Lögberg


Lögberg - 27.06.1957, Qupperneq 1

Lögberg - 27.06.1957, Qupperneq 1
SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In y4 Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer SAVE MONEYI use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Va Lb. Tlns Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 27. JÚNI 1957 NÚMER 26 Skipaður búnaðarráðunautur Dánarfregn Þungar búsifjar Lýkur meistaraprófi Búnaðarmálaráðherra Mani- toba-stjórnarinnar, Hon. C. L. Shuttleworth tilkynnti á föstu daginn, að þessi efnilegi, ungi Islendingur hefði verið skip- aður ráðunautur bænda í fylkinu; mun hann aðstoða þá við að leysa bústjórnarvanda- mál þeirra. Var til þessa em- bættis stofnað samkvæmt til- lögu þingnefndarinnar í bún- aðarmálurh. Mf. Kristjánsson er fæddur á Gimli, sonur hinna mætu hjóna, Hannesar heitins kaup- manns og Elínar Kristjánsson, og er frábær námsmaður svo sem þau systkini öll. Hann út- skrifaðist í búnaðarfræði frá North Dakota State College og tók meistarastig í bústjórn —Farm Management — við háskólann í Nebraska. Hann Mrs. ísfeld fer til Nova Scot-ia Mrs. Eric A. ísfeld, forseti Canadian Federation of Music Teachers’ Associations, leggur af stað til Nova Scotia í dag, fimmtudag, en þar stjórnar hún þingi, sem þessi félags- samtök halda annað hvort ár; það verður í þetta skipti í Acadia-háskólanum í Wolf- ville, N.S., dagana 2. til 6. júlí. Stofnað var til þessara sam- taka hljómlistarkennara árið 1935, og ná þau nú yfir flest fylkin í Canada. Einn aðal- ræðumaðurinn á þinginu verður forseti háskólans, Dr. Watson Kirkconnell. Mrs. ísfeld hefir í hyggju að nota tækifærið og heimsækja hið forna landnám Islendinga á Elgshæðunum, sem eru um 50 mílur frá Halifax. Þar avaldi móðir hennar, Snjólaug Jónsdóttir Eiríksson, í 3 ár, þegar hún var barn að aldri, en Snjólaug og skáldið Jóhann Magnús Bjarnason, sem hefir lýst þessum stöðvum svo vel í sögum sínum, voru systra- börn. Kveðjur frá Forsela íslands til Vestur-íslendinga Þjóðræknisfélagið sendi Forseta Islands, herra Ásgeir Ásgeirssyni, heillaóskaskeyti í tilefni af lýðveldisdeginum 17. júní, og hefir borizt eftir- farandi símkveðja til forseta félagsins, dr. Richards Beck: Reykjavík, 21. júní 1957 Kærar þakkir fyrir heilla- óskir þjóðhátíðardaginn. — Kveðjur til Vestur-íslendinga. Ásgeir Ásgeirsson Lúler Burbank Kristjánsson er nú að ljúka námi við Wis- consin háskólánn og mun verja þar doktors-ritgerð sína í búnaðarhagfræði. — Lúter Burbank Kristjánsson tekur við embætti sínu 1. ágúst. 1 lok maímánaðar lézt í Duluth, Minn., frú Ingveldur Ingimundardóttir, 98 ára að Thorsteinsson, missti hún fyr- ir mörgum árum og hafði hún dvalið hjá dóttur sinni og tengdasyni, Mr. og Mrs. Ed Benson, 917 — llth Ave. East Duluth, og notið þar mikils ástríkis. Auk dóttur hennar Mörthu, lifa hana dótturdóttir, Sandra Jean Benson; sonarsonur, Peter Thorsteinsson, og fjögur syst- urbörn: Skúli M. Bachman, Winnipeg, Mrs. J. Augusta Tallman, Toronto; Mrs. Clara Henrickson, Selkirk; og Ingi- mundur Hallgrímsson Bach- man á íslandi. Ingveldur sáluga var síðust af íslenzka landnámsfólkinu í Duluth til að kveðja þennan heim. Síðastliðinn fimtudag veittu hamfarir náttúruaflanna hinni vingjarnlegu borg, Fargo, í North Dakotaríkinu þungar búsifjar, með því að þá reið fellibylur mikill yfir borgina, er lagði sum hverfi hennar í rústir, tólf manns létu lífið, þar á meðal sex í einni fjöl- skyldu og á annað hundrað manns sættu meiri og minni meiðslum; á þriðja þúsund manns standa uppi án hús- næðis, að því er blaða og út- varpsfregnir herma. Eisen- hower forseti hefir lýst borg- ina í neyðarástandi og þar af leiðandi á hún tilkall til að- stoðar af hálfu hins opinbera. Borgarstjórinn í Winnipeg, Mr. Stephen Juba, hefir boðið bæjarstjórninni í Fargo aðstoð eins fljótt og þar að lútandi skipulagningu verði viðkomið. Anna Johnson hlýfur medalíu Við uppsögn Gimli-skólans hlaut Anna Johnson medalíu landstjórans (Governor Gen- eral’s Medal) fyrir frábæra námshæfileika og ástundun. I fyrra var hún fremst í 11. bekk og hlaut Ibister verð- launin. Hún hefir tekið mik- inn þátt í félagslífi skólans: var í nemendaráðinu, ritstjóri ársbókar skólans, tók þátt í leikstarfsemi og mælti fyrir munn skólasystkina sinna við þessa athöfn. Móðir Önnu er Mrs. Stein- unn Johnson dóttir Önnu og Sigurjóns Jóhannssonar frá Sóleyjarlandi, Gimli, en faðir hennar var Sveinberg heitinn Johnson, sonur Guðrúnar og Sigurjóns Johnson frá Odda í Árnesbyggð. Canadiski dollarinn Sú var tíðin að Canada- menn áttu erfitt með að skipta dollurum sínum, þegar þeir ferðuðust til Bandaríkj- anna og annara landa. Nú er öðru máli að gegna. Canadíski dollarinn er nú kominn upp í $1.05 á peningamarkaði heims- ins. Þetta getur stundum ver- ið tap fyrir þá í Canada, sem innheimta fé frá öðrum lönd- um. Fái til dæmis Lögberg $5.00 seðil frá Bandaríkjunum sem ársgjald fyrir blaðið, þá fær það aðeins $4.75 fyrir hann, en margir áskrifendur þar syðra taka þennan mis- mun til greina og bæta við þessum aukacentum, þegar þeir skrifa út ávísanir sínar. Helgi Auslman. M. Sc. Þessi bráðefnilegi maður er sonur þeirra Mr. og Mrs. Austman í Árborg; hann stundaði síðan í haust nám í landbúnaðarvísindum við há- skólann í Wisconsin og lauk þar nýverið Master of Science prófi með ágætiseinkunn. Mr. Austman gegnir pró- fessorsembætti við landbún- aðardeild Manitobaháskólans og nýtur hvarvetna hins ágætasta orðstýrs. Nýja sambands- róðuneytið Forsætis og utanríkisráðherra, John Diefenbaker. Mannvirkjaráðherra, Howard Green. Fj ármálaráðherra, Donald Fleming. Ráðherra hermannamálefna, A. J. Brooks. Samgöngumálaráðherra, George Hees. Lögfræðilegur ráðunautur, Leon Balcer. Hervarnaráðherra, Maj. Gen. ö. R.Parkes. V erzlunarmálaráðherra, Gordon Churchill. Dómsmálaráðherra, Davie Fulton. Tekj umálaráðherra, George Nowlan. Ráðherra norðanlandsmála, Douglas Harkness. Ríkisritari, Mrs. Ellen Fairclough. , Fiskiveiðaráðherra, Angus Maclean. Verkamálaráðherra, . Michael Starr. Póstmálaráðherra, William Hamilton. Ráðherrar án sérstakra stjórn- ardeilda: J. M. Macdonnell og William J. Brownie. Brot úr ''Grettlu77 i Þorbjörn öngull, þú mátt flýja — þín skal rekja flóttaspor: — On’í jörðu, upp til skýja, aldrei skal mig bresta þor. — Miklagarði metorðanna — margur öngull dulinn var. — Útlit þitt mun svik þín sanna, og saxið — það sem Grettir bar. — II Er við bræður sváfum saman, sá ég Grettis vöðva-kraka: Hann að mínum henti gaman, hugði naumast konu maka. — III - Flaug að mínum hugar-hlera — hugmynd, sem ég varð að nefna: Mjóir vöðvar mínir bera magn — og þinna sveru hefna. — Annars mun það enginn gera! IV Þeir eru mjóir — þó skal hefna, Þorbjörn öngull fellur ber: — Miklagarði yrkisefna — einhver Spes mun bjarga mér. — Hvar sem sýnir þú á þingi þetta vopn með skarð og ryð: — Kolli þínum því ég klyngi — þó að enginn veiti lið. — Fangabúðir fordæminga — fjörga skal með tón við brag: Hvað sem helgir hlýrar þinga, hinir taka undir lag — lag. — Líkin sem að lífs-mörk hafa, lifna við — úr undir-heim: Hlýir tónar grunninn grafa, góðlynd Spes — hún bjargar þeim. —JAKOB J. NORMAN

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.