Lögberg


Lögberg - 27.10.1955, Qupperneq 2

Lögberg - 27.10.1955, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1955 Merkileg útgáfa Eftir STEFÁN EINARSSON BS A borði . mínu liggja tvö þykk bindi, ný útgáfa af Þjóðsögum og æviniýrum Jóns Árnasonar og Magnúsar Grímssonar. Bæði bindin komu út árið 1954. Að útgáf- unni stendur Bókaútgáfan Þjóðsaga, en bækurnar eru prentaðar í Hólaprenti hinu nýja (Prentsmiðjunni Hólar). Tveir ungir fræðimenn Árni Böðvarsson og Bjarni Vil- hjálmsson hafa séð um útgáf- una eða búið hana til prent- unar. Mönnum gæti dottið í hug að hér væri um hundrað ára minningarútgáfu að ræða. Svo er þó ekki beinlínis, því, JXeetyMcetíWf 5 P A C E CONTRIBUTED BV WINNIPEG BREWERY L I M I T ( D MD-365 eins og menn muna, komu þjóðsögurnar út 1862—64, en þó þessari útgáfu sé ekki lokið eins og þegar verður sagt, þá er ólíklegt að útgáfa síðasta bindis dragist fram á árin 1962—64. Eins og jafnaldrar mínir frá því um aldamót muna þá voru Þjóðsögur Jóns Árna- sonar „Gömlu þjóðsögurnar“ eins og þær oftast voru kall- aðar, með fágætustu bókum í landinu. Fólkið í landinu hafði á þessum tæpu fjörutíu árum bókstaflega lesið þær upp til agna. Það var ekki fyrr en 1925 að Sögufélagið tók að gefa út „Gömlu þjóð- sögurnar“ á ný, til mikils fagnaðar fyrir bókavini, þótt nokkuð hlyti það að draga úr fagnaði hinna eldri að bókin kom út í svo smáum heftum að útgáfunni varð ekki lokið fyrr en 1939 — rétt fyrir stríð- ið verra og síðara. Þá var víst margur góður og gamall sögufélagsmaður kominn und- ir græna torfu. En þessi seina- gangur á útgáfunni leiddi ein- faldlega af því að milli stríða voru íslendingar ekki einung- is fáir, eins og þeir hafa alltaf verið, heldur líka í fátækara lagi, þótt eigi brygði þeim við það. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Stríðið verra og síðara auðg- aði Islendinga svo, að nú geta þeir ráðist í að gefa út á einu ári bók sem milli stríða tók þá 14 ár. Mér er ókunnugt, hvort Sögufélagsútgáfan er uppseld eða ekki, en þó svo væri er óhætt að fullyrða, að hún sé ekki ekki orðin eins sjaldgæf eins og „Gömlu þjóð- sögurnar“ upp úr aldamótum. En því þá þessi nýja vandaða og dýra útgáfa? Til hennar liggja rök þau er nú verða talin. 1 útgáfu Sögufélagsins voru 160 fyrstu blaðsíðurnar settar upp aftur. En er svo langt var komið prentun, hafði mönnum lærst að ljósprenta bækur og var sá háttur hafður á því sem eftir var verksins. Fyrir utan þess- LÆGSTA FLUGFAR TIL með Douglas Skymasters, er hver um sig hefir 7 skandi- naviskra manna áhöfn, sem fengið hafa flugæfingu 1 Bandaríkjunum. C. A. B. skrásettar, reglu- bundnar flugferðir frá New York. ISLANDS $265°°* BAÐAR LEIÐIR *Gengur í gildi 1. nóvember. Kauplft far hjá næ.Htu ferðaskrifstofu. n r-\ n ICELANDICl AIRLINES uiAmju 15 West 47th Street, New York 36 Pl 7-8585 ar 160 síður er því önnur út- gáfa nákvæín eftirmynd fyrstu útgáfu svo ekki verður um bætt, og er það geysi- mikill kostur ef menn vilja hafa það svo. En eins og geta má nærri gátu villur af ýmsu tagi slæðst inn í hina fornu fyrstu útgáfu, ekki sízt þar sem svo var í pottinn búið, að Jón Árnason gat ekki lagt síðustu hönd á hana þar sem hún var prentuð í Leipzig. Sú var ástæða til að ekki var hægt að prenta formála hans fyrir safninu, heldur varð Guðbrandur Vigfússon, stadd- ur ytra, að hlaupa þar í skarð- ið. Villur komu víðar í ljós þegar menn fóru að bera út- gáfuna saman við handrit þau, er Jón hafði notað, hand- rit sem þjóðsagnaritararnir sjálfir höfðu sent honum. Þetta sýndi sig t. d. þegar Sigurður Nordal gaf út Sagnakver Skúla Gíslasonar (Rvk 1947) eftir eiginhand- ritum Gísla. Hér var þá sýnilega verk- efni, kannske ekki svo lítið, fyrir nýja útgefendur þjóð- sagnanna, að gefa sögurnar út orðrétt eftir handritum þeim, er sögumenn og safnarar höfðu sent Jóni, að svo miklu leyti sem handrit þessi voru finnanleg, en mikill fjöldi þeirra er enn í bréfasöfnum Jóns í Landsbókasafni. Hinir ungu fræðimenn hafa nú leyst af hendi þenna sam- anburð við handrit sagnanna, svo langt sem þessi tvö bindi ná, en í þeim er sama efni og í þeim tveim bindum er út komu 1862—64. Við aukið er nokkrum skýringum um sög- urnar, aftan við bindin, en Formáli Jóns Árnasonar er prentaður framan við fyrra bindið, í fyrsta sinn; formáli Guðbrands er hér settur í annað bindið. Þessari útgáfu fylgja ljósmyndir af höfuð- skörungum þeim er að þjóð- sögunum stóðu: Jóni Árna- syni, Magnúsi Grímssyni, Guðbrandi Vigfússyni og Konrad Maurer. Jón Árna- son getur þess í formála sín- um, að hann hafi tekið flokk- un safnsins því nær óbreytta eftir flokkun Maurers í Islandische Volkssagen der Gegenwari. Ljósprentuð eru hér tiltil- blöðin af fyrstu útgáfunni, titilblaðið af Islenzk æfiniýri. Söfnuð af M. Grímssyni og J. Árnasyni, Rvík 1952 og titil- blað að Islandische Volks- sagen eftir Maurer, Leipzig 1860. Auk þess eru ljósprent- uð mörg handritasýnishorn þjóðsagnaþulanna. Galdra- stafir o. fl. þessháttar er notað fyrir bókarskraut. Yfir- leitt er frágangur allur, prentun og band, með ágæt- um, svo sem hæfir slíku merkisriti. En af útgáfu þessari er enn varla hálfsögð saga. Menn hafa lengi vitað, að Jón Arna- son átti miklu meira safn af þjóðsögum en það sem prent- að var í þessum tveim bind- um. Að lítt rannsökuðu máli ætluðu útgefendur að þetta aukasafn með registri mundi komast í eitt bindi til, þriðja bindið. Nú hafa þeir komizt að raun um að ekki muni af veita þrem bindum enn til að koma safninu á prent. Svo safnið verður þá allt fimm bindi og sögurnar allar gefnar út á sama hátt eftir handrit- um þeim sem Jón hafði safn- Afmælisgjafir til elliheimilisins „HÖFN" September: Mr. Skúli Benjamínson, Winnipeg, $50.00; Mr. J. Th. Beck $10.00. Október: Mrs. L. Summers, Van- couver, $25.00 í minningu um ástkæran eiginmann, Leif Summers; Mir. G. Svein- björnsson, Lulu Island, $10.00 í minningu um ástkæran frænda, Leif Summers; Mr. S. Sigmundson, Vancouver, $25.00; Mrs. Emily Thorson $25.00; Mr. M. G. Guðlaugson, White Rock, $15.00; Miss Lily Sigurdson, Vancouver, $15.00; Mr. og Mrs. G. Stefánsson $10.00; Mr. Elías Elíasson $10.00; Mr. John Sigurdson $10.00; Mr. og Mrs. L. H. Thorlakson $10.00; Mr. og Mrs. Sam Johnson $10.00; Mr. og Mrs. M. Egilson $10.00; Mr. Herb Helgason $10.00; Mr. S. Sigurdson $10.00; Mrs. R. Speakman $10.00; Mr. Erling Bjarnason $10.00; Mr. og Mrs. Thor Gunnarsson $5.00; Mrs. J. Jóhannesson $5.00; Miss A. Eyford $5.00 Mr. K. Frede- rickson $5.00; Mr. Baldwinson $5.00; Mr. C. Eyford $5.00; Mr. Fred Johnson $5.00; Mrs. J. Sturlaugson $5.00; Mr. A. J. Jóhannsson $5.00; Mr. A. að. Geta má nærri hve mikið verk það er að koma öllu þessu mikla þjóðsagnasafni á prent og eiga kostnaðarmenn og útgefendur geysimikla hönk í bak íslendinga fyrir það. En engum ætti útgáfa þessi að vera kærkomnari en íslenzkum fræðimönnum og íslenzkri alþýðu, því enn eru þjóðsögurnar skemmtilegasta efni um að lesa sem til er. Orr $5.00; Miss Nan Doll $5.00; Mr. J. Sigmundson $4.00; Mr. John Julius John- son $3.00; Miss Dóra David- son$4.00; Mr. H. Fordham $2.00; Mrs. I. Johnson $2.00; Mrs. Munroe $2.00; Mrs. Thora Vigfússon $2.00. Ágóði af Silver Tea $214.35. Ýmsar gjafir frá: Mrs. J- Sanders, Mrs. Anna Guð- johnsen, Mrs. F. Thorsteins- son, Mrs. G. Sveinbjörnson, Mrs. Fred Johnson og Mrs. B. Olson. Með þakklæti, F. h. nefndarinnar, Emily Thorson, féhirðir C0PENHAGIN Heimsins bezta munntóbak KREFJIST! VINNUSOKKA Með margstyrktum tám og hælum Þeir endast öðrum sokkum betur Penmans vinnusokkar endast lengur — veita yður aukin þægindi og eru meira virði. Gerð og þykkt við allra hæfi — og sé tillit tekið til verðs, er hér um mestu kjörkaup að ræða. EINNIG NÆRFÖT OG YTRI SKJÓLFöT Frægt firma síðan 1868 WS-9'4

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.