Alþýðublaðið - 26.08.1960, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 26.08.1960, Qupperneq 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson Real - Gauta borg áflog Skeyti frá Róm: RINGULREIÐ í BYRJUN LEIKURINN milli Real Ma clrid og úrvalsliðs frá Gauta' borg, sem leikinn var í Gauta I korg á þriðjudagskvöld, endaði | nánast í hreinu hneyksli, að Jiví er Arheiderbladet skýrir frá. Leikurinn hafði verið róleg- ;ur allan tímann. Stóð 2:0 fvrir Svíana í hálfleik, en þegar 10 ‘mjnútur voru eftir og staðan ,var 4:3 fyrir Spánverjana, ' dæmdi norski dómarinn Birger Nilsen vítaspyrnu á Spánverja, sem þegar í stað trylltust, enda mun dómurinn hafa verið ' r.okkuð vafasamur að sögn Ar- beidérblaðsins. Hópuðust Spán- verjar kringum dómarann og vildu ekki fallast á dóminn. Yttu þeir dómaranum til hlið- ar og tóku boltann, og vildu ekki leyfa Svíanum Runo Bör- jesson að taka spyrnuna. Fór svo, að lögreglan ■ varð að fara inn á völlinn til að stilia til friðar. Þegar svo búið var að t.aka spyrnuna og staðan var 4:4, réðust spánskir enn á dómar- ann og kom til handalögmáls. Fór þá Nilsen út af og hugðist hætta að dæma leikinn. Það tókst þó að fá hann til að koma inn á aftur, en áður en tókst eð koma leiknum í gang á ný, spyrnti einn Spánverjinn bolt- anum burtu, og Nilsen vísaði honum þegar í stað út af.Loks byrjaði svo leikurinn aftur og skipti engum togum, að spánsk ir gerðu vinningsmarkið og síð ustu mínúturnar gekk ekki á öðru en áminningum til Spán- verjanna. Að vanda sýndu Puskas og di Stefano stórkostlegt spil, en di Stefano fór nokkuð fljótt út af vegna meiðsla. Það má geta þess, að Agnar Simonsson frá Gautaborg, sem nýlega hefur undirritað samning við Real, var svo „ókurteis" að gera fyrsta markið gegn hinum nýju félögum sínum. ÞAR EÐ VIÐ komum ekki út í gær, erum við með seinni skipunum með fyrstu skeytin frá Erni Eiðs syni, fréttaritara okkar í Róm, en birtum hér í heild þau skeyti, sem komin eru: RÓM, 24. ág. Miklir erfið leikar voru á því fyrir íslenzku blaðame'mjina að fá passa hér, þar eð þeir höfðu týnzt á leiðinni til íslands, þar sem þeir áttu að fá undirskrift ís lenzku . olympíunefndari'nnar. Fengum loks nýja passa í dag eftir klukkustunda þras. Marg ir aði’ir, erliendir blaðamenn lentu í svipuðu. Skriffinnsk- an er óskapleg hér og nálgast, að um ofskipulagningu sé að ræða. Margar þjóðir bættu við þátttakendum á síðustu stundu, þar á meðal íslend- ingar og hafa reynzt miklir erfi&leikar á að koma þeim fyrir í olympíuþorpinu. Form leg móttaka íslendinga og 11 annarra þjóða fór fram hér í gær og það var hátíðleg stund, ler íslenzki fáninn var dreginn að hún. Sænski blaðamaðurinn Lennart Strandberg spáði í gær, að Vilhjálmur yrði ann ar í þrístökki. — Bandaríkja menn eru bjartsýnir um að verða hærri en Rússar í hinni óopinberu stigakeppni. — Hit inn hér er óskaplegur, 30—35 stig. Borgin er fánum skrýdd, sjónvarpið er fullt af olym- píufréttum og olympíueldur- inn kemur til Capitol í dag. RÓM 25. ág. Gekk í gær- kvöldi til Capital, þar sem olympíueldurinn brennur og er gætt af tveim hermönnum. Þótt klukkan væri 12 á mið- nætti, kom fólk þarna í þús undatali til að skoða eldinn. Ljósmynda- og sjónvarpsvél- ar á lofti. Óhemjufallegur stað ur. HWWMWWmWMWWWV Ágústa hefur möguleika RÓM, 24. ág. Guðmiund ur og Ágústa keppa í 100 metra skriðsundi á föstu dag. Hann í 5. og hún í 2. riðli. I karlakeppninni eru 53 keppendur en 32 í kvennasundinu. 24 beztu karlar fara í undanúrslit en 16 stúlkur. Agústa hef ur möguleika á að kom- ast í undanúrslitin. ROM, 23. ág. (NTB). Ame- ríkumaðurinn Avery Brundagc var í dag endurkjörinn forseti alþjóðaolympíunefndarinnar næstu fjögur ár. Greifinn r*€ Exeter frá Englandi og Frakk inn Raman Massard voru er.d urkjörnir vara-forsetar. Brundage hefur verið for- seti síðan 1952 og upp á síð kúít'o hefur verið upjpil orð rómur um, að Sovétríkin mundu leggjast gegn endur- kjöri hans. Á fu'ndinum í dag var ákveðið, að ef formaður væri endurkjörinn eftir átta ára embættistíma skuli hinni nýi embættistími hans vera að eins fjögur ár. Þessari reglu er nú bei'tt við Brundage. Vegna áónægju fulltrúa ým issa þjóða með að halda olym píuleikana í maí-jú|ní 1964, telja fulltrúar Japana, að bezt muni að halda leikana í byrjun nóvember. Enda'nlegii afgreiðslu þessa máls var frest að til næsta fundar nefndari’nn ar í Aþenu á næsta ári. KR - Fram 1:1 Rúnar skallar frá marki Friam. HVAÐ er það sem öðru fremur setur áhorfendur að knattspyrnukappleik í upp- nám, spyr einn af helztu knattspyrnusérfræðingum Rússa, í grein, sem hann reit fyrir nokkru um knattspyrnu íþróttina. Hann svarar sér sjálfur og segir: Það er hverju sinni, sem leikurinn nær há- marki, þegar mark er skorað og því fleiri mörk á báða bóga þeim mun meira orkar leik- urinn á áhorfendur og sjálfa leikmennina, en hann hætir einnig við og segir: Hins veg- ar leikur það ekki á tveim tungum, að leikur án marka getur samt verið fjörugur og skemmtilegur, þó aldrei vcrði honum jafnað til hins, sem telur svo eða svo mörg mörk að leikslokum. Mér duttu þessi orð hins rússneska knattspyrnumanns í hug, er ég rölti heim í kvöld- kyrrðinni á miðvikudaginn, eftir að hafa séð leik Fram og KR í seinni umferð I. deild- arinnar. Leik, sem lauk með jafntefli og án þess að mark yrði skorað. ’Vissulega var leik urinn allskemmtilegur og furðu spennandi á köflum. En þrátt fyrir allt, vantaði í hann þetta, sem setur hugi áhorf- endanna í uppnám, hverju sinni, mörkin. Leikurinn úti á vellinum var oft góður að því er til samleiks tók, en er að því^kom að reka endahnútinn á4’ ióknina, fór of oft allt í Framhald á 14. síðu. umWMWMWMWWWWWWW' LEIKUR KR og Fram á mðivikudagskvöldið hófst kl„ 8. Það sýndi sig, að þetta er of seint byrjað. — Naumast „víg bjart" meg- inhluta seinni hálfleiks. — Reynt var að bæta úr þessu með því að skipta um knött og nota hvítan, síðustu roín útur leiksins. Hitt verður þó að tei jast heppilegri ráð stöfun, að allar þæv stjórn- r og ráð og hefndir, sem ábyrgð eiga að bera á ör- uggri framkvæmd þessa að al knattspyrnumóts lands- ins, komi sér saman um að j ei? betur gaum að gangi sóiar, hér eftir en hingað t.l, með tillit, til þeirra leikja, sem eftir eru og fram þyrftu að fara að kvöldi til, og höguðu fram- kvæmd sinni eftir því. MWMmWMMWmWWIWIWl Leiðrétfing SÚ VILLA slæddist inn í frá- sögn okkar af drengjameistara- mótinu í fyrradag, að þriðjl maður í stangarstökkinu var sagður Steindór Guðjónsson, en átti að vera Halldór Guðmunds son með stökkhæð þá, er um gat í frásögninni. Alþýðublaðið — 26. áigúst 1960

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.