Kirkjublaðið - 01.11.1891, Síða 3

Kirkjublaðið - 01.11.1891, Síða 3
67 af hending maður sjóð á akri fann, og allar sínar eigur seldi hann, og akur keypti, þar sem íjeð var dulið. Um akur Guðs vjer göngum mörgum sinnum en gulls ei sjáum vegsummerki nein; af hendingu þá hrösum vjer um stein; þá að er gáð, vjer fjársjóð dýran íinnum. Guðs ríki’ er þannig leyndardómur dulinn, er Drottinn lætur oss af hending finna. Ó seljum allt svo akur kaupa megum. í akri Guðs vjer eigum fjesjóð hulinn á akri lífsins mikið er að vinna; í akri dauðans dýrust laun vjer eigum. Guðs ríki’ er perla, dýrst í Drottins heimi. Að dýrum perlum maður leita vann, unz eina perlu ágætasta fann, og hana keypti hann við miklum seimi. Svo leitum vjer að lífsins perlum góðum, vjer leitum si og æ í hverjum stað; vjer finnum margt, en þó er eitthvað að hjá sjálfum oss og öllum heimsins þjóðum; í gleði, upphefð, auði, völdum háum, í öllum fræðum, vísindum og listum, í náttúrunnar nautn og unaðsblóma. Vjer aldrei, aldrei frið í hjörtun fáum ef finnum vjer ei Drottin Jesúm Kristum; hjá honum einum lífs sjest perlan ljóma. Guðs ríki’ er net í heimsins mikla hafi, sem hefur Drottinn varpað lífs af strönd. Að landi vill oss draga Drottins hönd úr spillingar og synda svörtu kafi. í netið safnast sægur ógurlegur úr sævi heims í stóra netið hans, hins almáttuga, mikla veiðimanns. fíann allt saman að lifsins landi dregur.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.