Lögberg - 13.12.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.12.1951, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER, 1951, San Diego, California, 29. nóv. 1951 KÆRKOMIÐ FRÉTTABRÉF Höfundur þessa fróðlega fréttabréfs, hr. Vigfús Ouðmwndsson, scm nú er á ferðalagi kringum hnöttinn, dvaldi vestan hafs um hriö og bar fiéndurti okkar þá saman, og eims á tslamdi um sumarið 1946, er ég leit til hans að Hreðavatni i Borgarfirði þar, sem hann rekur fyrirmyndar greiðasöluhús; hann er fjölhœfur gáfumaður, sem gefiö hefir sig við útgáfu tímarita og blaöamensku. —Ritstj. Samvinna Norðurlanda Ávarp Sleingríms Sieinþórssonar forsælisráðherra, flull á hinum norræna degi, 29. sepiember 1951 Hr. Einar Páll Jónsson, ritstjóri Lögbergs, Winnipeg. Kæri riisijóri: — Ef til vill manstu eftir undir- rituðum frá einstaka samfund- um í Winnipeg fyrir h. u. b. 1/3 úr öld síðan og örstuttri stund, er þú leizt inn í Hreðavatns- skála, þegar þú varst heima á Fróni fyrir fáum árum. Því miður gat ég ekki komið því við að sjá framan í ykkur samlandana í nyrðri byggðum ykkar hér í álfu um leið og ég fór vestur yfir í haust. En ég kom í Spanish Fork og víðar í Utah til íslendinganna og af- komenda þeirra þar. Þangað var unaðslegt að koma og undrast ég þá ræktarsemi og hlýhuga til þess sem íslenzkt er, sem enn er þar að finna, þótt flestum sé þar reyndar orðið tregt um ís- lenzkt mál. Þó fann ég þar um 20 manns, sem gat meira og minna talað íslenzku, en æfinga- skortur í málinu er tilfinnan- legur, sem eðlilegt er, þar sem þörfin knýr nær aldrei á að ís- lenzkt mál sé notað og byggðin afskorin um nær heila öld frá ættjörðinni og að mestu leyti frá öðrum íslendingabyggðum í Ameríku. En væri t. d. í Spanish ork áhugasagiur og leiðandi ís- lendingur um íslenzkt mál (um tíma), er ég viss um að þó nokk- uð margir karlar og konur þar yrðu fegin að æfa sig í a'ð tala íslenzku með honum. T. d. sögðu mér tvær myndarkonur af ís- lenzkum ættum, sem giftar eru í Spanish Fork þarlendum mönnum, að þær hringdu oft upp hver aðra til þess að tala saman íslenzku í símanum og æfa sig í henni; það væri eina tækifæriðj sem þær hefðu til þea* að halda við því sem þær hefðu lært í íslenzku hjá for- eldrum sínum, þegar þær voru litlar telpur. — Það er auðvitað eðlilegt, að greint og myndar- legt fólk og ræktarsamt við Is- land, eins og fólkið í Utah er, vilji gjarnan geta talað íslenzku. Það finnur m. a. að það eykur þroskann og þekkinguna, að kunna fleira en eitt tungumál og þá einkanlega svona merki- legt og myndarlegt mál éins og íslenzkan er. Gestrisnin og hlýhugurinn, sem ég mætti í Utah meðal Is- lendinganna þar og afkomenda þeirra var alveg frábær og verður mér ógleymanlegt hvar sem ég fer. Og sama er sagan hér á Kyrrahafsströndinni. Er nú búinn að vera í stærstu borg- unum hér í Kaliforníu. Alls staðar hefi ég fundið fleiri eða færri íslendinga, sem hafa tekið mér sem væru þeir bræður mín- ir eða systur. Skal nefna aðeins nöfn nokk- urra þeirra, sem mér eru minnis- stæðastir. í San Francisco: Ólafur Jónsson frá Brekku í Húnavatnssýslu, ágætur dugn- aðarmaður og höfðingi í lund og bróðir hans Jósep, sem ég kynntist þó minna. Andrés Oddstað frá Oddstöðum í Lunda- reykjadal og systursonur ’An- drésar gamla Fjelsted á Hvítár- völlum — greindur fróðleiks- maður og hinn bezti íslendingur, ásamt konu sinni hugljúfri, syst- ir hinna voldugu Stonesons bræðra. Eru þau einnig ættuð, úr Borgarfirði. Guðjón Brown ætt- aður af ísafirði og kona hans Ólafía Barbara Sveinbjörnsdótt- ir frá Hlíðarenda í Flókadal. Sérstaklega elskuleg hjón og góðir íslendingar. Þá mætti ég einnig þar í borg mörgum fleiri góðum íslendingum, svo sem Jóni Ólafssyni frá Skálpastöð- um og seinna að Bakka í Leirár- sveit. Var hann smali hjá for- eldrum mínum á Eyri í Flóka- dal, þegar hann var 11 ára, og ég var þá 7 ára drengur með honum oft fram á heiði að læra að sitja yfir kvíaánum. Ein- kennilegt að rekast nú á Jón aftur hér vestur við Kyrrahaf, eftir rúmlega hálfa öld. Meðal Islendinga, er ég rakst á í San Francisco voru Þórður Einars- son frá Álftastöðum á Skeiðum og kona hans Þorbjörg Magnús- dóttir úr Grindavík. Hafði Þórð- ur verið all-lengi með Jóhannesi Jósefssyni á frægðarferðum hans hér víðsvegar um álfuna og barist með honum við blá- menn og berserki. Ýmsa fleiri ágæta íslendinga hitti ég þarna í borg, svo sem Þórir Jakobsson úr Þingeyjarsýslu og systkini Sigtryggs úr Laxárdal í sömu sýslu, Filipus Filipusson og dóttur hans (hjúkrunarkonu) frá Gufunesi við Reykjavík og ýmsa fleiri. í Los Angeles er mér minnis- stæðastur Skúli G. Bjarnason frá Litla-Hrauni í Árnessýslu og Margrét kona hans, dóttir sr. Oddgeirs heit. í Vestmannaeyj- um, ásamt sonum þeirra Odd- geiri og Haraldi. Er heimili þeirra sérstakt fyrirgreiðslu- heimili Islendinga í Los Angeles. Má segja að Skúli sé sérstakur útvörður Islands þar í borg og fjöldi íslendinga, sem á honum góðan greiða upp að unna. — I Inglewood, sem er eiginlega hluti af Los Angeles, þótt það sé kölluð önnur borg, fann ég m. a. G u n n a r Matthíasson (Jochumssonar skálds), greind- an, fróðan og skemmtilegan mann og hans elskulegu konu Guðnýju, dóttur Árna Sveins- sonar í Argyle í Manitoba. Eru þau hjón níjög íslenzk í anda og skemmtileg heim að sækja. Og allt þetta sama má segja um nágranna þeirra, hjónin Jóhann- es Sveinsson úr Reykholtsdal, sem fór þaðan fyrir rúmlega 50 árum vestur til Klondike og gerðist þar gullgrafari um skeið, og konu hans Jóhönnu Ingi- björgu Vigfúsdóttur ættaðri af Langanesi í N.-Þingeyjarsýslu, en uppalin í Markerville 1 Al- berta í nágrenni og náinni vin- áttu við Stephan G. og fjöl- skyldu hans. Er Jóhannes nú einn á lífi af systkinum sínum, en hinar ágætu konur að Hnaus- um í Nýja-íslandi, voru systur hans: Ingibjörg, Helga og Gróa. Jóhannes er drengur hinn bezti og góður Islendingur — og Borgfirðingur, sem ég held öll- um þyki vænt um, sem kynn- ast — og kona hans er hinn á- gætasti fulltrúi þeirra íslend- inga, er alist hafa upp hér í landi, en sem eru fullir af góð- vild og ræktarsemi til Islands og þess sem íslenzkt er. Ýmsa fleiri íslendinga hitti ég í Los Angeles, svo sem frú Guð- nýju Thorvajdson, forseta Is- lendingafélagsins þar, h i n a mestu myndarkonu, einnig börn Stígs Þorvaldssonar í Dakota, sem ég fann fyrstan Islendinga og gisti hjá, þegar ég kom úr „villta vestrinu“ á æskuárunum. En Stígur, sem var úr Breiðdal í Suður-Múlasýslu og hinn mesti myndarbóndi, tók mér forkunnar vel þá í gamla daga. Einnig sá ég Jón Þorbergsson áður forseta íslendingafélagsins í Los Angeles, og féhirði þess Guðmund Guðlaugsson í Holly- wood, bróður Benedikts garð- yrkjumanns í Deildartungu, Þcírstein Guðmundsson Torfa- sonar (úr Reykholtsdal og Flóka- dal) o. m. fl. ágætt fólk. Var reglulega ánægjulegt að koma saman með íslendingun- um á smásamkomum, sem höfð- inglyndir landar stofnuðu til á heimilum sínum til þess að fagna íslendingum ðýkomnum frá íslandi. Voru þar þá m. a. sungin íslenzk ættjarðarljóð hárri raustu. Virtust ýmsir góð- ir söngkraftar (Gunnar Matthías son . fl.) vera meðal „landanna" — Getur það varla annað en vakið hrifningu Islendinga, sem koma að heiman, hve ræktar- samur fjöldi manna er hér vestra, sem er af íslenzku bergi brotinn — við margt það sem íslenzkt er, jafnvel þótt þeir kunni ekkert í íslenzku máli. Það eina, er ég gæti helzt sett út á þá í þessu efni, sem enn kunna íslenzku vel eða allvel, það er það, hve þeir tala oft lítið íslenzkt mál, þegar þeir koma saman sem íslendingar. Þá finnst mér að þeir ættu allir sem geta, að tala „ástkæra yl- hýra málið og allri rödd fegra“. Verð oft var við að marga af- komendur íslendinganna langar til að tala íslenzku og sjá eftir að hafa ekki lært hana á æsku- árunum meðan þess var góður kostur. En með því að tala ís- lenzku sem oftast, þegar íslend- ingar koma saman, æfist fólk í malinu, án þess að það kosti nokkuð. Æfingaleysið í málinu er oft versti þröskuldurinn. Landið þetta er að mörgu dá- samlegt og fer vel með íbúa sína. Hér í Californíu, og þó einkum hér suður við Mexico, er oftast sólskin og nær logn og blíða. Hitinn er nú á daginn venjulega þetta 60—80 stig (F.) í skuggan- um og jörðin er algræn allan veturinn. Ung kunningjakona mín frá Akranesi, sem búin er að vera 3 ár í Los Angeles, sagði við mig um daginn, að það eina sem hún kysi að væri í viðbót við það sem er hér í veðrátt- unni, það væri að kæmi stór- rigning eða snjókoma og rok svona einu sinni í mánuði! Hún kvað sér finnast lognið og blíðan alltof tilbreytingalítið. — En sem afleiðing af veðurblíðunni mun samt hin hraðvaxandi fólksfjölgun vera. Hér í borg hefir t. d. íbúatala sjöfaldast síðasta aldarfjórðunginn. Los Angeles sýslan má heita að sé að verða ein samfelld borg, sem hefir um fjórar miljónir íbúa, þótt einstakir hlutar hennar séu ennþá kallaðir ýmsum sér- stökum borgarnöfnum og séu sérstök borgarfélög. Sennilegt er að eftir nokkurra áratugi verði Los Angels stærsta og fólksflesta borg í heimi. Og jafn- vel að þá verði Suður-California að mestu orðin samfelld borg talsvert upp frá ströndinni, þótt enn séu þar margir og stórir akrar þaktir margskonar úrvals ávöxtum og öðrum dýrmætum jarðargróðri. Hér í San Diego mun vera miklu færra um íslendinga heldur en í San Francisco og Los Angeles, en þó nokkrir eru hér. Ekki farinn að kynnast þeim nema lítið ennþá. Þó er ég t. d. strax búinn að finna hér Láru Helgadóttur (Mrs. Golden) uppalin í Borgarfirði. Var hún fyrsta starfsstúlka mín, um tveggja ára skeið, eftir að ég fór að búa í Borgarfirði, en þá var hún innan við tvítugt, fyrir- myndar stúlka, dugleg og heið- arleg, Nú er hún búin að vera gift yfir 20 ár Mr. Golden, hér- lendum dugnaðarmanni, er veit- ir forstöðu stórbygginga fram- kvæmdum hér í borg. Er hann m. a. að ljúka nú við banka- byggingu í miðborginni, sem kostar á aðra miljón dollara. Hafa þau hjónin myndarlegt heimili í einu fegursta íbúðar- hverfi borgarinnar. — Eyjólf Eiríksson prentara úr Reykja- vík er ég líka búinn að tala við hér. En hann var að læra prent- iðn í prentsmiðjunni í Reykja- vík, sem ég lét prenta DVÖL mína í fyrir 12—15 árum og var hann þá oft hjálplegur mér á ýmsan hátt eins og prentarar eru mjög oft við þá, sem lesa prófarkir og þurfa að koma inn ýmsum breytingum og lagfær- ingum í lesmálið á síðustu stundu, áður en það fer inn í prentvélina. En Eyjólfur er fluttur að heiman fyrir nokkru hingað vestur og unir vel hag sínum hér. Systkini hans og for- eldrar, hið bezta fólk, er heima í Reykjavík. Fáeinum fleiri ís- lendingum er ég að byrja að kynnast hér og það er sama sagan og áður hér vestra: mynd- arlegt og mannvænlegt fólk. Þegar ég, að frekar stuttum tíma liðnum, held út á hafið breiða, að vestan við þessa góðu álfu, þá mun ég minnast með sérstöku þakklæti og hlýhuga íslendinganna, er ég hefi kynnst í þessu landi. Mér finnst að flestir þeirraigeti fagnað prýði- legri afkomu og fjöldinn þeirra sé myndarfólk, sem* sé gamla Fróni og hinum íslenzka kyn- stofni yfirleitt til stór sóma. Heill sé ykkur, sem leitist við að Islendingar og íslenzk rækt- arsemi lifi sem lengt í Vestur- heimi! Með vinsamlegri kveðju, Vigfús Guðmundsson Bókmenntafélagið kýs sex nýja heiðursfélaga Aðalfundur þess var á þriðjudag Sex nýir heiðursfélagar voru kjörnir á aðalfundi Bók- menntafélagsins þann 30. október síðastliðinn. Heiðursfélagarnir nýju eru prófessorarnir Jón Helgason í Kaupmannahöfn og Richard Beck og Stefán Einarsson í Vesturheimi, Gísli Sveinssðn fyrrum sendiherra í Osló, en hann gekk á sínum tíma manna mest og bezt fram í því að flytja Hafnardeild Bókmenntafélags- ins hingað heim. Þá voru tveir útlendingar kjörnir heiðursfé- lagar, en það voru Anne Holts- mark í Noregi og Dag Ström- back í Svíþjóð. Á fundinum var skýrt frá væntanlegri útgáfu fyrir yfir- standandi og næsta ár og verður kostað kapps um að ljúka sem fyrst útgáfu æviskráima eftir Pál Eggert Ólason og er þess vænzt að henni verði lokið á næsta ári. Fjórða bindi er nú í prentun og kemur væntanlega út fyrir jólin. Auk þessa kemur svo Skírnir út bæði árin, en út- gáfu Annálanna og Prestatalsins verður sennilega frestað þar til lokið er við að gefa Æviskrárn- ar út. Vegna fjarveru sinnar hefir próf. Sigurður Nardal sagt sig úr félagsstjórninni, en stjórnin kaus í hans stað próf. Einar Ól. Sveinsson þar til reglulegt stjórnarkjör fer fram í félaginu á næsta ári. —VÍSIR, 2. nóv. Góðir áheyrendur! 1 dag halda hinar fimm Norð- urlandaþjóðir sameiginlegan há- tíðisdag um öll Norðurlönd. Nor- rænu félögin, er spenna um all- ar þjóðirnar hafa Norrænan dag. Þá er eðlilegt að margir spyrji: Hvað er norræn sam- vinna? Er norræn samvinna nokkuð annað en orðagjálfur — fögur orð flutt við ýmis tæki- færi — orð, sem geta hljómað vel í veizlum og á ráðstefnum — en eru nánast án alls raunveru- leika. Ég vil segja örfá orð um þetta frá mínum sjónarhóli: Sú kynslóð, sem nú er að verða gömul og ég heyri til, en átti sín æskuspor frá aldamótum síðustu og fram um 1941, varð fyrir geysilegum vonbrigðum. Við trúðum því á æskuárum okkar, að veröldin væri á fram- fara vegi. Við þóttumst þess full- viss, að styrjaldir og hvers kon- ar ofbeldi gegn einstaklingum og heilum þjóðum væri að baki. Vaxandi frelsi, jöfnuður, bræðra lag væri framundan. Þessi trú og von unga fólks- ins frá fyrsta tug þessarar aldar hefir dáið — orðið að ösku- hrúgu — í tvemiur heimsstyrj- öldum frá 1914 og raunar lát- lausu styrjaldarástandi um heim allan síðustu 40 árin. Þessi vonbrigði aldamótakyn- slóðarinnar hafa orðið örlaga- rík. Margir hafa tapað trú á að ríkjandi þjóðskipulag eigi til- verurétt. — Hafa glatað trú á, að sú menning, sem hin vest- rænu menningarríki hafa reist af grunni síðustu aldirnar fái staðist. — Öryggisleysi — von- leysi hefir gripið um sig. Unga kynslóðin nú mun þó eiga um enn sárara að binda í þessum efnum, en okkar kynslóð. Helztu tilraunir hinna vest- rænu menningarríkja til þess að koma í veg fyrir styrjaldir og hvers konar ofbeldi í viðskiptum þjóða í milli, hafa verið að stofna til friðsamlegs alþjóða sam- starfs, þar sem unnið væri sam- kvæmt réttum lýðræðisreglum, en ofbeldi útilokað. Þjóðabandalagið, sem stofnað var eftir heimsstyrjöldina fyrri liðaðist sundur. Gafst algerlega upp við sitt megin verkefni — varðveizlu friðarins. Á rústum þess hófst hin síðari heims- styrjöld. Samtök Sameinuðu þjóðanna nú eiga í vök að verjast. Loft allt er lævi blandið — ofbeldis- öfl vaða uppi víða um heim og leitast við að eyðileggja frið- samt þjóðasamstarf. En þrátt fyrir þessa reynslu trúi ég því ákveðið að eina úrræðið til verndar friði og réttlæti sé að leiða sem flestar þjóðir til frið- samlegs samstarfs þá leið verði að fara framvegis, þrátt fyrir ýms vonbrigði. ' Norðurlandaþjóðirnar e r u smáar. Vér íslendingar erum smæst þeirra. Þessar þjóðir eru náskyldar. Uppruni þeirra sá sami í meginatriðum. Tunga og öll menning váxin af sömu rót. Vér Islendingar lítum á þessar þjóðir sem eina fjölskyldu og viljum styrkja samstarf milli hinna einstöku ríkja sem mest og bezt. Samvinna Norðurlandaríkj- anna fimm er mikil og margvís- leg. Sú sanivinna hefir markað veruleg spor á ýmsum sviðum — bæði varðandi atvinnumál og menningarverðmæti. Engum, sem til þekkir, dettur nú í hug, að styrjöld geti brot- ist út milli Norðurlandaþjóða, þótt þær hafi áður borizt á banaspjót — og þrátt fyrir hinn styrjaldaróða heim. Hverju er það að þakka? Án efa að veru- legu leyti hinu fjölþætta og nána samstarfi, sem þróast hef- ir milli þessara þjóða síðustu áratugina, og nær æ til fleiri viðfangsefna. Ég endurtek því: Helztu úr- ræði — já, ég vil segja því nær eina úrræðið til þess að fyrir- byggja árásir og ofbeldi, er að efla kynningu þjóðanna. Leiða þær til friðsamlegs samstarfs á sem flestum sviðum. Fá þjóð- irnar til að skilja, að vér erum bræður og systur — öll um borð á sama farinu. Þetta er hugsjón samtaka sameinuðu þjóðanna og þetta er sú hugsjón, sem nor- ræn samvinna er reist á. Eitt sinn sem oftar var ís- lenzkur fiskibátur í róðri. Sorta- bylur og æsivindur skall yfir. Veðurofsinn og hafrótið kastaði hinni litlu bátskænu til og frá. Áhöfn bátsins þreytti baráttu gegn stormi og særoki og ein- beitti sér að því, að ná landi, en það virtist vonlaust eins og að fór. Ágjöfin óx — þeir, sem stóðu í austri, höfðu ekki við. Loks fór svo að vonleysið hel- tók áhöfnina. Ræðararnir lögðu inn árar. Stýrimaður ætlaði að yfirgefa stýrið. Þeir sem stóðu í austri sögðu að tilgangslaust væri að reyna frekar. Allir virt- ust vonlausir — nema aldraður, gráskeggjaður maður, sem var i austri. Þegar vonleysið og þreytan heltók alla, beygði hann sig niður, sökkti fötunni sinni í sjóinn sem var í bátnum, helti úr henni út fyrir borðstokkinn og sagði: „Ég ætla nú að hella úr samt“. Hann æðraðist ekki. Þetta hafði þau áhrif á félaga hans, að þeir tóku aftur til starfa gegn ofurvaldi Ægis. Og þeir sigruðu — náðu landi, vegna hetjulundar hins aldna sjógarps. Þetta er sönn saga. — Ein af hetjusögum úr lífi íslenzkra sjó- manna. En er ástandið í alþjóðamál- um ekki eitthvað svipað því, sem gerðist í fiskibátnum litla. Vantrú og vonleysi heltekur marga — og það jafnvel svo, að þeir telja gagnslítið eða jafnvel gagnslaust að vinna að þjóða- samstarfi. Ég vil segja við ykkur nor- rænu félögin, sem berjist fyrir samstarfi Norðurlanda allra. — Haldið starfi ykkar áfram. Vinn- ið að sem mestu og nánustu samstarfi milli þessara þjóða á öllum þeim sviðum, sem það á við. Með því stuðlið þið að vax- andi samúð milli norrænu þjóð- anna. — Að vaxandi þroska og menningu. Þótt þessi ríki, hver um sig séu smá á mælikvarða stórveld- anna, og þess vegna ekki mikl- ar líkur til þess að þau hafi úr- slitaáhrif á gang heimsmála, þá hefir þó komið í ljós, að ef Norðurlandaþjóðirnar standa saman geta þær látið til sín taka, svo að um munar. Farið að eins og sjómaðurinn íslenzki, sem ég gat um áðan. Haldið áfram að ausa ferjuna, þótt fárviðri sé og hafrót. Gefist ekki upp, þá mun sigur vinnast. Heill norrænni samvinnu! —TIMINN, 2. okt. Hi-Sugar New Hybrid Tomato Sugar content so high they taste like grapes, eaten raw. Golf ball size, fiery red, flrm, perfect form, quite early. A table sensation for pickles, preserves, garnishing, salads, desserts, etc. Makes big heavy bearing plants growing up to six feet across, or can be staked. Single pjants often yield a bushel of ripe fruit. A dis- tinctly n e w and unusual garden de- light. Pkt. of 35 seeds, 35c postpaid. FREE—Our big 1952 Seed and Nursery Book. 14R KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.