Lögberg - 03.12.1953, Page 7

Lögberg - 03.12.1953, Page 7
7 Fréttabréf fré Vancouver Haínarhátíð , Fögur stund og hátíðleg var að elliheimilinu Höfn þann 4. október síðastliðinn. Þá var há- tíðlegt haldið 6 ára afmæli stofnunarinnar. Dagurinn var bjartur og hlýr. Haustblærinn var rétt að byrja að falla yfir tréin og blómin, en annars var dagurinn eins og um hásumar. Já, það er ekki ofsögum sagt af veðurblíðunni hér í Vancouver. Fjöldi fólks var að Höfn þennan dag og allir voru glaðir og kátir. Fyrst var stutt og ánægjuleg skemmtiskrá og var hr. Leifur Summers í forsæti í fjarveru forseta heimilisnefndarinnar, hr. S. Sigmundssonar, sem ekki er í bænum nú um skeið. — Hr. Ó. Hawardson, varaforseti heimilis nefndarinnar skýrði frá ýmsu, sem síðastliðið ár hefði verið gert heimilinu til endurbóta og fegrunar, t. d. hefðu verið keypt ný og vönduð hitunartæki, hús- ið vandlega málað að utan og hefði þetta kostað mikið fé. Af orðum ræðumanns gátu allir ráðið í hversu mikið starf heimilisnefndin vinnur af fúsum vilja í frítímum frá daglegum störfum. Ræðismaður íslands B.C., hr. L. H. Thorlakson, minntist á það í gagnorðu ávarpi, er hann flutti á íslenzku, að miklar þakkir ættu þeir skilið, er ynnu að heill og hag heimilis- ins svo öldruðu fólki væri hægt að veita þar hið bezta athvarf og skjól. Undirritaður mælti þar einnig nokkur orð og bað al- föður að vaka yfir heimilinu nú og um alla framtíð. Einnig var Bíðið þess ekki að vetrarveðrið veikli YÐUR FORTIFY YOURSELF WITH WAMPOLES * óxtrack c/ | ? CocL Líver / O H °nd tonit with Sunshioc Abrlfaríkt í notknn Kkkort fisk eða lýsisbrnRð tvísöngur og samsöngur allra viðstaddra og lauk skemmti- skránni með því að sungnir voru þjóðsöngvar Islands og Canada. Forseti kynnti ræðumenn * og dagskráratriði og þakkaði öllum fyrir komuna. Talaði hann bæði á ensku og íslenzku, því bæði málin eru honum jafn töm. Voru síðan bornar fram ágæt- ar veitingar, er „Sólskins“konur önnuðust og var mikil þröng í kringum kaffiborðið og þar, sem skyrið var veitt, því alstaðar hefir sá ljúffengi íslenzki réttur ómótstæðilegt aðdráttarafl. — Svona leið dagurinn og vissu- lega var það fagur drottins dagur. Góðar afmælisgjafir bárust heimilinu: meira en 500 dollarar í peningum og margir góðir og gagnlegir munir. Heimilisnefndin þakkar hinar góðu gjafir og velvild alla, er heimilið nýtur og vonast eftir því að sem allra flestir hafi Höfn í huga. Frá safnaðarstarfinu Margt mætti segja til fróð- leiks og öðrum til fyrirmyndar úr lífi og starfi safnaðarins í þessari borg. Þar er trúfastur hópur að verki og smám saman fjölgar meðlimum safnaðarins. Vafalaust munu flestir íslend- ingar hér, þótt enskumælandi séu, sameinast um það mikla og göfuga verkefni, sem bíður fram undan, sem er kirkjubyggingin. Því í sinni eigin kirkju mun söfnuðurinn sameinast í lofgjörð og tilbeiðslu og í fórnfúsu starfi að öllum safnaðarmálum. Einnig mun þá öll félagsstarfsemi Is- lendinga hér eflast að miklum mun, þar sem hið ágætasta tæki- færi mun veitast til fundar- halda í samkomusal kirkjunnar. Amælishátíð Svo var það annað, sem ég sérstaklega vil minnast á og þakka af heilum hug. Það var auglýst að sameiginleg kaffi- drykkja yrði í samkomusal dönsku kirkjunnar eftir messu þann 6. sept. síðastliðinn, en messuna flutti ég að vanda kl. 1 e. h. — Þegar við hjónin ásamt börnum okkar gengum inn í salinn sungu allir: Happy birthday to you. Síðan var sezt að fagurlega skreyttu veizlu- borði með blómum og kertaljós- um og dýrindis afmælisköku með fimmtíu kertum. Kvenfélag safnaðarins hafði undirbúið þetta af sinni alkunnu rausn og CHOOSING A FIELD A Business College Education provides the basic information and training with which to begin a business career. Business College students are acquiring increasing alertness and skill in satisfy- ing the needs of our growing country for balanced young business people. Commcnce Your Business Training Mmmediateiy! For Scholarships Consult THE COLEMBIA PRESS LIMITED PHONE 74-3411 695 Sargent Ave., WINNIPEG LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 3. DESEMBER, 1953 smekkvísi. Forseti safnaðarins, hr. Sigfús Gillis, bauð gesti vel- komna og ávarpaði sóknar- prestinn með hlýjum orðum og árnaði honum og fjölskyldu hans allra heilla, og las upp sím- skeyti og kveðjur, sem borizt höfðu víðsvegar að, meðal ann- ars frá forseta ísl. lúterska kirkjufélagsins og frú hans. — Ræðismaður Islands, hr. L. H. Thorlakson afhenti prestinum veglega afmælisgjöf frá safnað- arfólki og vinum og flutti eftir- farandi afmæliskveðju, er hann hafði gjört: Falið var mér að heiðra prestinn á hans hálfrar aldar fæðingardegi. En það er ekki nóg að óska og vona að sólin skíni yfir framtíðarvegi. Það verður því aðeins ef unnið er í víngarði drottins af dáð og dygð. Látum oss starfa með séra Eiríki í sívakandi trúfesti og tryggð. Að óska og vona er ekki nóg. Við þurfum leiðtoga trúa og sterka, og séra Eiríkur er sá maður, er leiðir í drottins heilaga verki. Sem fyrst þurfum við að eignast bæði prestshús og kirkju. Prýðileg bæði að utan og innan. Presturinn góði vísar veginn að byggja og styrkja og tengja saman. Að endingu af hjarta við óskum að ókomin ár verði sem fegurst. Góður Guð blessi, leiði og styrki séra Eirík og hans fjölskyldu. Presturinn þakkaði hjartan- lega fyrir þann heiður, sem hon- um hefði verið sýndur og fyrir gjafir og allar fagrar óskir. Áður en ég lýk þessum frétt- um vil ég einnig þakka af alhug fyrir þau vinsamlegu orð, sem fylgdu myndinni af mér í Lög- bergi í tilefni af fimmtugs- afmælinu. E. S. Brynjólfsson A Tribute to the memory of Jon B. Thorsteinsson "All the boundless universe is Life — there are no dead" By Mrs. I. J. OLAFSSON Jon B. Thorsteinsson was born at Borgarfjörður, Iceland, December 17th, 1898, the oldest son of Bjarni Thorsteinsson and his wife Bjorg Jonsdottir. With his parents he came to Winnipeg in the year 1903. They lived there for four years, moving to Selkirk in 1907. He received his education in Selkirk and Winnipeg. In 1918 he joined the Royal Flying Corps with service in Canada. June 27th, 1923, he married Agnes Helen Millidge of Selkirk and established a.home in Winnipeg, where he lived until his passing October 30th, 1953. He is survived by his wife, two sons Jon Edwin Bjarni and Orville Roy, and one daughter Helen Bjorg. Also two sisters, Anna Magnusson and Helga Funk, and one brother, Thorsteinn. He entered the service of the Winnipeg Electric Company June 6th, 1921, and was in their employ until the time of his death, a period of thirty-two years. At the time of death he was a Relay and Plant Metering Engineer. He was a member of the American Institute of Electrical Engineers, also a member of the Masonic order. Jon was in many ways an un- usual man; possessing a combina- tion of many of the finest traits of character. He had a keen un- derstanding of the deeper things in religion, literature and art. He had an outstanding technical knowledge in his sphere of work; that knowledge he shared freely with his fellow-workers. He was also endowed with great ability of a practical nature where his mind was keen and alert. He was a perfectionist in any under- taking for his engineering work. By nature he was retiring and self-effacing; ever ready to give credit to others which belonged to himself. Many deeds of kind- ness performed for his fellow men were rendered in that same modest and self-effacing manner. We, who knew Jon through the years, remember him as the perfect gentleman; never physic- ally robust, which perhaps made the quality of soul more notice- ableable. We remember him as a man who lived in our midst and yet seemed to live apart in a world of his own. Into that sanc- tuary only his nearest and dear- est were allowed to enter with him. In his latter years he shrank from crowds and from the noise and hurry of modern life. After the day’s work he sought the quiet and peace of his lovely home, enriching his soul by the study of good books. The family was united by bonds of love where each one watched over and sought to serve the other. There was also an unusually strong bond between him and his brother and sisters. They too sought to give of their own strength to strengthen the other. During the last nine years Jon seemed aware of the fact that he might be living on borrowed time; he reduced recreational activities and used the time well in shouldering the ever-increas- ing responsibilities as the Win- nipeg Electric expanded. He also used the time in providing for Jón B. Thorsteinsson the future of his loved ones and in up-building his spiritual strength. Among his treasured and most used possessions were his Icelandic Bible and a book of prayers across the agés. In the quiet of his home, in the presence of his lovely wife, who always sought to be by his side, the final call came. Without warning and without suffering he stepped into that fuller life. His funeral took place on November 2, All Souls Day, ac- cording to the church calendar. The large attendance bespoke of the fact that he was held in high esteem by his friends, employers and fellow workers. The service, simple and beautiful, was held at Gardiner’s Funeral Home, con- ducted by Dr. M. E. R. Boudreau of Norwood Presbyterian Church with burial in Little Britain Cemetery, near Selkirk. The final words at the grave- side were spoken by Rev. S. Olafsson of Selkirk Lutheran Church, in the language loved by his parents and himself, conclud- ing with the Lord’s prayer, as he learnt it in childhood and had so often repeated it in latter years. The memory of Jon Thor- steinsson will always be cher- ished as that of a devoted, loving husband, father and brother; a loyal friend and an honorable upright citizen. Úr sögu Þeir, sem nú eru sextugir, hafa lifað meiri umbrota- og byltingatíma en nokkur önnur kynslóð á jörðu hér. — Svo miklar hafa breytingarnar orðið, að tala má nú um nýjan heim, að vísu ekki betri en hinn gamla að öllu leyti, en þó gjörólíkan. Af því, sem til framfara horf- ir, má eflaust telja að mestar breytingar hafi orðið á sam- göngum, og er því ekki úr vegi að minnast hér á sögu bílanna. Nú eru 68 ár síðan að tveir Þjóðverjar, Karl Benz og Gottlieb Daimler, voru sinn í hvoru lagi að fást við að finna upp benzínhreyfil. Og það eru rétt 60 ár síðan að fyrsta bif- reiðin var reynd opinberlega. Það skeði í Massachusetts í Bandaríkjunum og sá, sem bíl- inn sýndi var J. Frank Duryea. Árinu eftir var háður fyrsti kappakstur í Frakklandi á vél- vögnum og var ekið milli París og Rúðuborgar. 21 vélvagn tók þátt í keppninni, en aðeins 17 komust alla leið. Ökuhraðinn var þá 6,1—11,6 mílur á klukku- stund. Sigurvegari varð Pan- hard-Levassor, fyrsti vélvagn- inn, sem var með hreyfil í húsi framan á. Árið 1902“ var aftur háður kappakstur milli París og Vínarborgar, og þá náði einn vagn þeim hraða, sem þá var talinn furðulegur, 71 míla á klukkustund. Hreyflarnir voru þá enn í bernsku, en alltaf var verið að endurbæta þá. Árið 1895 fundu menn upp á að kæla hreyfilinn með vatni. Stýrishjólið var fundið upp árið 1903. Um þær mundir veðjaði amerískur lækn- ir, H. Nelson Jackson, um það, að hann gæti ekið þvert yfir Bandaríkin á þremur mánuðum. Þrátt fyrir margs konar óhöpp tókst honum þetta á 20 daga skemmri tíma en tiltekinn var, en ferðalagið kostaði hann 8000 dollara. Fyrsta bílauglýsing í Banda- ríkjunum birtist í „The Scienti- fic American“ hinn 30. júlí 1898. Hún var um Winton — bíl, sem sagt var að gerði „hesta óþarfa“. Og það lá við að þessi gömlu bílar útrýmdu hestunum með því að fæla þá svo að þeir færu sér að voða. Þessi skröltandi og smellandi ferlíki á vegunum voru slík plága, að almennings- álitið fordæmdi þau. Þessi andúð náði svo langt, að í einu héraði var gerð samþykkt um það, að ef hestur þyrði ekki að fara veg vegna bíls, þá skyldi bílstjórinn „taka farartæki sitt í sundur hið snarasta og fela stykkin í grasi“. Einn hugvitssamur maður, Uriah Smith að nafni, kom þá fram með þá snjöllu hugmynd að hafa frambyggingu bílsins eins og hestshaus í laginu, svo að hest- arnir skyldu ætla að þarna væri einn þeirra á ferð! Annar maður'ætlaði sér að út- rýma bílunum þegar í stað. Hann beitti tveimur hestum fyrir bíl og ók fram og aftur um götur Detroit-borgar, en á vagn- inum var spjald, sem á var letrað stórum stöfum: „Þetta er eina ráðið til þess að koma Winton áfram“. Winton-verksmiðjunni geðjað- ist ekki að þessari fyndni, en í stað þess að lögsækja manninn tók hún það ráð að vega að hon- um með sams konar vopni. Hún beitti einum af bílum sínum fyrir hestvagn og ofan á hest- vagninum lét hún standa gaml- an asna undir spjaldi, sem þetta var letrað á: „Þetta er eina skepnan, sem ekki getur ekið WinTon“. Svo var þessu farar- tæki ekið á eftir hinu og þá gafst maðurinn með hestana upp. Árið 1899 skýrði hermálaráðu- neyti Bandaríkjanna frá því, að það hefði keypt þrjá bíla, en til vonar og vara væri hver þeirra svo útbúinn að „beita mætti fyrir han múldýrum, ef hann gæti ekki runnið af sjálfs- bílanna dáðum“. Upp úr þessu kom svo það, að farið var að hafa tvo hreyfla í hverjum bíl, þannig að öruggt væri að bíllinn kæmist áfram þótt annar bilaði . Árið 1895 voru aðeins fjórir bílar til í Bandaríkjunum, um aldamótin voru þeir orðnir 8000 og nú eru þeir taldir rúmlega 54 miljónir. Árið 1917 ferðaðist hver maður að meðaltali 450 mílur á ári, með alls konar farartækjum. Nú ferðast bænd- ur þar að meðaltali 11.020 mílur á ári< —Lesb. Mbl. Söngskemmtun í Vancouver Ég vil vekja athygli allra þeirra í Vancouver, sem lesa ís- lenzku blöðin, á söngskemmtun, sem haldin verður föstudaginn 11. des. kl. 8 e. h. í Sweadish Hall, 1320 E. Hastings Street. — Söngflokkurinn, sem mun syngja, kallast The White Cane Choir og í honum eru 12 konur og 12 korlmenn, sem eru blind nema einn karlmaður og þrjár konur. Þessi kór var stofnaður árið 1949 á vegum Vancouver- deildar kandisku blindra stofn- unarinnar. Á hverju ári, síðan hann var stofnaður, hefir hann oft komið fram opinberlega og hlotið verðlaun í kórasam- keppni og viðurkenningu og að- dáun allra þeirra, sem yndi hafa af fögrum söng. Tilgangurinn með stofnun og starfsemi kórsins er að sýna, hvað blinda fólkið getur lagt fram í menningar- og sönglífi og til þess að styrkja hverja þá starfsemi, er miðar til heilla og gleði alls almennings. — Og hér er ég nú kominn að því atriði, sem eflaust mun vekja óskipta aðdáun og innilegt þakklæti í hugum íslenzks fóífcs og er það, að allur ágóðinn af söngskemmt- uninni rennur til starfsemi ís- lenzka lúterska safnaðarins hér í Vancouver. — Mun frú Lára Elíasdóttir Sigurðsson, sem vinnur á skrifstofu blindra- stofnunarinnar hér og nýtur heilhuga velvildar blinda fólks- ins, hafa minnst á það við leið- andi menn í kórnum að íslenzka söfnuðinum væri það mikið áhugamál að reisa sér kirkju og þetta væri mikið verkefni fyrir fámennan söfnuð. — Vildi kór- inn fúslega veita sína aðstoð, þar sem verkefnið væri gott og fagurt. 'Dák svo Kvenfélag safn- aðarins að sér að annast um undirbúning samkomunnar og er því söngskemmtunin haldin á þess vegum; munu konurnar einnig sjá um kaffiveitingar að söngnum loknum og gefst þá öllum viðstöddum tækifæri til að heilsa upp á kunningja og vini og ræðast við um stund. Vil ég nú biðja lesendur ís- lenzku blaðanna að vekja at- hygli þeirra, sem þeir þekkja, en ekki sjá íslenzku blöðin, á þessari samkomu, sem mun verða öllum er þangað koma til mikillar ánægju, og jafnframt veitist táekifæri til þess að votta kórnum virðingu og þakkir fyrir vinarhug og frábæra vel- vild. — Vinsamlegast, E. S. Brynjólfsson OILNlíjffGNITE Cobble and Stove for hand-fired furnaces. Booker Nut for Bookers. Stoker Size for Stokers. All Oil Treated. John Olafson, Representative. PHONE 3-7340

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.