Lögberg - 17.02.1955, Page 2

Lögberg - 17.02.1955, Page 2
2 LÖGBEHG, FIMMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1955 JÓN KRISTGEIRSSON, kennari: Ferðamolar í Ameríkuferð í raun og sannleika er ekki alveg hægt að verjast þess, að láta sér bregða í brún, eða jafn- vel að verða hálf gramur við að kynnast því, hversu lítið er kennt um ísland í skólum vest- an hafs, og hversu menn þar al- mennt eru fáfróðir um land okkar og þjóð. En bæði er það, að land þeirra Vestanmanna er víðlent mjög og fjölbyggt og gefur því æðimikið námsefni, og hins vegar höfum við sjálfir, að svo miklu leyti, sem ég þekki til, ekki gert neitt til þess að reyna að koma smákafla inn í kennslu- bækur þeirra, eða á annan hátt unnið að því að lands okkar væri lítið eitt getið þar í skólum. Þó hygg ég, að þetta væri vinn- andi vegur. Ég hefi átt tal um þetta við ýmsa skólamenn hér, og mun athuga það betur áður en ég hverf heim. Vert er þó að geta þess, að íslandi eru gerð góð skil í nýrri alfræðibókum, mig einstöku sinnum hér í álfu, að Eskimóar eru nefndir í sam- bandi við land mitt og þjóð. Ég reiðist því. Og veit ég ekki af hvaða ástæðum. Því að Eskimóar eru mesta heiðursfólk, og okkur hvítum mönnum ferst ekki að státa mikið í sambandi við þá. Ég kom eitt sinn inn í kennslu- stofu, þar sem fríð kennslukona var að kenna 16 ára unglingum teikningu. Þetta var auðsjáan- lega góður bekkur. Börnin voru falleg og mennileg. Ég sagði kennslukonunni, að hún hefði sömu vinnubrögð og Unnur Briem í Miðbæjarskólanum heima. Hún tók því vel og hélt allmikinn ræðustúf um hve Eskimóar væru listfengir í mörg- um greinum. T. d. væri skinn- klæðagerð þeirra alveg frábær, og ýmislegt fleira taldi hún upp þessum „löndum“ mínum til enskum. Komið hefur það fyrir ágætis. Auðsjáanlega til að geðj- ast mér og sýna að hún var ekkert blávatn. Að því loknu bauð hún mér að segja bekknum eitthvað heiman að frá mér. Þáði ég það, og börnin fengu leyfi til að spyrja mig á eftir. Tíminn leið fljótt, og þegar hringt var út vissu börnin á- reiðanlega að engir Eskimóar eru á íslandi, og hafa aldrei verið. Þetta var hin ánægjuleg- asta stund. Annars ætti þetta Eskimóatal .í þessu sambandi ekki að vera neitt undrunarefni. Því að þeir, sem ekkert vita um ísland, en muna að það liggur á svipaðri breidd og mikill hluti Grænlands, Alaska og nyrztu héruð Canada, sem allt er meira og minna byggt Eskimóum, þá er ekki nema rökrétt að álykta, að þeir séu einnig á íslandi. Og hið veglega nafn lands okkar bendir líka í þessa átt. Það er varla von að menn átti sig á því, að það er líklega Golfstraumur- inn, sem gerir aðallega babb í bátinn. Segja má að margvíslegar að- ferðir megi hafa við landkynn- ingu, sem margir ræða heima fyrir. Síðastliðinn vetur gerðu telpurnar í bekk, sem ég kenndi, 12 ára C í Miðbæjarskólanum, stóra brúðu klædda íslenzkum búningi. Allar kennslukonur skólans lögðu þar sitt til. Svo að þessi brúða varð mesta meistaramynd. Brúða þessi var því næst send til einnar greinar af UNSCO í New York, sem hefir það takmark að efla kynn- ingu og vináttu allrar æsku. Brúðan var sett á sýningu eða bazar, sem sambandið hélt þar í borg á munum frá fjölda þjóða í marz s.l. Hún fékk þar verðlaun sem einn af 10 beztu sýningar- mununum. En ég hefi frétt síðar, að hún hafi verið talin af mörg- um einna bezti gripurinn þar. Eftir að verðlaunin voru komin í vor, skrifaði ég til þessa sam- bands og sendi mynd af bekkn- um mínum, og var ég með á myndinni ásamt stráknum mín- um. Tvær konur hafa daglega framkvæmdastjórn þessa fyrir- tækis. Þegar ég var í New York í haust heimsótti ég skrifstofu þeirra. Önnur frúin var þar við- stödd. Ég þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að kynna mig. Frúin þekkti mig strax af mynd- inni, er ég hafði nefnt ísland, og spurði, hvort ég væri með dreng- inn með mér. Ég sýndi henni engin meðmæli. En hún reyndist mér hinn bezti leiðtogi í borg- inni, og greiddi götu mína á margan hátt. Fór með mig til Sameinuðu þjóðanna, og kynnti mig fyrir mörgum menningar- frömuðum, og veitti mér aðgang að ýmsum menningarstofunum. hvergi komið nærri. Samt hlýt ég iaunin, en þær fá ekkert. Sá uppsker, sem ekki sáir, en hinn, sem unnið hefur til launanna, er settur hjá. Það er gert ráð fyrir, að stofnun þessi starfi áfram á svipaðan hátt og haldi við og við sýningu og bazar á munum, sem börn og unglingar ýmissa þjóða búa til. Frúia lét í ljósi áhuga á því að áframhald gæti orðið á þátttöku íslend- inga í því. Gat hún um dálítið breytt fyrirkomulag á því, þann- ig að framleiddir væru margir hlutir, sem hægt væri að selja. Verðinu yrði skipt á milli fram- leiðandans og stofnunarinnar, sem þá fengi ofurlítið upp í reksturskostnað. Engin skilyrði eru sett, nema að hlutirnir séu gerðir af börnum eða ungling- um ,og séu seljanlegir. Það koma því til greina bæði ódýrir hlutir á 1—5 dali og eitthvað af mjög vönduðum, dýrari hlutum. Rétt er að hver hlutur sé greinilega merktur nafni og heimilisfangi Velkomnir íslendingar. . . á hið þrítugasta og sjötta ársþing Þjóðræknisfélagsins, 1955. Þökk fyrir góð viðskipti og minnist að okkur er enn að finna að 276 Colony St. (og St. Mary's) HAMINGJUÓSKIR . . . til íslendinga í tilefni af 36. ársþingi þjóðræknisfélagsins, sem haldið verður í Winnipeg, 21 .-23. feb. 1955. Lítið inn til okkar ef þið hafið tíma VARIETY SHOPPE LOVISA BERGMAN PHONE 74-4132 630 NOTRE DAME AVE. og 697 SARGENT AVE. HAMINGJUÓSKIR . . . til íslendinga í tilefni af 36. ársþingi þjóðræknisfélagsins, sem haldið verður í Winnipeg, 21 .-23. feb. 1955. • NATIONAL MOTORS 0A BLOOD BANK SPACE CONTKIBUTEO Eginlega hefði ég ekki þurft nein meðmælabréf þangað í borgina. Brúðan var mér næg meðmæli, þótt ég hefði raunar ekkert til hennar lagt. Svona fer heimurinn oft að því að útdeila verðlaunum sínum. Telpurnar 4-og^kennslukonurnar höfðu borið veg og vanda af brúðunni, en ég BALDWI NSON'S SHERBROOK HOME BAKERY Phone 3-6127 Cor. Ellice and Simcoe WINNIPEG LIMITED Seljum sem fyr Mercury, Lincoln og Meteor BIFREIÐAR 276 COLONY STREET WINNIPEG Sími 72-2411 DREWRYS MANITOBA D I V I $ I 0 N WESTERN CANADA BREWERIES L I M I T E D MD-352 'Wkett íh WINNIPEG Do as wise Winnipegers do! Buy your electrical appliances at City Hydro’s Showrooms. There you can see the very latest in all the electrical appliances that give you so much comfort and convenience in your home. A new electrical range, refrigerator, automatic washer and dryer, vacum cleaner, floor polisher or any other electrical appli- ance, large or small, is backed by City Hydro’s Appliance Service Organization, the largest in the city, to assure you satisfactory, trouble-free use of your appliances. PORTAGE, east of Kennedy PHONE 96-8201 Stjórn og starsfólk Safeway búðanna býður gesti, sem koma á hið þrítugasta og sjötta ársþing Þjóðræknisfélagsins vel- komna og væntir að þeir njóti mikillar ánægju af heimsókninni. SAFEWAY CANADIAN SAFEWAY LIMITED

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.