Lögberg - 13.10.1949, Page 4

Lögberg - 13.10.1949, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. OKTÓBER, 1949. ilogtjtrg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utandskrift ritstjórans: EDITOR 1 ÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa ÚR KEÐJU VIÐBURÐANNA Hinar almennu þingkosningar, sem fram fóru í Austurríki síðastliðinn sunnudag, voru einkum og sér í lagi markverðar fyrir þær hrakfarir, er frambjóðend- ur kommúnista svo að segja hvarvetna sættu; í neðri málstofu þjóðþingsins eiga 165 þingmenn sæti; af þeirri tölu fékk íhaldsflokkurinn, er einkum hafði ein- staklingsframtakið á stefnuskrá sinni 77 þingsæti, en 'hægfara jafnaðarmenn 67. Þessir flokkar höfðu í sam- einingu farið með stjórn landsins síðustu fjögur árin, og sitja auðsjáanlega áfram við völd næsta kjörtíma- bil; hefir þjóðin yfir höfuð unað hag sínum vel undir forustu þessarar tvíflokkastjórnar þrátt fyrir allar sundrungartilraunir kommúnista heima fyrir og utan- aðkomandi áróður; flokkur Ný-Fasista, eða hinn svo- nefndi þýzksinnaði flokkur, er tjáist hlyntur pólitísku sambandi við Þýzkaland, náði haldi á 16 þingsætum, en lestina ráku kommúnistar, er mörðu einungis 5 þing- sæti. Eins og vitað er, hefir Sameinuðu þjóðunum fram að þessu, vegna óbilgirni rússneskra stjórnarvalda, enn eigi lánast að hrinda í framkvæmd lögbundnum friðarsamningum við Austurríki, og hefir slíkt að sjálf- sögðu staðið viðreisnarstarfsemi Austurríkismanna til- finnanlega fyrir þrifum, hvað, sem lengur verður. ★ ★ ★ Rússar hafa stofnað, hvað svo sem langlíft það kann að verða, leppríki í Austur-Þýzkalandi, sniðið að öllu leyti eftir fyrirmyndum kommúnista, sem minna á gluggalaust hús þar sem engin glæta má komast að fremur en endranær; öllum þessum fyrirbrigðum var hrundið í framkvæmd svo að segja að næturlagi. Rúss- ar sögðu þar sjálfir að einu og öllu fyrir verkum, dubb- uðu upp öldung nokkurn til forseta hins nýja „lýðríkis“ og hlutuðust til um myndun ráðuneytis; og svo riðu þeir fyrstir á vaðið með að veita þessu nýjasta sköp- unarverki sínu skilyrðislausa, pólitíska viðurkenningu svo sem vera bar; þeir tjást ennfremur albúnir til að kveðja heim alt hernámslið sitt úr Austur-Þýzkalandi, en setja þar á laggir í þess stað eins konar almyndugt yfirráð eða eftirlitsnefnd, er hlutist til um að hinir nýju þegnar standi ekki uppi í hárinu á húsbóndanum í Krelml eða pólitískum sálusorgurum hans. ★ ★ ★ Nú þykjast kommúnistar hafa unnið borgarastríðið í Kína og komið á fót „fólksstjórn“ í landinu; að vísu hafa þeir enn eigi lagt undir sig alt landið, þótt vel sýnist þeir komnir á veg með það. Nationalistastjórnin í Kína hefir frá upphafi vega verið hinn mesti gallagripur, óbilgjörn og bruðlunar- söm, og má að miklu leyti sjálfri sér um kenna hvernig málum nú er komið, á hinn bóginn munu litlar líkur á, að kommúnistar hafi leitt þjóðina út úr eyðimörkinni og inn í fyrirheitna landið; hitt mun sönnu nær varð- andi stjórnarfar landsins, að þar verði enn um hríð ein silkihúfan upp af annari. Naumast hafði.fyr kvisast um myndun hinnar nýju kommúnistastjórnar í Kína, en Rússinn lagði blessun sína yfir hana; og svo fetuðu öll leppríki Rússans sam- tímis í fótspor yfirboðara sinna, veittu stjórninni póli- tíska viðurkenningu og hétu henni hollustu til daganna enda. ★ ★ ★ Rússinn sýnist eiga nokkru óhægra um vik í sam- skiptum sínum við Tito marskálk „þarna í henni Júgó- slavíu“; sá karl lætur sér auðsjáanlega ekki alt fyrir brjósti brenna; hann lætur eins og vind um eyru þjóta aðdróttanir rauðliða hvaðan, sem þær koma og hvernig, sem þær eru málaðar; hann segist hafa af miklu leyti af eigin ramleik hafa haldið uppi heiðri þjóðar sinnar í síðustu heimsstyrjöld og hann segist geta varið þjóð sína enn ef til kæmi, gegn árás frá Rússum og hverj- um öðrum ofbeldislýð. Stalín er ekki vanur því að láta það viðgangast að hinir og þessir tinsoldátar standi uppi í hárinu á sér, og telur nú Tito hafa unnið sér til óhelgi. Rússar og Júgóslavar höfðu gert með sér vináttu- samning, er standa ætti í gildi um tuttugu ára skeið. En hví að hika við samningsrof ef svo byði við að horfa? Og fyrir þá einu sök að Tito vildi eigi sætta sig við er- lenda íhlutun varðandi stjórnarstarfrækslu þjóðar sinn ar, slíta Rússar áminstum vináttusamningi við Júgó- slavíu og láta svo öll leppríkin auðsveipnislega og mögl- unarlaust gera eitt og hið sama. Helgi samninga sýnist ekki ávalt mikils metin á þessum verstu og síðustu tímum. Guðrún Björnsson Eins og um var getið á sínum tíma andaðist hin valinkunna á- gætiskona, Guðrún Magnúsdótt- ir, ekkja Árna sál. Björnson, á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar, þeirra Mr. og Mrs. H. B. Grímson í grend við Mountain, N. D. 16. dag maímánaðar þessa árs. Bar andlát hennar næsta sviplega að, þó hún hefði hins- vegar um langt skeið verið mjög biluð á heilsu og við rúmið. Hún hafði liðið miklar þjáningar ár- um saman af þeim sjúkdómi, sem hafði hertekið hana. En þjáningarnar munu hafa verið farnar að linast upp á síðkastið; en á næstliðnum vetri mun hafa farið að bera á hjartabilun, er leiddi hana til andláts þennan tilnefnda dag. Guðrún Magnúsdóttir Björn- son fæddist í Syðragerði í Eyja- fjarðarsýslu á íslandi, 30. nóv- ember 1864. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson og kona hans Sigríður Magnúsdóttir, er þar bjuggu um þær mundir. Guð rún var tekin til fósturs af merk- ishjónunum Jóhannesi Bárðar- syni og konu hans Sigríði Guð- mundsdóttur, og var hún hjá þeim til sjö ára aldurs. Þá hvarf hún aftur til móður sinnar og seinni manns hennar Kristjáns Björnssonar frá Klúkum í Eyja- firði, og bjuggu þau hjón þar þá um skeið. Til Ameríku fluttist Guðrún með móður sinni og stjúpföður árið 1876, þá 11 ára að aldri. Lá þá leið þeirra, eins og flestra ís- lenzkra innflytjenda um þær mundir, til Nýja-íslands. Sett- ust þau að nærri Gimli. Fór Guð rún stuttu síðar til Winnipeg og vann þar í vistum hjá innlendu fólki. Lærði hún því landsmál- ið fljótt, og var það eftirtektar- vert hve prýðilega hún mælti á enska tungu, jafnframt því að tala ágæta íslenzku. Síðar fluttist Guðrún með for- eldrum sínum til Norður Dakota. Það var árið 1881. Reistu þau þá heimili rétt fyrir norðvestan Mountain og áttu þar heima um langt skeið, unz þau á háum aldri, lömuð að heilsu og Krist- ján blindur, fluttust til Guðrún- ar og Árna. Þar dvöldu þau það sem eftir var ævinnar, og nutu nákvæmrar og kærleiksríkrar aðhlynningar og umönnunnar af hendi hjónanna beggja og barna þeirra. Guðrún sál. átti bara eina systir, er varð eftir á íslandi, þegar fólk hennar flutti til Ame- ríku. Giftist hún þar og dó þar árið 1918. Hinn 30. dag desembermánað- ar giftist Guðrún Árna Björns- syni frá Fornhaga í Eyjafirði, er hafði fluzt ungur til Mountain, N. D., með foreldrum snemma á árum þess landnáms. Lifðu þau saman í ástríku hjónabandi um langt sHeið, unz Árni andaðist 15. maí árið 1945. Nokkur ár bjuggu þau hjón í vesturhluta ríkisins, en annars öll sín hjóna- bandsár í Pembina County N.D., og lengst af þeim tíma í næstu grend við Mountain N. D. Og þar mörkuðu þaú sín dýpstu spor 1 félagslífi samferðafólks síns. Starf þeirra var mikið og bar oft fagurt vitni um fórnfýsi. En í kirkjulegu, og kristilegu starfi síns umhverfis munu þau þó hvað mest hafa starfað og fórnað . Árni og Guðrún eignuðust 8 börn. Elzta barn þeirra, Anna Sigríður að nafni dó á fyrsta ári. Síðar misstu þau með stuttu millibili tvær mjög efnilegar dætur: Margrét dó 19 ára gömul, og Sigríður 27 ára. Hin 5 börnin lifa móður sína; Anna kona H. B. Grímson, og búa þau nærri Mountain; Friðbjörn giftur Guð laugu (Samuelson), Sigurður giftur Karolínu (Simundson); Valdimar giftur Sigrúnu (North field). Eru þau einnig búsett nærri Mountain; og Thorlákur giftur Elínu (Melsted), búsett í Valley City N. D. Guðrún Björnson Þegar við hjónin fluttumst til Mountain árið 1926, og ég tók við prestsþjónustu í Norður Dakota, voru þau Guðrún og Árni meðal þeirra mörgu þar um slóðir, er tóku okkur og börn um okkar opnum örmum. Og heimili þeirra með sinni miklu og markverðu gestrisni stóð okk ur opið. Og þó stóð þá þannig á að þau stríddu við mikil veik- indi, og áður en langt leið frá- fall elskaðrar ungrar dóttur. Ég átti því láni að fagna að kynnast Guðrúnu sál. mjög vel, þó hún væri komin á sjötugs- aldur er fundum okkar fyrst bar saman. Við hjónin áttum oft er- indi á heimili Björnssonshjón- anna, meðan þau bjuggu sínu vingjarnlega og mikilsmetna rausnarbúi, rétt vestan við Mountain, og líka eftir að þau fóru að búa hjá Önnu dóttur sini og Hallgrími manni hennar. Við áttum með þeim margar glaðar stundir á báðum þeim heimilum og jafnvel á stund- um hrífandi fagnaðarstundir. En með þeim áttum við þar líka margar sárar og átakanlegar sársauka og sorgarstundir. Þann ig kynnist maður fólki næsta vel. Og var það niðurstaða mín við þau kynni að Guðrún sál. eins og líka hinn mikilsvirti eiginmaður hennar, ætti öfluga kristna trú til að styrkja sig í stríði lífsins. Fanst mér að sú einlæga trú hefði verið þeim báðum undrastyrkur á allri lífs- leiðinni, þar sem vissulega skipt ust á skuggar og skin. Mér fanst Guðrún vera frá- bærlega stilt og prúðmenska hennar mjög eftirtektarverð. Enda var hún vel greind og bók- hneigð og las mikið og hugsaði mikið og margt. Ég vil víkja snöggvast aftur að gestrisni hennar og góðgjörðasemi, sem við reyndum í svo ríkum mæli. Þann fjársjóð áttu hjónin sam- eiginlega eins og svo marga fleiri fjársjóði. Það er líka kunnugra en frá þurfi að segja, að þau skutu skjólshúsi yfir marga um lengra eða skemmra skeið, og umvöfðu ýmsa örmum hjálp- semi og ástúðar á lífsbrautinni, eins og ýmsum er vel kunnugt um, ekki síst þeim, sem áttu samleið með þeim frá því að þau stofnuðu bú sitt. Þessi fáorði vitnisburður minn um þessa látnu vinkonu okkar hjónanna, er vissulega ó- fullkominn. Til þess hefi ég þó góðan vilja að bera henni og manni hennar söguna vel, því okkur hjónunum þótti svo inni- lega vænt um þau, og mátum þeirra mannkosti svo mikils. Það hlýtur að vera bjart yfir huganum og hlýtt í hjartanu, þegar maður hugsar um og minn ist á þau mætu hjón, Guðrúnu og Árna, sem nú eru bæði til hinstu hvíldar gengin. Og óhjá- kvæmilega kemur í huga manns sálmaversið velþekta og góða: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir alt og alt. Gekst þú með Guði; Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. H. S. FLUTT í SILFURBRÚÐKAUPI Mr. og Mrs. H. V. Benedictson, Riverton, Manitoba 29. ágúst 1949. Ég kem hér sem gestur, svo glaður í kvöld ef gæti ég minst þessa fjórðungs úr öld, í hjúskap sem hafið þið lifað. Ég veit að þið lifið í einlœgri ást, aldrei í sorg eða gleði hún brást, sólstöfum sjást mun það skrifað. Um frændur og vini er örðugt að yrkja, Ætti þó málið og hugann að styrkja, að eiga svo einlæga vini, sem reynt hafa í hvívetna lífið að létta, og látið á veginum rósirnar spretta, í mannúðar margþættu skini. Æskuna hefir hún laðað og leitt, letinni og þrjóskunni í góðlyndi breytt, — aldrei þó ungmenni barið. Sendi hún frá sér sitt blíðlyndisbros, á breyskleika unglingsins verða mun los, vel er því lífinu varið. Sannlega reyndist þú, systir og móðir, soninn þá mistir og einasta bróðir, sárið í hjartanu svíður. Sorgina barstu með undraverðu afli, átakanlegur var reynslunnar kafli, sigurglöð samfunda bíður. Valda hlít ég sem vinar að minnast, vart mun snjallari drengur finnast, í verzlunarsökum og söng. ’ann víst er með afbrigðum, húsbónda hollur, hugsar um ef kemur á tollur, að verðlögin verði ekki röng. Auma og snauða hann alla tíð sér, því eilífðarmálin í hjartanu býr, Guð hefir fyrir það goldið. Forseti tíðum í söknuði sat, söng þar og starfaði alt sem hann gat, ei elur í ofdrykkju holdið. Við vonum að brúðhjónin lifi svo lengi, við Ijómandi hag í velsældar gengi. Óskir ei æðri við höfum. Þá verður sjálfsagt á ensku að yrkja — íslensku málið búið að kyrkja, — en gull fyrir silfur í gjöfum. F. P. SIGURÐSÖN ONE TIME IS BEST FOR ALL VOTE "N O" To Daylight Saving Time WINNIPEG and ST. JAMES - Vote Odober 26 IN THE REST OF GREATER WINNIPEG— Vote Odober 21 THE STANDARD TIME LEAGUE 296 Smith Slreel Telephones 931 401 - 931 402 GOOD LIGHT Helps Good Æarks Good report cards are some- thing to be proud of . . . and usually they’re the result of hours of homework. Extra study calls for plenty of good light, and you’ll get the best possible light for your children from Westing- house lamps. They give a bright light and they give it longer. You can order Westinghouse lamps from your City Hydro meter reader, bill deliverer or collector. Have them sent C.O.D. or charged to your monthly light bill. CITY HYDRO-----------" Porlage and Kennedy Phone 848 131

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.