Lögberg - 13.10.1949, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. OKTÓBER, 1949.
3
Guðrún Tómasdóttir Johnson
Greinin um Guðrúnu Tómasdóttur
er endurprentuð ( þessu blaði sök_
um stílsröskunar, sem varð þegar
leiðréttingar voru gerðar við hana
í blaðinu frá 29. september.
„Kona, sem er góð eiginkona,
og góð móðir, er virðingarverð-
ari persóna en nokkur önnur“.
Þessi orð Theodórs Roosevelt
forseta koma mér í hug, þegar
ég hugsa um Guðrúnu Tómásdótt
ur, því mér finnst að þau séu
vel valin, og makleg yfirskrift
yfir minningu þeirrar mætu
konu. Ég ætla mér ekki að
skrifa hóflaust hól, eða skjall,
um þessa konu, því að ekkert
hefði verið fjær vilja hennar
sjálfrar, en ég vildi í allri ihrein-
skilni leitast við að draga fram
nokkur lífseinkenni hennar, því
þau eru hugljúf til umhugsunar
og lærdómsrík til eftirbreytni.
Guðrún var heilsteypt kona,
hugsunin hrein, viljinn fastur
og óbilandi, orðheldnin ábyggi-
leg, trúmenskan traust, tilfinn-
ingarnar næmar og skyldurækn
in óþrjótandi. Þetta voru inn-
stæðurnar, sem Guðrún átti,
byggði líf sitt á, hélt fast við,
og þroskaði alla ævi sína.
Hún var landnámskona í
þremur nýbygðum íslendinga 1
Kanada, Þingvallabyggðinni og
Qu’Apelle-byggðinni í Saskatc-
hewan og Wild Oak — nú Lang-
ruth-byggðinni í Manitoba svo
hún fékk áreiðanlega að kenna
á frumbýliserfiðleikunum, sem
Islendingar urðu að ganga í
gegnum á fyrstu árum sínum í
þessari álfu, en hún tók þeim
öllum með atorku, hugprýði og
festu. Margt var það annað, sem
kallaði að á þessum árum, en
a'ð ná fótfestu, og afla sér til
. hnífs og skeiðar, eða það sem
beint snerti heimilið, því allt líf
íslendinga hér, verklegt og and-
legt, varð að byggjast upp frá
rótum. í athöfnum utan heim-
ilisins tók Guðrún lítinn þátt
annan en þann, að hún var með
í þeim, sem henni þótti til upp-
byggingar miða og styrkti þær
peningalega eftir megni. Heim-
ilið var hennar erksvið og þar
var hún óskipt, að vaka yfir heill
þess, prýða það og sjá það vaxa,
ekki aðeins hið ytra, heldur líka
að samúð og ylríki, það var henn
ar yndi og aðaláhugamál og svo,
þegar börnin komu, að vaka yfir
velferð þeirra, yfir orðum þeirra
og athöfnum, yfir fyrirmyndun-
um, sem fyrir augu þeirra báru,
hugsunum þeirra og heilbrigði
andlegri og líkamlegri. Slíkt var
ævistarf Guðrúnar Tómásdóttur,
og hún leysti það af hendi með
þeirri prýði, sem að heilsteypt-
um og hreinlyndum konum ein-
um er unt að leysa.
Guðrún Tómásdóttir var fædd
á Litlamóti í Flóa í Árnessýslu
á íslandi, 26. september 1864.
Foreldrar hennar voru 'hjónin
Tómás Ingimundarson og Guð-
rún Eyjólfsdóttir. Hún ólst upp
hjá foreldrum sínum, fyrst á
Litlamóti og síðar á Egilsstöð-
um í Ölfusi, í sömu sýslu.
Guðrún Tómasdóttir Johnson
Árið 1886, fluttist Guðrún á-
samt foreldrum sínum og syst-
kinum, Jóni, Eyjólfi, Bjarna,
Guðfinnu, Ragnheiði, Katrínu
og Guðrúnu (yngri) til Kanada
og tóku foreldrar hennar land í
Þingvallanýlendunni, en Guð-
rún ásamt systrum sínum varð
eftir í Winnipeg, þar sem hún
tókst á hendur heimilisþjón-
ustu í nokkur ár, eins og flestar
íslenzkar stúlkur gerðu á þeirri
tíð, sem nýkomnar voru að heim-
an. Árið 1890 kvæntist hún Jón-
asi Jónssyni frá Árhrauni á
Skeiðum á Islandi, mesta mynd-
ar og athafna manni. Þau áttu
eina dóttur, sem þau misstu á
fyrsta ári, og eftir tveggja ára
sambúð. missti hún mann sinn,
Jónas.
Árið 1896 kvæntist Guðrún í
annað sinn Böðvari Jónssyni frá
Auðsholti í Ölfusi í Árnessýslu
á Islandi, framsæknum, dugn-
aðar og drengskaparmanni og
fluttu þau hjón þá strax til Lang
ruth í Manitoba, þar sem Guðrún
hóf landnámsstörf sín í þriðja
sinn, og bjó til æviloka.
Þau Böðvar og Guðrún áttu
níu börn. Tvö þeirra misstu þau
á fyrsta ári, og einn son, Harald,
sem varð fyrir slysi í korn-
hlöðu í bænum Langruth, þar
sem að hann vann, mannvænleg-
an atorku og efnismann. Sex
börn þeirra eru á lífi hvert öðru
myndarlegra. Jónas ógiftur og
á heima í Langruth. Tómás gift-
ur íslenzkri konu í Langruth.
Archibald giftur Sveinbjörgu
Rafnkellsdóttur. Ingibjörg gift
William Lundal í Ohicago, Krist
ín gift H. G. Sigurðssyni í Winni-
peg-
I Wild Oak breyttu þessi hjón,
auðninni í blómlega akra, reistu
sér heimili, sem er fyllilega sam
bærilegt við fullkomnustu
bændaheimili hér vestra í sveit-
um Islendinga og bjuggu rausn-
arbúi í meira en hálfa öld.
Guðrún lézt á heimili sínu 20.
ágúst 1949 og var sungin til jarð-
ar af Rev. P. C. Base, sem á
heima í Portage Laprairie,- 22.
sama mánaðar í grafreit Islend-
inga í Langruth-byggð.
J. J. B.
LY 10 THE SMITH BROTHERS CROSS THE ATLANTIC
The two brothers, Colin and Stanley Smith, arrived in England
after crossing the Atlantic in 42 days in their twenty-foot Bermunda
rigged yacht. Twenty-nine-year-old Colin and thirty-year-old
Stanley are the sons of the coxwain of the Yarmouth, Isle of
Wight, lifeboat. They spent their demobilization pay on their fares
to Canada and building their yaoht. They called her Nova Espero
(Esperanto for New Hope), and built her in the basement of an old
theatre in Halifax, Nova Scotia. Picture shows: The Smith brothers
sailing up the English Channel after crossing 2,700 miles of the
Atlantic Ocean in 42 days.
Jól í Winnipeg 1947
Eftir séra EIRÍK BRYNJÓLFSSON, prest að Útskálum
I Winnipeg dvaldi ég ásamt fjölskyldu minni frá júnílokum 1947
til júlíloka 1948. Þetta var merkilegur tími og verður ógleyman-
legur fyrir margra hluta sakir. Fólkið í Fyrsta lút. söfnuði bar okkur
á höndum sér af frábærri vinsemd og elskusemi. Tvær nefndir
stjórna málefnum safnaðarins, safnaðarnefndin og djáknanefndin.
Forseti hinnar fyrrnefndu er Lincoln G. Johnsen en hinnar síðar-
nefndu Árni G. Eggertsson, ágætir menn, gáfaðir, háttprúðir, sam-
vinnuþýðir og innilega áhugasamur fyrir kristindómi og kirkju.
Samstarfið með nefndum þessum var frábærlega gott. Yfirleitt
hjálpðust allir að því, að gera okkur dvölina og starfið sem
ánægjulegast.
Sumarið leið, hlýtt og milt.
Haustið kom og fór, heiðríkir
dagar og stjörnubjartar, friðsæl-
ar tunglskinsnætur, 20 stiga hiti
allan októbermánuð og ekki
blakti hár á höfði. Og skamm-
degið nálgaðist, dagarnir stytt-
ust, dimman óx, en þetta órjúf-
anlega myrkur á norðurslóðum
kom ekki. Það var eins og í
myrkrinu væri hulin birta, sem
lofaði nýjum degi.
Svo komu jólin með birtu og
yl. Það er gömul og ný reynsla.
Þau hafa verið íslendingum mik-
il hátíð í þúsund ára sögu, en
fegurst í tilhlökkun, vonum og
draumum. Það sama má segja
um allt, sem manninum er hjart-
fólgnast. Þegar íslendingar gerð-
ust landnámsmenn í Ameríku í
annað sinn, héldu þeir uppi þeim
siðum, venjum og heimilishátt-
um, er þeir ólust upp við á Is-
landi. Það var þeim eðlilegt og
sjálfsagt, annað kom eiginlega
ekki til greina. Þess vegna voru
jólin þeirra íslenzk í marga ára-
tugi og eru víða enn, einkum hjá
fólki, er flutti þau úr íslenzkum
jarðvegi og gróðursetti þau á
ný í framandi landi. — 1 fyrsta
lút. söfnuði í Winnipeg hófust
síðustu jól með söngsamkomu
barnanna í yngri deildum sunnu-
dagaskólans. Kirkjan var skreytt
með grænum greinum og fjölda
jólaljósa og í kórdyrum var stórt
og fagurt jólatré. Úr því klukkan
var sex byrjaði fólkið að streyma
til kirkjunnar og á skammri
stund fylltist hún af fólki, öll
sæti voru þéttskipuð og margir
stóðu í göngum og meðfram
veggjum uppi og niðri og þá tólf
mánuði, sem ég starfaði sem
prestur í Winnipeg, var aldrei
eins margt í Fyrstu lút. kirkju
eins og þetta aðfangadagskvöld.
Fyrst var jólaguðspjallið lesið,
flutt ávarp og bæn, síðan sungu
yngstu börnin, fjögurra, fimm
og sex ára, falleg, brosandi og
fín í jólafötum og jólaskóm.
Hreinar og skærar barnaraddir
fylltu kirkjuna. Þær snertu við-
kvæma strengi í hjörtum kirkju-
gesta og margir hugsuðu til Is-
lands, þar sem bernskujólin voru
haldin heilög, jólin sem aldrei
gleymast. Svona tók hver flokk-
Jólin eru heimilishátíð í Win-
nipeg eins og víðast annars stað-
ar. Frændur og vinir skiptast á
jólagjöfum og sitja heimboð hver
hjá öðrum og njóta alls þess
bezta sem heimilin hafa að bjóða.
Víða er hangikjöt á borðum;
sumir fá það alla leið heiman frá
Islandi og þykir það hið mesta
hnossgæti. Aðaljólamaturinn er
steiktur kalkún. Kallast hann
„turkey“ á ensku en tyrki á ís-
lenzku. Þótti mér það einkenni-
legt í fyrstu er talað var
um steiktan tyrkja sem há-
tíðamat. Og ekki þurfa lút-
erskir prestar í Winnipeg að ótt-
ast það, að þeir hafi ekki tyrkja
á borðum sínum um jólin, því
Arinbjörn Bardal, útfarastjóri
gefur þeim sinn tyrkjann hverj-
um. Eru fuglar þessir oft á við
væn lömb að þyngd og með af-
brigðum ljúffengir.
Winnipeg er falleg borg í há-
tíðabúningi. Marglit jólaljós og
ýmislegt skraut í gluggum verzl-
ananna, en það sem er fallegast
af öllu er stóru jólatrén, alsett
marglitum rafmagnsljósum. Þau
eru við opinberar byggingar, í-
búðarhús og verzlanir og á öll-
um götuhornum um borgina.
Marglit ljósadýrðin í grænum
trjágreinum er yndisleg jóla-
minning frá Winnipeg.
,Jólin hjá okkur í Victor stræti
776, prestssetri safnaðarins, voru
mjög ánægjuleg. Á Þorláks-
messu færðu okkur nokkrir fé-
lágar úr æskulýðsfélagi safnað-
arins stórt og fallegt jólatré. Þeir
komu því fyrir í einu stofuhorn-
inu og skreyttu það af mestu
snilld og prýði. Þegar við hjónin
þökkuðum þeim fyrir þessa
elskusemi sögðu þeir, að þeim
væri fulllaunað. „Og með
hverju?“ „Við sáum hrifninguna,
sem ljómaði í augum eldra
drengsins ykkar þegar hann sá
öll jólaljósin,“ sögðu þeir, „og er
nokkuð yndislegra en jólagleði,
sem skín í brosandi barsaugum?“
—Við fengum jólagjafir og jóla-
kveðjur alls staðar að. Safnaðar-
nefndin færði okkur veglega
peningajöf frá söfnuðinum og
djáknanafndin gaf okkur margar
góðar gjafir.
Sm jólin sátum við mörg veg-
vinum, þar sem allir
skemmtu sér vel við söng, spil
og samræður. Svo liðu jóladag-
arnir og um leið síðustu dagar
ársins 1947.
Jólin með Vestur-íslendingum
munu geymast í þakklátum end-
urminningum; hátíð ástúðar,
vináttu og kærleika kleymist al-
drei. VÍSIR
ur við af öðrum og söng jólalög leg heimboð hjá kærum og góð-
en ung stúlka las á íslenzku um
kvæði Guðm. skálds Guðmunds-
sonar um jólin; annars fór. allt
fram á ensku. Að lokum sungu
allir sálminn „Heims um ból“.
Það var afar tilkomumikið og
hrífandi.
Á jóladaginn kl. 11 var flutt
íslenzk messa og- íslenzku jóla-
sálmarnir voru sungnir af öllum
kirkjugestum. Eg trúði því varla,
að ég væri í órafjarlægð frá Is-
landi. Það er eftirtektarvert, að
í dómkirkjusöfnuðinum í Rvík
og í Fyrsta lút. söfnuði í Winni-
peg munu fleiri íslenzkar messur
hafa verið fluttar síðasl. sjötíu ár
en í nokkrum öðrum íslenzkum
söfnuðum. Og ánægjulegt var að
veita því athygli, að í Fyrstu lút.
kirkju voru oft kirkjugestir, ís-
lenzkir menn og konur víðsvegar
að úr Ameríku, úr mörg hundr-
uð mílna fjarlægð. Við jólamessu
í íslenzkum söfnuðum í Vestur-
heimi eru víða fluttir Hátíða-
söngvar sr. Bjarna Þorsteinsson-
ir öllum það auka afar mikið á
ar og það af mestur snilld. Þyk-
tign og helgi guðsþjónustunnar.
Sunnudaginn milli jóla og ný-
árs fluttu eldri deildir sunnu-
dagaskólans fagran jólasöngleik
í Fyrstu lút. kirkju. Mun mér sú
stund seint úr minni líða, svo
fögur var hún og tilkomumikil.
I Crescent Fark, Moose Jaw í
Saskatchewan fylki átti svanur
sér hreiður á tjarnarbakka. Einu
sinni sáu menn að hann fór af
eggjunum og þangað sem önd
nokkur kúrði í grasinu. Svan-
urinn gerði sig byrstan og rak
öndina á undan sér heim að
hreiðrinu og létti ekki fyrr en
öndin lagðist á eggin. Hún var
auðvitað of lítil til þess að geta
breytt sig yfir hreiðrið, en svan-
urinn bætti úr því með því að
rífa úr hreiðurbörmunum og
hlaða grasinu að öndinni. Síðan
fór hann út á tjörnina að leita
sér ætis og synti þar fram og aft-
ur, en hafði þó altaf gætur á önd
inni. Þegar honum þótti tími til
kominn, leysti hann öndina af
hólmi og lagðist sjálfur á eggin.
Enginn vafi er á því að hann
fékk öndina til að liggja á eggj-
unum svo að þau kólnuðu ekki
á meðan hann brá sér frá.
Business and Professionai Cards
SELKiRK METAL PR0DUCTS LTD.
Ueykhafar, öruttgasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeining, ný
uppfynding, sparar eldiviö,
heidur hita.
KKI.LY SVKINSSON
Sími 54 358.
IH7 Sutherland Ave., VViniMpeg.
JOHN A. HILLSMAN.
M.D.. Ch. M.
332 Medical Arts. Bldg.
OFFICE 929 349 Home 403 288
Phone 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 6 — 652 HOME ST.
ViOtalatlmi 3—6 eftir há.desfl
S O liJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY CORPORATE SEALS
CELIiULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipeg
Phone 924 624
Office Ph, 925 668 Res, 404 319
NORMAN S.BERGMAN, B.A..LL.B.
Barrister, Solicitor, etc.
411 Childs Bldg,
WINNIPEG CANADA
PARKER, PARKER
& KRISTJANSSON
Barrisiers - Soliciiors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 923 501
Also
123
TENTH ST.
BRANDON
447 Portage Ave, Ph, 926 885
Phone 21 101 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Asphalt Roofs and Insulated
Siding — Repalrs
632 Simcoe St. Winnlpeg, Man.
DR. A. V. JOHNSON
Dentiat
506 SOMERSET BUIL.DING
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Talsfml 926 82« Helmllls 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
SérfrœOinuur i augna, eyma, nef
oo kverka sjúkdóntum.
209 Medical Arts Bldg.
Stofutlml: 2.00 tll 6.00 e. h.
fiöjsti#
JEWELLERS
DR. ROBERT BLACK
BérfrœOingur i augna, eyma,
nef oo hdlssjúkdómum.
401 MEDICAi, ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusfml 923 851
Heimasfmi 403 794
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
islenzkur lyfsali
Fólk getur pantaB meCul og
annað meC pósU.
Fljðt afgreiCsla.
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur Ilkkistur og annast um Ot-
farir. Allur útbúnaCur sá. bezU.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarCa og legsteina.
Skrifstofu talsimi 27 324
Heimilis talsfmi 26 444
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Uary's and Vaughan, Wpg.
Phone 926 441
Phone 927 025
H. J. H. Palmason, C.A.
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Acconntants
305 ConfederaUon Life Bldf.
Winnipeg Manltoba
Phone 49 469
Radlo Service Specialists
ELECTRONIC LABS.
H. THORKEL.SON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
592 ERIN St. WINNIPEO
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk. Man.
Offlce hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Offlce 26 — Re*. 230
Office Phone Res Phono
924 762 726 115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannheknar
406 TORONTO GEN. TRU8T8
, BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
Phone 926 952 WINNIPEG
Cars Bought and Sold
SQUARE DEAL
MOTOR SALES
"The Workino Man’s Friend"
1í*í» 297 Pmncess Strkbt
£0404 Haif Block N. Logan
SARGENT TAXI
Phono 722 401
FOR QUICK RKLIABLE
SERVICE
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG WPG.
Fastelgnasalar. Leigja hfls. Ot-
vega penlngalán og eldsá.byrgO.
bifreiCaábyrgO, o. a. trv.
Phone 927 538
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LöofrccOinoar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG
Portage og Garry St.
Phone 928 291
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Flsh Netttno
58 VICTORIA ST„ WINNIPEG
Phone 98 211
Manager T. R. THORVA.LDSON
Your patronage will be appreclated
C A N A D I A N FISH I
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAOE, Managing Director
Wholesale Distributors of Frash
and Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLK, Slmi 925 »7
Wholeaale Diatributora of
FRESH AND FROZEN FI8H