Lögberg - 12.05.1955, Page 2

Lögberg - 12.05.1955, Page 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. MAÍ 1955 HERMANN FREYBERG: INJUNA — drottnari frumskóganna 17NDA þótt vísindamönnum " hafi tekizt að ráða marga ieyndardóma náttúrunnar, eru lifnaðarhættir þess dýrs, sem lengi var álitið vera tengiliður milli manna og dýra (sumir halda það jafnvel enn þann dag í dag), górilla-apans, öllum jafn- mikil ráðgáta. Það er alls ekki auðvelt að nálgast bústaði fjallagórillunn- ar, sem er tiltölulega meinlaus apategund, en þó er miklum mun erfiðara að hafa uppi á felustöðum hinnar stórvöxnu skógargórillu. Síðast, er leið mín lá um frönsku nýlenduna Gabun á vesturströnd Afríku, heyrði ég sagt frá negraflokki, er byggi á sömu slóðum og skógarrisar þessir hefðust við á stórhópum saman. Mér tókst að finna flokk þennan, vinna bug á tortryggni hans og fá nokkra menn úr hon- um til leiðsögu inn í frumskóg- inn, sem var þarna lítt kannað- ur og hinn versti yfirferðar. Fer hér á eftir stutt frásögn af því, sem fyrir mig kom í þeirri för. N'gagi, boðberi morgunsins Það ríkir nótt í frumskógin- um, sem hylur hinar víðáttu- miklu sléttur Kongóhéraðsins, Kameruns og frönsku Mið- Afríku eins og dökkgrænn, ó- kleifur múrveggur. Myrkrið er svo svart, að manni finnst það hljóti að vera hægt að sneiða það niður með hníf. Andrúmsloftið er þykkt og mettað rotnunarþef, og maður á erfitt með að anda því að sér undir moskítónetinu. Maður hrekkur allt í einu upp frá því að vera mitt á milli svefns og andstyggilegrar martraðar við það, að óhugnan- legt öskur rýfur þögn skógar- víðáttunnar. Röddin er geysilega sterk og villt. Er það mannsrödd eða rödd einhverrar af þeim ó- vættum frumskógarins, sem negrarnir trúa statt og stöðugt að eigi þarna heimkynni sín? Maður er allt í einu glaðvakn- aður og skimar út í drungalegt umhverfið, þar sem farið er að votta fyrir dagskímunni. Maður veit, að þótt ekki sjáist enn votta fyrir himinblámanum og lauf- þakið hvelfist yfir mann, grá- grænt, grafkyrrt og þjakandi, eru fyrstu geislar glóðheitrar Afríkusólarinnar farnir að verma efstu brúnir fjallanna. Hið drynjandi öskur, sem hljóm- aði gegnum frumskóginn, var nefnilega boðberi þess. Ægilegt, hvellt og andstyggi- legt öskur, sem ekki verður líkt við neitt mannlegt hljóð, er kveðjan, sem foringi hvers gór- illuflokks flytur fyrstu skímu dagsins. Frumskóganegrarnir segja, að þetta sé fyrsta hljóðið, sem rjúfi hina djúpu og ægi- legu þögn hitabeltisnæturinnar, og því kalla þeir hann, þennan risavaxna skógarmann, sem allir óttast, N’gagi, „boðbera morg- unsins“. En enginn, sem ekki hefp- sjálfur heyrt þetta öskur, morgunkveðju górillaapans, get- ur gert sér í hugarlund óhugn- anleik þess náttúruhljóðs. Ég hef oft heyrt þetta öskur, | bæði í frumskógum Gabuns, Kameruns og Kongos. Enda þótt það vekti hjá mér óstjórnlega skelfingu, sérstaklega í fyrstu skiptin, sem ég heyrði það, skelfingu, sem hvítir menn læra fljótt að sigrast á, en negrarnir aldrei, fylgdi þó skelfingu minni í þetta skipti nokkur ánægja, því að nú vissi ég, að þetta sjald- gæfasta og dýrmætasta villidýr Afríkuskógarins, sem ég hafði svo lengi leitað að og vonazt eftir að finna, var loksins á næstu grösum. Nú var um að gera að yfirgefa náttstaðinn sem fyrst, án þess að borða morgun- verð, og hraða förinni í áftina þangað, sem öskrið heyrðist, því að annars væru górillurnar brátt allar á bak og burt, og þá yrðum við gnn að leggja á okkur frek- ara erfiði og baráttu, fleiri daga og nætur í þessu rökkvaða, loft- iTla skógarvíti. * INJUNA — skógarmaðurinn risavaxni Aldrei mun ég gleyma þeirri stundu, er ég sá górilla-apa í fyrsta sinn. Síðan eru liðin nokkur ár, en oft dreymir mig þá stund, þegar ég sef í ein- hverju gistihúsinu, og þá hrekk ég upp æpandi. Ég var staddur í frumskógum Gabuns með skógarhöggsmönn- um. Dag einn gekk ég inn í skógarþykknið, til þess að líta á okoumetrén, sem svonefndur gabunviður er unninn úr. Gagn- stætt venju minni var ég vopn- laus. Ég gekk áfram eftir breið- um veginum, sem ruddur hafði verið, til þess að flytja eftir stór- viðinn, skoðaði trén og gætti þess ekki, hve langt ég var kominn, svo brátt var ég kominn lengra inn í skóginn en ég hafði ætlað. Allt í einu sá ég eitthvað, sem líktist manni inni í grágrænu rökkrinu. Ég skyggndist betur um, þar sem ég hélt, að mér hefði missýnzt. En það, sem þar stóð, ef til vill tuttugu metra frá mér, reyndist vera risavaxið, hræðilegt villidýr. Þéttur, grá- svartur hárlubbi lafði niður af öxlum þess. Þegar augu mín höfðu vanzit skógarrökkrinu nægilega, greindi ég einnig and- litið. Það starði á mig, líkast andliti villimanns, afmynduðu af bræði, nema hvað það virtist helmingi stærra. Og nú komst skyndilega hreyfing á þetta kaf- loðna, risavaxna vöðvaflikki. Ég greip til þess eina ráðs, sem ég átti völ á í þessum kringum- stæðum, ég sneri við og hljóp í áttina til bækistöðva minna. Og þá var eins og ég heyrði hljóð- látt fótatak nakinna ilja á eftir mér. Ég hljóp eins og ég ætti lífið að leysa. En þegar ég leit sem snöggvast um öxl, eftir hér umbil fimmtíu skref, sá ég grá- an skugga fyrir aftan mig, sem gat ekki verið fjær en sem svar- aði nokkrum metrum. Var til nokkurs að hlaupa? að voru tæpast meira en fjórir metrar milli mín og vilíidýrsins, og ég bjóst við, að á næsta augna bliki mundi þessi loðna ófreskja ráðast á mig. En í því skjátlaðist mér. Um leið og ég nam staðar, nam gór- illan einnig staðar. Stór, kringl- ótt og dökk augu, sem illskan leiftraði úr, störðu á mig. Þarna stóð ófreskjan með dinglandi handleggi, vaggandi skrokk og geiflandi kjaftinn. Ég hörfaði aftur á bak, skref fyrir skref, og górillan fylgdi mér eftir. Öskrin, sem hún rak upp, urðu sífellt háværari og illúðlegri. Ég nötr- aði af ótta við að verða kraminn til bana af þessum geysidigru handleggjum. Ég sneri við í snatri og stökk af stað, og ófreskjan fylgdi mér enn eftir. Og þá, er apinn hafði rétt náð mér í annað sinn, flaug mér í hug, hvað orðið gæti mér til bjargar. Ég sneri við í skyndi, en nú beið ég ekki eftir honum eins og í fyrra skiptið, heldur gekk til móts við hann og öskr- aði á hann eins og raddbönd og lungu þoldu. Og það heppnaðist, þótt ég tryði því varla. Nú var það apinn, en ekki ég, sem hörf- aði skref fyrir skref aftur á bak. Mér óx kjarkur. Ég hafði heyrt, að górillur réðust mjög sjaldan á menn, en flýðu frekar, ef þær hefðu veður af þeim. Að minnsta kosti dró þessi górilla sig í hlé og hvarf inn á milli skógar- trjánna. Þessi fyrsti fundur minn við górilla-apa vakti hjá mér löng- un til þess að kynnast nánar lifnaðarháttum þessara tröll- vöxnu apa. Þegar ég kom aftur til bækistöðva minna, sendi ég eftir höfðingja Babúnóanna. Hann fræddi mig á því, að Babúnóarnir. litu á górilla- apana sem menn, sem útlæga bræður sína. Þegar ég bað höfð- ingjann að lána mér nokkra menn, þar sem ég ætlaði á górilluveiðar, færðist hann á- kveðið undan því. Hann reyndi að gera mér ljóst, að það væri miklu betra að fara á fílaveiðar, þar sem upp úr því væri þó eitthvað að hafa; mikið kjöt handa ættflokki hans og dýr- mætt fílabein handa hvíta herr- anum. En ég lét næsta lítinn áhuga í ljósi fyrir fílaveiðum. Ég vildi fyrst leita fylgsna gór- illanna, til þess að geta sjálfur athugað lifnaðarhætti þeirra úti í náttúrunni. Hafði þessi stóri górilla-api, sem elti mig, kann- ske ekki verið að athuga mig á sinn hátt? Hann gat auðvitað ekki hugsað. En ég hafði að minnsta kosti aldrei orðið þess var hjá öðrum dýrum, sem egnd höfðu verið upp, að þau hættu af eigin hvötum að elta fórnar- dýr, sem þau hlutu að finna, að þau hefðu í fullu tré við. Ogolo, höfðinginn, var hinn þverasti. Hann sagði, að górilla- aparnir, Injunarnir, eins og þeir voru kallaðir þarna, nytu vernd- ar voldugs Ju-ju og mundu hefðna sín grimmilega, ef þeir væru ofsóttir með skotvopnurn, og hann lét mig skilja það á sér, að hann og töfralæknir hans vissu vel, hvar górillurnar væri að finna. Ég stakk upp á því, að hann sendi eftir töfralækni sín- um og svo skyldum við þrír ræða málið. Hann féllst á það. Töframaður Babúnóanna Eno var greindarlegasti og slungnasti náunginn, sem ég hef nokkru sinni fyrirhitt meðal innfæddra manna. Þegar ég tók eftir slægðarbrosinu á honum, sem stakk gersamlega í stúf við þvermóðskufullan munnsvipinn á höfðingjanum, skildist mér strax, að þar hefði ég eignazt bandamann. — Töframaðurinn settist á hækjur sínar við varð- eldinn hjá Ogolo og mér, og stundarkorn var alger þögn. Ég kveikti mér rólega í sígarettu, þótt ég þráði ekkert heitar en hafa hraðan á, og beið. Ég lézt ekki taka eftir, hversu græðgis- lega þeir störðu á sígarettuna mína. Loksins, er hún var nærri því uppreykt, tók ég fimmtíu stykkja kassa upp úr vasa mín- um og henti sinni sígarettunni til hvors þeirra. Það var Eno, sem loksins rauf þögnina. — Sno er hinn góði faðir gór- illanna, sagði hann á mállýzku, sem var sámansett úr máli Babúnóanna og portúgölsku- blendingi. — Hann talar við hinn gamla höfðingja hinna týndu bræðra sinna og segir þeim, hvar þeir geti fengið nóg að borða. Ég stakk tipp á við hann, að hann tæki mig með sér og sýndi mér, hvernig hann talaði við górillurnar. Hann sagði, að það gæti hann ekki, nema Ogolo leyfði það. Þá bar Ogolo sjálfur fram uppástungu. Ef ég lofaði því, að skjóta ekki á górillurnar, mætti Eno taka mig með sér til þeirra og sýna mér lifnaðar- hætti þeirra. Auk þess yrði ég að skjóta fíla handa þorpsbúum og gefa Eno og sjálfum honum „mikið, mikið tóbak“ og værðar- voðir í ofanálag. Hinum fylgdar- mönnunum yrði ég líka að borga með tóbaki og værðarvoðum. Ég hefði lækkað mikið í áliti hjá þeim, ef ég hefði strax geng- ið að öllu þessu. Því hófust nú langar umræður og samningar. Ég áskildi mér rétt til að beita vopni, ef á mig yrði ráðizt. Auð- vitað varð að semja vandlega um þýðingu hugtaksins „mikið, mikið tóbak“ og einnig um tölu værðarvoðanna. Og þegar ég skreiddist inn undir moskító- netið, vissi ég, að daginn eftir mundi ég fara þá för, sem skemmtilegust yrði og um leið hættulegust allra ferða minna í Afríku. Hjá drotlnara frumskógarins Sólin skein í heiði, en inni í hinu draugalega, grágræna rökkri • skógarþykknisins var mér sú staðreynd ljós af því einu, að þjakandi svækjuhitinn þröngvaði svitanum út um hverja einustu svitaholu á lík- ama mínum. Eno brauzt í gegn- um kjarrið á undan mér, og á eftir komu burðarmenn með byssur mínar, nesti, eldunartæki og tjald. Eno var furðu leikinn í að brjótast gegnum þennan villi- gróður, sem virtist nærri því óyfirstíganlegur. Þetta var geysi lega erfið för. Vafningsjurtir og trjákrónur mynduðu fast að því órofið þak yfir höfðum okkar. Dauðaþögn ríkti. Þannig liðu margar stundir. Þá komum við allt í einu í rjóður, og brenn- heitir sólargeislarnir skína aftur á okkur. Ég gef strax fyrirskip- un um að tjalda. Jafnvel hina dvergvöxnu negra langar lítið til að halda lengra inn í frumskóg- inn þennan daginn. Við búumst því til nætur dvalar. Ég læt opna nokkrar niðursuðudósir og mat- reiða saðsama máltíð. Síðan fæ ég mér bragð úr viskíflöskunni og leggst því næst í rúmið mitt í litla tjaldinu. Negrarnir leggj- ast á strámottur. Mig hafði dreymt eitthvað hræðilegt. Ég opna augun með erfiðismunum. Mér liggur við að æpa, því að eitthvað kalt strýkst yfir andlitið á mér. Þá heyri ég lágværa rödd: — Þey, herra! Ég legg við eyrun. Ég heyri eitthvert hljóð, líkt og hrotur, utan úr dimmunni. Fyrst skil ég ekkert í, hvaðan það geti komið. Ég setzt upp. Það er einhver að hrjóta. Og ekki aðeins einn, heldur eru það margir saman, sem hrjóta svo hátt þarna úti í myrkrinu, að ekki getur verið um menn að ræða. — Injunar! hvíslar negradvergurinn. Ég glaðvakna á svipstundu og hlusta á þetta óhugnanlega hljóð. Nú heyri ég raddirnar greinast í sundur. — Hvar eru þeir? hvísla ég. Ég sé ekki handa minna skil í myrkrinu. Ég þekki ekki einu sinni Eno, þótt hann standi rétt hjá mér. Ég sé bara, að hann bendir með hendinni. Nú skil ég allt. Það er górillaflokkur rétt hjá okkur, og það er frá þeim, sem hroturnar stafa. — Nú öskra þeir rétt strax, hvísl- aði litli negrinn. Og við bíðum báðir eftir öskrinu „N’gagi“, sem boðar dagrenninguna. Ég má ekki hreyfa mig. Og þá — ég hrekk í kút! Heljaröskur glymur gegnum skóginn; greinilegt, langdregið: — N’gagi! N’gagi! Eno hvíslar í eyra mér: — Dag- urinn er að renna upp. Ég verð enn að liggja kyrr. Þá færðist roði upp á himinhvolfið. Það er að daga. Þá má ég rísa á fætur, og svo höldum við aftur af stað inn í frumskógarþykknið. En nú eigum við ekki langa leið fyrir höndum. Eno fleygir sér niður og skríð- ur inn í þyrnirunn. Ég fylgi dæmi hans með gætni. Hann bendir þegjandi fram fyrir sig með fingrinum. Fyrst greini ég ekkert. Svo kem ég auga á apa — eða — jú, það er api — górilla api, og með honum apaungi. — Injuna er að leita sér að vatni, hvíslar Eno. Nú sé ég allt greinilega. Þetta er górillamóðir með barnið sitt. Þau standa í smárjóðri, sem sólin skín yfir. Eno kippir í ermi mína. Hann bendir upp í lofíið. Og nú kem ég auga á gráhærða ófreskju, sem situr á vafningsjurt, er teyg- ir sig á milli greina á risavöxnu tré, fimm metrum fyrir ofan hina apana. Vafningsjurtin sveiflast til og sígur sífellt neðar undan þungum skrokki gamla górillaapans. — Hvað er hann að gera? hvísla ég. — Varlega, herra — hann er að leita að vatni. Nú fyrst skildi ég allt. Vafn- ingsjurtin er nefnilega full af hreinu, síuðu rigningarvatni. drekka þessar vafningsjurtir sig bókstaflega fullar af rigningar- vatni upp úr jörðinni og geyma það til þurrktímans. Nú er vafningsjurtin, brún á lit og gild á við mannslæri, sigin það langt niður, að kvengórillan nær til hennar. Hún rífur hana opna með klónum, en þá stekkur grá- hærða ófreskjan til jarðar, hrindir konu sinni frá og grípur vafningsjurtina. Hann þrýstir vörunum að opinu og svolgrar í sig vatnið. Kona hans bíður hjá honum og fylgist nákvæmlega með öllu. Þegar karlinn hefir svalað þorsta sínum og ætlar að sleppa vafningsjurtinni, grípur konan hana. Og það, sem ég sé næst til hins villta dýrs, fyllir mig undrun. Karlinn hafði áður svalað ; þorsta sínum á sérgæðingslegan hátt, og ég bjóst við, að apynjan mundi fara eins að, en það fór á aðra leið. Hún togaði af heljar- kröftum í þunga og seiga vafn- ingsjurtina og dróg hana svo neðarlega, að litli apinn náði að þrýsta víðum munninum að op- inu. Síðan hélt hún jurtinni fastri, meðan hann svalaði þorstanum. Þá fyrst, þegar hann sneri frá henni, fékk hún sér líka að drekka. Var það móður- ást? Eða eðlishvöt? Ég hafði fylgzt með öllu, gagn- tekinn spenningu. Mig langaði meira en nokkru sinni fyrr til að sjá meira af lifnaðarháttum górillanna. Þegar fjölskyldan lagði aftur af stað inn í frum- skóginn, ætlaði ég að hlaupa á eftir þeim. En Eno hélt fast í mig. — Ég ætla að tala við þá! sagði dvergurinn. Hann reis hægt á fætur. Ég sá enn móta fyrir grábrúnum skrokki karl- apans inni í dökkgrænu kjarr- inu. Eno gekk til hans. Töframaðurinn íalar við górilla-apann Ég þreifaði aftur fyrir mig. Þar átti sá að vera, sem byss- urnar bar. En ég greip í tómt. Ég sneri mér við með gætni. Bak við mig var enginn. Dverg- arnir höfðu flúið. Kjarkur þeirra hafði brostið, þegar þeir sáu hinn stóra „týnda bróður“ sinn. Ég var vopnlaus. Það var síður en svo þægileg tilfinning, að vera vopnlaus á næstu grösum við villidýr. En þar sem Eno, lítill og að því er virtist fíngerður negri, gekk vopnlaus og nakinn til górilla- apans, sem var helmingi stærri en hann, gat ég sem hvítur mað- ur ekki verið þekktur fyrir annað en fylgja dæmi hans, hvaða afleiðíngar sem það hefði fyrir mig. Ég reis því hljóðlega á fætur og fylgdi honum eftir, en það urðu ekki nema fáein skref. Þá stökk górilla-apinn allt í einu fram úr kjarrinu í veg fyrir Eno. Og nú skeði það undarlegasta, sem ég hef nokkru sinni orðið sjónarvottur að. Þarna stóð risa- vaxið dýr upprétt, svo að loðið, kraftalegt brjóstið þandist ógn- andi út, með geysilanga hand- leggi og brettar granir, svo skein í tennurnar. Og fyrir framan það stóð fíngerður negradverg- ur, vopnlaus, sem ekkert hafði til jafns við apann nema — munnvíddina. Eno hóf samræðurnar. Hann öskraði á górilla-apann hárri röddu. Og hann svaraði! Hann öskraði líka. Öskur hans var öðru vísi en öskur dvergsins, það var hvellara og ónotalegra, en þó var það einhvern veginn áþekkt. Eno svaraði með djúpri röddu. Og apinn svaraði honum dimmum rómi, líkt og hann urr- aði. Þannig öskruðu þeir hvor á annan um stund. Ég veit ekki, hversu lengi það stóð yfir, en þegar því lauk, sneri górillan í okkur breiðu bakinu og hvarf inn í kjarrið. Eno kom til mín aftur. — Hann segir, að þú eigir að fara burtu, herra! Ég hló. — Hvernig getur hann hafa sagt það? spurði ég. En negradverg- urinn svaraði með alvörusvip: — Hann segir, að þú sért ekki bróðir hans og eigir að fara burtu. Ég vildi elta dýrið, en sagði, að ég skyldi bíða, því að Eno hélt aftur af mér. Hann hann ætlaði að sýna mér fleira. Og ég átti ekki annars úrkostar. Ég var einn saman og vopnlaus, svo ég gat ekkert gert. Og er við höfðum setið hálftíma þegj- andi í grasinu, fór Eno með mig þangað, sem fyrir voru ein- kennilegri strákofar, er mest líktust negrakofum. Þar sváfu górilla-aparnir. Eno sagði mér, að hver fjölskylda byggi út af fyrir sig. Hver górilla-api á eina konu, og það er ekki fyrr en aldurinn færist yfir hann, sem hann lætur leiðast til þess að stíga víxlspor í hjónabandinu. Eno brosti, slóttugur á svip. — Og þá vill hann kornungar gór- illakonur! sagði hann. Það var þá alveg sama sagan og hjá negrunum. Þegar þeir taka að reskjast, kaupa þeir sér hálf- stálpaðar negrastúlkur fyrir kofana sína. Eno afsagði með öllu að veita górillaöpunum eftirför. Ég varð að halda minn hluta samnings- ins, hvort sem mér líkaði betur eða verr, og snúa heim til þorps- ins með dvergnum. I þá ferð fór heill dagur, og að honum lokn- um kom ég þreyttur heim til höfðingjans Ogolo, án þess þó að vera fullkomlega ánægður með árangur ferðarinnar. Ogolo kaupir sér konu Ogolo var hæstánægður. Hann hafði fengið svo mikið af værð- arvoðum, sígarettum og pípu- tóbaki, að hann var orðinn ríkur maður. Og hann hugsaði sér að verja þessum auðæfum sínum skynsamlega. Hann átti fjórar konur. Nú vildi hann fá sér þá fimmtu. Fallegustu stúlkuna í þorpinu, og hún hét Ujii. — Að vísu voru fallegar stúlkur í næstu dvergaþorpum, en negra- dvergur lætur sér aldrei til hug- ar koma að leita sér kvonfangs utan þorps síns. Þetta veldur nánum skyldleika þorpsbúa, enda dyljast aðkomumanninum ekki úrkynjunareinkennin. — Ogolo tók okkur Eno með sér, þegar hann heimsótti föður Ujii, til þess að fala hana af honum. Manninum fannst mjög mikið til þess koma, að hvítur maður skyldi koma til hans í konu- kaupaför. Og ég gat ekki varizt þeirri hugsun, að slægvitri þrjóturinn hann Ogolo hefði tek- ið mig með sér, til þess að ná fyrir þá sök hagstæðari samn- ingum. Ujii, stúlkan, sem um var að ræða, kom aðeins rétt sem snöggvast á vettvang. Hún rétti okkur öllum tréílátið með á- fenga drykknum, sem dvergarn- ir þarna bjóða öllum gestum sínum. Ujii var á að gizka tólf ára gömul, en álíka þroskuð og átján ára stúlka hjá okkur. Mér fannst hún að vísu ekki sérlega falleg, en það er auðvitað smekksatriði. — Nú hófust enda- lausir samningar. Ogolo sýndi íoðurnum hvað eftir annað voðr irnar, sem hann hafði fengið hjá mér — eða að minnsta kosti nokkrar þeirra; þær fallegustu hafði þessi litli refur auðvitað skilið eftir heima — og nokkra sígarettupakka. Hann varð sí- fellt græðgislegri á svipinn, en rétt þegar hann var að ganga að tilboðinu, kom móðir stúlkunn- ar á vettvang. Þegar hún heyrði tilboð höfðingjans varð hún hin reiðasta. Hún vissi, hvað í húfi var, þegar samið var um falleg- ustu stúlkuna í þorpinu, og hún hafði hugsað sér að hafa sem allra mest upp úr henni, ekki hvað sízt, þegar höfðingi þorps- ins var annars vegar. Hún tal- aði hátt og reiðilega við mann sinn, og það varð til þess, að hinn ágæti höfðingi Ogolo varð sífellt hógværari. Loksins, þeg- ar samningarnir virtust ætla að

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.