Lögberg - 16.12.1954, Page 1

Lögberg - 16.12.1954, Page 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT ■ SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ( ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 16. DESEMBER 1954 NÚMER 50 og 51 Lögberg árnar íslenzka mannfélaginu góðra og gleðilegra jóla og farsæls nýárs Þóttur fjárhirðanna „Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar“. (Lúk. 2, 8.) Við sjónum mínum blasir lítil borg. Hún stendur á hrygg mikils fjalllendis, uppi á þremur bungum allstórrar hæðar og utan í henni. Hlíðin er öll í stöllum og hlaðnir grjótgarðar til styrktar þar, sem húsin standa. Þau eru smá, nema kirkjur og klaustur. Tæplega tíu þúsund manns eiga hér heimili sitt. Augu mín líta yndisfagra unaðssjón. Skógarbrekkan með olíuviði, fíkjutrjám, granateplarunnum og Jóhannesartrjám, húsaraðirnar, hvítgráar að lit, en Austurlandahiminninn slær fagurbláum ramma um þessa glæstu mynd. Þetta er borgin Betlehem. Spámaðurinn sagði forðum um hana: „Og þú, Betlehem, þótt þú sért einna minnst af héraðs- borgunum í Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er vera skal drottn- ari í lsrael“. Og, er ég lít þessa fögru hugarsýn, kemur mér frá- sagan forna í hug um ferðlúna fólkið frá Nasaret, er til Betle- hem kom og fékk eigi inni í gistihúsinu og leitaði sér því hælis í gripahúsi. Þar fæddi konan María frumgetinn son sinn, vafði hann reifum og lagði í jötu. Barnsfæðing verður ætíð fagnaðarefni, jafnvel í fjárhúsi, en mun ekki þreyta og áhyggjur hafa leitað í huga þessara ungu foreldra. Síðan beinir frásagan athygli vorri að fjárhirðum nokkrum, sem gættu hjarðar sinnar. Og það var nótt. Frá völlunum er fagurt heim að líta til Betlehem. Virðum fyrir oss, lesandi minn, þessa frásögn. Lítil borg í fjarlægu landi, ferðlúnir for- eldrar við jötustokk, þar sem nýfætt barn hvílir í, fjárhirðar, náttmyrkur. Vér sjáum í henni speglast ástand ísraelsþjóðar- innar. Undirokuð erlendu her- valdi bjó hún við margs konar myrkur. Þessi var viðbúnaður mannanna á hinni fyrstu jóla- nóttu. Og svo lesum vér áfram. „Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá“. Hvílík andstæða. Hræðsla fátækra fjárhirða og dýrð Drottins. Allt fylltist him- neskri dásemd og dýrð. Guðleg birta leikur um vellina og söng- ur himneskra hersveita fyllir loftin. Birta, fegurð, fögnuður einkennir atburðinn. Þessum hirðum ljóma fyrstu geislar frá hinum rísandi degi Drottins. Var nokkur furða, þótt þessir menn yrðu hræddir? En nú hljómar rödd engilsins. „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs“. Því oftar, sem ég les eða heyri þessi orð, því nær finnst mér ég komast rökum þessa lífs. Því lengur, sem ég ber saman jarð- neskan þátt þessarar frásögu og hinn himneska, því betur þykir mér eiga við að líkja fæðingu Krists við sólarupprás eftir langa og dimma nótt. Því nær, sem ég í barnslegri einlægni reyni að líta jötuna, því nær stend ég uppsprettu lífsins. Þessi þáttaskil mannlegrar sögu, þessi dýrð Drottins, þessi fæddi Frelsari minn vekur mér lotn- ingu í huga og fögnuð í hjarta. Hann er merkilegur þátturinn fjárhirðanna, einstakur og um leið stórkostlegur. Vér heyrum það frá þeim síðast, að þeir héldu til jötunnar að tilvísan engilsins, fundu barnið og urðu þess vitni, að þeim var frelsari fæddur. Og þeir fara burt og skýra mönnum frá atburði þess- um, svo að allir undiruðust. En sjálfir vegsömuðu þeir og lofuðu Guð fyrir allt, er þeir höfðu heyrt og séð, eins og sagt hafði verið við þá. Brátt eru liðin tvö þúsund ár frá atburðum þessum. 1 minn- ingu um fæðingu Frelsarans, er engill Drottins boðaði óttaslegn- um fjárhirðum, hefur um alda- raðir verið efnt til hátíðar. Hún hefur verið nefnd hátíð ljóss og kærleika. Tilhlökkuii og eftir- vænting ríkir nú í hugum manna í stað hræðslunnar áður. Á allan hátt reyna menn að láta ljóma dýrð umhverfis sig á jól- um. Ljós eru tendruð og söngv ar sungnir. Gjafir gefnar og gleðióskir tjáðar. Vel sé öllum þeim, sem gleðja vilja og gefa í sannri minningu um fæðingu barnsins í Betlehem forðum. Vér skyldum þó varast alla minningu, ef vér eigi munum. Forðast allan fögnuð, nema efni séu til. Ferðlúnir foreldrar, lág hreysi, fátækir fjárhirðar, undirokuð þjóð, myrkar nætur í mann- heimi. Allt þekkist það enn í dag. Því skyldum vér eigi þeim þættinum gleyma á jólum kom- andi. Hún varð sögurík nóttin helga í lífi fjárhirðanna. Árroði nýrrar aldar birtist þeim við beð barns ins. Frelsari hafði þeim fæðst. Það var þeirra jólaboðskapur Það varð þeim uppspretta fagn- aðar og þakkargjörðar. Þeirra þáttur er einnig verður til varð veizlu. Lesandi minn, var nokkru sinni dimmt um nótt í þínu lífi? Hefur birta Drottins ljómað hið innra með þér? Varðar þig nokkru það, sem engill Drottins hafði að segja fjárhirðunum? Öllum lýðnum skyldi veitast fögnuðurinn mikli, einnig þér og mér. Hyggst þú halda jól, án þess að þekkja tilefni þeirra og boðskap? Getum vér haldið jólin heilög án reynslu fjárhirðanna? Fæðing Krists Drottins vors á jörðu er mikið fagnaðarefni. Lí ' hans varð oss þó meira virði Einn hátíðisdagur er og gleði- legur. Allt líf vort er þó þyngra á metunum. Enginn velur einn dag til öndunar sérstaklega Fjarri er oss að matast aðeins einu sinni á ári. Miklu mikil- vægari er samt Kristur oss, en jafnvel matur og loft. Það er stundlegt. Hann er eilífur. Jólin eru oss hátíð, því að þá minn umst vér fæðingar Frelsarans, Þá kom ljós heimsins. En ljósið er oss einskis nýtt, ef birtu þess bregður að hátíð lokinni. Koma Drottins á jörðu hér er fagnaðar- efni, af því að í honum höfum vér líf og ljós. 1 hans nafni varð veitum vér hin varanlegu jól. Drottinn gefi öllum þá náð á þessum jólum, að dýrð hans ljómi umhverfis þá. Drottinn gefi oss einnig innri birtu og fögnuð. Þá verður ljúft að tendra ljósin sem tákn þess JAKOB JÓH. SMÁRI: JÓLAHUGSANIR Hve djúpan frið hún færir, hin forna, helga sögn, og andann alltaf nœrir með orði sínu og þogn. Hún dula sögu segir um sveitir himna-ranns; í hennar orðum eygir þú auð og veldi manns. Ei gulls né gimsteins baugum var gæddur Mannsins Son; í blíðum barnsins augum skein björt hin æðsta von. Það allt, sem æðst í heimi og indœlast er til, fer dult, sem smábarn dreymi um dægra og ára bil. 1 svína og sauða jötu var Sannleik boðið rúm; — hann gengur sína götu í gegnum birtu og húm. Hún hófst á kærleiks-kossi, sú kvalafulla leið; — hann lífi lauk á krossi, sem léttir allra neyð. Þótt sannleiks kynja-kraftur sé krossfestur um hrið, hann rís upp ungur aftur, er ofar rúmi’ og tíð. Hve háan frið hún færir, hin foma, helga sögn, og andann endurnærir með orði sínu og þögn. —Jólablað VÍKINGS 1953 Jól hjá afa og ömmu ljóss, er í sálunni býr. Þá verður gott að gefa, því að kærleiksgjöf Guðs í Jesú Kristi knýr oss til að veita og öðrum með osö. Innan skamms munu hljómar kirkjuklukkna berast um víða veröld. Þær kalla: Komið, komið Kristi að fagna. Myrkur mun víkja í bústöðum manna. Drott- inn gefi, að svo verði einnig hið innra með oss öllum. Hann varð- veiti yður ..á glaðri göngu frá helgri hátíð inn um dyr hins komandi árs með Frelsarann að förunaut. 1 orðum engilsins er fólginn hinn eini, sanni boðskap- ur kristinnar jólahátíðar: „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs“. Það er bæn mín, að boðskapur þessi fylli hjörtu yðar öllum fögnuði og styrki yður í trú á Krist, sem einn getur gefið hin gleðilegu jól, er ég óska yður öllum. Bragi Friðriksson Jólasöngvar Fátt er það, sem hugann gríp- ur dýpri tökum en jólasálmarnir og söngvarnir; dulrænn friður fyllir hjörtu mannanna við óm- inn af Heims um ból og í Betle- hem er barn oss fætt og þá hljómar í meðvitundinni: Sjá, alt er orðið nýtt því hið fyrra er farið. Jólin eru mesta fagnaðarhátíð- in, sem kristnir menn hafa eignast; höldum þau heilög í hjartanu og látum boðskap þeirra berast frá sál til sálar! Ritstörf dr. Richards Beck 1 „Grand Forks Herald“ birtist þ. 26. nóvember eftirfarandi um- sögn um ritstörf Richards Beck: Ritsmíðar eftir dr. Richard Beck, prófessor í norrænum fræðum og forseta erlendu tungumáladeildarinnar við ríkis- háskólann í Norður-Dakota (University of N. Dakota), hafa undanfarið komið út í þjóðkunn- um fræðiritum. Hann var meðhöfundur yfir- lits um amerísk rit um norræn efni, sem birtist í „Scandinavian Studies“, málgagni Félagsins til eflingar norrænum fræðum (The Society for the Advancement of Scandinavian Study). Fyrir sama rit samdi hann ritdóma um „Norwegian Literature in Medieval and Early Modern Times“ eftir Próf. Theodore Jorgenson við St. Olaf College og um „Specimens of Icelandic Metrical Romances“ eftir Sir William Craigie við Oxford. 1 hausthefti „The American Historical Review“ (málgagni Ameríska Sögufélagsins) átti Dr. Beck ritdóm um „The Age of the Sturlungs" (Sturlunga- öld) eftir Próf. Einar Ól. Sveins- son við Háskóla Islands. Sex rit- fregnir eftir dr. Beck um Norð- urlandabækur birtust einnig í hausthefti „Books Abroad“, al- þjóðlegu bókmenntariti, sem University of Oklahoma stendur að. Stjáni litli sat á dúnmjúka, rósótta og fallega gólfteppinu og hafði um sig hrúgu af jólagjöf- um. Allt í einu setti hann upp ólundarsvip, var niðurlútur og fór að kjökra. Hvað er þetta, sagði mamma hans, ertu að kjökra? Heldurðu að þú megir skæla á sjálfa jóla- nóttina? Hvað gengur eiginlega að þér? Hann Bjössi fékk fallegra, sagði Stjáni ólundarlega. Ég er nú alveg hissa! sagði mamma hans. Ertu ekki ánægð- ur með allar fallegu jólagjafirn- ar þínar? Líttu nú bara á! Skoðaðu það sem þú hefur fengið! Á ég að segja þér sögu af jólunum hjá afa og ömmu, hvernig þau héldu jól og hvaða jólagjafir börnin þeirra fengu? Sjáni færði sig til mömmu sinnar og það gerðu hin börnin líka. Þau vildu gjarnan hlusta á söguna. Sagan var á þessa leið: Afi og amma áttu heima í sveit, lengst inni í afdal. Húsið þeirra var lágur og lítill torf- bær. Veggirnir voru úr torfi og grjóti og torfgólf var einnig í baðstofunni. Þakið var líka úr torfi og því haldið uppi af röft- um, og milli raftanna sást alls staðar í torfið. Þar voru engin falleg húsgögn eins og hér hjá okkur, ekki píanó, engir stólar, ekki útvarp né sími, engin mál- verk á veggjunum, engir fallegir ljósahjálmar, ekki einu sinni falleg borð, heldur aðeins eitt lítið og ómálað timburborð við gaflinn í öðrum enda baðstof- unnar, á milli rúma afa og ömmu. 1 baðstofunni voru engin raf- magnsljós, heldur aðeins litlir olíulampar, og i eldhúsinu, sem allt var úr torfi, var engin elda- vél, heldur aðeins hlóðir, sem gerðar voru úr steinum, á þá voru pottarnir settir, þegar mat- urinn var eldaður, og eldiviður- inn var svörður eða sauðatað. Og afi og amma áttu ekki nein veru- lega falleg föt og skórnir þeirra voru ekki skínandi fægðir eins og okkar. Þeir voru heimagerðir úr sauðaskinnum. Nokkrar vikur fyrir jólin not- aði amma alla stundir, sem hún var ekki við hin venjulegu heimilisstörf, til þess að kemba ull, spinna og prjóna. Og þegar afi kom inn frá gegningum, var búinn að sinna skepnunum, þá fór hann einnig að prjóna. Og hvað haldið þið nú, að þau hafi verið að prjóna? Þau voru að prjóna litla sokka, litla vettlinga og litla íleppa í skóna. llepparnir og vettlingarnir voru oftast með fallegum, rauðum og bláum röndum, og stundum prjónuðu þau líka litla hálstrefla. Og svo bjó amma til fallega krakkaskó úr sauðskinni og bryddi þá með hvítu eltiskinni. Og hvað átti svo að gera við alla þessa. sokka, vettlinga, íleppa og skó? Þetta var geymt til jólanna. Þetta voru jólagjaf- irnar, sem börnin fengu, en svo fengu þau líka ofurlítið fleira. Rétt fyrir jólin gerði amma eins vel hreint í baðstofunni og hún frekast gat, og hið síðasta, sem hún gerði á aðfangadaginn var að þvo börnunum um höf- uðið. — Stundum voru krakk- arnir hálf óþæg og vildu ekki láta þvo sér um höfuðið. Þá sagði amma þeim, að það kæmu fallegar gullnálar í hárið þeirra, þegar búið væri að þvo það, og þá vildu börnin láta þvo sér um höfuðið til þess að þau fengju gullnálar í hárið. Þessar gull- nálar, sem amma talaði um, voru auðvitað sum hárin, sem glóðu eihs og gull á ljóshærðu gló- kollunum, þegar hárið var orðið vel hreint. Svo kom afi inn frá gegning- um. — Hann hafði fataskipti og jvoði sér, og nú var öll fjöl- skyldan búin að þvo sér og klæðast beztu fötum sínum. Öll fjölskyldan settist svo á rúmin og afi tók fram stóra bók og las í henni um Jesúbarnið, sem fæddist á jólunum og var lagt í jötu í fjárhúsi, af því að móðir aess gat ekki fengið aðra gist- ingu. — Hann las einnig um vitringana, er þeir sáu stóru fallegu stjörnuna, er vísaði aeim á fæðingarstað jólabarns- ins. Og þar var líka sagt frá fjárhirðunum, sem heyrðu engla söng, og englarnir sögðu þeim hvar jólabarnið væri. v Þegar afi var búinn að lesa, þá sungu þau, afi og amma, jóla- sálm, og börnin reyndu að syngja líka. Þannig varð að fagna jólunum, áður en hugsað var um mat og jólagjafir, en svo kom líka fögnuðurinn. Nú voru teknar fram allar jólagjafirnar, sokkarnir, skórnir, vettlingarnir og ílepparnir. Og svo fengu þau sitt kertið hvert, en kertastjak- arnir voru ekki annað en lítil fjöl. 1 annan enda fjalarinnar vor borað gat fyrir kertið, hinn endinn var tálgaður mjór og honum svo stungið inn í vegg- inn'hjá rúmum barnanna. Börn- in fengu ýmsar sætar kökur, lummur, pönnukökur, kleinur, laufabrauð, jólabrauð og fleira. Svo fengu þau hangikjöt, nokk- uð af bringukolli, magáli, sneið af súrsuðum lundabagga og fleira þess háttar, einnig flat- brauð og pottbrauð og smjör- sneið. Allt þetta fengu þau venjulega í ofurlítinn kassa, sem hvert þeirra átti út af fyrir sig. Þetta gátu þau átt til margra daga og var það ekki lítill feng- ur, því að þau voru ekki ævin- lega vel södd. Með sætabrauðinu fengu þau súkkulaði. Og hvernig haldið þið svo að hafi legið á börnunum hjá afa og ömmu, þegar þau voru búin að fá þessar jólagjafir, sem allar voru þó heima unnar, súkkulaðið, kökurnar, allan mat- inn og kertin, og búið var að kveikja á þeim og koma þeim fyrir hjá rúmum barnanna. Þá fannst börnunum torfbaðstofan vera orðin dýrðleg höll, þar var bjart og hlýtt, þeim fannst þau vera rík, og þau ljómuðu af fögnuði og gleði. Og ánægja barnanna gerði afa og ömmu líka hamingjusöm. Hvernig haldið þið nú að þess- um börnum hefði geðjast að því að vera hér í þessari stofu, sem er björt og skrautleg, og að fá allar gjafirnar, sem þið eruð búin að fá? Þeim hefði fundizt þau vera komin í aðra veröld, haldið líklega að þau væru kom- in til himna.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.