað væri á bak við fjöllin. Eg kem nú Isienzk barnahjáíp til Mið- og Suður-Evrópulandanna Kúba var annað landið, sem sendi vörufarm á vegum alþjóða barnahjálparinnar, og fór sá farmur frá landinu fyrir helg- ina. Island var,'sem kunnugt er, fyrsta landið, sem sendi hjálp sína áleiðis, og skýrði amerískt útvarp frá því á laugardaginn var, að 2 milljónir punda af ís- lenzkum afurðum hafi nú verið sendar til Finnlands, Póllands, Tékkóslóvakíu, Ungverjalands, Italíu og Júgóslavíu. Alþbl., 25. júlí Sjúklingurinn: — Dragið þér tennur alltaf úr kvalalaust? Læknirinn: — Ekki alltaf, í gær var einn nærri því búinn að bíta af mér einn fingurinn. Yðar nýju föt frá EATON’S EINS OG AÐ KOMA ÚT ÚR TÍZKUSTÖÐ í hinni nýju verðskrá veljið úr • Skuggamynd eða af yfirgripsmikilli gerð • Hinir hrífandi "Vic- iorian" litir. Þýðing- mikið fyi'ir hausiið • Tilsvarandi búnings- hluiir af nýiízku gerð . . . Gengið frá öllu spar- neyinislega samkvæmi EATON aðferð, sem gef- ur dollaranum aukið gildi ^T. EATON C».™ WINNIPEG CANADA aldrei svo út á sléttuna að mig langi ekki lengra og lengra út — út í víðáttuna miklu. En mér hefir auðnast að sjá fleira en sléttuna. Eg hefi ferðast vestur að hafi og komist út á Kvrrahaf- ið til Victoriu. Eg vil segja það að þeir, sem koma til þessa lands og ekki sjá Klettafjöllin, þeir fara mikils á mis. — Ekki af því að mér finnist svo mjög til um fegurð þeirra. Við eigum myndauðug fjöll heima á Islandi. En þau eru svo stórfengleg, svo sérkennileg fyrir þetta land. — Með sinn einkennilega risa-skóg sem, að því er virðist, sýnist spretta upp úr beru grjótinu. Og fallegir og sérkennilegir eru dalirnir sem ganga inn á milli fjallanna. Eins og ég gat um áðan hefir mér gefist kostur á að ferðast talsvert um landið og kynnast íslendingum hér vestra. — Leið, mín lá fyrst að Hnausum og Gimli. Þá að Víðivöllum til góð- vinar míns Guttorms G. Gutt- ormssonar og hans ágætu konu. Hjá honum dvaldi ég í nokkra daga. Þá daga komu bændur frá íslendingafljótinu og sóttu mig í bíl og sýndu mér byggðirnar Víði, Geysi og Árborg. Eg kom þar á fjölmörg heimili, og sum- staðar var fólk fyrir að öðrum búgörðum sem kom til að mæta mér. Á hverjum einasta bæ var töluð íslenzka ekki eingöngu við mig, heldur talaði fólkið ís- lenzku sín á milli. Hin framúr- skarandi alúð fólksins og vip- semd til mín, ókunnugrar, varð mér satt að segja undrunarefni. Næst lá leið mín svo til Lundar. Lundar er mjög íslenzkur bær. Þar var gaman að koma. Þar mætti ég sömu gestrisninni, sömu hlýjunni, sem allsstaðar annarsstaðar. Fólkið vildi allt fyrir mig gera. Eg kom inn á fjölda heimilia, og það var engu líkara en fólkið hefði þekkt mig frá blautu barnsbeini. Sama er að segja um viðtökurnar vestur við haf. Það var sama hugarþelið sama gestrisnin og ég hefi hvar- vetna notið í byggðum Islend- inga hér vestra. Það, sem ég hefi gert hér vestra, er ekki mikið. Eg hefi haldið hér 8 erindi um ísland og íslenzka menningu, og auk þess lesið tvisvar upp úr bókum mín- um. I þessum erindum hefi ég leitast við að gefa sem gleggsta mynd af þeim framförum sem orðið hafa á íslandi nú á fáum árum. Eg hefi haft góða hlust- endur. Fólkið hefir sýnt sterkan áhuga fyrir öllu sem íslenzkt er, öllu sem varðar heimaþjóðina. Þetta er því merkilegra, að víð- ast hvar mætti ég annari og þriðju kynslóðinni. Fólki, sem fætt er hér og alið upp við ameríska siði. Samt vissi þetta fólk mikið um Island, og ís- lenzka siði, einkum hér fyrrum. Þetta hafði afa og amma sagt því frá föðurlandinu, og það fest ist í minni. Ef afkomendur þessa fólks, æskan, sem nú er upprennandi, vildi hlusta á gömlu sagnirnar, myndi það síðar ekki sjá eftir því heldur gleðjast, jafnvel þótt það tali ekki íslenzkuna. Með því móti og mörgu fleiru gæti kynning haldið áfram. Eg hefi gert mér sérstakt far um að skyggnast inn í hugi fólks- ins. Þessi mikla vinsemd og virðing sem ég varð aðnjótandi, gerði það að verkum að ég fór að veita fólkinu meira athygli. Þegar gömlu konurnar föðmuðu mig að sér og fögnuðu því að hafa mætt mér, spurði ég sjálfa mig að því, hverju þetta sætti. Eg var bara venjuleg kona, ekki máttug eða stór á neinn hátt. — Mér varð strax ljóst að það tók því ekki fyrir mig að hreykja mér af þessu. Þessi mikla vin- semd sem yljaði mér innst inn að hjartarótum, hlaut að eiga sér dýpri rætur. Af kynningu minni LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. SEPTEMBER, 1948 við fólkið, hefi ég orðið þess á- skynja að ísland, og allt sem ís- lenzkt er, á sér dýpri hljómgrunn í hugum Vestur-íslendinga, en þeir gera sér sjálfir grein fyrir. Á þennan hátt verður hin mikla vinsemd, til mín skilin og skýrð. Og mér er þetta mikið fagnaðarefni. Eg kann öllu því fólki, sem ég hefi mætt, hjartans þökk. Dvöl mín hér hefir gefið mér fjölda dýrmætra minninga, og tengt vináttubönd sem ég vona að ekki rofni, þótt haf skilji. Þegar ég er nú á förum héðSn, vil ég ekki láta hjá líða að þakka hina miklu velvild, gestrisni og sæmd sem mér hefir hvarvetna verið sýnd. Sérstaklega þakka ég þó frændum mínum, Pétur- sons-bræðrunum og konum þeirra. Ekkju Rögnvalds Péturs sonar og börnum hennar fyrir mikla gestrisni og gjafir, sem mér munu ávalt verða einkar kærar. Eg þakka forseta Þjóð- ræknisfélagsins og stjórn þess fyrir þá sæmd sem það hefir sýnt mér. Eg þakka öllum nær og fjær, sem stutt hafa að því með breytni sinni við mig, að gera alla þessa daga að sóldægrum. Hugur minn mun oft leita hing- að vestur til vina minna hér. Því dvölin hér mun verða mér ó- gleymanleg. — Eg óska ykkur allrar blessunar í komandi fram- tíð. Trú mín og von er sú, að Austur- og Vestur-íslendingar eigi eftir að tengjast æ sterkari böndum er tímar líða-. — Og ég vona líka að íslenzk tunga verði töluð hér vestra meðan ár og !ækir renna. Guð blessi ykkur öll. 9. september 1948. Elínborg Lárusd. ISLAND (Frh. af bls. 2) jjóðin náð lengst á liðnum tím- um. í þrengingum höfum við átt vitra menn og stjórnsama. Vér höfum átt skáld og eigum enn skáld og listamenn — svo sem íræga myndhöggvara, fræga mál- ara, fræga tónlistamenn og óperu söngvara sem getið hafa sér frægð víða um heim. En þótt fslendingar séu í eð!i sínu listamenn ætti sú stað- reynd.ekki að blinda augu vor fyrir því að íslendingar nútímans eru líka harðir og atorkumiklir framkvæmdarmenn, ' sem ekki láta sér alt fyrir brjósti brenna, heldur hrinda hugsjónum sínum í framkvæmd eins og til dæmis þið hafið gert hér vestra, ykkur og allri íslenzku þjóðinni til hins mesta sóma. ísland hefir stundum verið nefnt sögueyjan. Það nafn er vel til fundið. ísland á merki íega sögu að baki sér og merki- legar bókmentir. Fornbókmentir íslendinga þola prýðilegan sam- anburð við forn bókmentir Grikkja eða Rómverja. — Þær eru gíæsilegar á heimsmæli- kvarða og glæsileg arfleifð ís- lenzkum kynslóðum. En fslend- ingar hafa aldrei lagt niður að rita og yrkja og afrita á óbjagaðri tungu feðra sinna. Það er hvergi slitinn þráður í þróunarkeðju ís- lenzkrar tungu -eða íslenzkra bókmenta. Bókmentir 16., 17. og 18. aldar hafa ekki á sér glæsiblæ fornritanna — og þó hafa sum rit þess tíma það. Umheimurinn hef- ir enn ekki komið auga á þessar bókmentir. En vér íslendingar höfum komið auga og mati á þær. Vér metum þessar bókmentir ekki einvörðungA eftir fróðleiks og listagildi þeirra, heldur með skyldugu þakklæti og aðdáun á þeim, sem héldu uppi merkinu þegar mest syrti að og nauðir lands og þjóðar voru mestar og sárastar. Því meir sem íslenzku þjóðinni vex ásmegin, því meir mun hún dá þessa merkisbera sína á^tímum hinna miklu mann- rauna. Á tímum hafíss og hall- æris-drepsótta, hungurs og kúg- unar. Við lá að íslenzka þjóðin yrði afmáð með öllu. Vér höfum öll heyrt sagt frá baráttu íslands og íslendinga gegn erlendu valdi á umliðnum öldum. Valdi sem reyndi með öllum mætti að féfletta og blóð- sjúga þjóð vora, með einokunar- verzlun, en drepa frelsi vort með kúgun. Gegn hvortveggja þessu barðist íslenzka þjóðin látlaust og af fremsta megna. Þetta var í sannleika sagt ægileg barátta, og þessari baráttu íslenzku þjóð- arinnar fyr á öldum er mikils til of lítið á lofti haldið, því að án þessarar þrotlausu baráttu mundi íslenzka þjóðin ekki hafa verið til er 19. öldin rann upp. Öldin sem ásamt fyrstu tugum 20. ald- arinnar færði þjóð vorri aftur frelsið og réttinn sem baráttu- menn fyrri alda höfðu aldrei gef- ið upp, réttinn sem hið frjálsa óháða ísland heldur nú. En þótt ísland sé frjálst land og óháð, þótt það hafi hrundið af sér fjþtr- um einokunar og kúgunar, hefir það alt af átt og mun eiga tvo hættulega vágesti yfir höfði sér, sem engum mannlegum öflum tjáir að tefla við — eldgos og hafís. Því miður hafa þessir vágestir gist land vort oft og mörgum sinnum. Og valdið miklu tjóni. Árið 1881—1882 var svo mikið ísa ár og klaki þiðnaði aldrei úr jörðu alt sumarið. Sama ár geys- uðu mislingarnir — og barna- veikin. Árið eftir, 1883, fóru margir íslendinga til Ameríku. í fyrra byrjaði Hekla að gjósa. Vér fslendingar vitum vel hvað það þýðir þegar eldfjöllin okkar láta til sín heyra. Það þýðir tjón fyrir menn og skepnur, eyðilegg- ing á landi og fénaði — ef til vill í fleiri héruðum — niðurskurð á fé af því að jörðin liggur undir öskufalli. Og þannig er því líka varið nú — fjöldi jarða í Fljóts hlíð og á Rangárvöllum hafa beð ið stórtjón af völdum eldgossins. Tjónið er því tilfinnanlegra af því þetta eru blómlegar sveitir og búsældarlegar. Tungu sína tóku íslendingar í arf frá forfeðrunum. En þeir hafa varðveitt hana, fullkomnað hana og gert hana að ritmáli si- gilAra bókmenta. Og það á þeim tíma er allur hinn siðaði heimur lá marflatur undir oki latínu, ekki síður en aðrir, en þeir fundu hver tungan var æðri og fundu á hvorri þeirra þeim sæmdi bet- ur að setja fram hugsanir sínar, þeir: “Gleymdu ekki þeirri sem goðborin er.” V fslenzkan er eina klassiska málið sem til er. Hún er dýrmæt- ur arfur frá kynslóð til kynslóða og hún má ekki glatast hvorki vestan hafs né austan. Hún er: Ástkæra ylhíra málið allri rödd fegri. Þriðjungur íslenzku þjóðar- arinnar býr hér fyrir vestan haf. Hver verða örlög þessa sona og dætra íslands. Verða þau hin sömu og tíu ætta Israels, að hverfa úr sögunni, deyja sögu- legum dauða — eða týna sjálfum sér eins og dr. Rögnvaldur orðaði það. Vér vonum að svo verði ekki. Hinar greiðu samgöngur ættu að tengja ættböndin enn sterkar en verið hefir til þessa. Og takist að vekja áhuga hjá æskunni fyrir ættlandinu — vekja tryggð þess til íslenzkrar menningar — og tryggð til alls sem ættlandið hef ir að bjóða — munu Vestur-ís- lendingar aldrei gleyma ætt- landinu. — Aldrei gleyma sögu eyjunni. Elinborg Lárusd. SELKIRK HETAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldivitS, heldur hita. KELLY SVEINSSON Slmi 54 358. 187 Sutherland Ave., Winnii>eg. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg Öffice Ph. 95 668 Res. 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Soiicitor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA lllBSTÍ JEWELLERS ggroiPSS 447 Portage Ave. A/so 123 TENTH ST. BRANDON Winnipeg Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, fram kv.stj Verzla i helldsölu meB nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 25 355 Heima 56 462 DR. A. V. JOHNSON Denttst 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Taislmi 95 826 Heimilis 63 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur i augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDO Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Heimaslmi 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK., islenzkur lyfsali Fölk getur pantaB meöul og annaö meS póstl. Fljót afgreiSsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkklstur og ahnast um Qt- farir. Allur útbúnaSur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarSa og legstelna. Skrifstofu talsimá 27 324 Heimills talsimi 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Surgeon Cavaller, N. D. Offlce Phone 95. House 108. PHONE 94 981 H. J. H. PALMASON and Company Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK Winnlpegv Canada Phone 49 469 Radio Service SpeciaUsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELBON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEQ JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 627 Medical Arts. Bldg. Office-99 349 Home-403 233 PHONE 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 594 Agnes SL ViStalstimi 3—6 eftir hádegi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlce hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 96 952 WINNIPEG Dr. Charles R. Oke Tannlosknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRU8TS BUILDING 283 PORTAQE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI Phone 76 001 FOR QUICK RELIABLE SERVICE Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDO. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDO WPQ. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgS. bifreiBaábyrgS, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BQ. Portage og Garry St. Siml 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEQ Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE. Managing Director Wholesale Distributors of Frash and Frozen Fish. 311 CHAMBER8 STREET Offlce Ph. 26 828 Ros. Ph. 73 917 Q. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Bus. Phone 27 989 Res. Phone 36 1S1 Rovaizos Flower Shop Our Speclalties WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. J. Rovatzos, Proprletreas Formerly Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.