Lögberg - 15.12.1955, Page 5
þurfti ég, starfs mín vegna,
að fara töluvert um miðbæinn
í höfuðstaðnum um jólahátíð-
arnar. Ekki hafði það mest
áhrif á mig að mæta vel búnu
fólki og glöðum börnum á leið
til góðra samfunda, þótt það
væri ánægjulegt. Það snart
mig meira að sjá fólk, sem
ekki virtist eiga sér nein jól.
Einmana og kuldaleg bárust
þessi reköld mannlífsins um
tómlegar göturnar, sem virt-
ust vera eina athvarf þeirra.
Mér fannst ég skilja það á-
takanlega vel þá, hve sárt það
er að vera jóllaus maður. Ég
veit, að ein vingjarnleg
kveðja gat orpið andartaks
skini á þessi myrku andlit. En
samúð alls samfélagsins hefði
ein megn til að veita þeim
gleðileg jól.
Lætur af f lokksforustu
Clement Richard Attlee
hefir látið af forustu verka-
mannaflokksins brezka og
látið af sæti sínu í neðri mál-
stofunni; hann hefir verið
hafinn til jarlstignar með sæti
í öldungadeildinni; hann er
72ja ára að aldri og hefir
verið formáður flokks síns í
20 ár, forsætisráðherra í 6 ár,
og setið 33 ár samfleytt á
þingi.
Um foringjastöðu flokksins
koma að sögn einkum þrír til
mála, þeir Hugh Gaitskell,
f y r r u m fj ármálaráðherra,
Herbert Morrison, fyrrum
ráðherra og Aneaurin Bevan,
formaður hins róttæka fylk-
ingararms.
Brezk blöð virðast nokkurn
veginn á einu máli um, að Mr.
Gaitskell verði hlutskarpast-
ur, er 'til úrslita-atrennunnar
kemur.
CKristmas ot
Hecla Island
Á föstudaginn 23. desember,
flytur C.B.C. útvarpskerfið
ofangreindan útvarpsþátt; er
hann liður á útvarpsskránni,
sem nefnd er Trans-Canada
Matinee. Peggy MacFarlane
frá C. B. W. undirbjó þennan
þátt. Kirkjusöngflokkur Mikl-
eyjar syngur jólasálm, en frú
Ingibjörg Jónsson flytur
minningar um jólin í Mikley.
Útvarpstíminn: C. B. W.,
Manitoba 3.33 P.M.; C. B. K.,
Saskatchewan 2.33 P. M.;
C. B. N. Alberta 2.33 P.M.;
British Columbia 1.33 P.M.
Elzta kona í Rómaborg átti
110 ára afmæli nýlega.
En nú, þegar aldurinn er
orðinn svona hár, fullyrðir
hún, að hún sé í raun réttri
6 árum eldri, þ. e. 116 ára.
Kirkjubókin, sem í fyrstu
geymdi nafn hennar, fórst í
eldi, þegar hún var barn að
aldri. Og svo þegar hún átti
að segja, hvað hún væri
gömul — það var þegar hún
giftist — sá hún sér leik á
borði að segja aldurinn
nokkru lægri en hann var. —
Upp koma svik um síðir.
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. DESEMBER 1955
• 5
„Þér dramblátra hugskotin
hörðu,
þér hörðustu þyrnar á jörðu,
hví yður svo hátt upp þér
hreykið
og hreykin til glötunar
reikið?"
segir í gömlum jólasálmi.
Látum ekki þessa hörðustu
þyrna á jörðu snúa að sam-
ferðamönnum vorum, þegar
klukkurnar hringja inn jóla-
helgina fornu á þessum jólum.
Leyfum heldur hátíð samúð-
arinnar að verma handtakið,
þegar vér bjóðum- nágrann
anum GLEÐILEG JÓL!
Nytsöm bankaþjónusta
Hér er um sex greinar að ræða, sem á einn eða annan hátt fullnægja
þörfum yðar.
Sparisjóðsdeild Hlaupareikningur
Öryggishólf Bankaávísanir
Ferðaávísanir Öryggisþjónusta
Viðskipti yðar eru kærkomin
' THE ROYAL BANK OF CANADA
Hvert útibú nýtur trygginga allra eigna bankans.
sem nema yíir $2,675.000.000.
%
Wishing you happ
your home
and abiding peace
in every nation throughout the world
T'mKían'í’Bíe Ædtnpsnj.
* ---- !1M MAV
-■■■■.Ö™HN1 SV^SIH„0