Lögberg


Lögberg - 04.11.1954, Qupperneq 1

Lögberg - 04.11.1954, Qupperneq 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 4. NÓVEMBER 1954 * ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 NÚMER 44 Winnipeg kýs nýjan borgarstjóra George Sharpe Við nýafstaðnar bæjarstjórn- arkosningar hér í borg, varð George Sharpe bæjarfulltrúi fyrir 1. kjördeild hlutskarpastur varðandi val borgarstjóra og tekur hann við hinu virðulega embætti sínu um næstkomandi áramót. Mr. Sharpe er hæfi- leikamaður og fylginn sér vel, og ^yggja borgarbúar þar af leið- andi gott til forustu hans á vett- vangi bæjarmálefna. Flytur meirihóttar hóskólafyrirlestur Ríkisháskólinn í Norður- Uakota (University of N. Dakota) efnir á þessu ári, í fyrsta sinni í sögu háskólans, til opinberra fyrirlestra fyrir almenning af hálfu háskólakennaranna. Dr. Richard Beck var kjörinn til að flytja fyrsta fyrirlesturinn 1 þessum erindaflokki, og flutti 'hann fyrirlestur sinn mánudags- kvöldið þ. 26. október í hátíðar- sal háskólans við prýðisgóða að- sókn og ágætar undirtektir. Fjallaá fyrirlesturinn um út- þrá og landnámshug rtorrænna fnanna að fornu og nýju. Rakti fyrirlesarinn í megindráttum sögu víkingaferðanna, menning- argildi þeirra og áhrif á ýmsum sviðum, og dró sérstaklega at- hygli tilheyrenda að Vínlands- fundi Leifs Eiríkssonar. Dr. Beck ræddi einnig um hið nýja °g víðtæka landnám norrænna uianna í Vesturheimi. í>á lagði ræðumaður áherzlu á það, hvernig frelsisást og virðing fyrir lögum og rétti væru saman °fnar í skapgerð og lífsskoðun rtorrænna manna, og kvað stofn- un hins íslenzka lýðveldis til forna og Alþingis vera glæsilegt dæmi þess. Loks lýsti dr. Beck því með mörgum dæmum, hvernig framsóknarhugur nor- raenna manna hefði á síðari arum fundið sér framrás í braut- ryðjendastarfi að félagslegum Umbótum í heimalöndum þeirra °g í víðtækri þáttöku þeirra og forustu í alþjóðamálum. Tengdi fyrirlesarinn með ýmsum hætti umræðuefni sitt við ÍSlands og Norðurlandaför þeirra hjóna í surnar. Um það efni flutti hann einnig raeðu daginn eftir, miðvikudag- ion þ. 27. október, á fundi Lions- hlúbbsins í Grand Forks, og lýsti þar sérstaklega hinum niiklu verklegu framförum, sem orðið hafa á Islandi á síðustu arum, og endurreisnarstarfinu í Noregi síðan stríðinu lauk. Leiðtogavaí í aðsigi Dagana frá 25.—27. yfirstand- andi mánaðar halda Liberalar í Saskatchewan flokksþing í Saskatoon, er verða mun að lík- indum fjölsótt mjög og sögu- frægt; verður stefnuskrá flokks- ins tekin þar til alvarlegrar íhugunar og væntanlega sam- ræmd kröfum hins nýja tíma; megin viðfangsefni þingsins verður þó vafalaust það, að velja flokknum nýjan leiðtoga í stað Walters Tuckers, er lét af for- ingjastöðunni, er hann var kos- inn á sambandsþing í síðustu kosningum. Fimm menn muriu bjóða sig fram til flokksforust- unnar og verða það þeir Donald L. W. Hood, 47 ára, Hudson Bay, James Wilfrid Gardiner, 29 ára. Lemberg, sonur James Gardi- ners landbúnaðarráðherra sam- bandsstjórnarinnar, John George Egnatoff, Melfórt, Hamilton Alexander McDonald, 35 ára, Fleming, og Wilfrid Simmie, 47 ára, Saskatoon. Þessir fimm keppinautar létu nýverið til sín heyra á fjölsótt- um fundi í Regina, er samtök ungra Liberala í fylkinu höfðu stofnað til, og ríkti þar að sögn mikill áhugi og mikill ein- drægnisandi. Endurkjörin í bæjarstjórn Mrs. Lillian Hallonquist í síðustu bæjarstjórnarkosn- ingum í Winnipeg, var Mrs. Lillian Hallonquist endurkosin bæjarfulltrúi fyrir 2. kjördeild og hlaut langhæst atkvæðamagn þeirra, er í kjöri voru; er hún mikilhæf kona og ósérhlífin í störfum sínum. Hinn mikli myndasmiður 1 Einar Jónsson frá Galtafelli Á mánudaginn hinn 18. þ. m., lézt á Landsspítalanum í Reykja- vík hinn víðfrægi og-skapandi listamaður, Einar Jónsson frá Galtafelli, ireklega áttræour að aidri; hann fór ungur utan og hóf nám í höggmyndagerð við fjöllistaskólann í Kaupmannahöfn og víðar í stórborgum Norðurálfunnar; fyrsta höggmynd hans, er vakti víðtæka athygli, var Drengur á bæn, en úr því rak eitt listaverkið annað öðru stórbrotnara, svo sem Útilegumaðurinn, og seinni ára meistaraverk hans, Kristsmyndin. Einar Jónsson var að eðlisfari djúpskygn skáldspekingur og svo hreinhjartað göfugmenni, að þar munu fáir hafa komist til jafns við. Árið 1920 kom Einar heim til Islands fyrir fult og alt og bjó í Reykjavík jafnan síðan; lét íslenzka ríkið reisa veglegt hús yfir listaverk hans, er heitir að Hnitþjörgum; þar var heimili hans og vinnustofa; þangað var gott að koma, því að þar ríkti andi ástúðar og hinnar fegurstu eindrægni. Einar var kvæntur danskri fyrirmyndarkonu, er lifir mann sinn og stráði ódáinsblómum á vegferð hans. Lögð af stað til íslands Síðastliðinn mánudag lögðu af stað áleiðis til íslands, þau Mr. Jón Ásgeirsson málarameistari og frú Oddný Ásgeirsson. Mr. Ásgeirsson er ættaður úr Húna- vatnssýslu, en frú Oddný úr Vopnafirði; er nú langt um liðið síðan þau hafa Island augum litið; þau Ásgeirsson hjón njóta almennra vinsælda. Lögberg árnar þeim góðs brautargengis. George A. Frith 98 óra gömul kona fró Hólmavík fór í fyrsta sinn með flugvél í gær Elzti íslendingurinn og senni- lega ein elzla kona í heimi, sem hefir flogið Meðal farþega, sem komu í gærdag með „Skýfaxa“ Flug félags Islands frá Hólmavík til Reykjavíkur, var 98 ára gömul kona, Guðrún Guð- brandsdóttir frá Hrófá í Strandasýslu. Guðrún mun vera elzti Is- lendingur, sem ferðazt hefir með flugvél, en hún er fædd að Kjós í Víkursveit í Strandasýslu árið 1856. Guðrún hefir lengst af búið á Hrófá skammt frá Hólma- vík. Var hún þar fyrst sem ráðs- kona, en síðustu þrjátíu árin hefir hún búið á heimili Þor- geirs Þorgeirssonar bónda á Hrófá. Fyrsta skipti til Reykjavíkur Þegar ákveðið var, að Þorgeir flytti búferlum til Reykjavíkur, óskaði Guðrún eindregið eftir að fá að fylgja fjölskyldu hans, sem hún hefir búið hjá svo lengi. Kemur hún nú til höfuðstaðar- ins í fyrsta sinn nær 100 ára gömul, og virtist hin hressasta, þegar hún sté út úr flugvélinni í gær. Lét hún vel yfir flugferð- inni og furðaði sig á því að vera komin alla leið til Reykjavíkur. Þrátt fyrir þennan háa aldur er Guðrún enn vel ern. Hún hefir ávallt fótavist, les mikið og fylgist vel með því, sem gerist. Hlaut blómvönd Flugfélag Islands færði hin- um aldna farþega sínum fagran blómvönd við komuna til Reykja víkur. Þá var Guðrúnu tilkynnt, að félagið hefði ákveðið að veita henni fría ferð sem elzta Islend- ing, sem ferðast hefir með flug- vél. Auk þess að vera elzti Is- lendingurinn, sem nokkru sinni hefir flogið, er Guðrún senni- lega jafnframt einn af aldurs- forsetum kvenna, sem ferðast hafa með flugvél um víða veröld. —Alþbl., 2. okt. Kjósendur 2. kjördeildar end- urkusu George A. Frith í skóla- ráð í síðustu bæjarstjórnar- kosningum með geisilegu afli atkvæða. Demantsbrúðkaup Hinn 22. október síðastlið- inn áttu hin mætu og vinsælu hjón Finnbogi Guðmundsson og frú Guðrún Guðmundsson að Mozart, Sask., demantsbrúðkaup og var atburðarins minst á heimili Einars sonar þeirra á viðeigandi og virðulegan hátt, enda eru demantsbrúðhjónin vinmörg utan bygðar sinnar sem innan; kom þetta glögglega í ljós, því áminstan dag var saman kominn fjöldi fólks bæði seinni- part dags og að kvöldinu til að votta heiðursgestunum þakklæti og virðingu sína; voru þau hjón- in sæmd mörgúm góðum gjöf- um, auk þess sem þeim bárust bréf og heillaóskaskeyti víðs vegar að. Þau Finnbogi og Guðrún þakka hinum mörgu vinum alla ástúð í þeirra garð og biðja þeim blessunar guðs. Fréttir fré ríkisútvarpi íslands 24. OKTÓBER I gær var fyrsti vetrardagur og var þá hæg norðaustanátt um allt land, léttskýjað sunnan- lands og sólskin víða. Hiti var víðast um frostmark. — Hin ár- lega setningarhátíð Háskólans var haldin í gær og var hátíða- salurinn þéttskipaður stúdent'- um, kennurum og gestum. — Rektor Háskólans, dr. Þorkell Jóhannesson prófessor, flutti ræðu og minntist fyrst starfs fráfarandi rektors dr. Alexand- ers Jóhannessonar prófessors, er átt hefði manna mestan þátt í öllum þeim framkvæmdum, sem blása við augum í háskóla- hverfinu, vék síðan að breyting- um á kennaraliði háskólans og rakti störfin á liðnu ári. Hann ræddi um samningu ís- lenzku orðabókarinnar og sagði að hún yrði að fá meira starfsfé, ef eigi ætti að líða óhæfilega langur tími, þar til hægt yrði að hefja útgáfu hennar, hvað þá að menn gætu haft hennar full not. „Ég fullyrði“, sagði rektor, „að ekkert verk varðandi íslenzk fræði og þjóðmenningu er nú merkara unnið en þetta“. Orða- bók þessi myndi verða almenn- ingi sístreymandi fróðleiks- og menntunarlind og hin sterkasta brjóstvörn fyrir tungu vorri um alla framtíð. — Á s.l. háskóla- ári voru skráðir 744 stúdentar við nám í Háskóla Islands, og luku 86 þeirra embættisprófi á því ári, og í haust hafa um 170 nýstúdentar verið innritaöir. Rektor kvað fyrirsjáanlegt að auka þyrfti húsrými háskólans og virtist honum vænlegast að byggt yrði nýtt hús handa lækna deildinni. Bygging náttúrugripa- safns verður hafin næsta vor. Þrír menn luku doktorsprófi við Háskóla Islands á s.l. ári. 1 lok ræðu sinnar skýrði rektor frá því að heimspekideild há- skólans hefði kjörið Árna Frið- riksson magister heiðursdoktor og lýsti forseti deildarinnar, Einar Ólafur Sveinsson pró- fessor, síðan doktorskjöri. Árni hefur starfað um langt árabil að fiskirannsóknum, ritað um þau efni fjölda ritgerða og er nú framkvæmdastjóri alþjóða- hafrannsóknarráðsins. I gær var og tilkynnt, að for- seti íslands hefði að tillögu menntamálaráðherra s æ m t Pétur Sigurðsson háskólaritara prófessorsnafnbót. Pétur Sig- urðsson hefur verið háskóla- ritari í 25 ár. ☆ Dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra fór á mið- vikudagskvöldið var áleiðis til Parísar og sat þar ráðherrafund Norður Atlantshafsbandalagsins. ☆ Forsætisráðherra Sambands- bandslýðveldisins Þýzkalands, dr. Konrad Adenauer, er vænt- anlegur í opinbera heimsókn til Islands þriðjudaginn 26. október á leið sinni vestur um haf. Hann mun hafa viðstöðu hér frá há- degi til miðaftans, heimsækja forseta Islands og ríkisstjórn og fara til Þingvalla ásamt fylgdar- mönnum sínum. ☆ Vöruskiptajöfnuðurinn við út- lönd var óhagstæður í septem- ber um 10,5 miljónir króna. Inn voru fluttar vörur fyrir 84,1 miljón króna, en út fyrir 73,6 miljónir. Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu 9 mánuði ársins er óhag- stæður um 224,3 miljónir króna. ☆ Heildarfiskaflinn hérlendis frá áramótum til septemberloka var 332.000 lestir, en það er rösk- lega 36.000 lestum meira en á sama tíma í fyrra. Rösklega 147.000 lestir af þessum afla voru frystar, en saltaðar voru rúm- lega 81.000 lestir og í herzlu fóru um 47.500 lestir. Aðeins níu bátar frá Faxaflóa- höfnum stunda nú síldveiðar með reknetum, enda hefur veiði verið lítil að undanförnu. Hins vegar vantar mikið á að veitt hafi verið upp í gerða samninga, og mikið skortir á, að verstöðv- arnar geti talist sæmilega birgar að beitusíld. Landhelgisgæzlan hefur að beiðni Landssambands útgerðarmanna látið leita síldar að undanförnu í Faxaflóa og við Suðurnes til þess að kanna, hvort síldarmagn væri á þessum slóðum, sem duga myndi til þess að hægt yrði að halda á- fram reknetaveiðum. Fannst þá síld út af Reykjanesi og benda líkur til að þar sé síld á stóru svæði. ☆ Hafin er brúnkolavinnsla að Tinduin á Skarðsströnd við Breiðafjörð. Hlutafélagið Kol á námu þessa og hefur samið við Reykjavíkurbæ að selja topp- stöðinni við Elliðaár 3000 lestir af kolum. Kolalögin eru frá 70 sentimetrum upp í 2Vz metra á Framhald á bls. 5 Úrslit Bandaríkja- kosninganna Síðastliðinn þriðjudag fóru fram almennar kosningar til þjóðþingsins í Washington og þótt fullnaðarútslit séu eigi við hendi, er það víst, að Demokrat- ar fengu meirihluta í neðri mál- stofunni; um öldungadeildina er það að segja, að líkur eru á, að þar verði nokkurn veginn jafn- tefli eins og áður var fyrir þing- rof; að því er ríkisstjórakosning- um viðkom, unnu Demokratar stórsigur og fengu kosinn fram- bjóðanda sinn, Averell Harri- man, í New York. I Minnesota var Senator Humprey, Demokrat, endurkos- inn yfir frambjóðanda Republi- cana, Valdimar Björnsson, er þó fékk mikið fylgi. Góðir gestir væntanlegir Árni Eylands, stjórnarráðs- fulltrúi frá Reykjavík, og frú eru væntanleg til Winnipeg um miðjan þenna mánuð. Hafa þau verið á ferð í Bandaríkjunum í boði stjórnarinnar, en dvöldust einnig um hríð í Ottawa í boði Kanadastjórnar. Hér munu þau aftur á móti dveljast sem gestir Þjóðræknisfélagsins. Koma þau hingað frá Mountain, þar sem ráðgerð er samkoma föstudag eða laugardag í næstu viku <12. eða 13. nóv.), dagurinn ekki verið ákveðinn ennþá. Hér nyrðra hafa verið áætlað- ar 3 samkomur, ein í Winnipeg, í Sambandskirkjunni fimmtu- dagskvöldið þann 18. nóv., önnur að Lundum þriðjudags- kvöldið 23. nóv. og hin þriðja í Árborg miðvikudags- eða fimmtudagskvöldið (24. eða 25. nóv.). Verður nánara auglýst um samkomur þessar síðar, þegar endanlega hefur verið ákveðið um þær, og eru menn beðnir aS veita athygli auglýsingum þar að lútandi í næsta eða næstu blöðum. Mun Árni Eylands flytja fyrirlestra á samkomum þessum og sýna kvikmyndir frá Islandi.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.