Lögberg - 01.07.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. JOLÍ 1954
5
t?trf
X ÁI I Í AHÁL
LVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
VEL AÐ VERIÐ
GULA HÆTTAN
Fréttir fró ríkisútvorpi íslonds
1 nýafstöðnum prófum To-
ronto Conservatory of Music
lauk Mrs. H. Comack — Agnes
Bardal Comask — prófi í píanó-
leik, Grade 8, með hárri fink-
unn — Honors. — Þetta er 'pví
virðingarverðara, þegar tekið er
til greina, að Mrs. Comack á
þrjú börn og hefir margþættum
húsmóðurstörfum að sinna. Hún
er og útlærð hjúkrunarkona og
stundar þau störf af og til. Þrátt
íyrir mikið annríki tekur hún
þátt í félagsmálum og er
ritari Dorcas kvenfélags Fyrsta
lúterska safnaðar.
Þessi f jölhæfa kona er dóttir
Arinbjarnar heitins Bardals og
eftirlifandi konu hans'Mrs. A. S.
Bardal
☆
ATHYGLISVERÐ
RITGERÐ
Margir Islendingar, sem ferð-
ast hafa víða, minnast þess hve
þeir hafa glaðst, ef þeir af hend-
ingu hittu „landa“ á leið sinni.
Það var eins og þeir finndu
náið skyldmenni, og kunnings-
skapur og vinskapur þeirra á
rnilli blómgaðist fljótlega. Ems
er með fámenna hópa Islend-
inga, er búa í fjarlægð við hinar
fjölmennari byggðir íslendinga;
þeir fagna hverjum landa er
bætist í hópinn. Ef til vill eru
íslendingar næmari fyrir sínu
sameiginlega ætterni og upp-
runa, en önnur þjóðarbrot í þess-
ari álfu, vegna þess hve þeir
eru fámennir.
Frú Svanhvít Josie, sem bú-
sett er í Ottawa, en þar eru um
hundrað Islendingar, lýsir þess-
ari sterku þjóðernistilfinningu í
athyglisverðri og skemmtilegri
grein, On Being an Icelander in
Canada's Capilal í sumarhefti
Icelandic Canadian. — Hún hitti
konu í hádegisboði og segir:
“Once we learned that we were
both Icelandic we skipped the
long slow process of gradu-
ally building up a new friend-
ship. We were already friends.”
Ennfremur segir hún: — “We
of Icelandic origin, when our
paths do cross, have none of the
usual fencing to do that is com-
oaon between new acquaint-
ances. We understand each
other.”
Frú Svanhvít bendir á í grein
sinni, að í Ottawa sé allmargt
fólk af íslenzkum stofni búsett,
sem skipar ábyrgðarmiklar stöð-
Ur, svo sem Mr, Justice Thor-
son, Mr. Wm. Benedickson og
Mrs. Guðrún Parker, en fáum
muni kunnugt um hinn íslenzka
uPpruna þess, né heldur um
Yilhjálm Stefánsson landkönn-
uð, Pearl Pálmason fiðluleikara
°g fleiri, er heimsótt hafa Ot-
tawa og komið hafa þar fram
opinberlega. Ekki eru fleiri
unglingar af íslenzkum ættum
1 Ottawa en telja mætti á fingr-
una sér, en þó urðu tveir, piltur
°g stúlka, fremst allra nemenda
1 aðalmiðskólum borgarinnar í
vor.
Skýrir frú Svanhvít frá því að
1 Ottawa eigi flestar þjóðir
heims fulltrúa, er grípi hvert
taskifæri, sem gefist, til að
kynna land sitt og þjóð, en í
Ottawa eigi íslendingar engan
slíkan fulltrúa búsettan, er hafi
Urnboð til slíkrar kynningar-
starfsemi, og þó búi fleira fólk
íslenzkum stofni í Canada en
' n°kkru öðru landi utan Is-
ar*ds. Harmar hún það, að tæki-
æri eins og þau sem að ofan
eru greind, voru því ekki notuð
1 að kynna ísland og auka á
hróður þjóðarinnar.
Trú Svanhvít lýkur grein
sinni með þessum orðum: —
oesn’t it seem. though, that
we, who retain this deep fellow-
feeling that makes every chance
meeting with another Icelander
a thrill, must have something
worth preserving?”
Lesið greinina í heild í Ice-
landic Canadian. Þar eru og
margar fleiri ágætar ritgerðir,
sem gaman og gagn er af að lesa.
☆
ÖLL BÖRN BLÁEYG
Flest nýfædd börn hafa grá-
blá eða vatnsblá augu. En augna
liturinn fer að breytast á þriðja
mánuði hjá þeim, sem hafa grá-
blá augu. Þá fara áð koma brún-
ir blettir í sjáaldrið og smám
saman dökknar það, svo að aug-
un verða brún (eða svört). En
þau börn, sem fæðast með vatns-
blá augu, eru venjulega bláeyg
alla ævi.
Nýfædd börn kunna ekki að
beita augunum, og því sýnast
þau oft rangeyg, af því að þau
renna augunum í skjálg. En
smám saman lærist þeim að
beita augunum og fyrsti vottur-
inn um það er að þau' einblína
lengi á sama hlutinn. En sé
augnaráðið ekki orðið eðlilegt
þegar þau eru orðin ársgömul,
er sjálfsagt að leita læknis.
Önnur breyting verður líka á
augunum fyrstu mánuðina. Ný-
fætt barn getur ekki tárast. Það
er alveg sama hvernig það öskrar
og „grætur“, það grætur þurrum
tárum. Fyrstu tárin koma venju
lega þegar börnin eru þriggja
mánaða gömul, og eftir það eru
þau venjulega útgrátin á hverj-
um einasta degi í nokkur ár.
Margt hefur verið um það
rætt hvort börn muni sjá um
leið og þau fæðast. En þeirri
spurningu verður að svara ját-
andi. Að minsta kosti er það al-
veg víst, að þau greina skil ljóss
og myrkurs. Það þarf ekki ann-
að til sannindamerkis þar um,
en að geisli falli á augu ný-
fædds barns. Augasteinninn
dregst óðar saman, en víkkar
svo aftur þegar geislinn hverfur.
Sum börn hafa jafnvel þá skyn-
semi á öðrum og þriðja degi, að
elta ljós með augunum, en önn-
ur hafa ekkert vit á því fyrr en
þau eru nokkurra vikna gömul.
—(Þýtt úr „Science Digest“)
☆
FIÐRILDI BJARGAR
DROTNINGU
Einu sinni var Viktoría Eng-
landsdrotning á ferð með hrað-
lest. Það hafði rignt mikið um
daginn og nú var komin þoka.
Alt í einu sá lestarstjórinn hvar
einhver svört vera veifaði ákaf-
lega til lestarinnar.'Hann hélt að
einhver hætta væri á ferðum og
stöðvaði lestina. Maður var
sendur á stað til þess að finna
þann, sem hættumerkið hafði
gefið. En þegar hann var kom-
inn svo sem 200 metra frá lest-
inni bar hann að gili. Þar átti
að vera járnbrautarbrú yfir, en
hún var hrunin. Óskaplegt flóð
hafði komið í gilið og vatnið
brotið brúna. En hvergi fannst
sá, sem varað hafði við hætt-
unni og bjargað lífi drotningar-
innar og margra annara.
Nokkrum klukkustundum síð-
ar hafði verið gert við brúna og
lestin komst leiðar sinnar. Eftir
venju fór lestarstjórinn að at-
huga hvort alt væri í lagi. Þegar
hann skoðaði kastljós eimreið-
arinnar sá hann að stórt fiðrildi
hafði flogið á ljóskerið og var
þar dautt. Skugginn af því hafðÞ
endurspeglast í þokunni, svo að
honum sýndist þar vera maður,
sem baðaði út handleggjunum.
Þetta dauða fiðrildi, sem bjarg-
aði drotningunni, er enn til
sýnis í British Museum.
Mótar óttinn við Kínverja
ekki aðeins afstöðu Banda-
ríkjamanna, heldur einnig
afslöðu Rússa?
Vilhjálmur annar Þýzkalands
keisari hefir ekki verið talinn
sérlega framsýnn stjórnmála-
maður. Þó hefir það oft verið
rifjað upp, að hann hafi orðið
einna fyrstur manna til að
benda hvíta kynþættinum á
gulu hættuna svonefndu. Árið
1896 sendi keisarinn frá sér
teikningu, er kunnur málari
málaði síðan málverk eftir. Á
málverkinu sjást tvær konur,
sem eiga að tákna listina og
tæknina. Fyrir framan þær rís
upp dökkur og ógnandi skýja-
bakki og fram úr honum birtist
mongólskur risi, sem er hinn
ferlegasti ásýndum. Konurnar
eru þó ekki varnarlausar, því að
við hlið þeirra skipar sér ger-
manskur hermaður tilbúinn til
varnar.
Undir teikningu sína hafði
keisarinn skrifað: Vaknið, þjóðir
Evrópu og gætið helgustu verð-
mæta ykkar. Við mörg tækifæri
lét svo Vilhjálmur keisari þessa
skoðun sína koma í ljós og
spáði því, að styrjöld milli
hvítra manna og Mongóla væri
óumflýjanleg.
Vilhjálmur keisari taldi boks-
arauppreisnina í Kína, er gerð-
ist fjórum árum síðar, sönnun
þess, að hann hefði rétt fyrir
sér.
Uppreisn boksara
Boksarahreyfingin átti upptök
sín í Sjantungfylki um 1898 og
breiddist fljótt út um Kína og
hlaut mikið fylgi. Hún var jöfn-
um höndum trúarhreyfing og
pólitísk hreyfing. Að ýmsu leyti
svipar Mau Mau hreyfingunni
í Kenya til hennar. Hún tók
upp ýmsa gamla og dularfulla
trúarsiði og krafðist skilyrðis-
lausrar hollustu af fylgismönn-
um sínum. Hún innræftti fylgj-
endum síqum takmarkalaust
hatur gegn útlendingum og setti
sér það mark og mið að hrekja
þá úr landi. Afleiðingarnar urðu
vaxandi árásir á hendur kristni-
boðum og fyrirtækjum útlend-
ingá í Kína. Svo kom, að erlend-
ar sendisveitir töldu sig ekki að
öllu leyti óhultar í Peking og
fengu sent þangað lið sér til
varnar. Þetta bar þó ekki til-
ætlaðan árangur, heldur magn-
aði hreyfinguna um allíln helm-
ing. í júní 1900 hófst svo sjálf
uppreisnin. 'Hvítir menn voru
drepnir þar sem til þeirra náðist
og fyrirtæki þeirra eyðilögð.
Þýzki sendiherrann var drep-
inn, en önnur sendiráð sett í
umsát. Keisarastjórnin gekk í
lið með uppreisnarmönnum og
lofaði að beita sér fyrir brott-
rekstri allra útlendinga úr
landi. Evrópuríkin svöruðu með
því að senda allmikið herlið til
Kína undir yfirstjórn rússnesks
hershöfðingja. Eftir nokkurra
vikna styrjöld var uppreisn
boksara brotin á bak aftur og
kínverskir embættismenn, sem
voru þeim andvígir, tóku við
stjórn. Boksarahreyfingin var
bönnuð og foringjar hennar
voru ýmist teknir af lífi eða
reknir úr landi.
Með þessu var andstaðan gegn
hvítum mönnum ekki brotin á
bak aftur í Kína, þótt hún bryt-
ist ekki aftur út með svipuðum
hætti. Þegar kommúnistar voru
að brjótast til valda í Kína, not-
uðu þeir sér mjög útelndinga-
hatrið og átti það ekki sízt þátt i
fylgi þeirra.
VSldadraumar Japana
Segja má, að fyrri helming
þessarar aldar hafi gula hættan
svonefnda fyrst og framst verið
talin stafa af Japönum. Sigur
þeirra í styrjöldinni við Rússa
1905 gaf það glöggt til kynna,
að hér var mongólskt stórveldi
risið á fót. 1 fyrri heimsstyrjöld-
inni styrktu Japanir þessa af-
stöðu sína. Á árunum milli
styrjaldanna byrjuðu þeir að
leggja Mansjúríu og síðan Kína
undir sig. 1 heimsstyrjöldinni
síðari náðu þeir allri Suðaustur-
Asíu undir vald sitt. Ef valda-
draumar þeirra hefðu fengið að
rætast ,væri nú risið upp mong-
ólskt stórveldi í Suðaustur-
Asíu, öflugra og mannfleira en
nokkurt annað stórveldi mann-
kynssögunnar til þessa dags.
Ósigur Japana batt enda á
þessa stórveldisdrauma þeirra,
a. m. k. að sinni. En gula hættan
var hins vegar ekki liðin hjá.
Fimm árum eftir uppgjöf Jap-
ana, var Kína búið að taka við
því hlutverki, er Japan hafði
áður haft. Þar var komin til
valda öflugri ríkisstjórn en
Kína hafði nokkru sinni haft.
Markmið hennar er bersýnilega
ekki það eitt að losna við öll
yfirráð útlendinga í Kína, held-
ur að færa út kínversk yfirráð.
Gula hættan, sem Vilhjálmur
keisari óttaðist svo mjög, virðist
nú mun nálægari en fyrir hálfri
öld síðan.
Kínverjar í Genf
Þetta kemur ekki sízt fram í
skrifum ýmissa þeirra blaða-
manna, sem fylgjast með ráð-
stefnunni í Genf. Þeir, sem eru
orðnir gamlir í hettunni, geta
þess, að ræður Chou En-lai, ut-
anríkisráðherra Kínverja, og fé-
laga hans minni óþægilega mik-
ið á ræðuhöld Japana fyrir 10—
20 árum, þegar þeir flögguðu
með orðunum: Asía fyrir Asíu-
menn, en sem raunverulega
þýddu á máli þeirra: Asía fvrir
Japani. 1 ræðum Chou En-lai
endurspeglast sami fjandskap-
urinn í garð hinna hvítu þjóða
og áður birtist í ræðum jap-
önsku heimsveldissinnanna og
þær erq þrungnar af sömu ögr-
ununum og hótununum í garð
hins hvíta kynstofns. Óspart er
látið í það skína, að yfirráða-
tíma hans sé lokið, a. m. k. í
Asíu og þar sé nú runninn upp
dagur hins monólska kynþáttar.
Framkoma kínversku sendi-
sveitarinnar á ráðstefnunni
minnir og óþægilega á þetta
sama. Hún er 20% fjölmennari
en rússneska sendisveitin og
telur um 200 manns. Það kem-
ur þó sjaldan fyrir að nokkur
Kínverji tali við hvítan mann
og aldrei einslega. Kínversku
blaðamennirnir, sem eru um 30
talsins, forðast umgengni við er-
lenda starfsbræður sína. Rússar
hafa sér hins vegar á allt annan
veg. Blaðamenn þeirra eru hinir
ræðnustu og hafa ekki verið
jafn frjálslegir um langt skeið
og nú.
Ótíinn í Bandaríkjunum
við Kínverja
í Bandaríkjunum virðist sú
skoðun nú ryðja sér meira og
meira til rúms, að þótt Rússar
hafi forustu heimskommúnism-
ans eins og er og séu öflugasti
andstæðingur Bandaríkjanna,
muni sá tími brátt renna upp,
að Kínverjar hafi tekið þetta
sæti þeirra. Hin hatramma and-
staða gegn Kínverjum í Banda-
ríkjunum stafar ekki sízt af
þessu og veldur ýmsum Evrópu-
mönnum oft nokkurrar undrun-
ar fyrst í stað vegna þess, að frá
sjónarmiði þeirra stafar meiri
hætta af Rússum en Kínverjum.
Af hálfu Breta og ýmsra fleiri
er því haldið fram, að hyggilegt
sé að reyna að stuðla að því að
losa um böndin milli Kínverja
og Rússa með því að sýna þeim
fyrrnefndu aukna tillitssemi.
Margir Bandaríkjamenn telja
þetta hinfe vegar rangt. 1 fyrsta
lagi verði þessi tengsli ekki siit-
in fyrst um sinn og í öðru lagi
muni stafa meiri hætta af Kín-
verjum en Rússum, þegar frá
líður.
Um það er að sjálfsögðu mikið
rætt í Bandaríkjunum, hvaða
leið muni vænlegust til að
stöðva útþenslu Kínverja. Sendi
herra Bandaríkjanna í Indlandi
Framhald af bls. 1
um: Bretlandi, Frakklandi,
Þýzkalandi, Austurríki og ítalíu.
Tónskálafélag Islands hafði boð-
að til alþjóðlegs tónskáldafund-
ar og urðu fulltrúar þessara tíu
tónskáldafélaga sammála um að
stofna Alþjóðaráð tónskálda, en
tilgangur þess er listræn við-
skiptasamvinna og stéttarleg
samtök tónskálda æðri tegundar
með öllum þjóðum. Lög ráðsins
voru undirrituð við hátíðlega at-
höfn að Þingvöllum 17. júní. I
stjórn ráðsins voru kjörnir full-
trúar íslands, Noregs, Bretlands,
Frakklands og Þýzkalands. Gert
er ráð fyrir, að næsti aðalfundur
Alþjóðaráðs tónskálda verði
haldinn í London um eða eftir
næstkomandi áramót.
☆
Aðalfundur Eimskipafélags ís
lands var nýlega haldinn í
Reykjavík. Samkvæmt skýrslu
félagsstjórnar og reikningum
varð hagnaður á árinu 1,7 milj-
ónir króna, og höfðu þá eignir
félagsins verið afskrifaðar um
rúmlega 9 miljónir króna. Tekj-
ur eigin skipa félagsins á árinu
1953 námu röskum 79,2 miljón-
um króna, en gjöld þeirra rúm-
lega 70,1 miljón. Nokkurt tap
varð á leiguskipum. Hagnaður
af rekstri eigin skipa varð um
6 milljónum króna minni en árið
áður, þrátt fyrir aukið vöru-
magn, og stafar þetta að tals-
verðu leyti af hækkun útgjalda
en einnig af nokkurri lækkun
farmgjalda. A árinu voru 21 skip
í förum fyrir félagið og fóru þau
samtals 110 ferðir milli landa og
63 ferðir frá Reykjavík út á
lét nýlega svo ummælt, að raun-
verulega myndu átökin í Asiu
brátt snúast um það, hvort Ind-
land eða Kína hefðu þar forust-
una, því að Asíumenn tnyndu
ekki sætta sig við áhrif utan
frá. Þess vegna ætti hinn frjálsi
heimur mikið undir því, að
stjórn Indlands heppnaðist svo
vel, að aðrar Asíuþjóðir tækju
hana til fyrirmyndar.
Stendur Rússum stuggur
af uppgangi Kínverja?
Sá orðrómur fær nú aukna
vængi, að Rússar hafi þegar bor-
ið nokkrar áhyggjur af auknum
viðgangi og yfirgangi Kínverja.
Framferði Kínverja sýnir glöggt,
að þeir ætla sér, en ekki Rúss-
um, forustuna í Asíu. I Norður-
Kóreu hafa þeir unnið mark-
visst að því að þoka þeim mönn-
um til hliðar, sem taldir voru
hliðhollir Rússum, og láta Kín-
verja taka við störfum þeirra.
Hið sama gera þeir í Indó-Kína.
Þeir hafa ráðizt inn í Tíbet, sem
búið er að vera raunverulega
sjálfstætt land síðustu aldirnar,
og neytt valdamenn þar til að
viður kenna kínversk yfirráð.
Áður höfðu Rússar haft auga-
stað á Tíbet.
Fyrst um sinn þurfa Rússar að
vísu ekki að óttast það, að Kín-
verjar rjúfi tengslin við þá. Þeir
þurfa á efnalegri og tæknilegri
aðstoð Rússa að halda meðan
þeir eru að koma fótum undir
iðnað sinn. Þess gæta þeir híns
vegar, að veita Rússum engin
sérstök sérréttindi. Sá tími get-
ur fljótlega komið, að Kínverjar
telji sig svo vel á veg komna,
að þeir þurfi ekki á þessari að-
stoð Rússa að halda. Við Rúss-
um blasir þá sú standreynd, að
við hlið þeirra er risið upp nýtt
kommúnistískt heimsveldi, sem
er helmingi fólksfleira en Rússa
veldi og öflugra því á annan
hátt.
Forvígismenn Rússa eru á-
reiðanlega það miklir raunsýnis
menn, að þeir gera sér þetta
Ijóst. Þess vegna getur það líka
verið rétt, að Rússar séu fúsari
til sátta í Genf en Kínverjar, en
ýmsir blaðamenn þar halda því
fram. Ástæðan til þess gæti
verið sú, að Rússar kæri sig ekki
um að Kínverjar eflist í Asíu á
þeirra kostnað.
—TÍMINN, 26. maí
land. Skip þessi fluttu samtals
nær 223.000 lestir af vörum.
Eignir félagsins námu rösklega
108 milljónum um s.l. áramót,
skuldir að meðtöldu hlutafé
rúmum 42 miljónum króna og
er þá skauldlaus eign félagsms
rúmlega 62 miljónir króna. Eitt
skip bættist í flota félagsins á
árinu 1953 og annað í febrúar-
mánuði s.l. og á Eimskipafélag
Islands nú 10 skip, sem samtals
eru 24,480 brúttólestir. Sam-
þykkt var að heimila stjórninni
að kaupa eða smíða nú eða síðar
allt að þremur millilandaskip-
um og selja þau skip, sem hún
telur rétt að selja. Ákveðið var,
að minnast 40 ára afmælis fé-
lagsins, sem það átti í vetur,
með því að verja 50,000 krónum
til menningar- og mannúðar-
mála eftir nánari ákvörðun
stjórnarinnar. Samþykkt var til-
laga um, að hluthafar fáí ný
hlutabréf í stað hinna gömlu,
sem verði að fjárhæð tífalt nú-
gildandi nafnverð hlutabréfa, en
fundarstjóri úrskurðaði að hún
hefði ekki verið samþykkt með
nægilegu atkvæðamagni og
þyrfti að samþykkjast á öðrum
fundi til þess að öðlast gildi sem
breyting á samþykktum fé-
lagsins. í stjórn til eins árs í
stað Hallgríms Benediktssonar,
sem lézt á árinu, var kjörinn
Bjarni Benediktsson dómsmála-
ráðherra. Framkvæmdastjóri fé-
lagsins er Guðmundur Vil-
hjálmsson.
☆
Á aðalfundi Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna var frá því
skýrt, að heildarframleiðslan á
árinu 1953 af flökum og heil-
frystum fiski hefði orðið um
23,000 lestir, eða 5,500 lestum
minni en árið áður. Söluhorfur
höfðu verið slæmar á því ári,
þar til gerður var viðskipta-
samningur við Ráðstjórnarríkin,
sem breytti mjög viðhorfinu, og
út voru fluttar á árinu rúmlega
36,000 lestir af frystum fiskflök-
um fyrir 207 miljónir króna. Um
áramótin s.l. voru söluhorfur
góðar, og á fyrstu fimm mánuð-
um þessa árs var framleiðsla
hraðfrystihúsanna orðin álíka
mikil og hún var á öllu s.l. ári.
Sala á þorskflökum til Banda-
ríkjanna hefur stóraukizt á
þessu ári, og var snemma á ár-
inu búið að gera fasta sölusamn-
inga um allt að 11,000 lestum af
þorsflökum með sérstökum frá-
gangi. Mest af framleiðslunni á
þessu ári hefur verið selt til
Bandaríkjanna. Sovétríkjanna
og Tékkóslóvakíu.
☆
Iðnaðarbankinn hélt nýlega
aðalfund. Bankinn á nú full-
smíðað hús fyrir útibú á Kefla-
víkurflugvelli, og tekur útibúið
til starfa 1. júlí. Þá hefur bank-
inn keypt fasteignina Lækjar-
götu 10B í Reykjavík og hyggst
reisa þar bankahús strax og
byggingarleyfi fæst. Loks er í
ráði að stofna útibú á Akureyri.
☆
Togarinn Egill rauði, sem er
á veiðum við Grænland, bjarg-
aði þar nýlega áhöfn af fær-
eysku skipi, sem brann. Skip
þetta hét Hjördís. Togarinn
flutti áhöfnina til Færeyinga-
hafnar.
COPENHAGEN
Bezta munntóbak
heimsins