Lögberg - 14.03.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.03.1957, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. MARZ 1957 , Lögberg GefiC tit hvern íimtudag aí THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 3, MANITOBA Utanáskriít ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street,' Winnipeg 3, Manltoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstoíustjóri: INGIBJÖRG JÖNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram Th« "Lögberg" ls published by The Columbia Press Umited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 3, Manitoba, Canada Printed by Coiumbia Printers Limited Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 93-9931______________ Tekur sæti meðal lýðfrjálsra þjóða Gullstrandarnýlendan í Vestur-Afríku, sem Bretar hafa fram að þessu ráðið yfir, öðlaðist hinn 6. þ. m. fullkomið sjálfsforræði og hefir þegar gerzt meðlimur í bandalagi Sameinuðu þjóðanna, og gengur undir nafninu Gahna; stærð landsins, sem liggur að öllu í hitabeltinu, er eitthvað um 92 þúsundir fermílna, en íbúatalan rösklega hálf fimmta miljón; þingið verður fyrst um sinn í einni deild og á því eiga sæti Í04 fulltrúar; hér er um ómengaða blökkumanna þjóð að ræða, og er það þar af leiðandi ekkert smáræðis fagnaðarefni, að litarhátturinn skyldi ekki lengur verða landslýðnum að farartálma, en raun er orðin á. Landið er allauðugt að náttúrufríðindum, svo sem marg- háttaðri málmtekju, og má þess því með fullum rétti vænta, að hin unga þjóð komist vel í álnir áður en langt um líður eftir því sem tækniþróun hennar vex. Hver veit nema einmitt á þessum stöðvum sé að koma fram á sjónarsviðið fyrirmyndar þjóð, er hvítu gortararnir í Afríku og víðar, megi á sínum tíma margt þarflegt af læra; og víst er um það, að kynþáttahatrið í Suður-Afríku er heilli álfu til ósóma og hvíta þjóðflokknum' til hinnar mestu háðungar. Við fullveldistökuna bárust hinni ungu þjóð velfarnaðar- óskir heimsskautanna á milli, þar á meðal frá Canada og Bandaríkj unum. Fyrir hönd brezku krúnunnar tók þátt í hátíðahöldunum hertogainnan af Kent. Illræmd löggjöf úrskurðuð ógild Hengiláslöggjöfin' illræmda, er Duplessis forsætisráð- herra í Quebec hratt í framkvæmd fyrir nokkrum árum fyrir atbeina þingflokks síns, Union Nationale, hefir verið vegin og léttvæg fundin; þetta gerðist í vikunni, sem leið, er hæzti- réttur Canada, ellefu dómarar gegn einum, feldi þann úr- skurð, að fylkisþingið hefði ^kort stjórnskipulegan myndug- leika til að afgreiða slíka löggjöf og láta hana öðlast gildi; þessi kúgunarlöggjöf mæltist hvarvetna illa fyrir, að minsta kosti utan takmarka viðkomandi fylkis, þó það vissulega væri síður en svo, að allir fylkisbúar hölluðust á sveif forsætis- ráðherra. Mönnum standa enn í fersku minni ofsóknir Duplessis- stjórnarinnar gegn trúarbragðareglunni, Vottar Jave, og hversu það gat orðið handhægt að beita hengilásnum til að loka inni og hnýsast í skjöl þeirra manna, sem stjórnin af ein- hverjum ástæðum að hennar skoðun, taldi líklega til að vera hlynta kommúnistum, hvort sem svo var eða eigi; löggjöf þessi varð Quebec-fylki til lítillar sæmdar, og mun því víðfagnað verða að hún er úr sögunni. Spor í rétta átt Fylkisþingið í Manitoba hefir í einu hljóði afgreitt tillögu til þingsályktunar þess efnis, að stjórnin skipi umboðsmann, er vinni með fiskimönnum að samtökum þeirra á meðal og helgi starfsemi sína hagsmunum þeirra; stjórnin hefir fallist á að þetta verði gert. Dr. Steinn O. Thompson þingmaður Gimli kjördæmis mælti með tillögunni og kvaðst oftar en einu sinni hafa mælt með hliðstæðri tillögu sem þessari, og væri það þakkarvert, að nú væri nokkur skriður kominn á málið, því þörfin til umbóta væri knýjandi og þyldi ekki bið. * • * Vel að verki verið Það væri synd að segja að hinn ungi þingmaður St. George kjördæmis, Mr. Elman Guttormson, hefði legið á liði sínu það, sem af er þingtímans, því hann hefir hvorki meira né minna en flutt þrjár þingræður, er allar lúta að hags- munum kjósenda hans og allar eru bygðar á sterkum rökum; Fréttir frá starfsemi S. Þ. Framhald af bls. 1 arútflutningur var 83 mill- jarðar dollara eða 9% hærri en 1954. Orsökin á mismuninum á inn- og útflutning er sú, að flutningskostnaður er talinn með í innflutningnum og svo aukinn flutningskostnaður. Þrjár breyiingar á verzlunar- ásíandinu frá því fyrir stríð í árbókinni eru yfirlitstöflur og nákvæm verzlunargreinar- gerð fyrir 104 lönd, þar kemur greinilega í ljós, að endur- bygging og aukning heims- verzlunarinnar, sem hefir átt sér stað fyrstu 10 árin eftir heimsstyrjöldina síðari, bygg- ist á uppbyggingu og verzlun- arháttum líkt og fyrir stríðið, en þó með þremur mikils- verðum undantekningum: 1. Hinn stóraukni hlutur dollaralandanna í hinni sam- einuðu heimsverzlun. 2. Hin mikla minnkun verzl- unarviðskipta milli Austur- Evrópu (Sovétríkin meðtalin) og Vestur-Evrópu miðað við ástandið fyrir stríðið, þó hefir verzlun milli Stóra-Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýzka- lands annars vegar og Austur- Evrópulandanna hins vegar aukizt töluvert á árinu 1955. 3. Hlutur hinna fjarlægari Austurlanda hefir minnkað mikið, aðallega vegna þess að Japan hefir ekki tekizt að ná aftur verzlunaraðstöðu sinni frá því fyrir stríðið. Verzlunaraukningin 19 5 5 gildir fyrir heim allan, nema suður-amerísku löndin, þar er minnkun vegna lækkandi kaffiverðs. Aukningin er mest í Vestur-Evrópu (Stóra-Bret- land undanskilið), þar var inn- flutningur 15% hærri og .út- flutningur 14% hærri en 1954. Hlutur þessara landa jókst um 1%. Hlutur Bandaríkj- anna minnkaði úr 20% í 19% árið 1955, vegna samdráttar á hernaðarhjálp til annarra þjóða. Bandaríkin eru þó heimsins mestu inn- og útflytjendur. Bandaríkin fluttu inn fyrir 11,4 milljarða dollara og út fyrir 15,4 milljarða dollara. Næst á heimsmarkaðinum er Stóra-Bretland með 10,6 milljarða dollara innflutning og 8,1 milljarða dollara út- flutning; þriðja í röðinni er Vestur-Þýzkaland, sem að hundraðstali jók mest utan- ríkisverzlun sína af þessum löndum. — Vestur-Þýzkaland jók árið 1955 innflutning sinn um 27% svo hann varð 5,8 milljarðar dollara og útflutn- ingurinn um 17% upp í 6,1 malljarða dollara. Sovétríkin eru mesti verzlun- araðili Póllands Fyrsta skipti síðan 1950 getur árbókin gefið opinberar verzlunartölur fyrir Pólland, reyndar eina austur-evrópiska landið sem svo er ástatt um. Af þeim tölum sézt að hlut- ur austur-evrópisku landanna (Sovétríkin meðtalin) í inn- flutningi Póllands jókst úr 33 % árið 1947 upp í hér um bil 62% árið 1955 og sömu lönd tóku árið 1955 við tæplega 58% af útflutningi Póllands, en 41% árið 1947. Eftir stríðið hafa Sovétríkin því verið stærsti verzlunar- aðili Póllands. IV. Fréttir frá S. Þ. í stuttu máli. Ráðstefna um notkun "ísótopa" í vísindalegu augna- miði verður haldin í París í september n.k. Það er U. N. E. S. C. O. sem á þar frumkvæð- íð og taka yfir 1000 vísinda- menn víðsvegar að þátt í henni. * * * Alþjóðabankinn hefir í fyrsta sinn veitt íran lán, eru það 75 milljónir dollara til hjálpar 7 ára fjárhagsáætlun ríkisins. * * * Lokið er 2 vikna ráðstefnu í Washington á vegum alþjóða- stofnunarinnar W. M. O. Sóttu hana sérfræðingar í veður- fræði frá 26 löndum, þar á meðal Noregi og Svíþjóð. Áheýrnarfulltrúar frá FAO, UNESCO, ICAO (Alþjóðaflug- málastofnunin) og WHO (Al- þ j óðaheilbrigðismálastofn- unin) voru viðstaddir. Sérfræðingarnir, sem einnig voru frá Sovétríkjunum, komu sér saman um, að vinna að útgáfu loftlagskorta fyrir all- an heiminn, að betri alþjóða- not yrðu af veðurfréttum ein- stakra landa, að hafa sam- vinnu um veðurfréttir í sam- bandi við jarðeðlisfræðiárið og að undirbúa alþjóðaloftlags orðabók. * * * Ný eyja hefir skotið upp kollinum í Sviss. Hún er gerð af granit-hnullungum í Wen- chatelvatni sem griðland fyrir Hellumáfa, sem eru orðnir þar mjög sjaldgæfir. Fréttir frá UNESCO herma að gróður mikill sé þegar kominn í hólma þennan og máfarnir geti nú óáreyttir hreiðrað þar um sig. * * * Fréttaþjónusta UNESCO tilkynnir að í Indónesíu hafi á síðasta ári orðið framför í fræðslumálum þjóðarinnar. Á í ræðunum hafa aðstæður veiðimanna verið gaumgæfilega athugaðar og á það misrétti bent, er nú ríkir t. d. milli verð- lags á vatnsrottuskinnum og þeirrar gróða hlutdeildar, er stjórnin innheimtir; þá hefir Mr. Guttormson einnig tekið til yfirvegunar timburúlfafarganið og lagt áherzlu á hve nauðsynlegt kjósendum sínum það sé, að framræzlufram- kvæmdir verði auknar að stórum mun. árinu 1956 voru 268 nýir skól- ar teknir í notkun. Alls eru nú 31.109 skólar fyrir námsfólk á skólaskyldualdri og jókst tala þess á árinu 1956 yfir 34.000. * * * Noregur hefir enn staðfest þrjár af samþykktum ILO (Al- þjóðavinnumálastofnunin), en þær eru um lágmarksaldur við landbúnaðarstörf, um út- flytjendur, og um útbúnað og birgðir skipshafna. Hefur þá Noregur staðfest 45 af samþykktum ILO. ADDITIONS Berel Building Fund Frá Riverton. Man. Mr. & Mrs. Oli Olafson Einar Stadfeld Hallgrímur Stadfeld Valgeir Stadfeld Björgvin S. Einarson Sigurbjörn Gíslason Th. G. Bjornson ------0------ $50,00 25.00 25.00 25.00 50.00 25.00 15.00 M. G. Gudlaugson 1135 Stayte Road, White Rock, B.C. $15.00 In kind memory of Hannes Kristjánsson, Thorður Isfjord and Siggi Kristjánsson, all of Gimli. Hannes passed away lately, the others some years ago. ------0------ Mr. & Mrs. Herman Thorvardson Riverton, Manitoba $10.00 In memory of Jónas J- Thorvardson. $42.500— —180 —160 140 —$129.033.56 —120 -100 —80 —60 —40 Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund Make your donations to ib* "Betel" Campalgn FuncL 123 PrinceM Streel. Winnlpeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.