Lögberg - 12.05.1949, Page 2

Lögberg - 12.05.1949, Page 2
2 LOGBERG, FLMTUDAGINN, 12. MAÍ, 1949 Mrs. Sesselja Guðmundsson MINNINGARORÐ Er hún var sextug að aldri, að viðbættu hálfu ári, kom kallið til hennar að kveðja þennan heim. Hún var þá hjá dóttur sinni, Mrs. S. B. Hornfjörð, að Árborg. Hjartabilun flutti henni kallið, 25 maí 1947. Hún bar nafn móður-ömmu sinnar, Sesselju Jónsdóttur. “Margt er líkt með skyldum.” Báðar lögðu konur þessar stund á hjúkrun, báðar voru þær ljósmæður. Sesselja Guðmundson var fædd 4. desember, 1886, í ís- lenzku bygðinní, í Norður- Dakota. Foreldrar hennar voru hin al-kunnu hjón, Tryggvi og Hólmfríður Ingjaldson. Árið 1901 fJuttist hún með foreldrum sínum til Nýja íslands. Ekki var það samt inn í gömlu bygðina þar, heldur á svæði, þar sem var óunnið land, vestur af Geysis- bygðinni. Nýja bygðin, sem þannig myndaðist, hefir verið kend við Árdal, Á r b o r g , Framnes eða Víðir. I þessu bygð- arlagi átti Sesselja ávalt heima, eftir að hún flutti þangað. Þar ólst hún upp, naut skólagöngu, sunnudagaskóla og kirkju, og þar var æfistarf hennar. Fyrsta nytsemdarstarf hennar á æfileiðinni, var það að hlynna að æsku heimili sínu, heimili for- eldra sinna. Hún var elzta barn- ið, og kom það sér vel, hvað hún var vinnugefin, hjálpfús, og sam- vizkusöm, ekki sízt í því að ann- ast yngri systkin sín. Móðir hennar gaf henni þann vitnis- burð, að hún hefði “snemma orð- ið systkinum sínum sem önnur móðir. Mikinn þátt og góðan átti hún í hinu umfangsmikla starfi heimilisins, og föður sínum var hún sem önnur hönd í starfi á öðrum sviðum. Frá æskuheimili sínu, þar sem hún naut gæða og auðsýndi gæði, lá leiðin að heimilinu þar sem hún var húsmóðir sjálf. Hinn 4. nóvember, 1905, giftist hún Guðmundi S. Guðmundson velgefnum ágætismanni. Þau fengu sér bújörð í Framnesbygð, og var heimili þeirra þar síðan. Þau voru samtaka, og farnaðist þeim vel búskapurinn. Hún var þar styrk stoð eins og hún hafði verið á heimili foreldra sinna. Heimilið þeirra varð aðJaðandi, og þótti því fólki gott þangað að koma. Þar var að finna rausn og höfðingsskap, gestrisni og vin- semd. Þar var einnig kærleikur gagnvart þeim sem voru ein- mana eða hjálparþurfar. Sumir nutu þar jafnvel hjúkrunar um lengri eða skemmri tíma. Andi heimilisins mótaði einnig börn þeirra. Þegar þau komust á legg glöddu þau foreldra sína með góðri samvinnu. Bæði studdu hjónin kristin- dómsstarfið í bygðinni af óskift- um huga. Hún starfaði af frá- bærum dugnaði í kvenfélagi safnaðarins, og einnig lagði hún mikið á sig við sunnudagaskóla- starfið í fjölda mörg ár. Hjart- ans einlægni og sönn trú á Guð og hið góða einkendu öll hennar störf. Á hjúkrunarstarf hennar hefir þegar verið minst. Löngun til að hjúkra hefir víst verið vöggugjöf hennar, og að því skapi var hún lagin á það starf. Fúsleikann til að hjálpa þegar þörfin drap á dyr, skorti hana aldrei. Hún var meðal annars ljósmóðir fjölda barna. En þar kom að er hættulegur sjúkdómur gjörði innrás á hennar eigið heimili: Innvortis meinsemd The Swan Manufacfuring Co. Cor. ALEXANDER and ELLEN Phone 22 641 Halldór M. Swan eigandi Heimill: 912 Jessle Ave — 46 958 Mrs. Sesselja Guðmundson þjóði elskaðan eiginmanninn. Sjúkdómsstríð hans var strangt og þjáningar miklar. Með dásam- legri umönun annaðist hún hann og hjúkraði honum. Alt lagði hún fram, sem hún átti til af kröftum og umhyggju honum til hjálpar, en að því eina dró: hann andaðist 25. apríl 1941. Börn þeirra hjóna eru: 1. Tryggvi kvæntur Gen Craigen, í Fort William, Ontario. 2. Hólfríður, gift F r i ð i n n i ísfeld, Langruth, Manitoba. 3. Stefán Pétur, á gamla heim- ilinu. 4. Guðrún Jóhanna, gift Sig- urjóni Horfjörð, Framnes, Man. 5. Andrés Edward, kvæntur Esther Erickson, á heimili for- eldra hans, Framnes, Manitoba. 6. Kristjana Rannveig, er vinnur í Eatons í Winnipeg. Barnabörnin eru sjö. Börnum sínum var hún hin bezta móðir, umvafði þau ástríki og umhyggjusemi. Ekkert starf var erfitt og tíminn aldrei of naumur til þess að hlynna að velferð þeirra. Áhrif hennar á þau voru djúp og farsæl. Þegar heilsan bilaði lofaði hún Guð fyrir það að hafa leyft sér að sjá um þau til fullorðins ára. 1 dauðastríði hennar gjörðu þau alt, sem unt var, til að létta henni byrðina og líkna henni. Guðrún dóttir hennar Mrs. Hornfjörð, sem mjög líkist móður sinni, tók hana heim til sín og annaðist hana með nákvæmni og um- hyggju, þangað til hvíldin kom sunnudagsmorguninn, áður- nefndan dag. Dýrmætar eru end- urminningarnar, sem börnin geyma um elsku og fórnfýsi móður sinnar. Mrs. Guðmundson var jarð- sungin af sóknarprestinum, séra Bjarna A. Bjarnasyni, með að- stoð fyrverandi sóknarprests, séra Sigurðar Ólafssonar. Voru kveðjumáli'h flutt á heimili hennar að Framnesi og í kirkj- unni í Arborg, 28. maí. Líkmenn voru: Sigurður Pálsson, Magnús Gíslason, Jakob Björnson, Jón Abrahamson, Joe Vigfússon, og S. Stefansson, en heiðurslík- menn: Sigurður og Davíð Guð- mundson, E. L. Johnson, H. S. Erlendson, G. Björnson, og P. Stefanson. “Deyi góð kona er sem daggeisli hverfi úr húsum; verður húm eftir.” Minningarljóð eftir B. J. Horn- fjörð fylgja línum þessum. Rúnólfur Marteinsson KVEÐJUORÐ MRS. SESSELJU GUÐMUNDSSON • » FRAMNES, MANITOBA Dáin 25. maí, 1947. Flutt við jarðarförina 28. s.m. Ein af byggðar öldnu konum, herfang dauðans, hér er liðin. Þakka vill hún, ykkur öllum samleiö lífs, um sína daga. Gott er hinztu hvíld að hljóta. Heims frá böli horfin vera. Systkin, börn og tengdum tryggðir, kveðja þig með klökkum huga. Framnesbyggð og fjöldi vina hér þín lengi munu minnast. Á heimilinu hugum kœra, hulin sorg þar húsum ræður! Lag: Oss héðan klukkur kalla. Þín œfisól er sígin, með sumar brosi hnigin, að grafar gjörðum beð. Þeim virkileika veldur, að vörð þar dauðinn heldur þar fallvált líf þar fáum séð. — þinn sterkur starfs var þáttur, í störfum félagsmáttur, er ætíð búinn beið, að vinna af vilja sönnum, sín verk í tímans önnum, með hugann aldrei hálfa leið. — Nú Ijúfi lífsins fagur, hinn lengi þráði dagur, með himins heiðan geim. Þér helg var Hvítasunna, er heimför gjörði kunna, að flytja burt í fegri heim. —• Nú hvíld er hinzta fengin, nú heims er þrenging engin, nú alt er orðið breytt. Nú alsœl er þér stundin, við allra þinna fundinn, þar eilíf sœla er öllum veitt.— Minnist BETCL í erfðaskrám yðar Oss helgar hérvist stundin, ' við hinzta kveðju fundinn, þú sæl nú svífur rótt, að lífsins fögru landi, þar Ijóss mun helgur andi, þér greiða heimför. — Góða nótt! VIÐ GRÖFINA: Sól kveldroðans sígin, sameiginleg bæði hinztu hvílu rúmin,1 helguð ró og næði. Upp er aftur runnin, œfi samverunnar, þar sem aldrei endar, aldur tilverunnar. B. J. HORNFJÖRÐ BALDUR BJARNASON: Gríski eldurinn Þegar í fornöld voru menn farnir að nota ýmiskonar eldvopn. Grikkir, Rómverjar og fleiri fornþjóðir notuðu kyndla, eldfugur og ýmis frumstæð eldvopn í orustum og við umsátur. En það var ekki fyrr en snemma á Miðöldum, að til sögunnar komu eldvopn, sem höfðu úrslitaþýðingu í hernaði nefnilega gríski eldurinn, sem reyndar aðeins ein þjóð þekkti, Byzansmenn eða Miðalda-Grikkir. Frá því Rómaveldi leið undir lok og þar til seint á Miðöldum var hið bynzantíska Grikkjaveldi öndvegisríki Evrópu á sviði iðnaðar, verzlunar, auðs og tækni og allrar menningar. Það var því mjög eftirsótt bráð hinna hálfsiðuðu, fátæku hirð- ingjaþjóða, sem herjuðu á Mið- jarðarhafslöndin bæði norðan og síinnan að. Byzantíska ríkið var upprunanlega fremur máttlítið hernaðarlega. Mörg af skattlönd- um þess féllu því í hendur hin- um siðlitlu innrásarþjóðum. Suð- urslavar unnu norðuhluta Balk- anskaga og Arabar tóku á 7 öld hin byzantísku skattlönd í Norð- urAfríku og Sýrlandi. Á Mið- jarðarhafinu gátu flotar Býzans- manna ekki reist rönd við hinum arabisku víkingum. Arabar hugðu því gott til glóðarinar árið 673, þegar Múavía kalífi sendi flota sína og heri til Balkanskaga og Litlu Asíu. Einkum lék Aröb- um mikill hugur á að vinna Kon- stantínópel eða Býzansborg, sem þeir töldu lykilinn að Svarta- hafslöndunum og Dónársvæðun- um, og auk þess var stærst og auðugust allra borga í Miðjarð- arhafslöndunum og ef til vill alls heimsins. Hún hefur þá haft um eina milljón íbúa. Arabiski flot- inn tók sér stöðu í Cyskusvik við Marmarahaf og hafði þar setu á vetrum, en herjaði vor og sum- ar á Konstantinópel og umhverfi hennar. Arabiskir hermenn voru settir á land á Þrakíuströnd við Marmarahaf, og komust þeir alla leið að borgarmúrum Konstan- tinópel, en gátu ekki unnið borg- inni geig. Arabar veittu líka at- lögu að borginni frá sjó en hafn- arvirki borgarinnar voru svo traust, að þeir gátu aldrei kom- ist inn á höfina. Hélt þessu áfram í fjögur ár. Á vetrum hélt sjóher Araba kyrru fyrir í Cyskusvik, en á meðan birgðu kaupmenn frá Svartahafslöndunum Kon- stantinópel að vistum. Óll þessi ár voru verkfræðingar og efna- fræðingar Grikkja önnum kafn- ir að rannsaka og fullkomna nýtt íkveikjuefni. Sýrlenzkur flótta- maður, að nafni Callinikus, hafði árið 673 afhent yfirvöldunum í Konstantinópel dularfullar kem- iskar formúlur. Samkvæmt þegs- um formúlum heppnaðist að lok um að búa til íkveikjuefni og varnir gegn því. Árið 677, þegar arabiski flotinn enn kom í heim- sókn, veittu Grikkir honum móttöku með einkennilegu tundri, sem var svo eldfimt, ef það kom í vatn eða í nánd við vatn, að hin arbisku skip fuðruðu upp sem hefilspænir. Hinn dul- arfulli eldur læsti sig frá einu skipi til annars alveg óslökkv- andi, með ógnarbraða en hinir arabisku sjóliðar fórust í eldhaf- inu þúsundum saman. Þeir, sem komust undan, voru eltir uppi á sundi af grískum bátum og drepnir, og þeir, sem gátu synt í land, voru höggnir niður í fjöru málinu. Fáeinu skip komust á flótta út úr Marmarahafi gegn um Dardanellasund og suður í Eyjahaf. Flest þeirra fórust í stormum eða voru hertekin af grískum sjóræningjum. Arabiski flotinn var þar með úr sögunni. Kalífinn samdi í bili frið við Grikjakeisara. Arabar lögðu nú undir sig það, sem þeir enn áttu óunnið í Norður-Afríku, héldu síðan til Spánar og náðu þar fót- festu. Árið 717 fóru Arabar á nýj- an leik með her og flota á hendur Grikjum, en það fór á sömu leið og 673. Gríski eldurinn eyddi flota Araba að mestu, og eins fór árið 718. Af átta hundruð arab- iskum skipum komu næstum því engin aftur. Landherir Araba í Litlu Asíu voru að mestu byrtj- aðir niður og leifar þeirra hrakt- ar til Sýrlands. Arabar gerðu ekki fleiri tilraunir til að ná á vald siti gríska keisaradæminu. Gríski eldurinn hafði bjargað hinu forna menningarríki, sem í hernaðarlegu tilliti var miklu veikara en arabiska ríkið. Ef Grikkir hefðu ekki haft þetta ægliega eldvopn og kunn- að að nota það, hefðu hinir arab- isku herir getað náð festu á Balkanskaga og flotar Araba hefðu farið sigurför allt til Svartahafsstranda. Konstantinó- pel hefði fyrr eða síðar orðið að gefast upp fyrir hinum Múham- eðsku umsátursherjum, þegar hungrið hefði farið að sverfa að, og gríska ríkið allt fallið í hend- ur Araba. Þá hefði Aröbum ekki orðið erfitt um vik að leggja und- ir sig Dónárlöndin og breiða ríki sitt þaðan til Austur Evrópu. Ekkert af hinum vesölu smáríkj- um norðan gríska Keisaradæm- isins hefði getað veitt Aröbum verulega mótspyrnu. Múhameðs- (Frh. á bls. 3) |l>‘ l|| i!l |l' l|| i'1 l|| |l' GRÍPIÐ tækifærið Eins og samkepni á sviði viðskiptalífsins nú er háttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar mentunar í öllu því, sem að skrifstofustörfum lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business College. Það verður nemendum til ómetanlegra hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög- bergs í sambandi við verzlimarskólanámsskeið. Þau fást með aðgengilegum kjörum. GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ! THE COLUMBIA PRESS LTD. 695 SARGENT AVENUE WINNIPEG. “T-E-N-D-E-R” is the word for it! Thaf's why we call our new loaf fhe “TENDER CRUST” LOAF As the name implies, the crust is tender and delicate. The inner texture is smooth . . . fine-grained. In addition to other top quality ingredients, the new “Tender Crust” Loaf contains malt, milk and honey. The flavour is delicious . . . and it makes the best toast you’ve ever tasted. Try this new “Tender Crust” loaf. Get it from your grocer or our salesman. CANADA BREAD You really can Savour its Flavour Your grocer or our sálesman will gladly supply you with it. 1) Átt vi8 lei8 manns hennar, Gu6murdar S. GuBmundssonar.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.