Lögberg - 11.10.1951, Side 3

Lögberg - 11.10.1951, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER, 1951 3 Fjórtán menn hlutu brunasár á fætur við Geysi á sunnudaginn var Mennirnir voru í skálinni eða á skálarbarminum, er sjóðandi valn ílæddi upp. í fyrradag brenndust fjórtán menn, sem voru að bíða eftir gosi við Geysi, með þeim hætti, að sjóðandi vatn úr hvernum flæddi upp á fætur þeim. Hlutu sumir allmikil brunasár, en engin lífshættuleg. Raufin var dýpkuð. Sigurður Greipsson skýrði blaðinu svo frá, að nokkuð hefði borið á því í sumar, að Geysir hagaði sér öðruvísi fyrir gos en hann hefir áður gert, væri örari og gæti vatn flætt að óvöru upp í skálina, þótt aldrei hafi það gerzt eins hastarlega og nú. Orsök þessa taldi hann vera þá, að í sumar var raufin í skál- ina dýpkuð um tíu sentimetra og steypt yfir hana. Þarf því nú meiri aðgæzlu en áður. Hefir legið mánuð í brunasárum. Fyrir rúmum mánuði brennd- ust tveir menn við ,Geysi með svipuðum hætti og nú. Þá biðu þar eftir gosi 20—30 manns og sátu á skálarbarminum og jafn- vel niðri í skálinni. Þegar mönn- um fór að leiðast biðin, fóru flestir að týnast brott, en í sama bili fylltist skálin skyndilega og tveir menn, sem síðastir höfðu verið, brenndust nokkuð, eink- um annar þeirra, og hefir hann legið rúmfastur að mestu síðan. Tveir Englendingar brenndusi. Það virðist þó, sem útlending- um sé hættara við því að brenna sig á hverasvæðinu. í fyrrasum- ar brenndu tveir Englendingar sig allmikið við Geysi, og fleki dæmi eru um það, að útlending- ar hafi ekki verið nægilega varir um sig á hverasvæðinu. —TÍMINN, 18. sept Allmargt manna kom að Geysi á sunnudaginn, og var meðal þ e i r r a Bandaríkjamaður frá Westínghouse rafmagnsfyrir- tækinu, W. F. Gehle, í fylgd með nokkrum íslenzkum mönnum. Báðu þeir um gos, og voru um sextíu kíló af sápu látin í hver- inn um klukkan hálf-fimm síð- degis. Tjaldað til skjóls. Sigurður Greipsson i Hauka- dal var þarna sjálfur hjá gestun- um, og þar eð allnapurt var, tjaldaði hann segli til skjóls við hverinn, meðan beðið var eftir gosi. Liðu svo tvær klukku- stundir. Stóðu á skálarbarminum. • Allmargir þeirra, sem eftir gosinu biðu, stóðu á skálarbarm- inum eða jafnvel neðan við skálarþrúnina. Hefir það verið svo, að dynkir heyrast í hvern- um, er hann er að búa sig undir gos, áður en vatnið tekur að hækka í skálinni, og er þá næg- ur tími til þess að forða sér frá. Sjóðheitl vatnið flæddi upp. Að þessu sinni kom Geýsir gestum sínum á óvart. Skyndi- lega flæddi brennheitt vatnið upp, svo að skálin fylltist og út úr rann, án nokkurrar viðvör- unar. Vissu mennirnir, sem næst ir voru hvernum, ekki fyrr til en þeir stóðu í vatninu í ökla. Hljóp hver sem betur gat brott, en margir höfðu þegar hlotið brunasár á fæturna. Fjórtán brenndust. Það munu hafa verið fjórtán, sem hlutu brunasár, meiri eða minni, og voru Sigurður Greips- son í Haukadal og Bandaríkja- maðurinn W. F. Gehle meðal þeirra. Brenndist Sigurður eink- um á öðrum fæti, en hinn banda- ríksi rafmagnsfræðingur hlaut brunasár á báða fætur, einkum þó annan öklann. Mest brenndist þó fimmtán ára piltur, Bjarni Ásgeirsson, Sólvalla götu 32A, er var þarna með foreldrum sínum, Ásgeiri Bjarnasyni, forstjóra Vinnu- fatagerðarinnar, og konu hans, Rósu J. Finnbogadóttur. Hlaut hann braunasár á fæturna upp fyrir kálfa. Aðrir íslendingar, sem brennd ust, voru Jakob Guðjohnsen raf- magnsverkfræðingur og Ingólf- ur Ágústsson verkfræðingur. Loks hlutu fjórir bandarískir hermenn mikil brunasár á fæt- ur, en fimm aðrir Bandaríkja- menn minni háttar skeinur. Tveir Bandaríkjamenn duttu, er þeir ætluðu að forða sér frá hvernum ,og mun annar þeirra hafa laskazt í úlnlið við fallið. Geri að brunasárunum. Knútur Kristinsson, héraðs- læknir í Laugarási, kom á vett- vang og gerði hann að bruna- sárum þeirra, er mest höfðu brennzt. Skýrði hann Tímanum svo frá, að brunasárin hefðu aðallega verið á ristum og um ö^kla og upp á mjóalegginn á sumum. Er hann hafði búið að sárum manna, voru þeir fluttir til Reykjavíkur. Drengurinn, sem mest brennd- ist, liggur nú í Landsþítalanum, en sumir hermannanna eru í sjúkrahúsi á Keflavíkurflug- velli. FYRIR 90 ÁRUM: Enskur prestur hittir íslenzkan prest „THE OXONIAN in Iceland“ heitir ferðabók eftir enska prest- inn Frederick Metcalfe, sem ferðaðist hér um land sumarið 1860. Þar minntist hann á drykkjuskap íslenzkra presta og segir þessa sögu frá því er hann var að ferðast í Eyjafirði: — Það var áliðið dags og ég átti enn langa leið á næturstað. Ég fór heim að afskektum bæ að spyrja til vegar. Þar var mið- aldra maður að drekka brenni- vín. Hann var í ferðakápu og hafði reyrt hana að sér um mitt- ið, og svo var hann í rosabull- um er náðu upp í klof. Þetta var sóknarpresturinn þarna og var að koma frá því að skíra barn. Og þetta var einmitt maðurinn, sem ég hafði ætlað mér að gista hjá um nóttina. „Ó, þér eruð Englendingur, verið velkominn", og með herkj- um gat ég varist því að hann faðmaði mig að sér og kysti. „Is- lenzku hestarnir eru góðir. Þér ætlið að gista hjá mér. Ágætt En yður liggur ekkert á. Þér ratið ekki, ha ha. Þér verðið að bíða. Ég rata þótt dimmt sé“. „En prestur minn, klukkan er nú sjö og það er langt heim til yðar, sjálfsagt tveggja eða þriggja tíma reið, svo að það er bezt fyrir okkur að komast á stað“. „Það er alveg satt. íslenzku hestarnir eru góðir. Og þér eruð Englendingur, en ég er Islend- ingur. Ég er prestur og þér eruð prestur. Við erum báðir vígðir prestar. Prestur — præst — præstus sumpsimus ambodus. Ég hefi gleymt latínunni. Præsti sumus ambodus consecratus. Mikið rétt, báðir vígðir prestar. Ég get talað dönsku dálítið en latínu hefi ég gleymt. Ég get samt talað latínu dálítið“. Til þess að losna við hann steig ég á bak og reið á stað Það var hvast og vegurinn lá sums staðar á bjargbrún en sums staðar var mýri og ótræði. Þess vegna urðum við að fara hægt. Skömmu seinna heyri ég hróp og köll á eftir mér, og þar kemur prestur þeysandi eins og hesturinn komst. Kápulöfin flögruðu í vindinum eins og tveir stórir vængir og með ann- ari hendi hélt hann fast í hatt- barðið. Hann reið beint á mig, eins og hann ætlaði að fella mig af baki, og hló tröllahlátur. Mér tókst með snarræði að komast hjá því að hann hrynti mér fram af klettunum. En hann hleypti inn á milli hinna hestanna og tvístraði þeim í allar áttir eins og sprenging hefði orðið í hópn- um. Lá við slysi bæði á þeim og farangri mínum. Ég bað hann að ríða á undan og sýna okkur leiðina. Og svo þeysti hann eftir klettabrúninni og hrópaði: „Þessa leið! Þessa leið!“ Alt í einu stöðvaði hann hestinn og drógst aftur úr. Ég notaði þessa friðarstund til að fara á undan. Hvo varð mér litið við og þá sé ég hvar hestur hans kemur mannlaus hlaupandi á eftir okkur. „Jón“, kallaði ég til fylgdar- mannsins, „snúðu við í guðs nafni, hann hefir hrapað fram af klettunum". En svo var ekki. Þarna kom hann skjögrandi i stóru stígvél- unum sínum. Hatturinn hafði fokið af honum og hann haf-ði farið af baki til þess að ná í hann. Ég náði í hest hans og fór á móti honum. „Viljið þér gista hjá mér í nótt?“ segir hann. „Já“. „Gerið þá svo vel að sleppa hestinum og lofa mér að vera einráðum“. Eftir margar árangurslausar tilraunir komst hann að lokum á bak aftur. „Fylgdarmaður yðar er stupid fellow. Stupidus — hom — hum — hom stupidus hominibus qui nequit seéui viam debqit — debet — hominus quibus nequit directus ire vapulabator, Jahá“. „Vapulabator“, endurtók hann og skók svipuna framan í fylgd- armanninn, sem virtist verða skömmustulegur og fara hjá sér. „Vapulabator!" Aftur náði ölæðið yfirhönd- inni hjá honum og hann þeysti niður snarbratta brekku og grenjaði: „Come along, enski prestur. Þetta er leiðin. Follow me, I say! Ha, þorið þér ekki?“ Og svo bar vindurinn til mín: „Hominus — vapulatus — ha, ha! Præstus sumpsimus ambo- bus!“ Þá varð Jóni að orði: „Þetta er hræðilegt. Hann er verri en séra B. á A., sem nú er dauður, en var drykkfelldur“. „Þarna sérðu Jón“, sagði ég, „hvernig menn verða drukknir“. „Já, ég sé það og ég skal al- drei drekka framar.* En þegar prestarnir drekka og sýslu- mennirnir drekka, þá drekka allir. En nú verðum við að ná honum“. Við héldum gætilega á eftir honum. Neðan við brekkuna var á, og þar sá ég í tunglsljósinu hvar hann baðaði út öllum öng- um og komst svo eins og köttur upp á bakkann hinum megin. Hesturinn hans var listaskepna, sem vissi hvað prestinum leið og mundi hafa rölt heim með hann hefði hann mátt vera sjálf- ráður. V • ,jCome along, enski prestur. Þetta er satans longa via. Skratt- inn sjálfur. Citatis equis advol- nnt Roman. lía, ha! ég hefi ekki gleýmt latínunni, you see. Þú getur ekki talað latínu eins og ég. Reyndu að muna einhverjar setningar“. „Eftir hvaða höfund?“ spurði ég- „Virgilius, nei, ég meina Erasmus — Desiderus Erasmus. Þar kom ég þér í klípu, ha ha!“ „Munið þér þá, prestur minn, hvað Erasmus sagði við munk- ana, er þeir hæddu hann?“ „Nei“. „Þá skal ég segja yður það: O monachi quortum stomachi amphora Bacchi. Vos estia Deus est testis teter- rima pestis“. „Skrattinn sjálfur", sagði prestur og tók viðbragð eins og að hann hefði verið stunginn. Og nú hleypti hann á sprett út í ótræðismýri. „Citatis equis“, heyrði ég hann Business and Professional Cards segja, og svo heyrðist hlunkur og svo varð þögn. „Hann hefir dottið af baki“, sagði Jón. „Hann er verri en séra B. á A., sem settur var af fyrir drykkjuskap. Ekki skal ég drekka framar. Hann hefir drep- ið sig“. Við stukkum báðir af baki. Þarna lá prestur á jörðinni og var fastur með annan fótinn í ístaðinu. Hesturinn var svo vit- ur, að hann hafði ekki hreyft sig og þar með bjargað lífi hans. Við losuðum hann og ekkert var að honum. Það var eins og runn- ið hefði af honum við fallið. Nú reið maður fram á okkur og sagði okkur að ekki væri nema svo sem hálftíma ferð heim að prestssetrinu, og vegurinn væri góður. „Er hann oft svona?“ spurði ég lágt. „Ójá, hann skvettir í sig stund um“, sagði bóndinn, „en þetta er ágætismaður“. Nú reið prestur allgreitt á undan, og eltum við skuggann af flaxandi burunni. Innan skamms heyrðum við hundgá og þá vissum við að við nálguðumst áfangastaðinn. Gegn um löng göng komum við inn í skrifstofu prestsins. Á bókahillu þar sá ég Virgil, Cicer- onis de Officiis, handbók í Myt- hologi, gríska orðabók og nokkr- ar hugvekjur. Undir borðinu og á borðinu hingað og þangað um herbergið voru flöskur, flestar tómar. Hér er bezt að slá botninn í söguna. Hannah More sagði um prestastéttina í Welsh á öldinni sem leið, að þeir hefðu drukkið mikið þegar þeir komust í það. Þess vegna skyldi maður ekki dæma hart þá menn, og eiga við jafn bág kjör að búa og íslenzku prestarnir, eða ímynda sér að þeir séu allir eins og þessi prestur". ----☆----- Það eru nú 90 ár síðan þetta var, og* nú er alt breytt. Útlend- ingar, sem ferðast nú um landið, munu ekki geta sagt sögur af því að þeir hafi rekist á drukna pi;esta. —Lesb. Mbl. *Séra Metcalfe hafði þótt Jón ærið drykkfelldur í upphafi ferðarinnar. SPAKMÆLI. Göfugmennið skilur skyldu sína, en hinn ógöfugi ábatann Þar sem göfugmennið á heima getur ruddaskapurinn ekki þrif- ist. ☆ Sannarlegt stórmenni sýnir dugnað sinn á svipaðan hátt og vatnið. En það er til gagns öllu sem lifir. Það skilur kjör sín á þann hátt að laga sig sífellt eftir umhverfinu. Rennur sífellt í hin um eðlilegasta farvegi, og velur sér leið í hinu djúpa og hulda, þar sem annað forðast að vera. ☆ Sterkur er sá, sem yfirvinnur aðra, voldugur sá, sem sigrar sjálfan sig, en ríkur sá, sem veit, að hann á nóg. ☆ Hinn sanni spekingur safnar ekki í hrúgur. Því meira sem hann gerir fyrir aðra, þeim mun ríkari verður hann, því meira sem hann gefur, því meira hlotn- ast honum. Laotse PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—652 HOME ST. Vi»ta.Iatími 3—5 eftir hádegi J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ct. vega peningal&n og eldsábyrgö, bifrei6aábyrg8 o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 3« EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlce Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 —Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœ&imgar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADiAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 & HAGBORG RJEl/Vy PMOME 2ISSI -4— Offlce Phone 924 762 Rea. Phone 726 11S Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Houra: 4 pjn. - 6 pjn. and by appointment. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnatiur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimilis talsimi 26 444 Pbone 23 996 761 Notre Dune Ave. Juat Weat oí New Matemlty Hoapltal Nell’s Flower Shop Weddlng Bouqueta. Cut Flowera, Funeral Deaigna, Coraages, Beddlng Plants Nell Johnaon 27 482 Ruth Rowland 88 790 Oföce 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldf. 364 Maln Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PR0DUCTS • Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinlr. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viC, heldur hita frá aB rjúka út með reyknum.—Skriflð, stmlð tll KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnlpeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED T annUrknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 953 WINNIFEG S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Aaphalt Roofs and Insnlated Siding — Repairs Country Orders Attended To \ 632 Simcoe St. Wlnnlpeg, Man. / GIMLI FUNERAL HOME 51 Firsl Avenue Ný útfararstofa með þeim full- komnasta útbúnaði, sem völ er á, annast virðulega um útfarir, selur líkkistur, minnisvarða og legsteina. Alan Couch, Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 2G2 398 I DR. ROBERT BLACK Sérfrceöingur í augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimaslmi 403 794 N 447 Portage Ave. Branch Store at 123 TENTH ST. BRANDON Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON \ Your patronage wtll be appredated Minnist CETEL í erfðaskrám yðar. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary'a and Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 928 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON A CO. Chartered Acconntants 505 Confederatlon Life BMg. WINNIPEG MANTTOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers • Soliciiors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjanaeoo 500 Canadlmn Bank of fnmnini Chambers Winnlpeg, Man. Phone Kl 96< Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Specialtles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNHRAL DESIGNS Mlas l. Christle, Proprtetrees Formerly with Robinson & Co. G. F. Jonasson, Prea. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Síml 925 227

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.