Alþýðublaðið - 26.08.1960, Síða 2
j
■ £OOSíMH!£íiaS>
iRltstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rit-
iiftjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorstoinsson. — Fréttastjóri:
IBJörgvin GuÖmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími:
114 906. — Aösetur: Alþýðuhúsið. — Preritsiiáöja Alþýðublaðsins. Hverfis-
^ata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint,
.Ífftgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastj óri: Sverrir Kjartansson.
SKATTALÆKK UNIN
STJ ÓRNARANÐSTAÐAN er miður sín þessa
dagana, Hún veit ekki almennilega, hvernig hún
á að snúast gegr. hinni miklu lækkun á tekjuskatti
og útsvörum. Un ianfarið hafa blöð stjórnarandstöð
unnar stöðugt kliiað á því, að núverandi ríkisstjórn
sé að stórhækka álögur á almenning en svo kemur
skattseðillinn og svnir lækkun útsvara og niðurfell
ingu tekjuskatts a 'aunatekjum, nákvæmlega eins
og ríkisstjórnin hafði boðað. Tíminn viðurkennir
þetta í gær og segir:
„Segja má, að fy. ir tilstuðlan og lagasetningu
st jórnarflokkanna huíi tekjuskattur stórlækkað og
ú svörin nokliuð".
IBlaðið bætir því ao vísu við, að á móti hafi sölu
attur verið „hækkaJur ofboðslega“. Segir blað
að nýi söluskatturinn sé margfallt hærri en sú
lækkun skatta, er til framkvæmda komi. Hér fer
Tíminn vísvitandi með rangt mál og væri gaman
ao sjá útreikninga blaðsins á þessu dæmi. Sannleik
urinn er sá, að nýi söluskacturinn var einungis lagð
ur á til þess að gera kleift að leggja niður aðra
skatta, tekjuskattinn af launatekjum og söluskatt
af innlendri framleiðslu og þjónustu. Lækkunin á
útsvörum og brottfallnir eldri skattar nema þ.ví
álíka hárri upphæð og söluskatturinn nýi. En
hvers vegna var þá breytingin gerð? Hún var gerð
vegna þess, að ríkisstjórnin telur, að eins og nú
er ástætt í þjóðfélaginu, komi óbeinir skattar á
réttlátari hátt niður á borgurunum en beinir skatt
ar. Menn komast ekki hjá því að greiða skatt af
vörunni, sem þeir kaupa, en dæmin sanna, að
menn hafa getað svikið stórlega undan við framtöl
vegna beinu skattanna. Og það hafa einkum verið
hinir ríku, er hafa geiað skotið undan, en láglauna
mennirnir ekki. Þess vegna græða hinir láglaun
uðu nú á breytingunni,
•! Hitt er annað mál, að um leið og þessi breyt
iúg á sköttunum var g:rð, var gerð breyting á
géngi krónunnar, er haföi í för með sér verðhækk
uh á innfluttum vörum. Þess vegna fundu menn
meira fyrir hinum nýja söluskatti en ella hefði
oröið. Menn hefðu varla orðið varir við hinn nýja
soluskatt, ef gengið hefði ekki verið lækkað um
leið. Menn fundu strax fyrir verðhækkuninum, en
nú fyrst kemur skattalækkunin en þá er hún einnig
rfleg. Greinilegt er, að þessi þáttur, efnahagsráð
stafanana stjórnarinnar hefur heppnazt vel.
Menn hafa nú betri mynd en áður af hinum víð
tæku efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar.
Menn mega heldur ekki gleyma því að taka hina
gifurlega aukningu almannatrygginganna með í
myndina.
f
i
1 _•«
Offé Wafhne
- Kveðjuorð -
í DAG kveðjum við Ottó
Wathne er lauk jarðvist sinni
17. þ. m. nær 73 ára gamall,
en hann var fæddur 6. sept-
ember 1887.
Æviferill hans verður ekki
rakinn í þessum fáu orðum,
en hann hafði unnið í Skatt-
stofu Reykjavíkur síðan í
apríl 1950.
Hann var mikill starfsmað-
ur Oft góður, samvizkusamur
og öruggur. Hlutaðist ekki til
um mál manna að óþörfu, —
gekk að starfi sínu með fá-
dæma elju og bar sjúdóra sinn
með karlmennsku og æðru-
leysi. En síðustu mánuðina
mun hann hafa fundið meira
til en marga grunaði. Það var
hjaría hans sem tók að bila,
enda mun hann aldrei hafa
hlíft sér í neinu. '
'Við hverfum andartak frá
önnum dagsins til þess að
kveðja góðan samstarfs-
mann og bá er gott ag rifja
upp ánægjulega samvinnu
um árabil og ágæt kynni.
Við samstarfsmenn hans
erum þakklátir fyrir að hafa
fengið tækifæri til að kynn-
ast góðum dreng.
Við vottum hinni ágætu
konu hans og börnum inni-
legustu samúð okkar, og vilj-
um tjá þeim og öðrum að-
standendum, að í hugum okk-
ar mun alltaf verða bjart yfir
minningunum um hann. Það
féll aldrei skuggi yfir nein
okkar samskipti; þannig var
hógværð Ottós, hreinlyndi og
drengskapur.
Góða ferð, vinur og vinnu-
félagi.
Guðjón B. Baldvinsson.
Varnarliðið í
iandmælingum
UNDANFARNA daga hafa
liðsmenn úr varnarliðinu unnið
að landmælingum og kortagerð
á Norðurlandi. Mælingar þess-
ar eru liður í kortagerð, sem
unnið hefur verið að öðru
hverju undanfarin ár.
j Liðsmenn þessir hafa til af-
) nota skip og þyrlu og hafa að-
seiur í nokkra daga hjá radar-
stöðinni á Látrum, og á Digra-
múla.
Unnið verður að þessu sinni
að mælingum í 2—3 vikur.
Sundkeppni
á Akranesi
FRAMKVÆMDANEFND nor-
rænu sundkeppninnar á Akra-
nesi' hefur beðið Alþýðublaðið
um eftirfarandi <til Akurnes-
inga;
ÍRúmar þrjár viku eru eftir
af keppninni' og hafa aðeins
15 % bæjarbúa synt 200 metr
ana. Bezt er útkoman hjá skól
unum, en í barnaskólanum hafa
48% synt og í gagnfræðaskólan
um 52 %. Yngsti þátttakandinn
í sundinu er aðeins 7 ára gam,
all.
Framkvæmdanefndin vill ein
dregið hvetja alla Akurnesinga
til að gera skyldu sína við bse
inn og þjóðina og synda nú 200
metrana.
Næstu daga kemur til Akra
ness sýning á vegum landsnefnd:
ap sundkeppninnar, og verður
‘hún í 3—4 daga í glugga hús
gagnaverzlunarinnar á Skólabr,
19. Þar er meðal annars tafla,
sem sýnir hvað keppninni' líðuig
Upplýsingar um sundið eru
veittar í Bjarnalaug á venjuleg
um opnunartíma hennar, svo o2
í síma 218.
-jfe- MOSKVA; — Belgíska sendf
ráðið í Moskva neitaði nýlega
að taka við| orðsendingu frá
Sovétsfjórninni, er innihélt y£-
irlýsingu þá, er sovétstjórnija
birti á sunnudag um ástandiS
í Kongó.
ýý Sólskinið og fólkið
"ÍT Lyf til að verða úti-
tekin.
Gráni og flekkir í stað
inn.
■fc Skemmdarverk við
varliugaverðan veg.
ÞETTA hafa verið dásamlegar
vikur, sólskin og hiti hvern dag
og fólk alltaf léttklætt. Það hef-
ur líka reynt að njóta hverrar
sólskinsstundar og bera þess og
merki. Engum vorkenni ég eins
á sólskinsdögum og ungu stúlk-
unum, sem verða að hírast inni
í myrkum búðum meðan sólin
skín og komast ekki út fyrr en
kvölda tekur og sólin hnigur í
vestrinu,
EN ÞÆIt reyna að stela stund-
um eins og þær geta. Þær setj-
ast út fyrir ayrnar eða halla sér
upp að dyrastafnum, þegar við-
skiptamenn koma ekki, lyfta
andlitinu og loka augunum. —
Þær eru að anda að sér sól. —
Allir eru orðnir útiteknir, sum-
ir jafnvel svo dökkir, að Kongó-
menn yrðu í vandræðum með
þá ef þeir væru sendir í her
Sameinuðu þjóðanna þar. En
einhverjum finnst ekki nóg. —
Einhver auglýsti einhverskonar
brúnkunarmeðal, það er meðal,
h o r n i n u
sem átti að geta gert fólk úti-
tekið,
MIG furðar á því hvernig
sumar stúlkur litu út, hélt einna
helzt að þær væru með húðsjúk-
dóm.Þær voru grábrúnar og sum
ar flekkóttar. Ég skildi ekkert
í þessu. En svo fékk ég skýring
una. Þær höfðu notað meðalið,
roðið því á sig — og svo, ef
þær þvoðu sér, urðu þær flekk
óttar, en liturinn varð heldur
ekki eins og þeirra, sem taldir
eru útiteknir, heldur varð hann
grár. Mikið skelfing er þetta
ljótt. Og mikið óskapiega er
þetta lieimskulegt, svo að ég
noti orð séra Árna.
MAGNÚS Guðmundsson skrif
ar mér eftirfarandi: ,, í síðast
liðnum mánuði kom ég vestur
að Hvallátrum í Rauðasands-
hreppi, en þangað hefur ferða-
mannastraumur verið mikill síð
an Látrar komust í vegasam-
band, Allflestir :;em komu að
Ilvallátrum leggja leið sina út
á Látrabjarg, en það var fyrst
í sumar að bílfært varð ú; á
Bjargtanga..
í VOR var lagður vegur frá
Brunnanúp og úl á bjargo"ún og
sá Bragi Thoroddsen um verkið.
Vegakafli þessi er ágætur og
geta því menn látið gamminn
geysa ef þeim þóknast svo, og
ckki þurfa' menn að óttast að
amast sé við þeim hversu hrati
sem þeir fara.
LEIÐ mín iá, sem oftar, er
ég hef komið að Látrum, út á
Bjargtanga, en þar er mikil nátt
úrufegurð, bjargið iðar af fugia-
lifi og verður æ lirikalegra sem
gengið er lengra upp eftir því,
en flestir sæita sig við aj koma
að vitanum, en þar er bjargiiS
lægst, samt ráðlegg ég lofthræd(3
um mönnum að fara varlega er
þeir líta þar ofan af brúninni.
VEGURINN, sem ég gat uru
ó.ðan endar alveg á sjálfri bjarg
brúninni við vitann og voru þv£
strax gerðar ráðstafanir til þess
að fyrirbyggja að menn hóldu
áfram og enduðu þarna sitt jarS
neska ferðalag. Steinar voru
grafnir í jörðu við enda vegar-
ins og þriðjungur þeirra seni
stóð uppúr var málaður með
sterkum gulum lit. En 'ég og
samferðafólk mitt tókum strajc
eftir því, að einhverjir ferða-
langar höfðu gert sér þao að
leik að rífa upp einn steininn
og kasta honum ofan af bjarg-
brúninni og sáum við hann þar
í fjörunni þar sem hann verð-
ur talandi tákn þessarar ómenn-
ingar hugsunarlausra ferða-
manna.
ÉG ÁTTI TAL um þettn yið
Þórð Jónsson hreppstjóra og Ás.
geir Erlendsson vitavörð á Hval-
látrum, en þeir urðu báðir furðu
slegnir yfir slíkri óv>rðingu við
slysavarnir og kváðust óska þess
að ferðamenn, seni legðu leið
sína á Látrabjarg, létu þessá
hættumerki afskiptalaus, þv£
hver sem rífur upp þessa steina
getur stuðlað að hryllilegu slysi.
Ég vona að þessar fáu linur
verði vakning tii ferðamanna
og raunar allra, því hættumerki
á að virða hvar sem þau eru.“
£ 26. ágúst 19.60 •— Alþý^ub^ði^f