Lögberg - 15.11.1951, Síða 7

Lögberg - 15.11.1951, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1951 7 Geta Finnar tekiö þótt í norrænu ráðgjafaþingi? Á ráðstefnu norræna þing- mannasambandsins í Stokk- hólmi s.l. mánudag var borin fram tillaga sem hlýtur að vekja mikla athygli allra þeirra, er á- huga hafa á því að treysta nor- ræna samvinnu. — Danskir þing menn á ráðstefnunni báru fram tillögu þess efnis, að komið verði á fót norrænu þingi, eins fljótt og auðið verði. I tillögunni er ekki gert ráð fyrir, að um löggjafarþing verði að ræða heldur ráðgjafarþing. Er ætlazt til þess af flutni'ngsmönnum til- lögunnar, að fulltrúarnir á sam- kundu þessari ræði um og velji þær leiðir, er happadrýgstar þykja til eflingar norrænni sam- vinnu, og er svo ráð fyrir gert i tillögunni að samþykktir þings ins geti haft úrslitaáhrif á á- kvarðanir viðkomandi ríkis- stjórna í ýmsum málum. Undén, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, lýsti þegar yfir stuðningi sínum við tillöguna, með þeim fyrirvara, að þeir, sem stæðu að stofnun norræna þingsins, lærðu af reynslu þeirri, er fengizt hefði af Evrópuráðinu 1 Strassborg og létu sér mistökin þar að kenn- ingu verða. Hann lagði til að til- lögur þær, sem dr. P. Munch, fyrrv. utanríkisráðherra Dana, samdi 1938 um stofnun norrænn- ar þinsamkundu, yrðu lagðar til Greið leið að senda PENINGA YFIR HAFIÐ CANADIAN PACIFIC EXPRESS til útlanda Er þér viljið senda pen- inga til ættingja eða vina handan hafs þá skuluð þér fara á næstu Canad- ian Pacific skrifstofu — greiða upphæðina, sem þér ætlið að senda að við- bættum afgreiðslukostn- aði, og fáið kvittun. Can- adian Pacific setur sig strax í samband við um- boðsmann sinn erlendis. Viðtakandi fær greidda peningan um leið o^ hann leggur fram personuleg skilríki um að hann sé réttur aðilji. Er þér næst þurfið að senda peninga, skilríki uro að hann sé þá notið þessa öruggu aðferð. grundvallar við stofnun væntan legs þings. Tillögur Munch voru aldrei birtar, aðeins ræddar af stjórnum Norðurlandanna. Nefnd fjallar nú um hvernig unnt muni að hrinda þessu máli í framkvæmd. Fram hefir komið tillaga um að allt að 85 fulltrúar eigi sæti á hinu nor- ræna þingi,. er komi saman til fundar nokkrar vikur á ári hverju, og verði rætt þar um nýjar tillögur varðandi norræna samvinnu og gerðar samþykktir og ályktanir. Spurningin, sem fyrst og fremst vaknar, þegar athuguð er tillagan um stofnun norræns þings, er sú, hvort Finnland geti átt þar fulltrúa. Fulltrúarnir á ráðstefnunni eru á einu máli um að mikil- vægt sé að Finnland geti átt aðild að þinginu, ef það geri ekki samvinnuna erfiðari og dragi úr starfsgetu þingsins. Þáð er einlæg ósk Finna sjálfra að eiga fulltrúa á þinginu. Hins vegar er augljóst, að nokkur vandkvæði munu vera á þátttöku þeirra. —☆— Sem fyrr greinir var tillaga þessi borin fram á ráðstefnu nor- ræna þingmannasambandsins en forseti hennar er Vilhelm Buhl, fyrrum forsætisráðherra. Ráð- stefnu þessa sitja 81 fulltrúi. Það var Hans Hedtoft, fyrrverandi forsætisráðherra, er bar tillög- una fram, en hann nýtur óskor- aðs stuðnings allra dönsku full- trúanna í ráði þingmannasam- bandsins, þeirra Bertel Dahl- gaard, Elgaard og íhaldsþing- mannsins Einars Foss. Hedtoft fylgdi tillögunni úr hlaði með ræðu, þar sem hann rakti þætti norrænnar sam- vinnu í dag. Síðan vék hann að ræðu, sem norski forsætisráð- herrann, Einar Gerhardsen, flutti og mikla athygli vakti á sínum tíma, en þar ræddi Ger- hardsen um, hve umræður á nor rænu þingi gætu haft mikil á- hrif á skoðanir og ákvarðanir ríkisstjórna Norðurlanda. Því næst ræddi Hedtoft um tillögur dr. Munch frá 1938 'og áður hef- ir verið drepið á. —☆— Dr. Munch sneri sér til utan- ríkisráðherra Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar og benti á, að skipuleggja þyrfti betur nor- ræna samvinnu og taka hana fastari tökum en verið hefði, en slík samvinna milli Norður- landanna gæti verið mjög mikil væg á ýmsum sviðum. Hún væri enn allof laus í reipunum. Hann kvaðst því vilja leggja til að komið yrði á fót norrænni ráð- gjafasamkundu. Þar skyldu eiga sæti forsætis- og utanríkisráð- herrar auk þingmanna er skip- aðir væru af þingum viðkomandi landa. Samkunda þessi skyldi koma saman til fundar 14 daga ár hvert. í febrúar 1939 ræddu utan- ríkisráðherrar Norðurlanda hug mynd þessa í Helsingfors. Aðeins einn þeirra var andvígur henni, prófessor Halfdan Koht, þáver- andi utanríkisráðherra Noregs. Hann vildi að ráðherrarnir einir ræddu þessi mál, án þátttöku þingmanna. —☆— Hedlofl skýrði ennfremur frá því að í Danmörk yrði nú vart vaxandi undrunar og óánægju vegna þess hve þing og ríkis- stjórnir Norðurlandanna fimm virtust láta sig litlú skipta nor- ræna samvinnu og hve lítill ár- angur næðist á því sviði. Hed- toft sagði að Norðurlöndunum þætti sjálfsagt að taka þátt í störfum Evrópuráðsins með fjarlægum og framandi þjóðum, eins og Tyrklandi, Grikklandi og ítalíu. Hann kvað hins vegar miklu eðlilegra að Norðurlönd- in litu sér nær og ynnu meira og betur saman. Undén utanríkisráðherra Sví- þjóðar lýsti yfir fylgi sínu við tillögu Hedtofts með þeim fyrir- vara er fyrr greinir. Oscar Torp landvarnaráðherra N o r e g s, kvaðst einnig fylgjandi henni, en landi hans, Svend Nielsen, fyrrum ráðherra, lét í ljósi þá skoðun að hyggilegra myndi að stækka starfssvið norræna þing- mannasambandsins en koma á fót nýrri stofnun. —☆— Fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, jafnaðarmaðurinn Karl-August Fagerholm, lét með varúð í ljós skilning á gildi til- lögunnar, en lét jafnframt í ljó? ótta sinn við að Finnar myndu ekki geta átt aðild að norrænu þingi. Hann talaði sem fulltrúi finnsku sendinefndarinnar á ráðstefnunni, en auk hans eiga Tsæti í henni kommúnistarnir Eino Kilpi, fyrrum ráðherra, og hin aðsópsmikla eiginkona hans, Sylvi-Kylliki Kilpi. Þátttaka þeirra í nefndinni er ástæðan fyrir því að allsendis er talið ó- víst að Finnar geti átt aðild að norræna þinginu. Bertel Dahlgraad benti á, að ekki væri nægilegt að halda 10,000 fallegar ræður um nor- ræna samvinnu á ári hverju. Fram til þessa hefði þessi sam- vinna verið alltof áhrifalítil. 1 þeim geigvænlegu átökum, er nú ættu sér stað milli stórveld- anna, væri smáþjóðunum lífs- nauðsyn að vinna saman, til þess að varðveita frelsi sitt og sjálf- stæði. Það væri því mikilvægt að koma á fót norrænu þingi þar sem Norðurlöndin gætu rætt sameiginleg vandamál sín. —☆— Að umræðunum loknum var eftirtöldum mönnum falið að semja beina tillögu og leggja fyrir ráðstefnuna: Hans Hedtoft, Fagerholm, sænska próf. Nils Herlitz og Sigurði Bjarnasyni alþingismanni. Er því augljóst að enn er gengið út frá þeim möguleika að Finnland getji orð- ið aðili að þinginu. Ætlunin er að norræna þingið geri samþykktir og ályktanir varðandi mál þau , er efst eru á baugi hverju sinni, eins og Erópuráðið í Strassburg. Það á ekki að ræða landvarnamál. Hins vegar er því ætlað að hafa vak- andi auga með öllu er miða kann að því að efla norræna sam- vinnu. Börn seld til Bandaríkjanna Tvö blöð í Montreal sögðu ný- lega frá því að nýfædd, óskilget- in börn í þeirri borg hefðu verið seld til uppfósturs í Bandaríkj- unum og að milligöngumenn í þessum viðskiptum öfluðu sér stórfé á þennan hátt. Þetta mál er nú í rannsókn. Kaupið „Fyrirmyndar borgarhverfi" í London hluti Bretlandssýningarinnar Sögð tíðindi af Þorsteini Hannes syni og Þórunni Jóhannsdóllur. Viðtal við SIGURÐ SKÚLASON magister. Tíðindamaður frá Vísi fann fyrir skömmu að máli Sig- urð Skúlason magister, sem er nýlega heim kominn úr ferðalagi til Englands og Frakklands. \ Hafði tíðindamaðurinn haft spurnir af því, að S. Sk. hefði í þessari ferð sinni heimsó’tt borg- arhverfi í London, sem nú er verið að reisa úr rústum, og bað hann m. a. að segja lesendum Vísis lítils háttar frá því, sem þarna var að sjá. „Einn þeirra staða“, sagði S. Sk., „sem einna harðast varð úti í loftárásum Þjóðverja á London, var fátækrahverfi nokk urt í East End, sem er tiltölu- lega skammt frá skipakvíum Thames-ár. Nú hefir verið haf- izt handa um að réisa þarna úr rústum „fyrirmyndar borgar- hverfi í tilrauna skyni“. Þessi borgarhluti heitir Poplar, en hefir nú hlotið heitið Lansbury Popla'r, í viðurkenningarskyni, við þingmann kjördæmisins og störf hans. Það vekur ákaflega mikla athygli að sjá þetta glæsi- lega hverfi, sem er í smíðum mitt á meðal hinna fornfálegu húsa fátækrahverfisins. Frá miðhluta borgarinnar er um þriggja stundarfjórðungs akstur í þetta hverfi sem telst hluti Bretlandssýningarinnar (Festi- val of Britain), og er allfjarri aðalsýningarsvæðinu. L e g g j a Bretar talsverða áherzlu á, að vekja athygli gesta einmitt á þessum hluta sýningarinnar, og verður þess vart, að þeim þykir fyrir því, hve fáir leggja leið sína austur þangað í samanburði við allan þann aragrúa gesta, sem allan daginn streymir til hins mikla sýningarsvæðis á suðurbökkum Thames-ár. Þegar ég kom þarna seinni hluta dags var þar enginn annar gestur. Skrifstofa sýningarnefnd arinnar lét fylgja mér um byggðina, og sagði fylgdarmað- ur minn mér frá því og lagði á það áherzlu, að hann hefði verið að enda við að flytja ítarlegt er- indi í brezka útvarpið fyrir hlust endur á Italíu einmitt um þenn- an hluta sýningarinnar. Til sýnis er þarna nýtt íbúðar- hús ætlað meðal fjölskyldu og er húsið búið öllum helztu nú- tíma þægindum. í það hefir enn ekki verið flutt, en annars er fólk flutt í öll önnur hús hverf- isins, sem reist hafa verið, en þau eru öll nákvæmlega eins. Þarna eru nýtízku verzlanir, sem hafa á boðstólum allar helztu vörutegundir, íbúum hverfisins til mikils hægðarauka, kirkja hefir verið reist þarna í mjög ó- venjulegum stíl, en það sem vakti mesta athygli mína var nýtízku barnaskóli, sem afar mikið hefir verið vandað til. Hefi ég varla séð vistlegri skóla af þessu tagi, enda er hann búr inn öllum nýtízku kennslugögn- um, og sagði skólastjórinn mér brosandi frá því, að upphaflega hefðu börnin úr fátækrahverf- inu varla fengist til þess að hverfa heim úr húsakynnum skólans, svo vel undu þau líf- inu þar. — Kennsla fer þarna mjög fram með verknámssniði. Leiðsögumaður minn sagði að lokum, að ef þetta hverfi gæfi eins góða raun og til væri ætlast væri hugmyndin, að reisa svip- uð hverfi á komandi tímum víða í borgum landsins“. „Þér hafið vafalaust komið á bókasýninguna í Kensingston?“ „Ég var þar mikinn hluta dags, og tæknisýningunni,- sem er á sömu slóðum. Hafði ég sérstak- an áhuga fyrir bókasýningunni, sem er í hinu fræga Victoriu og Albert-safni, en þar eru til sýnis allt að 800 mjög merkar bækur, flestar í frumútgáfum, og hafa þessir bókmenntafjársjóðir verið fengnir úr fjölmörgum bóka- söfnum Bretlands. — Einnig getur þarna að líta handrit af ýmsum frægustu bókum Breta, allt frá 15. öld til okkar daga. Á tæknilegu sýningunni er með myndum, kvikmyndum og á ýmsan annan hátt, yfirlit um það merkasta á sviði verkfræði- tækni nútímans, m. a. vísind- anna“. „Hvað sáuð þér merkast á aðal sýningarsvæðinu?" „Ég var þar nokkurn hluta dags og var auk þess í boði eitt kvöld í hinni nýju Tónlistarhöll, sem þarna hefir verið reist og mjög vandað til. Er hún að mínu áliti það langmerkasta, sem um er að ræða á aðalsýningarsvæð- inu. Bretar eru ákaflega ánægð- ir yfir að hafa eignast þarna mjög ákjósanlegt stórhýsi til tónlistarhalda, því að eins og kunnugt er, þá er hin fræga Royal Albert Hall þeirra, mjög vafasamur^ tónlistarsalur,' vegna þess hversu misvel heyrist þar í hinni nýju tónlistarhöll hafa síðan 11. maí verið flutt á hverju kvöldi fræg tónverk af helztu hljómsveitum Bretlands og fræg ir söngvarar hafa komið þar fram“. „Hvert var aðalerindi yðar í þessari ferð?“ „Ég fór utan í ýmsum erind- um, en m. a. til þess að kynna mér nýjungar í Englandi og Frakklandi í sambandi við fram- burðarkennslu þá, sem ég hefi stundað undangengin ár. — Lét ég ekki undir höfuð leggjast, að fara- í ýms leikhús í London og París, en þar eru nú flutt mjög mörg merk leikrit af fremstu leikurum þjóðarinnar, í sam- bandi við Bretlandssýinguna og 2000 ára afmæli Parísarborgar. M. a. dvaldist ég viku í Strat- ford on Avon og sá þar þrjár sýningar á leikritum Shake- speares, sem nú eru flutt þar. I þeim efnum átti ég kost á mjög góðri fyrirgreiðslu^ B r i t i s h Council og fréttadeildar franska utanríkisráðuneytisins, en þess- ar stofnanir greiddu á allan hátt götu mína^. „Höfðuð þér nokkrar spurnir af íslenzka tónlistarfólkinu í Bretlandi, Þorsteini Hannessyni Hugsið um nágrannann sem notar sama símþráðinn HengiC heyrnartóliS reglu- bundið upp avo að þráður- inn verCi ekkl að öþörfu óstarfhæfur. og Þórunni litlu Jóhanns- dóttur?“ | „Ég hitti þau bæði að máli og sannfærðist um, að þeim vegnar vel í listastarfi sínu. Þorsteinn Hannesson er fyrsti íslendingur- inn, sem hlotið hefir fast starf við hina frægu Covent Garden óperu í London. Hann er einn helzti hetjutenór óperunnar, m. a. í Wagneróperum, og hefir farið söngfarir með Covent Garden óperunni víða um Eng- land. Hann hefir nýlega sungið við mikla hrifningu á Islendinga móti og á norrænu móti í París, við frábærar undirtektir. Þor- steinn Hannesson kvaðst hafa í hyggju að skreppa hingað næsta sumar. Af Þórunni Jóhannsdóttur, ís- lenzka undrabarninu í London, er það helzt að frétta, að hún hefir nýlega leikið einleik á slaghörpu í Manchester með hinni frægu Hallé hljómsveit undir stjórn Sir John Barbirolli, og voru öll blaðaummæli, sem ég sá um frammistöðu hennar þar á eina lund, að hér væri á ferðinni algert undrabarn“. —VISIR Einbúinn . . . mælum hans um Einar Jónsson, list hans og ævistarf. Villur hygg ég að séu fáar í bókinni. Ég tel ekki slíkt sem hina fjölförulu vitleysu um stærð Þingvalla- vatns og misheyrnar ritvillur, t. d. er Hrísháls í Skagafirði nefndur Hvishals. Bókin á að mínu áliti allmikið erindi til íslenzkra lesenda, til að kenna þeim að skilja betur en oft vill verða hvað er burðarás- inn í hugsunum og tilfinningum Norðmanna varðandi land vort og þjóð. Þegar öllu er á botninn hvolft, er það annað og meira heldur en saltfiskur og síld, þó að þau gæði komi vitanlega einn ig til greina í viðhorfi Norð- manna til íslandsmála. Síðasti kafli bókarinnar: ís- lendingar og Norðmenn, á ef til vill að sumu leyti ekki minna erindi til íslenzkra lesenda held- ur en til Norðmanna. Þeim til huggunnar, sem hræð- ast allt, sem heitir norskt lands- mál eða nýnorska, er bezt að segja það, að Einbúinn er rituð á mjög stílhreinu og góðu bók- máli. Árni G. Eylands HlustiC vandlega áCur en þCr stmiC—trufliC eigi viCtal þess, er notar sama símþráOinn. Ef langt viötal er nauOsynlegt, skuluO þér skipta þvt t nokkur stutt viCtöl, svo aC nábúinn, er notar sama þráöinn veröi eigi afskiptur. —Mbl. 23. sept.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.