Lögberg - 03.12.1953, Page 3

Lögberg - 03.12.1953, Page 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 3. DESEMBER, 1953 3 Landssmiðjan — ein af mó íslenzkra atvinnuvega ittarstoðum Forstjórinn, Jóhannes Zoega, lærði vélaverkfræði í Þýzka- landi og lauk námi árið 1941.’ Vann hann síðan um hríð þar, meðal annars sem aðstoðar- kennari við iðnaðarháskólann í Munchen. Haustið 1945, að stríð- inu loknu, kom hann heim og réðist þá þegar til „Hamars“ pg vann þar, unz hann tók við for- stöðu Landssmiðjunnar. Alls vinna nú hjá fyrirtækinu 235 manns. Munu útborguð vinnu- laun nema á þessu ári um 8,5 milljónum króna. Mörg stórvirki Eins og að líkum lætur liggja mörg stórvirki eftir Landssmiðj- una á þessum árum. Hún hefir annazt flestallar viðgerðir fyrir skip Skipaútgerðar ríkisins, sem unnt er að framkvæma hér á landi, og hefir það skapað mikla atvinnu og sparað geysimikinn gjaldeyri. Hún hefir sett upp frystihús og útvegað vélar og smíðað vélahluti til þeirra. A síðustu 2—3 árum hefir hún Ennfremur hefir hún smíðað turna og grindverk fyrir hana. Þá hefir hún staðið fyrir og stjórnað björgun skipa úr strandi. Segja má, að enn sé skipa- smíði Landssmiðjunnar ekki komin á fullan skrið. Arið 1943 til 1946 smíðaði hún 4 báta, en síðan varð hlé á skipasmíðinni þar til nú að hafizt er handa að nýju. Er það þýðingarmikið at- riði í iðnaðarsögu landsins og sjávarútvegsmálum, að hægt sé að smíða bátana hér. Miklir þroskamöguleikar Landssmiðjan hefir mjög mikla þroskamöguleika. Á síð- astliðnu ári varð umsetning smiðjunnar um 17 milljónir króna, en hún vex verulega á þessu ári, og verkefni fram- undan eru meiri en nóg. Hins vegar hefir lánsfjárskortur stað- ið mjög fyrir eðlilegri þróun og hinum miklu vaxtarmöguleik- um. Þörfin fyrir fjármagn er mikil, og er ,vonandi, að úr þeirri þörf verði bætt hið bráðasta. Atvinnuvegir landsmanna Svo má segja, að enn standi yfir landnám íslenzks iðnaðar. Breytingarnar síðustu þrjá ára- tugina hér á landi eru stórfeng- legar, hvert sem augum er litið, en ekki eru þær hvað minnstar í iðnaði, enda má segja, að hér á landi hafi varla verið nokkur iðnaður um 1920. Vitanlega hefir aukin raforka verið undanfari iðnaðarþróunar- innar, enda iðnaður svo að segja óhugsandi hér án rafmagns. Þetta verður því ljósara sem raforkan og rafvirkjun eykst meir, og er sönnunin nærtæk frá allra síðustu árum. Til skamms tíma hafa land- búnaður og sjávarútvegur verið aðalatvinnuvegir þjóðarinnar og eru það raunar enn, ef tillit er tekið til þess, hvaða atvinnu- vegir brauðfæða flesta lands- menn og afla mestra gjaldeyris- tekna. Fyrrum voru þessir at- vinnuvegir mjög fátækir að stoðum og urðu því að sækja allt sitt, að minnsta kosti sjávarút- vegurinn, til annarra landa. Þetta breyttist mjög með til- komu vélsmiðja og skipasmíða- stöðva og til stórkostlegra hags- bóta fyrir alla landsmenn og þjóðarbúið. Þessar smiðjur voru og enn meir knýjandi nauðsyn eftir að skipastóll landsmanna fór að vaxa og þörfin varð að- kallandi fyrir viðgerðir og einnig nýbyggingar. Þróast jafnt og þétt Eitt af fremstu grundvallar- fyrirtækjum þessarar geinar er Landssmiðjan, ríkisfyrirtækið íslenzk tónlist erlendis 1 tímaritinu „Musikblatter“, hefti, er grein eftir Gerhard Krause um íslenzka, eistlenzka og pólska tónlist. Segir þar m. a.: Hallgrímur Helgason, sem nýtur viðurkenn- ingar frá ríkinu til rannsókna á þjóðlegri söngmennt, er tón- skáld, sem vert er að taka eftir; á ég þar við sjálfstæðan stíl hans, er kemur fram í Máríuvísu eftir hann, sem minnir dálítið á okkar mikilsmetna Joseph Marx; máske er þetta auðmjúk trúar- játning höfundarins í tónum. — Jón Leifs játar líka trú sína á því, er vekur lotningu okkar. í kirkjulögum hans birtast ekki óljósar kenndir heldur raun- veruleg trú, en án hennar er enginn þess umkominn að verða guði þóknanlegur.“ Ina Garffius frá Hamborg mun á næstunni á hljómleikum sínum „Rödd þjóðanna“ ásamt Carl-Heinz Lautner í Stuttgart, flytja verk eftir Hallgrím Helga- son og Jón Leifs í ýmsum þýzk- um borgum. Á næstu „alþjóðlegri tónlist- arviku“, er fram fer í Vín, tekur Vera Velkov frá Belgrad 2. píanó sónötu Hallgríms til meðferðar. Sömu sónötu leikur Dr. Fried- rich Brand frá Braunschweig í útvarpið í Hannover. 1 Osló flytur norski kammer- kórinn, undir stjórn Rolfs Karl- sen mótettu Hallgríms „Gróa laukar og lija“, og söngkonan Áslaug Kristensen flytur í norska útvarpið flokk sönglaga eftir sama höfund. Þá hefir bandalag tónlistar- manna í Munchen (Munchener Tonkunstlerverband) u n d i r stjórn Dr. Scheidemandel, boðið Hallgrími Helgasyni að taka þátt í hljómleikum á vegum fé- lagsins í lok nóvember. Mun ungverski bassasöngvarinn, — Franz Váradi, flytja þar átta einsöngslög með aðstoð höfund- ar. — 1 Beromunster útvarpi í Sviss mun Barbara Preisker frá Frankfurt syngja nokkrar tón- smíðar Hallgríms í næsta mánuði. —VÍSIR, 23. okt. við Sölvhólsgötu í Reykjavík, sem hefir þroskazt og þróazt frá 1930, hátíðarárinu, og til dagsins í dag jafnt og þétt og er nú orðið eitt af öndvegisfyrirtækj- um landsins, sem veltir tugum milljóna. V erkahr ingurinn Tíðindamaður Alþýðublaðsins heimsótti Landssmiðjuna fyrir fáum dögum og gekk þar um salarkynni. Smiðjan er í svo örum vexti, að enn er hún að flytja úr gömlum, úreltum skúr- görmum, sem hún hóf starfsemi sína í, í glæsileg og rúmgóð salarkynni í stóru og miklu steinhúsi — og nú er beðið með óþreyju eftri nýrri viðbyggingu, svo að hægt sé að flytja nokkurn hluta starfseminnar úr úreltu húsnæði. Landssmiðjan var stofnuð 1930, eins og áður segir, og með lögum frá 1936 er ákveð- ið að -ríkisstjórnin láti reka smiðju, er fæst við viðgerðir skipa, smíði mótora og annarra véla og aðra smíði. Ennfremur er svo fyrir mælt, að smiðjan annist alls konar smíði fyrir ein- staklinga og félög, og auk þess annist hún alla smíði, er ríkið hefir með höndum og þær stofnanir, sem eru ríkiseign, svo sem skipaútgerð, skóla, sjúkra- hús, vita- og vegamálaskrifstof- ur, landssíma og ríkisútvarp, enda séu vinnuþrögð og verðlag, að dómi ríkisstjórnarinnar, ekki óhagstæðari en annars staðar innan lands. Viðskipti og verkefni Og á grundvelli þessara fyrir- mæla frá Alþingi hefir Lands- smiðjan starfað síðan. Sam- kvæmt því er ríkisfyrirtækjum gert að skyldu að skipta við Landssmiðjuna, enda skal verð- lag hennar vera í samræmi við verðlag annarra smiðja. En þrátt fyrir þetta vinnur smiðjan mörg og stór verk fyrir einstaklinga og fyrirtæki þeirra. Er þetta nokkuð misjafnt^jPf frá ári eftir þörfum ríkisfyrirtækjanna. — Mest urðu viðskipti ríkisfyrir- tækja árið 1944, eða 71 af hundr- aði allra viðskipta smiðjunnar, en minnst 1941, eða 41 af hundr- aði allra viðskiptanna. Það var ekki hátt risið á Landssmiðjunni, þegar hún tók til starfa. Hún hóf starf sitt í húsakynnum vegamálastjórnar- innar og fékk þar til umráða um 150 fermetra gólfflöt. Þá greind- ist starfsemin í plötusmíði, vél- virkjun, rennismíði og eldsmíði, en þremur mánuðum síðar bætt- ist skipasmíðin við. Húsakynnin jukust hægt fyrstu þrjú árin, eða aðeins um 400 fermetra, og þannig var búið að henni til ársins 1942, en þá var nýja húsið við Sölvhólsgötu byggt og tekið í notkun. Nú er gólfflötur smiðj- unnar rúmlega 3000 fermetrar, en verið er að byggja eina hæð, og fæst þar um 600 fermetra rúm. Jafnframt verður enn flutt úr skúrunum, en áætlað er, að byggt verði ofan á nýbygging- una eftir því sem afl smiðjunnar vex og þróun hennar krefst. Störf og framkvæmdastjórn Nú starfar Landssmiðjan að eftirgreindum störfum: Járn- smíði, plötusmíði, vélvirkjun, rennismíði, málmsteypu, tré- smíði og skipasmíði og skipavið- gerðum. 1 kjallara hússins er birgðageymsla og málmsteypa. Á fyrstu hæð er vélvirkjun og rennismíði. Á annarri hæð er modelsmíði, trésmíði 'og fleira og á þriðju hæð skrifstofur og glæsilegur samkomusalur fyrir starfsfólkið. Þegar lokið verður við nýbygginguna, verður þar renniverkstæðið og málm- steypan. Landssmiðjan hefir á að skipa sérfræðingum og smiðum í öll- um greinum starfsemi sinnar. byggt 7 fiskimjölsverksmiðjur. Þá hefir hún reist marga olíu- og vatnsgeyma. Síðastliðið haust byggði hún mikinn vatnsjöfnun- argeymi fyrir Laxárvirkjunina. Hún setti og saman túrbínu- sniglana í nýju Sogsvirkjunina og vann þar ýmis önnur störf. Um þessar mundir er hún að byggja stóran gasgeymi fyrir hina nýju áburðarverksmiðju og er það stærsti geymlr, sem smíð- aður hefir verið hér á landi. Hin nýja aflstöð við Irafoss var vígð við hátíðlega at- höfn síðastliðinn föstudag og er nú skammt stórra högga í milli í raforkumál- um Islendinga. írafossstöð- in er stærsta mannvirki, sem gert hefir verið á Is- landi. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, hleypti straumnum frá hinum miklu aflvélum á rafmagnskerfið og flutti við það tækifæri ræðu þá, sem hér fer á eftir: Ég hef nú samkvæmt tilmæl- um borgarstjórans í íjeykjavík, opnað hina nýju Irafossstöð til afnota fyrir alla þá, sem línu- kerfið nær til. Hinu volduga afli fossins hefir verið-breytt í raf- orku, sem streymir nú út á meðal fólksins og lýsir og yljar og léttir undir hin daglegu störf. Fossinn hefir lengi kveðið sitt kraftaljóð undir berum himni, en nú hefir afli hans verið beint inn á heimilin og vinnustöðv- arnar. Þar birtist hann nú í nýrri mynd, sem ljós, hiti og orka. Sólin og geislar hennar eru hans upphaf, og nú skilar hann sólskininu aftur til þess að létta oss lífið og þess baráttu. Lind ljóssins Allt ljós, ylur og orka er sólar- ættar. Kolin, þó svört séu og djúpt í jörðu, eru gamalt sól- skin, eins konar fyrningar, sem geta gengið til þurrðar. Sama má segja um olíuna. En vatnið, sem gufar upp af láð og legi, fyrir kraft sólarinnar, myndar á voru landi fossa og hávaða á leið sinni aftur til sjávar. Nú á síð- ari tímum hafa menn loks fund- ið ráð til að láta vatnið skila aftur sólarljósinu á leið sinni um landið og greiða þar með landsskuldina. Þessi lind ljóss- ins og uppspretta orkunnar þornar ekki, því að vatnið held- ur áfram hringrás sinni „meðan lönd girðir sær — og gljáir sól á hlíð“. Þessi uppgötvun er ein hin mikilsverðasta fyrir Island og íslendinga. Vér eigum hvorki hvíla einmitt að verulegu leyti á stoðum eins og Landssmiðj- unni. Það er því mikið tap og lýsir ekki fyrirhyggju þegar ekki eru sköpuð skilyrði til eðli- legs þroska þeirra og vaxtar. Allir, sem skipt hafa við Lands smiðjuna, ljúka upp einum munni um það, að þar sé vönduð vinna og örugg. Það er gott, þeg- ar ungur iðnaður fær það orð á sig strax í upphafi. kol í jörðu né olíu. Og þó er land vort gott, ef vér getum stytt skammdegið og dregið úr vetrarkuldanum. Þau hin miklu vísindi vatnsvirkjunarinnar eru hið mesta fagnaðarefni fyrir þessa þjóð. Rafmagnsöldin, sem vér nú lifum á, er full af fyrir- heitum. Það hillir undir bjarta framtíð. Öld kola og raforku Kolin eru hinn fyrsti aflgjafi vélmenningarinnar, en reyndust misgóð. Ég á við, að jafnhliða miklum framförum, þá drógu þau menn til vinnu niður í námumyrkur, frá heimilinu í verksmiðjur, og frá heilnæmu sveitalofti í sótugar borgir. Það er bjartara yfir hinni ungu öld raforkunnar. Kolin og vatns- gufan var staðbundið, en vatns- aflið og raforkuna má leiða um langa vegu og jafnt til heimilis- þjónustu sem verksmiðju- rekstrar. — Raforkan er auk þess vort heimafengna afl. Sag- an er ekki nema hálf, og hinar mikilsverðustu uppgötvanir fyr- ir vort þjóðlíf eru nýjar aðferðir til þess að nýta raforkuna til hlítar, og geyma hana og flytja með einfaldari og ódýrari hætti. Vér skulum vona, að vísindin drýgi það fjármagn, sem tiltækt er á hverjum tíma, svo að sem f-yrst megi rætast vonirnar um nægan yl, ljós og orku fyrir öll landsins börn. Vorhugur í raforkumálum Það er nú mikill vorhugur í raforkumálum. Vér fögnum því í dag, að tugir þúsunda nýrra hestafla eru tekin til notkunar. Hvert hestafl er talið á við tíu mannsöfl, ef allt nýttist. Hin nýja írafossstöð er loftkastali, sem kominn er niður á jörðina. Og fossinn er ekki horfinn úr lífi þjóðarinnar, heldur njóta hans nú fleiri en nokkru sinni áður. Skáldin gætu hlaðið foss- unum nýja lofkesti. Þeir eru vort forðabúr af kyngi sólarinn- ar og regnboginn í úðanum tákn hinna glæstu framtíðarvona.“ —DAGUR, 21. okt. —Alþbl. 30. okt. Rafmagnsöldin, er vér nú lifum ó, er full ef fyrirheitum Ávarp forseta íslands við opnun írafossstöðvarinnar Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg . PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteigrnasalar. Leigja hús. Út- vega peningal&n og eldsábyrgC, bifreiCaábyrgC o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. Thorvaldson, Eggerlson, Basiin & Stringer Barristers and. Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917 Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 328 MEDICAL ARTS BUILDING Ofíice Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá bezti. StofnaS 1894 SÍMI 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternlty Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs. Corsages, Beddlng Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 Lesið Lögberg SELKIRK METAL PRODUCTS Reykh&far, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldl- vi8, heldur hita frá aC rjúka út meC reyknum.—SkrifiC, slmiC tll KELLY SVEINSSON 623 Wall St. Winnipeg Just North of Portage Ave. Simar 3-3744 — 3-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all lts branches Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 46-3480 LET US SERVE YOU S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg PHONE 92-4624 Plione 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Dr. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 Dr. ROBERT BLACK SérfræCingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skráfstofuslmi 92-3851 Heimasími 40-3794 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargení Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 Hofið Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna. Icelandic Old Folks’ Home Soc., 3498 Osler St., Vancouver, B.C. Aristocrat Stainless Steel Cookware For free home demonstrations with- out obligation, write, phone or call 102-348 Main Shreet, Winnipeg Phone 92-4665 “The King of the Cookware" Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 92-8211 T. R. THORVALDSON Manager your patronage wlll be appreciated Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accounfant 505 Confederatlon Llfe Buildlng WINNIPEG MANTTOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjanaion 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Winnlpeg, Man. PUone 92-3561 G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slml 92-6227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Maniloba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. Van's Electric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.