Lögberg - 29.01.1953, Page 1

Lögberg - 29.01.1953, Page 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil • Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 66 ÁRGANGUR Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil • Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs NÚMER 5 WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 29. JANÚAR, 1953 Merkjasalan til stuðnings minnisvarða Stephans G. Stephanssonar skálds FRÓNSfundur Þjóðræknisdeildin „Frón“ hélt fund í G. T. húsinu síðastliðið mánudagskvöld. Forseti, Jón Ásgeirsson, setti fund og stjórn- aði honum. Ritari las upp fund- argerð síðasta fundar og var hún samþykkt athugasemdalaust. Þá fór fram útnefning 9 fulltrúa „Fróns“ til að sitja þing aðal- félagsins, sem fram fer í febrúar- mánuði n.k. Þessir hlutu kosn- ingu með samhljóða atkvæðum: Jón Jónsson, Jón Ásgeirsson, Einar Sigurðsson, Sveinn Pálma- son, Miss Elín Hall, Mrs. Salome Backman, Mrs. María Sigurðs- son, Ragnar Stefánsson og Lúð- vík Kristjánsson. Heimir Thorgrímsson flutti framsöguræðu um meðlimagjöld félagsmanna til deilda og aðal- félagsins. Nokkrar umræður urðu um málið og lauk þeim með því, að þingfulltrúum Fróns var falið að koma því á framfæri á þinginu. — Þessu næst sungu fundarmenn nokkur íslenzk lög undir stjórn Péturs Magnúss, en Gunnar Erlendsson var við hljóðfærið. Valdimar Lárus- son flutti ræðu, Minningar úr íslandsferð. Var gerður góður rómur að ræðu hans og honum þakkað með lófataki. Fleira lá ekki fyrir fundi og var honum slitið kl. 9.35 síðd. THOR VIKING, ritari Fróns Það munar um minna Hagstofan í Ottawa áætlar, að á næstu tólf árum muni barna- skólanemendum í Canada hafa fjölgað um helming frá því, sem nú er; reynist þetta á rökum bygt, sýnist ekki ósanngjarnt að sambandsstjórn léti nokkru meira af höndum rakna til skóla- halds en fram að þessu hefir gengist við. Fjárlög í sambandsþingi Gert er ráð fyrir að fjárlaga- frumvarpið fyrir næsta fjáfhags- ár verði lagt fram í sambands- þinginu áður en langt um líður; áætlað er að útgjöldin nemi ríf- lega fjórum biljónum dala, og verða það þá hæztu útgjöld, sem um getur í þingsögu canadisku þjóðarinnar; þó er áætlað, að um drjúgan tekjuafgang verði að ræða. Halda flokksþing Liberal-Progressiv stjórnmála samtökin í Manitoba héldu í fyrri viku ársþing sitt í Fort Garry hótelinu hér í borginni við mikla aðsókn; aðalræðumað- ur var Douglas Abbott fjár- málaráðherra sambandsstjórn- arinnar; telja mun mega nokk- urn veginn víst, að fylkiskosn- ingar verði háðar í ár, enda benti margt til þess á þinginu að svo myndi verða; umræður urðu næsta snarpar með köflum, einkum þó varðandi áfengislög- gjöfina, en henni þykir í mörgu ábótavant; vildu ýmsir að fram yrði látin fara almenn atkvæða- greiðsla um málið í sambandi við fylkiskosningarnar, en þeir urðu í algerum minnihluta, og þarf þess því naumast að vænta, að róttækar aðgerðir verði tekn- ar um málið að sinni, enda mun stjórninni síður en svo ant um, að áfengislöggjöfin verði gerð að kappsatriði í kosningahríð- inni. Með hliðsjón af sölu korns, var þingið eindregið þeirrar skoð- unar, að hollast væri að endur- nýja alþjóðahveitisamningana og að hveitiráðið annaðist fram- vegis um sölu hveitis og hrjúfra korntegunda. Richard Beck Fréttir fré ríkisútvarpi íslands 18. JANÚAR merkin, snúið sér til nefndra út- Snemma síðastliðið haust skrifaði ég í vestur-íslenzku vikublöðin grein um minnis- varða þann, sem sveitungar Stephans G. Stephanssonar skálds heima á ættjörðinni — með aðstoð annarra velunnara hans— ætla að reisa honum á æskustöðvum hans í Skagafirði síðar á þessu ári. Jafnframt vék ég sérstaklega að merkjum þeim, sem framkvæmdarnefnd- in í málinu hefir látið gera, og seljast til ágóða fyrirtækinu. Birti ég samtímis nöfn þeirra mætu manna og kvenna hér vestan hafs, sem góðfúslega höfðu tekið að sér útsölu merkj- anna í byggðum sínum eða bæjum. Enda þótt undirtektir hafi yfirleitt verið góðar, og sums staðar ágætar, vil ég draga at- hygli fólks að þessu máli á ný, jafnhliða því og ég birti nöfn á nýjum útsölumönnum merkj- anna, en þeir eru þessir: Gunnar Jóhannsson, Wynyard, Saskatchewan. Þórður Ásgeirsson, Mozart, Saskatchewan. J. K. Jóhannson, Markerville, Alberta. Hefir hinn síðastnefndi að vísu þegar selt öll þau merki, sem honum voru send upprunalega; aðrir, sem hafa gert fullnaðar skilagrein, eru: Miss Elín Hall, Winnipeg, Man.; Mrs. L. Sveins- son, Lundar, Man., og Hallur E. Magnússon, Seattle, Washington; en þó myndu þau vafalaust fús- lega taka á móti merkjapöntun- um, ef einhverjar eru á þeirra slóðum. Hinir eldri útsölumenn, sem enn hafa merki til sölu, eru: Séra Albert E. Kristjánsson, Blaine, Washington. Davíð Björnsson, bóksali, Winnipeg, Manitoba. Gunnar Sæmundsson, Árborg, Manitoba. Páll Guðmundsson, Leslie, Saskatchewan. Rósmundur Arnason, Elfros, Saskatchewan. Steve Indriðason, Mountain, North Dakota. Kristján Kristjánsson, kaupmaður, Garðar, North Dakota. Getur fólk á ofangreindum stöðum, sem óskar eftir að kaupa Komnir til ára sinna Á miðvikudaginn í fyrri viku átti John Still, 622 Furby Street hér í borginni aldarafmæli og nýtur enn sæmilegrar heilsu; hann er ættaður úr Simcoehér- aðinu og kom til Manitoba árið ^878. Mr. Still stundaði um langt skeið landbúnað í grend við bæ- inn Teulon hér í fylkinu og brá búi hálfníræður að aldri. Sólarhring síðar en Mr. Still lylti öldina, hélt John Larzenko, '7 Dufferin Avenue einnig upp a hundrað ára afmæli sitt; hann fæddur í Rússlandi, en fluttist iftgað árið 1898 og hefir lengst p verið í þjónustu Canadian acific járnbarutarfélagsins og enn stálsleginn að heilsu og ,a3r í flestan sjó. öldungar þess- !r hittust í tilefni af aldarafmæl- |nu og klingdu glösum í frönsku koníaki. sölumanna í sínu byggðarlagi. En merkin, sem eru hin snotr- ustu, seljast á $1.00 hvert. Að sjálfsögðu tek ég undirritaður einmg við pöntunum, en heppi- legast er fyrir fólk í Canada að snúa sér til útsölumannanna þeim megin landamæranna. Jafnframt því, sem ég, í nafni hlutaðeigenda og eigin nafni, þakka öllum þeim hér vestan hafs, sem þegar hafa stutt þetta minnisvarðamál, og þá ekki sízt útsölumönnum og konum, vil ég hvetja aðra landa mína til þess að leggja góðu máli lið með því að kaupa umrædd merki. Með þetta minnisvarðamál í huga, og menningarskuldina við hann, sem það er helgað, má minna á fleyg orð Davíðs Ste- fánssonar: Minning þeirra, er afrek unnu, yljar þeim, sem verkin skilja. RICHARD BECK Farþegaskip brennur í Liverpool Hinn 25. þ. m. brann farþega- skipið The Empress of Canada á höfninni í Liverpool svo naum- ast er annað eftir af því en nokkur hrúgöld; skipið var eign Canadian Pacific Eimskipafé- lagsins; skipið var 20,235 smá- lestir að stærð, 25 ára gamalt og var metið á fimm miljónir doll- ara; eldur kom upp í skipinu um miðnætti og voru þá engir farþegar um borð; farrými skips- rúmaði um 700 farþega. Skipið hafði verið til þess ætlað að flytja héðan úr landi fjölda mikinn manna og kvenna, er ásett höfðu sér að sækja krýn- ingarhátíðina í London þann 2. júní næstkomandi, en eins og nú horfir við má ætla, að fólki þessu veitist örðugt að afla sér farkosts. Ekki á flæðiskeri staddur Þess er getið í nýjum Banda- ríkjafréttum, að Harry S. Tru- man fyrrum forseti, sem nú dvelur á heimili sínu í Independ- ence, Missouri, en hefir einnig einkaskrifstofu í Cansas City, hafi fengið tilboð frá miklu bókaforlagi í New York um út- gáfu á endurminningum hans, sem nú er farið fram á að hann semji; mælt er að félagið muni greiða Mr. Truman $500,000 í ómakslaun. Mr. Truman á merkilega sögu að baki; hann varð í stjórnartíð sinni að taka eina ákvörðunina annari meiri og lét af hinu á- byrgðarmikla forsetaembætti sem vaskur drengur og batnandi. Two Inventions U.S. Fishery Products Report No. 4 states: “The Director of Fisheries in Iceland recently demonstrated two new Iceland- ic inventions of interest to fish- ermen, according to a report in Fiskeis Gang, a Norwegian fish- ery periodical. One invention is a machine which cuts up bait herring, one at a time. This de- vice can be regulated to produce pieces of bait of any desired size. The other invention is a machine which can be used in the line-trawl fishery to lay line in coils in a half barrel as it is hauled in by the winch. Patent applications are being made for both inventions in those count- ries where the devices would be useful.” Ljóð þitt og lífsins saga lýsir af vizku og þori. Grær þar og geislum safnar gróður í hverju spori. Yljar frá þínum óði ástúð, sem hjartað finnur, öllum, sem fegurð unna. Andi þinn framtíð vinnur. Ættjörð með óðalstryggðir ísland þín tigna móðir barn þig að brjóstum vafði brosmild við helgar glóðir sögu, og söngvaheima, sumur angandi rósa full af fegurð og auði fjársjóðum andans ljósa. Fóstraði framgjarn hugur fræ þinna æskulanda. Þjóðmeiður þúsund ljóða þroskaði sál og anda. Næmur á nýja hljóma námfús, til menntahæða lýstu þér lærðar dróttir. Loftungur himin fræða. Búinn því bézta skarti biðu þín framavegir. Hærra um lönd og heima hugur sér takmark eygir. Útþrá í ungum barmi áttir þér, drauminn kæra, mannast og menntir kanna meira að sjá og læra. Sviphreinn með sonartrega sigldir þú burt að kveldi. Land þinna ljósu drauma laugaðist sólareldi. Kveðjur svo hjartakærar komu til þín með blænum. Áttir þér óskaleiði umvafinn stjörnusænum. prófessor Beið þín á bak við höfin, blá og heillandi ströndin, dýr og óráðinn draumur, dulblíðu óskalöndin. Vesturheimsálfan víða varma rétti þér arma. Framandi fannst þig vafinn frelsisins sólarbjarma. Hér skyldi hugarljósum hárra til vega stefna. Vinna sér virðing manna. Vonir og heitorð efna. Sóttir þú skóla, er sýndu sannindi menntaljósa. Hlauztu við hæfi sálar hæstu próf þér að kjósa. Hár í mennt, sem þér hæfir. Heiður slær bjarma á leiðir. Mannvinur öðrum meiri mildur um sættir greiðir. Fræðir og framtak glæðir. Fróður og virðir það góða. Vitur og lætur þig varða vandamál allra þjóða. Mest þig meta og virða menn, sem bezt þig skilja. Þarfnast heimurinn þjóna þeirra, sem eiga vilja glóð, á hið góða að trúa, geyma eldinn í hjarta, vona að framtíðin vísi veginn fagra og bjarta. Heill þér, sem hugardáðum helgar þig list og fræðum. Getur og gulli betri góð kvæði flutt með ræðum. Þeim er hollt þér að kynnast þar, sem gott vilja læra. Ættjörð, sem orðstír virðir, ann þér — landið þitt kæra. Kjarlan Ólafsson —Lesb. Mbl., 18. janúar Ólafur Thórs atvinnumálaráð- herra kom heim í vikunni, sem leið, en hann fór utan 9. desem- ber sl. til þess að sitja fyrir Is- lands hönd ráðherrafundi Efna- hagssamvinnustofnunar Evrópu og Norður-Atlantshafsbandalag- sins. Höfuðtilgangur fararinnar var þó sá, að ræða við brezku stjórnina þau vandkvæði, sem skapast höfðu í viðskiptum Breta og íslendinga végna lönd- unarbannsins, sem brezkir út- gerðarmenn höfðu sett á íslenzk an togarafisk, og jafnframt að skýra fyrir þeim þjóðum, sem standa að Efnahagssamvinnu- stofnuninni, nauðsyn íslendinga og rétt til þess að færa út land- helgina og áhrif aðgerða Breta á efnahagsafkomu Islendinga. Á leið sinni til Parísar ræddi at- vinnumálaráðherra við utan- ríkisráðherra Breta og f 1 e i r i brezka ráðherra um mál þetta, og á fundi Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar flutti hann ræðu um málið, skýrði málstað íslend- inga og lagði einkum áherzlu á það að hin vestræna samvinna byggðist öll á því, að rétturinn viki ekki fyrir valdinu. Eftir jól ræddi-yólafur Thórs mál þessi allítarlega við brezku stjórnina. I fréttaauka útvarpsins á mið- vikudaginn komst ráðherrann svo að orði: „Ég tel ekki tím- bært að skýra nánar frá við- ræðunum að þessu sinni, að öðru leyti en því, að mér þykir rétt að íslendingar viti það, að ég hef sagt brezku stjórninni skýrt og afdráttarlaust, að Islendingar muni ekki víkja frá ákvörðun- um sínum, nema að undangengn- um dómi, sem þeir að sjálfsögðu munu lúta, hvort sem hann gengur þeim meira eða minna í hag. Þá þykir mér og rétt og sanngjarnt, að ég skýri frá því, að eftir þessar viðræður geri ég mér gleggri grein fyrir þeim örðugleikum, sem brezka stjórn- in á við að etja um lausn mál- sins. Þori ég ekkert að fullyrða um hvernig henni tekst að ráða fram úr þeim, en að mínum dómi er Bretum ekki minni þörf skjótra ákvarðana í þessum efn- um en íslendingum.“ Að lokum kavðst ráðherrann gera sér von- ir um að frekari fregna væri að vænta áður en langt um liði, þótt hæpið sé að endanleg lausn málsins sé á næstu grösum. ☆ Vélbátasjómenn í Reykjavík og Hafnarfirði hófu verkfall 1. þessa mánaðar, þar eð ekki höfðu tekizt samningar um kaup þeirra og kjör. Hafa síðan marg- ir sáttafundir verið haldnir með fulltrúum þeirra og útgerðar- manna, en samningar ekki tek- izt. Sáttanefnd bar fram í gær tillögu um lausn deilunnar deil- unnar og verða atkvæði greidd um hana hjá báðum aðiljum í dag. ☆ Fyrirhluta þessa mánaðar hef- ur afli verið góður á báta frá Sandgerði. Róðrar hófust þar 6. þ. m. og fengu bátarnir fyrstu dagana allt að því 20 skippund á bát, en síðan heldur minni afla en stöðugan. Telja sjómenn, að þetta sé að þakka friðun fiski- miðanna fyrir ágangi togara. — Akranesbátar hafa einnig aflað sæmilega. ☆ Nýlega var opnuð í Listvina- salnum í Reykjavík sýning á myndum eftir franska lista- menn. Þarna eru verk eftir 19 listamenn, flest litógrafíur eða steinprent, allt svo kölluð ab- straktlist, og er til þess ætlast að sýningin gefi hugmynd um viðfangsefni og vinnubrögð þeirra myndlistarmanna í Frakk landi, sem þá stefnu aðhyllast. ☆ Látinn er í Reykjavík Óskar Halldórsson útgerðarmaður, 59 ára að aldri. ☆ Samkvæmt nýkomnu yfirliti um hag íslenzkra bænda, teljast eignir bænda í öllum sýslum landsins samtals 364 miljónir króna, skuldii þeirra 112 milj- ónir, og eignir þá umfram skuld- ir 252 miljónir króna. Þetta er um 40.000 króna eign að meðal- tali á hvern bónda, og þar sem sumir eignaliðirnir eru tvímæla- laust of lágt taldir, segir höf- undur skýrslunnar, Arnór Sigur jónsson, þá verður ekki annað sagt en hagur íslenzkrar bænda- stéttar sé mjög sæmilega góður. Ljóst er, að hagur bændastéttar- innar í heild hefur ekki hallazt síðustu árin, þrátt fyrir misæri. Skuldir bænda hafa að vísu vax- ið töluvert en á móti því koma umbætur á jörðum og húsakynn um, sem áreiðanlega nema meira en skuldaaukningunni. Og þegar á allt er litið, segir í yfirlitinu mun óhætt að fullyrða að hagur íslenzkra bænda hafi aldrei verið betri en nú. Eru færðar til þess tvær ástæður. Önnur er sú, að bændur hafi búið við fast verðlag á afurðum sínum síðustu árin, og hafi því vitað betur en nokkru sinni áður á hverju þeir máttu byggja búrekstur sinn. En hin ástæðan er talin sú, að einstakir bændur og stéttin í heild hafi haldið betur á efnum sínum og tekjum en aðrir. ☆ Ákveðið hefur verið að flokks- þing Framsóknarmanna, hið tí- unda í röðinni, verði haldið í Reykjavík í marzmánuði næst- komandi. Framsóknarmenn í Eyjafirði hafa ákveðið framboðs lista sinn í alþingiskosningun- um, sem fram eiga að far í sum- ar. Bernhard Stefánsson alþing- ismaður er efstur á listanum en annar er Tómas Árnason lög- fræðingur. ☆ Áfengisvarnarstöð Reykjavík- ur tók nýlega til starfa, en hlut- verk hennar er að veita drykkju sjúklingum læknisaðstoð, veita vandamönnum þeirra félagslega hjálp og safna skýrslum og öðr- um gögnum um áfengisvanda- málin í bænum. Alfred Gíslason læknir veitir áfengisvarnarstöð- inni forstöðu. Framhald á bls. 4 íslenzkt skip bjargast af Á sunnudaginn flutti cana- diska útvarpið þá fregn, að ís- lenzkt flutningaskip hefði sent frá sér neyðarskeyti og væri í háska statt undan ströndum Grænlands; Þess var og getið, að ameríska strandgæzlan hefði lagt svo fyrir að tvö skip yrði send til liðsinnis hinu íslenzka skipi, er vegna óhemjuveðurs hefði brotið stýri sitt. Lögberg sneri sér til Canadian Press vegna frekari upplýsinga og fékk það svar, að skipið héti Drangajökull og að það hefði verið statt um 100 mílur frá suðurodda Grænlands; til allrar hamingju lánaðist að gera við skipið og er það nú á leið til Reykjavíkur.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.